Greinar sunnudaginn 13. september 1998

Forsíða

13. september 1998 | Forsíða | 151 orð

Bin Laden í stofufangelsi?

TALEBANAR vísuðu í gær á bug fréttum um að sádí-arabíski hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden hefði verið settur í stofufangelsi í Afganistan. Arabíska dagblaðið Al Quds, sem gefið er út í Lundúnum, sagðist í gær hafa heimldir fyrir því að Talebanar, sem fara með völd í Afganistan, hefðu sett Bin Laden í stofufangelsi. Meira
13. september 1998 | Forsíða | 114 orð

Bondevik enn veikur

VEIKINDALEYFI Kjells Magnes Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, var í gær framlengt um hálfa aðra viku. Er þetta í annað sinn sem veikindaleyfið er lengt, en í tilkynningu forsætisráðuneytisins segir að heilsa Bondeviks fari hægt og rólega batnandi. Meira
13. september 1998 | Forsíða | 101 orð

Hljóðritinn fundinn

KAFARAR fundu í fyrrakvöld seinni flugritann úr þotu Swissair- flugfélagsins sem fórst undan strönd Kanada í síðustu viku. Um er að ræða hljóðrita vélarinnar, sem geymir upptökur af samtölum flugmanna í flugstjórnarklefanum. Fannst hann á 54 metra dýpi. Meira
13. september 1998 | Forsíða | 515 orð

Mikil óvissa um viðbrögð almennings

SKÝRSLA Kenneth Starrs til Bandaríkjaþings og sú ákvörðun þingsins að gera hana opinbera hefur vakið mikla athygli um alla heim en enn ríkir óvissa um það hver verði viðbrögð bandarísku þjóðarinnar. Samkvæmt skoðanakönnun, sem sjónvarpsstöðin ABClét gera á föstudagskvöld eftir að efni skýrslunnar var orðið opinbert, Meira
13. september 1998 | Forsíða | 117 orð

Nyrup vill halda sambandinu við Færeyjar

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er í heimsókn í Færeyjum, segir að þótt Færeyingum sé í sjálfsvald sett hvort þeir lýsi yfir sjálfstæði vilji hann gjarnan halda sambandinu við eyjarnar. Meira
13. september 1998 | Forsíða | 134 orð

Umdeildur bæjarstjóri

Umdeildur bæjarstjóri BILL Clinton Bandaríkjaforseti er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem á nú á hættu að missa embættið vegna kynferðismála. Norbert Michael Lindner, karlkyns bæjarstjóri í smábænum Quellendorf í Þýskalandi, Meira

Fréttir

13. september 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Alþjóðlegur friðardagur

ÞRIÐJI þriðjudagur hvers septembermánaðar var yfirlýstur sem "alþjóðlegur dagur friðar" af Sameinuðu þjóðunum 1981. Á þeim degi hefst þing Sameinuðu þjóðanna með einnar mínútu þögn tileinkaða heimsfriði. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 501 orð

Brýtur í bága við sveitarstjórnarlög

UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Gaukur Jörundsson, telur að ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að veita Valgerði Sigurðardóttur lausn frá störfum í hafnarstjórn og frá starfi formanns hafnarstjórnar hafi farið í bága við fyrirmæli í sveitarstjórnarlögum. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 405 orð

Clinton sakaður um meinsæri

Í SKÝRSLU saksóknarans Kenneths Starrs til Bandaríkjaþings, sem birt var almenningi á föstudag, er því haldið fram að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi logið eiðsvarinn og misnotað forsetavald sitt til að reyna að fela samband sitt við Monicu Lewinsky. Nefnir Starr því til sönnunar ellefu atriði, sem hann telur nægja til að höfðað sé mál til embættismissis á hendur forsetanum. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands vikuna 13.­19. september. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagurinn 14. september: Dr. Ástráður Eysteinsson prófessor flytur opinberan fyrirlestur í boði Stofnunar Sigurðar Nordals í Þjóðarbókhlöðunni kl. 17.15. Meira
13. september 1998 | Erlendar fréttir | 1983 orð

Dóms þjóðarinnar beðið

SKÝRSLA sú sem saksóknarinn Kenneth Starr afhenti Bandaríkjaþingi á miðvikudag og gerð var opinber á föstudag hefur valdið pólitísku uppnámi í Bandaríkjunum. Í skýrslunni gerir saksóknarinn ítarlega úttekt á sambandi Bill Clintons Bandaríkjaforseta og Monicu Lewinsky, Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 515 orð

Eyddist byggð norrænna manna á Grænlandi vegna landsigs?

RANNSÓKNIR á setkjörnum af botni fjarða Suðvestur-Grænlands leiða í ljós að miklar breytingar hafa orðið á strandlínu fjarðanna frá því að Eiríkur rauði nam þar land fyrir um 1.000 árum. Stór hluti strandarinnar, sem áður var að öllum líkindum gróskumikil, hefur sigið um nokkra metra og er nú neðansjávar. Meira
13. september 1998 | Erlendar fréttir | 830 orð

"Ég hef syndgað"

"Það er ekki hægt að orða það á snyrtilegan hátt. Ég hef syndgað," sagði Clinton er hann ávarpaði árlegan fund trúarleiðtoga á föstudag. Í tilfinningaþrunginni ræðu sagði Clinton tárvotur að hann hefði vakað fram eftir nóttu og velt því fyrir sér hvað hann ætti að segja í ræðu sinni. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fé af fjalli

GÖNGUR og réttir eru að hefjast víða um land þessa dagana. Hrunamenn drógu fé sitt í dilka í Hrunarétt á föstudag. Rann safnið niður Tungnafellsdal í slóð fremstu leitarmanna. Sama dag réttuðu Gnúpverjar í Stafholtstungnarétt, þar sem hnátan á minni myndinni, Auður Olga Arnardóttir, fylgdist með af réttarveggnum. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fyrirlestur um félagssögu

ÞORSTEINN Helgason sagnfræðingur flytur fyrirlestur þriðjudaginn 15. september í boði Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir: "Atburðir verða félags- og menningarsaga." Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu kl. 12. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 438 orð

Hannes Hlífar kominn í 2. umferð

Haldið í Munkebo á Fjóni í Danmörku. SVÆÐAMÓT Norðurlanda stendur nú yfir í Munkebo á Fjóni í Danmörku, en þar komast þrír efstu menn áfram í heimsmeistarakeppni alþjóðaskáksambandsins. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og tefld tveggja skáka einvígi í hverri umferð. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 437 orð

Haustbragur á veiðiskapnum

AFBRAGÐSGÓÐ veiði hefur verið í Laxá í Dölum í allt sumar og þar eru nú komnir um 1.250 laxar á land, að sögn Gunnars Bollasonar, kokks í Þrándargili. Gunnar sagði veiðina hafa verið góða alveg fram undir kuldakastið en kuldinn færi í skapið á bæði veiðimönnum og löxum. Þó er að veiðast og meira að segja brögð að því að menn fái "þaralegna" laxa neðarlega í ánni. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 399 orð

"Hef haft gaman af lífinu"

HELGI Símonarson á Þverá í Svarfaðardal er 103 ára í dag, sunnudag. Hann fædddist 13. september 1895 að Gröf í Svarfaðardal. "Ég hef haft gaman af lífinu," sagði Helgi er blaðamaður Morgunblaðsins drakk með honum morgunkaffi í gær, heima á Þverá. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Húsbílafólk í vanda við Nýjadal

BJÖRGUNARSVEITIN Dagrenning fór í gærmorgun til móts við fólk á húsbíl við Nýjadal á Sprengisandsleið, en fólkið hafði óskað eftir hjálp. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var skafrenningur á leiðinni og skyggni 1­200 metrar og var farið að skafa ofan í hjólför bílsins. Treysti fólkið sér ekki til byggða og óskaði því eftir hjálp björgunarsveitarinnar. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 488 orð

INNLENT

TÆPLEGA tvítugur piltur lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á fimmtudagsmorgun af völdum áverka sem hann hlaut er hann varð fyrir bíl á Dalvegi í Kópavogi kvöldið áður. TAL hf. hefur ákveðið að lækka mínútuverð á símtölum milli tveggja GSM- síma frá Tali niður í 10 kr. á mínútu, sama hvenær sólarhringsins hringt er. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð

Jafnréttisáætlanir ­ aðferð til árangurs

Á VEGUM skrifstofu Jafnréttisráðs er komið út fræðsluheftið Jafnréttisáætlanir ­ aðferð til árangurs. Þetta er þriðja heftið í nýrri fræðsluritröð skrifstofunnar en áður hafa komið út "Samþætting ­ ný leið til jafnréttis kynjanna" og "Að sitja við sama borð ­ starfsmannastefna í jafnréttisanda." Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 274 orð

Jafnréttissjónarmiða gætt við skipan í nefndir

AÐ MATI Hildar Jónsdóttur, jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar, hefur almennt vel tekist til um skipan í nefndir, ráð og stjórnir borgarinnar út frá jafnréttissjónarmiði. Stjórnmálaflokkarnir standa sig þó misvel að gæta jafnræðis milli kynja. Meira jafnræði ríkir hjá R- listanum en hjá Sjálfstæðisflokknum. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 33 orð

Jazz á Vegamótum

BRYNDÍS Ásmundsdóttir verður með jazz- og blústónleika á veitingahúsinu Vegamótum, Vegamótastíg, sunnudagskvöld. Bryndísi til aðstoðar verða þeir Guðmundur Steingrímsson, trommur, Ástvaldur Traustason, píanó og Birgir Bragason á kontrabassa. Bryndís Ásmundsdóttir. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Keikó lystargóður

HÁHYRNINGURINN Keikó, sem nú dvelur í kví sinni í Klettsvík í Vestmannaeyjum, er við góða heilsu og hefur góða matarlyst. Að sögn Halls Hallssonar, talsmanns Free Willy-samtakanna, var Keikó við stökkæfingar í gærmorgun en hann stundar ýmsar æfingar daglega, sér til styrkingar. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 380 orð

Kortleggja legu kvikuhólfa undir jökli

HAFIN er úrvinnsla á gögnum frá 40 jarðskjálftamælum sem komið var fyrir umhverfis Grímsvötn á Vatnajökli í vor og stýrir Bryndís Brandsdóttir jarðfræðingur verkefninu. Bryndís er komin aftur til starfa hjá Raunvísindastofnun Háskólans eftir að hún slasaðist 13. maí sl. þegar jeppi sem hún var í rann fram af Grímsfjalli. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Ljósamessa í Grafarvogskirkju

GRAFARVOGSBÚAR héldu ljósamessu í Grafarvogskirkju í gær og var hún liður í Grafarvogshátíð sem íbúar hverfisins héldu. Guðsþjónusta ljósamessunnar fór þannig fram að hver gestur kveikti á kerti og setti á borð sem lögð voru í kross. Börn úr grunnskólum Grafarvogs lásu bænir og í einni þeirra var beðið fyrir öllum börnum í hverfinu sem og öllum börnum heimsins. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

María tekur við Christian Dior umboðinu

VERSLUNIN Hjá Maríu í Amaro á Akureyri tók nýverið við Christian Dior umboðinu. Af því tilefni fá allir viðskiptavinir verslunarinnar tækifæri á því að vinna ferð fyrir tvö til Parísar. Á myndinni eru f.v. Herdís og Fjóla, snyrtifræðingar frá Christian Dior, María eigandi, ásamt Berglindi og Svandísi förðunarfræðingum Hjá Maríu í Amaro. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

MEÐ blaðinu í dag fylgir auglýsingabæklingur frá Landsbanka Íslands, "Útdrát

MEÐ blaðinu í dag fylgir auglýsingabæklingur frá Landsbanka Íslands, "Útdráttur úr skráningarlýsingu hlutabréfa", ásamt bréfi frá Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjóra, þar sem hann bendir á margs konar þjónustu sem bankinn veitir. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Minni vímuefnaneysla með leiðandi uppeldi

UPPELDISHÆTTIR foreldra geta haft áhrif á það hvort unglingar neyta áfengis og vímuefna. Þannig eru unglingar sem búa við leiðandi uppeldishætti ólíklegari til að hafa neytt áfengis við 14 ára aldur og til að drekka mikið í senn við 17 ára aldur en þeir sem búa við afskiptalausa uppeldishætti. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Norrænir blaðaljósmyndarar funda

AÐALFUNDUR Norrænna blaðaljósmyndara var haldinn í gær, laugardag, á Sóloni Íslandusi. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalfundur samtakanna er haldinn á Íslandi, og sitja stjórnir blaðaljósmyndarafélaga á Norðurlöndum fundinn. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ný blómabúð í Kópavogi

OPNUÐ hefur verið ný blóma- og gjafavöruverslun, Kópavogsblóm, Dalvegi 2. Eigendur eru Guðrún Hauksdóttir og Guðmunda Þorbjarnardóttir. Verslunin er með úrval af afskornum blómum og pottablómum. Einnig er í versluninni mikið úrval gjafavara. Kópavogsblóm flytur inn trévörur frá Afríku og einnig eru á boðstólum leirvörur eftir íslenskar listakonur, sérhannaðar vörur frá Smíðajárni, s.s. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 281 orð

"Skemmtilegasta aðferðin til að auglýsa sig"

"VIÐ höfum aldrei auglýst starfsemi okkar, hér bregðum við út af því og þetta er skemmtilegasta aðferðin til að auglýsa sig," sagði Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta-flugfélagsins, en fyrirtæki hans er ásamt Tæknivali með bás á alþjóðlegu flugsýningunni í Farnborough á Englandi, sem nú er haldin í fimmtugasta sinn. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Skoða lífið úr sjónum

BÖRN og fullorðnir höfðu margt að skoða í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík á degi hafsins í gær. Þar kynntu Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Fiskistofa starfsemi sína á líflegan hátt. Um landið allt var dagurinn haldinn hátíðlegur í sjóminjasöfnum og rannsóknastofnunum og bryddað upp á ýmsum tiltækjum í tilefni dagsins. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Sluppu naumlega er krani féll

ÓHAPP varð um borð í flutningaskipinu Reykjafossi, við nyrðri hafnargarðinn í Dalvík, um kl. 11 í gærmorgun. Festingar á 35 tonna skipskrana, sem var að hífa 40 feta frystigám, gáfu sig, með þeim afleiðingum að kraninn féll niður. Einn maður var að störfum í stjórnhúsi framan á krananum og var í fyrstu óttast að hann hefði slasast er stjórnhúsið varð undir krananum. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Stefna fundar um jafnrétti

STEFNA, félag vinstri manna, efnir til fundar þriðjudaginn 15. september en þetta er annar fundurinn af þremur sem félagið efnir til á sjö dögum. Fundirnir eru allir haldnir í Risinu að Hverfisgötu 105 í Reykjavík og hefjast klukkan 20.20. Á fundinum verður fjallað um innra skipulag samfélagsins undir yfirskriftinni "jafnrétti í þjóðfélaginu". Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 769 orð

Stuðningsþjónusta fyrir blinda og sjónskerta

Trúnaðarmannakerfi Blindrafélags Íslands er ný stuðningsþjónusta blindra og sjónskertra við aðra blinda og sjónskerta, sem og aðstandendur þeirra. Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi segir að Blindrafélagið hafi stefnt að því til margra ára að setja á laggirnar stuðningskerfi fyrir þennan hóp. Undirbúningur stóð yfir síðastliðinn vetur og hinn 1. Meira
13. september 1998 | Erlendar fréttir | 4985 orð

"Stúlkan með pizzuna er komin"

KENNETH Starr segir í skýrslu sinni að frásögn Lewinsky af kynferðislegum samskiptum hennar við forsetann sé nauðsynleg af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi auki það trúverðugleika hennar sem vitnis hversu nákvæm og samkvæm frásögn hennar sé. Í öðru lagi sé nauðsynlegt að rekja þessi mál þar sem vitnisburður hennar stangist á við orð forsetans. Meira
13. september 1998 | Erlendar fréttir | 1897 orð

Sögulegur fundur fornra fjandvina

HERMT er að vel hafi farið á með þeim David Trimble, leiðtoga Sambandsflokks Ulster (UUP) og forsætisráðherra á N-Írlandi, og Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, á fundi þeirra á fimmtudag í Belfast. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Teflt um sæti í 2. umferð

MARGEIR Pétursson og Þröstur Þórhallsson annars vegar og Helgi Ólafsson og John Rødgaard frá Færeyjum hins vegar áttu að tefla til þrautar í gær, laugardag, um sæti í 2. umferð á svæðamóti Norðurlanda í skák í Danmörku. Fyrst tefla skákmennirnir tvær atskákir, 25 mínútur til umhugsunar á mann. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Vonir um að hægt sé að flytja vélina

JÓHANN H. Jónsson, framkvæmdastjóri flugvalladeildar Flugmálastjórnar, segir að sérfræðingar bandaríska flughersins og Boeing verksmiðjanna hafi, eftir fund í hádeginu í gær, gert sér vonir um að hægt yrði að færa C-17 herflutningavélina, sem hefur setið óhreyfð á Vestmannaeyjaflugvelli og lokað honum frá því á fimmtudag er hún lenti með Keikó innanborðs, seinnipartinn í gær. Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 753 orð

"Þetta snýst um þjónustu"

Jón, sem hefur búið á Raufarhöfn í tvö ár, segist ekkert hafa botnað í því þegar hann kom þangað fyrst að honum tókst ekki að ná Rás 2 á útvarpinu. "Svo fer ég að spyrja fólk í kringum mig hverju þetta sæti og mér er sagt að gleyma því, Meira
13. september 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Þrjú þúsund manna skip í Sundahöfn

Þrjú þúsund manna skip í Sundahöfn EITT stærsta skip sem lagst hefur að bryggju í Sundahöfn í Reykjavík hafði dagsviðdvöl þar í gær. Var það skemmtiferðaskipið Vision of the Seas og er það aðeins tveggja mánaða gamalt, gert út af Royal Caribbean Cruise Line, er með þúsund manna áhöfn og tekur tvö þúsund farþega. Meira

Ritstjórnargreinar

13. september 1998 | Leiðarar | 539 orð

SKÝRSLA STARR

SKÝRSLA STARR KÝRSLA Kenneth Starr, sérlegs saksóknara, til Bandaríkjaþings um samband Clintons Bandaríkjaforseta og ungrar stúlku, Monicu Lewinsky, hefur eins og við mátti búast vakið gífurlega athygli um allan heim. Meira
13. september 1998 | Leiðarar | -1 orð

Það verður ljósara með ári hverju að menntunarstig sker úr um velferð

Það verður ljósara með ári hverju að menntunarstig sker úr um velferð þjóða. Þekking eykst hraðar en nokkru sinni og það eru þau þjóðfélög sem eru best í stakk búin til þess að skapa hana, vinna úr henni ný tækifæri og miðla henni sem standa fremst. Meira

Menning

13. september 1998 | Fólk í fréttum | 93 orð

10 þúsund á Grease

10 ÞÚSUNDASTI gesturinn á söngleiknum Grease var heiðraður á fertugustu sýningunni í Borgarleikhúsinu síðastliðinn fimmtudag. Sú heppna hét Berglind Guðmundsdóttir og fékk hún blómakörfu með geisladiski, bol og veggspjaldi úr söngleiknum. Það var sjálfur Danny Zuko eða Rúnar Freyr Gíslason sem afhenti henni vinninginn. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 61 orð

Ali á Kúbu

FYRRVERANDI heimsmeistari í boxi, Muhammed Ali, heimsótti íþróttamiðstöðina "Cerro Pelado" í Havana á Kúbu 10. september sl. Ali, sem hefur þrívegis verið heimsmeistari í boxi, er staddur á Kúbu til að vekja athygli á mannúðarmálum. Hann hitti í íþróttamiðstöðinni fatlaða íþróttamenn sem munu taka þátt í næstu ólympíuleikum fatlaðra. Meira
13. september 1998 | Menningarlíf | 64 orð

Anna Júlía sýnir í gallerí Nema hvað

NÚ stendur yfir sýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur í gallerínu Nema hvað, (áður Fiskurinn), á Skólavörðustíg 22c. Anna Júlía sýnir verkstúfa með vísindalegu ívafi og eru verkin að hluta partur af útskriftarverki hennar frá London Guildhall University nú í sumar. Sýningin stendur til 27. september og er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 15­19 og laugardaga og sunnudaga kl. 14­17. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 212 orð

Ákærður fyrir ríflega 100 kynferðisglæpi

BRESKA rokkstjarnan Gary Glitter kom fyrir rétt á fimmtudag. Hann er sakaður um að hafa áreitt unglingsstúlkur kynferðislega og tekið ósiðsamlegar myndir af börnum. Lögfræðingur hans lýsti því yfir að hann væri "ekki sekur". Glitter tók aðeins til máls til að greina frá réttu nafni sínu, Paul Gadd, og heimilisfangi sínu í London. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 75 orð

Bleeth lítur eftir Don Johnson

YASMINE Bleeth úr Strandvörðum hefur fengið hlutverk í sjónvarpsþáttunum "Nash Bridges". Don Johnson er í aðalhlutverki í þáttunum í gervi lögreglumannsins Nash Bridges. Félagi hans í lögreglunni er leikinn af Cheech Marin. Þeir verða skjólstæðingar Bleeth, sem er í innra eftirliti lögreglunnar, þegar þeir eru sakaðir um að valda dauða þriggja samstarfsmanna sinna innan lögreglunnar. Meira
13. september 1998 | Tónlist | 536 orð

Dagur Íslendinganna

Tríó Michaels Kneihs. Michael Kneihs píanó, Bjarni Sveinbjörnsson bassa og Pétur Grétarsson trommur. Föstudaginn 11.9. 1998. FÖSTUDAGUR á djasshátíð var dagur Íslendinganna. Átta hljómsveitir léku í miðborg Reykjavíkur og á Kringlukránni. Fimm alíslenskar, tvær leiddar af útlendingum tengdum Íslandi og sú áttunda sænsk: Drum 'n' Bass sveitin Yoga. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 120 orð

Ekkert rosalega fræg

REESE Witherspoon er upprennandi leikkona í Hollywood en virðist þó ennþá eiga langt í land. Hún greinir frá því í samtali við New York Daily News að hún hafi nýlega verið stöðvuð á götu í New York og beðin að sitja fyrir á mynd með litlu barni. Witherspoon varð góðfúslega við því og heyrði móðurina segja: "Enginn í fjölskyldunni á eftir að trúa því að ég hafi hitt Claire Danes. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 447 orð

Ég þekki gamla konu...

"ÉG VEIT auðvitað ekkert hvað ég er að fara út í," segir Ragnheiður Pálsdóttir, sem hefur verið við nám í Pétursborg í eitt ár og lagt stund á rússnesku. "Þetta var æskudraumur vegna þess að mér fannst menning og tunga Rússlands heillandi," segir hún. Hún lætur fréttir um kreppu í Rússlandi ekki draga úr sér kjarkinn og fer aftur utan núna um helgina. Meira
13. september 1998 | Menningarlíf | 540 orð

Faðir og sonur, hross og pólitík

eftir Dick Francis. Jove Books 1998. 306 síður. BRESKI metsöluhöfundurinn Dick Francis hefur skrifað eitthvað tæplega fjörutíu spennusögur á sínum ferli sem flestar ef ekki allar bera áhuga hans á veðreiðum og hestamennsku fagurt vitni. Hann á stóran hóp dyggra lesenda og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál meðal annars íslensku. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 658 orð

Fjölleikahús að hætti Fellinis

KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í Feneyjum lauk í gær og er mál manna að hún hafi verið litríkari en oft áður. Fjölmargar stjörnur létu ljós sitt skína og þeirra á meðal var leikstjórinn Emir Kusturica frá Sarajevó. Hann hafði heitið því að hann ætlaði aldrei að gera aðra mynd eftir að hann var stimplaður fylgismaður Serba fyrir verðlaunamynd sína Neðanjarðar eða "Underground". Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 352 orð

Framtíðarátök Babylon 5: Í upphafi (Babylon 5: In the Beginning)

Framleiðandi: John Copeland. Leikstjóri: Mike Vejar. Handritshöfundur: John Michael Straczynski. Kvikmyndataka: John C. Flinn III. Tónlist: Christopher Franke. Aðalhlutverk: Bruce Boxleitner, Mira Furlan, Theodore Bikel, Peter Jurasik, Andreas Katsulas, Robin Atkin Downes, Claudia Christian, Richard Biggs. 90 mín. Bandaríkin. Warner-myndir 1998. Meira
13. september 1998 | Menningarlíf | 104 orð

Fyrirlestur um þýðingar og þýðingarfræði

Dr. Ástráður Eysteinsson prófessor flytur opinberan fyrirlestur um þýðingar og þýðingarfræði í Þjóðarbókhlöðunni, mánudaginn 14. september kl. 17.15, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals. Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Sigurðar Nordals og nefnist "Babelskur arfur: Um þýðingar og þýðendur." Ástráður Eysteinsson er prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 573 orð

Góð myndbönd

Hispurslaus mynd um völundarhús mannlegra samskipta sem rammað er inn með glæsilegri myndatöku, listrænni sviðsetningu og magnaðri tónlist. Flókið samband persónanna er túlkað á samstilltan hátt af aðalleikurunum þremur. Jackie Brown Í nýjustu mynd Tarantinos má finna öll hans sérkenni, þ.e. Meira
13. september 1998 | Menningarlíf | 34 orð

Grafíksýning framlengd

GRAFÍKSÝNIG Sveinbjargar Hallgrímsdóttur í Listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðugstíg 5, hefur verið framlengd um eina viku. Sýningin er opin þegar Listmunahúsið er opið, mánudaga­föstudaga kl. 10­18 og laugardaga kl. 11­14. Sýningunni lýkur laugardaginn 19. september. Meira
13. september 1998 | Menningarlíf | 26 orð

Leikhússport í Iðnó

Leikhússport í Iðnó KEPPNI í leikhússporti verður í Iðnó, mánudagskvöld kl. 20.30. Þetta er í þriðja sinn sem sem slík keppni er haldin. Kynni er Benedikt Erlingsson. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 373 orð

Mannúðlegur morðingi Varamorðingjar (Replacement Killers)

Framleiðendur: Bernie Brillstein, Brad Grey. Leikstjóri: Antoine Fuqua. Handritshöfundar: Ken Sanzel. Kvikmyndataka: Peter Lyons Collister. Tónlist: Harry Gregson-Williams. Aðalhlutverk: Chow Yun-Fat, Mira Sorvino, Michael Rooker, Kenneth Tsang, Jurgen Prochnow, Danny Trejo. 87 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
13. september 1998 | Menningarlíf | 41 orð

Málverkasýning í Ólafsvík

SIGRÚN Jónsdóttir myndlistarmaður opnar málverkasýningu á Hótel Höfða í Ólafsvík sunnudaginn 13. desember. Á sýningunni eru 42 myndir og er þetta hennar 18. einkasýnig. Sýnigunni er sölusýning og lýkur sunnudaginn 20. september. Sýningin er opin daglega frá kl. 16­22. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 90 orð

Myndin sem aldrei varð

JAPANSKI leikstjórinn Akira Kurosawa, sem lést á dögunum, fékk aldrei tækifæri til að gera kvikmynd eftir handriti sínu um tvær vændiskonur sem hann byggði á tveimur japönskum smásögum. Kurosawa hafði fullan hug á því að gera kvikmyndina "The Ocean Was Watching" eða "Hafið fylgdist með" en gat ekki fengið fjármögnun fyrir myndinni. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 92 orð

NÝ KYNSLÓÐ KRYDDBARNA?

JUDITH Mullen, forseti kennarasambandsins í Bretlandi, segir að glamúrinn og æsingurinn sem fylgir kryddpíunum í hljómsveitinni Spice Girls gæti gert óléttu að spennandi valkosti fyrir unglingsstúlkur með lágt sjálfsmat. Því hefur jafnvel verið spáð að ólétta komist í tísku hjá unglingsstúlkum. Meira
13. september 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Nýr framkvæmdastjóri

MAGNÚS Árni Skúlason hefur látið af starfi framkvæmdastjóra Íslenska dansflokksins eftir rúmlega tveggja ára starf og var Valgeir Valdimarsson ráðinn til starfans frá 1. september sl. Valgeir er 26 ára heimspekinemi og hefur m.a. starfað að auglýsinga- og kynningarmálum. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 240 orð

Stórmynd á bandi Titanic (Titanic)

Framleiðendur James Cameron og Jon Landau. Leikstjóri og handritshöfundur: James Cameron. Kvikmyndataka: Russell Carpenter. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: Kate Winslet og Leonardo DiCaprio. (187 mín) Bandarísk. Skífan, september 1998. Bönnuð innan 12 ára. Flestir hafa heyrt sögur af umstanginu og fjáraustrinum við gerð stórmyndarinnar "Titanic". Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 425 orð

Sætir strákar óskast

"Góðan daginn, mér skilst að þið séuð að leita að karlmönnum í keppnina um Herra Ísland." "Já, alveg logandi ljósi," svarar hressileg rödd í símann. "Hefur þú áhuga?" "Ætli ég sé nú ekki orðinn dálítið of gamall," segir blaðamaður og speglar sig hálfsvekktur í tölvuskjánum. "En þú getur kannski frætt mig aðeins um keppnina... Meira
13. september 1998 | Menningarlíf | 60 orð

(fyrirsögn vantar)

DJASSHÁTÍÐ Reykajvíkur 1998 lýkur í dag. Sólon Íslandus Tríó Ólafs Stephensen leikur "Pönnukökudjass" kl. 15. Tríóið skipa, auk Ólafs Stephensen, sem leikur á píanó, Tómas R. Einarsson, sem spilar á kontrabassa, og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari. Íslenska Óperan Tríó Ray Brown, kl. 21. Meira
13. september 1998 | Fólk í fréttum | 403 orð

(fyrirsögn vantar)

Stöð212.25 Stefnumót í Las Vegas (Meet Me In Las Vegas, '56), er söngva- og dansamynd frá gullöld MGM, með hinni leggjafögru Cyd Charisse og Dan Daily. Hann leikur kúasmala sem gengur illa í spilaborginni uns hann kynnist dansmeynni Charisse. Forvitnileg í sögulegu samhengi. Meira

Umræðan

13. september 1998 | Aðsent efni | 2804 orð

Á ÉG MITT EINKALÍF?

MARGAR erfiðar spurningar vakna í tengslum við lagafrumvarp heilbrigðisráðherra um gagnagrunna á heilbrigðissviði. Siðaráð landlæknis hefur samið álitsgerð um málið og birtir hér grein byggða á henni. Byrjað verður á að skoða spurninguna: Hvað er gagnagrunnur? Mikilvægt er að taka afstöðu til þessarar spurningar til að geta sett þau skilyrði sem gagnagrunnar eiga að lúta. Meira
13. september 1998 | Bréf til blaðsins | 523 orð

Í sátt og samlyndi

NÁMSGAGNASTOFNUN hefur í samvinnu við Lionshreyfinguna gefið út nýtt efni í Lions-Quest. Áður hefur komið út efnið Að ná tökum á tilverunni sem notað hefur verið í fjölmörgum grunnskólum undanfarin ár. Nýja efnið heitir Í sátt og samlyndi og er ætlað 14­15 ára unglingum (8.­9. bekk). Meira
13. september 1998 | Aðsent efni | 1516 orð

KOMMÚNISMI ER SAMFÉLAGSÁSTAND

KOMMÚNISMI er samfélagsástand þar sem fólk á saman það sem þarf til lífsins, það vinnur hæfilega mikið og fær í hendur það sem það hefur þörf fyrir. Hér er um að ræða óskmynd, mikla andstöðu við þann raunveruleika sem fólk býr við, Meira
13. september 1998 | Bréf til blaðsins | 766 orð

Skátar á Kili

NOKKRIR krakkar úr skátafélaginu Ægisbúum gengu Kjalveg hinn forna í ágúst. Hann liggur frá Hveravöllum að Hvítárnesi við Hvítárvatn, 44 kílómetrar. Til forna var vegurinn aðalsamgönguleiðin milli Suður- og Norðurlands. Hann var notaður frá landnámi til loka 18. aldar. Þá urðu Reynistaðarbræður úti þar með sviplegum hætti. Meira

Minningargreinar

13. september 1998 | Minningargreinar | 1038 orð

Aðalheiður Sigurðardóttir

Tengdamóðir mín Aðalheiður Sigurðardóttir var kvödd frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. september síðastliðinn. Að baki er löng ævi þar sem gleði og sorg hafa markað sín spor. Eftir löng kynni býr í huga mér minning um vandaða, vel gefna og hjartahlýja konu. Á skilnaðarstundu sækir að söknuður en ekki síður þakklæti fyrir dýrmætar samverustundir á liðnum árum. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 227 orð

AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR

AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR Aðalheiður Sigurðardóttir fæddist 26. júní 1918 í Þormóðsdal, Mosfellshr., Kjós. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni föstudagsins 4. september síðastliðins. Foreldrar hennar voru Málfríður Jónsdóttir, f. 6.1. 1893, d. 6.11. 1957 og Sigurður Guðmundsson, f. 23.12. 1879, d. 25.6. 1937. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 268 orð

Áslaug Gísladóttir

Þegar við kveðjum okkar góðu vinkonu Áslaugu, kemur fyrst í hugann þakklæti fyrir allt sem hún var okkur, sem með henni störfuðum í Kvenfélagi Bústaðasóknar og viljum við taka undir með Margréti Jónsdóttur skáldkonu er hún segir: Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 43 orð

Áslaug Gísladóttir

Elsku amma mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Takk fyrir allt. Þinn Ólafur Kolbeinsson. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÁSLAUG GÍSLADÓTTIR

ÁSLAUG GÍSLADÓTTIR Áslaug Gísladóttir fæddist á Torfastöðum í Grafningi 17. ágúst 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 8. september. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 105 orð

Helgi H. Haraldsson

Elsku afi. Það tók mig mjög sárt að kveðja þig á Landspítalanum og að fá aldrei að sjá þig aftur. Ég vona að þér líði sem best þar sem þú ert núna. Hvernig eiga litlir krakkar eins og Freydís að skilja að þú ert dáinn, en maður verður bara að sætta sig við lífið eins og það er. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 28 orð

HELGI H. HARALDSSON

HELGI H. HARALDSSON Helgi H. Haraldsson fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1915. Hann lést í Landspítalanum 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 7. september. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 226 orð

Ingibjörg Steinþórsdóttir

Elsku Inga amma. Nú ertu farin til Guðs og þó ég sakni þín þá veit ég að þér líður vel núna. Ég kynntist þér fyrst fyrir fimm árum þegar ég fluttist til Ólafsvíkur með foreldrum mínum og systkinum. Við bjuggum þar í rúmlega hálft ár á neðri hæðinni hjá þér, og þann tíma varst þú mér eins og sannkölluð amma, enda kallaði ég þig alltaf "Ingu ömmu". Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 26 orð

INGIBJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR

INGIBJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR Ingibjörg Steinþórsdóttir fæddist í Ólafsvík 17. janúar 1919. Hún lést á Landakotsspítala 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsvíkurkirkju 5. september. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 31 orð

KRISTÍN BJARNEY ÓLAFSDÓTTIR

KRISTÍN BJARNEY ÓLAFSDÓTTIR Kristín Bjarney Ólafsdóttir fæddist á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi, N-Ísafjarðarsýslu, 21. febrúar 1922. Hún andaðist í Landspítalanum 2. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 11. september. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 600 orð

Kristín Halldórsdóttir

Þegar maður dvelur einn erlendis er fátt yndislegra en gott bréf eða símtal að heiman. En þegar það boðar harmafregn verður sorgin nánast óbærileg. ­ Hún Stína vinkona þín í Borgarnesi dó í nótt. Hún sofnaði í gærkvöldi við hliðina á Guðmundi, en vaknaði ekki aftur í morgun. Það er enginn til að gráta hjá, enginn til að hugga. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR

KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR Kristín Halldórsdóttir fæddist á Dýrastöðum í Norðurárdal 6. maí 1948. Hún lést á heimili sínu 2. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 10. september. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Kristján Friðrik Þorsteinsson

Kristján var ekki hátíðlegur, heldur einfaldur og hann sjálfur, þannig viljum við minnast hans. Maður verður einfaldlega glaður við að hugsa um hann, því hver gat verið innilega glaðari og leikandi spaugsamari en hann? Hann hafði ævinlega svo margt í takinu en gat samt næstum alltaf gefið sér tíma. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 172 orð

Kristján Friðrik Þorsteinsson

Ástkæri fóstursonur. Ég varð harmi lostinn þegar ég fékk fréttina um að þú væri látinn. Aðeins um þremur vikum fyrir andlát þitt sáumst við síðast, þegar þú komst til Gautaborgar í byrjun ágúst. Það lá vel á þér og þegar þú kvaddir óraði mig ekki fyrir því að það yrði hinsta kveðjan, því þú ætlaðir að koma til baka í september. Það sem huggar mig í sorginni er að ég á góðar minningar um þig. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Kristján Friðrik Þorsteinsson

Ástkæri bróðir okkar. Það er erfitt að sætta sig við að þú kvaddir lífið svo snögglega. En það er huggun í sorginni að eiga svo margar góðar minningar um þig, sem lifa áfram í hjörtum okkar. Þú varst stóri bróðir sem kenndir okkur að hjóla, fórst með okkur í veiðitúra, passaðir okkur og lékst við okkur. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 123 orð

KRISTJÁN FRIÐRIK ÞORSTEINSSON

KRISTJÁN FRIÐRIK ÞORSTEINSSON Kristján Friðrik Þorsteinsson fæddist á Akranesi 29. mars 1957. Hann lést á heimili sínu í Svíþjóð sunnudaginn 23. ágúst sl. Foreldrar hans voru Guðrún Frances Ágústsdóttir, f. 22.5. 1937, búsett í Gautaborg og Þorsteinn Valgeirsson frá Keflavík, f. 6.4. 1936, d. 23.4. 1984. Þau slitu samvistum í júní 1957. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 470 orð

Sigríður Einarsdóttir

Sigríður Einarsdóttir, föðursystir mín, sem ég minnist með þessum orðum, er látin 85 ára að aldri. Á Akranesi, þar sem hún lést, var ævi hennar öll frá vöggu til grafar, nánast á sama blettinum, í gamla Bakkahúsinu, sem faðir hennar hafði reist og þar sem hún bjó fyrstu búskaparárin og síðan í næsta húsi, sem hún og maður hennar, Hjalti Björnsson, byggðu. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 1029 orð

Sigríður Einarsdóttir

Sigríður Einarsdóttir frá Bakka á Akranesi er látin og vil ég nú minnast þessarar merku konu með nokkrum orðum. Kynni mín og minnar fjölskyldu og Sigríðar hófust fyrst að ráði eftir að Gísli sonur okkar og Birna dóttir hennar og manns hennar gengu í hjónaband fyrir rúmum aldarfjórðungi. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 242 orð

Sigríður Einarsdóttir

Þetta erindi lýsir látinni heiðurskonu afarvel. Sigríður, eða Sigga á Bakka eins og Akurnesingar jafnan nefndu hana, var alltaf jákvæð í hugsun og lagði öllum gott til. Þess vegna var hún eftirsóttur félagi. Eiginmaður Sigríðar var Hjalti Björnsson vélvirki, sem andaðist 5. september 1980. Hjalti var áhugasamur félagi í Lionsklúbbi Akraness og m.a. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 187 orð

SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR

SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR Sigríður Einarsdóttir fæddist á Bakka á Akranesi 28. október 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 6. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Ingjaldsson, útvegsbóndi á Bakka, f. 29.8. 1864 í Nýlendu á Akranesi, d. 31.7. 1940, og Halldóra Helgadóttir, f. 6.9. 1876 í Fljótstungu í Hvítársíðu, d. 30.10. 1964. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 247 orð

Stefán Jón Björnsson

Elsku Stefán afi, nú er kall þitt komið og þú meðal ástvina á öðru tilverustigi og orðinn frískur aftur. Berðu Láru ömmu kveðju mína. Ég vil þakka þér, elsku afi minn, allan hlýhuginn sem þú barst til mín og fjölskyldu minnar. Það sem mér er minnisstæðast eru stundirnar sem ég átti með þér í Úthlíðinni er ég var búsett í Reykjavík um stund. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 39 orð

STEFÁN JÓN BJöRNSSON

STEFÁN JÓN BJöRNSSON Stefán Jón Björnsson, fyrrverandi skrifstofustjóri á Skattstofu Reykjavíkur, fæddist að Þverá í Hallárdal hinn 22. september 1905. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 8. september. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 485 orð

Þórir Jónsson

Af veikum mætti langar mig til að minnast afa míns. Ég segi af veikum mætti vegna þess að ég var ekki nema rúmlega þriggja ára þegar hann kvaddi. Engu að síður lifir og dafnar minning um yndislegan afa, afa sem gaf og elskaði. Á lífsleiðinni hef ég oft orðið þess áskynja að yfir mér sé vakað, að það sé einhver sem haldi yfir mér verndarhendi, styrki mig og styðji. Meira
13. september 1998 | Minningargreinar | 64 orð

ÞÓRIR JÓNSSON

ÞÓRIR JÓNSSON Þórir Jónsson húsamálari var fæddur á Myrká í Hörgárdal fyrir réttum 100 árum eða 14. september 1898. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kristjánsson, kennari og orgelleikari í Skagafirði og Eyjafirði, og Rannveig Stefánsdóttir. Árið 1925 kvæntist Þórir Þóreyju Steinþórsdóttur frá Hömrum við Akureyri. Meira

Viðskipti

13. september 1998 | Viðskiptafréttir | 320 orð

Leitað að skrýtnu fólki

KVIKMYNDAFYRIRTÆKI í París, Kalmazoo films, ætlar að taka upp sjónvarpsþáttaröð á Íslandi og vill ráða í vinnu karla og konur á aldrinum 18­99 ára, sem þurfa að vera dularfullt, fyndið, fallegt eða ljótt fólk. Venjulegu fólki er þó boðið að senda inn myndir og lýsingu á sér. Vélstjóri eða vélvirki á verkstæði ARENTSSTÁL ehf. Meira

Daglegt líf

13. september 1998 | Ferðalög | 91 orð

Afgreiðslan flytur á Terminal 7

ÞANN 15. september næstkomandi verður afgreiðsla Flugleiða á John F. Kennedy-flugvelli í New York færð yfir á farþegamiðstöð 7 (Terminal 7). Þar mun British Airways sjá um afgreiðslu og innritun farþega Flugleiða en jafnframt verður þar starfsfólk frá Flugleiðum. Farþegar Flugleiða, sem ferðast á Saga-Class, geta framvegis nýtt sér setustofu BA, British Airways Executive Club Lounge. Meira
13. september 1998 | Ferðalög | 832 orð

Bátar, bjór og bryggjulíf Verslunargatan Karl Johan hefur löngum verið talinn nafli Óslóar. En á sumrin er það Akerbrygge og

ÞEIR sem halda að hlutirnir í Ósló gerist á verslunargötunni Karl Johan hafa rangt fyrir sér, a.m.k á sumrin því þá er það Akerbrygge og Óslóarfjörðurinn sem eiga athygli bæði íbúa og ferðamanna óskipta. Með hækkandi sól vaknar bryggjan úr vetrardvala, líf kviknar á firðinum og heimamenn blandast ferðalöngum yfir bjór og ís á bryggjunni. Meira
13. september 1998 | Bílar | 180 orð

Chevrolet 1946

EINN af fallegri fornbílum landsins í atvinnubílaflokki er eflaust Þ 244 í eigu Jóns Helga Sigurðssonar bifvélavirkja frá Búvöllum í Norður- Þingeyjarsýslu. Bíllinn er af gerðinni Chevrolet 1946, þriggja tonna bíll sem hefur verið ákaflega vel við haldið. Meira
13. september 1998 | Bílar | 74 orð

Chrysler undir merkjum Smart?

JÜRGEN Hubbert, yfirmaður fólksbíladeildar Daimler-Benz, hefur gefið í skyn að hagkvæmt gæti orðið að framleiða einhverja af hugmyndabílum Chrysler í verksmiðju sinni og Swatch úraframleiðandans þar sem Smart bíllinn er framleiddur. Hubbert gaf til kynna að hagkvæmt gæti orðið að framleiða Jeep Jeepster eða Pronto undir merkjum Smart. Meira
13. september 1998 | Ferðalög | 435 orð

Fjallið lækkaði um 430 metra

EITT mesta eldgos á seinni tímum átti sér stað 18. maí 1980 þegar eldfjallið St. Helens í Washington fylki í Bandaríkjunum gaus. Gosið var svokallað sprengigos og má segja að fjallið hafi sprungið í loft upp. Fyrir gosið var fjallið 3.174 metrar, en lækkaði um 431 metra við sprenginguna. 57 menn fórust þegar fjallið sprakk. Meira
13. september 1998 | Ferðalög | 1071 orð

Hefðbundið strandlíf og safarí frá Mombasa Kenýa hefur afar margt að bjóða ferðafólki, allt frá einstöku dýralífi, fjölbreyttu

STÓR hluti ferðafólks í Kenýa eyðir lengri eða skemmri tíma á einhverri af mörgum ströndum landsins við Indlandshaf. Hafnarborgin Mombasa er önnur stærsta borg landsins, með um 600.000 íbúum. Þar er alþjóðaflugvöllur, en einnig kemur mikill fjöldi ferðamanna til strandarinnar með lestinni frá höfuðborginni, Naíróbí. Meira
13. september 1998 | Bílar | 487 orð

Hvernig er hægt aðsjá árgerð/aldur bíls?

HÆTT er að skrá árgerð bíls í skráningarskírteini og hafa margir haft af þessu áhyggjur þar sem erfitt geti verið að henda reiður á aldur bíla hafi engar útlitsbreytingar orðið um langan tíma. Svokallaðir eftirársbílar hafa verið fluttir inn og settir á markað hérlendis. Þetta eru bílar esm hefur ekki verið ekið og eru því óslitnir þó þeir séu eldri en nýjasta gerð sambærilegs bíls. Meira
13. september 1998 | Ferðalög | 133 orð

Íslend-ingahótelvið Ís-landshöfn

Selfossi.HJÓNIN Haraldur Árnason og Guðríður Kristjánsdóttir tóku við rekstri Hotel Kopenhagen í janúar 1998. Hótelið er 35 herbergja ásamt tveimur svítum. Að sögn Haraldar hefur reksturinn gengið mjög vel það sem af er árinu. Hann segir að þau hafi ráðist í kostnaðarsamar breytingar og í dag er hótelið með vinalegum blæ. Meira
13. september 1998 | Bílar | 373 orð

Jaguar jeppi á teikniborðinu

RYKI hefur verið dustað af áætlunum um að setja á markað Jaguar jeppa í Bandaríkjunum, sem smíðaður yrði þar vestra. Slík áform komu fyrst fram fyrir þremur árum en ekki reyndist grundvöllur fyrir smíði jeppans þá. Hugmyndin hefur valdið talsverðum ágreiningi og flokkadrætti milli yfirmanna Jaguar. Verði af smíði jeppans kæmi hann fyrst á markað eftir fimm ár. Meira
13. september 1998 | Bílar | 897 orð

Lítill bíll með miklu rými

MAZDA Demio kom á markað í Japan 1996 þar sem mikill markaður er fyrir smábíla með miklu flutningsrými, sem sumir setja í flokk með smærri fjölnotabílum. Í fyrra reyndist Demio síðan söluhæsta gerð Mazda í Japan. Meira
13. september 1998 | Bílar | 1032 orð

Misjöfn staða hjá umboðunum

TÆPLEGA þriðjungsaukning varð í sölu á nýjum fólksbílum fyrstu átta mánuði ársins, selst höfðu 9.485 bílar, og virðist lítið lát verða á sölunni á næstu mánuðum ef marka má pantanir og biðlista umboðanna. Oft er um það að ræða að væntanlegir kaupendur gætu fengið bíla afgreidda jafnvel samdægurs en hafa sérstakar óskir um lit eða búnað og kjósa þess vegna að bíða eftir næstu sendingum. Meira
13. september 1998 | Bílar | 250 orð

Nýr OpelAstra kominn

BÍLHEIMAR hf., umboðsaðili Opel, hefur fengið fyrstu bílana af nýrri kynslóð Opel Astra. Bíllinn hefur verið endurhannaður frá grunni að innan og utan. Fjaðurbúnaður er einnig nýr af nálinni og boðið er upp á nýjar vélar. Bíllinn er kynntur um helgina í húsakynnum Bílheima á Sævarhöfða. Í fyrstu verður bíllinn kynntur í þremur útfærslum, þ.e. þrennra og fimm dyra og í langbaksgerð. Meira
13. september 1998 | Bílar | 75 orð

Rætt var um samruna Ford og Daimler-Benz

EFTIR því sem hermt er í bandaríska dagblaðinu Detroit News voru viðræður um samruna Daimler-Benz og Ford langt komnar áður en Daimler-Benz gekk í eina sæng með Chrysler. Ford er annar stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum og hefði samruninn skapað stærsta bílaframleiðanda heims og skotið General Motors niður í annað sæti. Meira
13. september 1998 | Bílar | 98 orð

Samdráttur í Japan

BÍLAFRAMLEIÐSLA í Japan dróst saman um 10,7% í júlí og var þetta tíundi mánuðurinn í röð sem samdráttur verður í framleiðslu. Framleiddir voru 920.776 bílar í mánuðinum. Bílaútflutningur frá Japan dróst saman um 6% og innanlandssala um 8,4%. Mazda var eini stóri framleiðandinn sem jók framleiðslu sína í mánuðinum. Meira
13. september 1998 | Bílar | 291 orð

Samhengi milli nýrri bíla og fjölgun slysa

MEIRI líkur eru á því að sá sem ekur nýjum bíl lendi í umferðaróhappi en sá sem ekur gömlum bíl. Þetta kemur fram í rannsókn sérfræðinga við Samgönguhagfræðistofnunina í Ósló. Skoðuð var ferilsskrá 211.000 bíla sem tryggðir eru hjá tryggingafélögum í Noregi. Meira
13. september 1998 | Ferðalög | 780 orð

Skíðalendur í gömlum fjallgörðum freista landans

KYNNINGARBÆKLINGUM um skíðaferðir rignir yfir landsmenn sem þetta árið virðast skipuleggja vetrarfríið sitt með meiri fyrirvara en oft áður. Ferðaskrifstofur eru þegar búnar að bóka hundruð sæta í skíðaferðir til Bandaríkjanna og meginlands Evrópu þótt flestar ferðirnar séu ekki á dagskrá fyrr en eftir jól. Meira
13. september 1998 | Bílar | 43 orð

(fyrirsögn vantar)

HLUTFALL bundins slitlags af heildarvegakerfinu er 100% í Danmörku og Bretlandi og 99,1% í Þýskalandi. Á Íslandi er rúmlega fjórðungur vegakerfisins með bundnu slitlagi. Tölurnar eru fengnar úr skýrslu Alþjóða vegasambandsins, IRF, sem kom út á þessu ári. Tölurnar eru frá árinu 1996. Meira

Fastir þættir

13. september 1998 | Í dag | 22 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 14. september, verður fimmtugur Hilmar Ragnarsson, forstöðumaður símstöðvadeildar, Eyrarholti 1, Hafnarfirði. Hilmar verður að heiman á afmælinu. Meira
13. september 1998 | Í dag | 35 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 14. september, verður sextugur Eiríkur Hervarsson, vélstjóri, Vogabraut 8, Akranesi. Eiginkona hans er Sylvía Georgsdóttir. Þau taka á móti gestum í Kiwanishúsinu Vesturgötu 48, Akranesi, laugardaginn 19. september kl. 19.30. Meira
13. september 1998 | Í dag | 31 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 14. september, verður sjötugur Steingrímur Jónsson, Helgafelli, Stokkseyri. Steingrímur tekur á móti gestum ásamt eiginkonu sinni, Erlu Sigurþórsdóttur, í samkomuhúsinu Gimlu eftir kl. 18 á afmælisdaginn. Meira
13. september 1998 | Í dag | 534 orð

AUSTIÐ kallar tugþúsundir til starfa: félagasamtök marg

AUSTIÐ kallar tugþúsundir til starfa: félagasamtök margs konar, kennara og nemendur, og síðast en ekki sízt þjóðkjörna þingmenn okkar. Alþingismenn þreyta í vetur lokapróf fyrir komandi þingkosningar. Megi þeim vel farnast. Alþingi hið forna var háð á Þingvöllum við Öxará frá árinu 930 til 1798, eða í 868 ár. Þar var kristni lögtekin árið 1000. Meira
13. september 1998 | Fastir þættir | 96 orð

Friðrikskapella.

Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10­12. Neskirkja. Mömmumorgunn miðvikudag kl. 10­12. Herdís Storgaard frá Slysavarnafélagi Íslands. Fella- og Hólakirkja. Meira
13. september 1998 | Í dag | 357 orð

Hver er maðurinn?

GUÐBJÖRG hafði samband við Velvakanda og hefur hún áhuga á að vita hvort einhver kannist við manninn á myndinni. Myndin er líklega tekin í Árnessýslu, að Kílhrauni á Skeiðum. Þeir sem kannast við myndina hafi samband við Guðbjörgu í síma 5881058. Meira
13. september 1998 | Dagbók | 694 orð

Í dag er sunnudagur 13. september 256. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er sunnudagur 13. september 256. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Óttist þá því eigi. Ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, er eigi verður kunnugt. (Mattheus, 10, 26.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Kohu Maru 108 og Northern Lindnes koma í dag. Meira
13. september 1998 | Í dag | 151 orð

STÖÐUMYND D SVARTUR á leik Staðan ko

STÖÐUMYND D SVARTUR á leik Staðan kom upp í úrslitum rússnesku bikarkeppninnar sem nú stendur yfir. Gamalreyndi stórmeistarinn Júrí Balasjov (2.580) hafði hvítt, en einn efnilegasti skákmaður Rússa, Alexander Morosjevitsj (2.625), hafði svart og átti leik. Balasjov lék síðast 36. Meira
13. september 1998 | Í dag | 234 orð

Þú ert í norður, höfundur sagna með 7­5-skiptingu í

Þú ert í norður, höfundur sagna með 7­5-skiptingu í tígli og spaða. Þú opnar rólega á einum tígli: Norður gefur; allir á hættu. G10754 ­ ÁKD10974 2 Sagnir þróast svo þannig: ­ 1 tígull 2 grönd* 3 spaðar4 hjörtu ??? Innákoma austurs á tveimur gröndum sýnir hjarta og lauf, minnst 55. Meira

Íþróttir

13. september 1998 | Íþróttir | 1109 orð

Martröð markvarðanna

Kvennaknattspyrnan er á uppleið á Íslandi segir markadrottningin Olga Færseth m.a. við Stefán Stefánsson sem ræddi við hana eftir að hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. Meira

Sunnudagsblað

13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1605 orð

Áfram íslenskur prestur í London London hefur lengi verið þýðingarmikill staður fyrir Íslendinga. Þangað hafa þeir sótt í auknum

ÍSLENDINGAR hafa löngum sótt til London og eru margar sagnir þar um frá liðnum öldum. Keltar eru taldir hafa verið fyrstu íbúar borgarinnar og elsta rómverska byggðin, Londinium, er talin hafa risið um 43 e.k. Á 17. öld var borgin orðin þungamiðja heimsverslunarinnar. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1626 orð

Ásýnd Héraðs mun breytast mikið

Ríkið og hópur bænda á Héraði og þar um slóðir eru með nytjaskógaverkefni í fullum gangi. Það eru rúm 25 ár síðan frumkvöðlar í skógrækt á Héraði hófu starfsemi í smáum stíl, en það hefur hlaðið utan á sig og raunar leitt af sér verkefnið og fyrirtækið Héraðsskóga, en framkvæmdastjóri þess er Helgi Gíslason á Helgafelli í Fellabæ. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 2098 orð

"DUENDE" OG HEIMSLIST Á COSTA DEL SOL Fjölbreytt listalíf er á boðstólum fyrir íbúa og gesti Sólarstrandar Spánar. Örnólfur

ÁMESTA uppgangsstað í móttöku útlendinga við Miðjarðarhafið, Costa del Sol, þar sem gistirými hefur samkvæmt opinberum tölum verið betur nýtt í júlí og ágúst en í nokkrum öðrum bæ Spánar, hafa yfirvöld, a.m.k. um nokkurra ára skeið, verið mjög meðvituð um það að fólk vill hressa fleira en kroppinn í fríum sínum. Það þarfnast einnig andlegrar upplyftingar. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 878 orð

ÉG FÆ EKKI SÉÐneitt í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar undir lokin sem

ÉG FÆ EKKI SÉÐneitt í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar undir lokin sem breytir trúarsannfæringu hans. Hann er að sjálfsögðu reynslunni ríkari og hálfum öðrum áratug eldri en þegar hann flytur prófræðuna og áramótaræðuna í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þess sjást engin merki að hann hafi sætt sig við guðlaus náttúrulögmál ein saman og yfirgefið forsjón sína og leiðarljós. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1040 orð

Framtíðarbörnin Auglýsingar eru í rauninni hin merkilegasta framleiðsla og listavel gerðar og það væri allt í lagi með þessar

Við sitjum fyrir framan sjónvarpið og það er hlé á fréttum og börnin eru enn ekki háttuð og þetta er svona hvíldarstund eftir matinn eins og gerist sjálfsagt á þúsundum heimila. Auglýsingarnar renna í gegn á skjánum og maður horfir með öðru auganu án þess þó að horfa en til þess er leikurinn gerður og máttur auglýsinganna er mikill, Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 214 orð

Hagnaður Póls hf. 2 milljónir

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Póls hf. á Ísafirði, nam um tveim milljónum króna fyrstu sex mánuði þessa árs. Hann var tæplega 2,5 milljónir allt árið í fyrra, þar af nam hagnaður af sölu hlutabréfa rúmri einni milljón króna. Eigið fé fyrirtækisins nam ríflega 23,8 m.kr. á fyrri árshelmingi og er það sama fjárhæð og í ársuppgjöri 1997. Veltufjármunir námu 47,5 m.kr. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1410 orð

Heimili í þremur löndum

ÞEGAR Carol kom til Íslands í embættiserindum fyrir 16 árum datt henni ekki í hug að hún ætti eftir að taka þvílíku ástfóstri við land og þjóð, að hún keypti íbúð og bíl og eyddi hér hverju sumrinu á fætur öðru. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 524 orð

Hitabylgja við Miðjarðarhafið

SÍÐASTA ísöldin stóð sem hæst fyrir rúmlega 20.000 árum og geisuðu þá miklir kuldar um alla Evrópu. Ísbreiðan var stærri og yfirborð sjávar langtum lægra en nokkurn tíma yfir 120.000 ára tímabil. Það var um þetta leyti sem veðurfar byrjaði að hlýna þar til ísöldinni loksins lauk fyrir u.þ.b. 10.000 árum. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 3195 orð

Hjartsláttur Skagastrandar Afkoma Skagstrendinga, búskapur, bílar og breyttir tímar eru meðal þess sem bar á góma í léttu

ÞAÐ var stinningskaldi daginn sem ég heimsótti Jakob Guðmundsson á Árbakka í Vindhælishreppi. Bærinn sá er örskammt frá Skagaströnd sem frægust er um þessar mundir fyrir Kántrýbæ hinn nýja sem Hallbjörn reisti með dyggri aðstoð aðdáenda sinna í vor sem leið. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 3021 orð

Hugsanir mínar og hugsjónir fá þeir aldrei F

Hugsanir mínar og hugsjónir fá þeir aldrei Flóttamenn hafa flætt yfir landamæri Kosovo undanfarna mánuði og er talið að um 130 þúsund íbúar héraðsins af albönskum uppruna hafi flúið héraðið. Flestir flóttamannanna eru börn, konur og gamalmenni sem standa uppi slypp og snauð eftir að heimili þeirra hafa verið lögð í rúst og eigum þeirra rænt. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 435 orð

"Húsgögn vaxa ekki á trjánum"

MEISTARAFÉLAG bólstrara, MFB, á 70 ára afmæli á þessu ári og um helgina efnir félagið til afmælissýningar í Perlunni er lýkur klukkan 17 í dag. Eingöngu verður um að ræða innlenda framleiðslu en í fréttatilkynningu segir að íslenskur húsgagnaiðnaður sé í mikilli sókn um þessar mundir. Samtök iðnaðarins standa að sýningunni ásamt MFB. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1756 orð

Hvers virði er landið okkar?

Hvers virði er landið okkar? Hvers virði er land, ósnortið og afskekkt? Land sem fáir þekkja en er þarna samt. Hvers virði er hálendi Íslands eins og það er nú, stórt, óbyggilegt og víðáttumikið með straumhörðum fljótum og fallvötnum? Þessari spurningu þurfa landsmenn allir nú að leita svara við. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 787 orð

Hæft fólk í heimilishjálp

EINU sinni átti ég viðtal við gamla konu af fínum ættum sem átti fallegt og vel hirt heimili. Konan var komin um nírætt og ég hafði orð á því að hún hlyti að hafa mjög góða heimilishjálp, svo fínt sem var hjá henni. "Ég hef enga heimilishjálp núna ­ sem betur fer. Þótt það sé orðið mér mjög erfitt reyni ég að vinna mín heimilisstörf sjálf," svaraði konan. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1769 orð

MATARMUSTERI Parísar

PARÍS og frönsk matarmenning eru oft nefnd í sömu andrá. Hins vegar er það nú svo að það er ekkert sjálfgefið að ferðamaðurinn rati inn á góða veitingastaði í frönsku höfuðborginni. Margir veitingastaða Parísar eru óspennandi túristagildrur, til dæmis í Latínuhverfinu, sem líta oft þokkalega út úr fjarlægð en missa sjarmann um leið og maturinn fer að berast á borð. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 237 orð

NORSKA STRANDGÆSLAN

Eftirlitssvæði: Norska strandgæslan fylgist með um 2 milljóna ferkílómetra svæði, 1,74 milljónir ferkílómetra heyra undir norður-norsku strandgæsluna er hefur höfuðstöðvar í Sortland á Lofoten en 250.000 ferkílómetrar undir gæsluna í Suður-Noregi, er hefur höfuðstöðvar í Bergen. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1108 orð

Ógleymanleg pílagrímsferð til "Nýja Íslands" Félag eldri borgara í Reykjavík lagði í sumar leið sína til Nýja Íslands í Kanada

HUGUR félaga í Félagi eldri borgara í Reykjavík hefur lengi staðið til vesturfarar. Tengsli hafa glatast við ættmenni á vesturslóðum. Sagan fær líka forvitnilegri ímynd eftir því sem aldurinn færist yfir og meira er lesið. Vesturför varð loks veruleiki í sumar. Níutíu eldri borgarar sóttu hátíðahöld 109. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1609 orð

Ógnvaldar smáborgarans

EINSTIGIÐ á milli frægðar og fáránleika er mjótt torleiði. Flestum reynist erfitt að halda frægð og vinsældum og njóta á sama tíma virðingar fyrir tónlist sína eða hugmyndir og ekki eru mörg dæmi þess að ungmenni nái að þroskast úr heimsfrægð og milljónagróða í að verða listamenn sem hlustað er á. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 4775 orð

"Pabbi! Nei, ég meina Kristín"

Það er söguleg stund þegar barn hefur skólagöngu. Langt er síðan Skapti Hallgrímssonblaðamaður og Jim Smart ljósmyndari stigu fyrsta skipti inn í skólastofu en þeir settust á nýjan leik í 1. bekk á þriðjudaginn var. "ALLIR í beina röð. Kári, ertu nokkuð búinn að gleyma þessu?" Kristín Gísladóttir, kennari 1. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1260 orð

SPACEY OG JACKSON Kevin Spacey og Samuel L. Jackson eru tveir af færustu kvikmyndaleikurum sinnar kynslóðar. Þeir leika saman í

ÞAÐ skiptir ekki svo litlu máli hvernig raðað er í aðalhlutverkin í Hollywood-myndunum. Fyrri afrek leikaranna skipta miklu, staða þeirra á stjörnukortinu, hvernig myndum þeirra vegnar í miðasölunni, hversu dýrir þeir eru (karlarnir eru nær undantekningarlaust dýrari en kvenfólkið). Stundum hitta menn á réttu samsetninguna og úr verður kvikmyndaundur. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 2522 orð

Tónlistin græðir sálina og jurtirnar líkamann Það var fyrir átta árum að áhugi á blómum og jurtum frá barnæsku, ofnæmi fyrir

Tónlistin græðir sálina og jurtirnar líkamann Það var fyrir átta árum að áhugi á blómum og jurtum frá barnæsku, ofnæmi fyrir fínum kremum og bók um þýska nunnu sem uppi var á 12. öld urðu þess valdandi að Gígja Kjartansdóttir í Fossbrekku á Svalbarðsströnd fór að búa til smyrsl, olíur og krem úr jurtum. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 855 orð

TÖKUM EKKI EINSTAKAR ÞJÓÐIR FYRIR

JENS Høilund veiðieftirlitsmaður hefur komið um borð í marga íslenska togara í krafti embættis síns og ekki alltaf verið velkominn. Hann segir samskiptin þó að jafnaði góð, og kveðst ekki hafa neitt á móti íslenskum sjómönnum. "Vesenið sem upp kom 1995 þegar strandgæslan og íslenskur sjómaður skiptust á skotum er búið. Fyrst á eftir voru báðir aðilar tortryggnir en það er liðin tíð. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1487 orð

Unglingar afskiptalausra foreldra í mestri hættu Unglingar sem búa við leiðandi uppeldishætti eru ólíklegri til áfengis- og

UPPELDISHÆTTIR foreldra geta haft áhrif á það hvort unglingar neyta áfengis og vímuefna. Þannig eru unglingar sem búa við leiðandi uppeldishætti ólíklegri til að hafa neytt áfengis við 14 ára aldur og til að Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 566 orð

Uppsveiflunni ógnað

EINS og fram hefur komið í Morgunblaðinu síðustu daga eru Grænlendingar byrjaðir að veiða lax af kappi úti fyrir vesturströnd Grænlands. Alls hefur landstjórnin gefið út á fimmta hundrað veiðileyfa. Grænlendingarnir veiða í net og það er einkum lax sem er á öðru ári í sjó, stórlax, sem þeir veiða. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 801 orð

ÚTFARARSTEMMNING Í BRÚNNI

"SVEI mér þá, manni leyfist ekki að verða á í messunni," segir Rolf Vik, skipstjórinn á Manon frá Bergen þegar hann hefur fengið formlega aðvörun frá norsku strandgæslunni. Klukkan er hálfellefu á sunnudagskvöldi á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða, um sjö sjómílur frá mörkum Síldarsmugunnar. Meira
13. september 1998 | Sunnudagsblað | 1482 orð

Vörður hafsins

"VÖRÐUR hafsins og samverji" eru hátíðleg einkennisorð norsku strandgæslunnar. Lífið um borð er blanda hermennsku, sjómennsku og löggæslu og afslappaðra en von er á þótt lögregluþjónar hafanna haldi vissulega fast í reglur, m.a. um klæðaburð, að minnsta kosti meðan gestir eru um borð. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

13. september 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1628 orð

Ferðaþjónusta ogskíðamennskaí sömu sveiflu Nóg er af brekkum og bugðum á Íslandi og þegar haustar fer skíðaáhugamenn að klæja í

NORÐLENDINGAR í ferðaþjónustu eru afar iðnir við að gera út á skíðasvæði sín, að sögn Tómasar Guðmundssonar, forstöðumanns Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar. Þegar er byrjað að undirbúa skíðavertíðina og er lögð áhersla á fjölbreytt vetraríþróttasvæði á Ólafsfirði, Meira

Ýmis aukablöð

13. september 1998 | Dagskrárblað | 193 orð

13.25Skjáleikurinn [79909801]

13.25Skjáleikurinn [79909801] 16.25Helgarsportið (e) [4944627] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. [2193191] 17.30Fréttir [71998] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [725820] 17. Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 216 orð

16.00Enski boltinn

16.00Enski boltinn Frá leik Tottenham Hotspur og Middlesborough. [8701313] 17.5019. holan (17:29) [538508] 18.25Ítalski boltinn AC Milan-Bologna [1348400] 20.15Ítölsku mörkin [3544752] 20.35Golfmót í Bandaríkjunum [1726049] 21. Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 232 orð

17.00Í ljósaskiptunum

17.00Í ljósaskiptunum (Twilight Zone) (24:29) [9135] 17.30Knattspyrna í Asíu [56172] 18.30Sjónvarpsmarkaðurinn [46288] 18.45Taumlaus tónlist [9417240] 19.35Hunter (e) [3935620] 20. Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 185 orð

9.00Morgunsjónvarp

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir: Elfar Logi Hannesson. Mexíkó Brúðuleikur eftir Helgu Steffensen. Vísur eftir Óskar Ingimarsson. Dýrin í Fagraskógi (19:39) Paddington (5:26) Kasper (1:13) Bjössi, Rikki og Patt (38:39) [1747597] 10. Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 208 orð

9.00Sesam opnist þ

9.00Sesam opnist þú [3619] 9.30Brúmmi [8856597] 9.35Urmull [8435400] 10.00Tímon, Púmba og félagar [92481] 10.20Andrés Önd og gengið [3724226] 10.45Andinn í flöskunni [8808961] 11. Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 605 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05 Morguntónar. 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn 7.05 Morgunstundin. 8.00 Morgunfréttir. 8.20 Morgunstundin áfram. 9.03 Laufskálinn. 9. Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 609 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

7.03 Fréttaauki. Þáttur í umsjá fréttastofu Útvarps. (e) 8.00 Fréttir. 8.07 Morgunandakt: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, flytur. 8.15 Tónlist. ­ Fantasía og fúga í g-moll, BWV 542 eftir Johann Sebastian Bach og . ­ Fúga í as-moll eftir Johannes Brahms. Wayne Marshall leikur á orgel. Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 873 orð

Format fyrir aukasjónvarpsstöðvar, auka, 73,7

Format fyrir aukasjónvarpsstöðvar, auka, 73,7ÝMSAR STÖÐVAR Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 914 orð

Format fyrir aukasjónvarpsstöðvar, auka, 73,7

Format fyrir aukasjónvarpsstöðvar, auka, 73,7ÝMSAR STÖÐVAR Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 89 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 91 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 76 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. september 1998 | Dagskrárblað | 218 orð

ö13.00Fær í flestan sjó (Over the Hill) S

14.40Á báðum áttum (Relativity) (11:17) (e) [2630714] 15.35Spékoppurinn [6472443] 16.00Köngulóarmaðurinn [64733] 16.20Bangsímon [529288] 16.45Á drekaslóð [8117733] 17. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.