Greinar sunnudaginn 8. nóvember 1998

Forsíða

8. nóvember 1998 | Forsíða | 53 orð

Byltingarganga í Moskvu

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, fékk kaldar kveðjur hjá þúsundum kommúnista sem í gær gengu fylktu liði um Moskvu til að minnast þess að 81 ár er liðið frá bolsévikabyltingunni í Rússlandi. Aðrir íbúar Rússlands létu sér hins vegar fátt um finnast enda með hugann við hrikalegt efnahagsástand í landinu. Meira
8. nóvember 1998 | Forsíða | 104 orð

Eftirlaunaaldur í 60 ár

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, segist vilja lækka eftirlaunaaldur í Þýskalandi í sextíu ár til að hægt sé að finna störf handa öllu því unga fólki sem nú flykkist út á vinnumarkaðinn. Eru ummælin höfð eftir Schröder í Bild am Sonntag í dag, en Schröder segir jafnframt að tryggt verði að eftirlaun fólks lækki ekki við þessar breytingar. Meira
8. nóvember 1998 | Forsíða | 146 orð

Markskot bönnuð

STJÓRNENDUR bresks knattspyrnufélags hafa ákveðið að banna leikmönnum að skjóta að marki meðan á upphitun stendur fyrir leiki liðsins ­ af ótta við að áhorfendur höfði mál gegn félaginu verði þeir fyrir meiðslum af völdum einhvers hinna fjölmörgu markskota sem gjarnan lenda í áhorfendastæðunum. Meira
8. nóvember 1998 | Forsíða | 114 orð

Móðurfrumur úr fóstrum ræktaðar

BANDARÍSKIR vísindamenn segja að þeim hafi tekist að einangra og rækta móðurfrumur úr fósturvísum og fósturvefjum eftir 15 ára rannsókn. Þeir telja þetta tímamótaskref í þá átt að rækta ótakmarkað magn af hverskonar vefjum til ígræðslu. Meira
8. nóvember 1998 | Forsíða | 290 orð

Palestínustjórn samþykkir endurskoðun stofnskrár

PALESTÍNUMENN sögðust í gær hafa tekið fyrstu skrefin í þá átt að endurskoða stofnskrá frelsissamtaka Palestínu (PLO), eins og þeim er skylt samkvæmt skilmálum Wye Mills-samkomulagsins við Ísraelsmenn, en í stofnskránni er kallað á gereyðingu Ísraelsríkis. Meira

Fréttir

8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Árshátíð Andvara

ÁRSHÁTÍÐ Hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ verður haldin í Skútunni, Hafnarfirði, laugardaginn 14. nóvember og hefst kl. 20. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir matargesti og einnig fyrir dansi frá kl. 20­3. Laddi skemmtir veislugestum. Tískusýning Maríu Lovísu, súpermódels úr Andvara sýna kvöldfatnað kvenna. Veislustjóri er Erling Sigurðsson. Miðaverð 3.700 kr. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 825 orð

DagbókHáskólaÍslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 8.­14. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is/HIHome.html Mánudagur 9. nóvember: Málstofa í stærðfræði. Geir Agnarsson, Raunvísindastofnun, heldur áfram fyrirlestri sínum sem nefnist: "Aðfelluleg mörk fyrir vissar Ramseytölur". Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 300 orð

Ekki fengið fjármagn til að kaupa tækið

EKKI hafa fengist næg fjárframlög til tækjakaupa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur til að hægt væri að kaupa svonefnt holsjárómskoðunartæki til rannsókna á sjúkdómum í meltingarvegi, að sögn Jóhannesar M. Gunnarssonar, lækningaforstjóra SH. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn

Á AÐALFUNDI Félags íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn hinn 8. október sl. var ákveðið að breyta nafni félagsins til fyrra horfs þ.e. Félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn. Þetta var nafn félagsins frá árinu 1895 til ársins 1969. Fyrstu tvö árin 1893­1895 hét það Íslenskt stúdentafjelag. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 412 orð

Frumvarpið verður lagt fram á Alþingi fyrir jól

ENDURSKOÐUÐ lög um mat á umhverfisáhrifum verða væntalega lögð fyrir Alþingi fyrir jól, að sögn Ingimars Sigurðssonar, formanns nefndar á vegum umhverfisráðuneytisins sem hefur lögin til endurskoðunar. Stefnt er að því að nefndin skili af sér í þessum mánuði en þá verða drög að frumvarpinu lögð fyrir ráðherra. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 299 orð

Geisladiskur til styrktar daufblindum

SÖLUÁTAK til styrktar Daufblindrafélagi Íslands er hafið og verður nýr geisladiskur Herdísar Hallvarðsdóttur seldur í þessu markmiði. Daufblindrafélag Íslands var stofnað 15. mars 1994. Það hefur aðstöðu í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, Reykjavík, og eru félagar 11 talsins. Talið er að á landinu séu 40 til 50 manns sem búa við þessa fötlun. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

"Í grundvallaratriðum á svig við vísindasiðferði"

MORGUNBLAÐINU hefur borist samþykkt deildarfundar raunvísindadeildar Háskóla Íslands um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði sem þeir Einar Árnason prófessor í þróunarfræði, Guðmundur Eggertsson prófessor í líffræði og Halldór Þormar prófessor í frumulíffræði gerðu tillögu um. Þar segir m.a. Meira
8. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 441 orð

Írakar storka umheiminum á ný

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fimmtudag einróma ályktun þar sem aðgerðir Íraka eru fordæmdar, en þeir slitu samstarfi við vopnaeftirlitsnefnd SÞ um síðustu helgi, og þess krafist að þeir taki aftur upp samstarf við eftirlitið. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Jólakort Hringsins komið út

JÓLAKORT Hringsins er komið út. Í ár prýðir jólakortið mynd frá 1972 eftir Louisu Matthíasdóttur er nefnist Stúlka með reiðhjól. Louisa er meðal virtustu listmálara vestanhafs en myndefni sitt sækir hún gjarnan til Íslands, þaðan sem hún er ættuð. Louisa hefur haldið fjölda einkasýninga sem og tekið þátt í samsýningum. Verk hennar eru í opinberri eigu bæði hérlendis og erlendis. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 267 orð

Kjalnesingar kjósa í Reykjaneskjördæmi

KJALNESINGAR munu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á laugardaginn eftir viku þó Kjalarnes hafi nú sameinast Reykjavík. Ástæðan er sú að þeir eiga kosningarétt í Reykjaneskjördæmi samkvæmt núgildandi kosningalögum, þar sem þar fara kjördæmamörk eftir sýslumörkum og Kjósarsýsla er í Reykjaneskjördæmi. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Kostnaðurinn gæti numið 200 milljónum

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segist vonast eftir að kostnaður Íslands af þátttöku í heimssýningunni í Hannover árið 2000 verði ekki meiri en 200­250 milljónir króna. Á næstunni verður settur á stofn samráðshópur sem verður falið að undirbúa þátttöku Íslands. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 33 orð

LEIÐRÉTT Dóra Ingvarsdóttir Í fré

Í frétt í Morgunblaðinu í fyrradag um 29 umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra Lánasjóðs landbúnaðarins var misfarið með föðurnafn eins umsækjandans, Dóru Ingvarsdóttur, útibússtjóra í Búnaðarbanka Íslands. Beðist er afsökunar á mistökunum. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Leyniskjöl í ævisögu Steingríms

FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar á Íslandi lögðu allt kapp á að milda afstöðu Framsóknarflokksins til Bandaríkjanna vorið 1956 eftir að Alþingi hafði samþykkt ályktun um brottför varnarliðsins. Beittu þeir meðal annars hálfopinberum sjóðum Þjóðaröryggisráðsins sem ætlaðir voru til baráttu gegn kommúnisma í heiminum til að styrkja skoðunarferð Steingríms Hermannssonar, Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Málþing um kirkjuna og kærleikann

BISKUPSEMBÆTTIÐ efnir til málþings í Hjallakirkju mánudaginn 9. nóvember undir yfirskriftinni: "Kærleiksþjónusta kirkjunnar innanlands". Þingið, sem hefst kl. 17, er öllum opið, sóknarnefndafólki, prestum, djáknum og starfsfólki safnaða og áhugamönnum um kirkju kærleikans. Þess er vænst, að sóknarnefndir sendi einn eða fleiri fulltrúa. Skráning fer fram á Biskupsstofu. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Mikill áhugi í Napólí á heimsókn forseta Íslands

HEIMSÓKN Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands til Napólí á Ítalíu hófst í gærmorgun í glaðasólskini og vakti mikla athygli borgarbúa sem fylltu sali miðaldakastala þar sem móttökuathöfn fór fram. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Minkurinn og áhrif hans á fuglastofna

FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Fuglaverndarfélags Íslands verður haldinn í stofu 101 í Odda mánudaginn 9. nóvember nk. og hefst kl. 20.30. Þar mun Róbert Arnar Stefánsson, líffræðingur, fjalla um rannsóknir sínar og Menju von Schmalensee á minknum. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Námskeið um kransæðasjúkdóma

NÁMSKEIÐ um kransæðasjúkdóma verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ 20. og 21. nóvember. Námskeiðið er þverfaglegt, fjallar um sjúklinginn allt frá fyrstu einkennum, rannsóknir sem hann gengur í gegnum, greiningu, meðferð, þjálfun, aðlögun að daglega lífinu, eftirliti og nýjan lífsstíl. Meðal efnis á námskeiðinu er: Forvarnir og greining. Medicinsk meðferð og revascularisering. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 217 orð

Námstefnan Starfsþróun á 21. öldinni

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands (GSFÍ) heldur námstefnuna Starfsþróun á 21. öldinni ­ Deilum ábyrgð og ávinningi, miðvikudaginn 11. nóvember á Hótel Loftleiðum kl. 12.30­16.30. Námstefnan er hluti af evrópskri gæðaviku sem GSFÍ skipuleggur aðra vikuna í nóvember. Á námstefnunni munu innlendir stjórnendur og ráðgjafar miðla af reynslu sinni og þekkingu. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 706 orð

Nokkuð gott ástand miðað við landið allt

Á réttri leið? er yfirskrift ráðstefnu um forvarnir á Norðurlandi vestra í Framhaldsskólanum á Sauðárkróki miðvikudaginn 11. nóvember nk. Ráðstefnan er haldin á vegum áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi vestra, SSNV, Landssamtökin Heimili og skóla, Unglingablaðið Smell, Tóbaksvarnanefnd og SÁÁ. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Opið húshjá Styrk

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, hefur opið hús að Skógarhlíð 8 í Reykjavík mánudaginn 9. nóvember kl. 20.30. Ólöf Þorvarðardóttir, listþerapisti (Olla), flytur erindi um listþerapíu og meðferð út frá tónlist, myndlist og hreyfingu og leitast við að svara þeirri spurningu hvernig listir geta styrkt manneskjuna í veikindum og sorg. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Ráðstefna um forvarnir á Norðurlandi vestra

RÁÐSTEFNA um forvarnir undir heitinu Á réttri leið? verður haldin í framhaldsskólanum á Sauðárkróki miðvikudaginn 11. nóvember nk. Ráðstefnan er haldin á vegum áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í samstarfi við Landssamtökin Heimili og skóla, Tóbaksvarnanefnd, forvarnadeild SÁÁ og unglingablaðið Smell. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Ráðstefna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

SAMTÖKIN Barnaheill standa fyrir ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum þriðjudaginn 10. nóvember nk. í Grand Hóteli í Reykjavík. Auk innlendra fyrirlesara munu erlendir sérfræðingar fjalla um efnið. Anders Nyman frá barnaverndarsamtökum í Stokkhólmi heldur fyrirlestur. Hann starfar við meðferðarstofnun þar sem m.a. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Samkomulag meinatækna og viðsemjenda

UNDIRRITAÐUR var aðfaranótt laugardags samningur milli stjórnar Ríkisspítalanna og fulltrúa meinatækna á blóð- og meinefnafræðideild Landspítalans sem höfðu sagt upp störfum. Samkomulagið, sem var undirritað á miðnætti í fyrrinótt, var kynnt í hádeginu í gær, en ekki hefur verið skýrt frá efnisatriðum þess. Skriður komst á samningaviðræðurnar á samningafundi sem hófst kl. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Skátar hittast í hádeginu

MIKILL fjöldi fólks hefur átt góðar stundir í skátastarfi á yngri árum og hefur áhuga á að halda tengslum við hreyfinguna. Nú hefur hópur skáta skipulagt hádegisverðarfundi í Skátahúsinu við Snorrabraut þar sem skátum, eldri sem yngri, gefst tækifæri á að mæta í súpu og brauð gegn vægu gjaldi og eiga þess kost á að rifja upp gamla tíma í góðum hópi, segir í fréttatilkynningu. Meira
8. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 452 orð

Starfsemi dönsku leyniþjónustunnar verður rannsökuð

EFTIR þrýsting um að kanna hvort og hvernig danska leyniþjónustan, Politiets efterretningstjeneste eða PET, hafi fylgst með starfsemi löglegra stjórnmálahreyfinga á vinstrivængnum hefur Frank Jensen dómsmálaráðherra nú ákveðið að skipa nefnd til slíkrar athugunar. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 502 orð

Tjónið er talið verða yfir 100 milljónir króna

"ÞAÐ var sárt að horfa upp á fyrirtækið brenna til kaldra kola," segir Daníel Sigurðsson, einn eigenda vélaverkstæðisins og heildsölunnar Óseyjar hf. í Hafnarfirði sem gereyðilagðist í miklum eldsvoða í gærmorgun. Daníel, sem hefur verið að byggja fyrirtækið upp á síðustu ellefu árum, segir að tjónið sé líklega vel yfir eitt hundrað milljónir kr. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Tvær til fimm óskir á viku um innlögn

GÖTUSMIÐJAN opnaði meðferðarheimilið Virkið í júní 1998 með 12 uppbúin rúm. Heimilið er ætlað unglingum á aldrinum 16-20 ára sem ánetjast hafa vímuefnum. Meðferðarheimilið er staðsett í Reykjavík, í Dugguvogi 12. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Útskrift rafiðnaðarsveina

RAFIÐNAÐARSAMBAND Íslands, Landssamband íslenskra rafverktaka og Rafiðnaðarskólinn bjóða nýsveinum í rafiðngreinum til útskriftarveislu tvisvar á ári. Sú hefð hefur skapast að sveinafélögin í viðkomandi grein veiti viðurkenningar fyrir bestan árangur í verklegum greinum. Meira
8. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 987 orð

Vara við efnahagslegum afleiðingum sjálfstæðis Danskir ráðherrar og stjórnmálamenn hafa verið óvenjutíðir gestir í Færeyjum frá

SKÖMMU eftir að færeyska landstjórnin var mynduð í mars fór Mogens Lykketoft, fjármálaráðherra Danmerkur, til Færeyja, einkum til að ræða milljarðaskuld Færeyinga við Dani og leysa bankadeilu þjóðanna. Lykketoft sagði ekkert opinberlega um efnahagslegar afleiðingar sjálfstæðis Færeyja en það gerði hins vegar Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Vef-Þjóðviljinn með nýja slóð

VEFÞJÓÐVILJINN er kominn með nýja slóð á vefnum. Nýja slóðin er www.andriki.is Vef-Þjóðviljinn kemur út á hverjum degi á heimasíðu Andríkis. Þar eru fréttir og skoðanaskipti um stjórnmál og ýmis önnur þjóðmál. Vef-Þjóðviljinn hóf göngu sína 24. janúar 1997 og var fyrsta veftímaritið á Íslandi sem hóf daglega útgáfu, segir í fréttatilkynningu. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 785 orð

Viðhorfsbreytingin hefjist í menntaskóla

LÆKNASKORTUR á landsbyggðinni verður ekki leystur til frambúðar með því að fá lækna til að hlaupa í slík störf, það er aðeins tímabundin lausn. Nauðsynlegt er að vinna að viðhorfsbreytingu á mati á störfum lækna í dreifbýli strax í menntaskóla og háskóla, var meðal þess sem Roger Strasser, prófessor í heimilislækningum frá Ástralíu staðhæfði í viðtali við Morgunblaðið í gær. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Vindhraðinn náði 12 stigum

STORMURINN sem spáð var að gengi yfir landið um helgina gekk að mestu yfir aðfaranótt laugardags. Stormurinn var genginn niður að mestu sunnanlands um hádegisbil í gær, laugardag, og gerði Veðurstofa Íslands ráð fyrir að storminn myndi lægja norðanlands í gærkvöldi. Meira
8. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 408 orð

(fyrirsögn vantar)

Auknar greiðslur í lífeyrissjóði RÍKISSTJÓRNIN ætlar að leggja fram frumvarp um að fyrirtæki geti aukið greiðslur sínar í lífeyrissjóð starfsmanna um 0,2% gegn því að tryggingargjald verði lækkað á móti. Meira

Ritstjórnargreinar

8. nóvember 1998 | Leiðarar | 381 orð

AGAÐ ÞJÓÐFÉLAG

leiðari AGAÐ ÞJÓÐFÉLAG Fyrir nokkru fóru skólastjórar frá Reykjavík í ferð til Singapúr til þess að kynna sér skólastarf þar, sem vakið hefur athygli m.a. fyrir góðan árangur nemenda í stærðfræði og náttúrufræðigreinum. Niðurstaða Gerðar Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, eftir þessa ferð er eftirtektarverð. Meira
8. nóvember 1998 | Leiðarar | 2194 orð

reykjavíkurbréf Það getur verið varasamt, að ganga of lang

Það getur verið varasamt, að ganga of langt í pólitískum áróðri gegn andstæðingum sínum. Fyrir tveimur mánuðum snerust allar pólitískar umræður í Bandaríkjunum um það, hvort Clinton forseti yrði að segja af sér eða hvort þingið mundi setja hann af vegna kvennamála hans og tengdra mála. Meira

Menning

8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 467 orð

Að vera eða vera ekki Íslendingur

"ÉG KYNNTIST David í Stúdentaleikhúsinu. Hann neitaði að fá enskar útskýringar og við máttum bara tala við hann á íslensku. Hann prjónaði sér sína lopapeysu og gekk í henni allan veturinn. Honum var einstaklega mikið í mun að læra málið og ákafur að verða Íslendingur," segir leikstjórinn Jón Einars Gústafsson um fyrstu kynni sín af Vestur-Íslendingum. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 132 orð

Brandarakarlar í geimnum

MANNKYNIÐ heldur áfram að sigrast á sjálfu sér og metin eru slegin eitt af öðru. Júrí Gagarín var fyrstur út í geiminn. Neil Armstrong var fyrstur til tunglsins. Nú síðast voru geimfararnir í Discovery fyrstir til að koma fram í spjallþætti Jay Leno. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 180 orð

Eftirköst helfararinnar Eftirminnilegt símtal (A Call to Remember)

Leikstjórn: Jack Bender. Aðalhlutverk: Blythe Danner og Joe Mantegna. 107 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, október 1998. Öllum leyfð. HÉR er fjallað af næmi, reynslu og innsæi um áhrif þess á einstaklinga að lifa af yfirgengilegar hörmungar. Það eina sem synir Paulu (Danner) og Davids (Mantegna) vita um fortíð foreldra sinna er að þeir lifðu af helför gyðinga. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 126 orð

Ford fýsilegastur

TÍMARITIÐ People hefur tilnefnt Harrison Ford kynþokkafyllsta mann ársins 1998. Leikarinn, sem er 56 ára gamall, skýtur þar með yngri mönnum ref fyrir rass, en í samkeppni við hann voru menn eins og Brad Pitt, George Clooney, Denzel Washington og John F. Kennedy Jr. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 256 orð

Fólk

FólkMagga Stína gagnrýnd í FHM Í NÝJASTA tímariti breska karlablaðsins FHM er nýjasta breiðskífa Möggu Stínu gagnrýnd og fær hún tvær stjörnur af fjórum mögulegum. "Æði er runnið á Íslendinga og fetar Magga Stína í fótspor sveitarinnar Lhooq," segir í dómnum. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 342 orð

Fuglasöngur því stjörnurnar kalla

Börn hafa allt aðra sýn á lífið og tilveruna en fullorðna fólkið og sjá oft hlutina í skemmtilegu ljósi. Hér á eftir fylgir stutt viðtal sem Björgvin Sigurðsson í hljómsveitinni Innvortis tók við systur sína, Líneyju Gylfadóttur, sem er fjögurra ára. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 233 orð

Gereyðingarótti undir aldamót. Harður árekstur (Deep Impact)

Framleiðsla: Richard D. Zanuck og David Brown. Leikstjórn: Mimi Leder. Handrit: Bruce Joel Rubin og Michael Tolkin. Kvikmyndataka: Dietrich Lohman. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: Tea Leoni, Robert Duvall og Morgan Freeman. 120 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, október 1998. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
8. nóvember 1998 | Menningarlíf | 127 orð

Gjörningur á Kjarvalsstöðum HALLDÓR Ásgeirsson myndlistar

Gjörningur á Kjarvalsstöðum HALLDÓR Ásgeirsson myndlistarmaður og Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld og píanóleikari, fremja gjörning í dag kl. 17, í tengslum við sýningu sem fléttar saman tvær listgreinar, myndlist og tónlist, á Kjarvalsstöðum. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 493 orð

Góð myndbönd

Leikstjórinn James L. Brooks teflir hér fram mynd sem þrátt fyrir misfellur er bráðfyndin og morandi af ógleymanlegum augnablikum. Jack Nicholson nýtur hvers augnabliks í hlutverki hins viðskotailla Melvins. Líf mitt í bleiku (Ma vie en rose) Saga drengs sem fordæmdur er af umhverfinu fyrir að hegða sér eins og stúlka. Meira
8. nóvember 1998 | Menningarlíf | 89 orð

Hans Christiansen sýnir á Selfossi

HANS Christiansen opnaði sýningu í Gallerí Garði á Selfossi, föstudaginn 5. nóvember. Hans er fæddur í Hveragerði árið 1937 og hefur starfað við kennslu. Hans hefur sótt námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskólanum og einnig í Akademiet for fri og merkantil Kunst í Kaupmannahöfn. Hans hefur haldið rúmlega 30 einkasýningar og einnig tekið þátt í samsýningum. Meira
8. nóvember 1998 | Menningarlíf | 132 orð

Hver deyr flottast? í Iðnó

HVER deyr flottast?, er yfirskrift Leikhússports, keppni í spuna, í Iðnó næstkomandi mánudag kl. 20.30, en leikhússport verður í Iðnó annan hvern mánudag. Í leikhússporti spila leikarar og áhorfendur stóran þátt í sýningunni og geta haft áhrif á útkomu keppninnar. Áhorfendur eru leikstjórinn og keppendurnir skrifa handritið jafnóðum. Meira
8. nóvember 1998 | Menningarlíf | 1075 orð

Íslenskir höfundar njóta athygli í Þýskalandi

WOLFGANG Schiffer á marga vini og samstarfsmenn hérlendis. Honum hafa hlotnast margvísleg verðlaun og viðurkenningar í Þýskalandi fyrir störf sín og árið 1991 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og árið 1994 hlaut hann menningarverðlaun Íslandsbanka. "Áhugi minn á Íslandi og íslenskum bókmenntum vaknaði snemma," segir Wolfgang Schiffer. Meira
8. nóvember 1998 | Menningarlíf | 413 orð

Kirkjuvikur í Skálholti Í SKÁLHOLTI eru um þess

Í SKÁLHOLTI eru um þessar mundir haldnar hátíðlegar kirkjuvikur í minningu Þorláks helga Þórhallssonar og Hildegard von Bingen. Þetta er í fyrsta sinn sem viðlíka dagskrá er haldin þar á þessum tíma árs, að sögn séra Egils Hallgrímssonar, sóknarprests í Skálholti, sem stendur að kirkjuvikunum ásamt séra Sigurði Sigurðarsyni vígslubiskupi og Hilmari Erni Agnarssyni, organista og kórstjóra. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 72 orð

Lange og Hopkins í Títusi

JESSICA Lange og Anthony Hopkins eru á Ítalíu við tökur á kvikmynd eftir leikriti Shakespeares, Títus Andrónikus. Leikstjóri er Julie Taymor. Hún leikstýrði Konungi dýranna eða The Lion King á Broadway sem einokaði Tony- verðlaunin í vetur. Alan Cumming fer einnig með hlutverk í myndinni en hann fékk Tony-verðlaun fyrir frammistöðu sína í leikritinu Kabarett. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 454 orð

Leikkonan ljóshærða heillar enn

TVÆR nýjar ævisögur um leikkonuna sívinsælu Marilyn Monroe eru að koma út í Bandaríkjunum og bætast þær við fjölda bóka sem ritaðar hafa verið um leikkonuna. Barbara Leaming er höfundur annarrar ævisögunnar, Marilyn Monroe, en hún hefur ritað fjölda ævisagna um líf og störf þekktra leikara í Hollywood, og má þar nefna ævisögur Ritu Hayworth, Bette Davis og Orson Welles. Meira
8. nóvember 1998 | Menningarlíf | 113 orð

Norræn bókasafnsvika

NORRÆNU félögin og Kynningarfélag bókasafna á Norðurlöndum, ásamt Eystrasaltslöndunum, standa að norrænni bókasafnsviku sem ber yfirskriftina Í ljósaskiptunum. Bókasafnsvikan stendur frá 9.­15. nóvember. Yfirskrift verkefnisins er "Norræn fyndni" og er markmið þess að kynna sameiginlega norræna fyndni sem birtist í bókmenntum okkar og frásagnarlist. Meira
8. nóvember 1998 | Menningarlíf | 570 orð

Ný hetja á gömlum grunni

BANDARÍSKI spennusagnahöfundurinn Robert B. Parker hefur löngum verið talinn einna fremstur í sínu fagi vestra. Hann er einn af þeim sem skrifar í glæpasagnahefð sem mótuð var fyrr á öldinni af höfundum eins og Raymond Chandler og Dashiell Hammett: Parker skrifaði reyndar framhald Chandlerssögunnar Svefninn langi og hann lauk eitt sinn við sögu sem Chandler skildi eftir sig ókláraða og hlaut Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Nýjar áherslur

Nýjar áherslur SHARON Stone hefur snúið við blaðinu. Nú vill hún ekki að fólk sjái sig sem metnaðargjarna leikkonu sem geri nánast hvað sem er fyrir sviðsljósið. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 115 orð

Spielberg á erfitt uppdráttar í Malasíu

EF MARKA má vinsældir Stevens Spielbergs virðist hann eiga upp á pallborðið alls staðar í heiminum ­ nema í Malasíu. Kvikmyndaeftirlitið í Malasíu vildi að nokkur ofbeldisfull atriði yrðu klippt úr myndinni Björgun óbreytts Ryans áður en leyfi fengist til að sýna hana. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 426 orð

Söngsmiður sendir söng heim til Íslands

Á NÝJUM diski bandaríska þjóðlaga- og vísnasöngvarans og söngsmiðsins James Durst syngur hann lög frá ýmsum löndum á tungum viðkomandi landa og þar á meðal er eitt lag íslenskt. James Durst var hér á landi í tónleikaferð fyrir 27 árum og þá kenndi undirritaður James sönginn Sofðu unga ástin mín. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 270 orð

Tekið til hendinni í skólanum

Vinnudagur foreldra, nemenda og kennara Tekið til hendinni í skólanum EINN af hornsteinum hvers byggðarlags er skólinn og ráða gæði hans oft miklu um hvort fólk getur hugsað sér búsetu á staðnum. Meira
8. nóvember 1998 | Menningarlíf | 506 orð

Tékkneskt tónaflóð

TÉKKNESK kammertónlist verður í brennidepli á tónleikum sem haldnir verða í Bústaðakirkju í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Flutt verða verk eftir þrjú af helstu tónskáldum Tékka, Martinu, Dvorák og Janácek. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Verðlaun í bíóleik

Í TILEFNI af frumsýningu The Truman Show stóðu Morgunblaðið á Netinu og Bylgjan og Laugarásbíó fyrir leik á mbl.is á dögunum. Þátttakendur í leiknum gátu svarað spurningum sjálfir á mbl.is eða með aðstoð Erlu Friðgeirsdóttur í beinni útsendingu á Bylgjunni. Þátttaka var mikil og bárust mbl.is 11.320 rétt svör við spurningunum átta. Vinningarnir í leiknum voru ekki af verri endanum. Meira
8. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 145 orð

Það er gaman að vera Akureyringur

ENGIN áflog urðu á milli Þórsara og KA-manna á Akureyringafögnuði, sem haldinn var um síðustu helgi, enda var hátíðin haldin á hlutlausum stað, ­ nánar tiltekið í Kópavogi ­ og höfðu Blikarnir vit og rænu á að halda sig fjarri. Meira

Umræðan

8. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 502 orð

Falsaðar ljósmyndir af blómálfum

ÁLFAR og álfabyggðir voru til umræðu fyrir skömmu. Þeir sem skyggnir eru sjá þessar verur og þeir, sem þessa skyggnu menn þekkja, efast ekki um sannleiksgildi frásagna þeirra. Kvikmyndin "Fairy Tale", sem Regnboginn sýndi, greinir frá einu frægasta dæmi um þetta efni, blómálfamyndunum. Um það hafa verið skrifaðar greinar og bækur og það rannsakað í bak og fyrir. Sönnunin var á borðinu. Meira
8. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1993 orð

FORGANGSRÖÐUN OG HAGRÆÐING Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið skipaði í ársbyrjun 1996 nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum. Í nefndinni sátu sex fulltrúar frá stjórnmálaflokkunum, fimm fulltrúar frá heilbrigðisþjónustunni, einn fulltrúi frá Neytendasamtökunum og einn fulltrúi frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, auk landlæknis sem var formaður nefndarinnar. Meira
8. nóvember 1998 | Aðsent efni | 2483 orð

Hnatthitun

ÞAÐ var hér um daginn að eg horfði á barnatíma í Ríkissjónvarpinu með syni mínum ungum. Börnin voru mötuð á því að mannskepnan væri að eyðileggja loftslagið á jörðinni með gróðurhúsaáhrifum. Mogginn lá þarna í seilingarfjarlægð á sófaborðinu, Meira
8. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1827 orð

UNGT FÓLK OG MEÐFERÐ SÁÁ

HVERNIG stendur á því að opinber umræða um vímuefni og vandamál unglinga leysist gjarnan upp og verður að einhverri þvælu? Þessi spurning leitar reglulega á mig. Nú síðast í miðjum októbermánuði þegar forstjóri Barnaverndarstofu kvartaði sáran yfir þrengslum á stofnunum sínum og löngum biðlistum. Með þessu dró hann í gang undarlega umræðu um vímuefnavanda unglinga. Meira

Minningargreinar

8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 63 orð

Kristín Bjarney Ólafsdóttir

Kæra amma. Það var alltaf svo gott að vera niðri hjá þér að föndra og lita. Svo var líka svo gaman að kúra hjá þér í svefnpoka á kvöldin og svo gott að vera með þér. Við vitum að þú átt eftir að fylgjast með okkur af himnum, með Jónatani afa og öllum köttunum. Takk fyrir allt, Þorvarður og Þórunn Anna. Meira
8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 654 orð

Kristín Bjarney Ólafsdóttir

Kæra vinkona mín. Hvernig á ég að kveðja þig? Orðin eru ekki til, sem lýsa tilfinningum þeim sem ryðjast fram. Æskuvinkona, sem hverfur á braut og kemur aldrei aftur nema í minningunum. En ég er líka rík af þeim. Ég er rík að hafa fengið að eiga þig að vini þótt leiðir okkar hafi ekki endilega legið saman. Meira
8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 394 orð

Kristín Bjarney Ólafsdóttir

Elsku Stína frænka. Við höfum mikla löngun til að skrifa um þig minningargrein en gátum það ekki strax. Þú vildir ekki fara strax, þú áttir svo margt eftir að gera hér. Hvað þú barðist fyrir lífinu og varst svo ótrúlega dugleg og ekki hefði mann órað fyrir því að þú værir að fara ef við hefðum ekki vitað hvað hún varst mikið veik. Meira
8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 200 orð

Kristín Bjarney Ólafsdóttir

Í Borghúsinu Laufásvegi 5, sem svo var kallað, bjó Þórunn mágkona mín síðustu ár ævi sinnar. Húsinu sem bókstaflega iðaði af sögu og skemmtilegum atburðum og það passaði henni Tótu minni vel því frá unga aldri beindist hugur hennar að bóklestri og grúski, um sögu gamalla húsa og atburða. Meira
8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 32 orð

KRISTÍN BJARNEY ÓLAFSDÓTTIR

KRISTÍN BJARNEY ÓLAFSDÓTTIR Kristín Bjarney Ólafsdóttir fæddist á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu 21. febrúar 1922. Hún lést á Landspítalanum 2. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 11. september. Meira
8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 342 orð

Málfríður Guðsteinsdóttir

Okkur langar til að minnast vinkonu okkar, Málfríðar Guðsteinsdóttur. Kynni okkar hófust haustið 1946 þegar við hófum nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Strax fyrsta veturinn var stofnað til vináttu sem ekki hefur borið skugga á í 52 ár, en síðan þá höfum við verið saman í saumaklúbbi. Meira
8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 128 orð

MÁLFRÍÐUR GUÐSTEINSDÓTTIR

MÁLFRÍÐUR GUÐSTEINSDÓTTIR Málfríður Guðsteinsdóttir var fædd í Reykjavík 12. júlí 1931. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðsteinn Eyjólfsson, kaupmaður í Reykjavík, og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Árið 1951 giftist Málfríður eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafi Diðrikssyni múrarameistara, f. 23. Meira
8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 967 orð

Vilhelmína Loftsson

Af barnabörnum Vilhelmínu kem ég hvað síðastur í heiminn, og er í rauninni aðeins nýbúinn að kynnast henni, sem félaga. Hún var nefnilega ekki þessi dæmigerða amma sem tekur á móti manni með kossum og knúsum og súkkulaðimolum. Það ríkti viss fjarlægð. Náin fjarlægð. Virðing. Fyrst og fremst virðing í kringum hennar líf og starf. Meira
8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 36 orð

VILHELMÍNA THEODORA TIJMSTRA LOFTSSON

VILHELMÍNA THEODORA TIJMSTRA LOFTSSON Vilhelmína Theodora Tijmstra Loftsson fæddist 26. janúar 1912 í borginni Tijmahi á Jövu í Austur-Indíum. Hún lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 28. október síðastliðinn og fór útför hennar fram Fossvogskapellu 4. nóvember. Meira
8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 146 orð

Þórunn Sigríður Gísladóttir

Þórunn Sigríður Gísladóttir Þórunn Sigríður Gísladóttir fæddist í Reykjavík 27. mars 1948. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Þorvarðsson, f. 15 október 1911, d. 25. mars 1958, og Sigurborg Hansdóttir, f. 24. apríl 1914, d. 21. apríl 1989. Meira
8. nóvember 1998 | Minningargreinar | 423 orð

Þórunn Sigríður Gísladóttir

Þessa dagana er ég ekki aðeins að syrgja móður mína heldur einnig mjög góðan vin, vin sem ég gat alltaf talað við um allt milli himins og jarðar. Við höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman þó að tíminn sem okkur var gefinn hafi verið allt of stuttur. Það eru svo margar minningar sem leita á huga minn þessa dagana og verður eflaust um alla framtíð. Meira

Daglegt líf

8. nóvember 1998 | Bílar | 130 orð

66,5% aukning í jeppasölu

MIKIL aukning hefur orðið í sölu á jeppum og jepplingum síðustu tíu mánuði ársins hér á landi í samanburði við fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Aukningin er rúm 66%. 1.582 bílar seldust frá janúar til loka október 1997 en á sama tíma á þessu ári var salan 2.634 bílar. Sex gerðir, sem eru nýjar á þessum markaði, eiga hlut í söluaukningunni. Meira
8. nóvember 1998 | Ferðalög | 604 orð

Allt fyrir örvhentaVöruúrval fyrir örvhenta hefur ekki verið mikið á Íslandi. Það er því góð hugmynd að kaupa nýtilegan hlut

RÉTTHENTIR eiga oft erfitt með að átta sig á því hversu erfitt það er fyrir örvhenta að nota venjuleg verkfæri. Þegar örvhentir opna til dæmis vínflösku þá snúa þeir flöskunni en ekki opnaranum eins og rétthentir gera, Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 185 orð

Daewoo Matiz

DAEWOO hefur kynnt nýjan smábíl sem er að koma á markað í Evrópu. Bíllinn heitir Matiz og fellur í flokk minnstu bíla eins og VW Lupo og Fiat Seicento. Matiz er 3,5 metra langur. Vélin er þriggja strokka, 52 hestafla, afar sparneytin og tilvalin í borgarsnatt. Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna, umboðsaðila Daewoo, kveðst hafa skoðað bílinn og litist vel á hann. Meira
8. nóvember 1998 | Ferðalög | 619 orð

Farþegasiglingar á Lagarfljóti

Egilsstaðir-Lagarfljótsormurinn ehf. hefur uppi áform um að hefja farþega- og skemmtisiglingar á Lagarfljóti næsta sumar. Hugmyndin hefur verið lengi að gerjast en nú er búið að finna skip sem talið er henta slíkum siglingum á Lagarfljóti. Skipið sem áformað er að kaupa er 38 m langt og 7,5 m á breidd. Meira
8. nóvember 1998 | Ferðalög | 1224 orð

Ferð fráhafsbotnitil miðaldaÍ Boulogne er stærsta sjávarmiðstöð í Evrópu, Nausicaa, sem er nefnd eftir prinsessu úr

AUGUN hafa tæpast vanist rökkrinu þegar söngur hvalanna bergmálar skyndilega í eyrunum og fær viðkomandi til að spyrna við fótum. Forvitin fisksaugu mæna á gestina í bláma hálfrökkursins og sæljónin byltast í endalausum leik undir, yfir og allt í kring umhverfis furðu lostinn áhorfandann. Úr bjartri móttöku miðstöðvarinnar er manni varpað inn í heim undirdjúpanna, myrkan og töfrum gæddan. Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 338 orð

Ford og VW hætta samstarfi

Ford og VW hafa komist að samkomulagi um að rifta samstarfi sínu um framleiðslu á fjölnotabílum í AutoEuropa verksmiðjunni í Portúgal. Samstarfið hefur staðið yfir í þrjú ár og í verksmiðjunni voru framleiddir VW Sharan , Seat Alhambra og Ford Galaxy systurbílarnir. Samkomulagið felur í sér að VW kaupir hlut Ford í verksmiðjunni í byrjun næsta árs. Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 514 orð

Ford veðjar á CVT skiptinguna

Reimdrifin gírskipting, CVT (Continuously variable transmission), er nýleg uppfinning í því formi sem hún þekkist í dag. Ford Motor Co. og ZF Friedrichshafen AG í Þýskalandi, sem er stærsti sjálfstæði framleiðandi gírkassa í Evrópu, leggja nú ofurkapp á enn frekari þróun tækninnar og markaðssetningu. Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 844 orð

Frumlegur Multipla frá Fiat

FIAT-verksmiðjurnar kynna um þessar mundir frumlegan fjölnotabíl af minni gerðinni, Multipla. Þetta er sex manna bíll með þó nokkru farangursrými, framdrifinn og fáanlegur með bensín- eða dísilvélum. Multipla er væntanlegur hingað til lands snemma á næsta ári að sögn Páls Gíslasonar, framkvæmdastjóra Ístraktors, sem hefur umboð fyrir Fiat. Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 535 orð

Harðnandi samkeppni vegna offramleiðslu

FULLVÍST er að baráttan um hylli bílkaupenda eigi eftir að harðna mjög þegar það tvennt fer saman að bílaframleiðsla mun aukast í Evrópu á komandi árum og allar líkur benda til þess að bílainnflutningur til álfunnar aukist einnig. Japönsku fyrirtækin geta innan tíðar framleitt yfir eina milljón bíla á ári í verksmiðjum sínum í Vestur- Evrópu. Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 274 orð

Hvað með keppinautana?

Bílaframleiðendur um allan heim vinna nú að þróun CVT. Honda og Nissan bjóða nú þegar bíla með CVT, General Motors, Ford og Chrysler hafa hafið undirbúning fyrir markaðssetningu. General Motors Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 271 orð

Hyundai býður í Kia

HYUNDAI var hæstbjóðandi í 51% hlut í Kia Motors og Asia Motors, dótturfyrirtæki Kia sem sérhæfir sig í framleiðslu vörubíla. Aðrir sem buðu í fyrirtækið voru Ford Motors, Daewoo Motor og Samsung Motor. Ford á nú 16,9% hlut í Kia en sá hlutur fer niður í 1,69% verði af kaupum Hyundai á Kia. Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 155 orð

Jepplingur frá Hyundai

BÍLAFRAMLEIÐENDUR keppast við að koma jepplingum eða litlum jeppum á markaði enda eftirspurnin mikil víðast hvar. Nú þykir ljóst að Hyundai í Suður-Kóreu mun bætast í hóp þeirra framleiðenda sem bjóða upp á fjórhjóladrifinn bíl af þessu tagi. Meira
8. nóvember 1998 | Ferðalög | 1481 orð

Kastalar í hávegum og Goethe á afmæli Saga kastala og skáldsins Goethe lifnar við á næsta ári, og Þýskaland á að veita

ÞJÓÐVERJAR eru ferðamenn. Þeir fara víða og mynda til dæmis fjölmennasta hópinn sem heimsækir Ísland ár hvert. En þeir leggja líka kapp á að laða til sín útlenda ferðamenn og stóðu í vikunni fyrir ferðakaupstefnu í Reykjavík. Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 228 orð

Milljón bílar á ári frá Japönum

JAPANSKIR framleiðendur smíða 560.000 bíla í Vestur-Evrópu á þessu ári. Stærstu framleiðendurnir hafa skýrt frá því hvernig þeir ætli að auka framleiðsluna þannig að hún verði í heild yfir einni milljón bíla. Nissan framleiðir 280 þúsund Primera og Micra á þessu ári í Sunderland. Meira
8. nóvember 1998 | Ferðalög | 271 orð

Nær uppselt fyrir jól

HAUSTIN eru tími hinna svonefndu borgarferða hjá ferðaskrifstofum en um er að ræða 2­7 daga ferðatilboð með flugi og gistingu. Yfirleitt er boðið upp á íslenska fararstjórn eða upplýsingaþjónustu og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Oft er boðið upp á skoðunarferðir sem greitt er fyrir aukalega. Byrjunarverð á borgarferðum er frá um 30 til 35 þúsund krónur. Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 381 orð

Rafgeymar í lagi

RAFGEYMAR sem eru á markaði hérlendis eru allir viðhaldsfríir. En þrátt fyrir það er að mörgu að hyggja ef geymarnir eiga að skila öruggri orku þegar mest á reynir. Örn Johnson hjá Skorra hf., sem rekur rafgeymaþjónustu, segir hér helstu ráðin til halda rafgeymum í lagi. Meiri orkunotkun á veturna Meira
8. nóvember 1998 | Bílar | 236 orð

Valið stendur milli fimm bíla

FIMM bílar eru eftir í vali evrópskra bílablaðamanna um bíl ársins í Evrópu 1999. Bílarnir eru Peugeot 206, Audi TT, Opel Astra, Volvo S80 og Ford Focus. Síðastnefndi bíllinn var nýlega valinn bíll ársins í Danmörku og lenti Opel Astra þar í öðru sæti. Dómnefnd er skipuð 55 blaðamönnum frá öllum helstu bílablöðum og dagblöðum Evrópu. Úrslitin verða kunngjörð síðar í mánuðinum. Meira

Fastir þættir

8. nóvember 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst í Garðakirkju af sr. Þorvaldi Karli Helgasyni Elísabet Þorgeirsdóttir og Hörður Gauti Gunnarsson. Heimili þeirra er á Hjarðarhaga 27, Reykjavík. Meira
8. nóvember 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. júlí í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Anna Marta Karlsdóttir og Eyþór Jónsson. Heimili þeirra er að Heiðarholti 6h, Keflavík. Meira
8. nóvember 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Guðrún Benný Svansdóttir og Vilhjálmur Sigurðsson. Heimili þeirra er í Skólatúni 5, Bessastaðahreppi. Meira
8. nóvember 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst hjá fulltrúa sýslumannsins í Keflavík, Björgu Rúnarsdóttur, Harpa Árnadóttir og Ingólfur T. Garðarsson. Heimili þeirra er að Hraunholti 2, Garði. Meira
8. nóvember 1998 | Fastir þættir | 379 orð

Bústaðakirkja.

NÁMSKEIÐ á vegum Leikmannaskóla kirkjunnar verður haldið í Háskóla Íslands, stofu 5 í aðalbyggingu, miðvikudaginn 11. nóvember til 2. desember, kl. 18­20, 4 skipti. Fjallað verður um siðferðileg álitamál í nútímanum í ljósi kristinnar trúar, m.a. um erfiðleika réttrar hegðunar, um hjónabandið og önnur sambúðarform og afstöðu manna til eigna. Meira
8. nóvember 1998 | Í dag | 160 orð

Ðverðmæti á stæærri vélum lækkar aukið framboð af smærri þotum hefur áhrif á verð allsstaða

Ðverðmæti á stæærri vélum lækkar aukið framboð af smærri þotum hefur áhrif á verð allsstaðar, mikið framboð v. austur asiu fyrirtæki að losa sig við vélum á lengri leiðum . hefuur aukið framboð og lækkað verð. gerir að verkurmm að eldri vélar lækka fyrst og markaðurinn lækkar í heild á eftir. Mikið af vélum að koma inná markaðinn núna. Meira
8. nóvember 1998 | Dagbók | 708 orð

Í DAG er sunnudagur 8. nóvember 311. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ót

Í DAG er sunnudagur 8. nóvember 311. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Óttist þá því eigi. Ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, er eigi verður kunnugt. (Matteus 10, 26.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Vigri kemur í dag. Meira
8. nóvember 1998 | Í dag | 232 orð

Í UPPHAFI Íslandsmótsins í tvímenningi fékk einn sagn

Vestur tók fyrst tvo slagi á ÁK í spaða, en skipti síðan yfir í tígul. Sagnhafi ákvað að henda strax þremur laufum niður í ÁKD í tígli, enda ekki auðveldur samgangur til að trompa lauf í borði. AV fylgdu tvisvar lit í tíglinum, en síðan trompaði vestur þann þriðja með tíunni. Og spilaði laufi. Meira
8. nóvember 1998 | Í dag | 478 orð

Kvótakjaftæði

heitir ritsmíð Snorra Sigurjónssonar lögreglufulltrúa er birtist í Morgunblaðinu 29. október sl. Hann er orðinn leiður á umræðunni um kvótamálin og fullyrðir að hún sé runnin undan rifjum pólitíkusa, bæði utan og innan Alþingis. Meira
8. nóvember 1998 | Í dag | 117 orð

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Fontys stórmótinu í Tilburg sem lauk á miðvikudaginn var. Frakkinn Joel Lautier (2.625) var með hvítt og átti leik gegn Rússanum Peter Svidler(2.710). 34. Dxd8! og svartur gafst upp, því 34. ­ Dxd8 er auðvitað svarað með 35. Meira
8. nóvember 1998 | Í dag | 506 orð

SVARTAGULLIÐ, olían, hefur heldur betur fært auð í garð Norð

SVARTAGULLIÐ, olían, hefur heldur betur fært auð í garð Norðmanna. Þeir hafa greitt upp allar erlendar skuldir og safnað digrum sjóðum til að mæta hugsanlegum mögrum árum í framtíðinni. Færeyingar hugsa einnig gott til glóðarinnar, en líkur benda til að olíu megi finna í landgrunni Færeyja. Árið 1981 gaf íslenzka iðnaðarráðuneytið út bækling, Setlagarannsóknir, þar sem m.a. Meira
8. nóvember 1998 | Í dag | 224 orð

Tæplega Bjarni Einarsson dr.phil. hefur oft bugað efni að þessum pistlum, svo

Bjarni Einarsson dr.phil. hefur oft bugað efni að þessum pistlum, svo sem fram hefur komið. Þakka ég honum það. það er líka vel þegið, að sem flestir leggi hér hönd á plóginn. Eitt sinn nefndi Bjarni við mig atviksorðið (ao,) tæplega, sem hann segir, að fréttamenn fjölmiðlanna noti ekki réttilega, þegar þeir nefni tæpar tölur. Meira
8. nóvember 1998 | Fastir þættir | 140 orð

(fyrirsögn vantar)

A/V: Lárus Hermannsson ­ Eysteinn Einarsson382 Sigurleifur Guðjónsson ­ Óliver Kristófersson378 Fróði B. Pálsson ­ Þórarinn Árnason356 Hannes Ingibergsson ­ Anton Sigurðsson332 Meðalskor312 Mánudaginn 2. nóv. 1998, spiluðu 30 pör Mitchell. Úrslit urðu urðu þessi. Meira
8. nóvember 1998 | Fastir þættir | 178 orð

(fyrirsögn vantar)

Fimmtudaginn 5. nóvember var spilaður 14 para Howell tvímenningur hjá félaginu og meðalskor var 156 stig. Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu: Andrés Þórarinsson ­ Halldór Þórólfsson 197 Þorsteinn Joensen ­ Kristinn Karlsson 177 Dúa Ólafsdóttir ­ Magnús Oddsson 174 Vilhjálmur Sigurðsson jr. ­ Ísak Sigurðss. 173 Ásmundur Örnólfss. ­ Gunnlaugur Karlss. Meira

Íþróttir

8. nóvember 1998 | Íþróttir | 1788 orð

Í hlutverki landnema

Howard Swan var hér á Fróni á vegum starfsbróður síns, Hannesar Þorsteinssonar, en handbragð hans má merkja á langflestum íslenskum golfvöllum. Swan er virtur og þekktur golfvallahönnuður, var t.d. kjörinn forseti breskra samtaka golfvallahönnuða, en í þeim eru um fimmtíu meðlimir ­ þar á meðal Hannes. Meira

Sunnudagsblað

8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 175 orð

20 útskrifast úr verðbréf· amiðlaranámi

FYRIR skömmu útskrifaði prófnefnd verðbréfamiðlara tuttugu nemendur sem lokið höfðu námi fyrir verðbréfamiðlara. Námið var alls 200 klst. og skiptist í þrjá hluta; A-hluta, þar sem kennd voru grunnatriði lögfræði og réttarreglur á þeim sviðum er varða störf á fjármagnsmarkaði; B-hluta, þar sem kenndar voru viðskiptagreinar s.s. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 2136 orð

400 ára minning Guðríðar Símonardóttur SLÓÐIN RA

400 ára minning Guðríðar Símonardóttur SLÓÐIN RAKIN Í ár eru 400 ár liðin frá fæðingu Guðríðar Símonardóttur. Heimildarmaður um aldur hennar og dánardægur er síra Hannes Björnsson, eftirmaður Hallgríms Péturssonar í Saurbæ, sem skráði hvort tveggja í kirkjubækur. Guðríður lést í horninu hjá honum 18. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 188 orð

56% aukning í flugeldhúsi

FRAMLEIÐSLA flugeldhúss Flugleiða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár en búast má við að heildarframleiðslan 1998 verði um 56% meiri en hún var fyrir fimm árum, árið 1994. Endurspeglar þetta mjög vel fjölgun farþega hjá Flugleiðum á sama tíma. Samkvæmt framleiðsluskýrslu eldhússins fyrstu níu mánuði ársins hefur framleiðslan aukist um 8,1% miðað við sama tíma í fyrra. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 257 orð

60% íslenskra kvikmynda hafa fengið lán frá MEDIA

UM 60% allra kvikmynda, sem framleiddar hafa verið á Íslandi á síðastliðnum fjórum árum, hafa fengið undirbúningslán frá MEDIA- áætlun Evrópusambandsins. Hún, ásamt Kaleidoscope-áætluninni, sem sinnir 10 listgreinum, Ariane sem bókmenntir falla undir og Rapha¨el sem stuðlar að varðveislu menningararfleifðar, heyra undir Media-upplýsingaþjónustuna á Íslandi. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 3281 orð

AÐRAR MYNDIR STÆRRI Tónlist, sjómennska, listamenn og lífið í sveitinni er umræðuefnið í viðtali Guðrúnar Guðlaugsdóttur við

Hann situr við orgelið og spilar. Lagið er eftir hann sjálfan en ljóðið eftir Davíð Stefánsson. Ég halla mér aðeins fram og hlusta, lagið er fallegt með rómantískum undirtóni. Andrés Pálsson á Hjálmsstöðum hefur víða farið til sjós og lands og margs konar reynsla hefur mótað hann en einlægni hugans á hann enn ­ hún kemur berlega fram í þessari litlu tónsmíð sem hann lætur mig treglega heyra. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 261 orð

AFMÆLISHÁTÍÐ HLJÓMALINDAR

PLÖTUVERSLUNIN Hljómalind er vel þekkt meðal þeirra sem hlusta á jaðartónlist allskonar, enda hefur hún verið mekka rokk- og dansáhugamanna undanfarin ár. Í brúnni á Hljómalind stendur Kristinn Sæmundsson, kallaður Kiddi kanína, og hyggst halda upp á afmæli fyrirtækisins og búðarinnar með tvennum tónleikum í vikunni. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 587 orð

Allra þjóða kvikindum ægir saman í skólanum og blandast ágætlega

MÉR finnst konur sýnilegri hér en víða í arabalöndum. Þær eru meira utan veggja heimilisins. Þá meina ég ekki endilega að þær séu allar í háum trúnaðarstöðum, það veit ég ekki enn. En þær sjást oftar á veitingastöðum, stundum tvær þrjár saman og engir eiginmenn sjáanlegir svo langt sem augað eygir. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 450 orð

Arfur Bubba Morthens

BUBBI Morthens sendi frá sér plötu á dögunum sem er óvenjuleg um margt, en kannski helst það hversu einföld hún er að allri gerð, lágstemmdar útsetningar og flutningur og eins fá hljóðfæri og hægt er að komast af með, aðeins gítar í flestum laganna, en í nokkrum kontrabassi og fínlegt slagverk. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1013 orð

Á ferðalagi með greiðslukort vina og vandamanna VerónubréfMeðan aðrir ráðstefnugestir sátu og horfðu á myndir af neyðinni í

ÞRJÁR dúðaðar kerlur standa við ruslatunnu og gramsa í henni í leit að einhverju nýtilegu. Allt yfirbragð þeirra og umhverfið leiddi hugann að Rússlandi. Myndinni var brugðið upp á ráðstefnu um heilbrigðismál í Evrópu til að skerpa myndina af því hvað verið var að fást við. En fyrir einn rússnesku þátttakendanna var myndin óþörf áminning. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 3206 orð

Á meðal óþekkts þjóðflokks í Afríku Íslenskir kristniboðar hafa um árabil haldið uppi öflugu starfi í Eþíópíu. Guðlaugur

"ÞAÐ ER óþægilegt að vakna um miðja nótt við að hafa velt sér ofan á sporðdreka sem hefur dottið ofan úr þakinu og stingur mann á fjórum til fimm stöðum. Það var erfitt að búa þarna og hitinn mikill en það voru forréttindi að fá að kynnast þessu fólki og taka þátt í að færa því betra líf, hjálpa því og deila með því trú, sem hefur bjargað mér, Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 189 orð

Ástkonan á snærum olíufélags

Hvetja Roland Dumas til afsagnar Ástkonan á snærum olíufélags París. Reuters. FRANSKA dagblaðið Le Mondekrafðist þess nú fyrir skömmu, að Roland Dumas, forseti franska stjórnskipunarréttarins, segði af sér. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Dagur hinna lágu drifa Land Roverinn varð fimmtugur í sumar og því var stofnaður klúbbur Land Rover eigenda á Íslandi. Um eitt

ÞEGAR á sjötta tug manna á 30 Land Rover jeppum hafði safnast saman fyrir utan aðalstöðvar B&L síðastliðinn sunnudagsmorgun rétt um dagmál, hafði ekki nokkur maður hugmynd um hvert skyldi halda í fyrstu ferð hins nýstofnaða Land Rover klúbbs. Skýringarnar á þessari leynd voru ósköp einfaldar: "Við setjum upp nokkra kosti og veljum þann besta daginn sem við leggjum af stað. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1730 orð

Einkenni vandans er óvissan Ísle

STEFNA íslenskra stjórnvalda gagnvart 2000-vandanum hefur byggst á því að ábyrgðin á því að bregðast við honum hvíli fyrst og fremst á hverri stofnun og fyrirtæki fyrir sig. Þetta kemur fram í máli Hauks Ingibergssonar, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, sem veitir forstöðu íslensku 2000- nefndinni. Í henni sitja að auki sex manns, þ. á m. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 410 orð

EINN DAGINN KOM MÚSÍKIN AFTUR

EKKI láta allir eftir sér að gefa út plötu þó að fjölmargir fáist við að semja lög fyrir skúffuna. Það þarf kjark til að leggja verk sín í dóm annarra líkt og Aðalheiður Borgþórsdóttir, sem kallast jafnan Alla, gerir með nýútkominni plötu sinni, Brothætt. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 513 orð

"Ekki lengur fæða fátæka fólksins"

Commimport flytur inn saltfisk frá Íslandi og selur síðan áfram án þess að vinna hann eða endurpakka. "Við höfum staðið í þessum viðskiptum mjög lengi og nú má segja að þriðji ættliðurinn sé tekinn við þar sem ég er," segir Sergio Imparato, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. "Við erum bæði í blautfiski, þurrfiski og skreið. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 450 orð

Fiskideildin hefur 27,3 milljónir dollara til að spila úr

FISKIDEILD FAO er ein af minni deildum stofnunarinnar en þar starfa um þessar mundir um 170 manns. Í ár hefur deildin til umráða 17,6 milljónir Bandaríkjadala auk þess sem gert er ráð fyrir að um 9,7 milljónir dala muni fást í þróunarverkefni. Til þessara verkefna eru gjarnan ráðnir alþjóðlegir sérfræðingar sem vinna fyrir stofnunina sem undirverktakar. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1927 orð

Fiskveiðistjórnun helzta vandamálið Grímur Valdimarsson veitir forstöðu fiskiðnaðarsviði fiskideildar FAO í Róm. Hann er eini

FISKIDEILD FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, er með um 170 starfsmenn, en hún er ákaflega mikilvæg fyrir sjávarútveg í heiminum, einkum í þróunarlöndunum. Deildinni er skipt í þrjú meginsvið og veitir Íslendingurinn Grímur Valdimarsson einu Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 711 orð

Flokkakerfið í mótun VEIKINDI Borísar Jeltsín Rús

Flokkakerfið í mótun VEIKINDI Borísar Jeltsín Rússlandsforseta hafa beint athyglinni að því hve ómótað hið pólitíska kerfi er. Flokkakerfið er í mótun, nú eru fyrir ótalmargir smáflokkar með háleit nöfn sem gefa litla hugmynd um hvað býr að baki. Margir eru þeir stofnaðir í kringum einn mann, t.d. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 410 orð

Forgangsröðun mikilvægust FYRIRTÆKIÐ Álit ann

Forgangsröðun mikilvægust FYRIRTÆKIÐ Álit annast rekstur og leigu á tölvukerfum nokkurra fyrirtækja, þ. á m. Ísal, Mjólkursamsölunnar og dótturfyrirtækja hennar. Álit hefur tekið að sér að skipuleggja aðgerðir vegna 2000-vandans hjá þessum fyrirtækjum en einnig Járnblendiverksmiðjunni, Íslandsflugi og Mjólkurbúi Flóamanna. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1202 orð

Framhaldslíf bíómyndanna Gamlar myndir fá ekki að hvíla í friði heldur eru gerð af þeim ný og fínpússuð eintök, þeim breytt

EF EINHVER heldur að gerð bíómyndar sé að fullu lokið þegar hún er frumsýnd í kvikmyndahúsum er það hinn mesti misskilingur. Sífellt er verið að lappa uppá myndirnar, bæta við þær einhverju sem áður var klippt úr þeim, búa til af þeim ný og fín filmueintök og setja aftur í dreifingu jafnvel áratugum síðar. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 231 orð

"Góð viðskipti við SÍF"

GIOVANNI Battaglia er einn hinna gömlu og stóru innflytjenda í Napólí, sem hvað lengst hafa átt viðskipti við SÍF. Gennario Battaglia ræður þar ríkjum, en fyrirtækið er stórt í saltfiskinum og rekur stórar kæligeymslur í Napólí. "Við höfum átt mjög góð viðskipti við SÍF," segir Battaglia. "Íslenzki fiskurinn er beztur, mun betri en fiskurinn frá Noregi og Færeyjum. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1073 orð

Hiksti eða hjartaslag? Þegar 1. janúar

EF VIÐ eigum ódýrt úr með dagatali getum við þurft að breyta tölunni í glugganum þegar mánuðurinn er ekki nema 30 dagar eða 28/29 dagar í febrúar. Þetta er lítið mál. Tölvuvandinn árið 2000 er miklu erfiðari og enn flækir það málið að árið er hlaupár. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 676 orð

Hófleg bjórdrykkja í bjórlandinu Belgíu

EITT af því sem einkennir matarmenninguna hér í Belgíu er bjórinn. Í landinu ríkir sterk bjórhefð, og þær eru nær óteljandi tegundirnar sem af honum fást, enda eru Belgar mesta bjórdrykkjuþjóð Evrópu ef ekki heims, miðað við höfðatölu. Maður bjóst því við því að sjá allmargar bjórvambir hér á vappi, en sú varð ekki raunin. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 579 orð

Huga þarf vel að sjúkrahúsum NÝHERJI er eitt þeirra

Huga þarf vel að sjúkrahúsum NÝHERJI er eitt þeirra fyrirtækja sem boðið hafa upp á þjónustu vegna tölvuvandans árið 2000. Er um að ræða ráðgjöf er skiptist í fimm þætti, þ.e. stöðumat, forgangsröðun, verkáætlun, verkframkvæmd og endurskoðun. Kannað er hvernig staðan sé varðandi starfsmannamál en einnig viðskiptavini og birgja. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1064 orð

Í krafti eignarhaldsins HUGSAÐ UPPHÁTT

Í krafti eignarhaldsins HUGSAÐ UPPHÁTT Það er gróska á fjármálamarkaðinum og allir sem vettlingi geta valdið höndla með hlutabréf þessa dagana. Þó ekki Ellert B. Schram sem segist ekki vita neitt í sinn haus í þessu efni enda eigi hann ekki neitt. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1237 orð

Í miðpunkti Handritshöfundurinn Robert Towne hefur upplifað sitthvað í draumaverksmiðjunni Hollywood en hann er m.a. höfundur

Fáir bandarískir handritshöfundar búa að þeirri reynslu eða eiga að baki þau afrek í kvikmyndahandritagerð sem Robert Towne getur státað af. Hann hefur starfað með öllum fremstu hæfileikamönnum draumaverksmiðjunnar frá Jack Nicholson og Warren Beatty til Tom Cruise. Hann skrifaði handrit Kínahverfisins eða "Chinatown" á hátindi ferils síns. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 629 orð

"Íslenzki saltfiskurinn alltaf jafngóður"

FYRIRTÆKI þeirra feðga, Robertos og Gianluca Eminente, Unifrigo Gadus Srl., hefur stundað innflutning og sölu á saltfiski og fleiri fiskafurðum alla þessa öld. Það hefur keypt saltfisk frá Íslandi allt frá stofnun SÍF frá því Hálfdan Bjarnason kom til Genúa sem fulltrúi SÍF og í Morgunblaðinu er til dæmis að líta frétt um kaup fyrirtækisins á 70. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 319 orð

Jákvæð lífsreynsla fyrir ungt fólk

EVRÓPSKT sjálfboðastarf og Ungt fólk í Evrópu eru tvær áætlanir á vegum Evrópusambandsins, sem veita styrki til ungs fólks vegna þátttöku í ýmiss konar verkefnum. Alls hafa 19 Íslendingar farið til Evrópulanda á vegum Evrópsku sjálfboðaþjónustunnar og svipaður fjöldi ungmenna frá Evrópulöndum hefur komið hingað í vinnu. Dvöl allt að einu ári Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1290 orð

Kidman og erótíkin Nicole Kidman hefur mörg járn í eldinum og er ófeimin að glíma við erótíkina hvort sem er í kvikmyndum eða á

ÁSTRALSKA leikkonan Nicole Kidman hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í nýju leikriti breska leikritaskáldsins Davids Hare, sem heitir Bláa herbergið eða "The Blue Room", og hafa breskir leikhúsgagnrýnendur keppst um að hæla henni fyrir framgöngu hennar í öllum fimm kvenhlutverkum leikritsins. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 119 orð

Markaðstorg þekkingar og sóknarfæra

FIMMTA rammaáætlun Evrópusambandsins (ESB) á að hefjast í byrjun næsta árs og lýkur árið 2002. Henni er skipt upp í fjögur meginþemu, lífsgæði og og lífrænar auðlindir, upplýsingaþjóðfélagið, samkeppni og sjálfbær vöxtur og verndun vistkerfisins. Að sögn EmilsB. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 93 orð

Miðflokkurinn tekur forystuna

MIÐFLOKKURINN, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Finnlandi, skaust í október fram úr stjórnarflokkunum og hefur nú mest fylgi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Nýtur Miðflokkurinn stuðnings 24% kjósenda. Stjórnarflokkarnir, Hægriflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn, hafa báðir tæplega 22% fylgi. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 201 orð

Óttast að árásum hvítháfa muni fjölga

LÍFFRÆÐINGAR óttast að hvítháfar við strendur Suður- Afríku "læri" að tengja strandleikföng og brimbretti við fæðu, vegna ógætilegra aðferða aðila sem standa að hákarlaskoðunarferðum. Boðið er upp á skoðunarferðir við strendur Suður-Afríku, þar sem ferðamenn borga stórfé fyrir að kafa niður í djúpin í sérstökum búrum til að geta horfst í augu við hákarlana í seilingarfjarlægð. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 214 orð

Pottagaldrar í útflutningi

UNDANFARIN tvö ár hefur fyrirtækið Pottagaldrar undirbúið útflutning á framleiðslu fyrirtækisins. Umboðsmaður Pottagaldra í Englandi, Sabina Carter, hefur náð samningum við verslunarkeðjuna Whistleshop í London. Whistleshop verslanirnar eru staðsettar víðsvegar í stærstu brautarstöðvum s.s. Victoria, Kings Cross, Euston og víðar, svo og á Heathrow og Gatwick flugvöllum. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1446 orð

"Pourquoi Pas?" og draumar Péturs í Höfn

SÍÐAN grein mín um sögufrægt siglutré birtist í Morgunblaðinu 18. október sl. hafa allmargir haft samband við mig bréflega og símleiðis og greint frá ýmsum fróðleik er tengist strandi "Pourquoi Pas?" Fjöldi markverðra frásagna er geymdur í munnmælum aldraðra og sveitunga og afkomenda þeirra er lifðu atburðina og lögðu á minnið svo unnt Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 664 orð

Rekstrarfélag taki við Elliðaánum

NORÐUR-Atlantshafslaxasjóðurinn, NASF, hefur lengst af einbeitt sér að uppkaupum netaveiðiréttinda í úthafinu, en hefur þó í vaxandi mæli beint sjónum sínum að einstökum vandamálum. Þannig hefur sjóðurinn fylgst vandlega með vandræðagöngu Elliðaánna og látið málið til sín taka. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1348 orð

Rússland hefur séð það svartara Rússar eru sag

RÚSSAR eru þolgóð og kaldhæðin þjóð. Á síðustu mánuðum hafa þeir gengið í gegnum miklar þrengingar, stjórnarkreppu og efnahagsöngþveiti, og við blasir erfiður vetur. En þeir bera höfuðið hátt, rifja upp þrengingatímabil í sögu rússnesku þjóðarinnar, enda sagan hluti af reynsluheimi hennar, og draga svo dár að öllu saman. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 551 orð

Samverkandi áhrif umhverfis og stofns á nýliðun

HAFRANNSÓKNASTOFNUN ásamt skosku, dönsku og norsku hafrannsóknastofnununum hafa fengið vilyrði fyrir áframhaldandi styrk vegna verkefnis sem stóð yfir 1996-1997. "Þetta er afar stórt verkefni til þriggja ára, sem er að fara af stað og er mjög spennandi," segir dr. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 2250 orð

SANNKALLAÐ FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI

Ágúst Már Ármann er fæddur 1948 í Reykjavík. Hann lauk prófi úr Verslunarskóla Íslands árið 1969. Ágúst var við nám og störf í London árið 1970 en þar starfaði hann hjá framleiðslufyrirtækinu Silhouette. Ágúst er kvæntur Önnu Maríu Kristjánsdóttur sem sér um heimilisvörudeild Ágústs Ármann ehf. og eiga þau tvö börn. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 236 orð

Selja úr sér blóð til að lifa af

Fyrrverandi stríðsfangi í N-Kóreu Selja úr sér blóð til að lifa af Seoul. Reuters. SUÐUR-Kóreumaður, sem slapp nýlega úr stríðsfangabúðum í Norður-Kóreu, hefur skýrt frá því, að vaxandi fjöldi N-Kóreumanna reyni að draga fram lífið með því að selja smyglurum blóðið úr sér. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 2793 orð

STEINGRÍMUR HERMANNSSON Beint frá hjartanu "Árin með Dollý eru tímabil í lífi mínu sem ég hafði ekki ætlað að rifja upp. Mér

STEINGRÍMUR HERMANNSSON Beint frá hjartanu "Árin með Dollý eru tímabil í lífi mínu sem ég hafði ekki ætlað að rifja upp. Mér dytti þó aldrei í hug að segja að ég vildi að ég hefði aldrei kynnst henni. Þá hefðu börnin sem ég á í Bandaríkjunum og mér þykir mjög vænt um aldrei orðið til. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 2826 orð

Sterkur málsvari með samræmdar markaðsaðgerðir

Samtök í ferðaþjónustu til þess að efla veg og vanda atvinnugreinarinnar í heild Sterkur málsvari með samræmdar markaðsaðgerðir Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 892 orð

STJÖRNUFRÆÐIG.F. Ursins kemur út í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar 1

STJÖRNUFRÆÐIG.F. Ursins kemur út í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar 1842, prentuð í Viðeiar klaustri, og tileinkuð "herra Birni Gunnlaugssini stjörnuspekíngí, í virðingar og þakklætis skini" eins og Jónas kemst að orði, en Björn var kennari hans á Bessastöðum og augljóst hver áhrif hann hefur haft á skáldið og hve mjög hann telur sig í þakkarskuld við hann. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 207 orð

Strandríki hvött til að fylkja liði

ÞINGMAÐUR á breska þinginu fór á dögunum fram á það við stjórnvöld strandríkja í Vestur-Evrópu að fylkja liði til að draga úr hættu vegna þess sem hann kallaði "tímasprengju" í umhverfismálum. Er haft eftir þingmanninum Eddie McGrady, sem kemur frá N-Írlandi, Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 118 orð

Sýning og ráðstefna

RANNSÓKNARRÁÐ Íslands í samvinnu við Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna og ýmsar upplýsingaskrifstofur um Evrópusamstarf standa fyrir Evrópudögum 13.­15. nóvember nk. Kynningin er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða ráðstefnu á Hótel Loftleiðum föstudaginn 13. nóvember. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 762 orð

Tækifæri til aukinnar þekkingar

Tækifæri til aukinnar þekkingar Evrópudagar verða haldnir um næstu helgi á Hótel Loftleiðumda og í Perlunni, þar sem afrakstur verkefna í 4. rammaáætlun ESB verður kynntur og sagt verður frá 5. rammaáætluninni, sem senn tekur gildi. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 433 orð

Tölvukubbur með rými á við milljón geisladiska í augsýn

DANSKIR vísindamenn við Danska tækniháskólann, DTU, í Lyngby hafa gert uppgötvun, sem vísar veginn í áttina að nýrri kynslóð tölva. Þeim hefur tekist að fá vetnisfrumeindir til að lúta skipunum og ef tekst að beisla frumeindirnar frekar eru líkur á að hægt verði að nýta þær til að búa til nýja kynslóð minniskubba í tölvur. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 2894 orð

Úr Þjóðsögum Jóns Múla Árnasonar Fyrsta bindi

ÞEGAR síðasti faktorinn á Vopnafirði fékk píanóið sitt með fyrstu ferð strandferðaskipsins í ársbyrjun 1917, festist nafnið á það meðan því var slakað úr formastursbómunni niður í uppskipunarbátinn við bakborðssíðuna. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 280 orð

Verkamenn hjá Háfelli

HÁFELL ehf. auglýsir eftir vönum verkstjóra og nokkrum verkamönnum við jarðvinnuframkvæmdir sem fyrst. Staða í kontrabassadeild SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands auglýsir stöðu í kontrabassadeild frá og með 1. mars 1999. Hæfnispróf verður haldið í janúar og umsóknarfrestur er til 15. desember. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 2558 orð

Þar stendur SÍF enginn á sporði

SÍF er nánast alls ráðandi á saltfiskmörkuðunum á sunnanverðri Ítalíu Þar stendur SÍF enginn á sporði SÍF hefur náð góðum árangri í sölu saltfisks til Ítalíu, einkum á blautverkuðum, flöttum fiski. Meira
8. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 76 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Golli HÓPUR evrópskra æskulýðsleiðbeinenda var staddur hér á landi í tenglsum við verkefnið Ungt fólk í Evrópu. Sú áætlun er aðeins einn þáttur þeirra margvíslegu verkefna, sem Íslendingum stendur til boða að taka þátt í á vegum ESB. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.