Greinar miðvikudaginn 26. janúar 2005

Fréttir

26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 106 orð

Af formannsslag

Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit leit inn á Leirinn, póstlista hagyrðinga, og sá að firnin öll af vísum voru í pósthólfinu: Leirinn hér og leirinn þar látlaust eru menn að ríma; þetta er meira en mokað var úr Mývatni á sínum tíma. Meira
26. janúar 2005 | Innlent - greinar | 1146 orð | 1 mynd

Alltaf að hugsa um næsta spor

Helgi Tómasson fagnar tuttugu ára starfsafmæli sem stjórnandi San Francisco-ballettsins í dag. Inga María Leifsdóttir sló á þráðinn vestur og ræddi við Helga um hvað honum væri efst í huga á þessum tímamótum. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð

Allt gert til að svipað atvik gerist ekki aftur

SVEINN H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir alveg ljóst að vinnureglum hafi ekki verið fylgt í kjölfar slyssins og ekki hafi verið farið eftir þeim ferlum og gæðastöðlum sem stofnunin hafi tekið upp. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 129 orð

Athugasemd vegna fréttar um krabbameinsmeðferð

SIGURÐUR Böðvarsson, lyf- og krabbameinslæknir á lyflækningadeild krabbameina Landspítala - háskólasjúkrahúsi, hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd vegna fréttarinnar "Lyfjameðferð samfara skurðaðgerð eykur lífslíkur" sem birtist á bls. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 259 orð

Aukið fylgi við Fogh

STJÓRN Anders Fogh Rasmussen styrkir stöðu sína í kosningunum sem fram fara í Danmörku 8. febrúar ef marka má skoðanakönnun sem birt var í gær. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Ákall frá gísli í Írak

AL-Jazeera -sjónvarpsstöðin arabíska sýndi í gær myndir af Bandaríkjamanni, sem verið hefur gísl í Írak frá því í nóvemberbyrjun. Á myndbandinu biður hann leiðtoga arabaríkjanna að koma sér til hjálpar. Manninum, sem heitir Roy Hallums, var rænt 1. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Ber sig eftir björginni

Flúðir | "Allt er hey í harðindum", gæti hann verið að hugsa þessi vetrarlegi hestur þar sem hann hámaði í sig valda bita úr heyrúllu á dögunum, í girðingu rétt vestan við Flúðir. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 213 orð

Betri tannheilsa 25-34 ára

HLUTFALL 25 til 34 ára Íslendinga sem voru með allar fullorðinstennurnar, 28 eða fleiri, hækkaði marktækt frá 1990 til 2000. Árið 1990 voru 62,6% með allar fullorðinstennurnar, árið 1995 var hlutfallið 71,6% og 72,3% árið 2000. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Biðin eftir strætó stytt

ÞAÐ styttir talsvert biðina eftir strætó þegar maður hefur einhvern til að spjalla við. Ekki síst þegar dimmt er í veðri og blautt. Þessir einstaklingar, sem urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins, virtust djúpt sokknir í eitthvert mikilvægt málefni. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Danaprinsessa útnefnir íslenska H.C. Andersen-sendiherra

BENEDIKTA Danaprinsessa mun útnefna þau Vigdísi Finnbogadóttur og Einar Má Guðmundsson sérstaka H.C. Andersen-sendiherra við hátíðlega athöfn í Reykjavík á fimmtudag. Útnefningarnar byggjast m.a. á þátttöku Vigdísar og Einars Más í verkefninu H.C. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 66 orð

Dæmdur fyrir að slá lögreglumann

TÆPLEGA fimmtugur maður var í gær dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögreglumann í andlitið með þeim afleiðingum að hann bólgnaði á nefi og hlaut sár innanvert á efri vör. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 1554 orð | 4 myndir

Efast um að stytta megi nám í framhaldsskólum

Allnokkrar efasemdir virðast ríkja hjá nokkrum skólameisturum framhaldsskólanna um gagnsemi þess að stytta nám á framhaldsskólastigi um ár. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 660 orð | 1 mynd

Ekki brugðist við vísbendingum um alvarleg einkenni

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ telur að vistmaður á dvalarheimili Hrafnistu, sem lést af völdum höfuðhöggs í nóvember 2004, hafi ekki fengið þá meðferð sem ætlast hefði mátt til af heilbrigðisstarfsfólki á Hrafnistu. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Eldað úr íslenskum skötusel

ÍSLENSKUR skötuselur er eitt af undirstöðuhráefnunum í Bocuse d'Or-matreiðslukeppninni í Lyon í Frakklandi, sem hófst í gær. Tuttugu og fjórar þjóðir hafa rétt til þátttöku í keppninni. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 184 orð

Fella niður fasteignagjöld aldraðra

Akranes | Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur ákveðið að fella niður fasteignaskatt og holræsagjald á árinu 2005, allt að um 41 þúsund krónum, hjá elli- og örorkulífeyrisþegum sem ekki hafa hærri tekjur en lágmarkstekjur almannatrygginga fyrir hjón og... Meira
26. janúar 2005 | Minn staður | 279 orð | 1 mynd

Fjölfari í notkun á flugvelli

"BAÐKAR á hjólum" var heiti sem notað var yfir nýja tækið sem Flugmálastjórn afhenti Slökkviliði Akureyrar til notkunar í gær, en um er að ræða svonefndan "fjölfara", sambland af litlum bíl, báti og snjósleða. Meira
26. janúar 2005 | Minn staður | 392 orð

Gríðarleg óánægja bæjarstarfsmanna

Hafnarfjörður | Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar skoraði nýverið á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að segja sig úr launanefnd sveitarfélaga nú þegar og taka upp sjálfstæða samninga við starfsfólk. Meira
26. janúar 2005 | Minn staður | 255 orð

Hagræðing og samdráttur í þjónustu og framkvæmdum

FJÁRHAGSÁÆTLUN Ólafsfjarðarbæjar fyrir árið 2005 einkennist af frekari hagræðingu í rekstri, samdrætti í þjónustu og framkvæmdum í algeru lámarki. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 552 orð | 1 mynd

Hagvöxtur á árinu yfir áætlunum

HAGVÖXTUR á þessu ári verður 5,5% samkvæmt nýrri spá fjármálaráðuneytisins, eða 0,5% meiri en haustspá ráðuneytisins gerði ráð fyrir. Árið 2006 er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 4,7%, sem er 0,2% meira en í haustspánni. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Helförin gleymist ekki

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, segir að þjóðin muni aldrei láta minningu fórnarlamba Helfararinnar falla í gleymsku. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Hundakúnstir í snjónum

HUNDURINN Fantur líður enga yfirgangssemi og lætur í sér heyra ef honum finnst að sér vegið. Fantur og Kata tókust hressilega á og voru með hundakúnstir í snjónum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið fram hjá þeim. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Iceland Express hefur flug til Þýskalands

ICELAND Express áformar að hefja áætlunarflug til Frankfurt/Hahn-flugvallarins í Þýskalandi í lok maí eða byrjun júní næstkomandi. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 197 orð

Impregilo fær 24 Kínverja og Fosskraft 19 Pólverja

EFTIR nokkurt hlé byrjar Vinnumálastofnun að gefa út atvinnuleyfi fyrir útlendinga að nýju í dag. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Íraskir lögreglumenn sakaðir um pyntingar

ÍRASKIR öryggissveitamenn pynta fanga sína með líkum hætti og gert var á stjórnarárum Saddams Husseins. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Ísjaki strandar á Ströndum

Gríðarstór borgarísjaki hefur verið að lóna inn Húnaflóann síðustu vikur og hefur strandað við bæinn Hvalsá við mynni Steingrímsfjarðar. Nokkrir tugir metra eru ofan sjávarmáls svo ekki er um smáflikki að ræða. Meira
26. janúar 2005 | Minn staður | 81 orð | 1 mynd

Íþróttamaður ársins annað árið í röð

Mosfellsbær | Heiðar D. Bragason, golfmaður úr Golfklúbbnum Kili, var kjörinn íþróttamaður Mosfellsbæjar árið 2004 á dögunum, en hann var einnig íþróttamaður Mosfellsbæjar árið 2003. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 127 orð

Kannabisræktandi hlaut skilorðsbundinn dóm

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan mann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ræktun á kannabisplöntum í gamalli kartöflugeymslu í Ártúnsbrekku. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 133 orð

Karlar í klúbb

Saumaklúbbar í Árneshreppi eru taldir dáldið sérstakir vegna þess að körlum er boðið í þá líka og hefur það tíðkast til margra ára að því er fram kemur á vefnum strandir.is. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Kreditkortavelta erlendis jókst um 17,4%

KREDITKORTAVELTA íslenskra Mastercard-korthafa erlendis jókst um 17,4% á milli áranna 2003 og 2004. Árið á undan var aukningin um 6,8%. Alls var heildarnotkunin erlendis fyrir árið 2004 tæpir sjö milljarðar kr. en var rétt rúmur 5,1 milljarður árið 2003. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 241 orð

Krefst 443 milljóna króna vegna taps

KB BANKI hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem krafist er að Mjólkurfélag Reykjavíkur greiði bankanum samtals 443 milljónir króna vegna taps sem bankinn varð fyrir vegna kaupa á Fóðurblöndunni árið 2001. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 254 orð

Krefst 94 milljóna vegna vanefnda

NORSKUR maður, eigandi fyrirtækisins Scandinavian Historic Flight (SHF), hefur stefnt Arngrími Jóhannssyni, öðrum aðaleiganda flugfélagsins Atlanta, og krefst þess að hann greiði honum 94 milljónir fyrir að standa ekki við samning sem hann segir að... Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 743 orð | 2 myndir

Kröfðust svara á þinginu um Írak

ÍRAKSMÁLIÐ kom aftur til umræðu við upphaf þingfundar á Alþingi í gær, er Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs og spurði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að því hvort rétt væri að íslensk stjórnvöld hefðu gefið leyfi til... Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 120 orð

Læra stuttmyndagerð | Nærri þrjátíu unglingar...

Læra stuttmyndagerð | Nærri þrjátíu unglingar í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi eru nú langt komnir með grunnnám í stuttmyndagerð en það starf er metið til einkunna í valgreinum Grunnskóla Borgarness í samstarfi við félagsmiðstöðina. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð

Lögbann sýslumanns staðfest

SÝSLUMAÐURINN á Ísafirði staðfesti í gær lögbann sem hann setti á framleiðslu, sölu og notkun á fiskflokkunarvél sem fyrirtækið 3X Stál á Ísafirði hafði framleitt. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 75 orð

Málþing um hættur á hafsbotni

HÆTTUR á hafsbotni er yfirskrift málþings sem Háskóli Íslands efnir til í dag um jarðfræði hamfaranna í Asíu 26. desember sl. og hættu á flóðbylgjum við Ísland. Málþingið er haldið í Öskju kl. 16-18. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 85 orð

Málþing um skipulagsmál

SKIPULAGSSTOFNUN stendur fyrir málþingi laugardaginn 29. janúar, á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 9-13 um samráð við skipulagsgerð og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Til málþingsins er boðið þeim sem hafa áhuga á samráði, s.s. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Mikið um rangfærslur í fjölmiðlaumfjöllun

YFIRSKRIFT skýrslu Hallgríms Sigurðssonar, fyrrverandi yfirmanns alþjóðaflugvallarins í Kabúl, vegna árásarinnar sem gerð var á íslenska friðargæsluliða í borginni hinn 23. október sl., er "Trúnaðarmál. Meira
26. janúar 2005 | Minn staður | 151 orð | 1 mynd

Nýbyggingar við Lækinn kynntar

Hafnarfjörður | Fyrirhugaðar nýbyggingar við Lækinn í Hafnarfirði verða kynntar fyrir áhugasömum á opnum fundi nk. sunnudag. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 120 orð

Nýr snjóblásari | Hreppsnefnd Kelduneshrepps hefur...

Nýr snjóblásari | Hreppsnefnd Kelduneshrepps hefur fest kaup á snjóblásara, "enda höfum við Keldhverfingar verið illilega minntir á hvar við erum staðsettir á hnettinum, en margir höfðu gleymt því í hinum mildu vetrum undanfarið", segir í... Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 106 orð

Ólafur 17. vinsælasti myndlistarmaður heims

ÓLAFUR Elíasson er í 17. sæti yfir vinsælustu myndlistarmenn heims árið 2004, samkvæmt netmiðlinum Artfacts.net. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ósátt við áætlun um Norðausturveg

Raufarhöfn | Sveitarstjórn Raufarhafnarhrepps fjallaði á fundi nýlega um framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar um Norðausturveg og kom þar fram að hún er ósátt við áætlunina. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

"Ég blygðast mín vegna hinna myrtu"

ÞESS var minnst víða um heim í gær að á morgun verða liðin 60 ár frá frelsun Auschwitz-fangabúðanna árið 1945 en um ein og hálf milljón gyðinga lét lífið í gasklefum nasista í seinni heimsstyrjöld. Meira
26. janúar 2005 | Minn staður | 327 orð | 2 myndir

"Geri bara það sem mig langar til"

Siglufjörður | "Ég geri það sem mig langar til, til þess að hafa gaman af," segir Fríða B. Gylfadóttir á Siglufirði. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

"Get ekki vanist þessari ásjónu"

VIKTOR Jústsjenko, nýr forseti Úkraínu, segist enn ekki hafa vanist því andliti sem blasir við honum er hann horfir í spegil - en sem kunnugt er var Jústsjenko byrlað eitur í aðdraganda forsetakosninganna í Úkraínu með þeim afleiðingum að andlit hans... Meira
26. janúar 2005 | Minn staður | 713 orð | 1 mynd

"Stefnum að því að bæta við stjörnu"

Keflavík | "Við hlökkum til hverrar æfingar en það er alltaf gott að koma hingað til Keflavíkur, kaffið hennar Ellu er best," sögðu meðlimir þjóðlagasveitarinnar South river band þegar þeir komu suður í síðustu viku til að æfa, en þeir... Meira
26. janúar 2005 | Minn staður | 218 orð

"Tækifærið verður að vera fyrir hendi"

SIGURÐUR Hermannsson, umdæmisstjóri Norðurlandsumdæmis Flugmálastjórnar, telur mjög brýnt að ráðast í lengingu Akureyrarflugvallar. Hann sagði að lenging brautarinnar væri ekki inni á samgönguáætlun en unnið væri að því að koma málinu á dagskrá. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 187 orð

"Ætlum stofnuninni að læra af þessu"

HJÁ Landlæknisembættinu er álitið á viðbrögðum starfsmanna Hrafnistu flokkað sem aðfinnsla. Með álitinu og ábendingum sem komið hefur verið á framfæri við stjórnendur Hrafnistu er málinu lokið af hálfu embættisins. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð

Rafmagnslaust í Borgarfirði

RAFMAGNSLAUST varð frá Varmalandi að Bifröst í um 45 mínútur um klukkan 19.30 í gær. Að sögn starfsmanns Rarik í Borgarnesi hafði verktaki, sem vann að framkvæmdum við Stóruskóga skammt frá Borgarnesi, sprengt í sundur línu. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 128 orð

Ráðherra fær jákvæð viðbrögð frá framhaldsskólum

UNDANFARNA daga hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnt í framhaldsskólum skýrslu um styttingu náms til stúdentsprófs, og segir Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, að skýrslan hafi fengið jákvæð viðbrögð í... Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 374 orð

Ríkissjóður sýknaður af kröfu Ástþórs Magnússonar um miskabætur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfu Ástþórs Magnússonar um miskabætur fyrir að hafa sætt gæsluvarðhaldi að ósekju. Krafðist Ástþór tveggja milljóna króna í bætur. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 91 orð

Ræningjar höfðu samband

FJÖLSKYLDA sænska forstjórans Fabians Bengtssons hefur samband við þá, sem rændu honum fyrir um tíu dögum. Kom þetta fram á vefsíðu fjölskyldufyrirtækisins, Siba, í gær. Bengtsson var rænt er hann var á leið til vinnu sinnar í Gautaborg 17. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 172 orð

Sagan af eplinu dýra

BRESKIR fjölmiðlar segja að málarekstur lögreglunnar í norðurhluta Englands gegn konu, sem stöðvuð var í umferðinni og sektuð fyrir að borða epli undir stýri, hafi kostað skattborgara tíu þúsund pund, um 1,2 milljónir íslenskra króna. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 145 orð

Segir alltof marga búa við fátækt

JÓHANNA Sigurðardóttir og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðir gegn fátækt. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að grípa til aðgerða til að sporna við fátækt. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

Skilyrði um heilbrigðisvottorð og aukin starfsréttindi

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra kynnti nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Verður reglugerðin gefin út fljótlega en hún hefur verið í undirbúningi um tíma. Þar er m.a. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Stuttmynd Sigurjóns fær Óskarstilnefningu

STUTTMYND sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, en verðlaunaafhendingin fer fram 27. febrúar nk. Að sögn Sigurjóns er þetta í fyrsta sinn sem hann sjálfur er tilnefndur til Óskarsverðlauna. Meira
26. janúar 2005 | Minn staður | 63 orð

Styrkja endurbætur

Reykjavík | Gatnamálastofa auglýsti sl. helgi styrki til endurgerðar heimtraða á einkalóðum íbúðarhúsa sem hafa áhvílandi kvaðir um umferðarrétt annarra. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 686 orð | 2 myndir

Súnní-arabar í Írak sundraðir

Fréttaskýring | Þótt helsti stjórnmálaflokkur súnní-araba hafi ákveðið að sniðganga kosningarnar í Írak á sunnudag ljær hann máls á að taka þátt í því að semja nýja stjórnarskrá og mynda ríkisstjórn. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 448 orð | 2 myndir

Svæði norðan Vatnajökuls felld inn í þjóðgarðinn

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra, að unnið verði að undirbúningi að því að fella landsvæði norðan Vatnajökuls inn í framtíðar Vatnajökulsþjóðgarð í samráði við heimamenn og aðra hagsmunaaðila. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 53 orð

Sæluvikan ákveðin | Sæluvikan á Sauðárkróki...

Sæluvikan ákveðin | Sæluvikan á Sauðárkróki mun hefjast sunnudaginn 24. apríl og ljúka sunnudaginn 1. maí. Hefðbundnir þættir í þessari árlegu menningar- og listahátíð Skagfirðinga verða á sínum stað s.s. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Talið að yfir 280.000 hafi farist í hamförunum

STJÓRNVÖLD í Indónesíu áætla nú, að allt að 220.000 manns hafi farist í hamförunum í Suður-Asíu fyrir mánuði og er þá heildartalan þar og í öðrum löndum við Indlandshaf komin í 280.000 manns. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 262 orð

Tekjur vegna íbúðakaupa áætlaðar 4 milljarðar

HEILDARTEKJUR ríkissjóðs af stimpilgjöldum jukust um 2,7 milljarða króna á síðasta ári. Þá námu gjöldin alls um 6,4 milljörðum króna en voru 3,7 milljarðar árið 2003. Þetta kemur fram í svari Geirs H. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð | 2 myndir

Tveir sendiherrar hætta

TVEIR sendiherrar í íslensku utanríkisþjónustunni hafa ákveðið að hætta að eigin ósk, að því er fram kemur á vefsíðu utanríkisráðuneytisins. Þetta eru þeir Ingimundur B. Sigfússon og Björn Dagbjartsson. Ingimundur B. Sigfússon hættir um næstu mánaðamót. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 28 orð

Tveir sækja um embætti forstjóra

EMBÆTTI forstjóra Útlendingastofnunar hefur verið auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 22. janúar 2005. Tvö sóttu um embættið; Hildur Dungal lögfræðingur og Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri og... Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Tvöföldun á skipakomum á 5 árum

INN- og útflutningur um Grundartangahöfn hefur aukist um 65% frá árinu 1999 og fjölda skipa um 94% og er höfnin umsvifamest í tonnum talið, næst á eftir Reykjavíkurhöfn. Meira
26. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 276 orð

Vaxandi áhyggjur af því að verðbólan springi

VAXANDI áhyggjur eru af hækkunum á verði fasteigna á meginlandi Evrópu og varaði Seðlabanki Evrópu nýverið við því að hætta væri á því að verðbólan spryngi í nokkrum löndum Evrópusambandsins með tilheyrandi neikvæðum áhrifum fyrir fjárhag heimilanna og... Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 274 orð

Vinnutíminn eins og hjá öðrum háskólastéttum

BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ vinna nú að því að gera sérsamning sem væntanlegir starfsmenn við hinn nýja Sjálandsskóla geta gengið inn í í stað þess að fara eftir samningi sem launanefnd sveitarfélaganna gerði við Kennarasamband Íslands. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Þakkaði Evrópuráðinu fyrir framlag til lýðræðisþróunar

VIKTOR Jústsjenko, nýkjörinn forseti Úkraínu, hélt erindi á Evrópuþinginu sem nú stendur yfir í Strassborg. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Eingöngu verða á dagskrá undirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð

Þjóðgarðurinn er um 10% af stærð landsins

Í TILKYNNINGU frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að Vatnajökulsþjóðgarður verði um 10% af stærð landsins og fjölbreytilegur að náttúru. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 337 orð

Þurfti að veita aðgang að hluta skýrslunnar

MEÐ úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nýlega var blaðamanni Morgunblaðsins veittur aðgangur að hluta af skýrslu Hallgríms Sigurðssonar. Sá hluti skýrslunnar sem ekki fékkst afhentur var talinn falla undir undanþáguákvæði upplýsingalaga. Meira
26. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 692 orð | 1 mynd

Þýðir breytta ásýnd og lit

Langisjór, þetta dimmbláa langa vatn sem liggur 18 km langt milli fjallgarða frá vestanverðum jaðri Vatnajökuls og vestur undir Sveinstind, var til umræðu á ráðstefnu Landverndar um síðustu helgi þar sem rætt var um náttúrufar svæðisins og hugsanlega... Meira

Ritstjórnargreinar

26. janúar 2005 | Leiðarar | 176 orð

Skjót og rétt viðbrögð

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra brást rétt og skjótt við gagnrýni á þá staðreynd, að nokkrir fyrrverandi ráðherrar njóta hárra eftirlauna frá ríkinu þrátt fyrir að vera í launuðu starfi á vegum hins opinbera. Meira
26. janúar 2005 | Leiðarar | 303 orð | 1 mynd

Subbulegt

Eftir rólega haustdaga og andvaraleysi í upphafi vetrar náði stjórnarandstaðan sér skyndilega á strik. Meira
26. janúar 2005 | Leiðarar | 742 orð

Þegar góðir menn hafast ekkert að

Í þessari viku minnist alþjóðasamfélagið fórnarlamba voðaverka sem eru svo ótrúleg að jafnvel fórnarlömbin sjálf hafa stundum efast um tilvist þeirra; helfarar gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Meira

Menning

26. janúar 2005 | Menningarlíf | 589 orð | 1 mynd

Aðalatriði og aukaatriði

ÉG ÆTLA að biðja lesendur Morgunblaðsins að ímynda sér að þeir séu staddir í leikhúsi. Á sviðinu leitar Markús, lögga, í öngum sínum inn í kaþólska kirkju. Meira
26. janúar 2005 | Myndlist | 512 orð | 1 mynd

Aftur til framúrstefnu?

Til 12.2. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-17. Meira
26. janúar 2005 | Fólk í fréttum | 342 orð | 2 myndir

Alexander mikli á heimavelli í gamla heiminum

SVO fór hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu, stórmyndin um Alexander mikla vekur meiri áhuga íslenskra bíógesta en þeirra í Bandaríkjunum, þar sem myndin gekk ekki eins vel og ætla mátti. Meira
26. janúar 2005 | Fólk í fréttum | 272 orð | 2 myndir

Bæði faðir minn og mágur

SONUR Woody Allens hefur ráðist opinberlega gegn föður sínum og segist aldrei geta fyrirgefið honum það að hafa gifst sinni eigin ættleiddu dóttur. Seamus Farrow er eini sonurinn sem þau Allen og Mia Farrow eignuðust saman og er nú orðinn 18 ára gamall. Meira
26. janúar 2005 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

Clapton í Cardiff

RÍFLEGA 150 milljónir söfnuðust þegar nokkrar af helstu poppstjörnum samtímans héldu tónleika á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff í Wales, til styrktar fórnarlömbum flóðanna í Asíu. Meira
26. janúar 2005 | Leiklist | 432 orð | 1 mynd

Egill með augum trúðsins

Leikgerð: Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson. Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd og brúður: Helga Arnalds. Leikari og brúðustjórnandi: Hallveig Thorlacius. Frumsýning 22. janúar 2005. Meira
26. janúar 2005 | Tónlist | 315 orð | 1 mynd

Einn af risum raftónlistarinnar

AUSTURRÍSKI tónlistarmaðurinn Christian Fennesz heldur tónleika í Klink og Bank í næsta mánuði, en hann er jafnan talinn með fremstu tónlistarmönnum á sínu sviði. Meira
26. janúar 2005 | Kvikmyndir | 768 orð | 4 myndir

Flugkappinn flýgur hæst

Skyldi það takast núna? Er stundin loksins runnin upp, eftir öll þessi ár, allar þessar tilnefningar? Meira
26. janúar 2005 | Fólk í fréttum | 307 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

T ommy Lee , trommari hinnar endurreistu hárlakksrokksveitar Mötley Crüe og fyrrum eiginmaður Pamelu Anderson, sagði í viðtali á dögunum að hann hlustaði mikið á hljómsveitirnar Snow Patrol og Sigur Rós þessa dagana. Meira
26. janúar 2005 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Frumsýning á nýja Bjarkar-myndbandinu

NÝTT myndband við lagið "Triumph of a Heart" af plötu Bjarkar Guðmundsdóttur Medúllu verður frumsýnt í unglingaþættinum Ópinu í kvöld. Leikstjóri myndbandsins er hinn kunni Spike Jonze, en hann hefur áður unnið að gerð myndbanda fyrir Björk. Meira
26. janúar 2005 | Fólk í fréttum | 279 orð | 1 mynd

Kvikmynd um Robertino og Eivör til Kóreu

Íslenskir tónlistarframleiðendur eru nú staddir á Midem, árlegri kaupstefnu sem haldin er í Cannes í Frakklandi. Meira
26. janúar 2005 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Listelsk dómkirkja

ÞETTA málverk, sem sýna á fæðingu Krists, var afhjúpað í St. Paul's-dómkirkjunni frægu í Lundúnum í gær. Höfundur þess er rússneski málarinn Sergei Chepik. Heimsóknum ferðamanna í St. Meira
26. janúar 2005 | Myndlist | 232 orð | 2 myndir

Picasso og Warhol vinsælastir

FRÆGÐ í listum segir vart mikið um gæði, en netmiðilinn Artfacts.net, þar sem myndlistarmönnum er raðað niður eftir vinsældum, fær daglega heimsóknir þúsunda manna sem vilja forvitnast um nýjustu hreyfingar á listanum. Meira
26. janúar 2005 | Fólk í fréttum | 353 orð | 1 mynd

Spekingar spjalla

BOLTINN með Guðna Bergs er besti fótboltaspjallþáttur sem boðið hefur verið upp á í íslensku sjónvarpi. Meira
26. janúar 2005 | Menningarlíf | 581 orð | 1 mynd

Upprennandi sólóstjörnur stíga á svið

Tónleikarnir þar sem ungir sólistar sem eru að ljúka námi úr Listaháskóla Íslands (áður Tónlistarskólanum í Reykjavík) koma fram eru með skemmtilegri sinfóníutónleikum sem maður fer á hér á landi. Meira
26. janúar 2005 | Menningarlíf | 187 orð

Þjóðminjasafnið tilnefnt til evrópskra verðlauna

SAFNARÁÐ hefur tilnefnt Þjóðminjasafn Íslands til þátttöku í samkeppni Evrópuráðs safna um safn Evrópu 2006 (European Museum of the Year Award 2006). Meira

Umræðan

26. janúar 2005 | Aðsent efni | 435 orð | 1 mynd

Einu sinni enn?

Svandís Svavarsdóttir fjallar um áherslur R-listans: "Við verðum að skerpa á málefnunum með reglulegu millibili og rifja upp að við erum í þessu fyrir pólitíkina, stefnuna." Meira
26. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 403 orð

Er síða 888 í lamasessi?

Frá Þórði Erni Kristjánssyni:: "LOKSINS hefur RÚV tekið að sér að auka textun íslensks sjónvarpsefnis. Spaugstofan alltaf á laugardögum á síðu 888 er með texta, ýmsar sjónvarpsmyndir og endursýndir þættir." Meira
26. janúar 2005 | Aðsent efni | 828 orð | 1 mynd

Hugleiðing um stöðu kirkjunnar í fjölmenningarsamfélagi

Toshiki Toma fjallar um trúmál: "Með því að skoða kristni í Japan getur íslenska kirkjan velt fyrir sér hver sé hinn raunverulegi auður kristinnar trúar." Meira
26. janúar 2005 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Í heljargreipum milliliða

Jónína Benediktsdóttir fjallar um viðskipti: "Það er því deginum ljósara að bændur og neytendur hafa verið blóðmjólkaðir skipulega af fyrirtækjum milliliða sem eru í eigu sömu aðila og eiga mestallan smásölumarkað á Íslandi." Meira
26. janúar 2005 | Aðsent efni | 1124 orð | 1 mynd

Reykjavíkurbréf og utanríkismál

En þegar upp er staðið er við Evrópusambandið eitt að fást. Fram hjá því verður ekki gengið vilji menn tryggja vöxt og viðgang utanríkisviðskipta og velferð þjóðarinnar. Meira
26. janúar 2005 | Aðsent efni | 620 orð | 1 mynd

Tækniframfarir hafa dregið verulega úr þörf fyrir ljósleiðara í hvert hús

Bergþór Halldórsson fjallar um gagnaflutninga: "Núverandi lagnir anna þörfum nútímans og munu gera það í talsvert langan tíma til viðbótar." Meira
26. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 350 orð | 2 myndir

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Nýja stólalyftan í Kóngsgili ÉG er búinn að bíða lengi eftir að nýja stólalyftan í Kóngsgili opni og stefnt er að því að opna hana í febrúar. Ég átti leið í Kringluna í dag og sá þá kynningu á lyftunni og mikið ofsalega varð ég vonsvikinn! Meira

Minningargreinar

26. janúar 2005 | Minningargreinar | 1918 orð | 1 mynd

ANNA ÓLAFSDÓTTIR

Anna Ólafsdóttir fæddist á Upphólum í Biskupstungum 10. febrúar 1916. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Guðmundsson bóndi, f. 22. febrúar 1873, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2005 | Minningargreinar | 135 orð

Elín Katrín Guðnadóttir

Ég elska þig amma Ella og mig langar að kyssa þig oft. Bless. Elín Katrín. Góði Guð. Passaðu ömmu uppi á himni og láttu henni líða vel hjá þér. Viltu skila bæninni til hennar og viltu láta mig sjá ömmu einn dag á lífi og ekki vera veika. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2005 | Minningargreinar | 2739 orð | 1 mynd

ELÍN KATRÍN GUÐNADÓTTIR

Elín Katrín Guðnadóttir fæddist í Stykkishólmi 15. mars 1945. Hún lést á LSH við Hringbraut 17. janúar síðastliðinn. Móðir hennar var Helga Guðnadóttir, f. 3. janúar 1928, d. 11. desember 1979, og fósturfaðir var Marteinn Jónasson fv. skipstjóri, f. 28. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2005 | Minningargreinar | 313 orð | 1 mynd

GÍSLI BRYNJÓLFSSON

Gísli Brynjólfsson fæddist á Króki í Norðurárdal 3. nóvember 1918. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 15. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 25. janúar. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2005 | Minningargreinar | 1258 orð | 1 mynd

GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR

Guðrún Brynjólfsdóttir fæddist á Akranesi 1. apríl 1918. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 16. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 21. janúar. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2005 | Minningargreinar | 330 orð | 1 mynd

KRISTBJÖRG LUKKA JÓNSDÓTTIR

Kristbjörg Lukka Jónsdóttir fæddist í Hólalandshjáleigu í Borgarfirði eystra 8. mars 1925. Hún lést í Neskaupstað 26. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 6. janúar. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2005 | Minningargreinar | 3528 orð | 1 mynd

KRISTJÁN PÉTURSSON

Kristján Pétursson fæddist á Brávöllum í Glæsibæjarhreppi 10. nóvember 1947. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Guðjónsson, f. á Hesjuvöllum í Kræklingahlíð 25. október 1898, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2005 | Minningargreinar | 1200 orð | 1 mynd

MARO R. SÖNDAHL

Dr. Maro R. Söndahl fæddist í Paraná fylki í Brasilíu 1943. Hann lézt í bílsysi í Brasilíu 10. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2005 | Minningargreinar | 2333 orð | 1 mynd

SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON

Skarphéðinn Jóhannsson húsasmíðameistari fæddist á Leikskálum í Haukadal í Dalasýslu 5. nóvember 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Ólafsdóttir frá Vatni í Haukadal og Jóhann B. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

26. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 165 orð

400.000 tonn til bræðslu hjá SVN

MJÖLVERKSMIÐJUR Síldarvinnslunnar hf. tóku á móti ríflega 400 þúsund tonnum af loðnu, kolmunna og síld á árinu 2004. Verksmiðjan á Seyðisfirði tók á móti mestu hráefni allra verksmiðja á landinu og verksmiðjan í Neskaupstað varð í öðru sæti. Meira
26. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 363 orð | 1 mynd

Aflaverðmætið 56,3 milljarðar króna og dregst saman um 2%

Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2004 var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 56,3 milljarðar króna en var 57,5 milljarðar króna á sama tímabili 2003. Meira
26. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 59 orð | 1 mynd

Greið leið inn í kerfið

"LEIÐIN inn í kerfið er greið með góðri aðstoð. Það hefur sýnt sig að menn geta gert þetta og við erum mjög bjartsýnir á framhaldið," segir Arnar Þór Ragnarsson, en hann hefur keypt 29 tonna bát ásamt Árna Birgissyni. Meira
26. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 185 orð | 1 mynd

Hollendingar flytja meira út

HOLLENDINGAR eru að auka útflutning sinn á fiski og fiskafurðum. Fyrstu níu mánuði síðasta árs fluttu þeir út afurðir að verðmæti 122 milljarðar króna. Það er 7,7% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Meira

Viðskipti

26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Álverð tekur að lækka á vormánuðum

ÁFRAM er spáð að álverð muni taka að lækka á vormánuðum. Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 207 orð | 1 mynd

Fjárfestingar hluti af kjarnastarfsemi Actavis

ACTAVIS hefur ekki ekki greint frá fyrirætlunum um kaup á fyrirtækjum í Evrópu eða Bandaríkjunum að sögn Halldórs Kristmannssonar, forstöðumanns innri og ytri samskipta fyrirtækisins. Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 57 orð

Frá einhæfni til hagvaxtar er yfirskrift...

Frá einhæfni til hagvaxtar er yfirskrift erindis sem Þorvaldur Gylfason, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, flytur í málstofu Hagfræði- og viðskiptafræðistofnunar í Öskju, stofu 132, í dag kl. 12.20. Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Hagvöxtur í Kína 9,5%

HAGVÖXTUR í Kína var 9,5% á síðastliðnu ári og fór þar með talsvert fram úr spám opinberra stofnana þar í landi. Árið áður var hagvöxturinn 9,3%. Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 161 orð | 1 mynd

Hvaðan koma milljarðarnir?

JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, er sagður einn af mikilvægustu mönnunum í smásöluversluninni í Bretlandi í grein í danska blaðinu Politiken . Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 144 orð | 1 mynd

Innlend útlán jukust um 38%

INNLEND útlán bankakerfisins jukust um 37,6% á síðasta ári og námu þau við áramót rúmlega 1.425 milljörðum króna en voru 1.035 milljarðar ári áður. Á árinu 2003 jukust innlend útlán heimilanna um 15%. Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Kanadískt fyrirtæki byggir starfsmannabúðir

ATCO Europe, dótturfyrirtæki kanadíska fyrirtækisins Atco Structures, mun byggja starfsmannabúðir fyrir 1.500 starfsmenn sem koma til með að vinna við byggingu Fjarðaáls, álvers Alcoa í Reyðarfirði. Frá þessu er greint í frétt á vefmiðlinum Yahoo . Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Mæla með yfirtöku á BNbank

NORSKA fjármálaeftirlitið hefur samþykkt að mæla með því við norska fjármálaráðuneytið að heimila kaup Íslandsbanka á BNbank (Bolig- og Næringsbanken ASA) í Noregi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka til Kauphallar Íslands. Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Nær 2 milljarða viðskipti með KB banka

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu rúmum 3 milljörðum króna í gær voru rösklega 1,9 milljarða króna viðskipti með hlutabréf í KB banka og hækkaði verð þeirra bréfa um 2% innan dagsins en KB banki birtir í dag uppgjör sitt fyrir árið 2004. Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 191 orð | 1 mynd

Stórauknar væntingar íslenskra neytenda

VÆNTINGAR íslenskra neytenda jukust verulega á milli desember og janúar samkvæmt því sem fram kemur í væntingavísitölu Gallup fyrir janúar. Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Verðbólgan hærri hér en á EES

VERÐBÓLGA í EES-ríkjunum, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var að meðaltali 2,2% á tímabilinu frá desember 2003 til desember 2004. Á sama tíma var hún 2,4% á evrusvæðinu og 2,9% á Íslandi. Meira
26. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 299 orð | 1 mynd

Verður upplýsingatækni þriðja stoð efnahagslífsins?

ÍSLENSKT efnahagslíf þarf þriðju stoðina. Það er ekki nóg til lengdar að byggja efnahag þjóðarinnar eingöngu á sjávarútvegi og stóriðju. Þetta var inntakið á ráðstefnu Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) undir yfirskriftinni Þriðja stoðin? Meira

Daglegt líf

26. janúar 2005 | Daglegt líf | 168 orð | 1 mynd

Ekki heimilt að nýta ummæli viðskiptavina án leyfis

DANSKA neytendaráðið (forbrugerstyrelsen) hvetur bæði neytendur og fyrirtækjaeigendur til að gera ítarlega samninga ef ætlunin er að nýta ummæli og/eða myndir af viðskiptavinum í auglýsingar fyrir fyrirtæki. Meira
26. janúar 2005 | Daglegt líf | 163 orð | 1 mynd

Hitaeiningasprengjan hættulega

ÞEIR sem bættu á sig nokkrum kílóum um jólin ættu kannski að sleppa því að gæða sér á því sem varað er við í læknatímaritinu The Lancet nýlega. Meira
26. janúar 2005 | Daglegt líf | 1040 orð | 3 myndir

Sýklalyf skal nota skynsamlega

Læknar ættu að hugsa sig tvisvar um áður en sýklalyfjameðferð er beitt á sýkingu sem lagast kann af sjálfu sér. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir segir Jóhönnu Ingvarsdóttur að varast beri oflækningar og skyndilausnir. Meira
26. janúar 2005 | Daglegt líf | 230 orð | 1 mynd

Tvöföld skilaboð

"Já, fáðu þér þá gos... en það er eiginlega bannað núna! Meira

Fastir þættir

26. janúar 2005 | Dagbók | 37 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í gær, 25. janúar, varð sextugur Haukur Halldórsson, fyrrverandi formaður Stéttarsambands bænda . Í tilefni af tímamótunum tekur hann, og kona hans, á móti gestum, laugardaginn 29. janúar frá kl. 17 að Sveitahótelinu í... Meira
26. janúar 2005 | Dagbók | 36 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

50 ÁRA afmæli . Í dag, 26. janúar, fagnar Gísli M. Eyjólfsson 50 ára afmæli sínu. Af því tilefni tekur hann ásamt fjölskyldu sinni á móti ættingjum og vinum í Oddfellowhúsinu, Keflavík, föstudaginn 28. janúar kl.... Meira
26. janúar 2005 | Fastir þættir | 242 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Reykjavíkurmótið. Norður &spade;G &heart;K8743 S/Allir ⋄Á6432 &klubs;Á2 Vestur Austur &spade;107432 &spade;- &heart;- &heart;ÁDG92 ⋄DG1075 ⋄K9 &klubs;D107 &klubs;KG9843 Suður &spade;ÁKD9865 &heart;1065 ⋄8 &klubs;65 Í 14. Meira
26. janúar 2005 | Dagbók | 595 orð | 1 mynd

Eðli, orsakir og viðbrögð könnuð

HÁSKÓLI Íslands efnir í dag kl. 16 til málþings um jarðfræðilegan ramma náttúruhamfaranna í Asíu 26. desember sl. og hættu á tsunami-flóðbylgjum við Ísland, en nú er mánuður liðinn síðan atburðirnir við Indlandshaf áttu sér stað. Meira
26. janúar 2005 | Dagbók | 87 orð | 1 mynd

Flughálka í hlákunni

Hlíðar | Kuldakastinu sem hefur staðið yfir lungann úr Janúar, lauk með hraði á síðustu dögum þegar asahláka tók við af frostinu. Myndaðist þá gríðarleg hálka víða í borginni og ekki síst á gangstéttum, þangað sem snjónum er gjarnan rutt af götunum. Meira
26. janúar 2005 | Dagbók | 62 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur söfnuðu...

Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur söfnuðu peningum fyrir Rauða kross Íslands með því að vera með uppákomu fyrir utan Glerártorg á Akureyri. Meira
26. janúar 2005 | Viðhorf | 823 orð

Íslenskir karlmenn

"Og þeir nota ekki bara aðra höndina til að ýta vagninum, svo þeir virðist "kúl", heldur báðar..." Meira
26. janúar 2005 | Dagbók | 24 orð

Prédika þú orðið, gef þig að...

Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma. Vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu. (2. Tím. 4, 2.) Meira
26. janúar 2005 | Dagbók | 88 orð | 1 mynd

Reykholt, búskapur og umhverfi

RANNSÓKNASÝNING um þverfaglegar rannsóknir í Reykholti verður opnuð í Þjóðminjasafni Íslands í dag, miðvikudag kl. 12.10. Meira
26. janúar 2005 | Fastir þættir | 131 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Rbd2 Rc5 10. c3 d4 11. Bxe6 Rxe6 12. cxd4 Rcxd4 13. a4 Bc5 14. Re4 Bb6 15. He1 0-0 16. Rfg5 h6 17. Rxe6 fxe6 18. a5 Ba7 19. Ha3 Dd5 20. Rf6+ gxf6 21. Bxh6 Kf7 22. Meira
26. janúar 2005 | Dagbók | 397 orð | 1 mynd

Vinabönd treyst og tryggð

Ólafur Hannibalsson fæddist árið 1935 á Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni og fór þaðan í Háskólanám í Bandaríkjunum og Tékkóslóvakíu. Ólafur hefur starfað við kennslu, blaðamennsku, bændastörf, ritstörf og einnig sem skrifstofustjóri ASÍ. Hann er kvæntur Guðrúnu Pétursdóttur og eiga þau saman tvær dætur. Fyrir átti hann þrjú börn. Meira
26. janúar 2005 | Fastir þættir | 313 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji lét undan þrýstingi æstra Ædol-aðdáenda á heimilinu og fékk sér áskrift að Stöð 2 í einn mánuð. Meira

Íþróttir

26. janúar 2005 | Íþróttir | 176 orð

26. sigurinn í röð hjá Roger Federer

SVISSLENDINGURINN Roger Federer hélt sigurgöngu sinni áfram á tennisvellinum í gær þegar hann sló út Bandaríkjamanninn Andre Agassi í 8 manna úrslitum á opna ástralska meistaramótinu. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 565 orð | 1 mynd

Alsír setti strik í reikning Tékka

ALSÍRBÚAR eru svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Það kom berlega í ljós þegar þeir náðu jafntefli við Tékka, 29:29, með jöfnunarmarki 16 sekúndum fyrir leikslok í gær. Tékkar voru yfir í hálfleik, 15:11. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 161 orð

Anelka til Fenerbache?

SAMKVÆMT heimildum AFP-fréttastofunnar hafa forráðamenn tyrkneska liðsins Fenerbache komist að samkomulagi við Manchester City þess efnis að franski framherjinn Nicolas Anelka verði í herbúðum Fenerbahce út leiktíðina sem lánsmaður. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 108 orð | 2 myndir

Björn aftur Norðurlandameistari

BJÖRN Þorleifsson varði Norðurlandameistaratitilinn sinn í sínum flokki, 78 kg, á NM-mótinu í taekwondo, sem fór fram í Ósló í Noregi um sl. helgi. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 106 orð

Boltinn sprakk - nýr leikur

BELGÍSKA knattspyrnusambandið hefur komist að þeirri niðurstöðu að leikur Anderlecht gegn La Louviere sem fram fór 6. nóvember sl. þurfi að fara fram að nýju. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 177 orð

David Beckham hrósar Luxemburgo

ENSKI landsliðsmaðurinn David Beckham fagnar þeim breytingum sem Vanderlei Luxemburgo, þjálfari spænska liðsins Real Madrid, hefur gert á leikskipulagi liðsins. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 106 orð

Ekkert farinn að huga að Íslandi

ANATOLI Drachev, þjálfari Rússa, var að vonum ánæður með auðveldan sigur á Kúveit í gær, 38:11, en sagði leikinn vart marktækan því mótspyrnan hefði ekki verið mikil. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 300 orð

Endurtekur Mourinho leikinn?

SÍÐAST þegar Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, heimsótti Old Trafford í Manchester, í mars á síðasta ári, grét hann sigurtárum þegar lærisveinar hans í Porto gerðu sér lítið fyrir og slógu United úr leik í Meistaradeildinni. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Gerrard hetja Liverpool

LIVERPOOL er komið í úrslit ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu eftir að hafa sigrað Watford, 1:0, á Vicarage Road í Watford í gærkvöldi. Sömu lokatölur og í fyrri leik liðanna á Anfield og Liverpool sigraði því 2:0 samanlagt. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 199 orð

Grikkir afgreiddu Frakka

ÓVÆNTUSTU úrslitin til þessa á HM í Túnis litu dagsins ljós í gær þegar Grikkir lögðu Frakka að velli, 20:19, í A-riðli keppninnar. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 637 orð

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Slóvenía 33:34 Íþróttahöllin...

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Slóvenía 33:34 Íþróttahöllin í La Menzha í Túnis, heimsmeistaramótið í handknattleik karla, B-riðill, þriðjudaginn 25. janúar 2005. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 26 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Njarðvík: UMFN - UMFG 20.30 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - Keflavík 19.15 Njarðvík: UMFN - ÍS 18. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 407 orð | 1 mynd

* ÍSLENSKA landsliðið æfði í gærmorgun...

* ÍSLENSKA landsliðið æfði í gærmorgun í annarri höll en keppt er í, en liðin í B-riðli æfa í tveimur höllum auk þeirrar sem keppt er í. Í gær var æft í íþróttasal í þorpinu Sidi Bousaid, sem er skammt frá hóteli liðsins. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 928 orð | 1 mynd

Í von um frægð og frama

ÞEGAR heimsmeistaramótið í handknattleik var haldið heima á Íslandi fyrir tíu árum, 1995, voru þeir til sem töldu að um heimsviðburð væri að ræða. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 383 orð | 1 mynd

* KRISTJÁN Guðmundsson hefur verið ráðinn...

* KRISTJÁN Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara bikarmeistara Keflvíkinga í knattspyrnu. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Newcastle stígur á tærnar á Bellamy

FORSVARSMENN enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle hafa sektað framherjann Craig Bellamy um 9,4 millj. kr. vegna atviks sem átti sér stað á æfingu liðsins sl. föstudag, en þar gerði Bellamy sér upp meiðsli og sagðist ekki vera klár í slaginn með liðinu gegn Arsenal. En hann hafði skipt um skoðun að morgni laugardags, degi fyrir leik, en Greame Souness knattspyrnustjóri liðsins valdi Bellamy ekki í liðið gegn Arsenal. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 207 orð

Of mörg slök lið á heimsmeistaramótinu í Túnis

TORBEN Winther, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, segir að það sé ekki gott fyrir danska landsliðið að leika gegn liðum á borð við Angóla og Kanada í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Túnis. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 869 orð | 5 myndir

Ótrúlegur klaufaskapur í El Menzah

ÍSLENSKA landsliðið er komið í slæm mál á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir að það klúðraði hreinlega unnum leik niður í tap gegn Slóvenum í gær á síðustu tíu mínútunum, 33:34, og þar með tryggðu Slóvenar sér svo gott sem sæti í milliriðlum HM. Íslenska landsliðið er í limbói og verður hreinlega að vinna Rússa í fyrsta sinn á stórmóti á föstudag til að vera ekki á góðri leið með að kveðja keppnina að riðlakeppninni lokinni á laugardag. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 201 orð

"Alveg grátlegt"

"ÞAÐ er bara eitt að segja um þennan leik: Þetta var alveg grátlegt," sagði Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, vonsvikinn eftir leikinn. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 126 orð

"Ekki boðlegt í HM"

HORNAMENNIRNIR voru í aðalhlutverki hjá Dönum í gærkvöld þegar þeir unnu yfirburðasigur á slöku liði Angóla, 47:19, í A-riðlinum á heimsmeistaramótinu í Túnis. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 140 orð

"Enn hægt að komast áfram"

"ÞETTA var rosalega lélegt fannst mér. Við vorum miklu betri allan leikinn, erum með þetta sterka lið en samt töpum við. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 137 orð

"Íslenskar aðstæður" í höllinni

ÞAÐ var kalt í gær í Túnis, hitinn ekki nema rétt rúmlega tíu gráður og rigning fram eftir degi auk þess sem nokkur vindur var. Þetta fannst inni í íþróttahöllinni í Menzha því þar er greinilega engin eða altént mjög lítil kynding. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 119 orð

"Langaði að vinna Íslendinga"

SIARHEI Rutenka, einn besti maður Slóvena sem lögðu Íslendinga á HM, 34:33, hefur venjulega skorað meira en hann gerði gegn Íslendingum, en í hans stað tóku aðrir leikmenn við ábyrgðinni. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 142 orð

"Ógeðslegt, alveg hræðilegt"

"ÞETTA var ógeðslegt, alveg hræðilegt," sagði Alexander Petersson hornamaður eftir tapið gegn Slóveníu í gær. Alexander lék vel, skoraði 7 mörk úr níu tilraunum og sagðist ánægður með sinn leik. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 99 orð

"Skoðuðum íslenska liðið vel"

"VIÐ bjuggum okkur einstaklega vel fyrir þennan leik og skoðuðum íslenska liðið mjög vel enda höfum við tapað fyrir því í síðustu mótum og alltaf átt í erfiðleikum með það, enda sterkt lið," sagði Slavko Ivezic, þjálfari Slóvena, eftir sigurinn... Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 354 orð | 1 mynd

"Við vorum algjörir klaufar gegn Slóvenum"

VIÐ vorum algjörir klaufar og sjálfum okkur verstir að tapa þessum leik," sagði Arnór Atlason, landsliðsmaður í handknattleik, þegar hann gekk af leikvelli í íþróttahöllinni í El Menzha í gærkvöldi eftir eins marks tap fyrir Slóvenum, 33:34, í öðrum leik íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Eftir þessi úrslit má telja nokkuð víst að Íslendingar verði að vinna Rússa á föstudaginn til að eiga raunhæfa möguleika á að komast í milliriðla keppninnar. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 185 orð

Reglulega skipt um herbergisfélaga

ÞAÐ er stundum fróðlegt að sjá hverjir eru saman í herbergi á mótum sem standa í langan tíma líkt og heimsmeistaramótið í handbolta. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 380 orð | 2 myndir

Skelfilegt að klára þetta ekki

ÞETTA var sárgrætilegt og mikil vonbrigði. Alveg ferlegt. Við áttum að valta yfir þá og gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum og það var alveg skelfilegt að ná því ekki. Við áttum aldrei að hleypa þeim inn í þennan leik. Svo fannst mér dómgæslan alveg síðasta sort. Við vorum gjörsamlega jarðaðir," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í leikslok og greinilegt að honum var nokkuð brugðið enda ekki óskastaða að vera kominn með liðið upp að vegg. Staða sem liðið ætlaði alls ekki að vera í. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 197 orð

Skoti til reynslu hjá ÍA

SKAGAMENN fá í dag skoskan knattspyrnumann til reynslu í vikutíma. Sá heitir Scott Cassie og er 30 ára gamall miðju- og sóknarmaður. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu ÍA kemur leikmaðurinn til landsins að eigin frumkvæði. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 194 orð

Tryggvi samdi við FH til þriggja ára

TRYGGVI Guðmundsson handsalaði í gær þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH í knattspyrnu. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 969 orð | 1 mynd

Viggó átti að breyta um vörn

ÞETTA voru sár vonbrigði og það er vægt til orða tekið. Strákarnir voru með leikinn gjörsamlega í höndunum og þeir áttu aldrei að tapa þessum leik að mínu mati. Ég skil ekki hvað menn voru að hugsa undir lokin. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 49 orð

Þannig vörðu þeir

ÞANNIG vörðu íslensku markverðirnir í leiknum gegn Slóveníu: *Roland Valur Eradze, 14/1 (þar af 6 skot, sem knötturinn fór aftur til mótherja); 3 langskot, 2 (2) gegnumbrot, 4 (1) hraðaupphlaup, 3 (1) úr horni, 1 (1) af línu og 1 vítakast. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 540 orð | 1 mynd

* ÞORVALDUR Már Guðmundsson , knattspyrnumaður...

* ÞORVALDUR Már Guðmundsson , knattspyrnumaður úr Víkingi í Reykjavík , er genginn til liðs við 1. deildarlið Hauka. Meira
26. janúar 2005 | Íþróttir | 159 orð

Öryggið á oddinn

LOGI Geirsson, landsliðsmaður Íslands, þurfti að fá sér nýjar augnlinsur í gær og ætlaði að bregða sér í búð að kaupa þær strax að lokinni æfingu. Þegar hann ætlaði að leggja í hann með öðrum manni máttu þeir ekki fara. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.