Greinar miðvikudaginn 16. desember 1998

Forsíða

16. desember 1998 | Forsíða | 58 orð

Bandaríkjaher í viðbragðsstöðu

BANDARÍSKAR hersveitir við Persaflóa hafa fengið fyrirmæli um að vera í viðbragðsstöðu vegna vísbendinga um að hermdarverkamenn væru að undirbúa árásir á Bandaríkjamenn á svæðinu, að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gærkvöldi. Ráðuneytið segist hafa fengið upplýsingar frá leyniþjónustunni um að hætta væri á tilræðum gegn Bandaríkjamönnum á næstu 30 dögum í nokkrum Persaflóaríkjum. Meira
16. desember 1998 | Forsíða | 161 orð

Líkurnar á málshöfðun aukast

LÍKURNAR á að Bill Clinton Bandaríkjaforseta tækist að koma í veg fyrir málshöfðun til embættismissis minnkuðu enn í gær þegar sjö repúblikanar í fulltrúadeildinni lýstu því yfir að þeir myndu greiða atkvæði með ákæru á hendur forsetanum þegar hún verður borin undir atkvæði á morgun. Meira
16. desember 1998 | Forsíða | 514 orð

Neitar að flytja herliðið á brott á tilsettum tíma

BILL Clinton, forseta Bandaríkjanna, tókst ekki að telja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á að standa á tilsettum tíma við samninginn um brottflutning ísraelskra hersveita frá Vesturbakkanum á fundi þeirra með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í gær. Meira
16. desember 1998 | Forsíða | 35 orð

Solzhenítsyn hylltur

SELLÓLEIKARINN Mstislav Rostropovich (t.v.) ræðir við Nóbelsskáldið Aleksandr Solzhenítsyn á tónleikum í Moskvu. Rostropovic stjórnaði tónleikunum, sem voru haldnir í gærkvöldi í tilefni af afmæli Solzhenítsyns, en hann varð áttræður á föstudaginn var. Meira
16. desember 1998 | Forsíða | 238 orð

Vill réttarhöld í hlutlausu landi

ÞING Líbýu samþykkti í gær ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við áform um að tveir Líbýumenn, sem eru eftirlýstir vegna Lockerbie- tilræðisins, verði sóttir til saka í hlutlausu landi. Bresk og bandarísk stjórnvöld brugðust varfærnislega við þingsályktuninni, sögðu hana skref í rétta átt en vöruðu við of mikilli bjartsýni á að mennirnir yrðu framseldir. Meira
16. desember 1998 | Forsíða | 120 orð

Þiggja fjárstuðn- ing Dana

ÞRÁTT fyrir að færeyska landsstjórnin sé farin að vinna að sjálfstæði frá Dönum, samþykkti lögþing eyjanna einróma í gær að þiggja tæplega einn milljarð dkr. í fjárhagsaðstoð frá danska ríkinu eins og undangengin ár. Danir hafa sett það skilyrði að fjárhagsaðstoð þeirra við Færeyjar falli niður, kjósi Færeyingar sjálfstæði. Meira

Fréttir

16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

11 sækja um stöðu yfirlögregluþjóns í Kópavogi

ELLEFU manns hafa sótt um stöðu yfirlögregluþjóns í Kópavogi sem dómsmálaráðherra veitir til fimm ára frá og með 1. janúar 1999, en þá lætur Magnús Einarsson af því starfi. Eftirtaldir hafa sótt um yfirlögregluþjónsstöðuna: Eiríkur Marteinn Tómasson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi, Friðrik Smári Björgvinsson fulltrúi sýslumanns í Kópavogi, Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

15 mánaða fangelsi fyrir peningastuld

HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um fimmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi yfir tollverði sem stal í nóvember 1996 peningasendingu er innihélt 52.000 sterlingspund. Þá var einnig staðfestur dómur um 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi eiginkonu hans fyrir hylmingu. Peningarnir voru frá A/S Jyske Bank í Danmörku á leið til Landsbanka Íslands. Meira
16. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 399 orð

25 milljónir til tækjakaupa

TÍMAMÓTA var minnst með hátíðardagskrá á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær, en þá voru nákvæmlega 45 ár liðin frá því starfsemi sjúkrahússins var flutt í fyrsta hluta Fjórðungssjúkrahússins. Einnig eru liðin 125 ár frá því rekstur sjúkrahúss hófst á Akureyri. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

600 milljónir til varna við ofanflóðum

ÁÆTLAÐ er að verja rúmlega 600 milljónum króna úr Ofanflóðasjóði á næsta ári í gerð snjóflóðamannvirkja, en umhverfisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær framkvæmdaáætlun um varnir gegn ofanflóðum til næstu tveggja ára. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Arnþrúður í prófkjör

ARNÞRÚÐUR Karlsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, ætlar að taka þátt í prófkjöri flokksins, sem fram fer í janúar. Hún segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvaða sæti hún býður sig fram í, en ákvörðun um það muni liggja fyrir fljótlega. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Birgir Björn Sigurjónsson ráðinn starfsmannastjóri

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela borgarstjóra að ganga til viðræðna við Birgi Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóra um ráðningu í starf forstöðumanns starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar. Fimmtán umsóknir bárust um starfið. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 267 orð

Blair segir Íhaldsflokk á valdi hatursmanna ESB

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, vísaði í spurningatíma á þingi í fyrrakvöld á bug ásökunum íhaldsmanna um að hann hefði "svikið" hagsmuni landsins á leiðtogafundi Evrópusambandsins (ESB) í Vín um helgina, og sagði að stefna stjórnarandstöðuflokksins væri nú á valdi ofstækisfullra andstæðinga Evrópusamvinnunnar. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Breytingar til skoðunar

BREYTINGAR eru fyrirhugaðar á starfsemi Neytendasamtakanna og á stjórnarfundi síðastliðinn laugardag var skipaður þriggja manna starfshópur til að skoða hvernig starf samtakanna verði best skipulagt þannig að það nýtist neytendum í landinu sem best. Starfshópurinn kemur saman til fyrsta fundar milli jóla og nýárs. Meira
16. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 437 orð

Breyttur markaður

UNNIÐ er að breytingum á skipulagi þriðja áfanga Giljahverfis á Akureyri, á svæði sem Árni Ólafsson skipulagstjóri sagði að gengið hafi undir nafninu Ormurinn, en um er að ræða samfelldar fjölbýlishúsalóðir. "Þarna hefur gengið á ýmsu og miklar breytingar gerðar á byggingatímanum, og síðustu breytingar frá ákveðnu byggingafyrirtæki brjóta gegn grunnreglunum í skipulagi svæðisins. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Brjóta ekki í bága við samkeppnislög

KÆRUM frá Samtökum um þjóðareign og Sigurgeiri Jónssyni í Sandgerði til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga Landssambands íslenzkra útvegsmanna, sem birtust í Morgunblaðinu í september, október og nóvember hefur verið vísað frá. Telur stofnunin auglýsingarnar ekki brjóta í bága við samkeppnislög og mun því ekki hafa af þeim frekari afskipti. Meira
16. desember 1998 | Landsbyggðin | 232 orð

Börn á Skagaströnd senda börnum í Bosníu jólagjafir

Börn á Skagaströnd senda börnum í Bosníu jólagjafir Skagaströnd-Þau voru stolt af sjálfum sér börnin af leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd er þau afhentu prestinum sínum marga pappakassa fulla af jólagjöfum handa fátæku og stríðshrjáðu börnunum í Bosníu. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 373 orð

Elliðaárnar nálægt upprunalegri ásýnd sinni

ÓHAPPIÐ í aðrennslispípunni við félagsheimili Rafmagnsveitunnar hefur orðið til þess að Elliðaárnar renna nú af krafti í farvegi sínum þar sem lokað var fyrir inntak pípunnar við uppistöðulónið. Þeir tólf rúmmetrar af vatni á sekúndu sem veitt er eftir pípunni renna nú í sínum gamla farvegi og hafa árnar breytt mikið um svip við þessa óvæntu breytingu. Þannig hafa t.d. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fálkaorða fyrir störf að mannréttindamálum

Fálkaorða fyrir störf að mannréttindamálum FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sæmt Guðmund Alfreðsson, prófessor og forstöðumann Raoul Wallenberg- stofnunarinnar, og Jakob Þ. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

FFSÍ vill að Alþingi endurskoði lög um stjórn fiskveiða

Í ÁLYKTUN fundar Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, sem haldinn var 11. desember, þar sem annars vegar var fjallað um dóm Hæstaréttar í veiðileyfismáli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu og hinsvegar um frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða, Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fjórar plötur kynntar á Súfistanum

Á SÚFISTAKVÖLDI Máls og menningar, Laugavegi 18, fimmtudaginn 7. desember kl. 20.30 verða fjórar nýútkomnar geislaplötur kynntar. Tómas R. Einarsson og hljómsveit hans kynna plötuna Á góðum degi, Rússíbanar leika af Elddansinum, Ellen Kristjánsdóttir læðist um með lög af samnefndri plötu og Einar Kristján Einarsson leikur á klassískan gítar af nýrri sólóplötu sinni. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 319 orð

Flugmennirnir sagðir hafa farið að reglum

TALSMAÐUR taílenska flugfélagsins Thai Airways sagði í gær, að farþegaþotan, sem fórst í Suður- Taílandi í síðustu viku, hefði verið í góðu lagi og flugmennirnir farið að settum reglum. 101 maður beið bana í slysinu en 45 komust lífs af. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 276 orð

Fregnum um handtökur tekið með fyrirvara

UM TVÖ þúsund íranskir rithöfundar og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman í Teheran í gær til að fylgja til grafar Mohammad Mokhtari, einu þeirra skálda og rithöfunda sem hafa verið myrt á dularfullan hátt í Íran að undanförnu. Fregnir bárust af því í gær, að nokkrir menn hefðu verið handteknir í tengslum við rannsókn morðanna. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Fundir Almannavarna um allt land

Á FIMMTUDAG var haldinn síðasti fundurinn í nokkurra vikna fundalotu Almannavarna ríkisins og almannavarnanefnda í landinu. Hefur Almannavarnanefnd farið og hitt nefndirnar til að kynna m.a. nýtt innra skipulag stofnunarinnar. Alls sóttu 142 fundina, sem haldnir voru á Ísafirði, Akureyri, Selfossi, Reykjavík og Egilsstöðum. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Gengið frá Vogabakka upp í Gufunes

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld úr Elliðaárvogi upp í Gufunes. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 með rútu inn í Ísheima á Vogabakka. Þaðan verður farið kl. 20 og gengið með Elliðaárvoginum og yfir Gullinbrú og um Gufuneshöfða upp í Gufunes. Frá Gufunesi með rútu niður í Ísheima og að Hafnarhúsinu. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 379 orð

Genís ekki horfið af sviði hveraörverurannsókna

SINDRI Sindrason, stjórnarformaður Genís hf., segir það alrangt hjá Jakobi Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Íslenskra hveraörvera, að Genís hafi hætt allri starfsemi með hveraörverur, en Jakob sagði á blaðamannafundi í gær að eina hveraörveruverkefnið sem Genís stæði fyrir væri að "vera leppur fyrir bandaríska fyrirtækið Diversa við að safna hér sýnum úr hverum og senda óunnin úr landi. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Gerði athugasemdir við útreikning réttindanna

SIGURÐUR Þórðarson ríkisendurskoðandi segir að athugasemdir sínar varðandi lífeyrisréttindi bankastjóra Búnaðarbankans hafi lotið að því hvernig lífeyrisréttindin voru reiknuð, en ekki um varðveislu réttindanna. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 450 orð

Greiðslukröfur fyrndar

HÆSTIRÉTTUR sýknaði á fimmtudag íslenska ríkið af endurgreiðslukröfu þrotabús S. Óskarssonar & Co hf. Fyrirtækið hafði orðið að greiða jöfnunargjald á franskar kartöflur á tímabilinu febrúar 1988 til febrúar 1992. Með dómi Hæstaréttar H.1996.4260 hafði álagning gjaldsins verið dæmd ólögmæt. Krafa þrotabúsins hljóðaði upp á 41.760.926 kr. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Guðmundur Þóroddsson ráðinn forstjóri

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar veitustofnana um að borgarstjóri gangi til viðræðna við Guðmund Þóroddsson vatnsveitustjóra um ráðningu hans í stöðu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Tuttugu umsóknir bárust um starfið. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 496 orð

Götótt dýna afhjúpuð í réttarsal

SAKSÓKNARAR í máli Anwars Ibrahims, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, lögðu í gær fram dýnu sem sönnunargagn en þeir halda því fram að Anwar hafi haft kynmök við eiginkonu fyrrverandi ritara síns á dýnunni, og að á dýnunni sé að finna sæðisbletti því til sönnunar. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Harður árekstur

HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla á mótum Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar síðdegis í gær. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild með áverka á baki og hálsi. Báðir bílarnir voru fluttir á brott með dráttarbíl. Skömmu áður klemmdist maður milli tveggja bíla á bílastæði við Hraunberg. Maðurinn hafði verið farþegi í öðrum bílnum og gekk hann fram fyrir hann. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 270 orð

Háskólinn selur Reykjavíkurapótek

HÁSKÓLI Íslands hefur selt Reykjavíkurapótek, sem er á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Kaupandinn er Eignarhaldsfélag Karls Steingrímssonar, sem kenndur er við Pelsinn. Kaupverðið fæst ekki uppgefið, en Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskólans, segir það vel viðunandi. Meira
16. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Hlaut norsku leiklistarverðlaunin

KRISTIN Bredal, sem nú vinnur af kappi við að hanna leikmynd og lýsingu í jólaverkefni Leikfélags Akureyrar, Pétur Gaut eftir Ibsen, fékk á sunnudag norsku leiklistarverðlaunin, "Hedda prisen". Alls var keppt í fimm flokkum og voru þrír tilnefndir í hverjum þeirra. Kristin var tilnefnd í opnum flokki fyrir ljósahönnun í sýningu Norska þjóðarballettsins á Sex augum. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 603 orð

Hæstiréttur hækkar bætur úr 5 í 55 milljónir

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fyrrverandi umsjónarmann Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins til að greiða sjóðnum 55.000.000 króna skaðabætur vegna óforsvaranlegra skuldabréfakaupa fyrir hönd sjóðsins. Þá var endurskoðandi sjóðsins dæmdur til að greiða 4.000.000 af þessari fjárhæð óskipt ásamt umsjónarmanninum. Bera bótafjárhæðirnar dráttarvexti frá 8. apríl 1997 til greiðsludags. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 652 orð

Jarðskjálfti gæti hafa veikt lögnina fyrri í haust

STJÓRNENDUM Rafmagnsveitu Reykjavíkur er það hulin ráðgáta hvers vegna kílómetra löng aðrennslispípa, sem flytur vatn að Elliðaárstöð, sprakk seint á mánudagskvöld með þeim afleiðingum að mikið vatnsflóð myndaðist á Rafstöðvarvegi og í Elliðaánum. Að sögn Gunnars Aðalsteinssonar, rekstrarstjóra Rafmagnsveitu Reykjavíkur, gæti hugsast að jarðskjálftarnir í haust hafi veikt pípuna. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 258 orð

Jospin gagnrýnir Chirac og boðar aðgerðir

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, blés í gær til pólitískrar stórsóknar með því að tilkynna um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að binda enda á mótmælaaðgerðir atvinnulausra og saka Jacques Chirac forseta um að reyna að skerða verkfallsréttindi launþega. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 167 orð

Jólakveðjur lögreglu til glæpamanna

Jólakveðjur lögreglu til glæpamanna Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. INNBROT um jólin eru vandi í Danmörku eins og víðar, en nú hefur lögreglan í Glostrup, útborg Kaupmannahafnar, látið krók koma á móti bragði. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Jólapakkaskákmót á sunnudag

HIÐ árlega Jólapakkaskákmót verður haldið sunnudaginn 20. desember klukkan 14. Allir 15 ára og yngri eru velkomnir. Þátttaka er ókeypis, en fjöldi jólapakka verður í verðlaun. Mótið er haldið í félagsheimili Taflfélagsins Hellis, Þönglabakka 1. Keppt verður í 4 flokkum: Flokki fæddra 1983­1985, flokki fæddra 1986­7, flokki fæddra 1988­9 og flokki fæddra 1990 og síðar. Meira
16. desember 1998 | Landsbyggðin | 204 orð

Jólatré sótt út í skóg

Jólatré sótt út í skóg Grund-Nú er kominn sá tími að fólk er í óða önn að undirbúa jólahátíðina, og það sem alls ekki má vanta er jólatrén. Fyrir þessi jól, eins og undanfarin jól bjóða Skógrækt ríkisins og einstaklingar sem rækta jólatré, fólki að koma og velja sér og höggva sitt eigið tré. Meira
16. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Keppni um fallegustu piparkökuhúsin

Keppni um fallegustu piparkökuhúsin PIPARKÖKUHÚS af ýmsum stærðum og gerðum eru nú til sýnis í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri en nú stendur yfir samkeppni á vegum jólaþorpsins Norðurpólsins um fallegustu piparkökuhúsin. Frestur til að koma með hús í samkeppnina rennur út á föstudag, 18. desember, og verður tekið á móti þeim til kl. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 529 orð

Krafist róttækra aðgerða í málefnum Landssímans

INTIS hf., Internet á Íslandi, hefur sent Samkeppnisstofnun kæru, þar sem gerð er krafa um róttækar aðgerðir í málefnum Landssíma Íslands. "Næstu mánuðir munu skera úr um framtíð í fjarskiptum á Íslandi og til útlanda. Þess vegna fer Internet á Íslandi hf. (INTIS) fram á skjóta afgreiðslu Samkeppnisstofnunar á þessu erindi og að aðgerðir verði tímasettar markvisst. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Kroppað á Kjalarnesi

Morgunblaðið/RAXÞAÐ var stinningskaldi og heldur hryssingslegt um að litast á Kjalarnesi í vikubyrjun. Hrossin sneru undan norðaustanáttinni þar sem þau kroppuðu í snjónum. Í dag er spáð allhvössu veðri víða á landinu með stormi og snjókomu á Vestfjörðum og allhvassri austan og norðaustan átt með snjókomu norðanlands en rigningu sunnanlands. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Hægt að kaupa Scrabble Í spilagrein á laugardag var ranglega sagt að Scrabble væri uppselt fyrir jólin þegar hið rétta er að 50 ára afmælisútgáfa spilsins er fáanleg í verslunum. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Leiðrétting við frétt um miðlægan gagnagrunn

HÖGNI Óskarsson læknir hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi leiðréttingu: "Í viðtali í Morgunblaðinu í gær um frumvarp um miðlægan gagnagrunn vísaði undirritaður til samþykktar Evrópuráðs um mannréttindi og læknisfræði þegar verið var að fjalla um aðgreiningu erfðafræðigagna frá öðrum heilsufarsgögnum og um aðferð við samkeyrslu slíkra gagna. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 347 orð

Lítil samstaða um úræði í efnahagsmálum

LEIÐTOGAR ríkjanna, sem aðild eiga að ASEAN, Suðaustur-Asíu- bandalaginu, hvöttu til þess í gær, að sundurlyndisfjandinn yrði rekinn á haf út og ríkin sameinuðust um aðgerðir í efnahagsmálum. Almenn samstaða virtist þó vera um fátt annað en þá skoðun, að nú sé annaðhvort að duga eða drepast fyrir Asíuríkin. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 464 orð

Martröð eineltis hafin á nýjan leik

ÞRÍR unglingspiltar veittust að jafnaldra sínum í Grafarvogi í gærmorgun og veittu honum áverka svo hann þurfti að leita aðhlynningar á heilsugæslustöðina. Móðir piltsins segir að hann hafi verið lagður í einelti í skóla sínum um þriggja ára skeið. Hann var fluttur yfir í annan skóla í hverfinu í febrúar og virtist sem málið hefði leyst með því. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Málstofa efnafræðiskorar

EINAR Karl Friðriksson efnafræðingur, efnafræðideild Cornellháskóla, Íþöku, NY, flytur erindi á málstofu efnafræðiskorar föstudaginn 18. desember kl. 12.20 í stofu 158, húsi VR-II við Hjarðarhaga. Erindið nefnist: Rannsóknir á IgE- mótefni og lípíðum með Fourier transform-massagreini. Allir velkomnir. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Milljón tonn vantar miðað við fyrri spár

HAFRANNSÓKNASTOFNUN mun halda í loðnuleitarleiðangur í byrjun nýs árs, en miklu minna fannst af kynþroska loðnu í rannsóknaleiðangri stofnunarinnar í nóvember en búist hafði verið við. Um 360.000 tonn mældust af kynþroska loðnu og sérstaka athygli vakti að sá hluti stofnsins virtist heldur illa á sig kominn, magur og rýr. Af ókynþroska loðnu mældust 480. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Mokar snjó í stað loðnu

Mokar snjó í stað loðnu SVEINBJÖRN Jónsson háseti á nótaskipinu Þórði Jónassyni EA var að moka snjó af dekkinu er ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð um Torfunefsbryggju í gær. Hann sagðist þurfa að láta sér snjómokstur duga í stað þess að moka upp loðnu, þar sem ekki verði reynt frekar við loðnuna fyrir hátíðarnar. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Morgunblaðið/RAX Ánægðir með snjóinn FÉ

Morgunblaðið/RAX Ánægðir með snjóinn FÉLAGARNIR Elvar og Aron voru hæstánægðir með snjóinn sem sett hefur niður á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og renndu sér kátir niður brekku við Fífuhvammsveg í Kópavogi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar um í gær. Meira
16. desember 1998 | Miðopna | 679 orð

Nyrup stendur höllum fæti Það hefur gustað um Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, undanfarnar vikur vegna

POUL Nyrup Rasmussen forsætisráðherra hefur undanfarið ítrekað beðist afsökunar á á því hvernig hann stóð að breytingum á eftirlaunakerfinu við fjárlagagerðina fyrir þremur vikum. Margir benda hins vegar á að hann hafi beðið í þrjár vikur með að biðjast afsökunar og þá fyrst eftir mikinn þrýsting og fylgishrun jafnaðarmanna í skoðanakönnunum. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Ný brú yfir Jökulsá á Dal tekin í notkun

Ný brú yfir Jökulsá á Dal tekin í notkun Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. NÝ brú yfir Jökulsá á Dal við bæinn Hjarðarhaga á Jökuldal var tekin í notkun viku af jólaföstu. Þessi nýja brú er búin að vera í byggingu í nær tvo mánuði og vegurinn yfir Jökulsá hefur verið lokaður þann tíma vegna brúargerðarinnar. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Nýtt ár, nýir tímar

KYNNINGARKVÖLD undir kjörorðinu Nýtt ár, nýir tímar, vertu þú sjálfur, verður haldið fimmtudaginn 17. desember kl. 20 í Lífssýnarsalnum, Bolholti 4, 4. hæð. Þar kynnir Paul Welch námskeið sitt. Námskeiðið fer fram dagana 27. desember til 3. janúar nk. í Skálholti, Biskupstungnum. Meira
16. desember 1998 | Landsbyggðin | 188 orð

Ólympíuleikatæki gefin til Húsavíkur

Húsavík-Vegna tilraunakeppninnar í eðlisfræði voru keypt til landsins tilraunatæki til þess að framkvæma próftilraunir leikanna. Verklega prófið sem fór fram í sumar fólst í því að um 300 keppendur þreyttu sömu tilraun í prófinu í Laugardalshöll. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 366 orð

Óttast að endurnýjuð átök ógni vopnahléi

RICHARD Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar á Balkanskaga, varaði í gær stríðandi fylkingar í Kosovo við því að þau væru að "leika sér með dýnamít" ef þau héldu áfram þeim átökum sem brotist hafa út undanfarna daga. Sagði Holbrooke á blaðamannafundi í Prístína í gær að átökin myndu ekki koma í veg fyrir friðarumleitanir erlendra ríkja í Kosovo. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1202 orð

Rannsóknarráð sagt misskilja breytingar

ÞRIÐJA og síðasta umræða Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hófst í gær og búist var við því að hún stæði fram á nótt. Hart var deilt um frumvarpið og er talið ólíklegt að greidd verði atkvæði um það í dag. Umræðan hófst reyndar síðar í gærdag en upphaflega var áætlað vegna háværra mótmæla þingmanna stjórnarandstöðunnar í upphafi þingfundar. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 643 orð

Ráðið óháð ÍE og fyrirtækinu til ráðgjafar

ÍSLENSK erfðagreining hf. hyggst koma á fót siðfræðiráði sem væri óháð fyrirtækinu en því til ráðgjafar hvað varðar vísindarannsóknir sem gætu vakið erfiðar siðferðilegar spurningar. "Slíkt ráð gæti veitt okkur aðhald og fylgst með því sem gerist á alþjóðavettvangi hvað varðar siðfræði í vísindum," segir Unnur Jökulsdóttir, framkvæmdastjóri nýrrar upplýsingadeildar ÍE. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 502 orð

Reynt að þvinga fram hlut í fyrirtækinu

JAKOB Kristjánsson, framkvæmdastjóri Íslenskra hveraörvera segir að fyrirtækið sé í molum og framtíð þess sé óráðin, vegna ummæla Sindra Sindrasonar, stjórnarformanns Genís hf., í fjölmiðlum, og tilkynningar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um að ekki hafi staðið til að veita fyrirtækinu sérleyfi til rannsókna. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 296 orð

Rætt um framsal Öcalans

HAFT var eftir Mesut Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, í gær, að stjórnvöld í Tyrklandi og á Ítalíu væru að semja um að senda kúrdíska skæruliðaforingjann Abdullah Öcalan til þriðja ríkis, hugsanlega Albaníu. Hafa NATO-ríkin tvö deilt hart um þetta mál, en ítalska stjórnarskráin bannar að menn séu framseldir til ríkja sem beita dauðarefsingu. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 182 orð

Segja snjómanninn ógurlega ekki til

KÍNVERSK stjórnvöld hafa neitað tilvist jetans, snjómannsins ógurlega, í eitt skipti fyrir öll. Reyndu stjórnarerindrekar að kveða niður sögur um snjómanninn ógurlega eftir að fréttist að ferðamannafrömuðir í Hubei-héraði hefðu boðið hverjum þeim sem tækist að fanga lifandi hinn kínverska "stórfeta" um 4,5 milljónir ísl. króna í verðlaun. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 386 orð

Skerðir nýtingarmöguleika

GERT er ráð fyrir því í samkomulagi Reykjavíkurborgar og Ríkisspítala um flutning Hringbrautar til suðurs að áfram verði leyfð umferð um götuna þar sem hún liggur nú, þ.e. að önnur akrein hennar verði notuð áfram. Er ætlunin að hún greiði leið inn á Landspítalalóð og að strætisvagnar fari um hana. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 505 orð

Stafrænar sendingar kalla á breytingar

Á FUNDI menningarmálaráðherra og útvarpsstjóra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í síðustu viku var fjallað um stöðu ríkisútvarpa á Norðurlöndum. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir að við verðum að taka mið af þeim breytingum sem eigi sér stað á útvarpsstarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 734 orð

Sumir hafa verið í kórnum frá upphafi

Í kvöld, miðvikudaginn 16. desember, verða í Seltjarnarneskirkju jóla- og útgáfutónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju. Friðrik S. Kristinsson er stjórnandi kórsins. "Drengjakór Laugarneskirkju var stofnaður haustið 1990 og hann var og er eini drengjakór landsins. Í byrjun voru fimmtán drengir í kórnum en hann hefur stöðugt vaxið og nú eru kórfélagarnir orðnir þrjátíu og fimm. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 1669 orð

Syrtir í álinn hjá Clinton Með hverjum deginum aukast líkurnar á því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykki ákærurnar á

Æ MEIRI óróa gætir í herbúðum Bills Clintons Bandaríkjaforseta eftir því sem nær dregur atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um ákærur á hendur forsetanum til embættismissis. Hafa menn forsetans áhyggjur af því að nokkrum repúblikönum sem áður hafa lýst andstöðu sinni við málshöfðun á hendur forsetanum hefur snúist hugur og dregið hefur úr andstöðu annarra. Meira
16. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Tímatakmörk

BREYTING hefur verið gerð á fyrirkomulagi bílastæða við verslanir við Glerárgötu 26 til 36. Skipulagsnefnd Akureyrar hefur samþykkt að frá og með deginum í dag, miðvikudeginum 16. desember verði tímatakmörk, 30 mínútur á stæði, við þessar verslanir. Vona eigendur verslana og fyrirtækja við Glerárgötu að breytingin verði viðskiptavinum til þæginda. Meira
16. desember 1998 | Miðopna | 1141 orð

Traust kjósenda á samfylkingu minnkar Stuðningur við samfylkinguna hefur verið að minnka síðustu mánuði og mælist nú innan við

ÓEINING um sameiginlegt framboð Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista hefur dregið úr stuðningi við framboð þessara flokka. Trúverðugleiki framboðsins hefur beðið nokkurn hnekki og kjósendur virðast setja traust sitt á stjórnarflokkana, en stuðningur við þá mælist nú 69,2% í skoðanakönnun Gallup, sem er mesta fylgi sem flokkarnir hafa fengið. Meira
16. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Tvær milljónir til KA

TILLAGA Jakobs Björnssonar, oddvita Framsóknarflokks, um að veita Knattspyrnufélagi Akureyrar, KA, tveggja milljóna króna sérstakan styrk, var samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa minnihlutans og eins úr meirihlutanum á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Um 1.100 nemendur í kynnisferð um Sundahöfn

Um 1.100 nemendur í kynnisferð um Sundahöfn NEMENDUM sjötta bekkjar grunnskólanna í Reykjavík hefur undanfarin ár verið boðið í vettvangsferðir til að kynna þeim lífríki, sögu og starfsemi Reykjavíkurhafnar. Ásamt Höfninni hefur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur staðið að skipulagningu ferðanna og í ár var ferðinni heitið í Sundahöfn. Meira
16. desember 1998 | Miðopna | 828 orð

Um 500 manns í meðferð í öndunarvél vegna kæfisvefns Kæfisvefn hefur lítið verið rannsakaður fyrr en á síðustu 10 til 20 árum.

KÆFISVEFN einkennist af endurteknum öndunarhléum, hrotum og óværum svefni þar sem sjúklingurinn byltir sér mikið og svitnar. Um 500 manns eru í meðferð vegna kæfisvefns hérlendis en hún er einkum veitt með sérstakri öndunarvél og í vissum tilvikum er hægt að beita skurðaðgerð eða lyfjameðferð. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Unnu fataúttekt á mbl.is

Unnu fataúttekt á mbl.is Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu, Sambíóin og tískuverslunin Centrum í Kringlunni fyrir leik á mbl.is. Tilefnið var frumsýning kvikmyndarinnar "The Avengers" með Umu Thurman, Ralph Fiennes og Sean Connery í aðalhlutverkum, en myndin er njósnamynd í anda samnefndra sjónvarpsþátta sem vinsælir voru á sjöunda áratugnum. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 32 orð

Útgáfutónleikar Hundslappadrífu

SVEITAHLJÓMSVEITIN Hundslappadrífa heldur útgáfutónleika á Fógetanum í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 22 í tilefni af fyrstu plötu sveitarinnar, "Ert'úr sveit". Aðgangseyrir er 500 kr. Þeir sem kaupa geisladiskinn fá frítt inn. Meira
16. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Útgáfutónleikar í Deiglunni

HIN vafasama hljómsveit Helgi og hljóðfæraleikararnir eru þessa dagana að gefa út sitt þriðja sköpunarverk. Í þetta sinn er það hljómdiskur sem ber nafnið "Endanleg hamingja". Af því tilefni verða haldnir tónleikar í Deiglunni annað kvöld, fimmtudagskvöldið 17. desember og hefjast þeir kl. 21. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

"Útgerð dagbáta leggst endanlega af"

Í fréttatilkynningu frá stjórn Króks segir: "Eins og frumvarpið liggur fyrir er augljóst að útgerð dagbáta leggst endanlega af og blasir því við gjaldþrot og upplausn hjá fjölda þeirra fjölskyldna sem hafa haft afkomu af útgerð þeirra. Sama má segja um þorskaflahámarksbátana svo mjög er að þeim þrengt. Stjórnin minnir á samþykkt aðalfundar Landssambands smábátaeigenda frá 13. nóvember sl. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Viðræður halda áfram í dag

ENGIN niðurstaða varð af fundi kjörnefndar A-flokkanna og Kvennalistans í Reykjavík í gærkvöldi um fyrirkomulag framboðsmála í Reykjavík en ákveðið var að halda viðræðunum áfram í dag á fundi sem hefst kl. 17.30. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Vigdís hættir í stjórn ÍE

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hefur ákveðið að ganga úr stjórn Íslenskrar erfðagreiningar frá og með 1. janúar næstkomandi. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi fyrirtækisins 18. nóvember síðastliðinn. Meira
16. desember 1998 | Erlendar fréttir | 216 orð

Vildu tryggja sér aðgang að bandarískri tækni

RANNSÓKN á fjárframlögum kínverskra stjórnvalda í kosningasjóði Demókrataflokksins bandaríska fyrir síðustu forsetakosningar bendir til, að tilgangurinn hafi verið að auka aðgang Kínverja að bandarískri tækni. Kom það fram í dagblaðinu New York Times í gær. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Vilja breytta nýtingu hafsins

KRSTILEG stjórnmálahreyfing vill gjöbreyta stefnu á nýtingu hafsins í kringum landið að því er kemur fram í fréttatilkynningu og segir einnig að hreyfingin vilji afnema kvótakerfið með löggjöf af þeirri aðalástæðu að það stuðli ekki að þeirri grundvallarreglu að allir eigi rétt til veiða með réttlátum reglum þar um. Hreyfingin leggur eftirfarandi til: "1. Meira
16. desember 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Þroskahjálp fær innkomu Knattborðsstofu

ÞROSKAHJÁLP á Suðurnesjum og Íþróttafélagið Nes, sem er íþróttafélag þroskaheftra, fá í styrk alla innkomu Knattborðsstofu Suðurnesja dagana 16. og 21. desember og 6. til 11. janúar. Með þessu framtaki vill Knattborðsstofan kynna snóker-íþróttina þroskaheftum, aðstandendum þeirra svo og öllum velunnurum Þroskahjálpar og leggja málefni þeirra lið, segir í fréttatilkynningu. Meira
16. desember 1998 | Landsbyggðin | 264 orð

Þýðir ekki að elta sveiflur í loðdýraræktinni

Vaðbrekku, Jökuldal-Guðmundur Ólason loðdýrabóndi á Hrólfsstöðum segir að ekki þýði að elta verðsveiflurnar í loðdýraræktinni, annaðhvort sé maður loðdýrabóndi eða ekki. Guðmundur segist verða að standa af sér niðursveiflurnar til að vera með góðan stofn þegar uppsveiflurnar koma og lánastofnanirnar séu farnar að skilja þetta sjónarmið. Meira

Ritstjórnargreinar

16. desember 1998 | Staksteinar | 335 orð

»Ríkisskattar allt að 90% áfengisverðs VEIGAMESTI þáttur í verðmyndun áfeng

VEIGAMESTI þáttur í verðmyndun áfengis er áfengisgjaldið, sem rennur í ríkissjóð. Innkaupsverð áfengra drykkja er frá 9% upp í 27% af söluverði. Annað rennur til ríkisins í mismunandi formi, segir Katrín Olga Jóhannesdóttir rekstrarhagfræðingur í grein í Frjálsri verzlun. Svört neyzla, brugg og smygl Meira
16. desember 1998 | Leiðarar | 720 orð

STJÓRNARSKRÁIN OG 1. GREININ

Á FUNDI, sem ungir Framsóknarmenn efndu til í fyrradag um dóm Hæstaréttar og afleiðingar hans, flutti Sigurður Líndal, prófessor, ræðu þar sem hann fjallaði m.a. um 1. grein laga um stjórn fiskveiða nr. 38 frá 1990, en það er hin umrædda lagagrein, sem kveður á um sameign þjóðarinnar að fiskimiðunum. Meira

Menning

16. desember 1998 | Menningarlíf | 616 orð

Að endurvekja fortíðina

"ÞARNA er að finna uppáhalds smáverkin okkar frá rómantíska tímanum, verk sem okkur þykir ákaflega skemmtilegt að spila og eru fyrir vikið líklegri til að gleðja aðra," segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari um geislaplötuna Con Espressione, þar sem hún leikur ásamt litháska fiðluleikaranum Martynas Svégzda von Bekker. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 376 orð

Að gráta svolítið yfir Íslandi

ELSKU Ísland, bráðum kem ég heim til þín nefnist ný landminningamynd sem Kvikmyndagerðin 20 geitur gefur út fyrir þessi jól. Hún er þrjár klukkustundir og sögð óbærileg á að horfa fyrir viðkvæma Íslendinga sem ekki hafa komið heim lengi. Höfundar myndarinnar eru þeir Böðvar Bjarki Pétursson, Pétur Már Gunnarsson og Vilhjálmur Goði Friðriksson. Meira
16. desember 1998 | Tónlist | 913 orð

Angist og örvænting

Íslenzk þjóðlög og sönglög eftir Sigfús Einarsson, Pál Ísólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Grieg, Sibelius, Jón Leifs og Mussorgsky. Sigurður Bragason barýton; Vovka Ashkenazy, píanó. Norræna húsinu, mánudaginn 14. desember kl. 20:30. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 60 orð

Argentínskur Samson

ARGENTÍNSKI tenórinn Jose Cura og bandaríska mezzósópransöngkonan Denyse Graves í titilhlutverkunum sínum í óperu Camille Saint-Sa¨ens, "Samson og Delía", sem nú er sýnd í óperunni í Washington. Cura er sagður einn efnilegasti tenórsöngvarinn sem komið hefur fram um árabil og hefur jafnvel verið sagður "fjórði tenórinn" með vísan til þríeykisins heimsfræga; Placido Domingo, Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 678 orð

Ár og atburðir

Þorgrímur Getsson tók saman. 336 bls. Bókaútg. Íslenskur annáll. Prentun: Viðey ehf. Reykjavík, 1998. ÁTTA ár eru skammur tími í lífi þjóðar en langur tími í lífi einstaklings og ennþá lengri í stjórnmálasögunni. Bók þessi hefst á áramótaávörpum þáverandi forseta og forsætisráðherra, Vigdísar Finnbogadóttur og Steingríms Hermannssonar. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 579 orð

Á sokkaleistunum

Ellen Kristjáns læðist um. Ellen Kristjánsdóttir syngur þekkt erlend jasslög með íslenskum textum. Ellen Kristjánsdóttir söngur, Guðmundur Pétursson raf- og kassagítar, Tómas R. Einarsson kontrabassi, Guðmundur R. Einarsson strýkur snerilbumbu í tveimur lögum. Auk þeirra koma við sögu Eyþór Gunnarsson sem lemur bongo og konga-trumbur í einu lagi og K.K. sem leikur á kassagítar í tveimur lögum. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 405 orð

Ástin og dauðinn

Eftir Steindór Ívarsson, eigin útgáfa, Reykjavík, 1998, 63 bls. BÚRIÐ er fyrsta ljóðabók höfundar. Verkið byrjar á einskonar ávarpi til "vinar" en "Búrið/var eitt sinn vinur minn" segir á öðrum stað. Ávarpið er eina ljóðið þar sem skáldið leyfir sér mælsku og beinir spjótum sínum að fordómum samfélagsins. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 673 orð

Ástir miðaldra kvenna

BÓKMENNTIR á íslensku frá hinni fjarlægu og dularfullu heimsálfu Ástralíu ber ekki fyrir augu okkar á hverjum degi. Ljómi stafar af Ástralíu í hugum okkar hér á norðurhjaranum, enda eyddi sá margfrægi maður Jörundur hundadagakonungur þar ævikvöldinu eins og við vitum. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 99 orð

BMW í stað blóma

SVO virðist sem Johnny Depp og Kate Moss gætu verið að taka saman á ný. Á meðan sumir senda blóm eða konfektkassa sendi Depp fyrirsætunni BMW fyrir skömmu til að hressa hana við á meðan hún dvelur á heilsuhæli í Lundúnum. Dagblaðið New York Post hefur eftir vini þeirra að Depp sakni Moss og sé að hugsa um að stofna fjölskyldu með henni. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 585 orð

Brandenburgarkonsertarnir fluttir í heild sinni

ALLIR Brandenburgarkonsertar Bachs verða fluttir á tvennum jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld, og á sunnudag, en tónleikarnir marka upphaf tuttugasta og fimmta starfsárs sveitarinnar. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 358 orð

Danadrottning í lífsháska

Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Mál og menning, 1998 ­ 139 s. VIÐ hittum söguhetjuna á lögreglustöðinni. Hún er í yfirheyrslu og er að reyna að útskýra fyrir lögreglunni aðdragandann að furðulegri handtöku sem átt hefur sér stað í hjarta Reykjavíkurborgar. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 1304 orð

Djöflar fara á kreik

eftir Fjodor M. Dostoévskí í þýðingu Arnórs Hannibalssonar. Eigin útgáfa. 1998 ­ 675 bls. SUMIR höfundar gnæfa þannig upp úr samtíma sínum að rit þeirra eru eins og tindar á flatlendi. Einn þessara höfunda er Fjodor M. Dostoévskí. Líkt og margir höfundar 19. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 119 orð

Eiríkur Smith sýndi á Húsavík

AÐ TILHLUTAN sóknarnefndar Húsavíkur stóð fyrir skemmstu yfir sýning í Safnahúsinu á Húsavík á verkum Eiríks Smiths myndlistarmanns. Þar sýndi listamaðurinn 42 verk, stór og smá, sem sýna að listsköpun hans hefur tekið ýmsum stílbreytingum á listaferlinum, en sýningin spannar 30 ára listferil hans. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 61 orð

Fjallhressar og fróðleiksfúsar ÞÆR eru forvitnar mörgæsirnar

Fjallhressar og fróðleiksfúsar ÞÆR eru forvitnar mörgæsirnar í dýragarðinum í M¨unchen. Hér sjást þær stara á ísbjörn í búri óttalausar, enda gler sem skilur á milli. Mörgæsirnar eru íþróttalega sinnaðar og milli þess sem þær kanna kynjaverur í öðrum búrum fara þær daglega í göngutúr eftir hádegið, nánar tiltekið um tvöleytið. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 495 orð

Forsaga húsdýranna

Eftir Stefan Casta og Staffan Ullström. Ísl. þýð.: Atli Magnússon Skjaldborg, 1998 ­ 72 s. Í BÓKINNI er fjallað um helstu húsdýr nútímans og rakin saga þeirra frá þeim tíma er þau voru villt og hvernig er talið að þau hafi komist í þjónustu mannsins. Fyrst er rakin saga hundsins aftur til forfeðra hans, úlfanna. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 492 orð

Gagnlegar upplýsingar og nauðsynleg handbók

Eftir Víði Sigurðsson. Myndvinnsla: Pjetur Sigurðsson, Einar Ólason, Litmyndir. Prentvinnsla: Grafík. 178 bls. Bókaútgáfan Skjaldborg 1998. KNATTSPYRNAN er vinsælasta íþróttagrein í heimi og er mikil umfjöllun um hana víða um veröld. Fíklarnir eru margir og þeir nærast yfirleitt vel á tölfræði og öðrum upplýsingum úr nánasta knattspyrnuumhverfi sínu. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 195 orð

Gagnrýnendur ekki eins hrifnir

ÞUNGU fargi virtist létt af Nicole Kidman eftir frumsýningu Bláa herbergisins á Broadway. "Ég verð að fá áfengi," sagði hún í gamni þegar hún mætti í frumsýningarteitið. Á meðal frumsýningargesta voru Tom Cruise, eiginmaður hennar, Rosie O'Donnell, Vanessa Williams, Teri Hatcher, Carol Burnett, leikstjórarnir Spike Lee og Joel Schumacher og hönnuðurinn Diane von Furstenberg. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 50 orð

Gert við Vorrar frúarkirkju

TÍMI er kominn til að hreinsa styttur og veggskreytingar á Vorrar frúarkirkju í París. Bera forverðir sérstaka lausn á verkin til að ná af þeim mengun og óhreinindum síðustu árhundraða. Verið er að laga vesturhlið kirkjunnar en það verk hófst árið 1993 og lýkur árið 2000. Meira
16. desember 1998 | Tónlist | 516 orð

Glæsilegur fínleiki

Camilla Söderberg, Ragnheiður Haraldsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau, Snorri Örn Snorrason, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir fluttu rókokkóverk eftir Boismortier, Telemann, de Viste og Loeillet. Mánudagurinn 14. desember, 1998. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 132 orð

Hamilton sækir um skilnað

TÆPU ári eftir að James Cameron lýsti því yfir að hann væri "kóngur heimsins" á óskarsverðlaunaafhendingunni þar sem mynd hans Titanic lét greipar sópa hefur hann tapað drottningunni. Leikkonan Linda Hamilton sótti á mánudag um skilnað frá Cameron vegna ósættanlegs ágreinings og sótti hún einnig um forræði yfir 5 ára dóttur þeirra, Josephine. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 815 orð

Hálfunnið er verk...

Ritstjórar: Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. Kvennasögusafn Íslands, 1998, 210 bls. FYRIR rúmum tveimur áratugum tók Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafnsins, saman hefti sem hún kallaði Ártöl og áfanga í sögu íslenskra kvenna 1746­1975. Heftið fjölritaði Anna og hefur það lengi nýst kvennafræðingum á ýmsum sviðum vel. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Hátíðatónleikar þriggja kóra

KVENNAKÓR Hafnarfjarðar, Karlakórinn Þrestir og Heldri kór Þrasta halda hina árlegu jólatónleika í Víðistaðakirkju á morgun, fimmtudag kl. 20.30. Kórarnir syngja hátíðalög og í lok tónleikanna syngja kórarnir nokkur lög saman. Stjórnandi kvennakórsins og Heldri kórs Þrasta er Guðjón Halldór Óskarsson og undirleikari er Hörður Bragason. Raddþjálfari er Elín Ósk Óskarsdóttir. Meira
16. desember 1998 | Tónlist | 345 orð

Heims um ból

Kammerkór Hafnarfjarðar og Þórunn Guðmundsdóttir sópran flytja jólatónlist. Stjórnandi: Helgi Bragason. Gunnar Gunnarsson (þverflauta), Ástríður Alda Sigurðardóttir (píanó), Lenka Mátéová (orgel), Þröstur Þorbjörnsson (gítar), Jón Björgvinsson (slagverk), Helga Loftsdóttir (mezzosópran). Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 535 orð

Hiti, reykur, háski og sviti TÓNLIST Geisl

Andrea og Blúsmenn. Andrea Gylfadóttir syngur þekkt blúslög við undirleik Blúsmanna. Blúsmenn eru: Guðmundur Pétursson gítar, Haraldur Þorsteinsson bassi, Einar Rúnarsson Hammond orgel, Kjartan Valdemarsson Rhodes píanó, harmónikka, Jóhann Hjörleifsson trommur, slagverk. Auk þeirra leika þeir Jóel Pálsson, Einar Jónsson, Snorri Sigurðsson á blásturshljóðfæri. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 499 orð

Hvað gerðist?

Eftir Þorstein Marelsson. Mál og menning, 1996 ­ 152 s. HANN er fimmtán ára og situr hjá sálfræðingi sem reynir að fá hann til að tala um það sem gerðist. Smátt og smátt finnum við að eitthvað hræðilegt hefur gerst sem veldur því að hann er í nokkurs konar stofufangelsi. Þetta er í raun góður strákur en spurningarnar eru margar og svörin fá. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 777 orð

Hvern fjandann er hann að gera þarna? Sam Naceri er á góðri leið með að verða ein skærasta stjarna Frakka á hvíta tjaldinu og er

ÞAÐ EITT að draga upp mynd af leigubílstjórum í Frakklandi er verðugt verkefni fyrir hvaða handritshöfund sem er. Luc Besson vílar það ekki fyrir sér í myndinni Taxiþótt leigubílstjórinn sé heldur gassalegri en jafnvel innvígðustu Parísarbúar eiga að venjast. Það kemur í hlut Sam Naceri að leika leigubílstjórann og harðnaglann Daniel sem á sér þá ósk heitasta að aka kappakstursbifreið. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 381 orð

Í leit að pabba og mömmu

Hvalur í heimsreisu. Texti: Kristín Helga Gunnarsdóttir. Myndir: Stíll ehf. Hallgrímur Ingólfsson og Aðalsteinn Svanur Sigfússon. Umbrot: Stíll. Prentun: Oddi. Útgefandi. Bókaútgáfan Vöxtur. VINIR, sagnaþulan og lesandinn, fara dag einn í dýragarðinn í Lúmín í Lúmínlana. Hitinn er mikill, svo steikja má egg á steinum gangstétta. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 338 orð

Íslensk ull á nýrri öld

Verðlaun veitt í hönnunarsamkeppni Íslensk ull á nýrri öld UM HUNDRAÐ tillögur bárust í hönnunarsamkeppni Fagráðs textíliðnaðarins Íslensk ull á nýrri öld og voru sigurvegararnir heiðraðir í liðinni viku. Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir í Spaksmannsspjörum deildu fyrsta sætinu með Valgerði Melsted. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 38 orð

Jóla- og útgáfutónleikar í Seltjarnarneskirkju

Í TILEFNI af útgáfu geislaplötu Drengjakórs Laugarneskirkju og félaga úr eldri deild, heldur kórinn jóla- og útgáfutónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Á myndinni er drengjakór Laugarneskirkju ásamt stjórnandanum Friðrik S. Kristinssyni. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 55 orð

Jólatónar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði

VESTFIRSKIR framhaldsskólanemendur standa fyrir aðventuskemmtun í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í dag, miðvikudag, kl. 14.30. Þar koma fram nemendur í Tónlistarskóla Ísafjarðar og Framhaldsskólakór Vestfjarða. Á efnisskrá eru létt kórverk auk þess sem nemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar stilla saman strengi og flytja nokkur jólalög. Einnig munu sex snótir úr kórnum syngja saman. Meira
16. desember 1998 | Tónlist | 455 orð

Jólatónleikar stórsöngvarans

Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Aðrir flytjendur: Douglas A. Brotchie (orgel), Daði Kolbeinsson (óbó). Hljómskálakvintettinn: Ásgeir H. Steingrímsson (1. trompet), Sveinn Birgisson (2. trompet), Þorkell Jóelsson (horn), Oddur Björnsson (básúna), Bjarni Guðmundsson (túpa). Jóna Fanney Svavarsdóttir (sópran). Upptaka fór fram í Hallgrímskirkju 18. des. 1997. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 477 orð

Konu dreymir mann með hrafnshöfuð

Konu dreymir mann með hrafnshöfuð NÆTURSÖNGVAR er heiti nýrrar skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Í formála segir frá því þegar maður með hrafnshöfuð birtist konu í draumi og hvíslar að henni að hún eigi eftir að segja sögu þeirra. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 282 orð

Kórallar og kóralrif

Eftir Lars Thomas. Myndir: Johannes Bojesen. Þýðing: Gissur Ó. Erlingsson. Skjaldborg, 1998 ­ 45 s. FRÆÐIBÆKUR fyrir íslensk börn hafa verið af skornum skammti alla tíð og skortur á efni sem getur svalað forvitni ungra lesenda. Nú hefur Skjaldborg gefið út nokkrar þýddar bækur fyrir börn og fjalla þær flestar um þætti úr dýralífinu. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 547 orð

Lokaður heimur

Einar Örn Gunnarsson, Ormstunga, 1998. 104 bls. Verð: 2.790 kr. Prentun: Steinholt. ÁRIÐ 1986 sendi Einar Örn Gunnarsson frá sér smásöguna Bréf til mömmu. Nú hefur hann tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið því smásagan, lítið eitt breytt, myndar fyrsta kafla nýrrar skáldsögu hans. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 40 orð

Lögreglukórinn í Bústaðakirkju

LÖGREGLUKÓR Reykjavíkur heldur aðventuhátíð í Bústaðakirkju á morgun, fimmtudag, kl. 20. Ásamt lögreglukórnum kemur fram Barnakór Engjaskóla og einsöngvarinn Eiríkur Hreinn Helgason. Kórarnir koma fram hvor í sínu lagi og einnig saman. Flutt verða hefðbundin aðventu- og jólalög. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 163 orð

Millar í felum Í blíðu og stríðu (For Richer and Poorer)

Framleiðsla: Sid Bill og Jon Sheinberg. Leikstjórn: Bryan Spicer. Handrit: Jana Howington og Steve Lukanic. Kvikmyndataka: Buzz Feitshans IV. Tónlist: Randy Edelman. Aðalhlutverk: Tim Allen og Kirstie Alley. 111 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, nóvember 1998. Öllum leyfð. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 708 orð

Myrkar fígúrur

MYRKAR fígúrur heitir nýjasta ljóðabókin eftir Sjón. Þetta er ellefta ljóðabók hans en sú fyrsta kom út árið 1978. Tíunda ljóðabók hans, ég man ekki eitthvað um skýin, kom út fyrir nokkrum árum. Samtímis kemur út hljómdiskurinn kaneldúfur, en þar les Sjón átta ljóð úr nýju bókinni við tónlist Baldurs J. Baldurssonar. Sjón er brautryðjandi í íslenskri ljóða- og skáldsagnagerð. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 100 orð

Nýjar bækur FJÖLSKYLDUR er

FJÖLSKYLDUR er barnabók og litabók eftir Michael Willhoite í þýðingu Aspar Viggósdóttur. Í fréttatilkynningu segir að bókin fjalli um mismunandi fjölskyldugerðir. Fjölskyldur geta verið fámennar eða fjölmennar, hávaxnar eða lágvaxnar, o.s.frv. Höfundurinn, Michael Willhoite, sem m.a. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 123 orð

Nýjar bækur LÍKT og ólíkt. K

LÍKT og ólíkt. Kynjavíddin í uppeldisfræðilegri hugsun og starfi. Aðalritstjóri er Anne-Lise Arnesen. Í kynningu segir: "Margir hafa sagt að jafnrétti og jafngildi kynjanna í skólanum sé úr sér gengin umræða. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 97 orð

Nýjar bækur NÝTT og gamalt

NÝTT og gamalt er eftirBenjamín H.J. Eiríksson. Í kynningu segir að í þessari bók séu saman komnar á einum stað þær greinar, sem til eru orðnar síðan síðasta ritgerðasafn hans, Hér og nú, kom út. Þar má nefna skrif hans um kvótakerfið og veiðigjaldamálið, guðfræði þjóðkirkjunnar, Passíusálmana o.fl. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 95 orð

Nýjar bækur SJÚKDÓMAR og dánarmein

SJÚKDÓMAR og dánarmein íslenskra fornmanna er eftir Sigurð Samúelsson. Í kynningu segir að í fyrsta sinn sé gerð tilraun til læknisfræðilegrar greiningar á sögupersónum í fornsögunum eftir nútíma læknisfræðilegri þekkingu á heilsteyptan máta. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 141 orð

Nýjar bækur SKAGFIRZKUR annáll 184

SKAGFIRZKUR annáll 1847­1947 er eftir Kristmund Bjarnason á Sjávarborg. Í ritinu er fjallað um mannlíf í Skagafirði í 100 ár. Sagan hefst þar sem Saga frá Skagfirðingum eftir Jón Espólín og Einar Bjarnason endar og lýkur 1947, árið sem Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 76 orð

Nýjar bækur TÍU kátir kettlingar

TÍU kátir kettlingar er harðspjaldabók í þýðingu Þórarins Eldjárns. Hugmynd að bókinni átti Wolfgang Schleicher. Á hverri síðu eru kettlingar að leik úti og inni. Á hverri síðu er einn úr leik eins og sjá má af myndum og lýst er í ljóði eftir Edith Jentner. Bókin er ætluð börnum sem eru að læra að telja. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 74 orð

Nýjar bækur ÚR Þegjandadal

ÚR Þegjandadal er fimmta ljóðabók Hjartar Pálssonar. Í kynningu segir: "Margt verður skáldinu að yrkisefni; ljúfar stemmningar, hugrenningar um það sem var og áleitnar hugsanir um nútímann. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 56 orð

Nýjar hljóðbækur BLÖNDUKÚTURINN

BLÖNDUKÚTURINN og Æðrulaus mættu þau örlögum sínum er eftir Braga Þórðarsonog les hann sjálfur inn á snældurnar. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Hljóðbækurnar eru unnar í Hljóðrita. Blöndukúturinn er 8 klst. á sex snældum. Verð: 3.480 kr. Æðrulaus mættu þau örlögum sínum er á sex snældum og tekur 8 klst. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 67 orð

Nýjar hljóðbækur DRAUMUR þinn ræti

DRAUMUR þinn rætist tvisvar eftir Kjartan Árnason. Hljóðskreytt útgáfa í flutningi Sigurðar Skúlasonar leikara. Í kynningu segir að þetta sé skáldsaga um glaðværð lífsins en jafnframt skuggahliðar þess, þroskasaga sem dregur upp nærfærna mynd af sambandi drengs við ömmu sína. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 436 orð

Óvænt uppákoma í hálfníræðisafmæli

ÞEGAR afmælisdagar renna upp vilja vinir og vandamenn gleðja afmælisbarnið með óvæntum gjöfum eða uppákomum. Þegar Tómas Ríkharðsson varð hálfníræður vildi eiginkona hans, Steinunn Arnórsdóttir, gera honum daginn eftirminnilegan. Go-go dans í stofunni Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 530 orð

Reykjavík dulbúin

Helgi Ingólfsson, Mál og menning, Reykjavík, 1998, 235 bls. ÞÆGIR strákar er þriðja skemmtisagan úr Reykjavík samtímans sem Helgi Ingólfsson sendir frá sér, þversumman af hinum tveimur í þeim skilningi að í verkinu eru leiddar saman tvær aðalpersónur bókanna sem á undan hafa komið. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 743 orð

Samar og norrænir menn

SAMAR og þeirra menning er ekki fyrirferðarmikil í íslenskum bókmenntum. Í Útisetunni eftir Guðrúnu Bergmann er þó fjallað um samskipti Sama og norrænna manna á landnámsöld og ferðalag ungrar konu alla leið til Íslands. Hvernig stóð á því að þú fékkst áhuga á þessu efni? "Hugmyndin kviknaði þegar ég var að lesa Íslendingasögurnar fyrir nokkrum árum. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 74 orð

Skáldakvöld á Grandrokki

BESTI vinur ljóðsins stendur fyrir skáldakvöldi á Grandrokki við Klapparstíg í kvöld kl. 21. Lesið verður úr fimm nýjum bókum. Árni Sigurjónsson les úr skáldsögu sinni Lúx, Guðrún Gísladóttir les úr bók Fríðu Á. Sigurðardóttur, Maríuglugginn, Elísabet Kristín Jökulsdóttir les úr bókinni Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða og Karl Guðmundsson les úr ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar, Marlíðendur. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 629 orð

Skáldsaga um glæp

EF MARKA má umfjöllun og kynningu nýrra íslenskra bóka fyrir þessi jól fer vegur spennusagna vaxandi. Spennubókmenntir geta þó verið af margvíslegum toga og efnistök verið giska ólík og líklega nær undirtitill sagnaflokks skáldhjónanna Sjövall og Wahlö best utanum fyrirbærið; skáldsaga um glæp hétu sögurnar um Martin Beck og félaga í sænsku lögreglunni. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 206 orð

Skordýrin víkja fyrir Star Trek

NÝJASTA Star Trek geimmyndin "Star Trek: Insurrection" var frumsýnd um helgina með miklum herlegheitum og fór strax í fyrsta sætið yfir mest sóttu myndir helgarinnar. Var hún með nánast helmingi meiri aðsókn en efsta myndin frá síðustu viku, "A Bug's Life" sem fór í annað sætið eftir að hafa trónað efst í tvær vikur. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Snjöll og skemmtileg hugmynd

eftir Sigríði E. Sigurðardóttur og Gunnlöðu Jónu Rúnarsdóttur.36 síður.Mál og menning, Reykjavík 1998. GÖNGUFERÐ með Krumma er byggð á afar skemmtilegri hugmynd: Krummavísum er safnað saman og síðan er saga prjónuð í kringum þær. Flestar eru vísurnar kunnuglegar og er sérstaklega ánægjulegt að sjá þarna Krummavísur Jóns Thoroddsen sýslumanns. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 893 orð

Sveinn Ólafsson kveður æskuárin

Sveinn Ólafsson kveður æskuárin NÝJASTA verk Friðriks Erlingssonar rithöfundar er skáldsagan Góða ferð, Sveinn Ólafsson, sem komin er út hjá Iðunni. Titill bókarinnar vísar til aðalsögupersónu hennar, sem segir frá í fyrstu persónu. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 732 orð

Sögur af sönnum hetjum

ÚT er komin síðasta sagan í bókaflokknum um Sossu, Sossa sönn hetja, eftir Magneu frá Kleifum. Fyrri bækurnar hlutu athygli og nutu viðurkenninga og verðlauna. Sossubækurnar fjalla um lífsbaráttu alþýðufólks í byrjun aldarinnar. Frásagnir þeirra eru mjög raunverulegar og stundum er eins og höfundurinn hafi sjálfur lifað þá tíma og þau harðindi sem þar er sagt frá. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 214 orð

Sögusagnir fara hátt MULAN er þriðju vikuna í f

Sögusagnir fara hátt MULAN er þriðju vikuna í fyrsta sæti íslenska kvikmyndalistans þrátt fyrir harða samkeppni frá fjórum nýjum kvikmyndum. Sögusagnir eða "Urban Legend" varð hlutskörpust nýju myndanna og fór í annað sæti. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 352 orð

Utan við alfaraleið

Rabb um kveðskap og fleira eftir Helga Háldanarson. Páll Valsson tók saman. Prentvinnsla Grafík. Mál og menning 1998 - 414 síður. MOLDUXI Helga Hálfdanarsonar, greinasafn margra ára, er einkum forvitnilegur fyrir það sem höfundurinn hefur að segja um skáldskap þótt dægurtmálaumræða hans kunni að kæta marga. Meira
16. desember 1998 | Menningarlíf | 66 orð

Útgáfutónleikar Jóels Pálssonar

SAXÓFÓNLEIKARINN Jóel Pálsson heldur útgáfutónleika í Iðnó á morgun, fimmtudag kl. 21. Tónleikarnir eru til kynningar á geislaplötunni Prím, sem kom út fyrir skömmu. Á tónleikunum koma fram allir þeir tónlistarmenn sem á plötunni eru. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

Vandræði með lyftuna Á niðurleið (Down Time)

Framleiðsla: Richard Johns. Leikstjórn: Bharat Nalluri. Handrit: Casbar Berry. Kvikmyndataka: Tony Imi. Tónlist: Simon Boswell. Aðalhlutverk: Paul McGann og Susan Lynch. 90 mín. Bresk. Háskólabíó, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
16. desember 1998 | Fólk í fréttum | 514 orð

Vatnsþynnt popp

Fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar Lands og sona. Meðlimir sveitarinnar eru Hreimur Ö. Heimsson, Jón Guðfinnsson, Birgir Nielsen, Gunnar Þ. Eggertsson og Njáll Þórðarson. Geislaplatan var hljóðrituð í Grjótnámunni, Sýrlandi, Hljóðsetningu og September frá mars til október. Spor gefur út en Skífan dreifir. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | 519 orð

Vegvísar

Þýtt og staðfært af Katrínu Gunnarsdóttur. Myndir: Adan. 192 síður. ÉG ER Á LEIÐINNI Þýðandi: Þorsteinn Thorarensen. Myndir: Mogens Remo. 112 síður. MAMMA ER ALLRA BEST Þýtt og staðfært: Björk Bjarkadóttir. 128 síður. Filmugerð allra bókanna: PMS Súðarvogi. Prentun: Singapore. Útgefandi: Fjölvi/Vasa. Meira
16. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Veiðiskapur í dulvitundinni

Eftir Þóri Björn Lúðvíksson, eigin útgáfa, Akranes, 1998, 80 bls. "...Tjáning þín er einlæg, en á nokkuð langt í land með að verða ljóðræn. Myndmál þitt er ekki laust við klisjur..." "Mér finnst vera nokkuð um predikun í þessu... Meira

Umræðan

16. desember 1998 | Aðsent efni | 890 orð

Dýrasta samtímalistaverkið MÁLVERK breska myndlistarmannsins Luciens Freuds, "Nakin fyrirstæta þungt hugsi" var seld á uppboði

MÁLVERK breska myndlistarmannsins Luciens Freuds, "Nakin fyrirstæta þungt hugsi" var seld á uppboði hjá Sotheby's í vikunni. Fengust um 2,8 milljónir punda fyrir myndina, um 320 milljónir ísl. kr. og er hún þar með dýrasta samtímalistaverk sem selt hefur verið í Evrópu. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 791 orð

Enn um málefni grunnskólans

Í GREIN sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ritar í Morgunblaðið hinn 9. desember sl. ræðst hann harkalega að undirrituðum. Það er ekki ætlun mín að elta ólar við allt sem fram kemur í greininni heldur benda á nokkur atriði sem ættu að varpa ljósi á það sem málið snýst um. Meira
16. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 291 orð

Fræðsluferð Ferðamálaskólans í Kópavogi

Á HAUSTDÖGUM fór hópur nemenda úr Ferðamálaskólanum í Kópavogi í vettvangsferð á Reykjanes. Byrjað var á að aka í gegn um álfa- og víkingabæinn Hafnarfjörð og rætt um hvernig Hafnfirðingar hafa staðið að uppbyggingu í ferðaþjónustu síðastliðin ár með því að búa til ákveðin tilefni á hverju ári til mannfagnaðar í bænum. Þaðan var farið í Reykjanesbæ og Flughótel Keflavík sótt heim. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 706 orð

Gott og vont í hagfræði og pólitík

ÞEGAR kosið var til þings í Bretlandi fyrir einu og hálfu ári heyrðust þær raddir að Verkamannaflokkur Tonys Blairs væri búinn að kokgleypa stefnumál Íhaldsflokks Margrétar Thatchers og að Blair væri í raun verðugri arftaki þeirrar arfleifðar en eftirmaður Margrétar á stóli forsætisráðherra, John Major. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 1077 orð

Hrekkjusvín undir Jökli

HINN 22. ágúst sl. birtist grein eftir mig í Lesbókinni, sem svargrein til Sæbjarnar Valdimarssonar, kvikmyndagagnrýnanda Mbl., vegna greinar hans í sama blaði 11. júlí sl. sem hann nefnir Hellnar í hálfa öld. Nú 1. des. sl. fæ ég sendingu í Mbl. frá SV sem mér finnst nokkuð síðborin og meðgöngutíminn æði langur, miðað við alvöru málsins að hans mati. Meira
16. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 698 orð

Hugleiðing Díönu

MÉR datt í hug að senda inn smá hugleiðingu. Hvað gerist ef barn á aldrinum 14 ára er ekki komið heim á réttum tíma? Og hvað þá heldur ef sama barn kemur ekki heim daginn eftir heldur? Ég þekki til fólks sem fékk þessum spurningum svarað og ætla að segja frá því hér, svo við getum velt vöngum yfir því saman. "Þegar 14 ára dóttir hér í borg var búin að vera týnd í ca. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 553 orð

Hvað á að koma í staðinn?

FLESTIR, ef ekki allir þeir, sem hugleitt hafa fiskveiðistjórn á Íslandi í alvöru í anda þeirra sjónarmiða um jafnræði og atvinnufrelsi, sem Hæstiréttur gerði að höfuðatriðum í nýgengnum dómi sínum um þessi mál, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að útboð í þeim anda, sem lýst er fyrr í þessum skrifum, sé eina viðunandi lausnin. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 534 orð

Íþróttahús við MH

Í MENNTASKÓLANUM við Hamrahlíð stunda rúmlega þúsund nemendur nám. Þar af rúmlega 600 í dagskóla. Öllum nemendum í dagskóla sem ekki eiga við líkamlega fötlun að glíma er gert að stunda líkamsrækt einu sinni í viku, á hverri önn sem þeir eru í skólanum. Vissulega er það af hinu góða, fyrir utan það að ekkert íþróttahús er við skólann. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 953 orð

Jarðsprengjubann ­ Vont mál

FÖSTUDAGINN 4. desember sl. ritar forstöðukona Rauða kross Íslands, Sigrún Árnadóttir, grein í Mbl. þar sem hún hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til þess að staðfesta bann við jarðsprengjum sem undirritað var af 123 ríkjum í Ottawa í Kanada á sl. ári. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 973 orð

Kvótaþegar og bótaþegar

RÁÐHERRAR, útgerðarmenn og bankastjóri Landsbankans tala í kór um að Hæstiréttur hafi skapað réttaróvissu með dómi sínum í Valdimarsmálinu. Hvernig í ósköpunum má það vera? Setti Hæstiréttur lög? Nei hann dæmdi eftir lögum. Alþingi setti lögin og þetta voru vond lög, þau stóðust ekki stjórnarskrárpróf. Alþingi skapaði réttaróvissuna 1984, ekki Hæstiréttur 1998. Húrra fyrir Valdimari. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 464 orð

Með ólíkindum

UM ÁRABIL hefir blasað við öllum heilskyggnum mönnum ótrúlegt misrétti, sem stjórnvöld hafa beitt þegnana með framkvæmd fiskveiðilaganna. Það þurfti engan Hæstarétt til að segja sanngjörnum mönnum til um óbilgirni laganna og þeirra sem þau framkvæmdu. Auður allrar þjóðarinnar var tekinn og mulinn undir örfáa menn með hörmulegum áhrifum nú þegar, en ólýsanlegum þegar fram líða stundir. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 1492 orð

Meistari Thor

ÞAÐ er mikið fagnaðarefni öllum læsum Íslendingum að Thor Vilhjálmsson skuli hafa sent frá sér nýja bók: Morgunþulu í stráum. Kynni okkar Thors ná svo langt aftur sem nokkur önd hefur hikst í mínu brjósti ­ þannig að líf mitt hefur alltaf verið upplýst eða tvílýst af hans stóra anda og sterku nærveru. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 1970 orð

NÁUM (GAGNAGRUNNS)ÁTTUM!

"ÚFF, ég botna ekkert í þessu gagnagrunnsmáli," er fullyrðing, sem oft heyrist þegar gagnagrunnsfrumvarpið ber á góma. Afstaðan er skiljanleg, því hverjir nema innvígðir eldhugar átta sig á hinstu rökum dulkóðunar í eina eða allar áttir? En það er grundvallarútúrsnúningur að halda að dulkóðun sé kjarni málsins. Aðalatriðin eru annars vegar gagnagrunnurinn sjálfur, hins vegar einkaleyfið. Meira
16. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 459 orð

Opið bréf til formanns Skotveiðifélags Íslands

ÉG VAR ekki alveg viss hvort ég væri vaknaður þegar ég las viðtal við þig í Morgunblaðinu, sunnudaginn 6. desember síðastliðinn. Í þessu stutta viðtali tekst þér með ótrúlegu hugsunarleysi að skerða aukatekjur hundruða veiðimanna um allt land með einni setningu og þar að auki ertu búinn að brjóta gegn reglum SKOTVÍS, Meira
16. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 239 orð

Rjúpan

EFTIR að hafa lesið yfir þá umfjöllun, sem rjúpan hefur fengið síðustu tvo mánuði í fjölmiðlum, er niðurstaða mín sú, að meirihluta Íslendinga er alveg sama hvort hún sé skotin eða ekki. Eftir stöndum við, sem viljum friða rjúpuna og þeir sem vilja drepa hana. Skotveiðifélag Íslands, Skotvís, telur sig vera útivistar- og náttúruverndarfélag og þess vegna erum við að vinna að sama málefninu. Meira
16. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 349 orð

Sóðalegur Vestfjarðaþingmaður

UNDANFARIÐ hefur almenningur verið vitni að óvenju sóðalegri framkomu eins þingmanns, sem nú situr á Alþingi. Þingmaður þessi er Kristinn H. Gunnarsson og var kosinn af lista Alþýðubandalags í síðustu þingkosningum í Vestfjarðakjördæmi. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 389 orð

Stjórnvöldum ber skylda til að varðveita atvinnuréttindi allra

EKKI er óeðlilegt að menn deili um stjórnun fiskveiða. Ég hef oft blandað mér í þær deilur enda haft um þær meiningar. Það er þó ekki efni þessa greinarkorns. Hvernig sem við stjórnum fiskveiðunum þá eru þeir sem eru handhafar veiðileyfanna handhafar sérstakra atvinnuréttinda. Þessi atvinnuréttindi ber stjórnvöldum að verja með öllum ráðum. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 1310 orð

ÚR EINU KERFI YFIR Í ANNAÐ

EITT AF því sem litað hefur deilur um stjórnun fiskveiða er óttinn við afleiðingar allsherjarbreytinga á gildandi stjórnkerfi. Ýmsir hafa séð fyrir sér óyfirstíganlega truflun á atvinnustarfsemi sem breyting úr einu kerfi yfir í annað kynni að hafa í för með sér. Þessi ótti hafði áhrif á viðbrögð stjórnvalda við umtöluðum kvótadómi Hæstaréttar í byrjun desember. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 559 orð

Við boðum breytingar!

EINS og mörgum lesendum Morgunblaðsins er kunnugt ætlar Frjálslyndi flokkurinn að halda sitt fyrsta landsþing í síðari hluta janúar næstkomandi. Á þinginu verða stefnumál hins nýja flokks rædd og afgreidd. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 717 orð

Þjóðfundur í Háskólabíói

Á LEIÐINNI í Háskólabíó laugardaginn 28. nóvember var örtröð bíla sem streymdu vestur Hringbrautina rétt fyrir kl. 14. Við bíóið kom skýringin því þar voru langar biðraðir fólks sem ekki var sama um landið sitt og hvernig því væri skilað í hendur afkomenda okkar. Þetta hugsandi fólk var komið til að berjast gegn hinu ótrúlega glámskyggna yfirvaldi sem grúfir yfir Íslandi um þessar mundir. Meira
16. desember 1998 | Aðsent efni | 997 orð

Þjóðin græðir á sjálfri sér

FYRIR nokkrum árum var Finnur Ingólfsson ungur maður og reiður í stjórnarandstöðu á Alþingi. Þá hafði hann stór orð um það að ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks væri að undirbúa að afhenda hinum gráðugu fjármálaöflum landsins ríkiseignirnar á silfurfati. Þá m.ö.o. Meira
16. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 287 orð

Ævisaga þorsksins

FYRIR ári síðan rakst ég á athyglisverða bók, þegar ég var á ferð vestur í Boston í Bandaríkjunum. Þetta var bókin Cod, Þorskur, eftir blaðamanninn og rithöfundinn Mark Kurlansky. Ég keypti mér þessa bók til lestrar á ferðalaginu, og þótti hún svo athyglisverð og skemmtilega skrifuð, að mér fannst ég endilega þurfa að segja fleirum frá upplifun minni. Meira

Minningargreinar

16. desember 1998 | Minningargreinar | 342 orð

Björn Kjartansson

Elsku afi minn, nú hefur þú loksins fengið þína hinstu hvíld. Það var erfitt að sitja hjá þér síðustu dagana og vita að ekki yrði heilsa þín eins og áður, að ekki yrðir þú hinn sami. Það var gott að fá að sitja hjá þér stund og stund og segja það sem aldrei er nógu oft sagt þegar ástvinur á í hlut. Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Björn Kjartansson

Elsku afi, nú þegar þú ert farinn frá okkur koma upp í hugann ótal minningar, bæði gamlar og nýjar, þegar við minnumst þín. Við munum eftir því að alltaf þegar við krakkarnir komum til þín og ömmu í heimsókn voruð þið tilbúin að spila og leika við okkur endalaust. Þú kenndir okkur hin ýmsu spil og fræddir okkur um löndin í landabréfabókinni þinni. Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 360 orð

Björn Kjartansson

Elsku afi. Með þessum fátæklegu orðum vildi ég reyna að þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér meðan þú lifðir. Þú varst eini afinn sem ég þekkti og þrátt fyrir að ekki værum við blóðskyldir var ástúð þín og umhyggja síst minni. Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 294 orð

Björn Kjartansson

Kæri vinur, þá er kallið komið eftir langa og stranga baráttu. Megi góður Guð fylgja þér á þeirri leið sem þú hefur lagt upp í. Ég átti því láni að fagna að tengjast og kynnast Birni tengdaföður mínum fyrir rúmlega þrjátíu árum. Tel ég það hafa verið forréttindi að hafa átt samleið með slíkum öðling sem hann var. Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 435 orð

Björn Kjartansson

Þegar setja skal minningarorð á blað um kæran fjölskyldumeðlim verður erfitt um vik. Minningarnar streyma fram, samofnar öllum þeim árum sem ég hef átt samleið með tengdafólki mínu. Ekki er gott að greina hvað eru aðalatriði og hvað aukaatriði á langri samleið, því öll smáatriðin mynda heildina. Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 344 orð

Björn Kjartansson

Elsku pabbi. Nú hefurðu fengið hvíld frá þrautunum, eftir nokkurra ára erfiða sjúkdómsgöngu. Ég man þegar þú komst fyrst inn í fjölskyldu okkar, þá var ég á sjöunda ári. Ég tók þér sjálfsagt ekki með opnum örmum, heldur mikilli varfærni því ég hafði eiginlega haft mömmu fyrir mig eina, þar sem ég var langyngst af okkur systkinunum. Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Björn Kjartansson

Loksins fékk elskulegur afi okkar langþráða hvíld og erum við sannfærð um að nú líði honum vel. Það er gott að ylja sér við góðar minningar um yndislegan afa og margar þeirra eru einmitt tengdar jólunum sem brátt ganga í garð. Þær eru ófáar stundirnar sem fjölskyldan hefur eytt hjá ömmu og afa og voru þær hver annarri skemmtilegri. Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 151 orð

BJÖRN KJARTANSSON

BJÖRN KJARTANSSON Björn Kjartansson fæddist á Bægisstöðum í Þistilfirði 9. febrúar 1925. Hann lést 8. desember síðastliðinn. Foreldrar Björns voru hjónin Guðrún Soffía Jónsdóttir og Kjartan Jónsson. Systur Björns eru Margrét og Jónína, búsettar í Reykjavík. Hálfbróðir hans er Þorleifur Gunnarsson, búsettur á Langanesi. Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 1017 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Minning um mömmu. Nú þegar laufabrauðsgerð stendur til og sláturgerð er nýafstaðin get ég ekki annað en hugsað til þín. Á hverju hausti þegar þú laukst við að sauma síðasta sláturkeppinn byrjaðir þú að bóka þig í laufabrauðið. Aldrei gat ég skilið þessa tilhlökkun í þér þegar sláturtíðin hófst og þú blessaðir "blessaðar vambirnar". Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN

KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen var fædd 22. desember 1922. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 23. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilstaðakirkju 3. október. Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 273 orð

Sighvatur Bjarnason

Mig langar í fáum orðum að minnast míns gamla vinar og starfsfélaga Sighvats Bjarnasonar sem látinn er eftir nokkurt veikindastríð á undanförnum mánuðum. Við Sighvatur kynntumst er hann fluttist til Vestmannaeyja fyrir næstum fimmtíu árum. Foreldrar hans bjuggu þá hér þar sem faðir hans gegndi stöðu útibússtjóra við Útvegsbankann. Meira
16. desember 1998 | Minningargreinar | 270 orð

SIGHVATUR BJARNASON

SIGHVATUR BJARNASON Sighvatur Bjarnason fæddist í Vestmannaeyjum 15. júní 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Sighvatsson, f. 22.7. 1891, d. 20.8. 1953, bankastjóri í Vestmannaeyjum, og Kristín Gísladóttir, f. 26.10. 1897, d. 17.12. 1957, húsmóðir. Systkini Sighvats voru: Gísli Bjarnason, f. 9.4. Meira

Viðskipti

16. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Besti jólaglugginn í miðbænum

VERSLUNIN í húsinu Ingólfsstræti 5 hlaut í gær viðurkenningu Þróunarfélags Reykjavíkur fyrir bestu gluggaútstillinguna jólin 1998. Þrjár verslanir í miðborginni hlutu einnig viðurkenningu fyrir gluggaútstillingar fyrir jólin í ár frá Þróunarfélaginu: Jón og Óskar, Laugavegi 61, Gloss, Laugavegi 1 og Flex, Bankastræti 11. Meira
16. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Býður Sony í Newcastle United?

ENSKA úrvalsdeildarliðið Newcastle United segist hafa átt í undirbúningsviðræðum, sem geti leitt til 160 milljóna punda tilboðs um yfirtöku. Að sögn Newcastle verður ekkert tilboð lagt fram fyrr en brezka einokunar- og samrunanefndin, MMC, hefur gefið skýrslu um milljarðs dollara tilboð sjónvarpsrisans BSkyB í Manchester United Plc. MMC hefur frest til 12. Meira
16. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 434 orð

ÐTekjur hafna standa undir rekstrarkostnaði

NOTENDUR greiða raunverulegan kostnað við hafnaþjónustu í Reykjavík, bæði hvað varðar rekstrarkostnað og fjárfestingar. Flestar aðrar hafnir landsins njóta hins vegar ríkisstyrkja við hafnargerð og endurbætur en meginreglan virðist þó vera sú að láta tekjur standa undir rekstrarkostnaði. Meira
16. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Ekki hlutverk starfsmanna að spá um verðþróun

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands telur að það sé ekki hlutverk starfsmanna Verðbréfaþings Íslands að spá um líklega verðþróun á einstökum hlutabréfum eða einstökum fyrirtækjahópum. Í Morgunblaðinu sl. föstudag kom fram að Þórarinn V. Meira
16. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 205 orð

Evrópsk hlutabréf hækka í verði

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær um leið og hækkanir urðu í Wall Street og hækkuðu helgísk og hollenzk bréf mest. Dalurinn stóð í stað á sama tíma og uggs gætti vegna útlitsins á verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum og Brasilíu og óvissa ríkti vegna Clintonmálsins. Meira
16. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 307 orð

Hörður Sigurgestsson maður ársins í viðskiptalífinu

TÍMARITIÐ Frjáls verslun hefur útnefnt Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskips, mann ársins 1998 í íslensku viðskiptalífi. Hörður hlýtur tilnefninguna fyrir framúrskarandi árangur og farsælan feril í störfum sínum fyrir Eimskip. Félagið hefur skilað góðum hagnaði flest árin á starfstíma hans, að því er fram kemur í tilkynningu. Meira
16. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 312 orð

Íslensk kona meðal framsæknustu frumkvöðla Evrópu

ÞÓRA Guðmundsdóttir, sem stofnaði Flugfélagið Atlanta ásamt manni sínum, Arngrími Jóhannssyni, hefur verið valin framsæknasti frumkvöðull meðal evrópskra kvenna af samtökunum Europe's 500. Atlanta er í 20. sæti lista samtakanna yfir 500 framsæknustu fyrirtæki Evrópu og efst íslenskra fyrirtækja. Meira
16. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Loka 127 búðum eða selja þær

A&P, sem rekur stórverzlanakeðjur í einstökum hlutum Bandaríkjanna, hyggst loka 127 verzlunum, eða selja þær, og opna 175­200 nýjar stórverzlanir til að auka hagnað. Fyrirtækið, sem heitir réttu nafni Great Atlantic & Pacific Tea Co., segir að verzlanir þær sem lokað verði hafi staðið sig illa og að þær séu á ýmsum stöðum víðs vegar í Bandaríkjunum og Kanada. Meira
16. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Sigurður G. Pálmason valinn

SIGURÐUR Gísli Pálmason, stjórnarformaður Hofs hf., er maður ársins í íslensku viðskiptalífi 1998, að mati DV, Stöðvar 2 og Viðskiptablaðsins. Í niðurstöðu dómnefndar segir að með frumkvæði og áræði hafi Sigurður Gísli og fjölskylda hans tekið ákvörðun um sölu á verslunum Hagkaups og Nýkaups og lagt þannig grunninn að því að breyta fjölskyldufyrirtækinu í hlutafélag, Meira
16. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 442 orð

Talin leiða til mismununar

MARGIR áfengisheildsalar eru ósáttir við viðbrögð Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í kjölfar dóms Samkeppnisstofnunar þess efnis að bjórflöskur skuli í framtíðinni seldar í lausasölu. Vegna plássleysis í verslunum hafa forsvarsmenn ÁTVR ákveðið að bregðast við áliti Samkeppnisstofnunar með þeim hætti að frá og með næstu áramótum verða stakar bjórflöskur seldar beint úr bjórkippum eða kössum. Meira

Fastir þættir

16. desember 1998 | Fastir þættir | 280 orð

Arnar Gunnarsson gerði jafntefli við Westerinen

14.­22. des. GUÐMUNDAR Arasonar mótið hófst í Hafnarfirði á mánudag. Mótið er níu umferðir og teflt er eftir svissneska kerfinu. Í fyrstu umferð tefldu því þeir stigahæstu við þá stigalægri. Meira
16. desember 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Miðdalskirkju af sr. Rúnari Þór Egilssyni Kristrún Sigurfinnsdóttir og Guðmundur B. Böðvarsson. Þau eru til heimilis að Lyngdal, Laugarvatni. Meira
16. desember 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. september í heimahúsi af sr. Bryndísi Möllu Elídóttur Helga Elídóttir og Fjalar Jörundsson. Heimili þeirra er að Selvogsgrunni 24, Reykjavík. Meira
16. desember 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júní í Kópavogskirkju af sr. Sigfinni Þorleifssyni Gunnur Róbertsdóttir og Guðmundur Sigfinnsson. Þau eru til heimilis á Háteigsvegi 17, Reykjavík. Meira
16. desember 1998 | Í dag | 453 orð

DÓMUR Hæstaréttar í kvótamálinu á eftir að verða lengi á vörum la

DÓMUR Hæstaréttar í kvótamálinu á eftir að verða lengi á vörum landsmanna, á því leikur enginn vafi. Hvar sem Víkverji hefur komið að undanförnu er dómurinn til umræðu manna á meðal, viðbrögð við honum, hvort sem er pólitísk eða annars konar viðbrögð. Meira
16. desember 1998 | Í dag | 563 orð

Hver á myndina?

ÞESSI mynd er í myndaalbúmi sem fannst við Álfheima 26. Upplýsingar í síma 569-1318. Til gamans! OKKUR Íslendingum þykir vænt um málið okkar og samanborið við nágranna okkar og frændur á Norðurlöndunum t.d., megum við þrátt fyrir allt vera stoltir af því hvað fá tökuorð eru í daglegu máli manna hér. Þó er það þannig, að mönnum hætti til þess að ofnota sum hugtök. Meira
16. desember 1998 | Dagbók | 721 orð

Í dag er miðvikudagur 16. desember 350. dagur ársins 1998. Imbrudagar. Orð dags

Í dag er miðvikudagur 16. desember 350. dagur ársins 1998. Imbrudagar. Orð dagsins: Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. En þeir sögðu: "Vér viljum ekki fara hana" (Jeremía 6, 16. Meira
16. desember 1998 | Fastir þættir | 578 orð

Safnaðarstarf Kyrrðar- og aðventustemmning í Laugarneskir

ÞAÐ hefur skapast góð hefð fyrir því hjá kyrrðarvinum Laugarneskirkju að hafa síðustu kyrrðarstund fyrir jól með sérstökum hátíðarbrag og halda einskonar litlu-jól með meiri viðurgjörningi að stundinni lokinni. Fimmtudaginn 17. desember kl. 12 verður þessi árvissa samvera og er fólk hvatt til að láta hana ekki framhjá sér fara. Meira
16. desember 1998 | Fastir þættir | 802 orð

Sannleikann í öll mál "Leikhúsið er skoðanamaskína, sem spýtir stöðugt út úr sér spegilfægðum skýringum á veruleikanum..."

"Ég er listamaður, ekki heimspekingur. Ég set ekki fram skoðanir. Ég skapa list. Ábyrgð listamannsins felst ekki í því að segja hvað hlutirnir þýða heldur að spyrja: "Hvað þýðir þetta?" Ofangreint er tilvitnun í bandaríska fjöllistamanninn Robert Wilson sem þekktur hefur orðið á undanförnum tveimur áratugum fyrir framsæknar leiksýningar sem Meira

Íþróttir

16. desember 1998 | Íþróttir | 247 orð

Asía vill fleiri þjóðir á HM 2002

Forráðamenn knattspyrnumála í Asíu hafa gefið Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, frest fram í mars á næsta ári til að endurskoða fyrirkomulag á undankeppni HM 2002. Annars muni flest ríki Asíu hunsa keppnina, sem haldin verður sameiginlega í Japan og Suður-Kóreu. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 125 orð

Ásthildur og Sigurður gera það gott

ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðsmaður í knattspyrnu hjá KR, og Sigurður Eyjólfsson, leikmaður með ÍA, eru að gera það gott í Bandaríkjunum, þar sem þau eru við háskólanám. Ásthildur, sem var valin í úrvalslið háskólaliða í annað sinn á dögunum, var valin í lið ársins hjá blaðinu Soccer Buzz og þá var hún útnefnd knattspyrnumaður ársins hjá blaðinu yfir leikmenn í Central-deildinni, Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 329 orð

Eðlilegt framhald af árangri Arnar á EM

"Árangur Arnar er frábær og sýnir hvað er hægt að gera hafi menn kjark til þess að gera það sem þeir hugsa," segir Guðmundur Harðarson, fyrrverandi sundþjálfari og Íslandsmeistari í sundi. "Með þessum árangri sendir Örn jafnöldrum sínum þau skilaboð að allt sé hægt með ástundun og kjarki hafi menn til þess andlegan þroska. Örn hefur hann greinilega. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 226 orð

Fara Eyjamenn til Flórída?

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Eyjamanna í knattspyrnu eru að kanna aðstæður í Flórída í Bandaríkjunum fyrir æfingaferð liðsins í vor. Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, og Þórir Jónsson frá Úrvali-Útsýn eru staddir í borginni Orlando þessa dagana og kanna þar aðstæður. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 173 orð

GRAHAM Kelly, framkvæmdastjóri enska knattspyrn

GRAHAM Kelly, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins síðan 1988, sagði af sér í gær. Ástæðan er sú að enska sambandið hafði lofað knattspyrnusambandi Wales 3,2 milljón punda láni og í staðinn hét Wales stuðningi við kjör fulltrúa Englands í framkvæmdastjórn UEFA og FIFA. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 166 orð

Handknattleikur Þór - KA 26:28

Íþróttahöllin á Akureyri, bikarkeppni karla í handknattleik, þriðjudaginn 15. des. 1998. Gangur leiksins: 2:0, 6:6, 10:10 13:14, 17:17, 19:22, 23:22, 25:26, 26:28. Mörk Þórs: Atli Þór Samúelsson 16/7, Atli Rúnarsson 3, Páll Gíslason 3, Geir Aðalsteinsson 2, Andrés Magnússon 1, Samúel Árnason 1. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 176 orð

Heftir sig ekki með takmörkum

"ÉG veit aldrei við hverju á að búast frá Erni. Hann heftir sig ekki með takmörkum, heldur trúir á möguleika og það opnar margar dyr fyrir sundmenn. Hann náði góðum tímum í 50 metra baksundi fyrir mótið og virðist vera í mjög góðu formi. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 2149 orð

Hefur alltaf stefnt í fremstu röð

ERNI hefur alla tíð liðið vel í vatni. hann var frekar stirður til gangs sem barn en um leið og komið var í laugina var hann eins og selurinn, hann hefur alltaf haft mjög gott flot," segir Örn Ólafsson, faðir Arnar Arnarsonar, Evrópumeistara í 200 m baksundi í 25 metra laug. "Örn var tíu eða ellefu mánaða þegar ég og móðir hans fórum fyrst með hann í sund. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 201 orð

Íslandsmet hjá Kolbrúnu

KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, sundkona af Akranesi, setti Íslandsmet í 50 m baksundi í 25 m laug er hún hafnaði í 19. sæti af 25 keppendum, synti á 30 sekúndum sléttum. Gamla metið átti Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, 30,37 sek., sett á EM í Rostock fyrir tveimur árum. Auk þessa hafnaði Kolbrún, sem er aðeins 15 ára, í 26. sæti í 50 m skriðsundi á 26,78 sek., og síðan varð hún í 23. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 126 orð

KA marði Þór

Akureyrarliðin Þór og KA mættust í bikarleik í gærkvöld og var leikurinn hreint ótrúlegur. KA- menn hafa ekki átt í vandræðum með litla bróður undanfarin ár en nú bar svo við að Þórsarar voru inni í leiknum allt til loka og höfðu yfir 23:22 þegar rúmar 7 mín. voru til leiksloka. KA- menn höfðu svo betur á síðustu mínútunum, sigruðu 28:26. Leikurinn var gríðarlega harður. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 147 orð

Knattspyrna Þýskaland

Þýskaland Hertha - Freiburg1:0 Michael Preetz 27. 34.037. Eyjólfur Sverrisson lék með Herha eins og í undanförnum leikjum og var ánægður. "Þetta er fjórði sigur okkar í röð og frábært að vera í fimmta sæti þegar mótið er hálfnað," sagði hann við Morgunblaðið. Staða efstu liða 1. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 37 orð

Leiðrétting

MISSAGT var í Morgunblaðinu í gær að Kristinn Jakobsson sé einn þriggja sem hafi umsjón með félagsstarfi knattspyrnudeildar KR. Upplýsingar þessar voru fengnar á heimasíðu KR á Netinu, en eru ekki réttar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 189 orð

Mjög þungt kjaftshögg

PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikur með Essen í Þýskalandi, sleit krossbönd í hné um helgina, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Hann verður frá keppni í sex til átta mánuði. Það er því ljóst að hann leikur ekki meira með liðinu á þessu keppnistímabili. Hann dvelur nú á sjúkrahúsi í Essen og fór þar í aðgerð í gær. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 384 orð

Platt til Sampdoria

DAVID Platt, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri ítalska liðsins Sampdoria að sögn ítölsku fréttastofunnar ANSA. Samkvæmt frétt stofunnar verður þetta tilkynnt í dag eða á morgun. Platt tekur við starfinu af Luciano Spalletti, sem var rekinn á mánudaginn eftir fjögurra mánaða starf hjá Sampdoria. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 74 orð

Ronaldo, Suker eða Zidane bestur

RONALDO frá Brasilíu, Davor Suker frá Króatíu og Zinedine Zidane frá Frakklandi eru í þremur efstu sætunum í kjöri Knattspyrnumanns ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, en kjörinu verður lýst í Barcelona á Spáni 1. febrúar. Ronaldo var útnefndur 1996 og 1997 og er enn ofarlega á blaði en í ár tóku 129 landsliðsþjálfarar þátt í kjörinu. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 36 orð

Róbert hjá Aston Villa

RÓBERT Gunnarsson, markvörður Austfjarðarliðins KVA í knattspyrtnu, fór á mánudaginn til Englands þar sem hann mun vera við æfingar hjá Aston Villa fram að jólum. Róbert er línumaður hjá Fram í handknattleik. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 145 orð

Víkingar vilja á Laugardalsvöll

VÍKINGAR, sem leika í efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar eftir sex ára fjarveru, hafa sótt um að leika heimaleiki sína í deildinni á Laugardalsvellinum. Hafa þeir sótt um að leika alla níu heimaleiki sína í deildinni á vellinum auk hugsanlegra leikja í bikarkeppninni. Þeir hyggjast því ekki leika á heimavelli sínum í Stjörnugróf næsta sumar. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 282 orð

ÞORVALDUR Ásgeirsson,knattspyrnum

MICHAEL Owen, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins í knattspyrnu, var útnefndur íþróttamaður ársins hjá ensku sjónvarpsstöðinni BBC á sunnudag en hann varð 19 ára í gær. PATRICK Vieira, miðjumaður hjá Arsenal, var í gær gert að greiða 20. Meira
16. desember 1998 | Íþróttir | 94 orð

ÞÆR fréttir bárust úr herbúðum Nott. For

ÞÆR fréttir bárust úr herbúðum Nott. Forest í gær að það væri ekki rétt að hollenski leikmaðurinn Pierre van Hooijdonk væri á leiðinni til Atletico Madrid á fimm millj. punda. Meira

Úr verinu

16. desember 1998 | Úr verinu | 136 orð

Aflaheimildir verði seldar á markaði

Í DRÖGUM að frumvarpi rússneska þingsins um fiskveiðar og verndun fiskistofna er kveðið á um að heimildir til veiða verða í framtíðinni seldar sjómönnum. Þetta ákvæði hefur vakið hörð mótmæli en frumvarpið hefur verið sent út til umsagnar í héröðum sem byggja á sjávarútvegi, áður en það verður tekið til þriðju og síðustu umræðu í dúmunni, Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 187 orð

"Algjört hrun blasir við"

FUNDUR smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum haldinn nýlega telur algjört hrun blasa við, verði núverandi frumvarp til laga um breytingu á stjórn fiskveiða að lögum. Á fundinn mættu yfir 70 manns og var eftirfarandi ályktun samþykkt þar: "Við skorum á þingmenn Vestfjarða að vinna af alefli gegn fram komnu frumvarpi til laga um breytingar á fiskveiðilögum. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 80 orð

Á SÍLDARTROLLI

VEIÐAR á síld og loðnu hafa gengið illa í haust. Síldin hefur staðið djúpt og verið dreifð og fyrir austan hafa veiðarnar gengið skást í flottrollið. Svipaða sögu er að segja af loðnuveiðunum, nema að þær hafa aðeins verið stundaðar í nót. Veðrið í haust hefur verið með eindæmum leiðinlegt og hefur það sett stórt strik í reikninginn. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 313 orð

Birgðir af sjávarafurðum hlaðast nú upp í Evrópu

BIRGÐIR hlaðast upp hjá framleiðendum sjávarafurða í Vestur-Evrópu um þessar mundir vegna lítillar sölu til Rússlands og Asíulanda. Hrun rússnesku rúblunnar og veik staða gjaldmiðla í Asíu hefur dregið mjög úr sölu sjávarafurða á mörkuðum í austurvegi á þessu ári. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Fishing News International. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 33 orð

EFNI Fréttaskýring 3 Skattaleg meðferð varanlegra aflaheimilda Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6

Skattaleg meðferð varanlegra aflaheimilda Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Fréttaskýring 7 Holland stærst í viðskiptum með fisk í Norður-Evrópu Aflamark almennt hækkað í verði með tilkomu Kvótaþings Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 193 orð

Fersk tindabikkja

Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður á veitingahúsinu Skólabrú, sér um uppskrift dagsins, sem að þessu sinni er fersk tindabikkja. Mælir hann með því að hún verði höfð á borðum á Þorláksmessu, enda nefnir hann réttinn "Ferska Þorláksmessu-tindabikkju í stökkum heslihnetuhjúp með tómat-Vierge-sósu". Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 549 orð

Flestir togararnir með tengsl við Ísland

NORÐMENN hafa nú sent Rússum nýjan lista yfir þá togara, sem hafa stundað veiðar í Smugunni á síðustu árum. Á þessum lista eru nær eingöngu íslenzkir togarar, eða togarar, sem hafa verið í eigu Íslendinga, auk mokkurra togara í eigu Færeyinga. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 193 orð

Færeysku trollkúlurnar framleiddar í Eyjum

ATLANTIC Island ehf. hefur hafið framleiðslu á trollkúlum úr plasti í Vestmannaeyjum. Til framleiðslunnar voru keyptar vélar verksmiðju Atlantic Plast p/f í Suðurey í Færeyjum og þær fluttar til Vestmannaeyja. Olav Lava, eigandi Alantic Plast, er að þriðja hluta eigandi að Atlantic Island ehf. á móti Hirti Hermannssyni og Gísla Jónassyni í Vestmannaeyjum. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 354 orð

Gengur vel hjá Tanga

VEIÐAR og vinnsla hjá Tanga hf. á Vopnafirði hafa gengið bærilega í haust þrátt fyrir afar leiðinlega tíð. Tangi gerir út tvö skip, nótaskipið Víkurberg og frystitogarann Bretting, en togarinn Eyvindur vopni var seldur fyrir nokkru. Skipin tvö hafa því rúmar aflaheimildir og hafa veiðarnar gengið vel, sé tekið mið af óhagstæðu veðurfari. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 39 orð

GLÍMT VIÐ ÞANN GULA

ÞORSKVEIÐI á þessu ári er mun meiri en á sama tíma í fyrra, enda kvóti meiri. Veiðar hafa þó gengið misvel eftir veiðarfærum og veiðisvæðum, en þeir fá greinilega stóran þorsk á togurunum líka. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 730 orð

Holland stærst í viðskiptum með fisk í Norður-Evrópu

HVERGI í N-Evrópu eru meiri viðskipti með fisk en í Hollandi og þannig hefur það verið um aldaraðir. Liggur landið mjög vel við fiskimiðunum í Norðursjó og þaðan eru allar leiðir greiðar til stóru markaðanna í Suður-Evrópu og annars staðar í álfunni. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 316 orð

Landamæraeftirlit EES hefst um næstu áramót

UM næstkomandi áramót taka gildi reglur um landamæraeftirlit hér á landi fyrir Evrópska efnahagssvæðið (EES). Ísland mun samkvæmt reglunum taka að sér að annast heilbrigðisskoðun á öllu fiskmeti sem hingað til lands berst frá ríkjum utan EES. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 880 orð

Leiguverð á þorskkvóta hækkað um tæp 19%

Á FYRSTU þremur starfsmánuðum Kvótaþings hefur verð á leiguframsali aflamarks hækkað í nánast öllum fiskitegundum ef það er borið saman við leiguverð á fyrstu þremur mánuðum síðasta fiskveiðiárs. Eina undantekningin er leiguverð á úthafsrækju, Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 181 orð

Líst vel á nýtt starf

EVA Káradóttir vinnur á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Eva er kynnt lesendum fréttabréfs Vinnslustöðvarinnar, Vinnslunni. Hún sér um launamál fyrirtækisins í Eyjum (fyrir utan sjómennina) og tekur við starfi Valgerðar Ragnarsdóttur. Eva hóf störf um miðjan október. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 46 orð

Loðnuveiði við Grænland aukin

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur endurskoðað leyfilegan hámarksafla loðnu á Grænlandsmiðum fyrir yfirstandandi ár, að því er Worldfish Report greinir frá. Mun hann verða 109.340 tonn, en þar af mega ESB-löndin veiða 53.340 tonn en afgangurinn, 56.000 tonn skiptist á milli Noregs, Íslands og Færeyja. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 146 orð

Mest veiðist á veturna

MESTUR fiskafli berst að öllu jöfnu að landi í febrúar og marz. Þetta eru mestu loðnuveiðimánuðirnir og ræður það úrslitum. Rýrustu mánuðirnir eru svo oftast ágúst og apríl, en venjuega er þorskveiði á hrygningarslóðinni bönnuð um tíma í apríl til að gefa þorskinum frið við hrygninguna. Á þessu ári kom mestur afli á land í marz, um 313. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 530 orð

"Milljón tonn af loðnu er hvergi að finna"

HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur ákveðið að endurmæla loðnustofninn í upphafi nýs árs, en sú ákvörðun er byggð á niðurstöðu loðnuleiðangurs stofnunarinnar, sem farinn var seinni hluta nóvembermánaðar. Um milljón tonn af loðnu hefðu þurft að finnast í sjónum til þess að spár Hafrannsóknastofnunar um heildarafla á vertíðinni gangi eftir. Í leiðangrinum mældust 360. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 436 orð

Minnka mengun í vélarrúmi skipa

SÉRSTAKUR búnaður sem minnkar mengun í vélarrúmi skipa hefur verið settur í 180 íslensk skip, en talið er að vélstjórum sé meiri hætta búin af svokallaðri innri mengun skipa en öðrum í áhöfn. Þá hefur Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að ríkisstjórnin stuðli að bættu vinnuumhverfi sjómanna, m.a. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 432 orð

Síldarvinnslan vill leigja norskt kolmunnaskip

SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað er nú að kanna möguleika á því að fá norska fjölveiðiskipið Gunnar Longva á leigu til kolmunnaveiða á næsta ári. Útgerð skipsins í Álasundi í Noregi hefur sent umsókn til norska sjávarútvegsráðuneytisins um að leigja skipið til Íslands frá 15. apríl til 15 september á næsta ári. Málið er nokkuð snúið, því leigan gæti haft veiðileyfismissi í Noregi í för með sér. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 1089 orð

Torvelda samruna einkarekinna útgerða

Breytingar á skattalegri meðferð aflaheimilda og meðferð félagsforma Torvelda samruna einkarekinna útgerða Hagnaður af sölu aflahlutdeildar er ekki lengur fyrnanlegur nema keyptar séu aflaheimildir á móti samkvæmt breytingum á lögum um tekju- og eignarskatt sem gerðar voru undir lok síðasta árs. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 159 orð

Vilja leigja norskt skip

SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað er nú að kanna möguleika á því að fá norska fjölveiðiskipið Gunnar Longva á leigu til kolmunnaveiða á næsta ári. Útgerð skipsins í Álasundi í Noregi hefur sent umsókn til norska sjávarútvegsráðuneytisins um að leigja skipið til Íslands frá 15. apríl til 15 september á næsta ári. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 183 orð

Þilfarsskipin 24 milljónir tonna

MATVÆLA- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, telur þilfarsskipaflotann í veröldinni vera nálægt 24 milljónum tonna. Kína er þar efst á blaði með um 5,55 milljónir tonna, Rússar koma næstir með 2,99 milljónir, þá Japan með 1,51, Bandaríkin 1,4 og Indland 1,08 milljónir tonna. Meira
16. desember 1998 | Úr verinu | 250 orð

Þægilegur vinnustaður

SIGRÍÐUR Ósk Sigurðardóttir er 42 ára og hefur unnið í Vinnslustöðinni í Þorlákshöfn í rúm tvö ár. Sigríður er kynnt lesendum fréttabréfs Vinnslustöðvarinnar, Vinnslunni. Hún kemur af mölinni í Reykjavík en flutti til Þorlákshafnar 1978. Meira

Barnablað

16. desember 1998 | Barnablað | 224 orð

Anastasía

KOMIÐ þið sæl, krakkar! Eflaust hefur ekki farið framhjá ykkur að teiknimyndarævintýrið Anastasía er komið út á myndbandi. Anastasía fjallar um týnda rússneska prinsessu, síðasta lifandi meðlim Romanov-fjölskyldunnar (rússneska keisaraættin sem ríkti í Rússlandi fram að byltingunni 1917), og ótrúlegt ferðalag hennar í leit að uppruna sínum. Meira
16. desember 1998 | Barnablað | 362 orð

Barnaríki

GÓÐAN daginn! Nú birtum við úrslit í litaleiknum Barnaríki. Fjörugi fjölskyldustaðurinn Barnaríki og Myndasögur Moggans þakka ykkur fyrir fína þátttöku og óska vinningshöfum til hamingju. 10 x frímiði, bolur, barmmerki, Meira
16. desember 1998 | Barnablað | 24 orð

Hverjar passa?

Hverjar passa? AÐEINS fjórar af litlu myndunum átta passa inn í stóru myndina. Hverjar eru þær? Lausnin: Myndir númer eitt, fjögur, fimm og átta. Meira
16. desember 1998 | Barnablað | 52 orð

Karlinn í tunglinu sefur - hundur geltir

ÞEIR frændur og vinir Ásgeir Þór Magnússon, 7 ára, Hábergi 16, 111 Reykjavík, og Þórólfur Ólafsson, 9 ára, Holtsbúð 18, 210 Garðabæ, óska eftir að myndir þeirra verði birtar í Morgunblaðinu, þ.e. Myndasögunum. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna og fyrir frábært blað. Kveðja, mamma Þórólfs. Meira
16. desember 1998 | Barnablað | 180 orð

Pennavinir

Ég er 10 ára og langar að eignast pennavini, helst stelpur, á aldrinum 9-10 ára. Áhugamál mín eru margvísleg. Svara öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Sigurlín B. Atladóttir Baughúsum 37 112 Reykjavík Ég heiti Eygló og vil eignast pennavini á aldrinum 10-12 ára, ég er 11 ára. Meira
16. desember 1998 | Barnablað | 117 orð

Sagan um hundana

EINU sinni var hundafjölskylda. Í henni voru hvolpar sem hétu Bolli, Depla, Dínó, Tíra, Skotta og Tvílitur. Mamman og pabbinn hétu Kolla og Kolur. Einn daginn voru hvolparnir í boltaleik en svo týndist boltinn og þeir skiptu liði til að finna hann. Meira
16. desember 1998 | Barnablað | 92 orð

Uss!

BUNDIÐ er fyrir augun á öllum þátttakendum, sem standa í hnapp í miðju herbergisins eða dyragættinni. Og nú er eins gott að fara hljóðlega því leikurinn gengur út á að finna t.d. vekjaraklukku sem búið er að fela í herberginu (eða einhvers staðar í íbúðinni). Eina sem við er að styðjast er þetta hljóð: tikk takk, tikk takk. Sá vinnur auðvitað sem fyrstur finnur klukkuna. P.S. Meira
16. desember 1998 | Barnablað | 85 orð

Úti að ganga í góðu veðri

ÞAÐ er ekkert mál að vera úti við þegar veðrið leikur við okkur. En vel að merkja - það er heldur ekkert mál að vera úti þótt eitthvað sé að veðri. Við klæðum okkur bara eftir veðrinu og þá er okkur ekkert að vanbúnaði að vera úti þótt rigni, snjói, blási og ... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.