Þau tíu prósent landsmanna sem þénuðu mest á árinu 2014 fengu tæplega 30% þeirra 72,2 milljarða króna sem síðasta ríkisstjórn ráðstafaði í höfuðstólsleiðréttingar fasteignaveðlána.
Meira
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum á mánudag ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna heilsugæslu í Rangárþingi, en heilsugæslulæknir við Heilsugæslu Rangárþings hefur sagt starfi sínu lausu.
Meira
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Bryndís Rún Hansen sundkona úr Óðni og Viktor Samúelsson kraftlyftingamaður úr KFA voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar fyrir árið 2016. Kjöri þeirra var lýst í hófi í menningarhúsinu Hofi í gær.
Meira
Sældarlíf Þær eru vel haldnar litríku kindurnar á Staðarbakka í Fljótshlíð og kippa sér ekki upp við það þótt hinn vaski heimilishundur Vaskur trítli á milli þeirra. Fylgjast grannt með...
Meira
„Við fengum hjá henni skýringar á ákveðnum liðum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fórum yfir mál sem við teljum miklu varða,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Meira
Fremur fáir hafa leitað til heilsugæslustöðva og á bráðamóttökur vegna inflúensu, en þó hefur fjöldi einstaklinga með staðfest einkenni hennar farið vaxandi og hlutfall jákvæðra sýna er nokkuð hátt, að mati landlæknisembættisins.
Meira
Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær að boða til verkfalls ef ekki semdist á næstu dögum í kjaradeilu félaga við Flugfélag Íslands. Þetta var samþykkt með þremur fjórðu hlutum atkvæða, samkvæmt frétt RÚV.
Meira
Isavia hefur undirritað samning við bandaríska fyrirtækið Aireon um notkun á geimlægum kögunarbúnaði til þess að stýra flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu.
Meira
Ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar gefur því undir fótinn að gáfnafari Íslendinga, og hugsanlega þjóða almennt, hnigni eftir því sem árin líða. Þetta er rakið til þess að því menntaðra sem fólk verður, því færri börn eignist það.
Meira
Eftir því sem menntunarstig fólks er hærra eignast það færri börn. Þetta hefur það í för með sér að gáfnafari fólks hnignar. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtust í bandarísku vísindariti í fyrradag.
Meira
Liðið ár var það hlýjasta frá því að mælingar hófust árið 1880, að sögn bandarískra vísindamanna í gær. Þeir sögðu helstu ástæðuna vera mikla losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Stefán Bjarnason, fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Akranesi, hélt upp á 100 ára afmæli sitt á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi í gær þar sem hann tók á móti vinum sínum og vandamönnum í síðdegiskaffi.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fjárskortur veldur því að ekki hefur verið fundinn nýr staður fyrir kennslu- og einkaflug í nágrenni Reykjavíkur eins og samið var um milli ríkis og borgar árið 2013.
Meira
Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í gær með sex atkvæðum gegn fjórum að binda laun kjörinna fulltrúa við þingfararkaup.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ekki var ljóst í gær hvort sú ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að stytta fangelsisdóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning gæti orðið til þess að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, yrði saksóttur í Bandaríkjunum.
Meira
Boðið er upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag klukkan 12.15 um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýningu Freyju Reynisdóttur, Sögur.
Meira
Héraðsdómur Reykjavíkur veitti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heimild til að afla og bera saman upplýsingar um farsíma sem tengdust sömu fjarskiptamöstrum og á sama tíma og sími Birnu Brjánsdóttur morguninn sem hún hvarf.
Meira
Fjölmenni var við Hafnarfjarðarhöfn og fjöldi lögreglubíla var á hafnarsvæðinu þegar grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist þar að bryggju á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að íslensk lögregluyfirvöld höfðu óskað þess að skipið kæmi hingað til lands...
Meira
Laufey Rún Ketilsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Laufey Rún er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands (BA) og Háskólanum í Reykjavík (MA).
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Skemmtikrafturinn, söngvarinn, þjóðargersemin og þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og hann er betur þekktur, verður sjötugur á morgun.
Meira
Sigurgeir Jónasson ljósmyndari frá Skuld er Eyjamaður ársins 2016. Hlaut hann viðurkenninguna Fréttapýramídann fyrir, en Fréttapýramídinn er veittur árlega nokkrum einstaklingum eða félagasamtökum fyrir vel unnin störf að ýmsum málum í Vestmannaeyjum.
Meira
Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Isavia hefur undirritað samning við bandaríska fyrirtækið Aireon um notkun á geimlægum kögunarbúnaði til þess að stýra flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu.
Meira
Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna mun stíga á svið með Ladda í Hörpu. Þar ber helst að nefna söngvarana Eyþór Inga, Eyjólf Kristjánsson, Bjartmar Guðlaugsson, Sigríði Beinteinsdóttur og Sigríði Thorlacius.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kínverskir ferðamenn sækja í ferðamannastaði með hreinu lofti, samkvæmt frétt í breska tímaritinu Telegraph og er Ísland meðal vinsælustu staðanna til að heimsækja.
Meira
Skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda til þess að stuðningurinn við Barack Obama hafi aukist og sé nú næstum jafnmikill og hann var fyrsta árið sem hann gegndi forsetaembættinu. Samkvæmt nýrri könnun CNN eru um 60% Bandaríkjamanna ánægð með störf hans.
Meira
Rokksveitin Tappi tíkarrass heldur tónleika á Húrra í kvöld kl. 20. Hljómsveitin var stofnuð 1981 af fjórum ungum mönnum og gekk Björk Guðmundsdóttir fljótlega til liðs við hana og söng með Eyþóri Arnalds.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nýjar skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda til þess að þegar Donald Trump tekur við forsetaembættinu á morgun njóti hann minni stuðnings en nokkur annar forseti í byrjun kjörtímabils síns.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa samþykkt að kynna fyrir almenningi og hagsmunaaðilum lýsingu vegna deiliskipulags fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá.
Meira
Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, sendi í gær tilkynningu til fjölmiðla þar sem hún þakkaði almenningi, lögreglu og björgunarsveitum fyrir aðkomu sína að leitinni að Birnu.
Meira
Boðið verður upp á hádegisspjall um siðferði í listum í stofu 422 í Árnagarði á morgun, föstudag, milli kl. 12 og 13. „Undanfarin ár hafa mörkin milli veruleika og skáldskapar orðið æ óljósari í listalífi landsmanna.
Meira
Aldrei virðist hægt að fá leið á Matador. Þessir dönsku þættir eldast betur en flest sjónvarpsefni. Miðað við hvar komið er sögu nú í sýningum RÚV eru ofsóknir á hendur gyðingum farnar að teygja anga sína til Danmerkur.
Meira
Gagnrýnendur hafa lofað hljómburð hinnar glæstu nýju tónleikahallar í Hamborg, Elbphilharmonie, en opnunartónleikarnir voru 11. janúar síðastliðinn.
Meira
Ný dönsk rannsókn leiðir í ljós að fólk kýs að lesa lengri texta á pappír fremur en af skjá. Frá þessu er greint í danska dagblaðinu Politiken . Alls sögðust 77% aðspurðra kjósa að lesa lengri texta s.s.
Meira
Viktor P. Hannesson gengur í dag kl. 17 um sýningarsali Ásmundarsafns og leiðir umræður um sjónrænar tengingar abstraktlistar við algóriþma í tengslum við sýningu Ásmundar Sveinssonar og Þorvalds Skúlasonar, Augans börn .
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld er hin þekkta sjötta sinfónía Pjotrs Tsjajkovskíj, „Pathétique“.
Meira
Eitt af þeim vandamálum sem er svolítið falið í okkar ágæta þjóðfélagi er hversu erfitt getur verið fyrir okkur „hipsterana“ að vera „hipsterar“.
Meira
Eftir Bjarna Benediktsson: "Ný ríkisstjórn vill nálgast úrlausn mála undir merkjum frjálslyndis og réttsýni. Ísland á að vera eftirsóknarvert fyrir alla þá sem vilja taka þátt í að byggja upp íslenskt samfélag til framtíðar."
Meira
Svartur skinntrefill tapaðist í gær, eigandi hans var á ferð á Vitastíg, gekk niður Laugaveg, upp Skólavörðustíg og fór um Týsgötu líka. Hafi einhver fundið trefilinn má sá hinn sami hringja í síma 690-3335. Eldri kona í...
Meira
Anna Hallfríður Sveinbjörnsdóttir fæddist á Á í Unadal, Skagafirði, 28. ágúst 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ 9. janúar 2017. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Sigurður Sveinbjörnsson, f. 27. maí 1893, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Ágústa fæddist á Flateyri 14. apríl 1937. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 8. janúar 2017. Foreldrar hennar voru Friðrik Einarsson Hafberg, f. 13.1. 1893 að Ráðagerðiskoti á Álftanesi, d. 2.8. 1966, og Vilborg Ágústa Þorvaldsdóttir Hafberg, f. 7.8.
MeiraKaupa minningabók
Dóra Sigríður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 10. janúar 2017. Hún var þriðja í röð barna þeirra hjóna Guðrúnar Guðjónsdóttur, f. 1891, d. 1958, og Guðmundar Júlíussonar, f. 1892, d.
MeiraKaupa minningabók
Guðlaug Ó. Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. október 1931. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 11. janúar 2017. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason, f. 31. mars 1899, d. 9. ágúst 1936, og Svanhildur Margrét Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1912,...
MeiraKaupa minningabók
Lýður Björnsson fæddist að Felli í Kollafirði, Strandasýslu, 17. nóvember 1922. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 9. janúar 2017. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Lýðsdóttur, f. 1890, d. 1979, og Björns Finnbogasonar, f. 1890, d. 1978.
MeiraKaupa minningabók
Sigurgeir Bjarnason rennismíðameistari fæddist 17. febrúar 1931 á Þingeyri. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir 10. janúar 2017. Foreldrar hans voru Bjarni Matthías Sigurðsson tré- og járnsmiður, f. 29.
MeiraKaupa minningabók
Stella Berglind Hálfdánardóttir fæddist í Heiðvangi við gamla Sogaveg í Reykjavík 16. mars 1943. Hún lést á heimili sínu 24. desember 2016. Foreldrar hennar voru hjónin Aðalheiður Þórarinsdóttir, f. 17. ágúst 1907, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Tómas Reynir Hafsteinsson fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1935. Hann lést á heimili sínu í Póllandi 19. nóvember 2016. Foreldrar hans voru þau Hjörtur Hafsteinn Hjartarson, f. 5. september 1908, d. 20. ágúst 1994, og Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 24.
MeiraKaupa minningabók
Líkt og flest fimmtudagskvöld verður blásið til tilraunauppistands í Comedy Klúbbnum í kjallaranum á BAR 11 við Hverfisgötu kl. 21.30 í kvöld. Nýir grínistar fá tækifæri til að spreyta sig og þeir reyndari prófa nýtt efni og halda sér í formi.
Meira
Vesturbyggð, Sögufélag Barðastrandarsýslu og Rithöfundasambandið standa fyrir málþingi kl. 14 - 16 laugardaginn 21. janúar 2017 í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði í tilefni af aldarafmæli þorpsskáldsins Jóns úr Vör, en hann lést aldamótaárið 2000.
Meira
Pussyhat Project, eða „pussuhúfu-verkefnið“, sem bandarískar vinkonur hófu fyrir tveimur mánuðum hefur undið svo upp á sig að bleikt garn er nánast uppselt í verslunum vestanhafs.
Meira
Hví ekki að létta sér skammdegið og bregða sér í bingó á miðjum degi í miðri viku? Í Borgarbókasafninu Árbæ geta allir, ungir sem aldnir, spilað bingó kl. 15.30 í dag, fimmtudaginn 19. janúar.
Meira
Björn Helgason og María Gísladóttir eiga 60 ára brúðkaupsafmæli í dag, 19. janúar. Búa þessi heiðurshjón á Hlíf II á Ísafirði. Þau eiga einn son og 5 dætur, 15 barnabörn, 9 barnabarnabörn og eitt...
Meira
Eygló Helga Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 19.1. 1942, dóttir Haralds Gíslasonar, framkvæmdastjóra í Reykjavík, og k.h., Þórunnar Guðmundsdóttur húsfreyju.
Meira
30 ára Eyrún ólst upp á Akureyri, býr þar, lauk sveinsprófi í hárgreiðslu og starfar við það. Maki: Vilberg Andri Kristinsson, f. 1984, sjómaður. Börn: Aldís Marý, f. 2007; Cæsar Barri, f. 2010; og Emil Þorri og Erpur Orri, f. 2015.
Meira
Hilmar Oddsson, leikstjóri og rektor Kvikmyndaskóla Íslands, heldur upp á sextugsafmælið sitt í kvöld með afmælistónleikum í Salnum. Þar koma fram hljómsveitirnar Melchior og Skepnan.
Meira
40 ára Jón Egill stundar nám í málmiðnum og er bóndi á Álfgeirsvöllum. Maki: Sigríður Þ. Stormsdóttir, f. 1969, bóndi. Dóttir: Guðbjörg Rán, f. 2008. Stjúpbörn: Bjarni Þór, f. 1990; Elísabet Þóra, f. 1992, og Alexander Þór, f. 1994, og Sædís Rós, f.
Meira
Lýsingarorðið borðleggjandi er haft um spil sem eru svo góð að leggi maður þau á borðið er óþarft að spila lengur, spilið er greinilega unnið. Ef e-ð er borðleggjandi er það öruggt , víst eða augljóst eða sjálfsagt að láta af því verða .
Meira
Sigríður Hafstað fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 19.1. 1927 og ólst þar upp í 10 systkina hópi. Að loknu almennu námi í íslenska skólakerfinu nam hún húsmæðrafræði í Uppsölum í Svíþjóð 1946-47.
Meira
Reykjavík Bergrós Mjöll fæddist 19. janúar 2016 kl. 10.23 og er því eins árs í dag. Hún vó 4.000 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Arna Dögg Sigfúsdóttir og Þorgeir Gísli...
Meira
100 ára Katrín Jóhanna Gísladóttir 90 ára Agnes Jóhannsdóttir Árnína H. Sigmundsdóttir Sigríður Hafstað Þórarinn M. Friðjónsson 85 ára Ingi Einar Jóhannesson Lovísa E. Sigurbjörnsdóttir 80 ára Björn Dagbjartsson Heimir Björn Ingimarsson Jón H.
Meira
Ég sá einhvers staðar spurt um höfund þessarar vísu: Hlaut ég stauta blauta braut bikkjan skrykkjótt nokkuð gekk, þaut og hnaut, ég hraut í laut, hnykk með rykk í skrokkinn fékk.
Meira
Nú er enn og aftur kominn sá árstími sem Víkverja líst verst á. Fyrstu vikurnar í janúar hafa í gegnum tíðina verið Víkverja mikil þolraun, þó ekki vegna veðurfars eða skammdegis.
Meira
19. janúar 1942 Mannlaust „olíutankskip“ fannst rekið á Péturseyjarfjöru í Mýrdal. Skipið var 70 metra langt. Í því voru „ýmiss konar olíur en þó aðallega bensín,“ að sögn Morgunblaðsins. 19.
Meira
30 ára Þorgerður býr í Reykjanesbæ, lauk prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ og starfar hjá Sjúkraþjálfun Suðurnesja. Maki: Daníel Reynisson, f. 1985, lögmaður. Sonur: Axel Breki Daníelsson, f. 2013. Foreldrar: Sesselja Birgisdóttir, f.
Meira
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands leika hreinan úrslitaleik við Króata á morgun um efsta sætið í C-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik.
Meira
Ólympíumeistarar Dana þurftu ekki að sýna sparihliðarnar þegar þeir unnu baráttuglaða leikmenn Barein, 30:26, í París í gær í fjórðu umferð D-riðils heimsmeistaramótsins. Danir voru yfir allan leikinn en Bareinbúar voru aldrei langt undan.
Meira
Njarðvíkurkonur eru komnar á lygnan sjó í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir allöruggan sigur á Grindvíkingum, 81:61, í Njarðvík í gærkvöld.
Meira
Í Metz Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Það var erfitt að festa svefn eftir leikinn við Angóla þar sem hann var það seint, þannig að maður er aðeins þreyttur.
Meira
Í Metz Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Ragnar Óskarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari hjá franska liðinu Cesson Rennes, er í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í handknattleik og er með því á HM í Frakklandi.
Meira
Í Metz Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Örlög íslenska landsliðsins í handknattleik ráðast á HM í kvöld en þá mætir liðið Makedóníu í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Ísland þarf sigur til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum.
Meira
Íslensku þjálfararnir fara vel af stað á HM í handbolta í Frakklandi. Danir og Þjóðverjar eru sterkir undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og Dags Sigurðssonar.
Meira
* Janus Daði Smárason og Ásgeir Örn Hallgrímsson glíma við meiðsli og tóku ekki þátt í æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik í Metz í gærkvöld.
Meira
Sænska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, glansaði í gegnum viðureignina við Katar í gærkvöldi. Svíar unnu með 11 marka mun, 36:25, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:12.
Meira
Sögulegt mark frá brasilíska miðjumanninum Lucas Leiva var það eina sem skildi að Liverpool og D-deildarliðið Plymouth Argyle í 180 mínútna baráttu í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Meira
Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Hafnfirðingurinn efnilegi Kári Jónsson hefur stimplað sig vel inn í bandaríska háskólakörfuboltann, NCAA, á sínum fyrsta vetri vestanhafs.
Meira
Yfirgnæfandi líkur virðast vera á því að handboltamarkvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hafi leikið sinn síðasta leik með norska úrvalsdeildarliðinu Halden á þessu keppnistímabili. Hreiðar er meiddur á hné eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni.
Meira
Sverrir Ingi Ingason er ekki enn orðinn leikmaður spænska knattspyrnufélagsins Granada, en hann verður að öllu óbreyttu kynntur til sögunnar þar í dag.
Meira
Þór/KA Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri síðustu tvo daga en yfirlýsingu KA um að endurnýja ekki samning við Þór um samstarf félaganna í kvennaflokki í knattspyrnu og í handknattleik.
Meira
Eftir Rachel Sanderson í Mílanó, Arash Massoudi í Lundúnum og James Fontanella-Khan í New York Sjóntækjamarkaður er eitt þeirra sviða á neytendamarkaði sem vaxa hvað hraðast en áætlað er að tveir af hverjum þremur jarðarbúum þarfnist einhverskonar sjóntækja.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóðir og bankar hafa að undanförnu lækkað vexti á óverðtryggðum lánum, jafnvel niður fyrir 6%, og má það meðal annars rekja til meiri samkeppni á markaðnum.
Meira
Nokkuð harkaleg umræða hefur skapast á undanförnum misserum um hvort leggja beri sæstreng til Evrópu sem gera myndi íslenskum orkufyrirtækjum kleift að selja orku úr landi.
Meira
Nám: Stúdent frá MR 1991; C.Sc. í vélaverkfr. frá HÍ 1995; MBA frá Harvard Business School 2002; ýmis styttri stjórnendanámskeið í Executive Education deild HBS 2010-2012. Störf: Var m.a.
Meira
Vefsíðan Þeir sem til þekkja segja að vinnumarkaður framtíðarinnar sé á netinu, og að umsækjendur um lausar stöður verði metnir út frá því sem standi á LinkedIn-síðunni þeirra. En hvað er það fyrsta sem fólk skoðar á LinkedIn?
Meira
Samtök iðnaðarins stóðu nýlega fyrir opnum fundi um opinber innkaup. Þar var fjallað um hvað hægt er að gera betur í kjölfar nýrrar Evrópulöggjafar sem samþykkt var á Alþingi fyrir skömmu.
Meira
Hvernig stendur eiginlega á þessari miklu eftirspurn eftir þangi og þara? Væri skiljanlegt ef íslenskum lesendum dytti helst í hug að þetta náttúrulega hráefni væri aðallega notað í sushi, söl og asískar súpur.
Meira
Þegar aðilar stofna félag eða hefja samstarf á vettvangi hlutafélags eru yfirleitt til staðar háleit markmið um framtíðar velgengni félagsins og engin vandamál til staðar í rekstrinum eða ágreiningur á milli hluthafanna í augsýn.
Meira
Um áramót samþykkti fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Alls bárust 33 umsóknir, upp á 887 milljónir króna.
Meira
Fjarskiptageirinn breytist hratt og þarf Orri Hauksson að vera stöðugt á tánum ef fyrirtækið sem hann stýrir á að geta haldið í við þróunina. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?
Meira
Ólíkt því sem flestir halda þá leggjast birnir ekki í dvala. Þeir eru einfaldlega í móki yfir vetrarmánuðina og gera lítið sem ekkert svo vikum skiptir.
Meira
Jón Þórisson jonth@mbl.is Við lestur stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sést að ýmislegt stendur til á kjörtímabilinu sem kallar á aukin ríkisútgjöld. Nefna má aukið fé í málaflokka á borð við heilbrigðismál, samgöngur, menntamál og löggæslu.
Meira
Farartækið Japanski lúxusbílaframleiðandinn Lexus er þekktur fyrir mjúkar og ögrandi línur, og því í sjálfu sér ekki svo stórt stökk að fara yfir í hraðbátageirann.
Meira
Eftir því var tekið að í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar var sérstaklega tekið fram að ekki yrðu veittar á kjörtímabilinu sérstakar ívilnanir til þess sem kallað er mengandi stóriðja.
Meira
Húsnæðismál Í nýrri skýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman kemur fram að tekjulægri helmingur framteljenda árið 2014 hafi fengið um 14% af því fé sem varið var til leiðréttingar húsnæðislána í beinum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og...
Meira
PIPARS\TBWA Guðmundur Pálsson er nýr framkvæmdastjóri PIPARS\TBWA en hann tekur við af Valgeiri Magnússyni sem hefur gegnt starfinu frá stofnun auglýsingastofunnar.
Meira
Jón Þórisson jonth@mbl.is Íslenskir sjávarútvegsrisar sameinast um framleiðslu á kollageni úr fiskroði. Fjárfestingin nemur um einum milljarði króna.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fimm fyrirtæki vinna að gerð kerfis sem bætir meðhöndlun aflans allt frá blóðgun til löndunar og safnar um leið upplýsingum um veiðistað og -tíma.
Meira
Neytendahegðun Ný könnun Eurobarometer sýnir að 80% evrópskra neytenda leggja ríka áherslu á að neyta fisks sem kemur frá þeirra landshluta, frá sama landi eða frá öðru Evrópuríki.
Meira
Eftir Jamil Anderlini og Wang Feng í Davos, og Tom Mitchell í Peking Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi kínverskra kommúnista marki sér stöðu sem varðmaður frjálsra viðskipta í heiminum á höfuðmessu kapítalismans í Davos í Sviss.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Asco Harvester á að geta ráðið vel við þangskurð við krefjandi aðstæður og gert mögulegt að nýta fleiri svæði víða um land. Tæknin mun líka nýtast til að hreinsa rusl úr sjó og slá skipaskurði og síki.
Meira
Samtök iðnaðarins Jóhanna Vigdís Arnardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri í menntamálum hjá SI. Jóhanna Vigdís hefur starfað sem leikkona og söngkona í fjölda ára og verið fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið frá árinu 2000.
Meira
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tim Loughman, stjórnandi hjá Hilton-hótelum, segir að ýmsir óvissuþættir hafi áhrif á ferðavenjur fágætisferðamanna. Órói á fjármálamörkuðum, tímaleysi og öryggi eru þar efst á blaði.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.