Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir skömmu kom út hjá útgáfunni Leo Libri barnabókin Jólapakkið – Jóladagatal fyrir forvitna krakka eftir frænkurnar Helgu Sv. Helgadóttur og Kristínu Karlsdóttur en Ásbjörn Erlingsson myndskreytti. „Verkefnið var frábært og fyndið, ekki síst vegna þess að þær höfðu húmor fyrir ruglinu í mér og ég fékk að bæta við nokkrum skondnum smátriðum í myndirnar, ég náði meira að segja að lauma inn einum prumpubrandara, sem er alltaf gott,“ segir Ásbjörn. „Vinnan var líka sérstök vegna þess að Helga býr á Íslandi, Kristín er í skapandi skrifum í Svíþjóð og ég bý í Hollandi.“
Meira