Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, rak endahnútinn á Viðskiptablaðið í vikunni. Hún skrifaði um ólíkar launahækkanir hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Í Noregi hafi fyrr í vikunni verið samið um 2,7% hækkun meðallauna á milli áranna 2020 og 2021. Í Svíþjóð hafi í lok liðins árs verið samið um meðalhækkun á ári upp á 1,8% á tímabilinu 2020 til 2023.
Meira