Greinar miðvikudaginn 24. september 2008

Fréttir

24. september 2008 | Innlendar fréttir | 35 orð

Akstur utan vegar

Í dag, miðvikudag, stendur umhverfisráðuneytið fyrir fundi um utanvegaakstur í fundarsal Þjóðminjasafnsins kl. 12.00-13.30 og eru allir velkomnir á fundinn. Meira
24. september 2008 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Átak gegn talíbönum?

RÁÐHERRA varnarmála í Afganistan, Abdul Rahim Wardak, segir að hafnar séu viðræður við Pakistana um að stofna sérstakt herlið til að berjast gegn liðsmönnum talíbana og al-Qaeda á landamærum ríkjanna tveggja. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 236 orð

„Gefur tilefni til bjartsýni“

BYGGÐASTOFNUN hefur tekið 3,2 milljarða króna lán í evrum og jenum. Askar Capital hafði milligöngu um lántökuna sem var gerð við erlendan banka. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

„Skelfilegt mál og eftirsjá okkar mjög mikil“

ÞETTA er skelfilegt mál og eftirsjá okkar eftir þessum rekstri er mjög mikil,“ segir Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar, um lokun mjólkurbúsins á Blönduósi sem hefur í för með sér að átta manns missa vinnuna. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 726 orð | 2 myndir

„Var ekki spáð háum aldri“

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÉG er orðinn vel stálpaður,“ sagði Steindór Jónsson glettnislega en hann fagnar aldarafmæli í dag. Þótt árin séu orðin mörg er Steindór heilsugóður og hefur fótaferð hvern dag. Meira
24. september 2008 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Beðið eftir mat í Buge

EÞÍÓPÍSK stúlka með bróður sinn á bakinu við matvæladreifingarstöð í bænum Buge í Wolayaita-héraði. Miklir þurrkar hafa verið í landinu og óttast menn hungursneyð. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Birgir Leifur kominn af stað

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, sem hefur glímt við meiðsli í mjóbaki, öxl og hálsi síðustu mánuði, er allur að koma til og hann hefur tekið stefnuna á að vera með á móti í Ástralíu í lok nóvember. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Botninn sleginn í vertíð skemmtiferðaskipanna

EKKERT varð af komu skemmtiferðaskipsins Crown Princess, sem átti að koma til Reykjavíkur í dag. Þykir mörgum það súrt í brotið, því Prinsessan hefði verið stærsta skip sem lagst hefur að bryggju hér. Meira
24. september 2008 | Erlendar fréttir | 513 orð | 2 myndir

Börnin fórnarlömb græðginnar

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FYRIR um það bil ári var kínverska mjólkurvörufyrirtækið Sanlu Group Co. hyllt í fjölmiðlum landsins og sagt vera til fyrirmyndar. Nú er orðið ljóst að minnst 53. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 87 orð

Dorrit greiðir götu Íslendinga

VEGNA tengsla sinna og vináttu við margt háttsett fólk í heimi viðskipta og lista hefur Dorrit Mousaieff forsetafrú greitt götu margra Íslendinga, ekki síst listamanna. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Ekkert sem útilokar evru

„ÞEIR sitja allir við sama keip og telja það pólitískt mjög langsótt að ætla sér þetta,“ segir Illugi Gunnarsson, annar formaður Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar sem er nú stödd í Brussel. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Ekki fráleit hugmynd að sérsveitin lúti stjórn LRH

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Fargjöld líklega hækkuð

STJÓRN Strætó bs. hefur enn ekki ákveðið hvernig brugðist verður við rekstrarvanda samlagsins, að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, stjórnarformanns Strætó. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 229 orð

Fiskveiðar eru vettvangur samvinnu

GEIR H. Haarde var spurður að því hvað Ísland ætti sameiginlegt með öðrum eyríkjum og hvar samvinnugrundvöllur milli ólíkra eyríkja lægi helst. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Flestir gengu í skólann

95% nemenda í 6. bekk í Húsaskóla, Ártúnsskóla og Vesturbæjarskóla lögðu stund á sjálfbærar samgöngur 17. september sl. í evrópskri samgönguviku. 32 af 34 nemendum í 6. bekk Húsaskóla komu gangandi í skólann, einn var keyrður og einn veikur. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 581 orð | 3 myndir

Fækka hindrunum og einfalda reglur

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Gagnrýnir Pix-myndir

TALSMAÐUR neytenda hefur sent fyrirtækinu Pix-myndum tilmæli um að láta strax af neikvæðri samningsgerð sem felst í því að líta á þögn sem samþykki. Á heimasíðu talsmanns neytenda segir að Pix-myndir hafi lengi selt skólamyndir til foreldra skólabarna. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Halla í breskri hrollvekju

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 53 orð

Hjólaskíðamót

Á laugardaginn kemur kl. 13 stendur Skíðagöngufélagið Ullur fyrir hjólaskíðamóti í Reykjavík og verður þátttaka öllum opin. Keppnin fer fram í Fossvoginum og er rásmarkið vestan við íþróttasvæði Víkings. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Hæfileikaríkir krakkar spreyta sig hjá Selmu

MIKILL áhugi er hjá börnum á að fá hlutverk í Kardemommubænum sem Þjóðleikhúsið frumsýnir 23. febrúar. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 500 orð

Íslenskan víkur í viðskiptum

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÍSLENSK tunga á undir högg að sækja í alþjóðlegu viðskiptalífi á Íslandi. Helsta ástæða þess er stóraukin þátttaka Íslendinga í fjölþjóðlegum viðskiptum. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 90 orð

Játaði sölu á Sauðárkróki

KONU á fimmtugsaldri hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi, í kjölfar þess að hún játaði að hafa ætlað 450 grömm af kannabisefnum og 12 grömm af amfetamíni til sölu. Konan var handtekin aðfaranótt laugardags á heimili sínu á Sauðárkróki. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Jóhann segir af sér og fleiri yfirmenn fylgja fordæmi hans

Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA verður erfiður fundur og ég get ekki sagt að ég hlakki til hans,“ sagði Jóhann R. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Keppt um flugmenntun

Flugskóli Íslands og Menntaskólinn í Kópavogi hafa tekið við þjálfun nýrra flugfreyja fyrir Icelandair og endurmenntun. Á sama tíma eru fyrstu nemendur Keilis í flugfreyju- og flugþjónanámi að hefja sitt nám. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Olíufélögin vilja yfirmat í máli Alcan

LÖGMENN stóru olíufélaganna þriggja óskuðu í gærmorgun eftir að fram færi yfirmat í máli sem Rio Tinto Alcan hefur höfðað gegn félögunum vegna ólöglegs samráðs félaganna á árunum 1993-2001. Meira
24. september 2008 | Erlendar fréttir | 96 orð

Ráðherrar segja af sér

AFSÖGN Thabos Mbekis, forseta Suður-Afríku, hefur valdið miklum titringi í stjórnmálum landsins og í gær sögðu 11 af 13 ráðherrum af sér í mótmælaskyni. Stjórn Afríska þjóðarráðsins, ANC, flokks Mbekis, þvingaði hann til afsagnar. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 619 orð | 2 myndir

Róið á sömu mið

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MIKIÐ framboð er af flugtengdu námi hér á landi. Nýr samgönguskóli hefur starfsemi og þeir sem fyrir eru bæta við sig. Samkeppni er um nám og nema. Meira
24. september 2008 | Erlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Sarkozy leitar sökudólga

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NICOLAS Sarkozy Frakklandsforseti hvatti í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær til þess að gerðar yrðu gagngerar umbætur á hinu alþjóðlega fjármálakerfi og gegnsæi aukið. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Sauðamessa í Borgarnesi

ÞANN 4. október nk. verður haldin Sauðamessa í og við Skallagrímsgarð í Borgarnesi. Hátíðin hefst kl. 13.30 og stendur fram á nótt. Tónlistaratriði verða frá kl. 14 til 17 þar sem m.a. koma fram Björgvin Franz og Hvanndalsbræður. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 182 orð

Segja þjófum stríð á hendur

„VIÐ ERUM í stöðugum átökum, ekki líkamlegum en það er vissulega sótt að okkur. Þá sérstaklega í snyrtivörum,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 116 orð | 3 myndir

Sigur vindsins á regnhlífunum

ÓJAFNT er gefið í baráttu regnhlífanna og haustlægðanna ef marka má átökin sem áttu sér stað víða í Reykjavík í gær. Oft hefur verið haft á orði að ekkert gagn sé að regnhlífum á Íslandi og þeir einu sem þeim beiti séu illa upplýstir ferðamenn. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Sjósundið er „tær sæla“

„SJÓSUNDIÐ er mjög gefandi og skemmtilegt auk þess sem það skerpir alla skynjun. Manni líður vel í heilan sólarhring á eftir,“ segir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Smá eyríki eðlilegir bandamenn okkar

Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í New York bab@mbl.is SJÓÐI til stuðnings smáum eyríkjum (SIDS: Small Island Developing States) hefur verið komið á fót af íslenskum stjórnvöldum og verða 4,5 milljónir Bandaríkjadollara lagðar í sjóðinn á næstu þremur... Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Smáríki í forystu um nýjungar

ÁRANGUR smáríkja á veraldarvísu, þróun mannauðs og nýting hreinnar orku var efni fyrirlesturs Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem hann flutti á mánudag í Columbia-háskólanum í New York. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Sóknarfæri að selja virkjanir

„SÓKNARFÆRI gætu til að mynda verið í því að selja einkaaðilum Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Sporna gegn innbrotum og tjóni

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is BÚIÐ er að setja á laggirnar nágrannavörslu í Grundarhverfi á Kjalarnesi en þetta er í fyrsta skipti sem farið er af stað með slíkt átak í heilu borgarhverfi. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 149 orð | 2 myndir

Sprettharðir strákar á stígnum

STRÁKARNIR draga ekki af sér þar sem þeir geysast eftir stígnum í Fossvogsdalnum. Pollarnir skipta þá ekki máli né heldur hvorum megin á stígnum þeir hlaupa. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð

Stofna eyríkjasjóð

Íslensk stjórnvöld hafa stofnað sjóð til stuðnings smáum eyríkjum og verða 420 milljónir króna lagðar í sjóðinn á næstu þremur árum. Geir H. Haarde forsætisráðherra tilkynnti stofnun sjóðsins í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 75 orð

Tvö réðust gegn lögreglu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt tvo táninga, pilt og stúlku, í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Bæði þurftu þau að greiða sakarkostnað, hann sextán þúsund krónur en hún rúmar tíu þúsund kr. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Umfjöllun sameinuð

Menningarumfjöllun Morgunblaðsins hefur verið sameinuð á einn stað í blaðinu frá og með deginum í dag. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 777 orð | 2 myndir

Upptaka í sátt erfið án aðildar

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 112 orð

Varðhaldið stytt á báðum dómsstigum

HÆSTIRÉTTUR hefur stytt gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri sem kom hingað til lands með falsað vegabréf. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór fyrst fram á það við Héraðsdóm Reykjaness að maðurinn sætti varðhaldi til 29. október nk. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Var ekki spáð háum aldri en fyllir 100. árið í dag

„Ég er orðinn vel stálpaður,“ segir Steindór Jónsson en hann er 100 ára í dag, 24. september. Steindór er fæddur á „gömlu Steinum“ undir Eyjafjöllum og man þá tíma er tilveran öll var umvafin blæ þjóðsagna og þjóðtrúar. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 1011 orð | 2 myndir

Vilja óbreytt ástand

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl. Meira
24. september 2008 | Erlendar fréttir | 1000 orð | 6 myndir

Yfirheyrður deginum áður

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÉG hata mannkynið og eina ráðið er að beita skotvopnum.“ Þessa yfirlýsingu fann finnska lögreglan í herbergi Matti Saari eftir að hann hafði myrt 10 manns með skammbyssu. Meira
24. september 2008 | Erlendar fréttir | 366 orð | 1 mynd

Þjóðarsorg ríkir í Finnlandi á ný

KERTI voru tendruð fyrir utan skólann í Kauhajoki í Finnlandi í gærkvöldi í minningu þeirra 10 sem létu þar lífið í skotárás í gærmorgun. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 266 orð | 2 myndir

Þrír menn yfirheyrðir vegna andláts íslenskrar konu

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÍSLENSK kona fannst látin á vinnustað sínum í Dóminíska lýðveldinu á sunnudag og er málið rannsakað sem sakamál hjá staðarlögreglu. Meira
24. september 2008 | Innlendar fréttir | 623 orð | 8 myndir

Öflug bak við tjöldin

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is DORRIT Moussaieff forsetafrú hefur gegnum tengsl sín og vináttu við háttsett fólk í heimi viðskipta og listalífs greitt götu fjölmargra Íslendinga með beinum eða óbeinum hætti, ekki síst á listasviðinu. Meira

Ritstjórnargreinar

24. september 2008 | Leiðarar | 254 orð

Fjárfestingar að utan

Erlendir fjárfestar í íslenskum fyrirtækjum hafa hingað til ekki verið fyrirferðarmiklir. Kaup Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis frá Katar á 5,01% hlut í Kaupþingi teljast því til tíðinda, ekki síst á tímum landskjálfta í bankakerfi heimsins. Meira
24. september 2008 | Leiðarar | 372 orð

Leit að pólitískum vilja

Spurningin um það hvort Ísland geti tekið upp evruna með tvíhliða samningum við Evrópusambandið hefur í almennum umræðum orðið aðalatriði ferðar Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar til Brussel. Meira
24. september 2008 | Staksteinar | 190 orð | 2 myndir

Seðlabanki og Skytturnar þrjár

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, skaut föstum skotum að Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, í leiðara í... Meira

Menning

24. september 2008 | Tónlist | 574 orð | 5 myndir

Á ferð og flugi

Margir íslenskir tónlistarmenn eru nú að pakka ofan í töskur og kveðja landið í bili til þess að halda í tónleikaferðalög út í heim. Meira
24. september 2008 | Fólk í fréttum | 408 orð | 4 myndir

Á viljastyrknum einum

DAVID Blaine, töframaður með meiru, hangir nú á hvolfi yfir skautasvelli í Central Park í New York, og stefnir að því að gera það í 60 klukkustundir. Meira
24. september 2008 | Bókmenntir | 85 orð | 1 mynd

Bannað listaverk og ævintýraferðalög

ÞRIÐJA hefti Tímarits Máls og menningar 2008 er komið út. Á kápu heftisins sést nakinn maður frá öllum hliðum, nýstárleg „altaristafla“ eftir Gylfa Gíslason myndlistarmann, sem lést sviplega árið 2006, að því er segir í tilkynningu. Meira
24. september 2008 | Bókmenntir | 230 orð | 1 mynd

Eitruð bréf

TVEIR af risum franskra bókmennta, rithöfundurinn Michel Houellebecq og heimspekingurinn Bernard-Henri Levy, munu leiða saman hesta sína í bókinni Ennemis Publics , sem gefin verður út í Frakklandi 8. október n.k. Meira
24. september 2008 | Bókmenntir | 256 orð | 1 mynd

Fúlasta alvara

The Little Book eftir Selden Edwards. Dutton Adult gefur út. 416 bls. innb. Meira
24. september 2008 | Tónlist | 1037 orð | 4 myndir

Hávær þögn í hrópandi ósamræmi

Þögn um tónsnillinga“ var fyrirsögn viðtals við Jónas Ingimundarson píanóleikara í 24 stundum sl. föstudag. Meira
24. september 2008 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Jameson ólétt að tvíburum

KLÁMSTJARNAN fyrrverandi Jenna Jameson og unnusti hennar Tito Ortiz eiga von á tvíburum. Ortiz er atvinnumaður í bardagalistum og Jameson hefur snúið sér að virðulegri störfum, m.a. bókaútgáfu. Hún segir þungunina Guðs gjöf. Meira
24. september 2008 | Tónlist | 105 orð | 1 mynd

Karólína, Snorri, Björn og Benny

KARÓLÍNA Eiríksdóttir og Snorri Sigfús Birgisson eru tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Karólína er tilnefnd fyrir óperuna Skuggaleik , sem Sjón samdi texta við, og Snorri fyrir Stúlkuna í turninum , verk fyrir kammersveit og... Meira
24. september 2008 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Kate Moss í listrænum skilningi

BRESKA fyrirsætan Kate Moss er viðfang nýrrar sýningar sem opnuð verður í nóvember í franska listasafninu Musee des Arts Decoratifs í París. Meira
24. september 2008 | Bókmenntir | 416 orð | 1 mynd

Konur í byltingu

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbun@mbl.is ÖRLAGASAGA sex kvenna á árum frönsku byltingarinnar er rakin í bókinni Liberty eftir Lucy Moore. Ævi þeirra kvenna sem við sögu koma var viðburðarík og ekki án áfalla. Meira
24. september 2008 | Kvikmyndir | 188 orð | 1 mynd

Kvikmyndaveislan hefst

ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á morgun og verða hvorki meira né minna en 74 kvikmyndir sýndar í fullri lengd frá 27 löndum. Meira
24. september 2008 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Kvæðið um fuglana

Viðtal Evu Maríu Jónsdóttur við tónskáldið Atla Heimi Sveinsson í Sjónvarpinu var himneskt – eins og Kvæðið um fuglana. Eins og vænta mátti barst skáldið frá Fagraskógi í tal. Meira
24. september 2008 | Kvikmyndir | 803 orð | 2 myndir

Leikur morðóðan draug

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG leik drauginn, ég er vondi karlinn,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir leikkona sem er um þessar mundir við tökur á kvikmyndinni Gost Machine í Belfast á Norður-Írlandi. Meira
24. september 2008 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Ljóðatónleikar í Norræna húsinu

GUÐBJÖRG R. Tryggvadóttir sópran og Elsebeth Brodersen píanóleikari verða með tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru ítölsk og frönsk ljóð eftir Bellini, Puccini, Tosti, Poulanc, Debussy, Bizet o.fl. Meira
24. september 2008 | Bókmenntir | 75 orð

Metsölulistar»

New York Times 1. Anathem – Neal Stephenson 2. The Book of Lies – Brad Meltzer 3. The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society – Mary Ann Shaffer & Annie Barrows 4. American Wife – Curtis Sittenfeld 5. Dark Meira
24. september 2008 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Missti forræði yfir syni

LEIKKONAN Sharon Stone missti fyrr í mánuðinum forræði yfir átta ára gömlum syni sínum, Roan. Fyrrum eiginmaður Stone, Phil Bronstein, fær fullt forræði yfir barninu. Meira
24. september 2008 | Fólk í fréttum | 84 orð | 1 mynd

Quaid hélt oft framhjá Ryan

LEIKKONAN Meg Ryan segir fyrrverandi eiginmann sinn, Dennis Quaid, hafa haldið framhjá henni ítrekað á meðan á hjónabandi þeirra stóð. Framhjáhaldið hafi staðið yfir í langan tíma og hún hafi komist að ýmsu um það eftir skilnaðinn. Meira
24. september 2008 | Kvikmyndir | 275 orð | 1 mynd

Ragnarök sýnd á föstudag

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
24. september 2008 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Rétt skal vera rétt!

* Í 24 stundum í gær var því haldið fram af blaðamanni blaðsins að Tónlist.is hlyti að vera hin eina sanna slagaramælistika landsins. Án þess að hér sé verið að gera lítið úr mikilvægi Tónlist.is er þetta því miður einfaldlega rangt. Meira
24. september 2008 | Tónlist | 33 orð

Sinfónían á föstudag

Í viðtali við Árna Heimi Ingólfsson um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í blaðinu í gær, var tvísögli um tónleikadaginn. Það er því áréttað hér að umræddir tónleikar verða á föstudag kl. 19.30 í... Meira
24. september 2008 | Myndlist | 562 orð | 1 mynd

Sterk rödd kvenna í Íran

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SHIRIN Neshat kveðst vera flökkukona, eins og hirðingjarnir á söndum eyðimarkanna. Meira
24. september 2008 | Tónlist | 238 orð | 1 mynd

Tilbrigði við hringitón

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl. Meira
24. september 2008 | Fólk í fréttum | 237 orð | 1 mynd

Tónlistarperlum kastað fyrir svín?

* Nú þegar styttast fer í Iceland Airwaves-hátíðina – einu alvöru uppskeruhátíð íslenskrar rokktónlistar – verður tónleikastaða-eklan í Reykjavík þeim mun meira áberandi. Meira
24. september 2008 | Tónlist | 90 orð | 1 mynd

Tónlist flutt um ástina í Biblíunni

HANNA Þóra Guðbrandsdóttir söngkona heldur tónleika í kvöld með Antoníu Hevesí píanóleikara, í Stykkishólmskirkju kl. 20. Þann 28. halda þær tónleika í Tónbergi, sal tónlistarskólans á Akranesi, kl. 15. Meira
24. september 2008 | Tónlist | 446 orð

Þverflautan í öndvegi

Verk eftir Bach, Saint-Saëns, F. Doppler, Chopin, Bonneau og Fauré. William Bennett flauta og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó auk flautuleikaranna Hallfríðar Ólafsdóttur, Bernharðs Wilkinson, Emilíu Rósar Sigfúsdóttur og Íslenzka flautukórsins. Föstudaginn 12. september kl. 20. Meira

Umræðan

24. september 2008 | Bréf til blaðsins | 781 orð

Aðför að grundvelli Frjálslynda flokksins

Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur, Hönnu Birnu Jóhannsdóttur, Pétri Bjarnasyni og Pétri Guðmundssyni: "SVO virðist sem valdabrölt herji nú á Frjálslynda flokkinn enn einu sinni. Við getum ekki betur séð en verið sé að reyna yfirtöku á flokknum." Meira
24. september 2008 | Bréf til blaðsins | 460 orð | 1 mynd

Bjallandi spurningum svarað

Frá Ómari Ragnarssyni: "JÓNAS Elíasson prófessor ritar bréf í Morgunblaðið sl. sunnudag um grein mína í blaðinu síðastliðinn miðvikudag og spyr hvers vegna þjóðin hafi ekki verið upplýst um fegursta hluta Tungnaár fyrr en Landsvirkjun fór að hreyfa Bjallavirkjunarmálinu." Meira
24. september 2008 | Aðsent efni | 721 orð | 1 mynd

Er í lagi að rjúfa gerða samninga í stjórnmálum?

Björgvin Guðmundsson skrifar um samstarf í borgarstjórn: "Svo virðist sem siðferði í stjórnmálum Reykjavíkur hafi hrakað." Meira
24. september 2008 | Aðsent efni | 714 orð | 1 mynd

Evran og matseðill Evrópu sambandsins

Hjörleifur Guttormsson fjallar um umræðuna um aðild að ESB: "Það er engin eftirsókn innan Evrópusambandsins í að fjölga aðildarríkjum, hvað þá að breyta sáttmálum til að koma til móts við nýja umsækjendur." Meira
24. september 2008 | Aðsent efni | 549 orð | 1 mynd

Fagleg frístundaheimili í Reykjavík

Frístundaheimilin eru fyrir börn segir Sóley Tómasdóttir: "Áframhaldandi þróun frístundaheimilanna verður að hvíla á tveimur grundvallarforsendum: Hugmyndafræði frítímans og þörfum barnanna." Meira
24. september 2008 | Aðsent efni | 1303 orð | 1 mynd

Fjárskjálftar skekja heiminn

Eftir Helga Hjörvar: "Sóknarfæri gætu t.a.m. verið í því að selja einkaaðilum Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera." Meira
24. september 2008 | Blogg | 137 orð | 1 mynd

Gunnlaugur B. Ólafsson | 22. sept. Lausn til lengri og skemmri tíma...

Gunnlaugur B. Ólafsson | 22. sept. Lausn til lengri og skemmri tíma? Staksteinar snupra í gær Davíð Oddsson og Geir H. Haarde fyrir óþol þeirra gagnvart Evrópuumræðunni. Meira
24. september 2008 | Aðsent efni | 180 orð

Hvenær sérðu ljósið Möller?

Enn og aftur verðum við Norðlendingar vitni að því hversu ómögulegur flugvöllurinn á Akureyri er til millilandaflugs því ítrekað hefur orðið að vísa vélum annað. Meira
24. september 2008 | Blogg | 111 orð | 1 mynd

Jón Magnússon | 23. sept. Evra án aðildar kemur ekki til greina. Það er...

Jón Magnússon | 23. sept. Evra án aðildar kemur ekki til greina. Meira
24. september 2008 | Pistlar | 456 orð | 1 mynd

Menning á tímum erfiðs uppgjörs

Í kjölfar fjármálakreppunnar margumræddu, sem í svipinn kemur einna harðast niður á Bandaríkjamönnum, eru nú uppi miklar umræður vestanhafs um hvaða tökum ríkisvaldið eigi að beita í viðleitni til að draga úr þeim skaða sem efnahagslífið stendur frammi... Meira
24. september 2008 | Blogg | 148 orð | 1 mynd

Ómar R. Valdimarsson | 23. sept. Verður Kaupþing Sharia-banki? Nú þegar...

Ómar R. Valdimarsson | 23. sept. Verður Kaupþing Sharia-banki? Meira
24. september 2008 | Aðsent efni | 948 orð | 1 mynd

Sérsveitin

Jón F. Bjartmarz skrifar um stofnun og störf sérsveitar lögreglunnar: "Skipulag sérsveitar er með svipuðum hætti og annars staðar á Norðurlöndum. Hún færðist undir stjórn ríkislögreglustjóra 1999 og rekin sem stoðdeild frá 2004" Meira
24. september 2008 | Velvakandi | 358 orð | 2 myndir

Velvakandi

Aðlögun í nýju samfélagi VARÐANDI innflytjendur á Íslandi er það mín skoðun að þeir megi ekki flytja með sér öfgar og ofbeldi. S.s. gegn konum eða jafnvel manndráp eins og svokölluð sæmdarmorð. Meira

Minningargreinar

24. september 2008 | Minningargreinar | 2754 orð | 1 mynd

Elín Þorsteinsdóttir

Elín Þorsteinsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 28. ágúst 1926. Hún lést 15. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurveig Guðbrandsdóttir frá Loftsölum, f. 13. apríl 1898, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2008 | Minningargreinar | 1830 orð | 1 mynd

Gisela Halldórsdóttir

Gisela Halldórsdóttir fæddist í Þýskalandi 3. apríl 1934. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 17. september síðastliðinn. Gisela var dóttir hjónanna Reinhards Framme, f. 24.8. 1902, d. 25.10. 1977, og Wöndu Framme, f. 19.12. 1910, d. 5.9. 2004. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2008 | Minningargreinar | 1728 orð | 1 mynd

Guðmundur Óskar Júlíusson

Guðmundur Óskar Júlíusson bílamálarameistari fæddist í Reykjavík 3. desember 1926. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 16. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Júlíus Magnússon, f. 12.7. 1883, d. 4.1. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2008 | Minningargreinar | 480 orð | 1 mynd

Magnús Bergþórsson

Magnús Bergþórsson fæddist á Mosfelli í Mosfellssveit 14. janúar 1924. Hann andaðist í Danmörku 11. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bergþór Njáll Magnússon frá Mosfelli, f. á Bergþórshvoli í V-Landeyjahreppi í Rangárvallasýslu 29. ág. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2008 | Minningargreinar | 2092 orð | 1 mynd

Sigríður Helga Stefánsdóttir

Sigríður Helga Stefánsdóttir fæddist á Sjöundastöðum í Flókadal í Skagafirði 25. ágúst 1917. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 10. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín M. Jósefsdóttir húsfreyja, f. 25.8. 1888, d. 10.12. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2008 | Minningargreinar | 2367 orð | 1 mynd

Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir

Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir fæddist á Hofi í Vatnsdal 24. apríl 1925. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 17. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Guðbjörg Sölvadóttir frá Hólagerði á Skagaströnd, f. 1884, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. september 2008 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Byggðastofnun tekur 3,2 milljarða lán

BYGGÐASTOFNUN hefur tekið 3,2 milljarða króna lán í evrum og jenum. Askar Capital hafði milligöngu um lántökuna sem var gerð við erlendan banka. Meira
24. september 2008 | Viðskiptafréttir | 45 orð | 1 mynd

Fólkið og efnahagsmálin

Í ólgusjó efnahagsmála undanfarna daga hefur áhugi almennings á afkomu sinni og þjóðarbúsins aukist gríðarlega. Á kynningarfundi greiningardeildar Landsbankans í gær á Nordica mættu rúmlega 500 manns. Meira
24. september 2008 | Viðskiptafréttir | 186 orð | 1 mynd

Greiðslubyrði heimila enn létt

„Þrátt fyrir mikla aukningu skulda heimilanna er greiðslubyrði sem hlutfall af ráðstöfunartekjum lægri nú en árið 2003,“ sagði Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur í greiningardeild Landsbankans í gær þegar hagspá bankans til ársins... Meira
24. september 2008 | Viðskiptafréttir | 75 orð

Hlutabréf lækka í verði í Kauphöllinni

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 0,46% í viðskiptum gærdagsins og var lokagildi vísitölunnar 4.167,02 stig. Gengi bréfa Føroya banka hækkaði um 0,59% og Straums um 0,34%. Gengi bréfa Kaupþings og Alfesca stóð í stað. Meira
24. september 2008 | Viðskiptafréttir | 352 orð | 1 mynd

Krónan ekki traustsins verð

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Verðtryggð verðbréf sem Seðlabankinn gefur út, að upphæð 75 milljarðar króna, falla á gjalddaga í dag. Meira
24. september 2008 | Viðskiptafréttir | 59 orð | 1 mynd

Reynir að auka flæði á gjaldeyrismarkaði

NORSKI seðlabankinn ákvað í gær að bjóða þarlendum bönkum gjaldeyrisskiptasamninga til einnar viku. Er samningunum ætlað að auka flæði á norskum gjaldeyrismarkaði, en skortur hefur verið á gjaldeyri þar í landi undanfarna daga og verð hækkað mikið. Meira
24. september 2008 | Viðskiptafréttir | 76 orð | 1 mynd

Samdráttur í Evrópusambandinu

SMÁVÆGILEGUR samdráttur varð í þjónustu- og framleiðslugeirunum í Evrópusambandinu í september, fjórða mánuðinn í röð. Segir í frétt Financial Times að tölurnar bendi sterklega til þess að hagkerfi ESB hafi staðnað, en sé ekki í kreppu . Meira
24. september 2008 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Segja framtíð hagkerfisins í húfi

HJÓL bandaríska hagkerfisins gætu hætt að snúast samþykki þingið ekki 700 milljarða dala björgunaráætlun fjármálaráðuneytisins, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Meira
24. september 2008 | Viðskiptafréttir | 53 orð

Verðbólga hækkar umfram laun

LAUNAVÍSITALA í ágúst 2008 er 350,4 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,1% en á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,5%. Meira

Daglegt líf

24. september 2008 | Daglegt líf | 252 orð

Af lækni og veikindum

H eimilislæknir Björns Ingólfssonar á Grenivík er annar hagyrðingur, Hjálmar Freysteinsson. Einu sinni fór Hjálmar í frí 1. september og orti Björn í öngum sínum: Ævi manna er enginn leikur er því betra að gá að sér, ekki get ég orðið veikur eftir 1. Meira
24. september 2008 | Daglegt líf | 538 orð | 2 myndir

Fjölskylda á faraldsfæti

Pálín Dögg Helgadóttir og Einar Örn Björgvinsson eyddu síðastliðnu sumri í New York þar sem Pálín var í starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum eftir að hafa búið ár á Englandi. Meira
24. september 2008 | Daglegt líf | 169 orð | 1 mynd

Karlar enda hamingjusamari en konur

Hamingja kvenna er fallvölt samkvæmt rannsókn á högum Bandaríkjamanna sem vefmiðillinn MSNBC segir frá. Meira
24. september 2008 | Daglegt líf | 196 orð | 3 myndir

Samhæfðar á svellinu

„Stelpurnar eru allar alsælar eftir helgina en líka þreyttar, því þetta voru stífar æfingar,“ segir Bergljót Friðriksdóttir móðir tveggja stúlkna sem æfa listhlaup hjá Frostrósum, en þær voru á námskeiði í samhæfðum skautadansi um síðustu... Meira
24. september 2008 | Daglegt líf | 144 orð | 1 mynd

Skattur á plastið

FRANSKA umhverfisráðuneytið hefur innleitt skatt á plasthnífapör og óendurvinnanlega, einnota diska í þeim tilgangi að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni valkosti. Og franskir neytendur mega búast við álagningu á fleiri vörur. Meira
24. september 2008 | Daglegt líf | 727 orð | 3 myndir

Vaskir drengir í stuttmyndagerð

Þeir eru leikarar, handritshöfundar og kvikmyndagerðarmenn. Og þeir stefna langt í faginu, ætla jafnvel að fljúga vestur um haf í framtíðinni. Meira
24. september 2008 | Ferðalög | 493 orð | 3 myndir

Verksmiðja vísindanna

Eftir Bergþóru Jónsdóttur í Stafangri begga@mbl.is Vísindaverksmiðjan, eða „Vitenfabrikken“, er eitt heitasta nýmælið í Menningarborginni Stafangri. Meira

Fastir þættir

24. september 2008 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

100 ára

Steindór Jónsson bifvélavirki, ættaður frá Steinum undir Eyjafjöllum, er hundrað ára í dag, 24. september. Steindór er nú búsettur á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Í tilefni dagsins ætlar fjölskylda hans að hittast og samgleðjast... Meira
24. september 2008 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

75 og 50 ára

Sigurður Jónsson og Jón Sigurðsson frá Melum í Hrútafirði verða sjötíu og fimm ára og fimmtíu ára 26. september næstkomandi. Af því tilefni bjóða feðgarnir ættingjum, vinum og samferðafólki til veislu í Húnabúð, Skeifunni 11 í Reykjavík, frá kl. Meira
24. september 2008 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Akureyri Jens Adrian fæddist 15. september kl. 0.14. Hann vó 3.190 g og...

Akureyri Jens Adrian fæddist 15. september kl. 0.14. Hann vó 3.190 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Annalou Perez og Rúnar... Meira
24. september 2008 | Árnað heilla | 189 orð | 1 mynd

„Allir dagar afmælisdagar“

TÓNLISTARMAÐURINN Danni Pollock fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Hann hefur enn ekki ákveðið hvað hann gerir í tilefni dagsins en segir þó ljóst að engin stór veisla standi fyrir dyrum. Meira
24. september 2008 | Fastir þættir | 161 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Lauria á Bridgebase. Norður &spade;Á74 &heart;K1092 ⋄ÁK876 &klubs;2 Vestur Austur &spade;KD62 &spade;53 &heart;G &heart;D753 ⋄G9432 ⋄10 &klubs;KG9 &klubs;1087653 Suður &spade;G1098 &heart;Á862 ⋄D5 &klubs;ÁD5 Suður spilar 6&heart;. Meira
24. september 2008 | Fastir þættir | 375 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 19. september var spilað á 17 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Björn Björnsson – Sigríður Gunnarsd. Meira
24. september 2008 | Fastir þættir | 657 orð | 3 myndir

Hjörvar á enn möguleika

15.-24. september 2008 Meira
24. september 2008 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Keflavík Emma Ísadóra fæddist 20. ágúst kl. 20.24. Hún vó 2.960 g og var...

Keflavík Emma Ísadóra fæddist 20. ágúst kl. 20.24. Hún vó 2.960 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Jóna Karen Valþórsdóttir og Eric... Meira
24. september 2008 | Í dag | 104 orð | 1 mynd

Metallica í frægðarhöllina

RAPPSVEITIN Run-D.M.C. og þungarokkssveitin Metallica eru meðal sveita sem fá brátt inngöngu í frægðarhöll rokksins, Rock and Roll Hall of Fame, í New York. Meira
24. september 2008 | Í dag | 33 orð

Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti...

Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jh. 14, 17. Meira
24. september 2008 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

Reykjavík Dóttir Lilju Bjargar Sigurjónsdóttur og Halldórs Arnar...

Reykjavík Dóttir Lilju Bjargar Sigurjónsdóttur og Halldórs Arnar Þorsteinssonar fæddist 9. september kl. 4.31. Hún vó 3.040 g og var 51 cm... Meira
24. september 2008 | Fastir þættir | 125 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 c5 4. e3 b6 5. Rc3 Bb7 6. d5 exd5 7. cxd5 d6 8. e4 g6 9. Bb5+ Rfd7 10. e5 a6 11. De2 dxe5 12. Rxe5 De7 Staðan kom upp í landsliðsflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Meira
24. september 2008 | Fastir þættir | 248 orð

Víkverjiskrifar

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur staðið sig með eindæmum vel. Frammistaða þess hefur verið svo góð að þegar liðið nær 18. sæti á heimslista og 11. sæti í Evrópu telst það vart til tíðinda. Meira
24. september 2008 | Í dag | 68 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

24. september 1922 Fyrsta einkasýning Gunnlaugs Blöndal listmálara var opnuð í KFUM-húsinu í Reykjavík. „Hann er talinn vera efnilegastur andlitsmálari af hinum yngri mönnum hér,“ sagði í Morgunblaðinu. Meira

Íþróttir

24. september 2008 | Íþróttir | 330 orð | 1 mynd

Alexander frá í 3-4 vikur

ALEXANDER Petersson, landsliðsmaður í handknattleik og einn silfurdrengjanna frá Peking, er meiddur í hægri öxl og hefur ekkert leikið með þýska handknattleiksliðinu Flensburg síðan fyrir miðjan þennan mánuð. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Ásdís æfir af fullum krafti

„ÁSDÍS hefur það fínt og æfir af miklum krafti eftir að hafa fengið stutta hvíld eftir að heim var komið frá Ólympíuleikunum,“ segir Stefán Jóhannsson, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, Íslandsmeistara í spjótkasti, spurður hver staðan væri hjá... Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

„Elli náði restinni úr mér“

„ÉG er miklu betri og æfði verkjalaus í gær í fyrsta sinn í margar vikur,“ sagði handknattleiksmaðurinn Einar Hólmgeirsson í gær spurður um hvernig honum gengi að jafna sig á hásinarmeiðslum sem plagað hafa hann síðustu vikur. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 242 orð

„Munum ekki spila eins og smáþjóð“

„HVER einasta sekúnda í þessum riðli mun einkennast af gríðarlegri baráttu en ég treysti þessum strákum til að taka því og berjast fyrir þjóðina,“ segir Lúkas Kostic, þjálfari U17 landsliðs Íslands í knattspyrnu. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 482 orð | 1 mynd

„Við erum á milli steins og sleggju“

EYJAMENN tryggðu sér sæti í Landsbankadeild karla í knattspyrnu næsta sumar með glæstum sigri í 1. deildinni. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 523 orð | 1 mynd

Birgir Leifur farinn að sveifla kylfum

„ÉG er allur að koma til og hef sett stefnuna á að vera með í móti í Ástralíu í lok nóvember,“ segir atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, en hann hefur ekkert getað keppt í golfi síðan í byrjun maí vegna meiðsla. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Dennis Siim í tveggja leikja bann

FJÖLDI leikmanna úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu var úrskurðaður í bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 332 orð | 1 mynd

,,FH-ingar fá ekkert gefins frá okkur“

KEFLVÍKINGAR eru í þeirri stöðu að geta fagnað Íslandsmeistaratitlinum í kvöld en þó án þess að spila. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 328 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Íshokkítímabilið er hafið hér á landi á ný eftir sumarfrí og fór fyrsti leikurinn í karlaflokki fram um nýliðna helgi. Þar áttust við Íslandsmeistarar Skautafélags Akureyrar gegn Birninum úr Grafarvogi og höfðu heimamenn betur 4:2 þegar upp var staðið. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 350 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Eiður Smári Guðjohnsen er í 18 manna leikmannahópi Barcelona sem tekur á móti Real Betis í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 391 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Fyrirliðar og þjálfarar liða í 1. deild karla í knattspyrnu völdu Atla Heimisson , ÍBV, besta leikmann deildarinnar og þjálfara hans, Heimi Hallgrímsson, besta þjálfarann en það var vefsíðan fótbolti.net sem stóð fyrir valinu. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Heimir líklegast áfram með ÍBV

HEIMIR Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, verður væntanlega áfram með liðið, það er í það minnsta vilji bæði formanns knattspyrnudeildar ÍBV og Heimis. Undir hans stjórn endurheimtu Eyjamenn sæti sitt í úrvalsdeildinni eftir tveggja ára fjarveru. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 250 orð

KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, 32ja liða úrslit: Arsenal &ndash...

KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, 32ja liða úrslit: Arsenal – Sheffield United 6:0 Burnley – Fulham 1:0 *Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Mark Gylfa dugði Reading ekki

ÍSLENDINGALIÐIÐ Reading féll úr leik eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni við úrvalsdeildarlið Stoke í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 596 orð | 1 mynd

Vitum hvað þarf að gera

Í DAG flýgur íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á vit síns stærsta ævintýris nokkru sinni en á laugardaginn kemur mætir það landsliði Frakka í hreinum úrslitaleik um hvort liðið hreppir beint sæti á Evrópumótinu í Finnlandi á næsta ári. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

West Ham gert að greiða bætur

WEST Ham gæti þurft að greiða Sheffield United rúma 5 milljarða króna í bætur en sérstakur gerðardómur á vegum enska knattspyrnusambandsins kvað upp úrskurð sinn í gær í svoköllu Tevez-máli og dæmdi Sheffield United í vil. Meira
24. september 2008 | Íþróttir | 316 orð

Þurfa 700 sæti og helminginn undir þaki

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl. Meira

Annað

24. september 2008 | 24 stundir | 116 orð | 1 mynd

Að hætta að naga neglur

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að börn naga neglur sínar, þær helstu og algengustu eru þó að barnið býr við spennu eða kvíða. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 151 orð | 1 mynd

Allur minkur drepinn

Flest bendir til þess að tekist hafi að útrýma mink í Tjörneshreppi. Árið 2006 var gerður samningur við Jón og Jóhann Gunnarssyni um veiðar og strax þá var það gert að markmiði að útrýma mink á Tjörnesi. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Anita Briem gefur vísbendingar um kímnigáfu sína á heimasíðu...

Anita Briem gefur vísbendingar um kímnigáfu sína á heimasíðu tískublaðsins Esquire. Þar segir hún örstuttan brandara og talar um að fólk verði að fara til Íslands og upplifa það sjálft. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 70 orð | 2 myndir

Atli Bolla ástfanginn af plastdúkku

Nýlega kom á vídeóleigurnar kvikmyndin Lars and the Real Girl þar sem leikarinn Ryan Gosling fer á kostum sem andlega veikur maður er pantar sér plastdúkku á netinu og gerir hana að ímyndaðri kærustu sinni. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 97 orð | 1 mynd

Áhrif samninga

Launavísitala í ágúst 2008 hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Í hækkun launavísitölunnar gætir áhrifa samkomulags Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 42 orð

„Á Bylgjunni í morgun voru Kolbrún og Heimir Karlsson að ræða um...

„Á Bylgjunni í morgun voru Kolbrún og Heimir Karlsson að ræða um Kompásþáttinn. Fólk að hringja inn og þjóðarsálarfílingurinn alveg í botni. Fyndið var að í næsta augýsingahléi var fyrsta auglýsingin frá Momentum innheimtuþjónustu! Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 46 orð

„...karlar eru almennt vanmáttugri gagnvart fögrum konum en konur...

„...karlar eru almennt vanmáttugri gagnvart fögrum konum en konur gagnvart fögrum körlum. Hinn lokkum prýddi Fabio hefur ekki öflug áhrif á flesta kvenmenn. Giacomo Casanova var t.d. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 371 orð | 1 mynd

„Mary Poppins“ atvinnulaus

Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@24stundir.is Mary Poppins er ímynd bresku barnfóstrunnar, sem ætíð hefur verið mikil eftirspurn eftir í heiminum, en nú þegar harðnar á dalnum í fjármálalífinu hvarvetna fer atvinnuleysi meðal breskra barnfóstra... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 192 orð | 1 mynd

„Skýrslutaka hjá dómstólum íþyngjandi fyrir börn“

Héraðsdómur Reykjavíkur er eini dómsstóllinn á landinu sem nýtir sér ekki þjónustu Barnahúss nema í undantekningartilfellum þrátt fyrir að sérfræðingar séu sammála um að aðstaðan í Barnahúsi sé betur til þess fallin en héraðsdómur. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 49 orð

„Strætóspjaldabókakynning Forlagsins er alveg að svínvirka. Áðan...

„Strætóspjaldabókakynning Forlagsins er alveg að svínvirka. Áðan kom maður inn í strætó, settist, þreif spjaldið fyrir framan sig og sökkti sér ofan í það. Og las það allt. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 166 orð

„Við skiljum ekki seinaganginn“

Eftir Láru Ómarsdóttur lom@24stundir.is Mál föðurins er eitt það allra versta sem hefur komið inn á borð Barnaverndarstofu. Faðirinn er meðal annars grunaður um að hafa beitt eggvopnum gegn einu barna sinna. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 37 orð

Bíll ársins

30 bílar eru í forvali fyrir val Bandalags íslenskra bílablaðamanna á bíl ársins 2009 á Íslandi. Sigurvegarinn hlýtur stálstýrið. Flestir bílar í forvalinu eru frá Heklu eða 12 en þar næst kemur Brimborg með 7 bíla. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 97 orð | 1 mynd

Blake vill vera áfram í steininum

Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Blake Fielder-Civil, eiginmaður söngkonunnar Amy Winehouse, hafi ákveðið að afplána afganginn af dómi sínum innan veggja fangelsis en ekki inni á meðferðarstofnun eins og honum stóð til boða. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 366 orð | 2 myndir

Bræðrabandið skýst upp í úrvalsdeild

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Sívaxandi vinsældir bræðrabandsins Kings of Leon hafa komið öllum að óvörum. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 330 orð | 3 myndir

Bæði á leið á svið og í sjónvarp

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Rithöfundurinn Ólafur Haukur Símonarson hefur staðið í ströngu síðustu vikur að undirbúa framhaldslíf bókar sinnar Fólkið í blokkinni. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 885 orð | 1 mynd

Börnin bjuggu við ofbeldi föður síns í rúm þrjú ár

Eftir Láru Ómarsdóttur lom@24stundir. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 73 orð | 1 mynd

David Blaine enn öfugur

Hinn uppátækjasami sjónhverfingamaður David Blaine áætlar að ljúka nýjustu eldraun sinni í dag, en hann hefur hangið öfugur í bandi síðan á mánudag. Slík líkamsstaða getur reynst afar hættuleg og jafnvel valdið blindu. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 24 orð | 1 mynd

Dásamar Mugison

Tónlistarmaðurinn Ben Harper dásamar Mugison á vefsíðu tímaritsins Rolling Stone. Þar er einnig að finna myndband við lag Mugison þar sem stúlka stundar... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 16 orð | 1 mynd

Einkakokkur Bjarkar

Númi Thomasson, einkakokkur Bjarkar Guðmundsdóttur á síðustu tónleikaferð hennar um heiminn, opnar veitingastaðinn Segurmo eftir... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 128 orð | 3 myndir

Ellefu látnir eftir skotárás í skóla í Kauhajoki í Finnlandi

Tíu manns, auk árásarmannsins, létust í skotárás í iðnskóla í finnska bænum Kauhajoki í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hóf nemandi við skólann að skjóta á samnemendur sína um stundarfjórðung yfir ellefu að staðartíma. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 108 orð | 1 mynd

Engin mjólk frá Kína til Íslands

Enginn innflutningur hefur verið frá Kína til Íslands á mjólk, mjólkurdufti eða stoðmjólkurblöndum fyrir börn samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun (MAST). Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 164 orð | 1 mynd

Engin óreiða lengur

Sama hversu nauðsynlegt það er að hafa hreint og fínt heima hjá sér er staðreyndin sú að fæstir hafa nægan tíma. Hér eru átta leiðir til að koma í veg fyrir óreiðu á innan við fimm mínútum. 1. Búðu um rúmið daglega. 2. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 45 orð | 1 mynd

Enn leitað

Erlend lögreglulið hafa enn ekki haft hendur í hári Ivans Konovalenko frá Litháen, sem eftirlýstur er af íslensku lögreglunni vegna hnífstunguárásar á Mánagötu fyrir hálfum mánuði. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

eQ bestur

eQ Bank, sem er í eigu Straums fjárfestingarbanka, veitir bestu ráðgjöf finnskra greinenda um fjárfestingar í smærri skráðum fyrirtækjum. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Er Sharon Stone vanhæf móðir?

Leikkonan Sharon Stone hefur misst forræði sitt yfir hinum átta ára gamla syni sínum Roan en faðir hans, Phil Bronstein, hefur fengið fullt forræði yfir syninum. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 304 orð | 1 mynd

Eru Frjálslyndir að klofna?

Formaður Frjálslynda flokksins kom heim frá Rússlandi í gær til að takast á við mestu innbyrðis deilur sem orðið hafa í flokknum frá stofnun, segja menn sem starfað hafa í Frjálslynda flokknum frá upphafi. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Falleg híbýli fyrir dýr

Þrátt fyrir að eigendur hunda og katta elski þá innilega verður að viðurkennast að híbýli dýranna eru ekki falleg. Oft eiga þau frekar heima í þvottahúsinu en stofunni, þótt dýrið sjálft megi jafnvel reika um allt hús. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 83 orð | 1 mynd

Falskar vonir

Vegna erfiðrar samkeppnisstöðu íslenskra aðila hefur verið reiknað út að af þeim 60-70 milljörðum sem bygging álvers í Helguvík er talin kosta muni aðeins um 6-9 milljarðar skila sér inn í íslenskt efnahagslíf á framkvæmdatímanum, þ.e. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 174 orð | 1 mynd

Fangelsin full og tvísett í 8 klefa

160 fangar voru í íslenska fangakerfinu í gær. Þar af sátu 143 í fangelsum landsins en rými þar eru alls 137. 127 þeirra voru að afplána óskilorðsbundna refsingu og fimmtán sátu í gæsluvarðhaldi. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 13 orð | 1 mynd

Fangelsin styrkt

Ákveðið var í gær að veita 400 milljónir króna til byggingarframkvæmda í... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 304 orð | 1 mynd

Fangelsin verða byggð

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að veita 300 til 400 milljónir króna á næstu þremur árum til boðaðra byggingarframkvæmda í fangelsismálum, samkvæmt heimildum 24 stunda. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 17 orð | 1 mynd

Fannst látin á herbergi sínu

Talið er að íslensk kona sem fannst látin á ferðamannastaðnum Cabarete í Dóminíska lýðveldinu hafi verið... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 266 orð | 2 myndir

Fannst látin í herbergi sínu

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Lögregla í Dóminíska lýðveldinu rannsakar nú dauða 29 ára gamallar íslenskrar konu, Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur, sem fannst látin á sunnudagskvöld á hóteli á ferðamannastaðnum Cabarete. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 395 orð

Fé Gæslunnar

Vegna olíuverðs liggja skip Landhelgisgæslunnar við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 279 orð | 1 mynd

Finnur fyrir mikilli sorg í samfélaginu

„Maður hugsar alltaf með sér að svona ætti ekki að geta gerst hér í Finnlandi,“ segir Veera Pitkänen, sem hefur verið í námi á Íslandi en er nú búsett í Finnlandi, um atburði gærdagsins, þegar 22 ára drengur skaut ellefu manns til bana og... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Fínt á fimm mínútum

Það er því miður staðreynd að fæstir hafa nægan tíma til að hafa alltaf hreint í kringum sig, þótt viljinn sé sannarlega fyrir hendi. Með því að gera nokkra hluti daglega má minnka óreiðuna á aðeins fimm mínútum. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 119 orð | 1 mynd

Fjárfest fyrir 440 milljarða

Samkvæmt hagspá Landsbankans munu stóriðjufjárfestingar fylla í skarð sem skapast vegna samdráttar í efnahagslífinu. Næstu fimm árin verði fjárfest í stóriðju og orkuverum fyrir samtals 440 milljarða króna. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 494 orð | 1 mynd

Formaður vill leysa deilur

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is „Það er greinilegt að verið er að reyna að efna til ágreinings í flokknum,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Deilt er á hvernig þingflokkurinn vinnur. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 164 orð | 3 myndir

Form og atgervi hvað...

Það er tiltölulega ný tugga að til að ná árangri í íþróttum í dag þurfi líkamlegt atgervi og form að vera frábært. Að enginn nái árangri nema hanga lon og don í líkamsrækt. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 18 orð

Fólkið í blokkinni í sjónvarp og á svið

Leikrit eftir sögu Ólafs Hauks verður frumsýnt í næstu viku. Verið er að gera sjónvarpsseríu eftir bókinni... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 240 orð | 1 mynd

Gjaldeyrir aldrei dýrari

Sérfræðingar á gjaldeyrismarkaði kunna ekki neina einhlíta skýringu á því af hverju gengi krónunnar gaf mikið eftir á gjaldeyrismarkaði í gær. Rétt fyrir klukkan 11 í gærmorgun hafði gengisvísitalan rokið upp í 180 og gengið veikst um nálægt 3%. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 185 orð | 1 mynd

Greiðslubyrði þyngist að ári

Greiðslubyrði 5500 íbúðalána gæti þyngst um 20 prósent þegar þau verða tekin til endurskoðunar á næsta ári ef verðtryggðir vextir lækka ekki frá því sem nú er. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 72 orð

Gæði sæðis slök

Áfengisneysla getur valdið barnleysi. Karlar verða getulausir, gæði sæðis þeirra minnka og frjósemi kvenna minnkar drekki viðkomandi mikið. Þetta sýnir úttekt danskra heilbrigðisyfirvalda á niðurstöðum rannsókna á áfengisneyslu. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 571 orð | 1 mynd

Heill þér foringi vor

Davíð Oddsson seðlabankastjóri gerði þjóðinni grein fyrir því í síðustu viku hvað ætti að gera í peningamálum og hvaða fáráðar það væru sem gagnrýndu Seðlabankann og aðgerðir bankans. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 24 orð

Heimilin spara

Hækkandi matvælaverði fylgir aukin eftirspurn eftir slátri, lítið unnum kjötvörum og vörum sem hægt er að geyma í frystikistu. Fólk er byrjað að... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Heimilislaus í Hollywood

Leikarinn Dane Cook er um þessar mundir á götunni eftir að leigusali hans ákvað að reka leikarann á dyr. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 96 orð | 1 mynd

Hjúkkur hækka launavísitöluna

Launavísitala í ágúst 2008 hækkaði um 0,5% frá júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,1%. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 116 orð | 1 mynd

Hollywoodvæðing fæðinga

Fregnir berast frá útlöndum af þeirri þróun að valkeisarafæðingum fjölgi ört og ástæðan sé ekki mögulega erfið fæðing heldur vilji mæðurnar ekki ganga í gegnum eðlilega fæðingu. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 241 orð | 1 mynd

Hringitónar innblástur

Kammerhópurinn Nordic Affect verður með tónleika í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld kl. 20 sem bera yfirskriftina „Fram og til baka“. Þetta eru fyrstu tónleikarnir í vetrartónleikaröð hópsins og verður efnisskráin tileinkuð tilbrigðatónsmíðum. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 131 orð | 1 mynd

Höfða til ungmenna

Stór alþjóðleg matvælafyrirtæki og skyndibitastaðakeðjur á borð við McDonald's, Nestlé, Coca Cola og KFC beina spjótum sínum í auknum mæli að börnum og ungmennum í Suðaustur-Asíu samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóðasambands neytendasamtaka sem birt er á... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 96 orð | 1 mynd

Hörð ádrepa

Þorsteinn virðist telja að Davíð Oddsson hafi farið út fyrir verksvið sitt með pólitískum ummælum í viðtalinu á Stöð 2 um daginn. Og að bankastjórnin í heild beri ábyrgð á tali hans. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 40 orð | 1 mynd

Innbrotsþjófur við rúmgaflinn

Ung kona á Akureyri vaknaði upp við vondan draum í gærmorgun þegar innbrotsþjófur með vasaljós í hendi stóð við rúmgaflinn í svefnherbergi hennar. Lögreglan náði manninum fljótt, því hann skildi bíl sinn eftir fyrir utan húsið með lyklunum í. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 323 orð | 4 myndir

Íbúðin er mun bjartari eftir framkvæmdir

Linda Sæberg Þorgeirsdóttir fór í miklar framkvæmdir eftir að hún keypti sína fyrstu íbúð. Eldhúsið var rifið út og tóku framkvæmdir um mánuð. Allar framkvæmdir annaðist hún og hennar fólk. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 458 orð | 1 mynd

Ísinn ekki fyrir veimiltítur

Tímabilið í íslenska íshokkíinu hófst á laugardaginn var þegar Skautafélag Akureyrar bauð lið Bjarnarins úr Grafarvogi velkomið í höfuðstað Norðurlands og sendi það rakleitt heim að nýju með tap á bakinu. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Ísland fellur niður um eitt sæti

Ísland er meðal þeirra þjóða sem búa við minnsta spillingu í stjórnsýslunni. Á árlegum lista óháðu stofnunarinnar Transparency International er Ísland nú í 7. sæti en var í 6. sæti á listanum í fyrra. Á listanum 2006 var Ísland í 1. sæti ásamt... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 591 orð | 3 myndir

Íslenskar konur ekki of fínar til að rembast

Guðrún G. Eggertsdóttir yfirljósmóðir man tímana tvenna og segir heilsu og hugarfar barnshafandi kvenna mikið hafa breyst frá því hún hóf störf. Nútímakonan býr við meira öryggi og góðar rannsóknir en glímir við offitu og ranghugmyndir um fæðinguna. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 366 orð | 1 mynd

Íslenskur leir til Frakklands

Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@24stundir.is Íslenskur leir, olía og te eru meðal þeirra hluta sem fulltrúi frá snyrtivörufyrirtækinu Clarins hafði með sér heim til Parísar. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 15 orð

Kings of Leon fá fjórar stjörnur

Fjórða plata rokksveitarinnar Kings of Leon færir hana upp í úrvalsdeild að mati gagnrýnanda... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 266 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

B ankastjóri Landsbankans komst að stórmerkri niðurstöðu sem hann greindi frá í fréttum í gær. Hann fjallaði um stóraukna greiðslubyrði íbúðalána hjá hópi skuldara. „Hver er sinnar gæfu smiður,“ sagði Halldór Guðbjarnason. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 201 orð | 1 mynd

Kokkur Bjarkar opnar nýjan stað

Trommarakokkurinn Númi Thomasson og Sigurður Magnús Finnsson, hristuleikari hljómsveitarinnar Singapore Sling, opna á sunnudag veitingastaðinn Segurmo á Laugavegi 28b, í sama húsnæði og hýsir öldurhúsið Boston og eru allir boðnir velkomnir í léttar... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

LayLow sleppti lagi sínu By and By í útvarpið og á MySpace-síðu sína í...

LayLow sleppti lagi sínu By and By í útvarpið og á MySpace-síðu sína í gær. Það er greinilega mikill áhugi á nýju efni frá stúlkunni því aðeins örfáum klukkustundum eftir að það var sett upp á síðuna var búið að hlusta á það rúmlega 500 sinnum. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Lán hækka stöðugt

Húsnæðislán upp á 25 milljónir sem tekið var 1. ágúst árið 2004 til 40 ára á 4.15% vöxtum hefur hækkað um tæplega milljón þrátt fyrir eðlilegar afborganir. Mánaðarleg afborgun er þann 1. október næstkomandi 116.179 kr. og eftirstöðvarnar 25.848.702. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Leita upplýsinga um líkamsárás

Að morgni sunnudagsins 7. september, Ljósanótt, klukkan 5.30 komu lögreglumenn að meðvitandarlausum manni liggjandi í götunni á Hringbraut á móts við Mávabraut í Keflavík. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 107 orð | 1 mynd

Lindsay Lohan mun vera hýr

Sá dagur hefur loks runnið upp að leikkonan Lindsay Lohan og plötusnúllan Samantha Ronson viðurkenni hið augljósa og staðfesti samband sitt fyrir alþjóð. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 133 orð | 1 mynd

List eða sjónmengun?

Pallborðsumræður um veggjakrot fara fram þann 2. október á Fríkirkjuvegi 1 klukkan 16, í tilefni af sýningu myndarinnar Bomb it: The Global Graffiti Documentary, á RIFF-kvikmyndahátíðinni. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 89 orð

Lækka aldurstakmörk í leikskóla

Fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar stefnir að því að lækka aldursviðmið í leikskóla úr 18 mánaða aldri í 15 mánaða aldur fyrir haustið 2010. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 92 orð | 1 mynd

Lögreglan eltir Stereophonics

Meðlimir hljómsveitarinnar Stereophonics fengu að finna fyrir ströngu landamæraeftirliti í Kanada á dögunum en rúta sveitarinnar var stöðvuð eftir að lögreglumenn höfðu elt rútuna í dágóða stund. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 159 orð | 1 mynd

Matarreikningurinn lækkaður

Það er hægt að lækka matarreikning heimilisins með ýmsum öðrum leiðum en að taka slátur og kaupa kjötskrokka í tunnum. Með smáútsjónarsemi má spara fáeinar krónur hér og þar sem getur munað um við mánaðarmót. Ekki kaupa meira en þarf. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 38 orð | 1 mynd

Miklar framkvæmdir

Linda Sæberg Þorgeirsdóttir fór í miklar framkvæmdir eftir að hún keypti sína fyrstu íbúð og er nú mjög stolt af verkinu. Eldhúsið var rifið út og tóku framkvæmdir um mánuð en hún og hennar fólk annaðist allar... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 94 orð | 1 mynd

Misjafnar verðmerkingar

Nokkur misbrestur er á því að verðmerkingar í verslunum hér á landi séu eins og þær eiga að vera samkvæmt niðurstöðum kannana sem Neytendastofa hefur birt á vefsíðu sinni að undanförnu. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 176 orð | 1 mynd

Moby Dick snýr aftur

Kvikmyndaritið Variety hefur greint frá því að Universal-kvikmyndaverið hafi keypt kvikmyndaréttinn að hinni klassísku skáldsögu Hermans Melville frá árinu 1851, Moby Dick. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 39 orð | 1 mynd

Nám lækna gengisfellt

Læknar kanna stuðning við aðgerðir vegna stöðu kjaramála. „Læknanámið er gengisfellt með lægra boði til lækna en ljósmæðra. Óhugsandi er að samþykkja slíkt,“ segir Birna Jónsdóttir, formaður LÍ. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 77 orð

Nýja platan lak á netið

Nýjasta plata Oasis hefur lekið á netið samkvæmt heimildum BBC. Platan, sem ber heitið Dig Out Your Soul, á að koma út 6. október en framtakssamir netverjar geta þegar nálgast plötuna með ólögmætum hætti á spjallborðum og aðdáendasíðum. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 216 orð | 2 myndir

Nördar samfélagsins

Ég missti af Næturvaktinni á sínum tíma vegna þess að ég hef ekki áskrift að Stöð 2. Keypti þættina síðan á DVD og skemmti mér ákaflega vel heila helgi yfir þeim. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 87 orð | 1 mynd

Obama vinsæll á Xbox 360

Microsoft hefur að undanförnu staðið fyrir óformlegri könnun í gegnum Xbox 360-leikjatölvurnar til að kanna áhuga ungra Bandaríkjamanna á komandi forsetakosningum. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 17 orð | 1 mynd

Óléttar of feitar

Guðrún G. Eggertsdóttir yfirljósmóðir segir að offita sé orðin algengt vandamál meðal barnshafandi kvenna og beinlínis... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 214 orð | 1 mynd

Ólöglegar aðgerðir um fimm ára skeið

Upptaka handfarangurs farþega á flugvöllum kann að hafa verið ólögleg, að mati aðallögmanns Evrópudómstólsins, Eleanor Sharpston. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 378 orð | 2 myndir

Óunnar kjötvörur vinsælar í dýrtíð

Hækkandi matvælaverði fylgir aukin eftirspurn eftir slátri, lítið unnum kjötvörum og vörum sem hægt er að kaupa í talsverðu magni og geyma í frystikistu. Meiri áhugi virðist vera á sláturgerð en undanfarin ár. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 13 orð

Pallborðsumræður um veggjakrot

Miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon mun verja afstöðu sína til veggjakrots í pallborðsumræðum... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 247 orð | 1 mynd

Píanóið sem ég erfði frá ömmu

„Uppáhaldshluturinn minn er píanóið mitt. Það er eldgamalt og er búið að vera í fjölskyldunni í langan tíma,“ segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona en píanóið erfði hún eftir ömmu sína. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

Reiður BMW

Finnst þér BMW líta út fyrir að vera reiður? Virðist Trabantinn vera dapur? Bjallan steinhissa og Twingo skælbrosandi? Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Senn skellur á jólavertíðin í tónlistarútgáfu hér á landi og munu...

Senn skellur á jólavertíðin í tónlistarútgáfu hér á landi og munu flestar hljómsveitir landsins keppast við að senda frá sér hljómplötu. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 227 orð | 1 mynd

Sjónvarpselskendur

Skjár einn hefur nýlokið sýningum á bandarísku þáttunum „Sexual healing“ en í þáttunum var hægt að fylgjast með pörum í sexþerapíu hjá dr. Lauru Bermann. Pörin í þáttunum taka sér frí í a.m.k. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 47 orð | 1 mynd

Skemmtilega falskt

Uppáhaldshlutur Margrétar Eirar Hjartardóttur er eldgamalt píanó sem hefur verið lengi í fjölskyldunni. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 127 orð | 1 mynd

Skemmtistaðir opnaðir á fölskum forsendum

„Það hafa opnað staðir sem hafa ætlað að þjónusta skrifstofufólk í miðborginni með morgunmat og hádegismat en orðið að þekktustu búllum bæjarins og eru bara opnir eftir kvöldmat um helgar,“ segir Jóhannes Kjarval verkefnisstjóri... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 340 orð | 1 mynd

Skilningsleysi í fangelsismálum

Í forsíðugrein 24 stunda í gær var sagt frá því að fangelsi landsins væru ekki í drögum að fjárlögum sem voru lögð fyrir ríkisstjórnina í gær. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 18 orð | 1 mynd

Skotárás í skóla

„Ég finn fyrir mikilli sorg í samfélaginu öllu,“ segir Veera Pitkänen nemi um morðin í Finnlandi í... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 20 orð | 1 mynd

Skúrir eða slydduél vestantil

Suðvestan 5-10 m/s. Víða léttskýjað á austanverðu landinu, en skúrir eða slydduél vestantil. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Sló í gegn „Við erum tveir sauðir sem tókum okkur til árið 2004 og...

Sló í gegn „Við erum tveir sauðir sem tókum okkur til árið 2004 og 2005 og héldum sauðamessu til heiðurs sauðkindinni. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 194 orð | 1 mynd

Sniðugar skammtímalausnir

Mörgum sem eru á leigumarkaði svíður sárast að geta ekki gert húsnæðið almennilega að sínu. Á leigumarkaði þurfa leiguliðar oft að sætta sig við lélegt viðhald enda engin sérstök samtök sem fylgjast með að íbúðir séu í góðu standi. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 19 orð | 1 mynd

Snorri í Hollywood

Hlynur Magnússon hefur búið til smáa leikmynd í kringum sögu Snorra Sturlusonar sem á að kvikmynda með „stop... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 398 orð | 2 myndir

Snorri Sturluson í Hollywood

Hlyni Magnússyni teiknimyndagerðarmanni er sannarlega margt til lista lagt. Hann fluttist búferlum vestur um haf og nam teiknimyndagerð við California Institute of the Arts þaðan sem hann útskrifaðist síðastliðið vor. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Stóri grænmetisdagurinn „Við viljum hvetja börnin til að neyta...

Stóri grænmetisdagurinn „Við viljum hvetja börnin til að neyta grænmetis og ávaxta og dagurinn er liður í þeirri hvatningu,“ segir Erna Benediktsdóttir heimilisfræðikennari Háteigsskóla. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 292 orð | 1 mynd

Stúlka fróar sér í Mugison-myndbandi

Mugison þeysist nú um Bandaríkin að kynna nýútkomna plötu sína þar, Mugiboogie. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 187 orð | 1 mynd

Stærsta lögtakið í Bretlandi

Fyrrverandi bankastarfsmaður í Bretlandi missti ellefu milljóna punda (tæplega tveggja milljarða króna) glæsivillu sína í Vestur-London þegar gert var í húsinu það sem talið er vera stærsta lögtak í sögu Bretlands. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 56 orð | 1 mynd

Taka lán fyrir 3,2 milljarða

Byggðastofnun hefur tekið 3,2 milljarða króna lán í evrum og jenum með milligöngu Askar Capital. Lántakan er liður í fjármögnun útlána stofnunarinnar. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 27 orð | 1 mynd

Talsverð rigning

Sunnan 8-15 m/s. Skúrir vestantil og talsverð rigning fram eftir degi suðaustanlands, en úrkomulítið á Norður- og Norðausturlandi. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á norðaustanverðu... Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Teymi hverfur

Kauphöll Íslands hefur samþykkt framkomna beiðni Teymis um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Hlutabréfin verða tekin úr viðskiptum eftir lokun viðskipta föstudaginn 3. október 2008. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 182 orð | 1 mynd

Tíma- og peningasparnaður

Kynning Vefsíðan logosafn.is var opnuð nýverið en þar verður öllum helstu vörumerkjum landsins safnað saman. Bryndís Óskarsdóttir, safnstjóri logosafnsins, segir að síðan muni gagnast mörgum en hún var opnuð hinn 28.08.08 klukkan átta. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 97 orð | 1 mynd

Togstreita

Það kemur ekki vel út að ágreiningur innan lögreglu sé háður í fjölmiðlum. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Tónleikar Jóhann Kristinsson heldur útgáfutónleika sína í kvöld klukkan...

Tónleikar Jóhann Kristinsson heldur útgáfutónleika sína í kvöld klukkan átta á Kaffi Rósenberg, í tilefni af útkomu plötunnar Call Jimmy, sem nýverið kom út. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 101 orð

Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 0,46% í viðskiptum...

Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 0,46% í viðskiptum gærdagsins og var lokagildi vísitölunnar 4.167,02 stig. Gengi bréfa Föroya banka hækkaði um 0,59% og Straums um 0,34%. Gengi bréfa Kaupþings og Alfesca stóð í stað. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Vampíran á uppboð

Eitt meistaraverka málarans Edvards Munchs frá 1884, Vampíran, fer á uppboð hjá Sotheby´s 3. nóvember. Verkið er gjarnan talið systurverk Ópsins, en það hefur verið í einkaeigu síðastliðin 70 ár. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 140 orð | 1 mynd

Veiking krónu mun skila sér að litlu leyti í verðlag

Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir að veiking krónunnar undanfarið muni að litlum hluta skila sér í hækkun verðlags. Hún telur krónuna of veika nú og að gengið muni leiðréttast fyrir áramót. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 182 orð | 1 mynd

Við viljum betra val

„Það hefur lengi verið talað um það hvað ljósmæðrastétt og fæðandi konur búa við þröngan kost og það þarf að leiðrétta. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 328 orð | 2 myndir

Vill frávísun vegna skyldleika sækjanda

Lögmaður Karls Georgs Sigurbjörnssonar, sem er ákærður fyrir að svíkja út 200 milljónir króna, fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 261 orð | 1 mynd

Þeir hæfustu komast í næsta borð

Eftir Friðrik Tryggvason frikki@24stundir.is Þið hafið heyrt um flugherma, kafbátaherma; það er meira að segja til stangveiðihermir, en nú í fyrsta sinn þá er til Guðshermir í formi tölvuleiksins Spore. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 94 orð | 1 mynd

Þögn ekki sama og samþykki

Talsmaður neytenda hefur sent ljósmyndastofunni Pix-myndum tilmæli í kjölfar kvartana foreldra vegna sölu á skólamyndum. Á heimasíðu talsmanns neytenda www.tn. Meira
24. september 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Ægir og Týr saman við bryggju

„Við getum verið komin af stað eftir klukkustund,“ segir Páll Geirdal, skipherra á varðskipinu Ægi sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, um viðbragðstíma áhafnar skipsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.