Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur skrifar á blog.is: „Bæði Ísland og Noregur eiga nóg afl fólgið í vatnsföllum sínum til að anna orkuþörf sinni um fyrirsjáanlega framtíð, þótt þjóðirnar útrými notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa. Íslendingar búa þar að auki að jarðvarma til húshitunar og raforkuvinnslu. Það dregur að vísu tímabundið og staðbundið úr honum við notkun, svo að sífellt þarf að sækja á ný mið, en aukið vatnsrennsli vegna hlýnandi loftslags veitir hins vegar færi á meiri orkuvinnslu í þegar virkjuðum ám en upphaflega var reiknað með.
Meira