Greinar föstudaginn 10. september 1999

Forsíða

10. september 1999 | Forsíða | 204 orð

"Clinton- þreyta" í Bandaríkjunum

MEIRIHLUTI bandarískra kjósenda vill, að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Hillary, eiginkona hans, dragi sig í hlé úr opinberu lífi er kjörtímabilinu lýkur. Kemur þetta fram í skoðanakönnun sem Reuters-fréttastofan og WHDH, sjónvarpsstöð í Boston, stóðu að og birt var í gær. Meira
10. september 1999 | Forsíða | 363 orð

Enn fréttir af blóðugum ódæðisverkum

EINN af leiðtogum vopnaðra sveita, sem framið hafa grimmileg ódæðisverk á Austur-Tímor undanfarna daga, sagði í gær, að sveitirnar hefðu ákveðið að boða til vopnahlés. Talsmaður Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytisins, tilkynnti í gær, að öllum formlegum samskiptum við Indónesíuher hefði verið slitið. Meira
10. september 1999 | Forsíða | 359 orð

Grunur um hryðjuverk

AÐ minnsta kosti 32 lík höfðu í gær fundist í rústum níu hæða fjölbýlishúss í Moskvu, sem hrundi eftir mikla sprenging í fyrrinótt. Upphaflega var talið að um gassprengingu hefði verið að ræða en grunsemdir eru um, að sprengju hafi verið komið fyrir í húsinu. Meira
10. september 1999 | Forsíða | 174 orð

Óvæntur hagvöxtur í Japan

ÓVÆNTUR hagvöxtur var í Japan á öðrum fjórðungi þessa árs og þykir það vera enn ein vísbending um, að efnahagslífið sé að rétta úr kútnum. Urðu fréttirnar til þess, að gengi dollarans féll allmikið gagnvart jeninu. Meira

Fréttir

10. september 1999 | Erlendar fréttir | 270 orð

Áhugaleysi almennings veldur áhyggjum

STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR í Póllandi lýstu á miðvikudag áhyggjum yfir skorti á stuðningi pólsks almennings við aðild landsins að Evrópusambandinu (ESB), sem er efst á dagskrá pólskrar utanríkisstefnu. Vinstrimenn á þingi, arftakar kommúnista, sem eru í stjórnarandstöðu, Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 286 orð

Ákæra gefin út vegna veiða Vatneyrarinnar

ÁKÆRA hefur verið gefin út á hendur Hyrnó ehf. og Svavari Guðnasyni, eiganda fyrirtækisins, sem gerir út skipin Vatneyri og Háhyrning á Patreksfirði. Svavar er ákærður fyrir brot á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, um stjórn fiskveiða og um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð

Ástæðan samkeppni við breiðband

EIGENDUR Nor.Web Ltd., sem eru breska raforkufyrirtækið United Utilities og kanadíska fjarskiptafyrirtækið Nortel Networks, hafa ákveðið að draga sig út úr gagnaflutningum um rafdreifikerfi og loka fyrirtæki sínu með 50 starfsmenn í Manchester á Englandi í lok mánaðarins. Nor.Web hafði átt í samstarfi við Línu. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Bananar hafa hækkað um 40%

ÁSTÆÐA þess að vísitala neysluverðs mældi 11% hækkun ávaxta að meðaltali milli júlí og ágústmánaðar má að hluta til rekja til þess að bananar, sem eru stærsta tegundin í innflutning ávaxta, hafa hækkað um 40% frá 1. júlí, samkvæmt upplýsingum Sölufélags garðyrkjumanna. Meira
10. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Borgarbrautin formlega vígð

BORGARBRAUT á Akureyri verður vígð við hátíðlega athöfn í dag föstudag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun klippa á borða á brúnni yfir Glerár á Borgarbraut og opna þar með fyrir umferð um veginn. Borgarbraut er gífurleg samgöngubót fyrir bæjarbúa en hún tengir saman Glerárgötu og Hlíðarbraut, auk þess sem hún tengir Háskólann á Akureyri á Sólborg betur við gatnakerfi bæjarins. Meira
10. september 1999 | Miðopna | 672 orð

Bresku herskipunum var meiri hætta búin en varðskipunum

FRANK Judd lávarður sagði að hann hefði átt margar andvökunætur þegar hann var ráðherra breska flotans í síðasta þorskastríði vegna þess að hann hefði óttast að illa færi rækjust breskt herskip og íslenskt varðskip á. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Breytingar á dreifikerfi RÚV í Borgarnesi

FRÁ og með 1. september hafa orðið breytingar á dreifikerfi RÚV. í Borgarnesi. Búið er að setja upp í nýja TAL-loftnetinu 50 watta senda fyrir Rás 1-tíðni 97,2 MHz og Rás 2-tíðni 90,5 MHz. Einnig er búið að stækka sendi Sjónvarps úr 10 wöttum í 30 wött og er sent á UHF rás 25. Með þessu batnar útsending RÚV til muna í Borgarnesi, segir í fréttatilkynningu. Meira
10. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 287 orð

Djúpsjávartegund sem komin er heldur grunnt

ANDARNEFJAN sem verið hefur á Pollinum við Akureyri síðustu vikur er enn að sýna sig bæjarbúum sem leið eiga um Drottningarbraut. Það vekur nokkra athygli að þessi hvalategund skuli vera á svo grunnu vatni, þar sem þetta er djúpsjávartegund og lifir utan við landgrunnskantinn. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 335 orð

Dóttir Jeltsíns bendluð við fíkniefnanotkun

Kosningabaráttan á nýtt stig í Rússlandi Dóttir Jeltsíns bendluð við fíkniefnanotkun Moskvu. The Daily Telegraph. STARFSFÓLKI varnarmálastofnunar King's College í Lundúnum brá illa á þriðjudag er því barst til eyrna að ljóstrað hefði verið upp að Tatjana Djatsjenko, dóttir Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Dregið í verðlaunaleik DREGIÐ hefur verið í leiknum sem Morgunbla

Dregið í verðlaunaleik DREGIÐ hefur verið í leiknum sem Morgunblaðið á Netinu stóð að ásamt Sambíóunum, Símanum Internet, Fm 95,7 og Hard Rock. Leikurinn var í tilefni sérstakrar forsýningar kvikmyndarinnar Geggjaður guðfaðir (Analyze This) fyrir gesti mbl.is. Leikurinn gekk út á að svara spurningum sem birtust á Netinu. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 353 orð

Dregur verulega úr spillingu í Nígeríu

SVO virðist sem verulega hafi dregið úr spillingu í Nígeríu á fyrstu 100 dögum borgaralegrar stjórnar í landinu. Verður þess vart með ýmsum hætti en sýnir sig kannski best í því, að bensín er nú aftur fáanlegt fyrir almenna borgara í þessu mikla olíuframleiðsluríki. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 172 orð

Dyslexía rakin til arfbera

VÍSINDAMENN segjast hafa uppgötvað að dyslexía, sem er kvilli er leiðir til lestrar- og skriftarerfiðleika, megi rekja til ákveðinna arfbera sem nú hafi tekist að tilgreina, að því er BBC greinir frá. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 686 orð

Eiga að endurspegla gífurlegar breytingar

RÝMKAÐAR reglur sem voru settar um eignarhald á fjölmiðlum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði eiga að endurspegla breytingar sem orðið hafa á síðustu árum á fjölmiðlamarkaðnum, auka samkeppni og samkeppnishæfni. Fjölbreytnin og framboðið hefur aukist í fjölmiðlaheiminum, til dæmis með tilkomu fleiri kapalstöðva og almennari dreifingu gervihnattasjónvarps. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 244 orð

Ekki hluti af auglýsingaáætlun

ÞÓRÓLFUR Árnason, forstjóri Tals hf., segir það fráleitt að gagnrýni hans á skort á afskiptum samgönguráðuneytisins í málefnum Landssímans í Morgunblaðinu í fyrradag sé hluti af auglýsingaáætlun Tals hf. til að vekja athygli á fyrirtækinu. Þessu hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra m.a. fram í blaðinu í gær. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 241 orð

Fátítt að rafvopn séu gerð upptæk

AFAR fátítt er að rafbyssur séu gerðar upptækar hér á landi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að í nýjum vopnalögum, sem tóku gildi á síðasta ári, sé sérstaklega kveðið á um þessa tegund vopna. Þar er að finna bann við að nota þau, flytja þau inn eða framleiða. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Fjöldi námsmanna hefur lýst yfir óánægju

LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna hefur um nokkura ára skeið selt eða látið af hendi án endurgjalds upplýsingar um nöfn námsmanna erlendis og nöfn og heimilisföng umboðsmanna þeirra hérlendis. Elfa Dögg Þórðardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis, Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 588 orð

Fordæma tilefnislausar uppsagnir

FORMENN stéttarfélaga starfsmanna Íslenska álfélagsins fordæma "tilefnislausar og ruddalegar uppsagnir starfsmanna fyrirtækisins" í opnu bréfi til stjórnenda Íslenska álfélagsins. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vísar þessum ásökunum á bug. Í bréfinu segir að undanfarna mánuði hafi starfsmenn Íslenska álfélagsins orðið vitni að áður óþekktum vinnubrögðum fyrirtækisins í uppsögnum. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Forseti Eistlands í opinbera heimsókn

FORSETI Eistlands, Lennart Meri, og eiginkona hans, frú Helle Meri, koma í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Það verður í fyrsta sinn sem Íslendingar bjóða forseta Eistlands í opinbera heimsókn en Lennart Meri var utanríkisráðherra Eistlands þegar Ísland tók fyrst landa upp stjórnmálasamband við Eistland árið 1991. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Framkvæmdum við Listabraut að ljúka

FRAMKVÆMDUM við Listabraut, sem nær frá Kringlumýrarbraut að Háaleitisbraut, lýkur í næstu viku en þær hafa staðið frá því í byrjun ágúst, að sögn Haralds Alfreðssonar, verkfræðings hjá gatnamálastjóra. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 566 orð

Franskur fræðimaður varar við valdatilburðum Þjóðverja

Franskur fræðimaður varar við valdatilburðum Þjóðverja MAURICE Druon, forseti Frönsku akademíunnar, hefur fullyrt í blaðagrein að valdatilburðir Þýskalands verði helsta vandamál Frakka í byrjun næstu aldar, og að hætta sé á að sífellt meiri spenna færist í samskipti Þjóðverja og Frakka. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 453 orð

Fullyrt að Habibie haldi enn um stjórnartaumana

INDÓNESÍSK stjórnvöld fullyrtu í gær að B.J. Habibie, forseti Indónesíu, hefði enn fulla stjórn á indónesíska hernum og að orðrómur um að herinn hygðist hrifsa til sín völdin væri ekki á rökum reistur. Jafnframt stæðhæfðu stjórnvöld í Jakarta að þeim myndi takast upp á eigin spýtur að stemma stigu við öldu ódæðisverka á Austur-Tímor, Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fundað um réttindamál opinberra starfsmanna

BHM, BSRB og kennarafélögin efna til sameiginlegs fundar fulltrúa samtakanna um réttindamál opinberra starfsmanna föstudaginn 10. september kl. 13. Fjallað verður um veikindarétt og réttindi og réttarstöðu trúnaðarmanna. Fundurinn er til undirbúnings samningum við ríki og sveitarfélög sem nú standa fyrir dyrum um þessi efni. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 436 orð

Fyrsti blótstaður sem finnst á þessu menningarsvæði

SKAMMT frá kumli í mynni Laxárdals við Hólm í Nesjum, við Hornafjörð, hefur fundist blótsstaður. Meðal muna sem komið hafa í ljós eru fjalhögg en það er kubbur úr hryggjarlið hvals til að brytja niður kjöt á, snældusnúða, kljásteinar, perlur, brýni, sverðslípisteinn, brennd- og óbrennd bein og viðarkol. Mun þetta vera fyrsti rannsakaði blótstaðurinn í norrænum menningarheimi að sögn Bjarna F. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Gjöf til Barnaspítala Hringsins

KIWANISKLÚBBURINN Eldey í Kópavogi og BRÚ á Keflavíkurflugvelli hafa gefið Barnaspítala Hringsins fullkominn skjávarpa til notkunar við kennslu og leikjatölvur. Skjávarpinn INFOCUS að verðmæti 500.000 kr. var afhentur á Barnaspítala Hringsins 7. september sl. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 307 orð

Hafði ekki teljandi áhrif á tölvurnar

ÍSLENSKA 2000-nefndin fylgdist með því í gær hvort upp kæmu truflanir í hugbúnaðarkerfum í stærstu sveitarfélögunum og ýmsum stofnunum. Sá möguleiki var fyrir hendi að einhver hugbúnaðarkerfi læsi dagsetninguna 9. sept. 1999 sem "9999" en í eldri hugbúnaðarkerfum táknaði sú skipun að tölvan ætti að hætta tilteknu verkefni. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 130 orð

Hátt fjárframlag Sainsburys

TALSMENN breska Verkamannaflokksins greindu frá því í fyrradag að milljónamæringurinn Sainsbury lávarður, sem gegnir aðstoðarráðherraembætti í ríkisstjórn Tonys Blairs, myndi í ár leggja tvær milljónir punda, um tvö hundruð og tuttugu milljónir ísl. króna, í sjóði Verkamannaflokksins. Meira
10. september 1999 | Smáfréttir | 64 orð

HÚMANISTAFLOKKURINN hefur sent ríkisstjórn Indónesíu mótmæli vegna atburðanna

HÚMANISTAFLOKKURINN hefur sent ríkisstjórn Indónesíu mótmæli vegna atburðanna á Austur-Tímor. Ennfremur hefur flokkurinn sent áskorun til Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns Evrópuráðsins, um að hann beiti sér í krafti embætta sinna til að þrýsta á stjórnvöld í Jakarta að þau stöðvi blóðsúthellingar á Austur-Tímor. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ingibjörg Edda Íslandsmeistari

INGIBJÖRG Edda Birgisdóttir tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil kvenna á Skákþingi Íslands. Þegar einni umferð er ólokið í kvennaflokki hefur hún hlotið 8 vinninga en næst er Anna Björg Þorgrímsdóttir með 6 vinning. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð

Íslenska vindorkufélagið stofnað

HLUTAFÉLAGIÐ Íslenska vindorkufélagið var stofnað á fundi, sem haldinn var á Hvolsvelli síðdegis í gær. Að fyrirtækinu standa Bæjarveitur Vestmannaeyja og Selfossveitur og er stofnfé ein milljón króna. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

ÍS til Hafnarfjarðar

ÍSLENSKAR sjávarafurðir ákváðu í gær að kaupa þriðju og fjórðu hæð í húseign við Fjarðargötu 13 til 15 í Hafnarfirði af Sjólastöðinni hf. og Sjólaskipum hf. Eignin, sem er 850 fermetrar með sameign, er tilbúin undir tréverk og kaupverð hennar, að viðbættum kostnaði við innréttingar og kostnaði við flutninga, er áætlað samtals um 120 milljónir króna. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 279 orð

Jafnvægistaugarbólga gerir vart við sig

NOKKUÐ hefur borið á því að undanförnu að fólk hafi veikst af jafnvægistaugarbólgu eða jafnvægistaugarþrota. Jafnvægistaugarbólga (Vestibularis neuritis) leggst á eyra eða jafnvægistaug með þeim afleiðingum að fólk fær skyndilegan svima og missir jafnvægið. Blaðinu er kunnugt um nokkur nýleg tilfelli, þar sem sjúkdómurinn hefur lagst þungt á miðaldra konur. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

JÓHANNES JÓNASSON

JÓHANNES Jónasson lögreglumaður lést á Vífilstaðaspítala sl. miðvikudag, 57 ára að aldri. Jóhannes fæddist 14. mars árið 1942 í Reykjavík, sonur Jónasar Skjaldar Jónassonar, lögregluvarðstjóra í Reykjavík, og konu hans, Sigríðar Jóhannesdóttur. Jóhannes lauk námi í Lögregluskólanum árið 1979 en hann hafði starfað í lögreglunni í Reykjavík frá miðju ári 1963. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 316 orð

Kennt í Elliðaárdal og í Rauðhólum

SKÓLASTARF í Selásskóla í Seláshverfi í Reykjavík er þessa dagana helgað umhverfismennt og fer kennsla að miklu leyti fram utan skólans. Yngstu nemendurnir eru fyrst og fremst á skólalóðinni við ýmiss konar störf og verkefni, 3. bekkur fer um skólahverfið, 4.­ 6. bekkir fara vítt og breitt um nágrenni hverfisins, að Rauðavatni, í Rauðhóla og um Elliðaárdal og 7. Meira
10. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 23 orð

Kirkjustarf

Kirkjustarf HJÁLPRÆÐISHERINN: Flóamarkaður í dag, föstudag frá kl. 10­18, mikið úrval. Bæn sunnudaginn 12. september kl. 19.30, almenn samkoma kl. 20. Allir alltaf velkomnir. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 926 orð

Kveðst hafa "kynnst samkynhneigð" á yngri árum

MICHAEL Portillo, fyrrverandi varnarmálaráðherra í ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins, lýsti því yfir í gær að hann myndi sækjast eftir að verða frambjóðandi Íhaldsflokksins í aukaþingkosningum sem haldnar verða í Kensington og Chelsea á næstunni en þingsætið losnaði í vikunni við fráfall Alans Clarks. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Kvefpestir komnar á kreik

NOKKUÐ hefur borið á kvefpestum nú í haust og er kvefið að mati Ólafs Stefánssonar læknis á heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti fyrr á ferðinni en oft áður. Undanfarnar tvær til þrjár vikur hefur borið töluvert á kvefpestum. Hósti, jafnvel langvarandi þurr hósti og hálssærindi hafa oft fylgt í kjölfarið og segir Ólafur nokkuð hafa borið á þessu frá miðjum ágústmánuði. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 446 orð

Litlar breytingar eru á jöklinum

REYNIR Ragnarsson, lögreglumaður á Vík, flaug yfir Mýrdalsjökul í gær og sá að litlar breytingar höfðu orðið á jöklinum frá því síðast var flogið yfir hann, en það var í lok ágúst. Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að sá aukni jarðhiti sem vart varð um daginn sé að fjara út. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 306 orð

Lögreglumenn lýsa yfir stuðningi við stjórn félagsins

FÉLAGAR í Lögreglufélagi Reykjavíkur funduðu í gær um viðbrögð dóms- og kirkjumálaráðherra á blaðamannafundi ráðuneytisins sl. þriðjudag. Óskar Bjartmarz, formaður Lögreglufélagsins, segir fundinn hafa verið vel sóttan, en um 140 lögreglumenn komu að fundinum. Lýst var yfir fullum stuðningi við stjórn Lögreglufélagsins sem og málflutning formanns félagsins undanfarna daga. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Manngerðir skútar í Herjólfsdal

MEÐAL þess sem fannst við skráningu fornleifa í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum nýlega voru manngerðir skútar undir Fjósakletti. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, annaðist skráninguna í tengslum við deiliskipulag á svæðinu. Í skýrslu, sem Bjarni hefur ritað, kemur fram að skútarnir eru taldir hafa mikið minjagildi og hugsanlega ætti að friðlýsa þá. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Meðalnýting herbergja um 93%

NÝTING hótelherbergja í Reykjavík í ágústmánuði slær öll fyrri met að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Meðalnýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu var 93,06% á þessu tímabili, en til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra var nýtingin 85,36% og er þetta hæsta herbergjanýting frá 1990, þegar reglulegar mælingar hófust. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Minnisvarði um fallna í landhelgisstríði

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Sólveigar Pétursdóttur um að leggja 600 þúsund króna styrk til gerðar minnisvarða um þrjá Dýrfirðinga sem fórust þann 10. október 1899 er þeir, ásamt Hannesi Hafstein sýslumanni, gerðu tilraun til uppgöngu í togarann Royalist frá Hull, þar sem hann var við ólöglegar veiðar í íslenskri landhelgi. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Mótmæli íbúa stöðvuðu vínveitingaleyfi

BORGARRÁÐ hefur synjað veitingastaðnum X-borgara í Leirubakka um vínveitingaleyfi, m.a. vegna mótmæla á sjötta hundrað íbúa í nágrenninu. Málið var afgreitt á fundi borgarráðs í síðustu viku. Fyrir lá umsókn staðarins um leyfi til vínveitinga en lögreglustjórinn í Reykjavík mælti gegn því vegna nálægðar staðarins við grunnskóla og íbúðabyggð. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Nýliðastarf Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík NÝLIÐASTARF Flugbjö

Nýliðastarf Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík NÝLIÐASTARF Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík hefst með kynningarkvöldi mánudaginn 13. september klukkan 20 í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg (við hliðina á Bílaleigu Flugleiða á leiðinni að Hótel Loftleiðum). Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 227 orð

Olía úr El Grillo dreifðist í miklu hvassvirði

TÖLUVERT magn af olíu slapp í fyrrinótt úr olíuvarnargirðingunni sem ætlað er að taka við olíuleka úr flutningaskipinu El Grillo á botni Seyðisfjarðar. Dreifðist olían um nokkura kílómetra svæði í firðinum en erfitt var að fylgjast nákvæmlega með olíuflekknum þar sem samgöngur trufluðust vegna aurskriðna á um 150 metra vegkafla undir fjallinu Bjólfi sem er norðan fjarðarins. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 279 orð

Ólíklegt að fleiri finnist á lífi í Aþenu

GRÍSKAR björgunarsveitir drógu í gær konu út úr rústum verksmiðju sem gjöreyðilagðist í jarðskjálftanum sem reið yfir Aþenu á þriðjudag, en litlar líkur voru taldar á að fleiri finndust á lífi. Miklar rigningar jóku mjög á eymd þess fjölda Grikkja sem standa uppi heimilislausir eftir skjálftann, eða búa í húsum sem ekki er talið óhætt að dvelja í. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Pökkunin flutt frá Hrísey

STJÓRN Snæfells hf. kom saman til fundar í gær þar sem breytingar á rekstri félagsins í Hrísey voru m.a. til umræðu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var tekin ákvörðun um að flytja pökkun á fiski frá Hrísey til Dalvíkur, en 13 manns starfa við hana í eynni. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ratleik í nágrenni Hafnarfjarðar að ljúka

FRESTUR til að skila lausnum í ratleik sem Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar stendur fyrir í nágrenni Hafnarfjarðar rennur út 13. september. Þátttakendur fá afhent kort í Upplýsingamiðstöð ferðamanna. Á kortið eru merktir inn þeir staðir sem finna skal. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 260 orð

Ráðstefna Samtaka ættleiðingarfélaga á Norðurlöndum

FÉLAGIÐ Íslensk ættleiðing mun í samstarfi við Samtök ættleiðingarfélaga á Norðurlöndum (Nordic Adoption Council), standa fyrir ráðstefnu um alþjóðlegar ættleiðingar dagana 10.-11. september n.k. í Reykjavík. Þetta er í ellefta sinn sem slík ráðstefna er haldin og í fyrsta skipti sem Ísland er gestgjafi. Föstudagurinn 10. sept. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ránfuglarnir látnir víkja

BÆJARRÁð Hafnarfjarðar hefur nú gert samþykkt um götunöfn í Áslandi. Göturnar verða ekki látnar heita eftir ránfuglum eins og bygginganefnd bæjarins vildi, heldur eftir ýmsum fuglum sem halda til í grennd við Ástjörn. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 680 orð

Símenntun allra stétta

UM ÞESSAR mundir er verið að auglýsa lærdómsnámskeið Bókmenntafélagsins. Þau eru að sögn Gunnars Hauks Ingimundarsonar rekstrarstjóra afsprengi rita þeirra sem Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út síðan 1970. Hann var spurður hver hefði verið hvatinn að þessari útgáfu og námskeiðunum í framhaldi af henni. "Bókmenntafélagið er fyrst og fremst menningar- og fræðafélag. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 1477 orð

SÍNE mun óska þess að sölu verði hætt

LÍN hefur undanfarin ár heimilað ýmsum aðilum aðgang að upplýsingum un nöfn námsmanna erlendis og umboðsmanna þeirra, auk heimilisfanga. Elfa Dögg Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir talsverðan fjölda námsmanna hafa haft samband við skrifstofu SÍNE og lýst yfir óánægju sinni með þessa starfshætti lánasjóðsins. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Sjö aurskriður féllu

SJÖ aurskriður lokuðu veginum á hálfs kílómetra vegarkafla rétt utan við Seyðisfjarðarkaupstað í fyrrinótt vegna mikilla rigninga. Fyrsta skriðan féll eftir miðnætti og höfðu ferðamenn áður verið beðnir um að fjarlægja bíla sína af svæðinu ef ske kynni að skriða félli. Í birtingu var ljóst að sjö skriður höfðu fallið yfir veginn og fram í sjó og sjö lækir í fjallinu höfðu hlaupið. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 232 orð

Skapgerðarlýsingar að hætti FBI

Skapgerðarlýsingar að hætti FBI Wallingford í Bandaríkjunum. AP. LÍKT og bandaríska alríkislögreglan, FBI, setur saman lýsingu á skapgerð glæpamanna eru skólasálfræðingar þar í landi farnir að setja saman gátlista yfir skapgerðareinkenni sem nemendur, sem hættir til ofbeldisverka, eiga sameiginleg. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Skógarganga á laugardaginn

Í HAUST munu Skógræktarfélag Íslands, Garðyrkjufélag Íslands og Ferðafélag Íslands standa fyrir göngum til kynningar á áhugaverðum trjátegundum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1947 kom út bókin Garðagróður og voru þar birtar mælingar á fjölmörgum trjám. Sum þeirra voru mæld aftur árin 1965 og 1989. Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 334 orð

Slepptu 199 Palestínumönnum úr fangelsi

ÍSRAELSMENN byrjuðu í gær að sleppa palestínskum föngum úr haldi, í samræmi við skilmála hins endurskoðaða Wye-samkomulags, sem samþykkt var um síðustu helgi. Hefur friðarferlinu í Mið-Austurlöndum þar með verið hrint af stað á ný eftir tafir og erfiðleika síðustu tíu mánaða. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 356 orð

Smalað í skugga Kötlu

BÆNDUR í Mýrdalshreppi, sem fóru til fjalla í gær að smala fé sínu til byggða af Höfðabrekkuafrétti, höfðu vaðið fyrir neðan sig þegar þeir héldu til fjalla þar sem leið þeirra lá um nágrenni Kötlu í Mýrdalsjökli, sem spáð er gosi í náinni framtíð. Meira
10. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 189 orð

Smíði fyrstu íbúðanna að hefjast

FRAMKVÆMDIR við byggingu 15 íbúða húsnæðisfélagsins Búmanna á Eyrarlandsholti á Akureyri hófust með formlegum hætti í gær en þá var tekin fyrsta skóflustunga verksins. Á sama svæði mun Búseti á Akureyri einnig byggja 15 íbúðir. Þarna er um að ræða íbúðir í raðhúsum og fjölbýlishúsum og eru þetta fyrstu íbúðirnar sem Búmenn byggir. Meira
10. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 459 orð

Stefnt að sameiningu hreppanna þriggja

SVEITARSTJÓRN Glæsibæjarhrepps í Eyjafirði samþykkti á fundi sínum í vikunni að leita eftir viðræðum við fulltrúa Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps um sameiningu hreppanna þriggja. Oddur Gunnarsson, oddviti Glæsibæjarhrepps, Meira
10. september 1999 | Erlendar fréttir | 340 orð

Sýning í Disneyworld veldur reiði araba

ARABABANDALAGIÐ hefur haft í frammi mótmæli vegna sýningar í tilefni árþúsundamótanna, sem hefst í Disneyworld í Flórída í lok þessa mánaðar, en í skála Ísraela á sýningunni mun Jerúsalem verða sýnd sem höfuðborg Ísraels. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Tilfellum fjölgað sjö ár í röð

KAMPÝLÓBAKTER er orðin algengasta orsök magasýkingar í Danmörku, samkvæmt tölum sem birtar voru í danska dagblaðinu Jyllandsposten nýlega. Búist er við því að alls muni 3.900 Danir greinast með kampýlóbaktersmit á þessu ári, að því er segir í fréttabréfi Sóttvarnarstofnunarinnar í Danmörku. Það er um 500 tilfellum meira en 1998. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 385 orð

Tímabundin takmörkun nýtur undanþágu

TÍMABUNDIN takmörkun á aðgangi annarra fyrirtækja að fjarskiptaneti Íslandssíma hf. og Línu.Nets ehf., samkvæmt samstarfssamningi fyrirtækjanna, nýtur undanþágu að mati samkeppnisráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur m.a. fram að Íslandssími og Lína.Net séu ný fyrirtæki sem innan tíðar muni hefja starfsemi á fjarskiptamarkaði. Meira
10. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 193 orð

Um 160 laxar komnir á land

VEIÐIFÉLAG Fnjóskár boðar til félagsfundar á Skógum mánudaginn 13. september nk. kl. 21, þar sem á dagskrá verður leiga árinnar. Veiðifélagið Flúðir á Akureyri hefur haft ána á leigu til fjölda ára. Meira
10. september 1999 | Miðopna | 1976 orð

Vatnsorka og vindorka verði notuð jöfnum höndum Bæjarveitur Vestmannaeyja og Selfossveitur stefna að því að reisa vindmyllur til

Friðrik Friðriksson, veitustjóri Bæjarveitna Vestmannaeyja, segir mikla kosti við að nota vatnsorku og vindorku jöfnum höndum og vonast til að hægt verði að sýna fram á það með vindmyllum, Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Verkefni UNIFEM á Norðurlöndum kynnt

OPINN og almennur fundur verður í Norræna húsinu laugardaginn 11. september kl. 14 þar sem m.a. verða kynnt þau verkefni sem UNIFEM á Norðurlöndunum hafa styrkt. Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, flytur ávarp og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur fjallar um hvar ætla megi að þörfin fyrir þróunaraðstoð til handa konum verði brýnust nú í byrjun nýs árþúsunds. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 827 orð

Vettvangur starfsins er frítími Grafarvogsbúa

GUFUNESBÆRINN hefur nú fengið nýtt hlutverk. Þar hefur nú í tæpt ár verið rekin félags- og tómstundamiðstöð fyrir íbúa Grafarvogs og sinnir starfsfólkið þar margháttaðri starfsemi. Miðstöðin heldur utan um starf félagsmiðstöðvanna í öllum skólum Grafarvogs, en jafnframt er unnið að því að koma til móts við ungt fólk sem komið er af grunnskólaaldri. Meira
10. september 1999 | Innlendar fréttir | 297 orð

Viðgerð er lokið á flugvellinum

ÍSAFJARÐARFLUGVÖLLUR hefur verið opnaður á nýjan leik, en lokið var við að setja nýja klæðningu á hann sl. þriðjudag. Flugvöllurinn var lokaður fyrir allri flugumferð dagana 29. ágúst til 7. september, en þann tíma var flugumferð beint á Þingeyrarflugvöll. Meira
10. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Vill bækistöð á Naustum

BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði í gær um erindi frá Þjóðminjasafni Íslands, varðandi bækistöð safnsins á Akureyri og er þess farið á leit við bæjarstjórn að hún leggi málinu lið. Fram kemur að samvinna milli Þjóðminjasafnsins og Minjasafnsins á Akureyri hefur farið vaxandi á undanförnum árum og að ýmislegt mæli með því að bækistöðinni verði valinn staður á Naustum. Meira

Ritstjórnargreinar

10. september 1999 | Leiðarar | 641 orð

AÐGERÐA ÞÖRF GEGN VERÐBÓLGU

VERÐBÓLGA hefur farið vaxandi hér á landi síðustu mánuði og er farin að ógna þeim efnahagslega stöðugleika, sem hefur verið grunnurinn að stórstígum efnahagsframförum í landinu undanfarin ár. Þeim hefur fylgt mesta kaupmáttaraukning, sem launþegar hafa notið á lýðveldistímanum. Meira
10. september 1999 | Staksteinar | 349 orð

Matur og hollusta

Engar rannsóknir benda til þess að einstaka genabreytingar hafi reynzt neytendum hættulegar. Þetta segir í Vísbendingu. Frankenstein Í "Öðrum sálmum" Vísbendingar segir: "Heilbrigðisyfirvöld keppast við að segja frá hættunni við áfengis-, tóbaks-, fitu-, kólesterol-, sykur-, koffin- og lyfjaofneyslu. Meira

Menning

10. september 1999 | Fólk í fréttum | 186 orð

25 þúsund áhorfendur á Kvikmyndahátíð í Reykjavík

KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík lauk formlega á þriðjudag með sýningu myndar Stanleys Kubricks "Eyes Wide Shut" og verður hún tekin til sýninga í næstu viku. 39 kvikmyndir voru sýndar á hátíðinni og er áætlað að áhorfendur hafi verið um 25 þúsund sem er um 30% aukning frá hátíðinni í janúar. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 111 orð

600 þúsund til Barnaspítala Hringsins

600 þúsund til Barnaspítala Hringsins Á DÖGUNUM færðu listamaðurinn Tolli og tölvuverslunin Aco vökudeild Barnaspítala Hringsins ríflega 600 þúsund krónur að gjöf. Voru fjármunirnir afrakstur listasýningar og söfnunar sem Tolli og Aco stóðu fyrir. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 448 orð

Allir syngja glaðir... Tónlist Geisladiskur

Með þér, fyrsti geisladiskur Rúnars Hart. Á disknum koma fram Rúnar Hart, Torfi Gunnþórsson, Ólafur Kjartansson, Tómas Árni Tómasson, Baldur Jósefsson og Júlíus Guðmundsson. Öll lög og flestir textar eru eftir Rúnar Hart en einnig eiga Bábin, Eðvarð Th. Jónsson og Gerður Karlsdóttir texta á plötunni. Hart to Hart gefur út. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 395 orð

Barátta gegn fátækt í gegnum Netið hafin

HEIMASÍÐA NetAid var formlega opnuð á miðvikudag og lögðu ekki minni menn en Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Páfinn blessun sína yfir síðuna auk tónlistarmannanna Bono, David Bowie, Wyclef Jean og rapparans Seans "Puffy" Combs. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 137 orð

Breytir nafninu í Heineken

BRESKI sjónvarpskynnirinn Julia Carling ætlar að láta breyta eftirnafni sínu í Heineken fyrir Heimsmeistarakeppnina í ruðningi sem fram fer í Bretlandi í næsta mánuði. Heineken, einn helsti stuðningsaðili keppninnar, ætlar að gefa fjármuni til rannsókna á brjóstakrabbameini og verður það hluti af samningnum sem beint er gegn helsta bjórframleiðanda á Bretlandi, Carling. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 311 orð

Djass fyrir alla um allan bæ

ÓKEYPIS djassveisla verður haldin í átta veitingahúsum í Reykjavík í kvöld, þar sem jafnt ungir sem gamlir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Allir að dansa Fönksveitin Jagúar leikur á Astró frá kl. 21.30. Samúel Jón Samúelsson básúnuleikari segist fagna því að jafnmargir ungir tónlistarmenn taki þátt í Jazzhátíð Reykjavíkur eins og raunin er í ár. Meira
10. september 1999 | Tónlist | 479 orð

Djasssnillingar og Íslandsfarar

The 40th anniversary tour of the U.K. Dave Brubeck píanó, Bobby Militello altósaxófón, Alec Dankworth bassa og Randy Jones trommur. Verk eftir Dave Brubeck auk nokkurra söngdansa. Hljóðritað á tónleikaför um England í nóvember 1998. Telarac 1999/12tónar. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 250 orð

Fljótandi stykki níutíu strengja

Í KVÖLD kl. 21.30 heldur framtíðardjassinn áfram að hljóma í Tjarnarbíói. Fyrst kemur ÓBÓ fram, eða Ólafur Björn Ólafsson trommuleikari sem hefur fengið til liðs við sig Hlyn Aðils, Böðvar "Brútal" Jakobsson, Smára "Tarfa" Jósepsson og Jóel Pálsson. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 134 orð

Flókin sambönd Aðeins þú (I Want You)

Leikstjóri: Michael Winterbottom. Handrit: Eoin McNamee. Aðalhlutverk: Rachel Weisz og Alessandro Nivola. (84 mín.) Bretland. Háskólabíó, ágúst 1999. Bönnuð innan 16 ára. BRESKI leikstjórinn Michael Winterbottom hefur verið að gera athyglisverðar myndir síðustu ár og náði miklum hæðum í "Jude", meistaralegri kvikmyndaútfærslu á skáldsögu Thomasar Hardy. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 208 orð

Guinness með andstyggð á Stjörnustríði

ÞAÐ hefur áreiðanlega verið nokkuð um ekkasog í kvikmyndahúsum þegar Obi-Wan Kenobi lét lífið í Stjörnustríði. Ástæðan fyrir þessu ótímabæra fráfalli er ekki öllum kunn. Að sögn Sir Alec Guinness, sem lék Jedi-meistarann hugumprúða, var hún einfaldlega sú að hann var búinn að fá sig fullsaddan á verkefninu. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 194 orð

Heimur Guðríðar til Kaupmannahafnar

LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar ­ síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, verður sýnt í Hellig Kors-kirkju í Kaupmannahöfn sunnudaginn 12. september. Hellig Kors-kirkja stendur við Kapelvej 38. Sýningin, sem er í boði Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn og Dansk Islandsk Samfund, hefst kl. 19.30. Leikferðin er styrkt af aðilum á Íslandi og í Danmörku. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 396 orð

JOHN ABERCROMBIE: OPEN LAND John Abercrombie gítar, Mark Feldman fiðlu, Ke

John Abercrombie gítar, Mark Feldman fiðlu, Kenny Wheeler trompet og flýgilhorn, Joe Lovano tenórsaxófón, Dan Wall orgel og Adam Nussbaum trommur. Verk eftir John Abercrombie. Hljóðritað í New York í september 1998. ECM/Japis. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 246 orð

Jóhann Helgason í hljóðveri

UNDANFARIN ár hefur Jóhann Helgason tekið upp nýtt vinnulag, samið lög á breiðskífur snemma árs, tekið upp um sumarið og sent frá sér skífu fyrir jól. Hann heldur uppteknum hætti á þessu ári, er nú við störf í Grjótnámunni, hljóðveri úti við Sund. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 180 orð

Kvennakórinn Vox Feminae á norðurslóð

KVENNAKÓRINN Vox Feminae heldur í tónleikaferð norður í land dagana 10.­12. september. Fyrstu tónleikarnir verða á Kaffi Króki á Sauðárkróki í kvöld kl. 20.30. Á dagskrá verða íslensk og erlend lög. Þá heldur kórinn tónleika í Húsavíkurkirkju á morgun, laugardag, kl. 14. Á dagskrá verða íslensk og erlend lög auk kirkjulegra verka, m.a. eftir Brahms, Bach, Rheinberger, og Þorkel Sigurbjörnsson. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 1772 orð

List í Lundúnum

Óvæntur glaðningur í formi tveggja frábærra sýninga beið Braga Ásgeirssonar, listrýnis blaðsins, í Hayward-sýningarhöllinni. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 487 orð

Lögreglumaður hlaðinn tæknibrellum

Disney-myndin "Inspector Gadget" er byggð á þekktri teiknimyndapersónu með sama nafni og segir ævintýralega sögu heldur óframfærins öryggisvarðar að nafni John Brown (Matthew Broderick). Hann dreymir um að ná langt sem lögreglumaður. Reyndar dreymir hann um að verða heimsins mesta lögga. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 455 orð

Morðóða brúðan gengur aftur

Fyrir áratug var geðsjúkur morðingi að nafni Charles "Chucky" Lee Ray skotinn niður af lögreglunni í leikfangabúð þangað sem hann hafði leitað skjóls. Áður en hann gaf upp öndina fór hann með gamla særingarþulu sem gerði hann eilífan og færði sál hans í annan líkama. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 111 orð

Nýjar bækur VALDABRAUTIN

VALDABRAUTIN og Persivan eru evrópskar myndasögur. Þýðandi Valdabrautarinnar er Jón B. Guðlaugsson. Sagan fjallar um geimlöggurnar Valerína og Láru í borginni Galaxí, höfuðborg jarðveldis. Þau ferðast um stjörnuþokuna og lenda í margvíslegum ævintýrum og háska. Persivan fjallar um þá Persivan og Kára og gerist á miðöldum. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 330 orð

Nýr sýningarsalur fer vel af stað

AÐSÓKN að nýjum sýningarsal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu hefur verið mjög góð allt frá því að hann var opnaður á Menningarnótt Reykjavíkur 21. ágúst sl., að sögn Þorgerðar Sigurðardóttur myndlistarmanns, sem á sæti í sýningarnefnd. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 278 orð

Orgelvígslan fyrsta verkefni kórsins

KÓR Langholtskirkju byrjar starfsárið á að æfa fyrir orgelvígsluhátíðina nú í september. Kórinn syngur við vígslumessuna og einnig verða sérstakir tónleikar þriðjudaginn 21. september, þar sem hann, ásamt Gradualekórnum og organleikaranum Kára Þormar, mun frumflytja nokkur verk fyrir kór með orgelundirleik. Föstudaginn 17. desember verða árlegir "Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju" í 21. Meira
10. september 1999 | Tónlist | 422 orð

Rokkskáldið djassar

ásamt Einari Má: Einar Már Guðmundsson rödd, Óskar Guðjónsson saxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Tómas R. Einarsson bassa og Matthías M.D.Hemstock trommur. Fimmtudagskvöldið 9. september kl. 21.30. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 1553 orð

Sagði mér land

Landslagsmyndir frá Íslandi verða á ljósmyndasýningu Maríu Guðmundsdóttur í París. Kristín Ómarsdóttir ræddi við Maríu af þessu tilefni. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 111 orð

SKILNAÐUR ALDARINNAR?

ÞAÐ stefnir í stríð á bókamarkaðinum sem bragð er að; kryddpíurnar í Spice Girls ætla að svara fyrrverandi liðskonu sinni Geri Halliwell fullum hálsi í bók sem nefnist "4EverSpice". Tilefnið er að Halliwell lauk nýverið við sjálfsævisögu sína, "If Only", og sendi "vinkonum" sínum í sveitinni eintak svo þær gætu gluggað í það áður en það færi í búðahillurnar. Meira
10. september 1999 | Fólk í fréttum | 126 orð

Skólakrakkar hafa mest að segja

SKÓLAPLATAN skýst í efsta sæti "Gamalt og gott"-listans enda skólarnir að hefjast og þrefaldaðist sala plötunnar frá síðasta lista. Á Skólaplötunni eru lög fyrir börn á grunnskólaaldri. Gling gló er fastur liður á listanum að venju og skiptir þá ekki litlu máli að Björk Guðmundsdóttir er við hljóðnemann og fellur alltaf jafn vel í kramið hjá ferðamönnum. Safnplata SSSólar er í 5. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 51 orð

Sýnir fuglamyndir í söngskóla

MYNDLISTARSÝNING verður opnuð í einum sal Nýja söngskólans, í Ými, Skógarhlíð, sunnudaginn 12. september kl. 16, en þá verður skólinn verður settur. Á sýningunni verða fuglamyndir Gerðar Guðmundsdóttur. Myndirnar eru unnar með silkiþrykk og blandaðri tækni. Fyrirhugað er að halda eina sýningu á hverri önn. Fuglar Gerðar Guðmundsdóttur. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 89 orð

Tónleikar í námskeiðslok

TÓNLEIKAR í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag föstudag kl. 18 er lokaáfangi námskeiðsins Skapandi tónlist og tónlistarmiðlun, (Performancc and Communication Skills), sem staðið hefur yfir undanfarið. Tónlistin sem flutt verður er samin og flutt af nemendum sem skipa 80 manna hljómsveit fólks á aldrinum 15­45 ára. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 175 orð

Úttekt á tónlistarskólum

AÐALFUNDUR Samtaka tónlistarskólastjóra (STS) var haldinn í Reykjavík nýverið. Þar var kosin ný stjórn en hana skipa: Hlín Torfadóttir, gjaldkeri, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkur, Halldór Haraldsson, formaður, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, og ritari er Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness. Helstu mál fundarins voru prófdæmingarmál samkv. Meira
10. september 1999 | Myndlist | 635 orð

"Þögn"

Opið mán.­föstud. frá 12­15.30. Laugard sunnud. 14­18. til 26. sept. Aðgangur ókeypis. AÐ ljósmynd og málverk séu af skyldum meiði hefur löngum verið vitað, málarar fyrri alda notuðust við optísk gler, ýmis tól og tæki til að marka útlínur, smáatriði og fjarvídd í verkum sínum. Meira
10. september 1999 | Menningarlíf | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

10. september 1999 | Aðsent efni | 935 orð

Auðurinn fór suður

Hver er orsök þess ofurkapps sem heimtar, spyr Karólína Þorsteinsdóttir, að allar virkjanir skuli reistar á mestu eldgosa- og jarðskjálftasvæðum landsins? Meira
10. september 1999 | Aðsent efni | 975 orð

Áreynsluþvagleki kvenna

Líkt og um önnur feimnismál eru það fræðsla og fordómaleysi, segir Þorgerður Sigurðardóttir, sem þarf til að opna umræðuna um þvagleka. Meira
10. september 1999 | Aðsent efni | 848 orð

Er að myndast lægsta stétt á Íslandi?

Tungumálakennsla innflytjenda, segir Guðrún Pétursdóttir, er eitt af frumskilyrðum þess að eðlileg samskipti milli innfæddra og nýbúa geti átt sér stað. Meira
10. september 1999 | Aðsent efni | 579 orð

Eru kennarar þjófar?

Það er ekkert sem bannar vinnuveitanda að greiða launamanni hærri laun en kveðið er á um í kjarasamningi, segir Guðmundur Gunnarsson, eða veita honum í einhverju betri ráðningarkjör. Meira
10. september 1999 | Bréf til blaðsins | 623 orð

Hundahald

HÉR á Íslandi ríkir lýðræði og finnst jú flestum gott mál. Það er lýðræðislega kosin ríkistjórn, sem í krafti meirihluta tekur ákvarðanir, Í Reykjavík er lýðræðislega kosin borgarstjórn sem tekur ákvarðanir í krafti meirihluta og svona er þetta yfirleitt þar sem margir eigendur eru og taka þarf ákvarðanir. Meira
10. september 1999 | Aðsent efni | 692 orð

KR og kampavínið

Stjórn KR og knattspyrnuhreyfingin skulda foreldrum barna sem æfa í þeirra röðum, segir Þórarinn Björnsson, skýr svör við því hver sé stefna þeirra í áfengis- og forvarnarmálum. Meira
10. september 1999 | Aðsent efni | 1049 orð

Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga

Vonandi fá verktakar vinnufrið við endurbætur vallarins, segir Óskar Jóhannsson, og áhugamenn um betri byggð verðugra verkefni en að svipta íslensku þjóðina Reykjavíkurflugvelli. Meira
10. september 1999 | Aðsent efni | 814 orð

Rökræður á röngum grunni Vilji Kristján G. Arngrímsson stuðl

Vilji Kristján G. Arngrímsson stuðla að málefnalegum umræðum um þessi mál á grundvelli orða minna, segir Björn Bjarnason, er frumforsenda að hann vitni rétt til þeirra og geri hvorki mér né öðrum upp skoðanir. Meira
10. september 1999 | Bréf til blaðsins | 565 orð

Síra Baldur fer á kostum á héraðsfundi

SUNNUDAGINN 5. september var haldinn hér á Hrafnseyri héraðsfundur Ísafjarðarprófastsdæmis. Var það fjölmennur fundur presta, sóknarnefndarformanna, safnaðarfulltrúa, kirkjuþingsmanna og héraðsnefndarfulltrúa úr prófastsdæminu, sem koma árlega saman til að bera saman bækur sínar. Meira
10. september 1999 | Aðsent efni | 526 orð

Upplýsingar um Evrópusambandið

Samningurinn um EES er umfangsmesti alþjóðasamningur sem Evrópusambandið hefur undirritað, segir John Maddison, og Ísland er mjög mikilvægur viðskipta- og samstarfsaðili ESB. Meira

Minningargreinar

10. september 1999 | Minningargreinar | 490 orð

Anna Ólafsdóttir

Mig langar til að skrifa örfá kveðjuorð um tengdamóður mína, Önnu Ólafsdóttur, sem nú er látin. Anna fæddist á Vindheimum í Tálknafirði þar sem foreldrar hennar bjuggu. þau eignuðust 16 börn, 11 dætur og fimm syni. Faðir hennar var fatlaður, fékk berkla í annað hnéð þegar hann var rúmlega tvítugur og hafði staurfót eftir það. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 552 orð

Anna Ólafsdóttir

Nú er elsku Anna amma okkar dáin. Margar af okkar fyrstu minningum tengjast henni ömmu. Hún lagði oft og mörgum sinnum leið sína alla leið af Kleppsveginum til okkar niður í bæ. Hún ferðaðist alltaf með strætó, enda af þeirri kynslóð sem ekki átti bíl. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 249 orð

Anna Ólafsdóttir

Eins og Matthías kvað um föður sinn, þá koma upp í hugann kynni mín af Önnu Ólafsdóttur. En Matthías kvað svo: Hið innra var máttugt og auðugt og hlýtt. Hið ytra var hrufótt og stórt og grýtt. Kynni okkar Önnu hófust sumarið 1968 en þá var ég óharðnaður unglingur með stórhuga framtíðardrauma en að sama skapi litla reynslu af lífinu. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 406 orð

ANNA ÓLAFSDÓTTIR

ANNA ÓLAFSDÓTTIR Anna Ólafsdóttir fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 22. apríl 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóna Sigurbjörg Gísladóttir frá Skriðnafelli, Barðastrandarhreppi, f. 20. júlí 1880, d. 1952 og Ólafur Kolbeinsson frá Hreimsstöðum, Norðurárdalshreppi, f. 24. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 235 orð

Bjarni Snæland Jónsson

Stundum læðist dauðinn að mönnum óvænt og fyrirvaralaust. Þannig var það síðastliðinn laugardag þegar Bjarni varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík. Hann var aðeins 58 ára að aldri. Daginn áður var allt í góðu lagi - hann hafði gert áætlanir um að líta inn á sjávarútvegssýninguna í Kópavogi sem lauk þennan laugardag. En þá var lífinu skyndilega lokið. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 1022 orð

Bjarni Snæland Jónsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er hér að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku bróðir, mig langar til að þakka þér samveruna með nokkrum orðum. Ég stíla pistilinn á þig ­ "þú veist hvað ég meina". Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 392 orð

Bjarni Snæland Jónsson

Hvað er það sem við munum um pabba okkar? Hláturinn. Hnerrarnir. Olíublettir á handsápunni. Glettnisbrosið þegar eitthvað sérstaklega gáfulegt hrökk upp úr afkvæmunum. Útsjónarsemin og kímnigáfan, eins og þegar jólasteikin var skorin með dúkahníf því eitthvað var fátæklegt af eldhúsáhöldum. Við vitum að við áttum besta pabba í heimi og í huganum eigum við ljóslifandi myndir af honum. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 564 orð

BJARNI SNÆLAND JÓNSSON

BJARNI SNÆLAND JÓNSSON Bjarni Snæland Jónsson útgerðarmaður fæddist á Hólmavík 30. janúar 1941. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Hverfisgötu 39 að morgni laugardagsins 4. september síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Jón Michael Bjarnason, bóndi og starfsmaður Alþýðusambands Íslands, frá Skarði í Bjarnarfirði, f. 28. október 1907, d. 27. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 418 orð

Elín Helga Helgadóttir

Það var skrítið að fá þær fréttir þann 28. ágúst síðastliðinn að amma Helga væri dáin. Hún var orðin gömul kona og fékk að fara í friði og ró, í sátt við lífið og tilveruna, guði sé þökk fyrir það. Það er bara þessi tilhugsun um að hún hafi alltaf verið til staðar sem gerir það að verkum að það myndast svolítið tóm. Bogahlíðin og amma, því vorum við vanar, við systurnar. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 376 orð

Elín Helga Helgadóttir

Helga er dáin ­ farin í sína hinstu ferð, eins og við orðum það, við sem eftir lifum og kveðjum. Þetta var þó að vissu leyti óskastund Helgu. Hún hugsaði um og þráði óskabörnin sín, sem á undan henni gengu, og nú nýtur hún samvista við þau, en sendir sínar hlýju óskir til þeirra barna sinna sem lifa og hlúðu að móður sinni, þegar erfiðu tímarnir gengu yfir hjá henni. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 31 orð

ELÍN HELGA HELGADÓTTIR

ELÍN HELGA HELGADÓTTIR Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febrúar 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 3. september. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 335 orð

Guðmundur Ólafur Magnússon

Í dag kveðjum við ástkæran afa okkar, Guðmund Ólaf Magnússon. Harmur okkar er mikill þrátt fyrir að afi hafi náð háum aldri og lifað góða ævi. Afi skilur eftir sig stórt skarð hjá okkur þar sem hann var kjarni fjölskyldunnar og hélt vel utan um hana. Alltaf var sama hlýjan og umhyggjan sem streymdi frá honum. Hann tók mikinn þátt í okkar lífi og fylgdist vel með velgengni okkar í lífi og starfi. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 291 orð

Guðmundur Ólafur Magnússon

Mig langar til þess að minnast hans afa míns, Guðmundar Magnússonar, með fáeinum orðum. Fyrstu minningar mínar af afa og ömmu voru heimsóknirnar á Öldugötuna í Reykjavík. Alltaf tóku þau vel á móti manni og ýmislegt skemmtilegt var brallað. Mér hefur alltaf verið minnisstætt þegar ég og afi fórum að sækja nýja Galantinn hans og þennan Galant átti afi næstu 16­17 árin. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 560 orð

Guðmundur Ólafur Magnússon

Kvaddur er kær vinur minn, Guðmundur Magnússon ættaður frá London í Vestmannaeyjum. Guðmund hef ég þekkt má segja alla mína ævi, ég var aðeins 4ra­5 ára gömul þegar foreldrar mínir fluttu á Framnesveg 21 í Reykjavík. Guðmundur og Áslaug kona hans bjuggu með dætur sínar þrjár, Eygló, Maggý, og yngst er Guðný á Öldugötu 59. Og lifa þær nú föður sinn. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 660 orð

Guðmundur Ólafur Magnússon

Ljúfmennska og léttleiki voru einkenni einlægs vinar okkar Guðmundar sem við kveðjum hinstu kveðju í dag. Síðast þegar við hittumst þann 21. ágúst, sl. til að gleðjast og samfagna á 60 ára afmælisdegi elstu dóttur hans Eyglóar hvarflaði ekki að okkur, þrátt fyrir háan aldur hans og oft erfið veikindi að svo stutt yrði til kveðjustundar. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 432 orð

GUÐMUNDUR ÓLAFUR MAGNÚSSON

GUÐMUNDUR ÓLAFUR MAGNÚSSON Guðmundur Ólafur Magnússon, vélstjóri og bifreiðastjóri, fæddist í Vestmannaeyjum 6. júlí 1908. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Ísleifsson, byggingameistari og útvegsbóndi í London í Vestmannaeyjum, f. 8. ágúst 1875 á Kanastöðum, A.-Landeyjahr., Rang., d. 25. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 250 orð

Guðmundur Ó. Magnússon

Nú ert þú farinn frá okkur elsku afi, til hennar ömmu. Ég veit að þú munt fylgjast vel með okkur í framtíðinni þar sem ekkert fór fram hjá þér. Þú vildir alltaf fá að vita hvað hver var að gera hverju sinni. Þú varst fæddur í Vestmannaeyjum, kallaður Gummi frá London. Allir sem þig þekkja muna að þú varst alltaf svo góður, skiptir aldrei skapi og vildir gera gott úr öllu. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 461 orð

Guðmundur Ó. Magnússon

Elsku afi minn. Nú ertu farinn í ferðalag þar sem kærleikurinn og farnir ástvinir taka á móti þér. Hún amma tekur á móti þér og þú segir henni frá því sem gerst hefur, og þú kemst að því að hún amma hefur vakað yfir þér og okkur öllum, og nú vakið þið saman yfir okkur sem söknum ykkar svo sárt. Hann afi minn var fæddur í Vestmannaeyjum og var alla tíð mjög stoltur af öllu sem snerti Eyjarnar. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 267 orð

Guðmundur Ó. Magnússon

Elsku afi minn, það var erfið stund þegar mamma hringdi í mig á fimmtudagsmorgun og sagði að þú værir dáinn. Elsku afi, nú hefur þú sofnað svefninum langa og hitt hana ömmu Áslaugu, en þið voruð alltaf mjög samrýnd hjón. Elsku afi, alltaf er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um þann sem manni þykir svo vænt um. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 301 orð

Guðmundur Ó. Magnússon

Um föðurbróður minn hann Gumma frænda á ég margar góðar minningar sem tengjast honum og hans góðu konu, Áslaugu, sem lést 23.12. 1991. Lengst af bjuggu þau að Öldugötu 59 í Reykjavík og þar átti ég og fjölskylda mín ávallt samastað ef á þurfti að halda. 23. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 324 orð

Gunnvör Rósa Sigurðardóttir

Mér er ljúft og skylt að minnast í fáum orðum elskulegrar frænku minnar Rósu Sigurðardóttur sem lést í Keflavík 31. ágúst síðastliðinn. Rósa var fædd á Snæfjallaströnd, einum fegursta stað landsins. Hún var yngst fimm systkina, en þau voru Jóna Petólína, f. 1902, María Þórdís, f. 1904, Sigurður Helgi, f. 1907, og Samúel Kristinn, f. 1909. Þau eru öll látin. Foreldrar hennar voru Jakobína G. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 263 orð

GUNNVÖR RÓSA SIGURÐARDÓTTIR

GUNNVÖR RÓSA SIGURÐARDÓTTIR Gunnvör Rósa Sigurðardóttir fæddist að Berjadalsá, Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp 14. nóvember 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Helgi Þorláksson, f. 1856 að Helgafelli, Helgafellssveit, Snæfellsnesi, d. 1935, og Jakobína Guðrún Sigurgarðsdóttir, f. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 348 orð

Hafsteinn Guðmundsson

Um nær þriggja áratuga skeið áttum við Hafsteinn Guðmundson náið og gott samstarf að útgáfumálum og það er í ljósi þeirrar reynslu, sem ég tel mér óhætt að fullyrða, að hann gekk að hverju verki af fágætri vandvirkni og smekkvísi. Um það tala sínu máli fagrar og vandaðar útgáfubækur hans, en Hafsteinn hannaði bækur sínar sjálfur og valdi þeim þá umgjörð, sem hann taldi hæfa efni þeirra. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Hafsteinn Guðmundsson

Sumir menn eru þannig að allt sem þeir gera er mótað af siðfágun og virðingu fyrir því starfi sem þeir eru að fást við hverju sinni. Frá því ég fyrst hitti Hafstein Guðmundsson fannst mér sem hann væri fulltrúi ríkrar menningarhefðar og listrænnar alvöru. Hjá honum fór saman einlæg ást hans á því besta í íslenskri menningu og arfleifð, og áhugi á því sem vel var gert í listsköpun heimsins. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 201 orð

Hafsteinn Guðmundsson

Hafsteinn Guðmundsson Oftsinnis meðan ég þreytti hin fornlegu fræði fannst mér sem skrifarinn sjálfur hið næsta mér stæði, hugurinn sá yfir hlykkjóttum stafanna baugum hendur sem forðum var stjórnað af lifandi taugum. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 713 orð

Hafsteinn Guðmundsson

Tengdafaðir minn er látinn eftir langa, ríka og afkastamikla ævi. Þessi hægláti maður, með blíða rödd og mjúkar fagrar hendur, mun ekki lengur sjást á rölti um miðbæinn, mun aldrei aftur bauka úti í garði sínum og gróðurhúsi. Þegar ég fyrst kynntist Hafsteini fyrir um 14 árum var hann orðinn roskinn maður. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 1243 orð

Hafsteinn Guðmundsson

"Fagurt útlit bókar ræðst af mörgum þáttum: góðum pappír sem er þægilegur fyrir augað, fallegu og auðlæsilegu letri, þokkafullri leturbeitingu, nákvæmri prentun, vönduðu bandi sem staðið getur í stofu; en mestu skiptir þó að göfug hlutföll séu í broti bókarinnar, leturfleti og spássíum. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 714 orð

Hafsteinn Guðmundsson

Það haustar í landinu. Húmið sígur inn yfir Landeyjarnar. Það stendur lítill drengur í túninu í Gularási og horfir út yfir sjóinn til Eyja. Stór augu hans stara gegnum kvöldmyrkrið á ljósin í Heimaey. Það hníga tár ofan hvarmana, stór og þung. Hann sleikir þau með tungunni þegar þau leggjast í munnvikin. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 493 orð

Hafsteinn Guðmundsson

Í dag kveðjum við Hafstein Guðmundsson bókaútgefanda, sem oft hefur verið nefndur "Faðir prentlistarinnar á Íslandi á þessari öld". Hann starfaði um árabil í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda. Hafsteinn kom í stjórn félagsins á umbrotatímum. Bókaklúbbar voru í frumbernsku og umræður um tilboð og afslætti voru þá nýlunda. Greindi menn mjög á um leiðir í þeim efnum. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 369 orð

Hafsteinn Guðmundsson

Sígildur orðskviður segir: Verkið lofar meistarann. Nú á við að beita honum. Hafsteinn Guðmundsson fyrrverandi forstjóri bókaútgáfunnar Þjóðsögu og prentsmiðjustjóri, sem kvaddur er hinztu kveðju í dag, var gæddur listamannslund og listamannshöndum, og að margra dómi - líklega flestra - var hann okkar listrænasti hönnuður bóka og annarra prentgagna. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 441 orð

HAFSTEINN GUÐMUNDSSON

HAFSTEINN GUÐMUNDSSON Hafsteinn Guðmundsson, bókaútgefandi og fyrrverandi prentsmiðjustjóri, fæddist í Vestmannaeyjum 7. apríl 1912. Hann lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 1. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Kristjánsdóttir, húsmóðir og saumakona, f. 23.6. 1889, d. 8.6. 1960, og Guðmundur Helgason, sjómaður, f. 5.2. 1884, d. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 503 orð

Haukur Jósefsson

Því er líkt farið um sanna hugsjónamenn nú á tímum og tveggjastafa hitatölurnar í veðurfréttunum þessa haustdaga, hvort tveggja er á hröðu undanhaldi. Einn slíkur hugsjónamaður var hann faðir minn elskulegur, Haukur Jósefsson. Hann hafði þessa óbilandi trú á samvinnuhreyfingunni, landbúnaðinum og fólkinu í landinu. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 475 orð

Haukur Jósefsson

Það eru rúm 30 ár síðan ég kynntist Hauki Jósefssyni tengdaföður mínum. Við hjónin vorum þá að draga okkur saman og var mér boðið í mat til Hauks og Svövu þar sem ég var kynntur fyrir fjölskyldunni. Ekki veit ég hvernig Hauki leist á gestinn, en hitt veit ég að gestinum varð ljóst að Haukur var einstaklega prúður og kurteis maður, sem ekki fór fram með offorsi. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Haukur Jósefsson

Okkur langar til að minnast afa okkar í örfáum orðum. Við systurnar vorum lengi vel einu barnabörnin hans afa og einhvern veginn eru það minningar frá því við vorum krakkar sem koma upp í hugann núna. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 588 orð

Haukur Jósefsson

Nú er hann faðir minn horfinn yfir móðuna miklu. Síðustu árin dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og var ekki annað að sjá en hann kynni vel við sig þar, enda staðurinn vistlegur og starfsfólk sér í lagi gott. Eins og oft vill verða þegar hugur og minni fara að gefa sig lifði hann þarna að vissu leyti í sínum eigin heimi síðustu árin. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 439 orð

HAUKUR JÓSEFSSON

HAUKUR JÓSEFSSON Haukur Jósefsson fæddist 11. nóvember 1915 á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 3. september síðastliðinn. Hann var uppalinn á Vatnsleysu og á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Jósef Jón Björnsson, f. 26.11. 1859 á Torfustöðum í Núpsdal, V-Húnavatnssýslu, skólastjóri og bóndi, d. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 628 orð

Lis Ruth Sigurjónsson

Það var í ágústmánuði 1951. Ég var nýkominn frá heimsfriðarmóti í Berlín og hugðist hafa nokkra viðdvöl á Hafnarslóð, í hinni fornu höfuðborg okkar Íslendinga. Einhvern fyrsta dag minn í staðnum rakst ég á gamlan góðkunningja, Ásmund Sigurjónsson, sem þá var enn við hagfræðinámið, en orðinn kvæntur maður og hafði eignazt fjölskyldu. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 242 orð

LIS RUTH SIGURJÓNSSON

LIS RUTH SIGURJÓNSSON Lis Ruth Sigurjónsson fæddist í Kaupmannahöfn 31. ágúst 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. september sl. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhelmina Marie Andreassen og Axel Andreassen. Lis Ruth átti einn bróður, John Christiansen, sem býr í Danmörku. Lis Ruth giftist Ásmundi Sigurjónssyni 25. febrúar 1950. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 286 orð

Sigríður Hálfdánardóttir

Miðvikudaginn 8. september var frænka mín, Sigríður Hálfdánardóttir, borin til grafar og mig langar til að skrifa örfá minningarorð sem koma upp í huga mér á þessari stundu. Í fyrstu vil ég þakka Siggu frænku og eftirlifandi eiginmanni hennar, Ólafi Halldórssyni, fyrir þá yndislegu áratugi sem ég hef verið svo heppinn að hafa þekkt þau. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 28 orð

SIGRÍÐUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

SIGRÍÐUR HÁLFDÁNARDÓTTIR Sigríður Hálfdánardóttir fæddist á Neðri-Fetjum í Víðidal 12. febrúar 1920. Hún andaðist á Landspítalanum 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 8. september. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 138 orð

Sólveig Snæbjörnsdóttir

Elsku amma "frammi". Þú varst alltaf með okkur á stórum stundum í lífi okkar og það var alltaf gott að koma til þín á Álfaskeiðið. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur. Við renndum augunum upp í hillu í eldhúsinu og þá vissir þú hvað við vildum. Sóttir nammidósina og við máttum alltaf fá nóg. Eftir það lá leiðin inn á bað að gramsa í snyrtidóti eða í dótatöskuna undir rúmi. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 233 orð

Sólveig Snæbjörnsdóttir

Þær eru margar minningarnar sem vakna þegar við bræðurnir kveðjum ömmu Sólveigu, því hún var tíður gestur hjá okkur á Hjallabrautinni. Alltaf var hún okkur til halds og trausts á uppvaxtarárunum. Ófá voru þau skiptin þegar hún tók á móti okkur heima með smurt brauð og kakó þegar við komum þreyttir úr skólanum eða af fótboltaæfingum. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 123 orð

Sólveig Snæbjörnsdóttir

Sólin skín, örfáir skýhnoðrar eru á lofti. Í fjarska heyrist í lóum sem eru að undirbúa flugið til fjarlægra landa. Það haustar. Golan leikur um vanga stúlkunnar sem hleypur um túnið í sumarkjólnum sínum. Hún er að koma neðan úr fjörunni við Lambeyri. Tínir upp síðustu sóleyjar og fífla sumarsins til að færa öllum heima. Í vösunum á kjólnum geymir hún kuðunga og skeljar. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 368 orð

Sólveig Snæbjörnsdóttir

Elskuleg móðuramma mín, Sólveig Snæbjörnsdóttir er látin. Hún var alveg einstök manneskja og frábær amma, alltaf svo kát og hress. Hún var rómuð fyrir gott útlit og var hún alltaf svo vel til höfð og snyrtileg. Er skemmst frá því að segja að hún var nýbúin að fara í bæinn og "dressa sig upp". Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 359 orð

Sólveig Snæbjörnsdóttir

Eins og laufin sem falla af trjánum nú þegar haustar er fallin frá amma mín eða amma í Reykjó eins og ég kallaði hana þegar ég var lítil. Alltaf var gaman að sækja ömmu heim til Reykjavíkur. Leika sér með dótið hennar, rúllurnar, naglalökkin, kremin, hattana og skóna. Amma var nefnilega alltaf svo fín. Hún var nútímaamma sem vann úti og keyrði bíl. Var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 158 orð

Sólveig Snæbjörnsdóttir

Sólveig Snæbjörnsdóttir Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut, þú hafðir gengið götu þína alla og glöð þú fluttir inn á æðri braut. Það syrtir að og söknuðurinn svíður hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 256 orð

SÓLVEIG SNÆBJÖRNSDÓTTIR

SÓLVEIG SNÆBJÖRNSDÓTTIR Sólveig Snæbjörnsdóttir fæddist að Tannanesi í Tálknafirði 19. desember 1915 en ólst upp á Lambeyri í sömu sveit. Hún lést á heimili sínu hinn 6. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Jóna Guðbjartsdóttir, f. 18.9. 1893; d. 18.8. 1958, og Snæbjörn Gíslason, f. 27.12. 1895, d. 8.9. 1967. Systkini: Lilja, f. 25.4. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 763 orð

Stefán Þormóðsson

Það mun hafa verið 1984 sem "húsamýsnar", ég þar á meðal, urðu þess varar að kominn var nýr húsvörður í íþróttahúsið okkar að Varmá, í húsið sem við höfðum eytt mestum hluta okkar frítíma og rúmlega það í nokkur undangengin ár. Þangað vorum við strákarnir komnir strax eftir skóla og var helst ekki farið út fyrr en skellt var í lás eftir miðnætti. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 223 orð

Stefán Þormóðsson

Með nokkrum orðum viljum við kveðja góðan vin og gamlan vinnufélaga, Stefán Þormóðsson. Sú vinátta hófst fyrir aldarfjórðungi þegar hann hóf störf á Landspítalanum, þar var hann vaktstjóri á vakt- og flutningadeild um árabil. Stefán átti auðvelt með að umgangast fólk, hann var kurteis, alúðlegur og greiðvikinn. Aldursmunur breytti engu því hann var ungur í anda og áhugamálin voru mörg. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 149 orð

Stefán Þormóðsson

Þegar ég var lítil bjó ég í Reykjabyggðinni, sömu götu og Stebbi og Bagga frænka. Þegar ég datt og meiddi mig fór ég heim til þeirra, vegna þess að það var styttra en að fara heim. Ég fékk plástur á sárið, síðan sýndi Stebbi mér gróðurhúsið sitt og gaf mér vínber sem hann ræktaði sjálfur. Hann ræktaði líka blóm og matjurtir í gróðurhúsinu. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 171 orð

Stefán Þormóðsson

Elsku Stebbi, núna ertu farinn og kemur aldrei aftur. Það eina sem ég get, er að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga minningarnar um þig. Það fyrsta sem ég man eftir eru öll spilin okkar. Við gátum spilað Ólsen-ólsen frá morgni til kvölds og alltaf var það jafn gaman. Þú varst alltaf vanur að segja mér frá svo mörgu og gast alltaf svarað spurningum mínum, hversu erfiðar sem þær voru. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 494 orð

Stefán Þormóðsson

Stundum gerast atburðir sem breyta veröldinni. Mín veröld breyttist þegar Stefán lést. Hún breyttist þó trúlega meira fyrir tæpum aldarfjórðungi þegar Stefán og móðir mín rugluðu saman reytum sínum. Við Stefán urðum þá þegar góðir vinir og hefur sú vinátta verið mikil og góð síðan. Eitt af því sem einkenndi Stefán var áhuginn. Hann gat fengið áhuga á öllu mögulegu. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 149 orð

STEFÁN ÞORMÓÐSSON

STEFÁN ÞORMÓÐSSON Stefán Þormóðsson fæddist 7. febrúar 1924. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þormóðs Sveinssonar, f. 1.9. 1889, frá Hvassahrauni og Theodóru Stefánsdóttur, f. 14.9. 1899, frá Króksvöllum, Garði. Hann var næstelstur fjögurra systkina. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 94 orð

Valdís Hjartardóttir

Með þessu versi viljum við kveðja vinkonu okkar Valdísi Hjartardóttur. Þau vináttubönd, sem eitt sinn hafa verið hnýtt, verða ekki slitin þótt samfundir hafi verið stuttir og stopulir í gegn um tíðina. Við kveðjum Valdísi með þökk og sendum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Minning hennar mun lifa. Inga og Lísa frá Eyri. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 153 orð

Valdís Hjartardóttir

Góð kona, vinkona og samstarfsfélagi hefur nú kvatt þennan heim. Það er ætíð sárt að þurfa að kveðja vin og erfitt að fylla það tómarúm sem skapast. Þakklæti og missir auðkennir huga minn nú. Þegar Valdís hóf störf hjá fyrirtækjum mínum fyrir tæpum fjórum árum, gekk hún strax beint og örugglega að verki. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 37 orð

VALDÍS HJARTARDÓTTIR

VALDÍS HJARTARDÓTTIR Valdís Hjartardóttir, Öldugötu 24, Hafnarfirði fæddist á Fáskrúðsfirði 10. maí 1946. Hún lést á líknardeild Landspítalans 25. ágúst síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 3. september. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 207 orð

Valur Gautason

Frændi minn með tónlistargáfurnar sínar, fjallafarinn, er kominn í hlað. Hann kaus að fara fyrr en mig grunaði. Sagt er að ekki sé sama gæfa og gjörvileiki og víst má það til sanns vegar færa. Valur frændi minn hafði það allt til að bera sem ungir menn kjósa sér helst: gáfur, gjörvilegt útlit, hæfileika og átrúnað umhverfisins. Það var samt ekki nóg. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 148 orð

Valur Gautason

Á vegum hins ókunna, fjarlæga ­ sem er okkur þó svo nærri, gengur ungur maður á vit nýrrar tilveru. Leitin í lífinu hér, yfir stórgrýtið, urðirnar, dýin, að sannleikanum um ástæður og gildi tilvistar okkar hér á jörðu er að baki. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 986 orð

Valur Gautason

"Hann Valur er dáinn, hann dó í dag." Þessi orð mömmu hljóma enn í eyrum mér, svo ótrúleg, svo sár staðreynd. Síðastliðna viku hefur hann ekki vikið úr huga mér. Ég sé hann svo ljóslifandi fyrir mér eins og ég man hann fyrst, hann var með frekar mikið ljósskollitað hár, kraftmikill og greindur drengur með fallegt bros og smitandi hlátur. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 288 orð

Valur Gautason

Í nokkrum orðum langar mig til að minnast Vals, sonar stjúpföður míns. Ég minnist þín sem athafnasams og fjörugs drengs. Þú hafðir öruggar og sjálfstæðar skoðanir og lést þær óspart í ljós. Ég leit ávallt upp til þín og skoðanir þínar skiptu mig máli. Ég man þegar þú varst hjá okkur eitt sumar í Hjarðarlundinum, hljómsveitin Kizz var þá í miklu uppáhaldi hjá þér. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 902 orð

Valur Gautason

Við kveðjum elskulegan frænda okkar, Val Gautason. Hugur okkar varðveitir myndir: Það er 1. mars. 1971 og komið kvöld á Akureyrarflugvelli. Lítill drengur er kominn heim, fluttur alfarið frá Svíþjóð þar sem hann hafði búið ásamt foreldrum sínum og bræðrum, þeim Arnþóri og Bjarna. Þeir standa í röð bræðurnir, klæddir heimasaumuðum frökkum tvíhnepptum, í reimuðum leðurskóm og með loðhúfur. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Valur Gautason

Fagur drengur við lygnan sjó á Eskifirði. Það var Valur um vor. Fagur drengur að tína jarðarber í Bergsbrunna. Það var Valur um sumar. Fagur drengur í Hamrahlíðarskólanum. Það var Valur um haust, Fagur drengur í hringiðu lífsins. Það var Valur um vetur. Þú yfirgafst okkur þegar minnst varði. Þú fórst án þess að kveðja. Og þó. Meira
10. september 1999 | Minningargreinar | 63 orð

VALUR GAUTASON

VALUR GAUTASON Valur Gautason fæddist í Uppsölum í Svíþjóð 27. apríl 1967. Hann lést í Reykjavík 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Vals eru Gauti Arnþórsson, læknir í Reykjavík, og Björg Bjarnadóttir, bókasafnsfræðingur í Kópavogi. Bræður Vals eru: Arnþór, f. 23.8. 1957, d. 17.8. 1975; Bjarni, jarðfræðingur á Akureyri, f. 7.6. 1960. Meira

Viðskipti

10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 294 orð

Breiðband innan fimm ára í Svíþjóð

BJÖRN Rosengren, atvinnuráðherra Svía, vill að Svíar öðlist aðgang að breiðbandi innan fimm ára. Hvernig og hvenær verður væntanlega kynnt í framkvæmdaáætlun sænsku stjórnarinnar um upplýsingatækni í byrjun næsta árs, en Rosengren álítur verkefnið hliðstætt lagningu járnbrautanna í upphafi aldarinnar að því er fram kom í viðtali við hann í sænska útvarpinu í gær. Meira
10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Góðar horfur í Japan

Hátt gengi hlutabréfa í stóru olíufélögunum bjargaði FTSE 100-vísitölunni í Bretlandi frá því að hrapa eftir að markaðurinn sýndi augljós veikleikamerki í kjölfar óvæntrar vaxtahækkunar breska seðlabankans í gær. Eftir lokun hafði FTSE 100 hækkað um 0,11% eða 7 stig og endaði í 6.260,6. Í Þýskalandi hækkaði DAX örlítið, m.a. Meira
10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Hluthafafundir samþykkja samruna

SAMÞYKKT var samhljóða á hluthafafundum í Gunnvöru hf. á Ísafirði og Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal að sameina félögin á grundvelli fyrirliggjandi samrunaáætlunar stjórna félaganna frá 30. júní síðastliðnum. Nafn sameinaða félagsins verður Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að hluthafar í Gunnvöru hf. Meira
10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Kvenkyns stjórnarformenn 1%

Á MEÐAL stjórnarformanna þeirra 298 hlutafélaga sem skráð eru í Svíþjóð eru aðeins þrjár konur, auk þess sem forstjórar fyrirtækjanna eru allir karlkyns. Af 1.598 stjórnarmönnum eru 83 konur. Jafnréttisráðherra Svíþjóðar, Margareta Winberg, hefur lýst því yfir að til greina komi að setja lög sem tryggi konum sæti í stjórnum hlutafélaganna. Meira
10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 781 orð

Samruni síma og tölvu Tölvur

ÞEIR SEM spá fyrir um framtíðina eru á hálum ís þegar tölvu- og samskiptatækni er annas vegar, en flestir geta þó verið sammála um að framundan séu nýir tímar í samskiptatækni þar sem tölva og sími renna saman í eitt; fólki finnst ekki nóg að geta hringt, það vill líka halda símanúmerum til haga, geta tekið við skilaboðum og sent, sótt sér upplýsingar, lesið tölvupóst og kannski kíkt á Netið. Meira
10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Sérkjör starfsmanna til skoðunar

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur til skoðunar hvort og þá hvernig taka beri á hagnaði starfsmanna fyrirtækja vegna sérkjara þeirra í hlutabréfakaupum. Málið varðar fyrirtæki líkt og bankana sem buðu starfsmönnum sínum að kaupa hlutabréf á lægra gengi en almenningur átti kost á að gera í hlutafjárútboðum félaganna. Meira
10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 1576 orð

Stóðst ekki samkeppni við breiðband

EIGENDUR Nor.Web Ltd., sem eru breska raforkufyrirtækið United Utilities og kanadíska fjarskiptafyrirtækið Nortel Networks, hafa ákveðið að draga sig út úr gagnaflutningum um rafdreifikerfi og loka fyrirtæki sínu með 50 starfsmönnum í Manchester á Englandi í lok mánaðarins. Nor.Web hefur átt í samstarfi við Línu. Meira
10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Verslun fyrir skotmenn

JÓHANN Vilhjálmsson byssusmiður hefur sett upp verslun með ný og notuð skotvopn í tengslum við verkstæði sitt í Reykjavík. Notaðar byssur eru teknar í umboðssölu og skoðaðar af byssusmið áður en þær eru boðnar til sölu. Meira
10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 191 orð

Viðskiptajöfnuður orðinn hagstæður Dönum

Dönsk fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu til Svíþjóðar hafa hagnast vel á auknum styrk sænsku krónunnar gagnvart þeirri dönsku, að því er fram kemur á vefsíðu Dagens Industri. Á þessu ári hefur sænska krónan hækkað um 10% í verði miðað við dönsku krónuna og er ástæðan sú að gengi dönsku krónunnar er bundið við evru, sem hefur átt undir högg að sækja á gjaldeyrismörkuðum, Meira
10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Viljayfirlýsing um samruna samþykkt

STJÓRNIR Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, Ísfélags Vestmannaeyja hf., Krossaness hf. á Akureyri og Óslands ehf. á Höfn í Hornarfirði hafa allar samþykkt að vinna á grundvelli viljayfirlýsingar um samruna þessara félaga. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að stefnt sé að því að ganga frá formlegri áætlun um samrunann fyrir 15. október næstkomandi. Meira
10. september 1999 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Þarfaþing og Kælismiðjan Frost með samstarf

FYRIRTÆKIN Þarfaþing hf. og Kælismiðjan Frost hf. hafa gert með sér samstarfssamning um að Þarfaþing hf. þjónusti Kælismiðjuna Frost á sviði rafmagns. Jafnframt mun Kælismiðjan Frost annast kæliþáttinn sem Þarfaþing hefur haft með höndum undanfarin ár. Við þessa breytingu flyst þjónustufulltrúi Þarfaþings, Brynjar H. Bjarnason, til Kælismiðjunnar Frosts hf. Meira

Fastir þættir

10. september 1999 | Í dag | 33 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 10. september, verður fimmtugur Guðjón Már Andrésson, Víkurbraut 19, Grindavík. Af því tilefni býður hann vini og vandamenn velkomna á heimili sitt hinn 11. september frá kl. 20.30. Meira
10. september 1999 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 11. september, verður sextugur Örn Hjörleifsson, útgerðarmaður og skipstjóri, Helluhóli 8, Hellissandi. Í tilefni dagsins tekur Örn á móti vinum og ættingjum í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi frá kl. 20 þann sama dag. Meira
10. september 1999 | Í dag | 34 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 10. september, verður sjötug Ingimunda Guðrún Þorvaldsdóttir, Grænuvöllum 2, Selfossi. Ingimunda og eiginmaður hennar, Sigmar Karl, taka á móti gestum á heimili sínu, laugardaginn 11. september, frá kl. 15. Meira
10. september 1999 | Í dag | 42 orð

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 10. september, verður áttatíu og fimm ára Kristín Elín Theodórsdóttir, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Kristín var gift Kára Þórðarsyni sem lést 1998. Kristín dvelur á afmælisdaginn hjá elstu dótturdóttur sinni að Ingelstun 48 2022, 22200 Gjerdum, Ósló, Noregi. Meira
10. september 1999 | Í dag | 33 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Hinn 8. september sl. varð níræð Guðríður Magnúsdóttir, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Í tilefni af því tekur Guðríður á móti vinum og vandamönnum í Framheimilinu við Safamýri laugardaginn 11. september frá kl. 16. Meira
10. september 1999 | Fastir þættir | 868 orð

Alltaf bjart og hlýtt Það er samt eitthvað sem hræðir mig ­ eða réttara sagt; það er æði margt sem hræðir mig í þessum kastölum

Verslanamiðstöðvar eru eflaust hagkvæmt verslunarform og sjálfsagt ágæt uppfinning út af fyrir sig. Þar er hlýtt og bjart og fjölmörg erindi má reka í einni og sömu ferðinni. Í nábýlinu felst jafnframt ótvírætt hagræði fyrir kaupmenn sem samnýta snyrtingar, auglýsingar, þrif, öryggisvörslu, bílastæði og fleira. Meira
10. september 1999 | Fastir þættir | 60 orð

BRIDS Arnór Ragnarsson Bridsdeild FEBK

Bridsdeild FEBK, Gullsmára 13, hóf vetrarstarf mánudaginn 6. september sl. með tvímenningi. 18 pör mættu til leiks. Efst voru: N­S: Ernst Bachmann ­ Karl Gunnarsson196 Dóra Friðleifsdóttir ­ Guðjón Ottósson192 Þorgerður Sigurgeirsd. ­ Stefán Friðbjarnar188 A­V: Guðjón Júníuss. ­ Sigurvaldi Guðmundss. Meira
10. september 1999 | Fastir þættir | 84 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vetrarstarfið hafið hjá Brid

SPILAÐ var á fimm borðum sl. mánudagskvöld en þá hófst fyrsta alvörukeppni vetrarins, þriggja kvölda tvímenningur, þar sem tvö efstu kvöldin ráða úrslitum. Staða efstu para eftir fyrsta kvöldið er þessi: Gunnar Guðbjörnss. - Kjartan ólason120Kristján Kristjánss. - Þorgeir V. Halldórss. Meira
10. september 1999 | Fastir þættir | 186 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Önnur stærri mót ti

BRIDSSAMBANDIÐ hefir undanfarin ár haldið utan um þau mót sem félögin víðs vegar um landið halda. Helztu viðburðir til áramóta verða þessir: 11.-12. september Vestfjarðamót í tvímenningi, sem haldið verður í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. 24.-26. september. Hið árlega Hornafjarðarmót. 9. október. Minningarmótið um Einar Þorfinnsson á Selfossi. 16.-17. Meira
10. september 1999 | Fastir þættir | 995 orð

Er uppfullur af bjartsýni eftir sumarið Heldur færri hross voru sýnd í kynbótadómi á þessu ári en nokkur síðustu ár. Ásdís

Ágúst segist halda að ástæðan fyrir því að nú eru sýnd færri hross en á undanförnum árum sé meðal annars sú að þetta ár er á milli landsmóta, ef til vill hafi hitasóttin líka dregið úr mönnum og síðast en ekki síst hafa færri mjög léleg hross komið til dóms. Í sjálfu sér sé það neikvætt ef svo reynist því það gæti skekkt heildarmyndina af kynbótahrossum í landinu. Meira
10. september 1999 | Fastir þættir | 373 orð

Fimm hrossaréttir á Norðurlandi um aðra helgi

Hrossaréttir hefjast um aðra helgi á Norðurlandi og geta áhugasamir valið um fimm réttir eða ef til vill náð að komast í þær allar. Fyrst verður réttað í Skarðarétt í Gönguskörðum og verður rekið til réttar um hádegisbilið laugardaginn 18. september. Síðdegis sama dag verður réttað í Reynistaðarrétt í Skagafirði. Í þessar réttir koma hross margra af helstu hrossaræktendum í Skagafirði. Meira
10. september 1999 | Fastir þættir | 938 orð

Helgi Áss nær forystunni

31.8.­11.9. 1999 HELGI Áss Grétarsson náði forystunni í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands í áttundu umferð. Hann sigraði Bergstein Einarsson, en Sævar Bjarnason og Hannes Hlífar Stefánsson gerðu jafntefli. Úrslit áttundu umferðar urðu þessi: Helgi Áss Grétarsson ­ Bergsteinn Einarsson 1-0 Hannes H. Meira
10. september 1999 | Dagbók | 722 orð

Í dag er föstudagur 10. september, 253. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er föstudagur 10. september, 253. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en með ráðþægum mönnum er viska. (Orðskviðirnir 13, 10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hansewall fer í dag. Ferjur Herjólfur. Meira
10. september 1999 | Fastir þættir | 338 orð

Landsliðið á heimsmeistaramótinu í Sjónvarpinu

Sjónvarpsmynd um íslenska landsliðið í hestaíþróttum við undirbúning og í keppni á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi verður sýnd í Ríkissjónvarpinu í byrjun október. AÐ sögn Sveins M. Sveinssonar hjá Plús-film, sem gerði myndina í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga, Meira
10. september 1999 | Í dag | 63 orð

LÓAN

Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefir sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót. Meira
10. september 1999 | Í dag | 475 orð

Stundum grípa menn á lofti orðalag sem hrífur með eftirminnilegri hætti

Stundum grípa menn á lofti orðalag sem hrífur með eftirminnilegri hætti en annað, það verður allt í einu öllum tamt á tungu. Víkverji man eftir því að heyra í fyrsta sinn í umræðuþætti fyrir fáeinum árum talsmann náttúruverndarsjónarmiða ræða fyrirhugaðar framkvæmdir á hálendinu. Meira
10. september 1999 | Í dag | 175 orð

Tónlistarguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju

ANNAN sunnudag hvers mánaðar er helgistund í Hveragerðiskirkju sem byggist fyrst og fremst upp á tónlist ásamt ritningalestrum og bænargjörð og nefnist "Tónlistar- vesper". Sumartími þessara stunda er kl. 20.30. Vesper þýðir aftansöngur og er orðið fengið frá hefðbundinni tíðagjörð kirkjunnar, sem markaði eyktir sólarhringsins með helgihaldi. Meira
10. september 1999 | Í dag | 603 orð

Verðmæti í listinni

Á REYKJALUNDI er fallegt listaverk, höggmynd af konu með lítið barn er hún heldur á lofti eins og til að lofsyngja almættið fyrir þennan litla dýrgrip. Nafn listaverks og nafn listamanns vantar. Undirrituð greindi þó upphafsstafina Á.S. sem hlýtur að vera Ásmundur Sveinsson. Stytta þessi stendur við matsal endurhæfingarstöðvarinnar. Meira
10. september 1999 | Fastir þættir | 139 orð

Vetrarstarf Bridsfélags Akureyrar að hefjast

VETRARSTARF B.A. hefst næsta þriðjudag, 14. sept., með tveggja kvölda tvímenningi, Startmóti Sjóvár-Almennra. Eins og undanfarin ár verður spilað í Hamri, félagsheimili Þórs við Skarðshlíð, og hefst spilamennska kl. 19:30. Briddsarar af öllum stærðum og gerðum eru hvattir til að láta sjá sig og vera með frá byrjun. Skráning fer fram á staðnum og rétt er að mæta tímanlega. Meira

Íþróttir

10. september 1999 | Íþróttir | 132 orð

Aðgerðin á Valdimar heppnaðist vel

VALDIMAR Grímsson, landsliðsmaður í handknattleik hjá Wuppertal, gæti byrjað að spila fyrr en reiknað var með. Valdimar var skorinn upp við meiðslum í hné í D¨usseldorf á mánudaginn. Aðgerðin gekk mun betur en búist var við og brotið var ekki eins slæmt og læknar héldu," sagði Valdimar í viðtali við Morgunblaðið. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 116 orð

Barthez í banni gegn Íslandi

FABIEN Barthez, markvörður franska landsliðsins í knattspyrnu, verður í leikbanni er Íslendingar leika gegn því í París 9. október næstkomandi. Barthez fékk gult spjald undir lok leiksins gegn Armenum á miðvikudag er dæmd var vítaspyrna á Frakka. Armenar skoruðu úr vítaspyrnunni og minnkuðu muninn í 3:2. Hugsanlegt er að Bernhard Lama komi inn í liðið í hans stað. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 269 orð

Camacho dýrlingur á Spáni

JOSE Antonio Camacho, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, er orðinn dýrlingur á Spáni. Undir hans stjórn hafa Spánverjar tryggt sér rétt til að leika í EM í Hollandi/Belgíu næsta sumar. Síðan hann tók við landsliðinu eftir óvænt tap fyrir Kýpur í fyrra, 3:2, hefur liðið leikið tíu leiki í röð án ósigur. Spánverjar hefndu ófaranna á Kýpur í Badajoz, þar sem þeir unnu stórsigur á Kýpverjum, 8:0. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 105 orð

Djorkaeff heiðursborgari Armeníu

YOURI Djorkaeff og Alain Boghossian, landsliðsmenn Frakka í knattspyrnu, voru útnefndir heiðursborgarar Armeníu er þeir voru staddir í landinu vegna landsleiks Armena og Frakka í fjórða riðli undankeppni Evrópumóts landsliða, sama riðli og Íslendingar leika í. Leikmennirnir tveir tóku við armenskum vegabréfum úr hendi forseta landsins, Robert Kocharyan, við hátíðlega athöfn. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 828 orð

Englendingar, Ítalir og Frakkar í vanda

Ítalir og Englendingar riðu ekki feitum hesti frá síðustu viðureignum sínum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Dino Zoff, þjálfari Ítala, segir að sitt lið hafi vanmetið Dani, sem snéru leiknum sér í hag í Napólí og unnið 3:2. Enska liðið fær harða gagnrýni, ekki síst framlínumenn liðsins, sem voru sagðir sýna litla tilburði gegn Pólverjum. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 124 orð

Enn óvíst með Dag

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sagði að enn væri óvissa um hvort Dagur Sigurðsson geti leikið með gegn Makedóníu. "Það eru helmingslíkur á að Dagur geti leikið. Það verður ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn á sunnudag hvort hann er tilbúinn í slaginn," sagði Þorbjörn. Makedónar fá öflugan stuðning Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 490 orð

Framtíð handknattleiksins í húfi

"MÉR finnst málið ekki eingöngu snúast um að vinna þessi leiki, heldur erum við hreinlega að leika upp á framtíð handknattleiksins hér á landi," segir Bjarki Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik og einn burðarása Íslands- og bikarmeistara Aftureldingar um leikina við Makedóníu í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Fyrri leikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudagskvöldið. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 186 orð

Fyrst innbyrðis leikir

Verði tvö eða fleiri lið jöfn að stigum í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu ákvarðast röðin með eftirfarandi hætti. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. Markamismunur í innbyrðis leikjum. Fjöldi marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Úrslit allra leikja í riðlinum. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 120 orð

Gintas frá í fyrstu leikjum

MEIÐSLI hrjá leikmenn í herbúðum Íslands- og bikarmeistara Aftureldingar. Eins og greint var frá í síðustu viku verður Sigurður Sveinsson hornamaður frá um tíma vegna meiðsla í öxl. Þorkell Guðbrandsson, sem ætlað er að taka stöðu hans í hægra horninu, meiddist á dögunum og verður frá í allt að tvær vikur nú á lokaspretti undirbúnings fyrir Íslandsmótið sem hefst eftir tvær vikur. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 96 orð

Hollendingar efstir á blaði

ÞEGAR er byrjað að veðja um hverjir verði Evrópumeistarar í knattspyrnu næsta sumar hjá veðbönkum í London. EM fer fram í Hollandi og Belgíu. Hollendingar eru efstir á blaði hjá veðbönkum, með 7-2. Þrátt fyrir tap Ítala fyrir Dönum í Napolí, 4:2, eru þeir í öðru sæti með 4-1. Spánverjar eru í þriðja sæti með 7-1, þá koma Þjóðverjar 15-2, Frakkar 8-1, Svíar 12-1. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 195 orð

KVA vill sameinast Þrótti

Knattspyrnubandalag Vals og Austra, KVA, sem leikur í fyrstu deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu, hefur sýnt áhuga á sameiningu við knattspyrnudeild Þróttar frá Neskaupstað, að sögn Róberts Haraldssonar, framkvæmdastjóra KVA. Félagsins bíður fall í aðra deild, þangað sem Þrótti, Neskaupstað, mistókst að komast eftir að hafa verið í baráttu efstu liða í þeirri þriðju. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 265 orð

LOTHAR Matth¨aus notaði tækifærið

LOTHAR Matth¨aus notaði tækifærið í gær eftir góðan leik með landsliðinu gegn N-Írlandi, til að skjóta á forystu Bayern M¨unchen. "Þeir þurfa að fara að hugsa hlutina uppá nýtt," sagði Matth¨aus. "Það má reyndar einnig segja um nokkra leikmenn okkar. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 121 orð

Netzer hældi landsliði Íslands

G¨UNTHER Netzer, fyrrum heimsmeistari með Þýskalandi í knattspyrnu ­ 1974 í Þýskalandi ­ og leikmaður með Mönchengladbach, Real Madrid og Hamburger SV, hældi íslenska liðinu í knattspyrnu í hástert á ARD aðalsjónvarpsstöð Þýskalands. Hann er aðstoðarmaður sjónvarpsins þegar knattspyrna er annars vegar. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 240 orð

Sigurgleði í Noregi og Svíþjóð

Norðmenn eru komnir í fyrsta skipti í lokakeppni Evrópumótsins, er fram fer í Belgíu og Hollandi næsta sumar, með 4:0-sigri á Slóvenum. Mikil gleði braust út á Ullevaal-leikvanginum í Ósló er flautað var til leiksloka á miðvikudagskvöld og sagði í Dagbladet að tilfinningin hefði verið himnesk. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 469 orð

Skylda okkar að vinna

JÚLÍUS Jónasson, skytta og varnarjaxl íslenska landsliðsins í handknattleik, hafði ákveðið að hætta að leika með liðinu síðastliðið vor, en svaraði kalli Þorbjörns Jenssonar landsliðsþjálfara fyrir leikina gegn Makedóníu er sá síðarnefndi leitaði logandi ljósi að sterkum varnarmönnum. Meira
10. september 1999 | Íþróttir | 226 orð

Tutschkin ekki í uppskurð

RÚSSNESKI landsliðsmaðurinn í handknattleik, Alexander Tutschkin, þarf ekki að fara í uppskurð eins og óttast var. Eftir að fjórir sérfræðingar höfðu skoðað brot á hálsliðum hans var ljóst að brotin liggja enn það vel saman að uppskurður er ekki nauðsynlegur sem stendur. Ekki er reiknað með að hann geti leikið meira með Minden á þessu tímabili. Meira

Úr verinu

10. september 1999 | Úr verinu | 311 orð

ÍS flytur í Hafnarfjörð

ÍSLENSKAR sjávarafurðir ákváðu í gær að kaupa þriðju og fjórðu hæð í húseign við Fjarðargötu 13 til 15 í Hafnarfirði af Sjólastöðinni hf. og Sjólaskipum hf. Eignin er tilbúin undir tréverk og kaupverð hennar, að viðbættum kostnaði við innréttingar og kostnaði við flutninga, Meira
10. september 1999 | Úr verinu | 249 orð

LÍÚ kynnir fiskveiðistjórnunarkerfið erlendis

LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna hefur gefið út ritið Ábyrg fiskveiðistjórnun Íslendinga ­ fyrirmynd annarra þjóða sem er einnig gefið út á ensku, Iceland's system of responsible resource management ­ a model for the world, í þeim tilgangi að kynna íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið erlendis. í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
10. september 1999 | Úr verinu | 324 orð

Nýr togvindubúnaður í Ottó N. Þorláksson RE

GRANDI hf. hefur undirritað samning við Naust Marine um kaup og ísetningu á ATW SymmetryControl-togvindubúnaði um borð í togarann Ottó N. Þorláksson RE. Naust Marine hét áður Rafboði en Rafboði annaðist ísetningu fyrsta Auto- Trawl-kerfisins fyrir rafmagsnsspil sem sett var í Ottó N. Þorláksson RE árið 1980. Meira
10. september 1999 | Úr verinu | 179 orð

Nýtt krapakerfi hjá Frosti

Frost hf hefur sett á markað nýtt krapakerfi sem býr til ískrapa úr ís sem fyrirtækið hefur þróað í samvinnu við Landsmiðjuna. Kerfið, sem hefur verið skírt FIB, er ekki fyrirferðarmikið en að sama skapi mjög afkastamikið. Kerfið getur framleitt 20 - 25 tonn af krapaís á mínútu. Það getur búið til krapaís bæði úr sjó og ferskvatni. Meira
10. september 1999 | Úr verinu | 181 orð

Tillögur staðfestar undir mánaðarlok

STJÓRN Byggðastofnunar hefur aðeins staðfest eina úthlutun byggðakvóta en tillögur viðkomandi sveitarstjórna eru nú óðum að berast stofnuninni og segir forstjóri hennar að væntanlega geti stjórnin fjallað um sem flestar tillögur undir lok mánaðarins. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

10. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 889 orð

Alheimur í smásjá hugans Er alheimurinn flatur? Eru nokkrar stjörnur eldri en alheimurinn? Hvað er alheimurinn stór? Þenst hann

Er alheimurinn flatur? Eru nokkrar stjörnur eldri en alheimurinn? Hvað er alheimurinn stór? Þenst hann endalaust út? Hvert er ferðinni heitið? Gunnar Hersveinn skoðaði alheiminn í skuggsjá, steig út fyrir endimörkin og kom auga á mótsögn. Meira
10. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 909 orð

Hausttískan er stílhrein og skrautleg

Haust- og vetrartískan þetta árið er að margra mati bæði fjölbreytt, skemmtileg og skjólgóð. Inga Rún Sigurðardóttirsökkti sér í septemberhefti tískublaðanna og skrapp í verslunarleiðangur í leit að fötunum sem skipta höfuðmáli. Meira
10. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 342 orð

Herðaskjól sem hlýja og skreyta

GÓÐA vetraryfirhöfn er nauðsynlegt að eiga, ekki síst hér á landi. Dúnúlpur, síðar ullarkápur og skjólgóðir anórakkar eru meðal þess sem hafa yljað landsmönnum á köldum vetrardögum. Nú hefur nýr "skjólstæðingur" bæst í hópinn, sláin eða herðaskjólið. Átt er við ermalausa yfirhöfn, oft bæði síða og víða, sem smeygt er yfir höfuðið. Meira
10. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 601 orð

Í skóhönnun fyrir staka tilviljun Grafíski hönnuðurinn Gotti Bernhöft segir algengt að konur tali af ástríðu um skó. Birna Anna

GOTTI Bernhöft er ungur auglýsingateiknari sem hefur starfað við grafíska hönnun og gerð sjónvarpsauglýsinga um nokkurt skeið. Nýlega og fyrir staka tilviljun sneri hann sér að skóhönnun fyrir íslenska fyrirtækið X-18. "Þegar ég var að vinna við grafíska hönnun fyrir X-18 í fyrra datt mér í hug að sýna forstjóranum skyssu af skóm sem ég hafði teiknað. Meira
10. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 785 orð

Meðferð við meintri netfíkn Kenningar um að áráttukennd notkun Netsins sé sálrænn kvilli eru nýjar af nálinni. Nú telja

Kenningar um að áráttukennd notkun Netsins sé sálrænn kvilli eru nýjar af nálinni. Nú telja sálfræðingar ESB brýnt að bjóða netfíklum upp á meðferð áþekka þeirri sem alkóhólistum og spilafíklum er víða boðið upp á. Meira
10. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1615 orð

Misréttið er meira falið núna Vaskar, ungar konur hittast vikulega í Hlaðvarpanum og ræða kvennapólitík. Sumar eru enn í

Vaskar, ungar konur hittast vikulega í Hlaðvarpanum og ræða kvennapólitík. Sumar eru enn í menntaskóla en aðrar rétt byrjaðar í háskólanámi. Þær eru sér meðvitandi um stöðu kvenna, vel lesnar í kvennafræðunum, hafa lifandi áhuga á samfélaginu og vilja gera róttækar breytingar. Salvör Nordal sat "sellufund" hjá Bríeti. Meira
10. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1803 orð

Vá í veröld unglinganna

Hugmynd Haraldar Ólafssonar og Arnars Ægissonar er ævintýraleg en um leið einföld. Hún snýst um lifandi herferð gegn einelti þar sem hvorki er kennt né skipað fyrir. Umbúðirnar verða að vera spennandi og inntakið skorinort. Engar málalengingar, engar predikanir. Aðeins eitt slagorð, áminnandi tilvitnanir, myndir og heilbrigðar fyrirmyndir. Meira

Lesbók

10. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 792 orð

Valdatafl og rökræður

Undanfarin misseri hafa nokkur mikilvæg hagsmunamál íslenzku þjóðarinnar verið til umfjöllunar í samfélaginu. Nægir að nefna fiskveiðistjórnun, gagnagrunnsmálið og áhrif virkjana á náttúru hálendisins. Allt eru þetta flókin viðfangsefni þar sem um mikla hagsmuni er að tefla og þýðingarmikil verðmæti eru í veði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.