Greinar þriðjudaginn 15. maí 2018

Fréttir

15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 118 orð

Atkvæði í vígslubiskupskjöri verða talin um helgina

Síðari umferð kosningar vígslubiskups í Skálholti lauk í gær. Búist er við að niðurstaða liggi fyrir um næstu helgi, þá verði atkvæði talin. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Ákærður fyrir brot í starfi þjálfara

Maður, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot í starfi sínu sem botsíaþjálfari á Akureyri neitaði alfarið sök þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gærmorgun. Meira
15. maí 2018 | Erlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Blóðug átök vegna opnunar sendiráðsins í Jerúsalem

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sendiráð Bandaríkjanna í Jerúsalem var opnað kl. 13.00 í gær að íslenskum tíma. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 49 orð

Bæði kyn skimuð Í viðtali í Morgunblaðinu í gær við Höllu...

Bæði kyn skimuð Í viðtali í Morgunblaðinu í gær við Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, sagði frá undirbúningi að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Eigendur fái tilkynningu

Lagt er til í stjórnarfrumvarpi um lögheimili og aðsetur sem lagt var fram á Alþingi fyrir rúmum tveimur mánuðum en er óafgreitt að þinglýstur eigandi fasteignar beri ábyrgð á að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé... Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Engin Akranesferja gerð út í sumar

Sæferðir munu ekki bjóða upp á ferðir á milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Ekki tókst að fá til verkefnisins hentuga ferju sem uppfyllir kröfur yfirvalda hér. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 477 orð | 2 myndir

Fengsæll fiskimaður í 70 ár

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Robert T. Kristjanson, fiskimaður á Gimli, hefur stigið ölduna í 70 ár. Um helgina var greint frá því að 12. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fær ítarlegar upplýsingar

Í Bandaríkjunum hefur Google verið í samstarfi við fyrirtæki sem getur fylgst með 70% af öllum kaupum í venjulegum búðum, þar sem fólk kemur í eigin persónu. Helga Þórisdóttir vakti m.a. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Húsnæðiskostir hamli því að unga fólkið búi í Garðabæ

„Þetta er bara svo uppsprengt verð á þessu hjá þessum verktökum sem eru að byggja þetta að það er náttúrlega bara ekki í lagi,“ segir Guðrún Sverrisdóttir, hárgreiðslukona á Garðatorgi. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 49 orð | 3 myndir

Hvað segja kjósendur?

Vilhjálmur Sigtryggsson eldri borgari „Sjálandshverfið er alveg frábært. Einstakt á Íslandi myndi ég segja. Vel skipulagt og fallegt. Þetta er mjög gott samfélag. Allt mögulegt gert fyrir mann. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 527 orð | 4 myndir

Hækkandi olíuverð gæti haft afleiðingar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hækkandi olíuverð geta haft víðtækari afleiðingar en birtast í bensínverðinu. Það geti t.d. bitnað á flugfélögunum. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Kostnaður RÚV um 90 milljónir kr.

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Söngvakeppni sjónvarpsins og þátttaka í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, kostaði RÚV um 90 milljónir kr. í ár. Söngvakeppnin hér heima kostaði um 60 milljónir kr. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Krossapróf frambjóðenda

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er ný aðferð að leggja krossapróf fyrir frambjóðendur á opnum fundi. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Leiguíbúðir verkafólks og stúdenta í Skerjafirði

Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar hafa fengið vilyrði fyrir lóðum til að byggja 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 331 orð | 2 myndir

Líflegt vor og margir forvitnilegir fuglar

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ýmissa sjaldgæfra fugla hefur orðið vart á landinu síðustu daga þó svo að allir hafi þeir sést áður hérlendis. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Ljósmæður segja samtalið breytt

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við áttum mjög gott samtal,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands að loknum vinnufundi með samninganefnd ríkisins. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Mannskæð átök á Gaza

Magnús Heimir Jónasson Guðni Einarsson Til átaka kom við landamæri Ísraels og Palestínu á Gaza-svæðinu í gær í kjölfar mótmæla Palestínumanna vegna opnunar Bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Menningin blómstri

Akureyrarbær fær 600 milljóna kr. framlag frá ríkinu til menningarmála á næsta þremur árum, skv. samningi sem Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála, og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri undirrituðu í gær við Amtsbókasafnið. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Minni umferð en meiri mengun í Faxaflóahöfnum

Útblástur koltvísýrings frá skipum í Faxaflóahöfnum jókst um 14% milli áranna 2016 og 2017 og útblástur nituroxíðs um 32%, þrátt fyrir að umferð um hafnirnar hafi minnkað um 3% milli ára. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Mun sakna þess að hafa útsýni yfir Bessastaði út um gluggann

Skúli Guðbjarnarson veitingamaður hefur búið á Álftanesi í sextán ár og líkað vel. Undanfarin tvö og hálft ár hefur hann ásamt Sigrúnu Jóhannsdóttur, konu sinni, rekið kaffihúsið og veitingastaðinn Álftanes Kaffi. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Ofurkæling á laxi við slátrun á Djúpavogi

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta gerir okkur kleift að pakka laxinum í kassa við einnar gráðu frost árið um kring. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Ólafur Már Björnsson

Sjósund Þær eru margar leiðirnar til að láta sig falla ofan í kaldan sjó og taka sundtökin, þessi unga kona kaus að fara þessa leið af bát í Ísafjarðarhöfn. Gott er að vera hluti af... Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Óska eftir að Ingvar stígi til hliðar

Þeir sem standa að framboðinu Nýtt afl í Bláskógabyggð óska eftir því að Ingvar Örn Karlsson, sem skipar annað sæti listans til sveitarstjórnarkosninga, stígi til hliðar og taki ekki sæti fyrir hönd framboðsins í sveitarstjórn, ef til þess kemur. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Rýnar ánægðir með Kona fer í stríð

Ný kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, er nú sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fær ágæta dóma. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Sameining í hvalaskoðun á Akureyri

„Það er búið að ganga frá öllu og við sameinum fyrirtækin formlega á morgun [í dag],“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastýra Eldingar, en Hvalaskoðun Akureyri ehf. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Segir málflutning Haralds einsleitan

Sigurður Gísli Pálmason, segir málflutning Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Árneshrepp vera afar einsleitan en Haraldur sagði í Morgunblaðinu í gær að fjársterkir aðilar væru í fjandsamlegri yfirtöku á fámennum sveitarfélögum. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 673 orð | 6 myndir

Setja lúxusíbúðir á Hafnartorgi í sölu

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við finnum fyrir mjög miklum áhuga. Meira
15. maí 2018 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Skemmdist „óvart“ fyrir uppboðið

Málverk eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem átti að fara á uppboð í dag, varð „óvart“ fyrir skemmdum og var dregið til baka áður en uppboðið gat farið fram. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 828 orð | 3 myndir

Skortir íbúðir fyrir unga

Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Fjórir flokkar bjóða fram til bæjarstjórnar í Garðabæ að þessu sinni, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Garðabæjarlistinn. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Spáir leiðindaroki á hvítasunnudag

„Spáð er fari lægða hér við land úr suðvestri næstu daga,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á facebooksíðu sína í gær. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Sættir nást milli bæjarins og GKG

Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Starfshópur Garðabæjar og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) hefur undanfarna mánuði unnið að skipulagi og legu golfvallar innan skipulagssvæðis í landi Vífilsstaða. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Tveir „nýbúanna“ eru nemar

Tveir af þeim „nýbúum“ í Árneshreppi sem sakaðir hafa verið um lögheimilisskráningu til málamynda, vegna deilna í sveitarfélaginu um virkjanamál, eru háskólanemar og halda heimili með föður sínum og stjúpföður, Ólafi Valssyni, kaupmanni í... Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 495 orð | 2 myndir

Tæknirisar á leið inn á fjármálamarkaðinn

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is B úast má við gríðarlegum breytingum á persónulegri fjármálaþjónustu þegar nýja evrópska tilskipunin um greiðsluþjónustu tekur gildi hér á landi en hún er sögð marka upphafið að opinni bankastarfsemi í Evrópu. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Vefgátt fyrir BRCA2 arfbera opnuð

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 117 orð

Verjendur fá frest fram í júní

Verjendur í Chesterfield-málinu svonefnda (CLN-málinu), fengu í gær frest til 12. júní nk. til þess að kynna sér ný gögn Björns Þorvaldssonar, saksóknara í málinu, sem lögð voru fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Vilja örva krabbaveiðar

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Til stendur að gera breytingar á fyrirkomulagi krabbaveiða með það að markmiði að gefa áhugasömum útgerðum kost á krabbaveiðum án takmarkana. Meira
15. maí 2018 | Erlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

WHO vill banna transfitu í mat

Transfita mun endanlega hverfa úr matvælum almennings á næstu árum nái ný áætlun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) fram að ganga. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Þakíbúð á rúmar 400 milljónir króna

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, segir að á Hafnartorgi verði nýr gæðaflokkur í íbúðum á Íslandi. Fermetraverðið verði hæst vel á aðra milljón króna. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 570 orð | 2 myndir

Þjóðskrá rannsakar 2.000 mál á ári

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þjóðskrá þarf að vinna úr um 2.000 málum á hverju ári þar sem athugasemdir hafa verið gerðar við lögheimilisskráningu. Meira
15. maí 2018 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Þrívíddar tríóið á Kex hosteli í kvöld

Þrívíddar tríóið kemur fram á tónleikum á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30. Tríóið skipa Rögnvaldur Borgþórsson á gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Elíassen á trommur. Meira
15. maí 2018 | Erlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Þrjátíu komust á tind Everest í vikubyrjun

Það stefnir í annasamt ár á hæsta fjalli heims, Everest. Síðastliðinn mánudag náðu 30 manns alla leið á toppinn en það er fremur stór hópur í byrjun göngutímabils vorsins sem hófst um miðjan apríl og lýkur í lok maí. Meira
15. maí 2018 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Þúsundir dönsuðu á götunum

„Hér er gleði og friður og tugþúsundir dönsuðu og sungu á götunum í gær [sunnudag],“ sagði Ólafur Jóhannsson, formaður Zíon vina Ísraels, í gær en hann dvelur nú í Jerúsalem. Meira

Ritstjórnargreinar

15. maí 2018 | Staksteinar | 197 orð | 1 mynd

Ofloforð er svikráð

Í fréttum í gær var sagt að borgarstjórinn hefði lofað hagsmunaaðilum lóðum. Það er hróssefni hversu nýtnir menn eru á gömul loforð, þótt verra sé að einungis samfelld svik geri nýtnina mögulega. Meira
15. maí 2018 | Leiðarar | 393 orð

Útlit fyrir ríkisstjórn

Ekki er líklegt að ný ríkisstjórn Ítalíu njóti velþóknunar Evrópusambandsins Meira
15. maí 2018 | Leiðarar | 226 orð

Þarft framtak

Borgarastríðið í Jemen hefur valdið ómældum þjáningum Meira

Menning

15. maí 2018 | Leiklist | 156 orð | 1 mynd

Erna, Ísabella og Salka leika Matthildi

Búið er að velja 19 krakka sem leika munu í söngleiknum Matthildi sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars 2019. Meira
15. maí 2018 | Tónlist | 458 orð | 2 myndir

Hildur fékk Langspilið

Hildur Guðnadóttir tónskáld og tónlistarkona hlaut í gær Langspilið, verðlaun sem STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, veitir árlega. Meira
15. maí 2018 | Myndlist | 992 orð | 1 mynd

Hilmir hlýtur að deyja flottast

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Nýtt verk eftir myndlistarmanninn Ragnar Kjartansson og tónskáldið Kjartan Sveinsson, Stríð , verður frumsýnt á morgun í Þjóðleikhúsinu. Meira
15. maí 2018 | Kvikmyndir | 150 orð | 1 mynd

Peaky Blinders valin besta þáttaröðin

Peaky Blinders hlaut verðlaun sem besta dramatíska þáttaröðin á BAFTA-verðlaunahátíðinn um helgina þar sem verðlaun voru veitt fyrir besta efni í sjónvarpi og útvarpi á Bretlandseyjum. Meira
15. maí 2018 | Kvikmyndir | 80 orð | 2 myndir

Sitja sem fastast

Hetjurnar í kvikmyndinni Avengers – Infinity War sitja á toppi listans yfir bestu aðsókn helgarinnar í kvikmyndahúsunum, rétt eins og í liðinni viku. Meira
15. maí 2018 | Leiklist | 1006 orð | 2 myndir

Út í kvöld

Eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir. Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson. Meira
15. maí 2018 | Fólk í fréttum | 157 orð | 1 mynd

Verðmætt safn Rockefellers selt fyrir 85 milljarða

Eftir röð uppboða alla síðustu viku, þar sem Christie's uppboðshúsið seldi listaverk, húsbúnað og hönnunargripi sem höfðu verið í eigu Davids og Peggy Rockefeller, er ljóst að ekki náðist að selja safnið fyrir milljarð dollara, nær hundrað milljarða... Meira
15. maí 2018 | Kvikmyndir | 186 orð | 2 myndir

Vilja jafnrétti

Ástralska kvikmyndaleikkonan Cate Blanchett, sem jafnframt er formaður dómnefndar á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, tók ásamt ríflega áttatíu kvikmyndagerðarkonum þátt í gjörningi við Lumière Theater í Cannes um helgina til að vekja athygli á skertum hlut... Meira

Umræðan

15. maí 2018 | Aðsent efni | 747 orð | 1 mynd

Afturkalla ber lóðarúthlutunina

Eftir Sveinbjörgu B. Sveinbjörnsdóttur: "Á fundi borgarstjórnar í dag legg ég fram tillögu um að borgarstjórn afturkalli lóðarúthlutun til Félags múslima á Íslandi." Meira
15. maí 2018 | Pistlar | 469 orð | 1 mynd

Dagurinn sem jólatréð fauk

Það er ekki langt síðan undurfallegt grenitré stóð úti í skógi. Grenitréð litla var bráðlátt: „Ó, að ég væri nú orðið stórvaxið tré,“ sagði það og stundi við. Meira
15. maí 2018 | Aðsent efni | 984 orð | 1 mynd

Hvers vegna Marx hafði rangt fyrir sér

Eftir Carl Bildt: "Hvert einasta ríkisvald sem hefur hafnað kapítalismanum í nafni marxismans hefur brugðist – og það er ekki tilviljun." Meira
15. maí 2018 | Aðsent efni | 213 orð | 1 mynd

Samstaða gegn hernámi og fyrir rétti flóttafólks til heimkomu

Eftir Svein Rúnar Hauksson: "Viðbrögð Ísraelsstjórnar voru að gefa 100 leyniskyttum Ísraelshers frjálst skotleyfi á óvopnaða mótmælendur." Meira
15. maí 2018 | Velvakandi | 110 orð | 1 mynd

Sandgerði og Garður eiga nafnið Suðurnes

Þessi pistill er birtur aftur vegna mistaka við myndbirtingu í gær. Garður og Sandgerði eru einu byggðarlögin sem eru landfræðilega Suðurnes, og þó svo fleiri kenni sig við Suðurnes, en búi ekki á Suðurnesi er það allt í lagi. Meira
15. maí 2018 | Aðsent efni | 131 orð

Úthlutun fjár án skyldu

Sagt er frá því í fréttum að Ríkisútvarpið hafi gert samning við mann sem hafði stefnt RÚV og nánar tilgreindum fréttamönnum fyrir dóm vegna ærumeiðinga. Meira

Minningargreinar

15. maí 2018 | Minningargreinar | 3206 orð | 1 mynd

Anna Jóhannesdóttir

Anna Jóhannesdóttir fæddist á Seyðisfirði 30. október 1924. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 6. maí 2018. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2018 | Minningargreinar | 2382 orð | 1 mynd

Ásgeir Sumarliðason

Ásgeir Sumarliðason fæddist í Reykjavík 26.12. 1939. Hann lést á Ísafold (Þórsmörk) 28.4. 2018. Foreldrar Ásgeirs voru Sumarliði Gíslason sjómaður, f. 14.3. 1892, d. 1969, og k.h. Bóthildur Jónsdóttir húsmóðir, f. 18.10. 1897, d. 1989. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2018 | Minningargreinar | 1294 orð | 1 mynd

Helga Áslaug Þórarinsdóttir

Helga Áslaug Þórarinsdóttir var fædd í Reykjavík 14. júlí 1927. Hún lést mánudaginn 23. apríl 2018. Hún var dóttir hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur húsmóður, f. 4.1. 1900, d. 20.6. 1989, og eiginmanns hennar, Þórarins Magnússonar skósmiðs, f. 29.3. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2018 | Minningargrein á mbl.is | 1118 orð | 1 mynd | ókeypis

Ingibjörg Árnadóttir

Ingibjörg Árnadóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 26. september 1935 á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 6. maí 2018.Hún var dóttir Árna Kristins Hanssonar húsasmíðameistara, f. 5.12. 1907, d. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2018 | Minningargreinar | 1798 orð | 1 mynd

Ingibjörg Árnadóttir

Ingibjörg Árnadóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 26. september 1935 á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 6. maí 2018. Hún var dóttir Árna Kristins Hanssonar húsasmíðameistara, f. 5.12. 1907, d. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2018 | Minningargreinar | 935 orð | 1 mynd

Rannveig Ragnarsdóttir

Rannveig Ragnarsdóttir fæddist í Hallfríðarstaðakoti í Hörgárdal 17. mars 1932. Hún lést á heimili sínu 6. maí 2018. Foreldrar hennar voru Magnea Elín Jóhannsdóttir, f. 12. apríl 1898, og Ragnar Guðmundsson, f. 16. apríl 1898. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2018 | Minningargreinar | 145 orð | 1 mynd

Sigríður Einarsdóttir

Sigríður Einarsdóttir fæddist 7. júní 1943. Hún varð bráðkvödd 29. apríl 2018. Sigríður var jarðsungin 11. maí 2018. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2018 | Minningargreinar | 1087 orð | 1 mynd

Sigrún Árnadóttir

Sigrún Árnadóttir var fædd 30.12. 1923 og lést á Selfossi 3.5. 2018. Móðir Sigrúnar var Marsibil Jóhannsdóttir, f. 22.3. 1893, d. 26.12. 1980, frá Efri-Hömrum í Holtum, faðir Árni Árnason, f. 2.11. 1886, d. 4.9. Meira  Kaupa minningabók
15. maí 2018 | Minningargreinar | 1002 orð | 1 mynd

Þórunn Ingimarsdóttir

Þórunn Ingimarsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 21. janúar 1926. Hún andaðist hinn 30. apríl 2018 á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 108 orð | 1 mynd

Reitir högnuðust um 1,2 milljarða janúar til mars

Hagnaður Reita á fyrsta ársfjórðungi var 1.197 milljónir króna, en til samanburðar var hagnaður félagsins 1.475 milljónir króna á sama fjórðungi í fyrra. Leigutekjur námu 2.754 milljónum króna og jukust um 4,4% frá fyrra ári. Meira
15. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 171 orð | 1 mynd

Sjóvá hagnaðist um 749 milljónir á fyrsta fjórðungi

Sjóvá hagnaðist um 749 milljónir króna á fyrstu þrem mánuðum ársins, en til samanburðar var hagnaðurinn 1.100 milljónir króna í sama ársfjórðungi í fyrra. Samsett hlutfall var 97,2%. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallar. Meira
15. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Tölvunarfræðinemar HR og Travelade í samstarf

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og sprotafyrirtækið Travelade hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að nemendur HR muni vinna meistaraverkefni í samvinnu við Travelade. Meira

Daglegt líf

15. maí 2018 | Daglegt líf | 237 orð | 3 myndir

Jóga með nígerískum dverggeitum

„Á jóganámskeiðum munið þið hitta nígerískar dverggeitur; hafra, huðnur og kiðlinga, sem eru vinaleg og forvitin dýr. Geiturnar okkar bíta hvorki né stanga. Þær njóta þess að hoppa milli fólks og vera hluti af jógaupplifuninni. Meira
15. maí 2018 | Daglegt líf | 152 orð | 1 mynd

Lífið með augum MH-inga

Nemendur í ljósmyndavali við Menntaskólann í Hamrahlíð á vorönn 2018 halda sýningu á afrakstri annarinnar í fræðsluhúsinu Líkn á Árbæjarsafni. Ljósmyndasýningin verður opnuð kl. 15 í dag, þriðjudaginn 15. maí, og mun standa til 21. júní. Meira
15. maí 2018 | Daglegt líf | 97 orð | 1 mynd

...rifjið upp álfasögur

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðandi örgöngum um Kópavog þrjá þriðjudaga í röð, 15., 22. og 29. maí. Lagt verður af stað alla dagana kl. 19. Í dag verður gengið frá bílastæðinu við Álfhólsskóla við Álfhólsveg að Álfhól og álfasögur rifjaðar upp. Meira
15. maí 2018 | Daglegt líf | 1063 orð | 4 myndir

Vann Gullruten-verðlaun í Noregi

Ásta Hafþórsdóttir gervahönnuður hlaut norsku Gullruten-verðlaunin í flokki förðunar og búninga fyrir norsku sjónvarpsþættina Stories from Norway. Hún er búsett í Noregi ásamt 6 ára tvíburum. Meira

Fastir þættir

15. maí 2018 | Í dag | 172 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. c3 Rf6 4. e5 Rd5 5. Bc4 b6 6. d4 Bb7 7. O-O Be7 8...

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. c3 Rf6 4. e5 Rd5 5. Bc4 b6 6. d4 Bb7 7. O-O Be7 8. dxc5 bxc5 9. Rbd2 O-O 10. Re4 f5 11. Rd6 Bxd6 12. exd6 Df6 13. He1 Rb6 14. Bf1 f4 15. a4 Bd5 16. a5 Rc8 17. Ha4 g5 18. Re5 Dg7 19. c4 Bc6 20. Ha3 Hf5 21. Rg4 h5 22. Bd3 Rxd6 23. Meira
15. maí 2018 | Í dag | 96 orð | 2 myndir

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með...

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
15. maí 2018 | Árnað heilla | 278 orð | 1 mynd

Búin að halda afmælisveisluna

Ég er búin að halda upp á afmælið, hélt stórveislu um næstsíðustu helgi. Það mættu hátt í 100 manns og það var dásamlegt, geggjuð hljómsveit og fínerí,“ segir Ingibjörg Hlíðkvist Ingadóttir sem á 40 ára afmæli í dag. Meira
15. maí 2018 | Í dag | 586 orð | 3 myndir

Fetar í föðurfótspor – greindur og glaðsinna

Pálmi Jónasson fæddist á Seltjarnarnesi 15.5. 1968 og ólst þar upp. Meira
15. maí 2018 | Í dag | 56 orð | 1 mynd

Fjóla Hrund Björnsdóttir

30 ára Fjóla Hrund ólst upp á Hellu, er nú búsett í Garðabæ, lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er flugfreyja hjá WOW air. Maki: Kristján Jökull Sigurðsson, f. 1987, forritari. Foreldrar: Björn Sigurðsson, f. 1947, fyrrv. Meira
15. maí 2018 | Í dag | 269 orð | 1 mynd

Grímur Thomsen

Grímur Thomsen fæddist á Bessastöðum á Álftanesi 15.5. 1820. Foreldrar hans voru Þorgrímur Tómasson, gullsmiður, ráðsmaður á Bessastöðum og alþingismaður, og k.h., Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja. Meira
15. maí 2018 | Í dag | 198 orð | 1 mynd

Hernaðurinn gegn náttúru landsins

Heimildarkvikmynd Þorsteins J og Óskars Páls Sveinssonar kvikmyndatökumanns, Undir yfirborðinu , sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld, er vel unnið og afar mikilvægt innlegg í umræðuna um eldi á milljónum norskra erfðabættra laxa í netpokum... Meira
15. maí 2018 | Í dag | 52 orð | 1 mynd

Jón Steinar Ólafsson

30 ára Jón Steinar ólst upp á Hellissandi, býr í Reykjavík og starfar hjá Smyril Line Cargo í Hafnarfirði. Maki: Kristfríður Rós Stefánsdóttir, f. 1995, flugfreyja að ljúka námi í íþrótta- og heilsufræði. Foreldrar: Ólafur Rögnvaldsson, f. Meira
15. maí 2018 | Í dag | 59 orð

Málið

Sagt var af manni sem „átti uppsigað við“ stjórnvöld. Það væri ekki í frásögur færandi hér – ef lýsingarorðið uppsigað tíðkaðist með sögninni að eiga . Meira
15. maí 2018 | Í dag | 85 orð | 1 mynd

Parklife á toppinn

Á þessum degi árið 1994 fór breiðskífan „Parklife“ á toppinn í Bretlandi. Hún var þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Blur og kom út þann 25. apríl sama ár. Meira
15. maí 2018 | Í dag | 52 orð | 1 mynd

Rúnar Kristjánsson

30 ára Rúnar ólst upp á Selfossi, býr þar, var lengi keppnismaður í golfi og er pípulagningamaður. Maki: Guðfinna Jenný Þorsteinsdóttir, f. 1993, nemi í lögfræði við HÍ. Dóttir: Sara Björk, f. 2016. Foreldrar: Kristján Karl Pétursson, f. Meira
15. maí 2018 | Fastir þættir | 263 orð

Samstarfskona Víkverja var að tala um konu á fundi um daginn og hnýtti...

Samstarfskona Víkverja var að tala um konu á fundi um daginn og hnýtti því við, til að setja konuna í skýrara samhengi, að hún væri kona Höskuldsstaða. Ha, kona Höskuldsstaða? spurði Víkverji hvumsa enda óvanur því að konur gangi að eiga heilt... Meira
15. maí 2018 | Í dag | 101 orð | 2 myndir

Söng með brotna tönn

Hera Björk söngkona varð fyrir því óláni að rétt áður en hún steig á svið í Eurovision árið 2010 brotnaði í henni tönn. Meira
15. maí 2018 | Í dag | 210 orð

Til hamingju með daginn

85 ára Helgi Theódór Andersen Steinn Guðmundsson Sveinn J. Sveinsson 80 ára Guðný Jensdóttir Herdís Guðrún van der Linden Sigurður S. Meira
15. maí 2018 | Í dag | 19 orð

Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum...

Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum sem leita hælis hjá honum. (Sálm: 18. Meira
15. maí 2018 | Í dag | 245 orð

Vorlaukar Ljóðahóps Gjábakka

Ég hef í höndum lítið kver nýútkomið, – „Vorlaukar, ljóð og litlar sögur“, sem Ljóðahópur Gjábakka í Kópvogi gefur út. Þetta er 18. Meira
15. maí 2018 | Árnað heilla | 25 orð | 3 myndir

Þessir hressu krakkar héldu tombólur á Borgarbókasafni í Spönginni...

Þessir hressu krakkar héldu tombólur á Borgarbókasafni í Spönginni, Sólheimum og Grófinni á laugardaginn. Alls söfnuðu þau 36.129 krónum sem renna í hjálparstarf Rauða... Meira
15. maí 2018 | Í dag | 118 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

15. maí 1897 Talvél var sýnd í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík. Þetta var fyrsta hljómflutningstækið sem kom til landsins, en það var í eigu Sigfúsar Eymundssonar. Tækið „spilar og syngur ýmis lög,“ sagði í auglýsingu. 15. Meira

Íþróttir

15. maí 2018 | Íþróttir | 139 orð

1:0 Þórarinn Ingi Valdimarsson 14 . með skoti af stuttu færi eftir...

1:0 Þórarinn Ingi Valdimarsson 14 . með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Þorstein Má Ragnarssyni. 1:1 Rick ten Voorde 32. úr vítaspyrnu eftir brot á Sölva Ottesen. 2:1 Hilmar Árni Halldórsson 37. úr vítaspyrnu eftir brot á Óttari Bjarna. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 534 orð | 2 myndir

Á heimsmælikvarða

Kraftlyftingar Kristján Jónsson kris@mbl.is Ármenningurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson komst yfir merkilegan múr á ferli sínum þegar hann lyfti 400 kílóum á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum í Tékklandi. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Á morgun verður aðeins mánuður þar til flautað verður til fyrsta leiks...

Á morgun verður aðeins mánuður þar til flautað verður til fyrsta leiks Íslands í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu. Messi og félagar í argentínska landsliðinu mæta okkar mönnum í Moskvu 16. júní. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 19 orð | 1 mynd

Áskorendabikar karla Fyrri úrslitaleikur: Potaissa Turda – AEK...

Áskorendabikar karla Fyrri úrslitaleikur: Potaissa Turda – AEK Aþena 33:22 *Seinni leikurinn fer fram í Aþenu á sunnudaginn... Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 134 orð

Banamenn ÍBV nálgast gullverðlaun

Rúmenska handknattleiksliðið Potaissa Turda steig stórt skref í átt að því að vinna Áskorendabikar Evrópu í handbolta í gær. Turda vann þá ellefu marka sigur á AEK Aþenu, 33:22, í fyrri úrslitaleik liðanna sem fram fór á heimavelli Turda. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 943 orð | 2 myndir

„Draumurinn um þrennuna orðinn raunverulegri“

Þýskaland Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Það var mjög þægilegt að ná fram sigri í deildinni á þessum tíma,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 351 orð | 2 myndir

Fjórar vítaspyrnur á teppinu

Í Garðabæ Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Þeir rúmlega 800 áhorfendur sem lögðu leið sína á Samsung-völlinn í Garðabæ í gærkvöld, til að fylgjast með viðureign Stjörnunnar og Víkings í lokaleik 3. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd

Fulham í úrslitaleik á Wembley

Fulham, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrir fjórum árum, mætir Aston Villa eða Middlesbrough í úrslitaleik á Wembley 26. maí um það að komast upp í deild þeirra bestu á Englandi. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 1397 orð | 3 myndir

Gaman að upplifa þennan viðsnúning

Svíþjóð Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Það var mjög sætt að vinna þennan bikarmeistaratitil og þetta var verðskuldað. Við vorum sterkari aðilinn í þessum leik og áttum sigurinn skilinn. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 95 orð | 1 mynd

Guðjón Pétur yfirgefur Val fyrir miðnætti

Guðjón Pétur Lýðsson er á förum frá Íslandsmeisturum Vals í knattspyrnu en lokað verður fyrir félagaskipti á miðnætti í kvöld. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Guðlaugur Victor til Þýskalands?

Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er á óskalistanum hjá St. Pauli sem endaði í 12. sæti þýsku 2. deildarinnar í knattspyrnu á nýafstaðinni leiktíð. Þetta fullyrðir svissneska blaðið Blick. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Icardi í 35 manna hópi en ekki líklegur

Mauro Icardi og Paulo Dybala, tveir af þremur markahæstu leikmönnum ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu, eru báðir í 35 manna hópnum sem Jorge Sampaoli hefur valið í argentínska landsliðið fyrir HM í Rússlandi. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 34 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Alvogen-völlur: KR...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Alvogen-völlur: KR – FH 19.15 Grindavíkurv.: Grindavík – Valur 19.15 Samsung-völlur: Stjarnan – Selfoss 19.15 Kórinn: HK/Víkingur – Breiðablik 19. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Kókaín kostaði fyrirliðann HM

Paolo Guerrero, fyrirliði Perú, mun ekki leika með liðinu á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar vegna lyfjabanns. Guerrero var í banni þegar Perú mætti Íslandi í Bandaríkjunum í mars en því átti að ljúka fyrir HM. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 55 orð

Myndi dæma á andardrátt

Steven Lennon, framherji FH, gagnrýndi dómarann Helga Mikael Jónasson á Twitter í gærkvöld eftir að Helgi dæmdi fjórar vítaspyrnur í 3:3-jafntefli Stjörnunnar og Víkings í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla Stjarnan – Víkingur R 3:3 Staðan: Breiðablik...

Pepsi-deild karla Stjarnan – Víkingur R 3:3 Staðan: Breiðablik 33008:29 FH 32015:56 Valur 31204:35 Víkingur R. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 359 orð | 5 myndir

*Sóknarmaðurinn Jose Sito Seoane skrifaði í gær undir samning við...

*Sóknarmaðurinn Jose Sito Seoane skrifaði í gær undir samning við knattspyrnudeild Grindavíkur. Spánverjinn, sem er oftast kallaður Sito, gæti leikið sinn fyrsta leik með Grindavík á móti Víkingi R. á föstudaginn. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 147 orð | 2 myndir

Stjarnan – Víkingur R. 3:3

Samsung-völlurinn, Pepsi-deild karla, 3. umferð, mánudag 14. maí 2018. Skilyrði : 8-10 metrar á sekúndu, skúraveður og hitinn um 7 gráður. Skot : Stjarnan 8 (5) – Víkingur 8 (4). Horn : Stjarnan 1 – Víkingur 2. Meira
15. maí 2018 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Valdís náði ekki að endurtaka leikinn

Atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili freistuðu þess í gær að vinna sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, einu risamótanna fimm, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.