Greinar miðvikudaginn 10. maí 2000

Forsíða

10. maí 2000 | Forsíða | 303 orð | 1 mynd

Afríkuríki íhuga hernaðaríhlutun

LEIÐTOGAR níu Vestur-Afríkuríkja komu saman í Nígeríu í gær og sögðust vera að íhuga hernaðaríhlutun í Sierra Leone til að reyna að bjarga friðarsamningi sem var undirritaður fyrir tæpu ári. Meira
10. maí 2000 | Forsíða | 95 orð | 1 mynd

Bush og McCain taka höndum saman

GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas, tryggði sér í gær stuðning Johns McCains öldungadeildarþingmanns sem hafði veitt honum harða keppni í forkosningum repúblikana vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Meira
10. maí 2000 | Forsíða | 231 orð

Lögreglan hindrar mótmæli

LEIÐTOGAR serbnesku stjórnarandstöðunnar féllu í gær frá því á síðustu stundu að halda fyrirhugaðan mótmælafund í Pozarevac, heimaborg Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta, eftir að lögregluyfirvöld í borginni settu upp vegatálma til að hindra ferðir... Meira
10. maí 2000 | Forsíða | 104 orð

Solana bjartsýnn

JAVIER Solana, sem fer með utanríkismál Evrópusambandsins, kvaðst í gær vera ánægður með framgöngu filippseyskra stjórnvalda í máli gísla sem hafa verið í haldi íslamskra uppreisnarmanna á Jolo-eyju í rúman hálfan mánuð. Meira
10. maí 2000 | Forsíða | 59 orð | 1 mynd

Stríðsloka minnst í Moskvu

VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, tók í gær þátt í hátíðahöldum á Rauða torginu í Moskvu í tilefni þess að 55 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og sagði að rússneska þjóðin þyrfti nú að verja lýðræði og frelsi sitt. Meira

Fréttir

10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 384 orð

Aðrir hópar vilja sömu hækkanir

SAMNINGAR tókust í launadeilunni í Noregi í fyrrinótt og verkföllum 86.000 félagsmanna í norska alþýðusambandinu var aflýst eða frestað. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 836 orð | 1 mynd

Afleiðingar geta verið hræðilegar

Marteinn B. Björgvinsson fæddist í Reykjavík 17. júní 1929. Hann lauk barnaprófi og prófi í húsgagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1950. Hann starfaði að iðn sinni lengi vel, bæði sjálfstætt og sem starfsmaður hjá öðrum. Marteinn er tvíkvæntur og missti síðari konu sína, Fríði Guðnadóttur, 13. apríl 1986 eftir árs hjónaband. Með fyrri konu sinni, Ástu Guðlaugsdóttur, eignaðist hann fjögur börn. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 155 orð

Alþingi afgreiddi 29 lög í gær

ALÞINGI samþykkti í gær lög um fæðingar- og foreldraorlof en þau gera ráð fyrir sjálfstæðum rétti karla til fæðingarorlofs og stofnun sérstaks fæðingarorlofssjóðs til að standa undir tilheyrandi kostnaði. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Argentína veitingahús aprílmánaðar

KLÚBBUR matreiðslumeistara í samvinnu við Menningarborg og VISA standa fyrir vali á veitingahúsi hvers mánaðar út árið 2000 í tilefni af því að Reykjavík er menningarborg Evrópu árið 2000. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 103 orð

Athugasemd frá Bændasamtökunum

Vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu 26. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 252 orð

Athugasemd frá OZ.COM

VEGNA misskilnings sem gætt hefur vegna frétta í fjölmiðlum af aðalfundi OZ.COM hinn 3. maí sl. Meira
10. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 270 orð | 1 mynd

Áhorfendur fjölmenntu á mótið

ALÞJÓÐLEGT snjókrossmót var haldið í Ólafsfirði síðasta laugardag. Mikið var um að vera og hátt á annað þúsund manns lögðu leið síðan í bæinn til að horfa á um 20 keppendur þeysast á sleðum á tilbúinni braut sem gerð var daginn áður. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 139 orð

Átján sakborningar færðir fyrir dómara

ÁKÆRUR ríkissaksóknara á hendur nítján sakborningum í stóra fíkniefnamálinu svonefnda voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Átján þeirra nítján sakborninga sem sæta ákæru mættu fyrir dómara en einn þeirra er erlendis. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 199 orð

Átta menn sækjast eftir setu í stjórn bankans

FRESTUR til að skila inn framboðum til bankaráðs hins nýja sameinaða banka Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins rann út kl. 17 í gær. Kosið verður um sjö aðalmenn og jafnmarga til vara. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 157 orð

Beðið eftir svörum frá Bandaríkjamönnum

ÍSLENSK stjórnvöld hafa enn engin svör fengið frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um hvort það fellst á einhverjar tilslakanir varðandi ágreining þjóðanna um varnarliðsflutningana. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 103 orð

Borgin kaupir leikvöll Leiknis

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa gervigrasvöll Íþróttafélagsins Leiknis við Austurberg að ósk félagsins. Jafnframt að Íþrótta- og tómstundaráði verði falin umsjón með vellinum og rekstri. Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Danskir jafnaðarmenn styðja EMU

"Best fyrir Danmörku" er slagorð danskra jafnaðarmanna fyrir danskri aðild að Efnahags- og myntsambandi Evrópu, EMU, er Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra og fleiri frammámenn danskra jafnaðarmanna kynntu á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn. Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 1100 orð | 1 mynd

Dauði og endurfæðing Saigon - tuttugu og fimm árum síðar

Víetnamstríðið var langt og endaði fyrir tuttugu og fimm árum, 30. apríl 1975. Ég fylgdist með í sjónvarpi ásamt nýju fjölskyldunni minni í Connecticut þegar Saigon féll eins og vegfarandi sem kemur að bílslysi. Meira
10. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 173 orð

Ekki lykt eða óþrifnaður umfram það sem eðlilegt er

HEILBRIGÐISYFIRVÖLD fallast ekki á það að lykt eða óþrifnaður af rekstri Fiskbúðarinnar Norðurbæ í Hafnarfirði sé umfram það sem eðlilegt getur talist fyrir starfsemi af því tagi. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð

Eldhúsdagsumræður verða í kvöld

ELDHÚSDAGSUMRÆÐUR verða á Alþingi í kvöld og er gert ráð fyrir að þær hefjist kl. 20.30. Sjónvarpað er beint frá umræðunum í Ríkissjónvarpinu en starf þingsins verður annars með þeim hætti í dag að þingfundur hefst kl. 10.30. Meira
10. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 124 orð

Engin vetrarfrí í Garðabæ

Skólanefnd Garðabæjar hefur samþykkt að ekki verði vetrarfrí í grunnskólum Garðabæjar næsta skólaár. Oddný Eyjólfsdóttir, grunnskólafulltrúi, segir að ákvörðunin hafi einróma verið samþykkt á 20. fundi skólanefndarinnar þann 10. apríl sl. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 1115 orð | 1 mynd

Fagleg sjónarmið verða að ráða ferðinni

UNGBARNADAUÐI á Íslandi er í lágmarki og ekki má fórna öryggi til þess eins að verðandi mæður geti haft hlutina algerlega eftir sínu höfði segir Hildur Harðardóttir fæðingarlæknir og bætir við að fagleg sjónarmið verði að ráða ferðinni. Meira
10. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 430 orð | 1 mynd

Farfuglaheimilið í Laugardal stækkað

STEFNT er að því að 1.050 fm viðbygging í tveimur álmum verði risin við Farfuglaheimilið í Laugardal vorið 2001. Viðbyggingin verður á tveimur hæðum með rými fyrir um 100 gesti í 28 herbergjum með snyrtingum. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 34 orð

Félagahappdrætti Norræna félagsins

DREGIÐ hefur verið í félagahappdrætti Norræna félagsins fyrir árið 2000. Vinningurinn, vikuferð til Billund í Danmörku með Plúsferðum og sumarhús og bíll í boði Norræna félagsins, kom á nafn Jónbjartar Aðalsteinsdóttur, Suðurgötu 2, 710... Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 259 orð | 2 myndir

Fjórar fjölskyldur ætla að setjast að í Hafnarfirði

RÚMT ár er liðið frá því Kosovo-Albanar komu hingað til lands sem flóttamenn og settust að í Hafnarfirði. Á þessum tímamótum héldu bæjaryfirvöld þeim samsæti en frá og með 1. maí lauk sameiginlegu verkefni bæjarins og félagsmálaráðuneytisins. Meira
10. maí 2000 | Landsbyggðin | 475 orð | 1 mynd

Flugslys sviðsett á Egilsstaðaflugvelli

Egilsstöðum - Það var stórt og umfangsmikið útkall þegar öll boðtæki lögreglu og björgunarfólks fóru í gang og tilkynnt var um flugslys við brautarenda Egilsstaðaflugvallar. Slysið var ekki raunverulegt, heldur sviðsett og voru því allir kallinu... Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Flýgur á fjórhjóli

Þegar sól hækkar á lofti fara mótorhjólin að sjást meira á götum bæja og borga og á þjóðvegum landsins. Kristinn M. Meira
10. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 121 orð | 1 mynd

Foreldrar fjölmenna

Foreldrar fjölmenntu á opið hús í leikskólum Reykjavíkur sl. laugardag. Leikskólarnir hafa aldrei áður efnt til opins húss á sama tíma. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Forsætisráðherra talar við Harald

HARALDUR Örn Ólafsson býst við að komast á norðurpólinn í kvöld, miðvikudagskvöld, og hringir og tilkynnir stöðu mála að lokinni dagsgöngunni. Meira
10. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 479 orð

Freista þess að ná líki Hollendings úr sprungu

FIMM félagar úr Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri halda nú í dag, miðvikudag, til austurstrandar Grænlands þar sem freista á þess að ná upp líki Hollendings sem féll niður í sprungu þar á föstudag. Maðurinn er talinn af. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 62 orð

Fundur hjá Ættfræðifélaginu

ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ heldur almennan félagsfund í Skátasalnum á Snorrabraut 60 á fimmtudaginn 11. maí. Fyrirlesari er Guðjón Arngrímsson og mun hann tala um fólk af íslenskum uppruna í Vesturheimi. Fundurinn hefst kl. 20.30. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fyrirlestur um málkunnáttufræði

MARGRÉT Guðmundsdóttir málfræðingur flytur fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins í dag, miðvikudaginn 10. maí kl. 20:30 í Skólabæ. Fyrirlesturinn nefnist: Málkunnáttufræði og málbreytingar. Hann er byggður á nýlegri M.A. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 361 orð

Fær leyfi til að framleiða rafmagn úr sorpi

SORPA fær í dag afhent virkjanaleyfi frá iðnaðarráðherra til þess að framleiða rafmagn úr metangasi sem verður til við rotnun sorps á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Föður "ástarveirunnar" sleppt

REONEL Ramones, sem grunaður er um að hafa hannað "ástarveiruna" svokölluðu, var í gær leystur úr haldi á Filippseyjum eftir að saksóknarar höfðu úrskurðað að sannanir gegn honum væru ekki nægjanlegar. Meira
10. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 273 orð

Garðabær stofnar orkuveitu

BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt að stofna Orkuveitu Garðabæjar. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð

Gengið á milli Grófarinnar og Austurvarar

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, úr Grófinni að Austurvör í Skerjafirði. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20 upp Grófina og Aðalstræti. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð

Grasinu verður hlíft

SÉRSTAKT efni verður sett yfir 5.000 fermetra af grasvellinum á Laugardalsvelli þegar Elton John heldur þar tónleika 1. júní nk. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 579 orð | 1 mynd

Hátt í 20 þúsund í kirkjum í viku hverri

HÁTT í 20 þúsund manns sækja að jafnaði í viku hverri þær 190-250 samverustundir sem 19 kirkjur Reykjavíkurprófastsdæmanna tveggja bjóða til. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð

Hross flutt tollfrjálst til Noregs

NORÐMENN munu fella niður tolla vegna innflutnings á 200 íslenskum hrossum árlega gegn því að íslensk stjórnvöld felli niður ár hvert tolla á 13 tonnum af smurosti og 15 tonnum af kartöfluflögum frá Noregi. Meira
10. maí 2000 | Landsbyggðin | 188 orð | 1 mynd

Hönnuðu fermingar-kjólana sjálfar

Hvolsvelli - Tvær ungar fermingarstúlkur á Hvolsvelli, þær Elma Stefanía Ágústsdóttir og Sif Sigurðardóttir, ákváðu að fara ekki troðnar slóðir þegar kom að því að velja fermingarkjólana. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Innheimta erfðafjárskatts farið vaxandi

INNHEIMTA ríkissjóðs á erfðafjárskatti hefur farið vaxandi á undanförnum árum en í fyrra voru innheimtar 598.635.700 kr. samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir það ár. Árið 1990 nam innheimta erfðafjárskatts aðeins 234.226.392 kr. Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 698 orð | 1 mynd

Kasmír - þar sem hatrið og óttinn ráða ríkjum

Áætlað er að átökin í Kasmír, þessum "hættulegasta stað í heimi" eins og héraðið hefur verið kallað, hafi kostað a.m.k. 40.000 manns lífið sl. 10 ár og hugsanlega miklu fleiri. Í þessari grein eftir Nis Olsen segir að hvergi virðist vera von um lausn nema ef vera skyldi í óttanum við kjarnorkustyrjöld á milli Indverja og Pakistana. Meira
10. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 95 orð

Klukka kemur í ráðhús-turninn

GARÐBÆINGAR munu fá klukku í turninn á Ráðhúsinu við Garðatorg á næstu vikum. Að sögn Guðjóns E. Friðrikssonar bæjarritara er stefnt að því að hefja framkvæmdir fljótlega. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 136 orð

Kvikmyndasýning Filmundar

KVIKMYNDAKLÚBBURINN Filmundur sýnir mynd Michael Winterbottom "Wonderland" frá 1999 fimmtudagskvöldið 11. maí kl 22 og mánudagskvöldið 15. maí á sama tíma. "Wonderland er mynd um fólk og borg. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð

Leikskólar í Kópavogi með opið hús

LEIKSKÓLAR Kópavogs verða með hinar árlegu myndlistarsýningar og opið hús í tilefni af 45 ára afmælis Kópavogsbæjar fimmtudaginn 11. maí. Sýningarnar eru flestar opnar opnar dagana 4.-19. maí. Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 243 orð

Leynd aflétt af framlögum einstaklinga og fyrirtækja

SAMKOMULAG er í bígerð milli allra stjórnmálaflokka á Írlandi um hvernig staðið skuli að fjármögnun stjórnmálaflokka. Meira
10. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 247 orð

Miðstöð fyrir evrópsk tölvuskírteini

TÖLVUFRÆÐSLAN á Akureyri hefur fengið vottun sem prófmiðstöð fyrir hið samevrópska EDCL-skírteini sem á íslensku er kallað tölvuökuskírteini, skammstafað TÖK. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Námu-styrkir Landsbankans afhentir

ÁTTA námsmenn fengu afhenta styrki úr Námunni, námsmannaþjónustu Landsbanka Íslands, fimmtudaginn 4. maí sl. Upphæð hvers styrks er 175.000 kr. Allir námsmenn sem eru félagar í Námunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Norsk helgi á Broadway

VEITINGAHÚSIÐ Broadway, Nordmannslaget í Reykjavík, samtökin Komið og dansið og norska sendiráðið á Íslandi sjá í sameiningu um framkvæmd norskrar helgar á Broadway dagana 12. og 13. maí nk. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Nota íslenska tónlist í alþjóðlegu markaðsstarfi

SVEIFLUSVEITIN Kuran Swing hefur gefið út nýjan hljómdisk, "Music to my ears", í samvinnu við Kaupþing. Kaupþing hyggst nota diskinn í alþjóðlegu markaðsstarfi sínu. Meira
10. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 148 orð | 1 mynd

Nýtt fjölbýlishús með leikskóla í nánd

SAMNINGAR milli Reykjavíkurborgar og stjórnar Byggingarfélags námsmanna um byggingu fjölbýlishúsa fyrir námsmenn auk leikskóla voru undirritaðir í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur, að viðstöddum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, Þórði Krisleifssyni... Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 395 orð

Olíugjald skoðað á ný sem arftaki þungaskatts

Í UMFJÖLLUN efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um fjáröflun til vegagerðar, sem nú er orðið að lögum, komst meirihluti nefndarinnar að þeirrri niðurstöðu að leggja til að fjármálaráðherra skipi nefnd sem taki lögin um fjáröflun til... Meira
10. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Opið hús á Iðavelli

LEIKSKÓLINN Iðavöllur flytur nú í bráðabirgðahúsnæði í Glerárkirkju, en gamla húsið þar sem leikskólinn hefur verið í áratugi verði rifið og nýtt og glæsilegt hús byggt þess í stað. Starfsemi leikskólans verður flutt á föstudag, 12. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð

Opið hús í Þingborg

ULLARVINNSLAN í Þingborg og Listasafn Árnesinga efndu til samkeppni um gerð vettlinga og rennur skilafrestur út klukkan 18 fimmtudaginn 11. maí. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ódýrustu farseðlarnir nær uppseldir

FLUGFÉLAGIÐ Go er þegar búið að selja um helming sæta sem í boði eru til og frá Íslandi í sumar og ódýrustu farseðlarnir, sem kosta 10.000 krónur fram og til baka, eru nær uppseldir. Um 4. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 229 orð

Óvissa um eignarhald á Vatnajökli

ÓVÍST er hvort tekst að stofna þjóðgarð á Vatnajökli á yfirstandandi ári eins og stefnt hefur verið að þar sem í ljós er komið að óvissa er um eignarhald á og við jökulsvæðið. Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 350 orð

Phoenix kaupir Rover á 10 pund

ÞÝZKA fyrirtækið BMW og brezka fyrirtækið Phoenix tilkynntu í gærmorgun að samningar hefðu tekizt þeirra í millum um Roverbílasmiðjurnar í Longbridge. Meira
10. maí 2000 | Miðopna | 1693 orð | 2 myndir

"Evru-Evrópa" á meginlandinu

LAUST fyrir lok síðasta árs lögðu 15 þjóðarleiðtogar fram áætlun um framtíðarþróun Evrópusambandsins. Með henni er engu líkara en að leiðtogar aðildarríkja sambandsins, hafi stigið öðrum fæti fram, án þess þó að hinn fylgdi á eftir. Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

"Við botnum ekkert í þessu"

Afaq Ahmed Shah, 19 ára gamall, keyrði rauða sendibílinn sinn að aðalstöðvum indverska hersins í Srinagar. Hann var stöðvaður við eftirlitshlið en áður en hermaðurinn náði að inna hann eftir erindinu, þrýsti Shah á rofa, sem sprengdi sprengju í bílnum. Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

"Víkingaleiðtogi" segir Hague til

VÍKINGALEIÐTOGI segir Hague til er fyrirsögnin á grein um Davíð Oddsson í nýjasta hefti brezka tímaritsins The Spectator . Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 332 orð

Ráðherra vill bæta stöðu einstæðra foreldra

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra kveðst hafa áhyggjur af skuldastöðu heimilanna í landinu. Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 190 orð

Ráðist á búgarða hvítra

HVÍTUR aðstoðarráðherra í stjórn Kenýa sagði í gær að hundruð fjölskyldna hefðu ráðist inn á tvo búgarða og lagt þá undir sig en stjórnin sagði að málið tengdist á engan hátt jarðanámi blökkumanna í Zimbabwe. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 748 orð | 1 mynd

Ríkisendurskoðun verði falið að kanna samninginn

ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði í umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær að hjúkrunarheimilið Sóltún, sem Securitas og Íslenskir aðalverktakar muni byggja og reka, muni fá hærri greiðslur fyrir hvern sjúkling en... Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Rjúpan ofveidd í nágrenni borgarinnar

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN telur að rannsóknir á vetrarafföllum rjúpna á friðuðu svæði umhverfis höfuðborgina sýni að rjúpan hafi verið ofveidd á þessu svæði. Af hverjum 100 rjúpum sem voru á lífi í upphafi rjúpnaveiðitíma, 15. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð

Safnaðist fyrir 100 kojum

FJÖLMENNI var á kojukaffi ABC hjálparstarfs 1. maí, en kaffisalan var haldin til styrktar kojukaupum á Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Fór fjöldi gesta langt fram úr vonum og söfnuðust rúmar 500 þúsund krónur. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 475 orð | 1 mynd

Sakborningar gangast við um 100 kg af fíkniefnum

JÁTNINGAR nokkurra aðalsakborninga í stóra fíkniefnamálinu svonefnda á innflutningi á um 100 kg af fíkniefnum, einkum hassi frá Danmörku, komu fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
10. maí 2000 | Landsbyggðin | 147 orð

Salmonella greinist á Hornafirði

Höfn- Salmonella hefur greinst í nokkrum íbúum Hornafjarðar að undanförnu. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 164 orð

Samstaða felldi samninginn í annað sinn

NÝGERÐUR kjarasamningur milli Samstöðu í Húnavatnssýslum og Samtaka atvinnulífsins hefur verið felldur í atkvæðagreiðslu, en hins vegar samþykktur hjá Fram og Öldunni í Skagafirði. Boðað verkfall Samstöðu hefst því 15. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 35 orð

Sauðburður að hefjast

Sauðburður er meðal öruggustu merkja um vor og sumar og stendur hann brátt sem hæst í sveitum landsins. Á Álftanesi varð þetta nýborna lamb á vegi ljósmyndarans og bjó sig undir fyrstu skrefin út í... Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Segja að barist verði til síðasta manns

SKÆRULIÐAHREYFINGIN Tamílsku tígrarnir réðst í gær á varnarlínu stjórnarhers Sri Lanka á Jaffna-skaga eftir að ríkisstjórn Sri Lanka hafnaði á mánudag tillögum þeirra um skilyrt vopnahlé. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 774 orð | 3 myndir

Sjö milljarða verslunarmiðstöð opnuð formlega haustið 2001

Klukkan 14:30 hinn 20. september árið 2001 er áformað að verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi verði formlega opnuð en hún verður stærsta hús landsins eða rúmir 63.000 fermetrar að stærð. Meira
10. maí 2000 | Miðopna | 896 orð | 2 myndir

Skera þarf úr um eignarrétt á jöklinum

Óvíst er hvort takast mun að stofna þjóðgarð á Vatnajökli á þessu ári eins og stefnt var að þar sem komið er í ljós að óvissa er um eignarhald á jöklinum. Umhverfisráðherra lagði í gær fram skýrslu á Alþingi um möguleika á stofnun þjóðgarðsins en hún segir í samtali við Ómar Friðriksson að málið sé flókið og þarfnist meiri undirbúnings. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 99 orð

Skriður á viðræður rafiðnaðarmanna

SKRIÐUR er kominn á viðræður samninganefndar rafiðnaðarmanna og fjármálaráðuneytisins. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að það komi í ljós á föstudag hvort samningar nást án þess að boðað verði til verkfalls. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Slys barna geta kostað um 19 milljarða á ári

ÍSLENSK börn slasast að jafnaði einu sinni á ári og getur heildarkostnaður slysanna numið allt að 18,675 milljörðum króna á ári, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira
10. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 166 orð | 1 mynd

Starfsemin beggja vegna Glerárgötu

BYKO, sem verður með eitt stærsta rýmið í nýrri verslunarmiðstöð sem reist verður á Gleráreyrum á Akureyri á næstu mánuðum, hefur keypt 4.000 fermetra lóð af Höldi á horni Tryggvabrautar og Hvannavallar. Meira
10. maí 2000 | Landsbyggðin | 457 orð | 1 mynd

Sumarlokun fæðingardeildar í Neskaupstað mótmælt

Neskaupstað - Nýlega ákvað stjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands að loka fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Austurlands á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað frá 19. júní til 1. ágúst nk. Meira
10. maí 2000 | Erlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Talinn frjálslyndur í skoðunum

MÍKHAÍL Kasjanov, sem Vladímír Pútín hefur tilnefnt sem starfandi forsætisráðherra, er einn af helstu sérfræðingum Rússa í efnahagsmálum. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 421 orð

Telur gerðardóm ekki eiga við

DAVÍÐ Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, telur ekki að það sé hlutverk sérstaks gerðardóms að kveða upp úr um upphæð daggjalda fyrir öldrunar- og hjúkrunarheimilið Grund. Meira
10. maí 2000 | Miðopna | 184 orð

Tillaga um reglur á þjóðgarðssvæðinu

STARFSHÓPUR umhverfisráðherra setur fram hugmyndir um reglur og svæðaskiptingu á væntanlegu þjóðgarðssvæði á Vatnajökli í skýrslu sinni, þar sem umferð vélknúinna ökutækja verði beint þannig að tiltekin svæði verði helguð göngufólki. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 265 orð

Tvöföldun á innflutningi skotelda fyrir síðustu áramót

GÍFURLEG aukning varð á framleiðslu og innflutningi skotelda fyrir síðustu áramót, en þá fögnuðu Íslendingar því að árið 2000 gekk í garð. Alls voru flutt inn 552.169 kg af skoteldum á árinu 1999 en heildarmagn innflutnings árið 1998 var 278.323 kg. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 319 orð

Um 23 milljónir hafa safnast

UM 23 milljónir hafa safnast í söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar, en peningunum verður varið í að leysa indversk börn úr skuldaánauð. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 216 orð

Umræða skapist um embættið

SAMSTARFSHÓPUR hefur verið stofnaður um að skora á Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, að gefa að nýju kost á sér í framboð til embættis forseta Íslands. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð

Verkfall í bræðslunum í næstu viku

VERKFALL hefur verið boðað í síldarverksmiðjum frá og með 16. maí næstkomandi ef ekki takast samningar fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða fjórar loðnubræðslur á Austfjörðum sem Alþýðusamband Austurlands hefur samningsumboð fyrir, þ.e. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Vorhátíð kristniboðskvenna

HALDIN verður vorhátíð á vegum Kristniboðsflokks KFUK í kristniboðssalnum við Háaleitisbraut kl. 20.30 í kvöld, miðvikudag. Þar verður fjölbreytt dagskrá sem öllum er opin. Kristniboðarnir Birna G. Meira
10. maí 2000 | Innlendar fréttir | 101 orð

Væntanlegur á pólinn í kvöld

HARALDUR Örn Ólafsson pólfari býst við að komast á norðurpólinn í kvöld, miðvikudagskvöld. Í gærmorgun átti hann aðeins 40 km eftir ófarna á pólinn og hugðist skipta þeirri vegalengd niður á tvo síðustu dagana. Meira
10. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 270 orð | 1 mynd

Þurr hola endurnýtt með stefnuborun

HITA- OG VATNSVEITA Akureyrar skrifaði í gær undir samning við Jarðboranir hf. um borun á tveimur holum í Eyjafirði. Annars vegar 1. Meira

Ritstjórnargreinar

10. maí 2000 | Staksteinar | 364 orð | 2 myndir

Flokkur verður til

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþingismaður skrifar á vefsíðu sína rétt fyrir helgina og fagnar stofnun Samfylkingarinnar sem flokks. Meira
10. maí 2000 | Leiðarar | 610 orð

LÝÐRÆÐI Í RÚSSLANDI

VLADÍMÍR Pútín sór um síðustu helgi embættiseið sem forseti Rússlands. Þar með er þeim valdaskiptum, er hófust er Borís Jeltsín lét óvænt af embætti um síðustu áramót, formlega lokið. Rússneskt lýðræði kann að vera ófullkomið og enn í mótun. Meira

Menning

10. maí 2000 | Menningarlíf | 118 orð

Afmælistónleikar skáta

Í TILEFNI af 75 ára afmæli skátastarfs í Hafnarfirði blása skátakórarnir í Hafnarfirði og Reykjavík til sameiginlegra tónleika á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Skátamiðstöðinni Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 327 orð | 3 myndir

Amerískur fótbolti og fegurð

KVIKMYNDIN Erin Brockovich, með Juliu Roberts í aðalhlutverki situr sem fastast á toppi íslenska kvikmyndalistans. Í myndinni leikur Roberts unga, ómenntaða konu sem tekst með ótrúlegum hætti að knésetja fyrirtæki sem mengar vatnsból heimabæjar hennar. Meira
10. maí 2000 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Art-Hún á tímamótum

EIGENDUR Art-Hún sf. hafa ákveðið að hætta starfsemi og loka vinnustofum og galleríi í Stangarhyl 7 í Reykjavík 12. maí nk. eftir 12 ára samstarf á sama stað. Listakonurnar flytja nú vinnustofur sínar á eftirtalda staði: Erla B. Meira
10. maí 2000 | Bókmenntir | 341 orð | 1 mynd

Á vit ímyndunaraflsins

Eftir William Heinesen. Edward Fuglö myndskreytti. Gunnar Hoydal ritaði formála. Hannes Sigfússon þýddi. Mál og menning, Reykjavík, 2000. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 137 orð | 2 myndir

Billy Bob Thornton og Angelina Jolie giftust í Vegas

LEIKARARNIR Billy Bob Thornton og Angelina Jolie gengu í það heilaga í Las Vegas um helgina. Fyrir um tveimur vikum voru uppi sögusagnir um að parið hefði gengið í hnapphelduna, en þær munu hafa verið stórlega ýktar. Meira
10. maí 2000 | Menningarlíf | 457 orð | 1 mynd

Dada og spuni

Tónleikar slagverksleikarans Vanessa Tomlinsons og bandaríska píanóleikarans og tónskáldsins Eriks Griswolds verða í Norræna húsinu á fimmtudag kl. 20:30. Verður þar blandað saman framúrstefnu í tónlist og frjálsum spuna. Af þessu tilefni fjallar Úlfar Ingi Haraldsson um tengsl Dada og tónlistar. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 932 orð | 3 myndir

Elskum hvert annað pínulítið

Kvikmyndir eiga uppruna sinn í hugarheimi rithöfunda. En þeir gegna líka öðru hlutverki á stærstu kvikmyndahátíð í heiminum sem hefst í dag. Pétur Blöndal fjallar um rithöfunda á borð við Jean Cocteau, Tennessee Williams og Gabriel García Marquez, sem allir hafa gist í vistarverum dómnefndarinnar á Carlton-hótelinu. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 903 orð | 2 myndir

Frank Sinatra og Rottugengið

Frank Sinatra var á hátindi frægðarinnar þegar hann smalaði saman félögum sínum til að skemmta á Sands-hótelinu í Las Vegas. Þeir kölluðu sig Rottugengið og voru konungar skemmtanaheimsins í skamman tíma; eftir fjögurra ára glaum og gleði var tími þeirra liðinn. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 175 orð | 2 myndir

Fyrsti sumarsmellurinn kominn

FYRSTI sumarsmellurinn í Bandaríkjunum er myndin Gladiator sem frumsýnd var fyrir síðustu helgi og var langvinsælasta myndin í kvikmyndahúsum þar í landi um helgina. Meira
10. maí 2000 | Bókmenntir | 1031 orð | 3 myndir

Glæsilegt þjóðsagnaúrval

Ólafur Ragnarsson, Sverrir Jakobsson og Margrét Guðmundsdóttir sáu um útgáfuna. I.-V. bindi. Vaka-Helgafell, Reykjavík, 2000. Meira
10. maí 2000 | Menningarlíf | 784 orð

Hvar á Reykjavík að þróast?

Útgefandi Vinnuhópur Samtaka um betri byggð. Meira
10. maí 2000 | Bókmenntir | 652 orð | 1 mynd

Íslenskt læknatal

eftir Gunnlaug Haraldsson. I.-III. bindi Þjóðsaga, ehf., 2000 Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 250 orð

Íslenskur kvikmyndagerðarmaður vinnur verðlaun í Gautaborg

KRISTJÁN Sigurjónsson er kvikmyndagerðarmaður sem hefur undanfarin ár ýmist búið í Gautaborg eða á Íslandi. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 23 orð | 2 myndir

Jón Böðvarsson sjötugur

JÓN Böðvarsson, fyrrverandi menntaskólakennari, varð sjötugur 2. maí og af því tilefni héldu vinir hans og nemendur honum afmælishátíð í Borgarleikhúsinu að kvöldi... Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 35 orð | 1 mynd

Kroppur í hlaupaskóm

ÍTALSKI hjólreiðakappinn og hasarkroppurinn Mario Cipollini er stjarnan í nýrri auglýsingaherferð íþróttavöruframleiðandans Reebok. Cipollini sést hér ræða við blaðamenn á kynningarfundi í Mílanó vegna herferðarinnar. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 98 orð | 4 myndir

Litrík og kvenleg sumarklæði

NÚ stendur yfir tískuvika í Ástralíu og halda hönnuðir frá öllum heimshornum þar glæsilegar tískusýningar. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 133 orð | 3 myndir

Líflegir og skemmtilegir dansar

FJÖLDI nemenda úr dansskóla Birnu Björnsdóttur sýndi afrakstur vetrarins á sýningu í Háskólabíói um helgina. Meira
10. maí 2000 | Myndlist | 322 orð | 1 mynd

Límmiðalandslag

Til 14. maí. Opið mánudaga til laugardaga frá kl. 10-18, og sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 417 orð | 1 mynd

Með rassinn upp úr buxunum

"How to Make it in the Music Business " eftir Siân Pattenden. 202 bls. Virgin Publishing Ltd., London, 2000 (2.útgáfa). Eymundsson. 1.595 krónur. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 61 orð | 1 mynd

Morad vill meira

BRASILÍSKA fyrirsætan Luciana Morad sést hér koma til fjölskylduréttarins í New York í gær en hún er nú að fara fram á aukið meðlag frá barnsföður sínum, rokkaranum Mick Jagger. Meira
10. maí 2000 | Menningarlíf | 1356 orð | 1 mynd

Myndi sakna nautnarinnar

Bókmenntatextar á Netinu eiga eftir að dafna við hlið hinnar hefðbundnu bókar sem er í pappírsformi, en ekki ganga af henni dauðri er sú niðurstaða sem Hildur Óskarsdóttir kemst að í BA-ritgerð sinni sem fjallar um bókmenntir á Netinu og framtíð bókarinnar á tímum www, irc, SMS, GSM og wap. Hún útskýrði fyrir Kristínu Sigurðardóttur hvernig hún kemst að niðurstöðunni. Meira
10. maí 2000 | Bókmenntir | 785 orð

Nafnið og uppruninn

Ritstj. Herbert Guðmundsson. Höf. Ólöf Margrét Snorradóttir, dr. Guðrún Kvaran. 170 bls. Útg. Muninn. Prentun: Grafík hf. 2000. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 418 orð | 1 mynd

Rétt er að breyta rétt

The Newgate Calendar eftir George Theodore Wilkinson esq. Fyrsta útgáfa bókarinnar er frá 1816, en sú sem er hér til umræðu kom út á vegum Sphere Books Cardinal 1991. 338 síðna kilja. Keypt á Spitalfields-markaðnum í Lundúnum á um 100 kr. Meira
10. maí 2000 | Menningarlíf | 77 orð

Skagfirska söngsveitin í Keflavík

SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík heldur vortónleika í Keflavíkurkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Fluttir verða dúettar, óperettur og óperukórar eftir Fr. Lehár, G. Verdi og R. Wagner, auk innlendra og erlendra kórlaga. Meira
10. maí 2000 | Menningarlíf | 78 orð

Skólatónleikar á Ísafirði

FERNIR vortónleikar tónlistarnema Tónlistarskóla Ísafjarðar verða í Hömrum og verða fyrstu tónleikarnir á morgun, fimmtudag, kl. 20. Aðrir tónleikar verða föstudaginn 12. maí. Tvennir tónleikar verða sunnudaginn 14. maí; kl. 16 og kl. 18. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 203 orð | 1 mynd

Smábæjarblús

½ Leikstjóri: Robert Altman. Handrit: Anne Rapp. Aðalhlutverk: Glenn Close, Julianne Moore, Charles Dutton og Liv Tyler. (115 mín.) Bandaríkin, 1999. Skífan. Öllum leyfð. Meira
10. maí 2000 | Menningarlíf | 99 orð

Stuttmyndakeppni grunnskóla

STUTTMYNDAKEPPNI grunnskóla í Reykjavík, Taka 2000, verður haldin í dag, miðvikudag, kl. 15 í kvikmyndasal Austurbæjarskóla. Keppt er í aldursflokkum 10-12 ára og 13-16 ára. Veitt eru verðlaun fyrir 1.-3. Meira
10. maí 2000 | Menningarlíf | 148 orð

Sýningum lýkur

Listasafn Íslands ÞREMUR sýningum lýkur í Listasafni Íslands næstkomandi sunnudag; Þrír málarar á Þingvöllum, Ásgrímur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson. Meira
10. maí 2000 | Myndlist | 701 orð | 1 mynd

Tilfærsla

Til 28. maí. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12-18. Aðgangur kr. 200. Meira
10. maí 2000 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Tommy Lee fyrir rétt á ný

ROKKARINN Tommy Lee gæti átt fangelsisvist yfir höfði sér fyrir að brjóta skilorð sem hann er á fyrir að beita eiginkonu sína, Pamelu Anderson, ofbeldi. Brotið felst í að neyta áfengis en samkvæmt skilorðsbundnum dómi var það ekki leyfilegt. Meira
10. maí 2000 | Menningarlíf | 315 orð

Vinsælustu bækur bókasafnanna

Á LISTA, sem nær til þeirra verka sem skráð eru hjá Bókasafnssjóði höfunda, útlána bóka fyrir árið 1999 frá almenningsbókasöfnum, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, skólabókasöfnum og bókasöfnum á stofnunum, trónir efst á lista íslenskra... Meira
10. maí 2000 | Menningarlíf | 281 orð | 1 mynd

Þriðju Bach-tónleikarnir

ÞRIÐJU Bach-tónleikar í Breiðholtskirkju verða á morgun, fimmtudag, kl. 20. Tónleikarnir eru í tónleikaröð þar sem leikin verða öll orgelverk Bach af sama orgelleikaranum, Jörg E. Sondermann, annan fimmtudag hvers mánaðar. Tilefnið er 250. Meira

Umræðan

10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 52 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 10. maí, verður sjötug Jóna Björg Georgsdóttir frá Brekku í Njarðvík, nú til heimilis í Heiðarholti 40, Keflavík. Eiginmaður hennar er Jóhann Ólafsson . Meira
10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 10. maí, verður áttræð Hulda S. Guðmundsdóttir frá Úlfsá, Hlíð II, Ísafirði. Eiginmaður hennar var Veturliði Veturliðason en hann lést 1993. Í dag er Hulda stödd í Bodø í Noregi hjá syni sínum og... Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 640 orð | 3 myndir

Af hverju brýtur borgarstjóri lög?

Gallinn við þessi töfrabrögð borgarstjóra, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, er hins vegar sá að heildarskuldastaðan breytist ekkert. Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 650 orð | 1 mynd

Ábyrgð gagnrýnanda lista

Ábyrgðin krefst virðingar og auðmýktar, skrifar Gunnar Hersveinn. Í texta sínum virðist Halldór Björn gleyma því. Meira
10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 68 orð

ÁFRAM

Já, láttu gamminn geisa fram í gegnum lífsins öldur. Þótt upp þær stundum hefji hramm, ei hræðslu þeirra gnöldur. Sjá, hvílíki brotnar báru mergð á byrðing einum traustum, ef skipið aðeins fer í ferð, en fúnar ekki' í naustum. Meira
10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 209 orð

Á ÍSLANDI er starfandi samstarfsnefnd um...

Á ÍSLANDI er starfandi samstarfsnefnd um Alþjóðlega stærðfræðiárið en í henni eiga sæti fulltrúar frá HÍ, KHÍ, Félagi raungreinakennara, Íslenska stærðfræðafélaginu og Fleti, samtökum stærðfræðikennara. Nefndin stendur fyrir mörgum viðburðum á árinu,... Meira
10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 471 orð

Betra er heim að koma lífs en liðinn

ÞAÐ ER stutt síðan tryggingafélögin hækkuðu bifreiðatryggingar og hafa tilkynnt aðra hækkun bifreiðatrygginga á næstunni. Ástæðan fyrir þessum hækkunum er sögð vera mikil aukning bifreiðatjóna og slysabóta. Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 59 orð

Brids fyrir óvana keppnisspilara og byrjendur...

Brids fyrir óvana keppnisspilara og byrjendur Bridskvöld fyrir byrjendur og óvana keppnisspilara verða haldin alla mánudaga í maí undir stjórn Hjálmtýs Baldurssonar, kennara í Bridsskólanum. Spilamennska hefst kl. 20.00. Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 754 orð | 1 mynd

Bætt umferð - betra líf

Aðildarfélög innan JC munu standa fyrir þematengdum dögum í hverjum mánuði, segir Gunnar Jónatansson, þar sem vakin verður athygli á ýmsum þáttum tengdum bættri umferð. Meira
10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 430 orð

EKKI þarf að minna lesendur á...

EKKI þarf að minna lesendur á að mikil umræða hefur verið um hvers kyns erfðafræðirannsóknir og mál sem þeim tengjast svo sem um persónuvernd og fleira. Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 99 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Það...

Félag eldri borgara í Kópavogi Það var góð mæting þriðjudaginn 2. maí, eða 28 pör. Spilaður var Michell-tvímenningur að venju og efstu pör í N/S urðu þessi: Lárus Hermannss. - Ólafur Láruss. 433 Guðm. Magnússon - Kristinn Guðmss. 342 Ingibjörg Halldórsd. Meira
10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 507 orð

Hnefaleikar fyrir alla

ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem jákvæðar fréttir birtast um hnefaleika á öldum ljósvakans, en á hinn bóginn væri hægt að skrifa svo mikið jákvætt um hnefaleika að það væri örugglega hægt að gefa út marga doðrantana þess efnis. Meira
10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 309 orð

Ísland á NBC

Ég vaknaði í morgun rétt eftir sjö þegar síminn hringdi með látum. Ég heyrði á hringingunni að eitthvað mikilvægt væri í gangi þannig að ég lét mig hafa það að svara. Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 281 orð | 1 mynd

Ítrekuð fyrirspurn til dómsmálaráðherra

Þrír mánuðir eru liðnir frá því að dómsmálaráðherra gaf svör á fundi Jafnréttisráðs á Hótel Borg, segir Rannveig Jónsdóttir, en ekkert hefur heyrst frekar um fyrirhugaðar aðgerðir. Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 873 orð | 1 mynd

Jafnrétti í reynd

Verði frumvarp þetta að lögum, segir Stefanía Óskarsdóttir, hefur öllu lagalegu misrétti milli kynjanna verið eytt á Íslandi. Meira
10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 757 orð

Menningarborg - sóðaskapur

ÉG og maðurinn minn förum mikið í göngutúra um borgina og þó sérstaklega um Elliðarárdalinn. Okkur gjörsamlega blöskrar sóðaskapurinn í borginni okkar. Þegar við höfum verið að ganga í Elliðarárdalnum, höfum við tekið með okkur poka og tínt upp rusl. Meira
10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 602 orð

Menn ættu að líta sér nær

Ekki get ég orða bundist lengur yfir því fjölmiðlafári sem verið hefur í vetur um Ánastaði og engan endi ætlar að taka. Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

Merkasta löggjöf Alþingis

Kristnitakan, segir Sigurbjörn Þorkelsson, er óumdeilanlega merkasta, afdrifaríkasta, áhrifaríkasta og mest mótandi samþykkt í langri sögu Alþingis. Meira
10. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 10 orð

Raddir framtíðar -

Veistu hvað? Grasið getur verið sæng fyrir... Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Skrúðgarðyrkja og landslagsarkitektúr, menntun, handverk og hönnun

Skrúðgarðyrkjan er ekki "hobbí" fólks sem hefur áhuga á umhverfis- og garðyrkjumálum, segir Ólafur Melsted, heldur hefur hún hefur verið til sem faggrein allt frá síðustu aldamótum og er löggilt iðngrein. Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 850 orð | 1 mynd

Sundlaugarbygging á röngum stað

Kostir þess að hafa nýja sundhöll við suðurhlið Laugardalslaugar eru nánast engir, segir Sigurður Ingólfsson, sem vill reisa hana á öðrum stað í borginni. Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 60 orð

Tvímenningur í Gullsmára Bridsdeild FEBK spilaði...

Tvímenningur í Gullsmára Bridsdeild FEBK spilaði tvímenning á 11 borðum í Gullsmára 13 mánudaginn 8. maí sl. Miðlungur var 168. Beztum árangri náðu: NS Karl Gunnarsson - Ernst Bachmann 200 Viðar Jónsson - Sigurþór Halldórsson 194 Jón Andrésson - Guðm. Á. Meira
10. maí 2000 | Aðsent efni | 313 orð | 1 mynd

Það vorar seint hjá öryrkjum

Það er dýrara fyrir samfélagið að hafa fátæka öryrkja, segir Margrét Guðmundsdóttir, heldur en að hafa örorkubætur þannig að hægt sé að framfleyta sér á þeim. Meira

Minningargreinar

10. maí 2000 | Minningargreinar | 2620 orð | 1 mynd

ARNAR SIGURÐSSON

Arnar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1979. Hann lést 27. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 5. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2000 | Minningargreinar | 913 orð | 1 mynd

ÁSGEIR ODDSSON

Ásgeir Oddsson fæddist í Hlíð í Kollafirði í Strandasýslu 3. nóvember 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Oddur Lýðsson og Sigríður Jónsdóttir. Systkini Ásgeirs eru 1) Anna, f. 9.4. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2000 | Minningargreinar | 1103 orð | 1 mynd

BALDUR SIGURÐSSON

Baldur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 30. september 1922. Hann lést á Landakotsspítala 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Hólmsteinn Jónsson, f. 30.6. 1896, d. 1.12. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2000 | Minningargreinar | 740 orð | 1 mynd

MARÍA HILDEGARD

Systir María Hildegard fæddist í Ruhr í Þýskalandi 29. desember 1910 og var fjölskyldunafn hennar Mathilde Hilpert. Hún lést 17. apríl síðastliðinn. Systir Hildegard gekk í klaustur hjá St. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2000 | Minningargreinar | 189 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR

Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist í Ásgarði á Svalbarðsströnd 5. júlí 1929. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Svalbarðskirkju 6. maí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 599 orð

Áhrifa Nasdaq gætir víða

Sá sem hefði lagt eitt hundrað þúsund dali í fjárfestingarsjóð hjá George Soros árið 1969 hefði getað velt því fyrir sér hvað hann ætti að gera við þær 534,7 milljónir dala sem þessi upphæð var orðin að um áramótin síðustu, segir í grein í Die Welt . Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 1034 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 9.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 9.5.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) FMS Á ÍSAFIRÐI Sandkoli 50 50 50 185 9.250 Skarkoli 90 90 90 132 11.880 Steinbítur 72 72 72 64 4.608 Þorskur 169 112 121 459 55. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 236 orð | 1 mynd

Frjáls fjarskipti vilja 5 milljón símanúmer

FRJÁLS fjarskipti hf. eru með áform uppi um að gera Ísland að alþjóðlegri miðstöð GSM-fjarskipta í samstarfi við alþjóðlega fjarskiptafyrirtækið MintTelecom. Á blaðamannafundi sem Frjáls fjarskipti og Netverk hf. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 204 orð | 1 mynd

Kaupþing og Sparisjóður Færeyja í samstarf

Kaupþing og Sparisjóður Færeyja hafa stofnað fyrirtækið Kaupthing Föroya Virðisbrævameklarafelag P/F, sem einnig er kallað Kaupthing Föroyar. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Lækkanir víðast hvar

Nasdaq-hlutabréfavísitalan hélt áfram að lækka í gær, annan daginn í röð, núna um 2,3%. Mikið var um að fjárfestar seldu hluti í tæknifyrirtækjum, sem mörg hver eru talin verðlögð of hátt. Sama var upp á teningnum á öðrum mörkuðum í Bandaríkjunum. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Mun fleiri auglýsingar með tölvupósti

SÉRFRÆÐINGAR telja að veltan á auglýsingum í tölvupósti í Bandaríkjunum muni vaxa mjög á næstu árum á kostnað póstsendra auglýsinga og beinnar markaðssóknar. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 937 orð | 1 mynd

Netið knýr á um sameiningu viðskiptabanka

"HIN hraða þróun í internetinu knýr okkur til enn hraðari aðgerða í útibúaneti heldur en áður," sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, á ráðstefnu Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga síðastliðinn föstudag. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Netleikjafyrirtækið CCP hf. 854 millj. króna virði

LOKUÐU hlutabréfaútboði netleikjafyrirtækisins CCP hf. í umsjá Kaupþings fjárfestingarbanka er lokið. Alls voru 1.039.755 krónur að nafnvirði í boði á genginu 163,5, eða 170 milljónir króna að söluvirði. Samtals skráðu 46 aðilar sig fyrir 4.310. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 79 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri Nasco

Bergur Elías Ágústsson , rekstrarstjóri Skagstrendings hf. á Seyðisfirði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Nasco ehf. Bergur er fæddur í Vestmannaeyjum 7. júlí 1963. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 304 orð

Sala hlutafjár í Húsasmiðjunni í næstu viku

ÚTBOÐ á hlutafé í Húsasmiðjunni hf. fer fram 15.-19. maí næstkomandi og verða þá seld 30% af áður útgefnu hlutafé í fyrirtækinu. Ákveðið hefur verið að skrá Húsasmiðjuna hf. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 371 orð

Skagstrendingur með 36,6% eignarhlut

SKAGSTRENDINGUR hf. og Burðarás hf. hafa gengið frá kaupum á auknum hlut í Nasco ehf. Þar með er Skagstrendingur orðinn stærsti hluthafinn í félaginu, með 36,6% eignarhlut. Í janúar á þessu ári gengu Skagstrendingur og Burðarás hf. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 98 orð

Stóraukinn hagnaður hjá Statoil

HAGNAÐUR norska olíufyrirtækisins Statoil meira en tvöfaldaðist á fyrsta fjórðungi ársins. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. apríl '00 3 mán. RV00-0719 10,54 - 5-6 mán. RV00-1018 - 11-12 mán. Meira
10. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 9.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 9.5.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

10. maí 2000 | Fastir þættir | 70 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Miðvikudaginn 26. apríl lauk aðalsveitakeppni félagsins og Sparisjóðs Keflavíkur með sigri sveitar Karls G. Karlssonar en lokastaða efstu sveita varð þessi: Karls G. Meira
10. maí 2000 | Fastir þættir | 303 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Í SPILI gærdagsins greiddu Norðmennirnir Brogeland og Sælensminde 1.000 stig fyrir að fara tvo niður á þremur gröndum redobluðum á hættunni. Nú taka þeir inn sömu tölu fyrir að ná Kínverjanum Fu þrjá niður í sama samningi, en utan hættu. Meira
10. maí 2000 | Í dag | 426 orð | 1 mynd

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung börn kl. 10.30-12 í safnaðarheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Meira
10. maí 2000 | Fastir þættir | 2000 orð | 5 myndir

Danshátíð í Hafnarfirði

ÞAÐ má með sanni segja að mikil danshátíð hafi verið haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um síðustu helgi. Það er Dansnefnd Í.S.Í. sem hefur veg og vanda að skipulagi þessarar hátíðar að venju, þ.e.a.s mótanefnd Dansnefndarinnar. Meira
10. maí 2000 | Viðhorf | 864 orð

Engin hjáróma rödd

Ætlar Samfylkingin að beita sér fyrir auknum sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga til að vera innan eða utan stéttarfélaga ef hún kemst til valda? Meira
10. maí 2000 | Fastir þættir | 993 orð | 1 mynd

Frímerki Póstsins í aldarlok

UM alllangt skeið hefur orðið hlé á skrifum mínum um frímerki og annað efni þeim tengt hér í blaðinu. Ég hef hins vegar orðið þess var, að einhverjir safnarar eru farnir að vonast eftir nýjum þáttum. Meira
10. maí 2000 | Dagbók | 655 orð

(Jóh. 20.)

Í dag er miðvikudagur 10. maí, 131. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Jesús segir við hann: "Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó." Meira
10. maí 2000 | Fastir þættir | 80 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. STEFÁN Kristjánsson (2.254) hefur gert mörgum erlendum meisturum skráveifur í heimsóknum þeirra til Íslands. Meira

Íþróttir

10. maí 2000 | Íþróttir | 171 orð

Arnar hjá Wolfsburg

ARNAR Grétarsson dvelur þessa dagana hjá þýska knattspyrnufélaginu Wolfsburg sem hefur sýnt áhuga á að semja við hann fyrir næsta tímabil. Arnar æfði tvívegis með liðinu í gær og í dag gengur hann til viðræðna við forráðamenn félagsins ásamt umboðsmönnum sínum, Sören Lerby og Kurt Russell. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 174 orð

Árni Gautur stendur sig vel

ÍSLENSKU leikmennirnir í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa fengið misjafna dóma í dagblaðinu Verdens Gang það sem af er tímabilinu. Árni Gautur Arason, markvörður Rosenborg, sem gat ekki leikið með liði sínu gegn Haugesund um sl. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 100 orð

Einar Örn til Hauka

EINAR Örn Jónsson, handknattleiksmaður hjá Val, er á leið til Íslandsmeistara Hauka. Einar, sem er örvhentur og leikur stöðu hægri hornamanns, hefur leikið allan sinn feril með Hlíðarendaliðinu. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

ERIK Ribbeck, landsliðsþjálfari Þjóðverja, gerði sér...

ERIK Ribbeck, landsliðsþjálfari Þjóðverja, gerði sér lítið fyrir um helgina og lét aðstoðarmann sinn, Uli Stielike , hætta. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

ERLA Þorsteinsdóttir landsliðskona í körfuknattleik úr...

ERLA Þorsteinsdóttir landsliðskona í körfuknattleik úr Keflavík og Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson voru kjörin bestu leikmenn ársins í körfuknattleik. Þetta er í fjórða skiptið sem Teitur er útnefndur leikmaður... Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 39 orð

Fékk 121 af 122 atkvæðum

Shaquille O'Neal, körfuknattleiksmaður hjá Lakers var í gær útnefndur besti leikmaður NBA deildarinnar, hlaut 121 af 122 atkvæðum, en Allen Iverson hjá 76ers fékk eitt. Það munaði því aðeins einu að O'Neal fengi fullt hús í fyrsta sinn í... Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 148 orð

Gunnar Berg ekki með gegn Makedóníu

GUNNAR Berg Viktorsson, leikmaður Fram, getur ekki gefið kost á sér í landsliðið í handknattleik vegna leikjanna við Makedóníu í byrjun júní. Gunnar Berg fór í speglun á vinstri öxl í gær og verður af þeim sökum að taka því rólega um tíma. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 54 orð

Helga til Rúmeníu

HELGA Magnúsdóttir, sem nýlega var kosin í mótanefnd evrópska handknattleikssambandsins, fer í sitt fyrsta verkefni nú í vikunni. Helga heldur til Rúmeníu á morgun en þar fer fram úrslitakeppni Evrópumóts kvennalandsliða í desember. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 124 orð

HK leitar að nýjum þjálfara

Sigurður Gunnarsson mun ekki þjálfa HK næsta vetur eins og til stóð, en félagið er að leita að nýjum þjálfara í hans stað. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 660 orð | 1 mynd

Ian Rush starfrækir knattspyrnuskóla í samvinnu við Þrótt

IAN Rush, markahrókurinn mikli, sem lék með Liverpool, dvaldi hér á landi um sl. helgi til að kynna knattspyrnuskóla sem kenndur er við hann. Skólinn verður starfræktur í samvinnu við knattspyrnuskóla Þróttar í sumar. Sóknarleikur og markaskorun er það sem knattspyrnuskóli Ian Rush mun einbeita sér alfarið að og á þessu sviði ætti Rush að kunna vel til verka, enda fáir knattspyrnumenn státa af betri árangri í markaskorun en Rush. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 236 orð

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Arsenal - Sheffield...

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Arsenal - Sheffield Wed. 3:3 Lee Dixon 34., Silvinho 78., Thierry Henry 79. - Gerald Sibon 58., Gilles de Bilde 60., Alan Quinn 70. - 37.271. Staða efstu og neðstu liða: Manch.Utd. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 109 orð

NORSKA handknattleiksliðið Sola hefur mikinn áhuga...

NORSKA handknattleiksliðið Sola hefur mikinn áhuga á að fá tvo leikmenn úr kvennaliði FH til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Það eru Þórdís Brynjólfsdóttir og Drífa Skúladóttir, sem leikið hafa stór hlutverk með Hafnarfjarðarliðinu á undanförnum árum. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 111 orð

Reiknað með 20 þús. áhorfendum í Stoke

GRÍÐARLEGUR áhugi er hjá stuðningsmönnum Stoke City fyrir fyrri leiknum gegn Gillingham í úrslitakeppni 2. deildar sem fram fer á Britannia-leikvanginum í Stoke á laugardaginn. Reiknað er með að að minnsta kosti 20. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 381 orð | 1 mynd

Spánverjar tryggðu sér titilinn

SPÁNVERJAR munu hampa Evrópumeistaratign félagsliða í knattspyrnu í ár. Real Madrid tryggði það með því að slá Bayern München út í undanúrslitunum í gærkvöld. Bayern sigraði, 2:1, á Ólympíuleikvanginum í München en Real hafði unnið fyrri leikinn, 2:0, og leikur til úrslita um titilinn í 11. skipti við annaðhvort Valencia eða Barcelona í París hinn 24. maí. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 81 orð

Tveir stórsigrar bandarísku stúlknanna

BANDARÍSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu vann auðveldan sigur á alþjóðlegu móti í Portland sem lauk í fyrrinótt og bætti tveimur sigurleikjum og 12 mörkum í safnið. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 203 orð

VALSMENN eru á endasprettinum hvað varðar...

VALSMENN eru á endasprettinum hvað varðar að styrkja lið sitt fyrir komandi keppnistímabil en liðið ætlar sér ekkert annað en sigur í 1. deildinni í sumar. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 150 orð

Vialli býður 580 milljónir í Eið Smára

BRESKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Gianluca Vialli knattspyrnustjóri Chelsea hefði boðið Bolton 5 milljónir punda eða um 580 milljónir króna í Eið Smára Guðjohnsen. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 81 orð

Víkingur og FH til Portúgals

KVENNALIÐ FH og Víkings í handknattleik fara í æfinga- og keppnisferð til Portúgals í næsta mánuði og þar með hefst undirbúningur liðanna fyrir næsta keppnistímabil. Liðin fara út 6. júní og munu dvelja í æfingabúðum í Algarve. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 122 orð

Wednesday féll með sæmd á Highbury

SHEFFIELD Wednesday féll í gærkvöld úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið gerði jafntefli, 3:3, við Arsenal á Highbury í London. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 89 orð

Willstätt og Schutterwald sameinast

FORRÁÐAMENN þýsku handknattleiksliðanna Willstätt og Schutterwald tilkynntu á mánudag að liðin myndu sameinast. Þetta kemur mjög á óvart þar sem þessi lið eru miklir keppinautar og ekki mikil vinátta á milli áhangenda þessara liða. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 354 orð

Wuppertal vill ekki sleppa Degi og Heiðmari

FORRÁÐAMENN þýska handknattleiksliðsins Wuppertal, sem Valdimar Grímsson, Heiðmar Felixson og Dagur Sigurðsson leika með, eru ekki tilbúnir að láta Dag og Heiðmar lausa til æfinga með íslenska landsliðinu 22. maí átakalaust. Valdimar er aftur á móti meiddur og verður hugsanlega frá keppni á næstunni. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 482 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN Halldórsson er genginn til liðs...

ÞORSTEINN Halldórsson er genginn til liðs við 1. deildar lið Vals í knattspyrnu frá Þrótti R. Þorsteinn , sem lék lengi með KR og síðan FH , lagði skóna á hilluna í haust en hefur nú tekið þá fram að nýju. Meira
10. maí 2000 | Íþróttir | 139 orð

Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH,...

Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, hefur náð sér vel af bakmeiðslum sem hrjáðu hana stóran hluta síðasta árs. Meira

Úr verinu

10. maí 2000 | Úr verinu | 40 orð

Á undanþágu til 1. júlí

TALIÐ er að um 150 íslensk skip séu undanþegin kröfu um búnað til sjálfvirkrar tilkynningaskyldu en verði frumvarp samgönguráðherra um breytingar á lögunum samþykkt verður gildandi reglum breytt. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 56 orð

Beðið um tillögur frá sjómönnum

FYRSTA skrefið í undirbúningi verkefnis um langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda er að óska eftir tillögum frá sjómönnum, útgerðarmönnum og öðrum sem að öryggismálum sjómanna koma, um nauðsynlegar úrbætur sem gera þarf til að bæta og tryggja öryggi... Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 254 orð

Borða frekar fisk á veitingahúsum

FRAKKAR borðuðu minna af sjávarafurðum heima hjá sér á síðasta ári en árinu áður. Samkvæmt neyzlukönnun minnkaði fiskátið um 3,3% í magni og 1,6% í verðmætum. Alls borðuðu Frakkar um 200.000 tonn af sjávarafurðum á heimilum sínum á síðasta ári. Heildarverðmæti soðningarinnar var alls um 218 milljarðar króna. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 135 orð

Borða minna af fiski heima

MEÐALFISKNEYZLA á mann á Bretlandseyjum inni á heimilunum hefur dregizt nokkuð saman undanfarin ár. Á síðasta ári nam þessi neyzla um 144 grömmum á viku. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 66 orð

Búramok

MIKILL fjöldi frystitogara stundar nú veiðar á búrfiski á Indlandshafi. Þarna hafa fundizt ný mið að mestu á alþjóðlegu hafsvæði og er aflinn allt að 100 tonnum á dag. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 57 orð

Fiskneysla á veitingahúsum

FRAKKAR borða að jafnaði tvöfalt meira af fiski á veitingahúsum en heima hjá sér. Fiskneysla Frakka hefur vaxið um 1% að meðaltali á ári undanfarinn áratug og er nú 22 kíló að meðaltali á hvert mannsbarn á ári. Alls borðuðu Frakkar um 200. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 743 orð

Fiskurinn á undir högg að sækja á breska markaðnum

VERULEGAR breytingar eru að verða á breskum fiskiðnaði hvað varðar uppbyggingu hans og stöðu á matvælamarkaði. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 612 orð | 6 myndir

Fiskveiðar og eldi hafa mikið að segja í Víetnam

UNDIR lok nýliðins mánaðar kynnti sjávarútvegsráðuneytið í Víetnam áætlun þar sem gert er ráð fyrir að fiskeldi í landinu skili meira en tveimur milljónum tonna á ári eftir 10 ár. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 599 orð | 1 mynd

Fyrst leitað í smiðju sjómanna

FYRSTA skrefið í undirbúningi verkefnis um langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda er að óska eftir tillögum frá sjómönnum, útgerðarmönnum og öðrum sem að öryggismálum sjómanna koma, um nauðsynlegar úrbætur sem gera þarf til að bæta og tryggja öryggi sjófarenda í víðasta skilningi. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 56 orð

Heilagfiski með súpu

Lúðan er lostæti, nánast hvernig sem hún er etin, hert, soðin eða steikt. Lúðusúpan er mörgum enn í fersku minni þótt hún sé kannski ekki eins algeng á borðum okkar og áður fyrr. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 719 orð

Hæstiréttur sýknaði Lífeyrissjóð sjómanna

HÖRÐUR Magnússon telur að Lífeyrissjóður sjómanna hafi brotið á sér og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu en Hæstiréttur sýknaði Lífeyrissjóðinn af kröfum Harðar. Hann er ekki sáttur við gang mála og leggur til að útgerðarmenn greiði meira í sjóðinn til að hann geti stutt rétthafa lífeyris. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 1472 orð | 2 myndir

Kínverjar að smíða 16 skip fyrir Íslendinga

Tvær skipasmíðastöðvar í Alþýðulýðveldinu eru nú langt komnar með að bæta 16 bátum í íslenska fiskiskipaflotann. Í Guangzhou hefur verkfræðistofan Skipatækni mann sinn Sigmar Ólafsson vélfræðing í eftirliti með nokkrum þeirra. Hafliði Sævarsson fór í heimsókn til hans og spjallaði við hann um smíðar íslenskra skipa þar og lífið á þessum slóðum. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 250 orð

Kolmunnaveiði góð en nær engin sala á mjöli

Á ANNAN tug íslenskra skipa hafa verið á kolmunnaveiðum við Færeyjar að undanförnu en í gær voru átta íslensk skip að veiðum um 50 mílur fyrir sunnan Færeyjar. Veiði hefur verið mjög góð og er búið að landa um 65.000 tonnum hér á landi á vertíðinni. Um 4.500 til 4.700 kr. hafa verið greiddar fyrir tonnið upp úr sjó en mikil birgðasöfnun á sér stað vegna þess að spurn eftir mjöli hefur verið lítil sem engin. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 338 orð

Mikill viðskiptahalli Breta í verslun með fiskafurðir

ÚTFLUTNINGUR Breta á sjávarafurðum á síðasta ári varð alls um 292.000 tonn að verðmæti 550 milljónir punda eða 64,9 milljarðar íslenzkra króna. Þetta er samdráttur um 9% í magni og 7% í verðmætum, samkvæmt upplýsingum frá hinni opinberu stofnun Sea Fish Industry Authority. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 131 orð

Minna flutt út frá Noregi

ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI sjávarafurða frá Noregi á fyrsta fjórðungi ársins varð minna en á sama tíma í fyrra. Heildarverðmæti nú var 7,2 milljarðar norskra króna, um 60 milljarðar íslenzkra króna. Það er 1,2% samdráttur. Heildarútflutningur nam nú 539. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 173 orð

Minni halli á viðskiptum með fisk

VIÐKIPTAHALLI Frakka með sjávarafurðir á síðasta ári varð alls 550.300 tonn á síðasta ári. Verðmæti innfluttra fiskafurða umfram útfluttra nam 13,12 milljörðum franka eða um 136 milljörðum króna. Þetta er samdráttur í magni um 7% og 5% í verðmætum. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 477 orð

Norðmenn varir við síld

GERT er ráð fyrir að Íslendingar hefji síldveiðar úr norsk-íslenska stofninum fljótlega en fyrst og fremst er beðið eftir að fjögur rannsóknaskip finni síldina áður en haldið verður á miðin. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 97 orð | 1 mynd

Ný sóknarfæri í útgerð?

Fiskiskipið Bergur Vigfús GK 53, sem hefur legið aðgerðarlaust við bryggju í Neskaupstað frá því það lauk loðnuveiðum í febrúar sl., hefur nú fengið nýtt hlutverk um stundarsakir. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 292 orð | 1 mynd

Opið Íslandsmót í handflökun 2000

ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda í sjötta sinn Íslandsmót í handflökun á Miðbakka Reykjavíkurhafnar á "Hátíð hafsins" laugardaginn 3. júní nk., þ.e. daginn fyrir sjómannadag. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 122 orð

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 52 orð | 1 mynd

STÆRSTI STÝRISHRINGURINN

Undanfarnar fimm vikur hefur Stáltak í Reykjavík unnið við að smíða stýrishring fyrir Nasco í rækjutogarann Cape Zenith. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 134 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 133 orð

Um 150 skip með undanþágu

SKIP með takmarkaða sjósókn og skip sem hafa aðeins sumarhaffæri eru undanþegin kröfu um búnað til sjálfvirkrar tilkynningaskyldu skv. lögum nr. 40/1977 um tilkynningaskyldu íslenskra skipa og sbr. breytingarlög nr. 39/1999, sem enn eru í gildi. Áætlað er að um 150 skip sé að ræða en í frumvarpi samgönguráðherra um breytingar á lögunum er gert ráð fyrir að gildandi reglum um skip með sumarhaffæri verði breytt. Verði frumvarpið að lögum er fyrirhuguð gildistaka miðuð við 1. júlí í sumar.. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 68 orð

VERÐ á ferskum sjávarafurðum var í...

VERÐ á ferskum sjávarafurðum var í hámarki á árinu 1997 í kjölfar kúafársins og eftirspurn jafnframt mikil. Þá gætti hins eilífa lögmáls að hátt verð dró úr eftirspurn og með minni eftirspurn féll verðið. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 141 orð

Verðið hækkar og minna selt

VERÐ á fiski er sá þáttur, sem ræður hvað mestu um það í hve miklum mæli hann er keyptur og etinn. Meira
10. maí 2000 | Úr verinu | 72 orð | 1 mynd

Þverfaglegt og hagnýtt nám

Jenný Dögg Björgvinsdóttir er útibússtjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri en útibúið er í nánu samstarfi við Háskólann á Akureyri . Hún útskrifaðist árið 1997 og starfaði að námi loknu hjá Hólmadrangi hf. Meira

Barnablað

10. maí 2000 | Barnablað | 41 orð | 1 mynd

Frænkumynd

ÞETTA eru ég (Birna) og Berglind frænka mín á myndinni. Amma mín geymir alltaf Myndasögur Moggans og svo æfi ég mig að teikna þegar ég kem í heimsókn til hennar og afa. Með kveðju, Birna Mjöll Styrmisdóttir, 6 ára, Drafnarstíg 2a, 101... Meira
10. maí 2000 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Hrædd við hvað?

MÝSLA litla er óskaplega hrædd við eitthvað, sem er heldur ógreinilegt á að líta. Dragið strik frá punkti til punkts. Byrjið á nr. 1 og endið á nr. 62 og myndin ætti að... Meira
10. maí 2000 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Hunda- og kattakeppni

PERLA Kolka Pálsdóttir, 8 ára, Bogahlíð 10, 105 Reykjavík, gerði þessa mynd af keppni í fegurð og atgervi hunda og... Meira
10. maí 2000 | Barnablað | 54 orð | 1 mynd

Krossgáta Sigrúnar Ellu

TÍU ára Vestmannaeyingur, Sigrún Ella Ómarsdóttir, Stakkholti, sendi okkur skemmtilega krossgátu. 1 Kemur þegar maður dettur. 2 Notað í hár. 3 Það sem maður skreytir fyrir jólin. 4 Dýr með hár, langt skott og lifir að mestu í trjám. Meira
10. maí 2000 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Krókótt leið að kringlu

HVAÐA leið er sú eina rétta að kringlu... Meira
10. maí 2000 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Kötturinn hugsi

ÞESSA bráðskemmtilegu mynd af ketti, sem veltir hlutunum fyrir sér, gerði Saga Ólafsdóttir, 11 ára, Höfðagötu 13,... Meira
10. maí 2000 | Barnablað | 5 orð | 1 mynd

Lausnin svarthvíta

SVONA líta þeir út, reitirnir... Meira
10. maí 2000 | Barnablað | 56 orð | 1 mynd

Meistarar Manchester United

ÞAÐ er vel við hæfi að birta þessa mynd í tilefni af meistaratitli Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu annað árið í röð. Því miður er nafn höfundarins glatað en myndin er jafngóð samt sem áður. Meira
10. maí 2000 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Svarthvítt kerfi

FORMIN sem hér sjást eru búin til eftir ákveðnu kerfi. Reynið að sjá út hvernig form eiga að vera í auðu reitunum. Sjá lausn annars... Meira
10. maí 2000 | Barnablað | 94 orð | 1 mynd

VEGNA mistaka við vinnslu síðustu Myndasagna...

VEGNA mistaka við vinnslu síðustu Myndasagna Moggans birtist vitlaust netfang hjá Guðrúnu Sigurðardóttur. Meira

Viðskiptablað

10. maí 2000 | Netblað | 105 orð

120 milljónir hafa verslað á Netinu

Búist er við að um 120 milljónir netnotenda, eða 40% þeirra sem nota Netið, hafi þegar verslað á Netinu, eða allt frá því að viðskipti á Netinu hófust að einhverju marki fyrir fáeinum árum. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 1520 orð | 4 myndir

1.500 forrit á spottprís

Í seinni tíð hefur fjölgað þeim stýrikerfum sem almennum notendum standa til boða og flest eru þau ókeypis. Árni Matthíasson skoðaði nýja útgáfu SuSE Linux og segir að öllum sé hollt að líta í kringum sig. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 123 orð | 1 mynd

16 milljónir pöntuðu farmiða á Netinu

Einn helsti vaxtarbroddurinn á Netinu undanfarin ár tengist ferðaþjónustu, en á síðasta ári pöntuðu 16,5 milljónir flugfar í gegnum Netið og 52,2 milljónir nýttu það til þess að skipuleggja ferðalagið sitt. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 180 orð | 1 mynd

allt annað líf

Jón Árni Bjarnason nemur verkfræði við Háskóla Íslands og býr á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið þeim sögulega Gamla garði við Hringbraut, hvar margt stórmennið hefur búið á námsárum sínum. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 24 orð

atvinnumiðstöð stúdenta

Atvinnumiðstöð stúdenta nýtir möguleika Netsins mjög og á heimasíðu hennar er unnt að útbúa ferilskrá, kanna hvaða störf eru í boði og ganga frá umsókn. www.fs. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 21 orð

Beintengdir stúdentar

Hægt er að panta ferðir hjá ferðaskrifstofunni, bækur hjá bóksölunni, sækja um húsnæði hjá Stúdentagörðum og atvinnu í Atvinnumiðstöðinni með aðstoð... Meira
10. maí 2000 | Netblað | 91 orð

bóksala stúdenta

Bóksala stúdenta setti upp vef sinn fyrir fimm árum. Í byrjun var boðið upp á sérpantanaþjónustu gegnum síðuna, auk þess sem tölvubókalisti verslunarinnar var birtur þar í heild sinni. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 96 orð | 1 mynd

Bráðavaktin áfram á skjánum

BÚIÐ er að tryggja það að læknar og annað starfsfólk Bráðavaktarinnar verði áfram á skjánum allt til ársins 2004. Það er sjónvarpsstöðin NBC sem hefur gengið frá slíkum samningi við framleiðendur þáttanna sem fá nokkrar milljónir fyrir vikið. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 35 orð

Corel Linux

Það vakti að vonum athygli þegar spurðist að Corel hygðist setja saman eigin Linux-dreifingu. Sú hefur og orðið gríðarlega vinsæl, ekki síst fyrir það hve uppsetning er auðveld. Nýjasta útgáfa er með 2.2.14 kjarnanum. Sjá: linux.corel. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 34 orð

Dreifingasafn

Á SLÓÐINNI www.linux.org/dist/english.html er að finna frekari upplýsingar um ólíkar dreifingar, en þar er talin upp 31 dreifing sem og fimmtán sérhæfðar til viðbótar, meðal annars fyrir PowerPC örgjörva, Windows, radíóamatöra og svo má... Meira
10. maí 2000 | Netblað | 332 orð | 1 mynd

einn á einn við Michael Jordan

EA Sports, sem hefur lengi verið ráðandi á íþróttaleikjamarkaðinum, gaf nýlega út nýjan NBA-leik sem nefnist NBA Live 2000. Leikurinn þarfnast minnst 166 Mhz tölvu með 16 MB innra minni, fjögurra hraða geisladrifi og 205 MB á hörðum diski. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 556 orð

Eru orðin háð tölvunni

N emendurnir Arnfinnur Daníelsson, Anna Ingadóttir, Hermann Guðmundsson, Helga Sveinbjörnsdóttir, Ásthildur Magnúsdóttir og Ólafur M. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 121 orð

fartölvur N emendur við Samvinnuháskólann á...

fartölvur N emendur við Samvinnuháskólann á Bifröst eru með fartölvur á lofti hvar sem litið er, en fyrir skemmstu var þar tekið í notkun þráðlaust fartölvukerfi. Nemendur hafa tekið breytingunum opnum örmum. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 32 orð

félagsstofnun stúdenta

Félagsstofnun stúdenta (FS, stofnuð 1968) hefur haft sérstaka heimasíðu síðan 1997, en áður höfðu tvær deildir hennar, Bóksala stúdenta, og Ferðaskrifstofa stúdenta, nýtt sér möguleika Netsins og starfrækt eigin síður um tíma. www.fs. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 34 orð

Fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva...

Fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Stokkhólmi 13. maí eru Einar Ágúst og Telma Ágústsdóttir. Bette Midler og Dennis Farina endurvekja ástareldinn á Bíórásinni og Michael J. Fox þakkar fyrir sig. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 21 orð

Gateway Profile á markað

Gateway, sem er meðal stærstu tölvuframleiðenda heims, hefur gefið út Gateway Profile-tölvuna, en Evrópufrumsýning tölvunnar var haldin hér á landi fyrir... Meira
10. maí 2000 | Netblað | 387 orð

Gæði verkefna aukast

B jarni Jónsson lektor hefur starfað við Samvinnuháskólann á Bifröst í fjögur ár. Hann segir að á þessum tíma hafi öll tölvunotkun og nýting upplýsingatækni almennt aukist mikið við háskólann. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 562 orð | 1 mynd

Íslenskt hótelbókunarkerfi til útflutnings

F yrirtækið Hospitality Solution Center (HSC), hefur undanfarið ár unnið við þróun á bókunarkerfum fyrir hótel og önnur ferðatengd fyrirtæki sem tengjast Netinu. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 462 orð | 1 mynd

Leikari hlaðinn persónutöfrum

H INN knái og barnslegi leikari Michael J. Fox skaust upp á stjörnuhimininn sem táningur á tímaflakki í myndunum Aftur til framtíðar eða Back to the Future. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 431 orð | 1 mynd

Lengi lifir í gömlum glæðum

RÓMANTÍSKA gamanmyndin That Old Feeling er kvikmynd mánaðarins á Bíórásinni. Það eru þau Bette Midler og Dennis Farina sem fara með aðalhlutverkin en Carl Reiner, faðir leikarans Rob Reiner leikstýrir myndinni. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 122 orð

Lucas lætur undan þrýstingi

LGeorge Lucas, höfundur Star Wars-kvikmyndaseríunnar, hefur látið undan aðdáendum myndanna og ákveðið að gefa fyrsta hlutann út á DVD-formi. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 36 orð

Mandrake

Mandrake-menn hafa fyrir sið að endurbæta RedHat og dreifa síðan sjálfir. Það hefur og gengið bráðvel og Mandrake dreifingar eru margverðlaunaðar. Menn bíða nú spenntir eftir útgáfu Mandrake 7.1 sem er reyndar komin í betu. Sjá: www.linux-mandrake. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 874 orð | 2 myndir

með fartölvur á lofti

Nemendur í Samvinnuháskólanum á Bifröst eru hvar sem litið er með fartölvur á lofti; í prófi, í setustofunni, sést hefur til nemenda ganga á milli húsa með fartölvuna opna og sumir fara með tölvuna í rúmið í staðinn fyrir bækur. Ásdís Haraldsdóttir komst að því að lífið í skólanum hefði tekið miklum breytingum eftir að þar var tekið í notkun þráðlaust fartölvukerfi . Meira
10. maí 2000 | Netblað | 114 orð

Netið bannað í Burma

gHerforingjastjórn í Asíuríkinu Myanmar, áður Burma, vill ekki leyfa almenningi aðgang að Netinu. Lög voru sett í landinu árið 1996 um að þeir sem ættu mótald til þess að komast á Netið yrðu dæmdir í sjö til 15 ára fangelsi. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 378 orð | 1 mynd

netið nýtt á marga vegu

Netið og nýting þess skipa sífellt stærri sess í starfsemi Félagsstofnunar stúdenta, að sögn Rebekku Sigurðardóttur kynningarfulltrúa. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 672 orð

netin lögð fyrir ferðamenn

Ferðaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum á Netinu en talið er að hún muni margfaldast að verðgildi á næstu árum. Íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugbúnaðarfyrirtæki sem bjóða lausnir fyrir þann markað eru ekki undanskilin og hafa fylgt kalli tímans og haslað sér völl á Netinu. Gísli Þorsteinsson kynnti sér veruleika íslensku ferðaþjónustunnar á Netinu og komst að því að slíkri starfsemi hefur verið tekið opnum örmum hérlendis sem erlendis. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 173 orð

ódýrt að kaupa bíla á Netinu

B andaríkjamenn sem kaupa bíla í gegnum Netið eru sagðir geta sparað sér talsverða fjárhæð í stað þess að kaupa farartæki á hefðbundnari hátt. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 99 orð

Pantanir á síðustu stundu

Þarftu að panta gistingu, flugfar, miða í leikhús eða panta borð á veitingahúsi í París eða Lundúnum eða í Bandaríkjunum? Skoðaðu þá www.lastminute.com. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 29 orð

RedHat

RedHat er vinsælasta dreifingin vestan hafs, þó Corel sé ekki langt undan. RedHat er mjög vinsæl dreifing í uppsetningu á vefþjónum. Nýjasta útgáfa er 6.2 með 2.2.14 kjarnanum. Sjá: www.redhat. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 417 orð | 1 mynd

risastórir tómatar og ristað brauð

Ubi Soft, sem frægast er fyrir leikinn Rayman og Rayman 2, hefur nú gefið út nýjan borðaleik. Leikurinn nefnist Tonic Trouble og átti víst upprunalega að vera sýningarforrit fyrir Rayman 2. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 38 orð

Slackware

Fyrsta útgáfa af Slackware kom út 1992 og margir fengu fyrst nasasjón af Linux í Slackware-búningi. Þykir snúin fyrir ókunnuga en að sama skapi öflug og stöðug. Nýjasta útgáfa er 7.0, en í henni er 2.2 kjarninn. Sjá: www.slackware. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 118 orð | 1 mynd

Steve Martin í sjónvarpið

GRÍNARINN Steve Martin er að fara að gera þætti fyrir sjónvarp en hann var framleiðandi þáttanna Leo & Liz in Beverly Hills sem sýndir voru við litlar vinsældir árið 1986. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 97 orð | 1 mynd

Strandverðir tíu ára

AÐSTANDENDUR þáttanna Strandverðir fögnuðu á dögunum tíu ára afmæli þáttanna sem hafa allt frá því þeir fóru fyrst í loftið notið mikilla vinsælda um allan heim. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 30 orð

stúdentagarðar

Stúdentagarðar. Sækja má um húsnæði á Stúdentagörðum gegnum heimasíðu þeirra, sem nýlega hefur verið endurbætt. Þetta kemur ekki síst stúdentum af landsbyggðinni vel, en þeir hafa löngum verið stór hluti garðbúa. www.fs. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 29 orð | 1 mynd

Stýrikerfum, sem fólki stendur til boða...

Stýrikerfum, sem fólki stendur til boða frítt á Netinu, hefur fjölgað í seinni tíð. Linux-framleiðandinn hefur sótt í sig veðrið, en ný útgáfa SuSe Linux er kominn á markað. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 961 orð | 2 myndir

Telma og Einar Ágúst

S ÖNGVAKEPPNI evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í 45. sinn á laugardaginn í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 120 orð

Tölvupóstur sendur með penna

Í framtíðinni verður hægt að nota skó sem hljóðfæri og senda tölvupóst með penna, að því er fram kom á ráðstefnu Intel-fyrirtækisins. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 437 orð

tölvuþrjótar valda usla á Netinu

vÁstarveiran, vírus sem réðst á tölvupóstkerfi og hrelldi töluvkerfi um víða veröld síðastliðinn fimmtudag, er nýjasta útspil tölvuþrjóta á Netinu. Útbreiðsla ástarveirunnar og afbrigða hennar er sögð vera sú hraðasta sem um getur í sögu tölvuvírusa. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 739 orð | 1 mynd

vel heppnað skref í rétta átt

Evrópufrumsýning var hér á landi á nýrri tölvu frá Gateway á dögunum. Gísli Árnason kynnti sér Gateway Profile, en aðal vélarinnar er, að hans mati, það að hún er lítið stærri en þunnur kristalsskjár. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 408 orð | 1 mynd

Velti yfir milljarði

B ÓKUNARMIÐSTÖÐIN er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa haslað sér völl í alhliðabókunarþjónustu á Netinu, www.discovericeland.is. Vefurinn hefur að sögn forráðamanna fengið góðar viðtökur - hérlendis sem erlendis. Meira
10. maí 2000 | Netblað | 86 orð

Þjóðverjar netvæðast

Þjóðverjar hafa tekið Netinu opnum örmum undanfarna mánuði en notkun hefur aukist um 50% á sex mánuðum, að því er fram kemur í könnun Gfk Online-Monitor. 15,9 milljónir Þjóðverja hafa aðgang að Netinu, þar af 21% heimila í landinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.