Greinar laugardaginn 19. maí 2018

Fréttir

19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

100 látnir í flugslysi

Rúmlega 100 manns eru látnir eftir að Boeing 737-flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak frá Havana, höfuðborg Kúbu. Samkvæmt BBC lifðu þrír farþegar brotlendinguna af en eru enn í lífshættu samkvæmt Granma, fréttablaði kúbverska kommúnistaflokksins. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 537 orð | 3 myndir

28 dagar í fyrsta leik Íslands

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Allir þessir erlendu fréttamenn vilja tala við Heimi þjálfara og hann er fullbókaður fram yfir kveðjuleikinn við Gana 7. júní. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 160 orð

Annmarki á ákvörðun ríkisskattstjóra

Yfirskattanefnd felldi í síðasta mánuði ákvörðun ríkisskattsjóra úr gildi vegna verulegs annmarka á ákvörðuninni en niðurstaðan þótti ekki samrýmast verklags- og vinnureglum embættisins. Hinn 26. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Auðir reyndust atkvæðamestir

45% þeirra íbúa Sandgerðis og Garðs sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu um nýtt nafn á sveitarfélagið skiluðu auðu. Voru flest atkvæðin í þeim dálki. Greidd voru atkvæði á milli tveggja nafna. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Áform um tugi veitingahúsa á tímum samdráttar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að opna minnst 30 veitingahús í miðborg Reykjavíkur á næstu 18 mánuðum. Samhliða þessari sögulegu fjölgun bendir margt til að mörg veitingahús í miðborginni standi ekki undir núverandi leigu. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Á leiðinni að sjá fjórða barnabarnið

Í þessum töluðum orðum er ég með fjölskyldunni á leiðinni frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn til Lundar í Svíþjóð að heimsækja Unni Ósk dóttur mína sem eignaðist sína þriðju dóttur 6. maí síðastliðinn. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

„Afleit“ lausn fyrir gangandi fólk

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir hugmyndir Eyþórs Arnalds, borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins, um mislæg gatnamót á Miklubraut fela í sér afturhvarf til fortíðar. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 146 orð

Bræður sakfelldir fyrir árás

Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski hafa verið dæmdir til fangelsisvistar af Landsrétti; Marcin í þrjú ár en Rafal í tvö ár og sex mánuði. Bræðurnir voru sakfelldir fyrir að skjóta úr haglabyssu fyrir utan verslun í Efra-Breiðholti í ágúst 2016. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Börn þekki réttinn

Gengið var frá því í vikunni með formlegri undirskrifta að Laugarnesskóli verður Réttindaskóli UNICEF á Íslandi. Það voru fulltrúar í réttindaráði Laugalækjarskóla sem tóku við viðurkenningunni. Meira
19. maí 2018 | Erlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Dauðsföll vegna ebólufaraldurs

Heilbrigðisyfirvöld í Austur-Kongó juku í gær viðbúnað sinn vegna ebólufaraldurs í samstarfi við alþjóðastofnanir og grannríki. Hermt er að 45 manns hafi smitast af sjúkdómnum og 25 þeirra dáið. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 188 orð

Dæmdur í sjö ára fangelsi

Dómur var felldur í Héraðsdómi Reykjaness í gær í máli Þorsteins Halldórssonar. Hann var þar dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir gróf kynferðisbrot gegn ungum dreng. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Einbýlishús gleymdist í Hnífsdal

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Við Skólaveg 5 í Hnífsdal má finna 130 fermetra einbýlishús sem staðið hefur autt í nokkur ár, en fasteignin er í eigu Íbúðalánasjóðs. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 352 orð | 2 myndir

Eldgosin gera boð á undan sér

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eldgos sem urðu hér á árunum 1973-2014 gerðu boð á undan sér. Fyrirboðarnir voru jarðskjálftar sem urðu yfirleitt skömmu áður en gosin brutust út. Þetta kemur fram í nýrri grein eftir dr. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Fer út í gönguferðir og hlustar á Ofvitann í útvarpi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Lífið hefur verið óskaplega gott við mig og ég á mörgum mikið að þakka. Heilsan er góð og auðvitað er stórkostlegt að geta farið út í göngutúr alltaf þegar gott er veður. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Fréttaþjónusta mbl.is um helgina

Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 22. maí. Fréttaþjónusta verður um hvítasunnuhelgina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Frumskógarlögmálið ráðandi

Níels S. Olgeirsson, fyrrverandi formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, Matvís, segir mörg dæmi um að pottur sé brotinn í veitingarekstri í miðborginni. Hröð fjölgun veitingastaða feli í sér margvíslegar áskoranir. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Gagnvirkar upplýsingar um Kópavog

Mánaðarskýrslur Kópavogsbæjar hafa tekið á sig nýja mynd og eru nú gagnvirkar. Skýrslurnar eru birtar á vef Kópavogsbæjar og í þeim er að finna margvíslegar upplýsingar um starfsemi bæjarins. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Gistiskip getur ekki lagst að Gufunesi

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Endurbyggja þarf bryggjuna í Gufunesi ef hún á að geta þjónað skipum. Hluti hennar brann fyrir nokkrum árum auk þess sem ekkert hefur verið gert fyrir hana frá því að Áburðarverksmiðjan hætti starfsemi þar árið 2002. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Heilsugæsla samræmd

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti stofnun Þróunarmiðstöðvar heilsugæslu í gær en í þessari stofnun felst rúmlega 80 milljóna króna fjáraukning til íslensku heilsugæslunnar. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 49 orð | 3 myndir

Hvað segja kjósendur?

Kolbeinn Björnsson forstjóri og annar stofnenda Mink campers „Það á bara að sameina öll þessi sveitarfélög. Kerfið er svo óskilvirkt með þessi litlu bæjarfélög með 5-6 flokka á hverjum stað og fleiri hundruð manns í framboði. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 389 orð | 2 myndir

Hyggjast opna um 30 veitingahús næstu 18 mánuði

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að opna um 30 veitingastaði í miðborginni á næstu 18 mánuðum. Margir verða á nýjum þéttingarreitum sem hafa verið lengi í undirbúningi. Þá er áformað að opna nokkra staði árið 2020. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Kaffitíminn er heilagur hjá körlunum

„Við fengum þetta húsnæði fyrir um tveim vikum síðan og þeir hafa verið duglegir við að setja upp veggi og undirbúa allt,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði. Meira
19. maí 2018 | Erlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Karl leiðir Markle upp að altarinu

Karl Bretaprins leiðir Meghan Markle síðustu metrana upp að altarinu í dag þegar hún gengur að eiga son hans, Harry prins. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Kerfið einn af orsakaþáttunum

Margrét Ingibjörg Lindquist greindist með sáraristilbólgu fyrir níu árum. Hún segir alþjóðlegan baráttudag IBD afar mikilvægan til að auka þekkingu fólks á sjúkdómnum. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Knáir krakkar kepptu í kassabílaralli á Klambratúni

Krakkar úr 3. og 4. bekk frá frístundaheimilunum Frostheimum, Draumalandi, Eldflauginni og Halastjörnunni hittust á Klambratúni í gær þar sem haldið var torfærukassabílarall frístundaheimila Tjarnarinnar. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 91 orð

Lítið ferðaveður um hvítasunnuhelgina

Ekki er von á blíðviðri um hvítasunnuhelgina. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Suðausturlandi og miðhálendinu. Í dag er gert ráð fyrir krapa eða snjó á Mosfells- og Hellisheiðum fram eftir... Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Lóðir í Úlfarsárdal boðnar út að nýju

Sigtryggur Sigtrygsson sisi@mbl.is Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimtudaginn að halda nýtt útboð á lausum lóðum í Úlfarsárdal innan tveggja mánaða og hafna tilteknum tilboðum sem gerð voru í lóðaútboði í lausar lóðir í Úlfarsárdal sem lauk 4. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 149 orð

Lögheimilisskráningum hafnað

Ellefu af átján lögheimilisskráningum í Árneshrepp á Ströndum hafa verið felldar niður af Þjóðskrá Íslands. Skráningarnar voru gerðar á tímabilinu 24. apríl til 5. maí samkvæmt tilkynningum um flutninga í Árneshrepp. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 533 orð | 3 myndir

Mikil tækifæri í Notting Hill Íslands

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Átta flokkar bjóða fram til bæjarstjórnar í Hafnarfirði að þessu sinni og munu aðeins einu sinni hafa verið jafn margir. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Mosfellsbær fær jafnlaunavottun

Mosfellsbær hefur hlotið vottun um að hann starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, tók í gær við skírteini þessu til staðfestingar frá BSI á Íslandi, sem er faggiltur vottunaraðili. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Mörgæsir í matinn?

„Við erum oft spurð um fjölskylduhagi leikmanna, uppáhalds þetta og uppáhalds hitt, en látum allt slíkt afskiptalaust. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 513 orð | 2 myndir

Náðu fljótt áttum og segja mikilvægt að hugsa skýrt

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Alpár Katona og Zoltán Szénássý, fjallgöngu- og skíðamenn frá Rúmeníu, sem lentu í snjóflóði á Vatnajökli um miðjan dag á fimmtudag, safna nú kröftum á Höfn í Hornafirði eftir svaðilfarir undanfarinna daga. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 506 orð | 1 mynd

Netherferð til vitundarvakningar

Alþjóðlegur dagur IBD er í dag en IBD er samheiti yfir langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi; svæðisgarnabólgu og sáraristilbólgu. Sjúkdómarnir valda báðir kviðverkjum og niðurgangi og geta haft mikil áhrif á daglegt líf. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 348 orð | 2 myndir

Nýjar brautir og hús fyrir golfherma

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Quake eftir Pál Ragnar það besta

Quake , verk fyrir selló og kammersveit eftir Pál Ragnar Pálsson tónskáld, hlaut í gær aðalverðlaunin á Alþjóðlega tónskáldaþinginu – International Rostrum of Composers, sem nú er haldið í Búdapest. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 134 orð

Salmonellu fyrst lýst 1954

Salmonellufaraldri var fyrst lýst á Íslandi árið 1954 vegna mengaðra matvæla af völdum salmonella typhimurium. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 491 orð | 2 myndir

Salmonellusýkingar jukust milli ára

Fréttaskýring Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Tilfellum sýkinga af völdum salmonellu fjölgaði talsvert á árinu 2017 frá árunum á undan. Samtals greindust 64 tilfelli í fyrra en árið 2016 greindust 20 tilfelli og einungis 10 árið 2015. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Sekta ökumenn í óþökk lóðareiganda

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Borið hefur á því undanfarna mánuði að stöðumælaverðir hafa sektað ökumenn sem lagt hafa á lóðinni Klapparstíg 19. Meira að segja hefur það gerst að eigendur lóðarinnar hafi fengið sektir, þegar þeir hafa lagt þar. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Skin og skúrir á fyrstu æfingunni fyrir HM

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf í gær lokaundirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en þá mættu fyrstu fimm leikmennirnir sem komnir voru í frí frá félagsliðum sínum á æfingu á Laugardalsvellinum. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Skyndihugdetta hittir í mark

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kómedíuleikhúsið á Ísafirði frumsýnir einleik um Einar Guðfinnsson útgerðarmann í Einarshúsi í Bolungarvík nk. miðvikudagskvöld, 23. maí. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

St. Jósefsspítali fær nýtt hlutverk sem Lífsgæðasetur

„Þarna ætlum við að auka lífsgæði fólks,“ segir Eva Michelsen, nýráðinn verkefnastjóri Lífsgæðaseturs í hinum fornfræga St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. St. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Stofna Þjóðarleikvang ehf.

Borgarráð hefur staðfest samþykktir fyrir nýtt félag sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Fram kemur í greinargerð að hinn 12. apríl sl. hafi verið samþykkt í borgarráði að stofna undirbúningsfélag á vegum Reykjavíkurborgar, ríkisins og KSÍ. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Tíu manns féllu í Texas

Tíu voru myrtir og tíu eru særðir eftir að 17 ára nemandi við framhaldsskóla í Santa Fe í Texas í Bandaríkjunum skaut á nemendur og kennara skólans. Að því er fram kemur í frétt BBC hefur árásarmaðurinn, Dimitrios Pagourtzis, verið hnepptur í varðhald. Meira
19. maí 2018 | Erlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Tíu manns skotnir til bana

Að minnsta kosti tíu manns biðu bana í skotárás í framhaldsskóla í bænum Santa Fe í Texas í gær. Lögregluforingi á staðnum sagði að níu nemendur skólans og kennari hefðu látið lífið í skotárásinni. Nokkrir særðust, þeirra á meðal tveir lögreglumenn. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 337 orð | 2 myndir

Tveir guðfræðiprófessorar kaþólskir

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tveir af sex prófessorum við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands eru kaþólskrar trúar. Eitt af höfuðhlutverkum deildarinnar er að mennta presta og aðra starfsmenn hinnar lúthersku þjóðkirkju á Íslandi. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Viðgerðir á Kópavogskirkju

Í júní verða steindir gluggar Gerðar Helgadóttur á suðurhlið Kópavogskirkju teknir niður og sendir til viðgerðar í Oidtmann-glerverksmiðjunum í Þýskalandi, sem annaðist gerð þeirra og uppsetningu á sínum tíma. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

Vilja undanskilja Sælingsdalstungu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Arnarlón ehf. sem viljað hefur kaupa eignir Dalabyggðar á Laugum í Sælingsdal en hefur ekki uppfyllt skilyrði tilboðs síns hefur lagt fyrir sveitarstjórnina tillögu að lausn. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Vill tilkynna hagstæð úrslit

Björn Thoroddsen samdi tónlistina í verkinu og Magnús Arnar Sigurðsson hannaði lýsinguna. Björn stendur í ströngu þessa dagana og er á leið til Bandaríkjanna. Meira
19. maí 2018 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Það er að teygjast aðeins á manni í sauðburðinum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Sauðburðurinn hefur gengið þokkalega en hefði líka mátt ganga betur. Það er svolítið af dauðum lömbum,“ segir Sigríður Bryndís Karlsdóttir, bóndi á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd í Dölum. Meira

Ritstjórnargreinar

19. maí 2018 | Staksteinar | 180 orð | 2 myndir

Sósíalistar hefja hreinsanir á ný

Viðskiptablaðið fjallaði í vikunni um Sósíalistaflokkinn og verkalýðsfélagið Eflingu, sem nú hafa sameinast, nema ef til vill að formi til: „Hún lét ekki mikið yfir sér fréttin um að Þráinn Hallgrímsson, hinn þaulreyndi skrifstofustjóri Eflingar,... Meira
19. maí 2018 | Leiðarar | 538 orð

Tálmar og þröskuldar

Það á ekki að vera eins og hindrunarhlaup að ráðast í framkvæmdir Meira
19. maí 2018 | Reykjavíkurbréf | 1867 orð | 1 mynd

Víða komið við

Ef marka má stefnuskrá nýju stjórnarinnar, sem hefur verið birt, mun algjör viðsnúningur verða í ítölskum stjórnmálum. Í fljótu bragði virðist þó að sitthvað í sáttmálanum kunni að verða snúið í framkvæmd. Meira

Menning

19. maí 2018 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Af hverju þurrka þeir ekki linsuna?

Ég fékk til mín breskan vin í heimsókn um daginn og þar sem um er að ræða fótboltaáhugamann, reyndar Arsenal-mann, fannst mér tilvalið að kveikja á leik í Pepsi-deildinni. Meira
19. maí 2018 | Hönnun | 223 orð | 1 mynd

Anita Hirlekar sýnir í Ketilhúsinu

Bleikur og grænn er heiti sýningar á Anitu Hirlekar sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri - Ketilhúsi í dag, laugardag, kl. 15. Sýningin er á báðum hæðum Ketilhússins. Meira
19. maí 2018 | Tónlist | 410 orð | 3 myndir

Dauðarokkið lifir

Íslendingar, eins og aðrar Norðurlandaþjóðir, eru hallir undir öfgarokk. Hér verður rýnt í dauðarokkssenu dagsins í dag auk þess sem nýjasta verk Beneath er sett undir smásjána. Meira
19. maí 2018 | Tónlist | 94 orð | 1 mynd

Fagna aldarafmæli Birgit Nilsson

Í tilefni af aldarafmæli Birgit Nilsson þann 17. maí stendur Richard Wagner félagið fyrir dagskrá í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 14. Umsjón með dagskránni hefur dr. Sveinn Einarsson leikstjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri. Meira
19. maí 2018 | Tónlist | 676 orð | 2 myndir

Ferðalög og vistaskipti

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leik- og söngkonan Jana María Guðmundsdóttir heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói í kvöld kl. 21 vegna fyrstu breiðskífu sinnar, FLORA , sem kom út í nóvember í fyrra. Meira
19. maí 2018 | Myndlist | 186 orð | 1 mynd

Jonna sýnir Sjúkdóma í Listagilinu

Jonna - Jónborg Sigurðardóttir opnar myndlistasýninguna Sjúkdómar í Kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri í dag, laugardag, kl.14. Jonna sýnir heklaða skúlptúra þar sem hún túlkar sýn sína á sjúkdóma, raskanir og heilkenni. Meira
19. maí 2018 | Tónlist | 46 orð | 1 mynd

Kórtónleikar á annan í hvítasunnu

Kór Lindakirkju heldur tónleika kl. 20 á mánudag, annan í hvítasunnu, í Lindakirkju ásamt hljómsveit undir stjórn Óskars Einarssonar. Kórmeðlimir munu einnig koma fram og flytja einsöng og sérstakur einsöngvari verður Arnar Dór Hannesson sem landaði 2. Meira
19. maí 2018 | Tónlist | 112 orð | 1 mynd

Kristín Anna heldur tónleika í Mengi

Tónlistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Meira
19. maí 2018 | Myndlist | 77 orð | 1 mynd

Málaradeildin í Listamönnum

Málaradeildin er titill málverkasýningar sem opnuð verður í Listamönnum galleríi að Skúlagötu 32 í dag kl. 16 en á henni sýna tíu upprennandi listmálarar sem hafa stundað nám við listmálarabraut Myndlistaskólans í Reykjavík. Meira
19. maí 2018 | Myndlist | 203 orð | 1 mynd

Ný sýning opnuð í Þjóðlagasetrinu

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands og 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar verður ný sýning opnuð í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar á morgun, sunnudag, kl. 13.30. Meira
19. maí 2018 | Myndlist | 156 orð | 1 mynd

Sigrún sýnir í Listasafni Árnesinga

Hver / Gerði nefnist sýning sem Sigrún Harðardóttir opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í dag kl. 15. Klukkustund síðar verður fluttur gjörningur sem er samtal milli kontrabassa og striga. Meira
19. maí 2018 | Tónlist | 918 orð | 2 myndir

Stríð, samt friður

Verk eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson. Leikstjórn: Ragnar Kjartansson. Tónlist: Kjartan Sveinsson. Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason. Leikmynd: Ragnar Kjartansson. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Meira
19. maí 2018 | Myndlist | 56 orð | 1 mynd

Taka mið af fórnargjöfum fyrri alda

Inga S. Ragnarsdóttir opnar myndlistarsýningu á morgun kl. 12.15 í Hallgrímskirkju, við lok hátíðarmessu, og ber hún titilinn Votiv – áheit. Sem myndhöggvari tekst Inga á við efnið og litinn og mótar í form. Meira
19. maí 2018 | Menningarlíf | 526 orð | 2 myndir

Verður lifandi, sterk og öflug listamiðstöð

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
19. maí 2018 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Vor í Vaglaskógi á lokatónleikum

Vor í Vaglaskógi er yfirskrift kammertónleika sem haldnir verða í Hofi á Akureyri á mánudag, annan í hvítasunnu, kl. 16. Á þeim leikur brasstríó Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verk eftir Poulenc, Bizet, Hull, Mozart og Bach. Meira

Umræðan

19. maí 2018 | Pistlar | 431 orð | 2 myndir

Fyrsti hljóðkerfisfræðingurinn – en ekki sá síðasti

Nýlega var til moldar borinn í Bandaríkjunum Morris Halle, annálaður hljóðkerfisfræðingur við MIT-háskóla. Áratugum saman starfaði hann þar náið með Noam Chomsky, kunnasta málfræðingi samtímans og þeim núlifandi fræðimanni sem mest er vitnað í. Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 805 orð | 2 myndir

Hundrað ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar

Eftir Vigfús Þór Árnason: "Siglufjörður hefur á undanförnum árum fengið á sig nýja ásýnd og er orðinn að einum snyrtilegasta og fallegasta stað landsins." Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Húsnæðiskerfi fyrir fólk, ekki fjármagn

Eftir Líf Magneudóttur: "Eitt mikilvægasta skrefið sem við getum stigið ... er að borgin taki höndum saman með verkalýðshreyfingunni um að endurreisa verkamannabústaðakerfið í nýrri mynd." Meira
19. maí 2018 | Pistlar | 366 orð

Hvað segi ég í Brüssel?

Á ráðstefnu Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, ACRE, um umhverfismál í Brüssel fimmtudaginn 24. Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 409 orð | 1 mynd

Hvenær skila innflytjendur 3.000 milljónum króna til neytenda?

Eftir Steinþór Skúlason: "Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala." Meira
19. maí 2018 | Velvakandi | 85 orð | 2 myndir

Hvítasunnuást

Hún brýst hér fram sem afl og eldur, þín ást á hvítasunnudag. Þinn vilji, Guð, og sátt því veldur, þú velur minn að bæta hag. Á himni, jörð og hjá þér ræður heiðskýr þrá að elska mig. Í kærleik hjá mér kveikir glæður, Kristur minn, ég dýrka þig. Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 822 orð | 4 myndir

Lestur af pappír og skjáum

Eftir Hauk Arnþórsson: "Skjáir hafa yfirtekið sem meginlesmiðillinn hér á landi og er um 2/3 lestrartíma svarenda varið við þá. Aldur og kyn hafa mikil áhrif á lestur." Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 387 orð | 1 mynd

Mennta- og uppeldismál í Kópavogi – skólar í fremstu röð

Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur: "Miðflokkurinn vill skóla í fremstu röð og ætlar að auka samtal milli kennara og foreldra í Kópavogi og skapa kennurum góð starfsskilyrði ogbetri kjör." Meira
19. maí 2018 | Pistlar | 850 orð | 1 mynd

Notum við enn aðferðir 19. aldar til að refsa fólki?

Lögreglan þarf meira fjármagn og fleira fólk Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 208 orð | 1 mynd

Óþrif í boði borgarstjóra

Eftir Björn Ólaf Hallgrímsson: "Vilja kjósendur áframhaldandi óþrifnað í borginni?" Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 344 orð | 1 mynd

Sértækt úrræði fyrir börn með hegðunar- og tilfinningavanda

Eftir Þorbjörgu Sólbjartsdóttur: "Nánast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda." Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 341 orð | 1 mynd

Stefnir borgarsjóður í þrot?

Eftir Einar S. Hálfdánarson: "Á minna en áratug hefur Reykjavíkurborg tekið tæpar sextán þúsund milljónir að láni umfram það sem hún hefur greitt." Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 297 orð | 1 mynd

Traust fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg

Eftir Gunnar Alexander Ólafsson: "Þegar ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 er skoðaður kemur í ljós að fjárhagur Reykjavíkurborgar er mjög traustur." Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Verð á nýjum bílum hækkar á næstunni

Eftir Özur Lárusson: "Að mati Bílgreinasambandsins er ekki ólíklegt að 2019 verði sala á nýjum bílum 40-50% þess sem hún var árið 2017 grípi stjórnvöld ekki í taumana." Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 837 orð | 1 mynd

Við misstum af gulli, silfri eða bronsi – „Kúst og fæjó“

Eftir Guðna Ágústsson: "Kúst og fæjó hefði hitt beint í hjartað og inn á hvert einasta heimili í Evrópulöndunum." Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

Það er vont – það venst – en það versnar

Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Gallinn er fólginn í því að þau viðurkenna aldrei mistök sín og læra því aldrei af þeim." Meira
19. maí 2018 | Pistlar | 393 orð | 1 mynd

Þar sem hjartað slær

Á ferðalögum mínum um landið að undanförnu hef ég alls staðar hitt sjálfstæðismenn sem eru að ræða við bæjarbúa um áherslur sínar næstu fjögur árin. Meira
19. maí 2018 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

Þess vegna kýs ég Sveinu

Eftir Sigurð Þórðarson: "Gott framlag Sveinbjargar Birnu, óháðs borgarfulltrúa, virðist ekki hafa náð verðskuldaðri athygli borgarbúa. Það er miður og úr því vil ég bæta." Meira

Minningargreinar

19. maí 2018 | Minningargreinar | 1253 orð | 1 mynd

Birna Jóhannsdóttir

Birna Jóhannsdóttir fæddist á Þórshöfn á Langanesi 26. september 1938. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. maí 2018. Foreldrar hennar voru Lára Lárusdóttir frá Heiði á Langanesi, f. 12.12. 1908, d. 8.4. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2018 | Minningargreinar | 3763 orð | 1 mynd

Helgi Jón Magnússon

Helgi Jón Magnússon var fæddur í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1934. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 10. maí sl. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Magnússon húsasmíðameistari, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2018 | Minningargreinar | 1592 orð | 1 mynd

Hermann Ingimundarson

Hermann Ingimundarson fæddist á Hafnarhólmi 9. júní 1948. Hann lést á heilbrigðistofnun Vesturlands 29. apríl 2018. Foreldrar hans eru Ingimundur Loftsson f. 22.7. 1921, d. 15.8. 1983 og Ragna Kristín Árnadóttir f. 9.6. 1931. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2018 | Minningargreinar | 856 orð | 1 mynd

Ingibjörg Árnadóttir

Ingibjörg Árnadóttir fæddist 26. september 1935. Hún lést 6. maí 2018. Útför Ingibjargar fór fram 15. maí 2018. mbl.is/minningar Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2018 | Minningargreinar | 1640 orð | 1 mynd

Páll Pétursson

Páll Pétursson fæddist 21. maí 1940 á Steini, Reykjaströnd í Skagafirði. Hann lést 7. maí. 2018 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Foreldrar hans voru Pétur Lárusson, f. 23. mars. 1892, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2018 | Minningargreinar | 1778 orð | 1 mynd

Ragnar Hallsson

Ragnar Hallsson var fæddur í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal 27. júlí 1933. Hann lést þann 12. maí 2018 á Dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Foreldrar hans voru hjónin Hallur Magnússon og Hrafnhildur Einarsdóttir í Hallkelsstaðahlíð. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 203 orð | 1 mynd

Flóknir reikningar en tölvur venjulegar

Dr. Páll Melsted, prófessor við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2018 sem voru afhent á Rannsóknarþingi. Meira
19. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 195 orð | 2 myndir

Gaumur í loftið

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, opnaði nýjan vef sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi, á Fosshóteli á Húsavík vikunni. Vefurinn er á slóðinni gaumur. Meira
19. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 247 orð | 1 mynd

Icelandair býður hótelstarfsemina til sölu

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á Icelandair Hotels og fasteignum þeim sem tilheyra hótelrekstri fyrirtækisins. Meira
19. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 201 orð | 1 mynd

Íslensk þekking í þróunarstarfi

Í vikunni skrifaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Alþjóðabankans um aukið samstarf á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda og málefna hafsins. Meira
19. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 315 orð | 1 mynd

María var valin bæjarlistamaður

María Magnúsdóttir, söngkona og tónskáld, er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2018. Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Garðabæjar á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem var haldin nú í vikunni. Meira
19. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 203 orð | 1 mynd

Nýjar í stjórn FKA

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, og Lilja Bjarnadóttir, lögmaður og eigandi Sáttaleiðinarinnar ehf., voru á dögunum kjörnar nýjar í stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA). Meira
19. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Samiðn vill eflingu iðnnáms

Sambandsstjórn Samiðnar - samtaka iðnfélaga - sem fundaði í gær skorar á ríkisstjórnina að leggja nú þegar fram áætlun um hvernig hún ætlar að standa við gefin fyrirheit um eflingu verk- og tæknináms. Meira
19. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 241 orð | 1 mynd

Sjóðfélagar ráði rekstraraðilanum

Anna Sigríður Halldórsdóttir, hagfræðingur og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum, telur að tryggja þurfi í samþykktum sjóðsins að sjóðfélagar sjálfir hafi lokaorðið um hvaða fyrirtæki sé trúað fyrir því að reka sjóðinn fyrir þeirra hönd. Meira
19. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 206 orð | 1 mynd

Skattskyld velta vex milli ára

Velta í virðisaukaskattsskyldri starfsemi jókst um 12,8% á fyrstu tveim mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, og er þá lyfjaframleiðsla ekki talin með. Meira
19. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 390 orð | 1 mynd

Tap hjá Eimskip á fyrsta ársfjórðungi

Tap Eimskips á fyrsta fjórðungi ársins nam 1,6 milljónum evra, eða um 198 milljónum króna á núverandi gengi, samanborið við 200 þúsund evra hagnað á sama tímabili árið 2017. Meira

Daglegt líf

19. maí 2018 | Daglegt líf | 1474 orð | 2 myndir

Hélt að Emily Clark væri ofan af Skaga

Í hópi aukaleikara í London er allskonar áhugavert fólk, m.a fuglafræðingar og einfarar. Sara Björnsdóttir listakona tók að sér verkefni sem aukaleikari í nýjustu Star Wars myndinni og lenti í ýmsu. Meira

Fastir þættir

19. maí 2018 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

1. d4 c6 2. Bf4 Db6 3. b3 Rf6 4. e3 d5 5. Bd3 Bg4 6. f3 Bh5 7. g4 Bg6 8...

1. d4 c6 2. Bf4 Db6 3. b3 Rf6 4. e3 d5 5. Bd3 Bg4 6. f3 Bh5 7. g4 Bg6 8. h4 e6 9. h5 Da5+ 10. c3 Bxd3 11. Dxd3 Da6 12. Dc2 c5 13. Rd2 Rc6 14. Re2 Hc8 15. c4 cxd4 16. exd4 Rb4 17. Db1 dxc4 18. bxc4 Da3 19. O-O Be7 20. Hc1 Dd3 21. a3 Dxe2 22. axb4 Rxg4... Meira
19. maí 2018 | Í dag | 108 orð | 2 myndir

9 til 12 Opið um helgar Hinn vinsæli útvarpsmaður Ásgeir Páll hefur opið...

9 til 12 Opið um helgar Hinn vinsæli útvarpsmaður Ásgeir Páll hefur opið allar helgar á K100. Vaknaðu með Ásgeiri á laugardagsmorgni. Svaraðu rangt til að vinna, viðtöl og góð tónlist. Meira
19. maí 2018 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Akureyri Bríet Rós Bjarnadóttir fæddist 25. maí 2017 kl.16:27 á...

Akureyri Bríet Rós Bjarnadóttir fæddist 25. maí 2017 kl.16:27 á Akureyri. Hún vó 3.322 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Birta Ýr Baldursdóttir og Bjarni Helgason... Meira
19. maí 2018 | Í dag | 79 orð | 2 myndir

Albatross með nýjan smell

Í gær gáfu drengirnir í hljómsveitinni Albatross út nýtt lag sem nefnist „Ofboðslega næmur“. Meira
19. maí 2018 | Í dag | 262 orð

Betri er brók lasin en ber rass

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Þéttur botn og þrýstinn er. Þetta er kot í hreppnum. Einnig þjó á þegnum ver. Þetta er tota á leppnum. Meira
19. maí 2018 | Árnað heilla | 271 orð | 1 mynd

Birgir Finnsson

Birgir Finnsson fæddist 19. maí 1917 á Akureyri. Foreldrar hans voru Finnur Jónsson, alþingismaður og ráðherra, f. 1894, d. 1951, og Auður Sigurgeirsdóttir, f. 1888, d. 1935. Meira
19. maí 2018 | Fastir þættir | 181 orð

Fín hugmynd. A-NS Norður &spade;Á965432 &heart;ÁG6 ⋄Á9 &klubs;5...

Fín hugmynd. A-NS Norður &spade;Á965432 &heart;ÁG6 ⋄Á9 &klubs;5 Vestur Austur &spade;1087 &spade;-- &heart;10 &heart;8432 ⋄KD6543 ⋄G1082 &klubs;976 &klubs;K10432 Suður &spade;KDG &heart;KD975 ⋄7 &klubs;ÁDG8 Suður spilar 7&heart;. Meira
19. maí 2018 | Fastir þættir | 560 orð | 4 myndir

Fjöltefli og Fiske-mót Vasjúkovs

Einn fyrsti skákviðburður sem greinarhöfundur sótti var fjöltefli rússneska stórmeistarans Evgení Vasjúkov, sem lést á dögunum 85 ára að aldri, sem átti sér stað í Samkomuhúsinu í Vestmanneyjum fyrir 50 árum – í júní árið 1968 en þá var þriðja... Meira
19. maí 2018 | Í dag | 18 orð

Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og...

Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúk: 1. Meira
19. maí 2018 | Í dag | 65 orð

Málið

Ekki er rétt að „vinna“ bráðan bug að e-u , betra er að vinda bráðan bug að því (bókstaflega „snúa skjótt að e-u“ – bugur er hér beygja ), sem þýðir að gera strax ráðstafanir til að koma e-u í framkvæmd . Meira
19. maí 2018 | Í dag | 1493 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Hver sem elskar mig. Meira
19. maí 2018 | Árnað heilla | 693 orð | 3 myndir

Stýrði parísarhjóli og keyrði bíla með strompi

Jóhann Gunnar Þorbergsson fæddist 19. maí 1933 í Reykjavík. Hann bjó lengst af á Leifsgötunni og Bollagötunni. Meira
19. maí 2018 | Árnað heilla | 417 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 100 ára Kristín Helgadóttir 90 ára Guðrún Guðjónsdóttir Hólmfríður Bjarnadóttir Magnús Guðmundsson 85 ára Guðrún Gréta Tómasdóttir Jóhann Gunnar Þorbergss. Meira
19. maí 2018 | Fastir þættir | 249 orð

Víkverji

Víkverja fannst ekki gaman að horfa á forkeppni Eurovision að þessu sinni og horfði reyndar bara á aðra þeirra, þá fyrri þegar Ísland tók þátt. Ari stóð sig með sóma en Víkverji var ekki hrifinn af laginu. Meira
19. maí 2018 | Í dag | 98 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

19. maí 1969 Kjarasamningar milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda voru undirritaðir. Meðal annars var samið um stofnun lífeyrissjóða. Meira
19. maí 2018 | Í dag | 88 orð | 1 mynd

Ætluðu báðar að giftast Harry

Á slaginu 10.59 í dag mun Meghan Markle ganga inn kirkjugólfið í St. George og ganga að eiga Harry Bretaprins. Meira

Íþróttir

19. maí 2018 | Íþróttir | 79 orð

0:1 Birnir Snær Ingason 31. með föstu skoti innan teigs sem hafði...

0:1 Birnir Snær Ingason 31. með föstu skoti innan teigs sem hafði viðkomu í varnarmanni Keflvíkinga. 1:1 Hólmar Örn Rúnarsson 52. skot hans söng í netinu eftir hornspyrnu. 1:2 Almarr Ormarsson 62. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 110 orð

0:1 Hilmar Árni Halldórsson 20. með skalla af markteig eftir fyrirgjöf...

0:1 Hilmar Árni Halldórsson 20. með skalla af markteig eftir fyrirgjöf Þorsteins Más Ragnarssonar frá hægri. 1:1 Patrick Pedersen 45. úr vítaspyrnu eftir brot á Tobias Thomsen. 1:2 Baldur Sigurðsson 64. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 79 orð

0:1 Willum Þór Willumsson 65. einn gegn markverði eftir skyndisókn og...

0:1 Willum Þór Willumsson 65. einn gegn markverði eftir skyndisókn og sendingu Gísla. 1:1 Kennie Chopart 67. af stuttu færi eftir magnaða sendingu Óskars. Gul spjöld: Beck (KR) 12. (brot), Finnur Orri (KR) 44. (brot), Oliver (Breiðabliki) 70. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 56 orð

1:0 Aron Jóhannsson 45. rak endahnútinn á vel heppnaða skyndisókn með...

1:0 Aron Jóhannsson 45. rak endahnútinn á vel heppnaða skyndisókn með því að skjóta á milli lappa Larsens. Gul spjöld: Gunnlaugur (Víkingi) 51. (brot), Ortiz (Grindavík) 87. (brot) Arnþór (Víkingi) 90. (brot) Rauð spjöld: Engin. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

1938

Heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu fór fram í þriðja sinn árið 1938 og að þessu sinni í Frakklandi. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Ásbjörn gæti spilað í dag

Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH vonast til þess að geta tekið þátt í fjórða úrslitaleiknum gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fer í Kaplakrika í dag. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 619 orð | 2 myndir

„Markmið mitt er fyrst og fremst að hjálpa“

HM 2018 Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það er alls ekki sjálfsagður hlutur að vera hluti af íslenska landsliðsliðinu sem tekur þátt í HM í Rússlandi. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 162 orð | 2 myndir

„Var nánast mitt annað heimili“

Í Vesturbænum Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Það liggja einhverjar tilfinningar hingað og það er alltaf gaman að koma. Ég var mikið hérna þegar ég var yngri og þetta var nánast mitt annað heimili. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 226 orð | 2 myndir

* Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur náði ekki að komast í gegnum...

* Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á Belgian Knockout-mótinu í Antwerpen í gær en það er liður í Evrópumótaröðinni. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 224 orð

• Ekkert landslið frá Stóra-Bretlandi tók þátt í...

• Ekkert landslið frá Stóra-Bretlandi tók þátt í heimsmeistaramótunum frá 1930 til 1938. England, Skotland, Wales og Norður-Írland voru ekki aðilar að FIFA og höfnuðu boðum um þátttöku. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 214 orð

• Gunnleifur Gunnleifsson markvörður og fyrirliði Breiðabliks varð...

• Gunnleifur Gunnleifsson markvörður og fyrirliði Breiðabliks varð í gærkvöld þriðji knattspyrnumaðurinn í sögunni til að spila 400 deildaleiki með íslenskum liðum. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 176 orð | 2 myndir

Glæsimark færði Fjölni fyrsta sigur

Í Keflavík Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Keflavík tók á móti Fjölni í 4. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gær en leiknum lauk með 2:1-sigri gestanna. Eftir góðan leik Keflvíkinga gegn Breiðablik í 3. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Fjórði úrslitaleikur karla: Kaplakriki: FH – ÍBV...

HANDKNATTLEIKUR Fjórði úrslitaleikur karla: Kaplakriki: FH – ÍBV (1:2) L16. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 205 orð | 2 myndir

Hvorugt hefur fengið óskabyrjunina

Á Hlíðarenda Björn Már Ólafsson sport@mbl.is Hvorki Valur né Stjarnan hafa fengið þá byrjun á Íslandsmótinu sem þau hefðu viljað. Eftir fjóra leiki er Valur með sex stig og Stjarnan með þrjú. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 145 orð | 2 myndir

Keflavík – Fjölnir 1:2

Nettóvöllurinn, Pepsi-deild karla, 4. umferð, föstudag 18. maí 2018. Skilyrði : Hiti 4° og örlítill vindur á annað markið. Grasvöllurinn flottur. Skot : Keflavík 3 (2) – Fjölnir 14 (7). Horn : Keflavík 4 – Fjölnir 5. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Kemst Ronaldo loks á pall á HM?

Cristiano Ronaldo er fyrirliði Evrópumeistara Portúgals og er í hópi þeirra sem taldir eru bestu knattspyrnumenn allra tíma. Ronaldo fæddist á portúgölsku eyjunni Madeira 5. febrúar 1985 og er því 33 ára gamall. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

Keppni lokið á Akranesi

Vegna veðurs var ákveðið í gærkvöld að aflýsa tveimur seinni keppnisdögunum á Egils Gull-mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem áttu að vera á Garðavelli á Akranesi í dag og á morgun. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 144 orð | 2 myndir

KR – Breiðablik 1:1

Alvogen-völlurinn, Pepsi-deild karla, 4. umferð, föstudag 18. maí 2018. Skilyrði : Milt og gott veður. Völlurinn flekkóttur og illa farinn eftir veturinn. Skot : KR 12 (4) – Breiðablik 13 (5). Horn : KR 7 – Breiðablik 1. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Næstur á eftir Birki og Árna Gauti

Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins frá árinu 2012 og spilað flestalla mótsleiki þess í sex ár. Hannes er 34 ára gamall, fæddur 27. apríl 1984, og lék með Leikni R. í yngri flokkum og upp í meistaraflokk. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 408 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla Valur – Stjarnan 2:2 KR – Breiðablik 1:1...

Pepsi-deild karla Valur – Stjarnan 2:2 KR – Breiðablik 1:1 Keflavík – Fjölnir 1:2 Víkingur R. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Skagamenn áfram með fullt hús stiga

Skagamenn eru áfram einir á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, eftir sigur á Haukum, 3:1, á Norðurálsvellinum í gærkvöld. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Skráveifa frá Kjartani

Kjartan Henry Finnbogason gerði Bröndby stóra skráveifu í baráttunni um danska meistaratitilinn í knattspyrnu í gærkvöld. Kjartan kom inn á sem varamaður hjá Horsens á 84. mínútu og skoraði tvö lagleg mörk í blálokin þannig að leikurinn endaði 2:2. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

Slæmur endasprettur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur fór illa að ráði sínu á tveimur síðustu holunum á Kingsmill-meistaramótinu í Williamsburg í Bandaríkjunum í gær, þegar allt stefndi í að hún kæmist örugglega í gegnum niðurskurðinn. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 199 orð | 2 myndir

Stutt á milli hláturs og gráts í Víkinni

Í Fossvogi Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Grindavík varð í gær fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Aron Jóhannsson skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri í fremur daufum leik, sem var liður í 4. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 513 orð | 2 myndir

Sýður á keipum í Krikanum?

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Fjórði úrslitaleikur FH og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í Kaplakrika í dag og verður flautað til leiks klukkan 16.30. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Ungverjaland DVSC Debreceni – Kisvárda 24:24 • Arna Sif...

Ungverjaland DVSC Debreceni – Kisvárda 24:24 • Arna Sif Pálsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Debreceni. Frakkland Umspilsriðill um sæti í A-deild: Toulon – Bourg De Peage 22:25 • Mariam Eradze lék ekki með Toulon. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 134 orð | 2 myndir

Valur – Stjarnan 2:2

Origo-völlurinn, Pepsi-deild karla, 4. umferð, föstudag 18. maí 2018. Skilyrði : Hálfskýjað, svolítill vindur og vökvað gervigras. Skot : Valur 8 (3) – Stjarnan 7 (2). Horn : Valur 6 – Stjarnan 0. Valur : (3-5-2) Mark : Anton Ari Einarsson. Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 140 orð | 2 myndir

Víkingur R. – Grindavík 0:1

Víkingsvöllur, Pepsi-deild karla, 4. umferð, föstudag 18. maí 2018. Skilyrði : Nokkuð hvasst og völlurinn enn í slæmu standi. Skot : Víkingur 10 (5) – Grindav. 7 (4). Horn : Víkingur 6 – Grindavík 4. Víkingur R . Meira
19. maí 2018 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Það hlýtur að vera nokkuð óþægilegt fyrir leikmenn Pepsi-deildar karla í...

Það hlýtur að vera nokkuð óþægilegt fyrir leikmenn Pepsi-deildar karla í knattspyrnu að mæta Birki Má Sævarssyni núna áður en HM byrjar. Meira

Sunnudagsblað

19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 92 orð | 2 myndir

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum...

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsendingu á K100 alla sunnudagsmorgna. 11 til 15 Opið um helgar Hinn vinsæli útvarpsmaður Ásgeir Páll hefur opið allar helgar á K100. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 3487 orð | 7 myndir

Að bjarga heiminum smá

Ólafur Egill Egilsson hefur elt leiklistargyðjuna alla ævi. Hann segir leiklistina vera hugsjónastarf en hann hefur nú fundið ástríðu fyrir leikstjórn. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 498 orð | 6 myndir

Af klassískum hryllingi

Til er fólk sem horfir einfaldlega ekki á hryllingsmyndir. Annar hópur nýtur þess að kveljast fyrir framan skjáinn, láta hrella sig og hræða. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 77 orð | 1 mynd

Aftur í tímann

Þjóðgarðurinn Theth hefur margt uppá að bjóða. Náttúran er óspillt og fjallaþorpin líka; tíminn virðist hafa staðið í stað í sumum þeirra svo tilfinningin er næstum eins og að ferðast aftur í tímann. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagspistlar | 493 orð | 1 mynd

Alltaf og aldrei

Staðreyndir eiga undir högg að sækja þegar kemur að kosningum. Þær breytast í „borið saman við“ og „miðað við“ og „í tíð fyrri meirihluta“ og eftir sitjum við og skiljum ekkert Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Á lausu frá því í fyrra

Ástin Jane Fonda giftist fyrsta eiginmanni sínum, franska handritshöfundinum Roger Vadim, árið 1965 og eignuðust þau eina dóttur. Þau skildu eftir átta ára hjónaband og þremur dögum síðar gekk Fonda að eiga stjórnmálamanninn og friðarsinnann Tom Hayden. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 379 orð | 3 myndir

Áttræð drottning Hollywood

Þrátt fyrir erfiðleika sýndi Jane Fonda ung að hún ætlaði sér stóra hluti og var farin að kenna dans aðeins 15 ára gömul Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 33 orð | 1 mynd

Bakpoki til hjálpar

Á ferðalagi er gott að hafa léttan bakpoka með sér. Hann er hægt að nota í dagsferðir til að geyma drykki, nesti, sólarvörn og þess háttar. Bakpoki fer betur með axlirnar en... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 368 orð | 4 myndir

Baráttan við frjókornin

Nú er blómaskeið frjókornatímabilsins að renna upp en því fylgir ofnæmi og óþægindi hjá mörgum. Það er hinsvegar sitthvað hægt að gera til að bæta líðanina og gera þetta tímabil skárra. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 227 orð

„Erum í þessu saman“

„Ég gekk drullusvekktur upp stigann á Radina-leikvanginum í Tampere með fangið fullt af úlpum, upphitunartreyjum, vatnsbrúsum og fótboltaskóm, sem einhverjir höfðu gleymt við varamannabekkinn. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 87 orð | 1 mynd

„Fiskur“ með engifer

Fyrir 4-6 500 g frystur veganfiskur, þiðinn(fæst í Asian eða Vietnam Market) 100 g engiferrót, rifin 1/2 tsk salt 1/4 tsk svartur pipar 300 g tómatar, smátt saxaðir bútur blaðlaukur, skorinn smátt Setjið 0,5 ml sólblómaolíu á pönnuna og hitið. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 93 orð | 1 mynd

„Rækjur“ á pönnu

Fyrir 4-6 500 g frystar veganrækjur (fæst í Asian Market) 100 g engifer, rifin 5 ml sólblómaolía ¼ tsk svartur pipar 150 g blanda af hveiti og hrísgrjónahveiti til helminga og saltað 1/2 tsk salt Blandið 1-2 tsk sólblómaolíu, rifnu engiferi og svörtum... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 86 orð | 2 myndir

Borðin slógu í gegn

Þórunn Hannesdóttir (1982) vöru- og iðnhönnuður lærði í í Central St. Martins College of Art and Design í London og útskrifaðist þaðan 2008. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 29 orð | 1 mynd

Bragð af Víetnam

Algeng hráefni sem notuð eru í Víetnam eru kjöt, sjávarfang, fiskisósa, rækjumauk, sojasósa, hrísgrjón, ávextir, grænmeti, engifer, mynta, chilli, lime, og thai basil lauf. Maturinn er talinn mjög... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 107 orð | 1 mynd

Bragðmikið „nautakjöt “

Fyrir 4-6 200 g þurrkað vegan nautakjöt 100 g hvítlaukur, rifinn 100 g laukur, hakkaður 1 tsk salt 1 msk sojasósa eða vegan fiskisósa 200 ml sólblómaolía 1/2 tsk chilli sósa Setjið þurrkað vegan nautakjöt í pott og sjóðið í 10 mínútur. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 133 orð | 2 myndir

Brúðkaupið á risaskjám

Spenningurinn er í hámarki fyrir brúðkaupi Harrys Bretaprins og Meghan Markle. Íslendingar og Bretar og Bandaríkjamenn sem búa hérlendis ætla að fylgjast vel með. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 81 orð | 1 mynd

Ekki nota símann seint á kvöldin

Farsímanotkun eftir klukkan tíu um kvöld getur leitt til þunglyndis og einmanaleika. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 13 orð | 1 mynd

Ellen Þórsdóttir Nei. Mér finnst ekki rétt að halda glimmerpartý í...

Ellen Þórsdóttir Nei. Mér finnst ekki rétt að halda glimmerpartý í skugga... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 268 orð | 7 myndir

Elsti frambjóðandinn 100 ára Elsti frambjóðandi landsins í...

Elsti frambjóðandinn 100 ára Elsti frambjóðandi landsins í sveitarstjórnarkosningunum eftir viku er Guðrún Glúmsdóttir, sem fagnaði 100 ára afmælinu fyrir tæpum mánuði. Guðrún, sem búsett er á Hólum í Reykjadal, er í 14. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 79 orð | 2 myndir

Elsti stóllinn

Halldór Hjálmarsson (1927-2010) var húsgagna- og innanhússarkitekt. Hann lærði í Kaupmannahöfn á 6. áratugnum og meðal lærimeistara hans voru Paul Kjærholm og Hans J. Wegner. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 36 orð | 2 myndir

Erlent Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is

Ég er svo glöð. Takk fyrir að velja óhefðbundið. Takk fyrir að viðurkenna að við erum ólík. Takk fyrir að fagna fjölbreytileikanum. Ég elska landið mitt. Á næsta ári í Jerúsalem! Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 149 orð | 1 mynd

Femínisti og friðarsinni

Aktívismi Jane Fonda brennur fyrir friðarmálum og femínisma. Á árum stríðsins í Víetnam var hún öflug í mótmælum gegn stríðinu og hún tók einnig þátt í mótmælum og talaði opinberlega gegn stríðinu í Írak. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 119 orð | 1 mynd

Ferskt loft og flott útsýni

Útsýnið og ferskt ilmandi loftið er á meðal þess sem heillar við ítölsku Dólómítana. Þarna er hægt að fara í margar skipulagðar gönguferðir þar sem hægt er að njóta einstaks útsýnis í ítölsku ölpunum með viðkomu í litlum, huggulegum þorpum. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 149 orð

Fjölbreytt dagskrá

Í tilefni þess að 150 ár eru frá fæðingu séra Friðriks standa Karlakórinn Fóstbræður, Knattspyrnufélagið Valur, KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagið Haukar og skátarnir fyrir ýmsum athöfnum. Fimmtudaginn 24. maí kl. 20. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 122 orð | 3 myndir

Fjölnota litadýrð

Dögg Guðmundsdóttir (1970), iðn- og vöruhönnuður, lærði iðnaðarhönnun í Istituto Europeo di Design í Mílanó og tók mastersgráðu í hönnun frá Konunglegu dönsku listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 80 orð | 1 mynd

Frábært fjölskyldufrí

Þetta hérað hefur uppá margt að bjóða, til dæmis fyrir fjölskyldur. Þar má til dæmis gista á Panorama Camping Sonnenberg sem er í 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 266 orð | 1 mynd

Frægur fálkaungaþjófur gripinn

Fyrir tæpum 40 árum, snemma í júní árið 1978, handtók lögreglan í Reykjavík Þjóðverja að nafni Konrad Ciesielski og son hans, Lothar, eftir að hafa veitt feðgunum eftirför um landið í fimm daga. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 83 orð | 1 mynd

Fuglaskoðun og rólegheit

Skadar-vatn liggur alveg upp að Albaníu og er umkringt fallegri sveit og fjöllum. Þar er hægt að synda eða fara á kanó og er ólíklegt að maður hitti marga ferðalanga heldur frekar einstaka veiðimann á gömlum trébáti. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 554 orð | 2 myndir

Fyrir okkur öll

Sveitarfélögin bera ábyrgð á mörgum mikilvægustu hagsmunamálum borgaranna og hafa því veruleg áhrif á lífsgæði okkar allra. Því miður er víða pottur brotinn en við höfum líka dæmin um hvernig hægt er að standa vel að málum. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 107 orð | 1 mynd

Fyrsta lag í þrjú ár

Tónlist Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir að Madonna sendi frá sér nýjar tónsmíðar og er nú komið að því en Beautiful Game heitir nýtt lag, hennar fyrsta í þrjú ár. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 83 orð | 1 mynd

Góður matur og vinalegt fólk

Þeir sem hafa heimsótt Alpana einum of oft (ef það er hægt) ættu að skella sér til Svaneti-héraðs í Kákasusfjöllum. Þar er hægt að ganga á milli fjallaþorpa, sem mörg hver eru með gömlum byggingum. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 166 orð | 1 mynd

Gómsætar vorrúllur

Fyrir 4-6 1 pakki hrísgrjónapappír 150 g þurrkað hakkað vegan „nautakjöt“ (fæst í Nettó eða Vietnam Market) 1 stór laukur, hakkaður 1 blaðlaukur, ca 300 g, skorinn í þunnar sneiðar 3 gulrætur, skornar í litla bita 100 g maískorn (fryst) 100... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 32 orð | 1 mynd

Hattur drottningarinnar

Elísabet Englandsdrottning er þekkt fyrir litríka hatta. Veðbankar segja helmingslíkur á að hún muni skarta bláum hatti í brúðkaupinu. Líkurnar á að hún verði með bleikan hatt eru einn á móti... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 7 orð | 1 mynd

Helga Óskarsdóttir Nei, mér finnst það ekki...

Helga Óskarsdóttir Nei, mér finnst það... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 38 orð | 1 mynd

Hoppaðu meira

Nú eru margir búnir að setja upp trampólín í görðum sínum og ættu fullorðnir að notfæra sér trampólín af stærri gerðinni til að hoppa. Það er styrkjandi, hefur góð áhrif á sogæðakerfið og svo er það líka... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 16 orð | 1 mynd

Hrafnkell Þorvaldsson Nei, ekki eins og ástandið er í dag. Mér finnst...

Hrafnkell Þorvaldsson Nei, ekki eins og ástandið er í dag. Mér finnst það ekki eiga... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 44 orð | 1 mynd

Hverjir voru nafnarnir?

Svar: Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson (1853- 1927). Hann fluttist ungur til Kanada og bjó þar lengst. Nafni hans var Sauðkrækingurinn Stefán Íslandi, Stefán Guðmundsson (1907-1994), sem lengi starfaði í Danmörku og var þar meðal annars konunglegur hirðsöngvari. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 148 orð | 11 myndir

Hvernig verður kjóllinn?

Fátt er meira rætt í Bretlandi og víðar en brúðkaup Harrys Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle. Gríðarleg spenna ríkir yfir brúðarkjólnum sem enginn veit enn hvernig lítur út. Konunglegir brúðarkjólar í gegnum tíðina hafa alltaf vakið mikla athygli. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 20 orð | 1 mynd

Ingólfur Björgvin Jónsson Nei. Við eigum að sýna samhug með fólkinu sem...

Ingólfur Björgvin Jónsson Nei. Við eigum að sýna samhug með fólkinu sem kvelst þarna og kjósa að gera það... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 32 orð | 2 myndir

Innlent skapti hallgrímsson skapti@mbl.is

Þorgrímur, við í landsliðinu borðum ekki sælgæti... Er það mikilvægt fyrir ykkur að drekka kaffi á fundum? Ég er mótfallinn því en þið ráðið hvað þið gerið. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 94 orð | 1 mynd

Í eróbikk eftir slys á fæti

Líkamsrækt Auk leiksins tengja margir nafn Jane Fonda við víðfræg líkamsræktarmyndbönd hennar. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 267 orð | 1 mynd

Íslensk hönnun í Kaupmannahöfn

Tvær sýningar tengdar íslenskri hönnun verða opnaðar í Kaupmannahöfn í tilefni af aldarafmæli fullveldisins. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 1419 orð | 5 myndir

Í þjónustu hins mikla konungs

Friðrik Friðriksson fæddist á Hálsi í Svarfaðardal 25. maí 1868 og um næstu helgi verða því liðin 150 ár frá fæðingu hans. Fjölmargir af elstu kynslóð núlifandi Íslendinga muna séra Friðrik og minnast hins mikla æskulýðsleiðtoga með mikilli hlýju. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 65 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila lausn krossgátu 20. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 29 orð

Linda Hilmarsdóttir, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Hress í...

Linda Hilmarsdóttir, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, býður tuttugu vinkonum í „royalistaboð“ í tilefni af brúðkaupi Harrys og Meghan. „Brúðkaupsgestir“ verða uppáklæddir og horft verður á brúðkaupið í... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 80 orð | 3 myndir

Lífræna áferðin

Bjarni Sigurðsson (1965) keramiker lærði í listaakademíunni í Árósum og skapaði sér fljótt nafn ytra og hér heima fyrir verk sín. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 138 orð | 4 myndir

María Anna Maríudóttir

Síðasta bókin sem ég kláraði var Land föður míns eftir Wibke Bruhns. Mér fannst það æðisleg bók, mikil saga. Ég er pólsk og er alltaf að gera mér betur grein fyrir því hvað seinna stríð hafði mikil áhrif á okkur. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 47 orð | 9 myndir

Nú er ég á síðustu metrum meðgöngu og hlakka mikið til þess að geta...

Nú er ég á síðustu metrum meðgöngu og hlakka mikið til þess að geta gengið í „venjulegum“ fötum aftur í sumar. Ég er reyndar hrifin af víðum skyrtukjólum um þessar mundir sem henta bæði á meðgöngu og eftir. Skyrtukjóllinn í Zöru er allavega efst á innkaupalistanum núna. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 696 orð | 1 mynd

Ort í eyðurnar

Í nýrri ljóðabók fléttar Magnús Sigurðsson textabrotum, hugleiðingum og ljóðum saman í 250 liða leiðarvísi um tregaslóðir hugans. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 115 orð | 1 mynd

Samstarf eftir 16 ár

Kvikmyndir Mikill spenningur er fyrir tíðindum þess efnis að Leonardo DiCaprio og Steven Spielberg séu að íhuga samstarf á ný. Þeir hafa ekki unnið saman í 16 ár, þegar DiCaprio lék í Catch Me If You Can. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 306 orð | 1 mynd

Saug í mig blátt blóð

Hvaðan kom hugmyndin að halda konunlegt boð á brúðkaupsdegi Harrys? Við erum þrjár sem köllum okkur „The Royal Sisters“; ég, Harpa Rut Hilmarsdóttir systir mín og Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir og höldum við boðið saman. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 1475 orð | 1 mynd

Sendiherra klassískrar tónlistar

Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari vill helst spila tónlist sem spyr stórra spurninga og ýtir við fólki. Hún er önnum kafin við tónleikahald víða um lönd, er gestalistamaður við háskóla í Seattle og leikur á tónleikum í Hörpu síðdegis á sunnudag. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 162 orð | 2 myndir

Snýr Oh aftur sem Yang?

SJÓNVARP Nú þegar fjórtánda þáttaröðin af af Grey's Anatomy er senn á enda og greint hefur verið frá því að tvær leikkonur sem lengi hafa starfað við þættina verði ekki með í þeirri næstu hafa aðdáendur velt því upp hvort möguleiki sé á að Sandra Oh... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 151 orð | 1 mynd

Steikt „egg“

Fyrir 4-6 600 g tófú (skin tofu) 1 laukur, smátt skorinn 100 g vorlaukur, smátt skorinn 1 stórt hvítlauksrif, rifið 2 tsk grænmetiskraft 1 pakki hrísgrjónapappír 4 tsk túrmerik duft Sjóðið tófúið í vatni í 10 mínutur. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 77 orð | 3 myndir

Stílhrein og formfögur

Erla Sólveig Óskarsdóttir (1957) iðnhönnuður lærði í Danmarks Design Skole og rekur í dag hönnunarstúdíóið Kimi. Erla Sólveig hefur alla tíð starfað sjálfstætt en einnig verið í samvinnu við framleiðslufyrirtæki vestanhafs og í Bandaríkjunum. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 101 orð | 3 myndir

Stjarna á uppleið

Ragna Ragnarsdóttir (1988) iðnhönnuður útskrifaðist úr Ensci Les Atelier í París árið 2016 en útskriftarverkefni hennar var valið af dómnefnd til að taka þátt í Design Paride þar sem hún hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 124 orð | 1 mynd

Stóð aldrei til að syngja

Tónlist Stelpunum í Spice Girls var aldrei boðið að troða upp með söng í brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle. Þetta sagði Mel C í viðtali við ástralska útvarpsþáttinn Fitzy & Wippa í vikunni. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 88 orð | 1 mynd

Stórhættulegt unglingum

Sjónvarp Einir vinsælustu þættir Netflix; 13 Reasons Why hafa nokkuð verið gagnrýndir vegna umfjöllunarefnisins en þættirnir segja sögu 17 ára gamallar stúlku sem skráir atburði lífs síns á hljóðupptökur áður en hún sviptir sig lífi. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 87 orð

Sumarfrí í hæstu hæðum

Tignarleg fjöll heilla skíðafólk í sínum hvíta búningi á veturna en fjallasvæði hafa líka upp á margt að bjóða á sumrin. Hér verða taldir upp sjö skemmtilegir staðir í fjallahéruðum Evrópu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 72 orð | 2 myndir

Sækir í íslenskar hefðir

Marý Ólafsdóttir (1978)vöruhönnuður rekur fyrirtækið Marý en hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2007 og býr og starfar í Svíþjóð. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 546 orð | 3 myndir

Tár, bros og íslenskt kraftaverk

Norskur bókaútgefandi vatt sér að íslenskum starfsbróður á bókamessu í útlandinu og spurði: Hvað er eiginlega með þetta landslið ykkar? Hver er skýringin á velgengninni? Ég vil koma sögunni á bók! Nú hefur Þorgrímur Þráinsson svarað kallinu. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 29 orð | 1 mynd

Tími ilmolíunnar

Það er fátt sumarlegra en ilmandi þvottur. Nokkrir dropar af lavenderolíu í hólf mýkingarefnisins í þvottavélina færa manni sumarið þótt ekki sé hægt að hengja þvottinn út í... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 106 orð | 1 mynd

Undirbúðu góða nótt

Nú þegar styttist í að bjart sé allan sólarhringinn hér á landi er mikilvægt að huga að því að skapa rétta umhverfið í svefnherberginu til að stuðla að góðum svefni. Mikilvægt er að geta útilokað birtuna og sofa í rökkvuðu umhverfi. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 340 orð | 2 myndir

Vanræktar tengdadætur hallarinnar

Samstillt konungsfjölskylda hefði fyrir löngu átt að vera búin að grípa í taumana Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 95 orð | 1 mynd

Vatnaíþróttir og flugeldasýning

Annecy er heillandi borg á sumrin, með fallegum síkjum og svo er bæjarstæðið einstakt við samnefnt vatn, eitthvert það hreinasta í Evrópu. Fjöllinn í kring ramma vatnið inn og eru margar litlar strendur við vatnið. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 45 orð | 1 mynd

Vegan fiskisósa

Fyrir 4-6 2 msk vegan fisksósa (fæst í Asian Market) 4 msk Maggi sósa (fæst í Asian Market) 2 tsk sykur 2 lítil hvítlauksrif, rifin 1/2 tsk rautt chilli, saxað 2 tsk sítrónusafi Blandið öllu saman í skál og hrærið. Passar vel með asískum... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 125 orð | 2 myndir

Vegan frá Víetnam

Hin víetnamska Chang Pham Thi, sem notar íslenska nafnið Kristín, kynnir Íslendingum víetnamskan veganmat. Hún bauð heim í matarboð og bar fram girnilegar kræsingar frá heimalandinu, allt vegan að sjálfsögðu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 78 orð | 3 myndir

Verk af öllum gerðum

Jón Helgi Hólmgeirsson (1988) er vöruhönnuður, tónlistarmaður og með mastersgráðu í samspilshönnun frá háskólanum í Malmö. Hönnun Jóns Helga er afar fjölbreytt, en hann hefur unnið fyrir þekkt fyrirtæki eins og IKEA, Genki Instruments, Bility og fleiri. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 30 orð | 1 mynd

Verk Daniels Reuter í Neskirkju

Sýning á verkum ljósmyndarans Daniels Reuter verður opnuð í safnaðarheimili Neskirkju eftir messu á sunnudag, kl. 12.30. Sýninguna kallar hann The Maps of Things og fjallar hún um grunneðli... Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 231 orð

Vildi ekki verða heiðursborgari

Séra Friðrik segir í endurminningum sínum, Starfsárin III, að hann hafi kviðið fyrir 50. afmælisdeginum, 25. maí árið 1918, og hefði helst langað að fara eitthvað úr bænum, en vinur hans hafi hreint og bannað honum það. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 492 orð | 3 myndir

Vill efla þá sem verða undir

Netta Barzilai kom, sá og sigraði í Eurovision í Lissabon. Hún segir lag sitt eiga að vera valdeflandi fyrir alla sem verða undir, en yfirlýsing hennar um að keppnin verði í Jerúsalem að ári þykir ekki til þess fallin að stuðla að friði. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 142 orð | 3 myndir

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari tísti um leigubílaferð í Berlín...

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari tísti um leigubílaferð í Berlín þar sem bílstjórinn hafði nokkuð sérstakar landfræðilegar hugmyndir um Ísland: „Reifst við leigubílstjóra í Berlín sem telur að ég hafi rangt fyrir mér í því að Ísland sé eyja. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 90 orð | 1 mynd

Ævi Angelou

NETFLIX Vönduð heimildarmynd um baráttukonuna og aktívistann Mayu Angelou frá árinu 2016 sem ber heitið And still I rise er komin á Netflix-efnisveituna. Myndin hefur hlotið mikið lof og er hátt skrifuð t.d. á vefnum Rotten Tomatoes. Meira
19. maí 2018 | Sunnudagsblað | 107 orð | 1 mynd

Ævintýragarður og kláfferð

Þessi bær er þekktur fyrir skíðaíþróttir en hann hefur ekki minna upp á að bjóða á sumrin. Gönguleiðirnar eru margar en fyrir þá sem vilja bara virða fyrir sér útsýnið er hægt að fara upp í mikla hæð í kláfi og skoða hið tignarlega fjall Mont Blanc. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.