Kristján Jónsson kris@mbl.is Landslagið er að breytast hjá konunum í knattspyrnunni í Evrópu. Fjárhagslegur ávinningur í Evrópukeppnum félagsliða hefur ekki verið umtalsverður í kvennaflokki.
Meira
Verð á áli í kauphöllinni með málma í London (LME) fór yfir 2.900 bandaríkjadali tonnið í gær og hefur ekki verið jafn hátt síðan í ársbyrjun 2008. Þá var það ríflega 2.000 dalir tonnið í byrjun ársins og hefur því hækkað um 45% á árinu.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í liðinni viku synti Sigurgeir Svanbergsson áheitasund frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfinu í Grafarvogi til styrktar Einstökum börnum, um 12 kílómetra leið, og hafa safnast rúmlega 300 þúsund krónur vegna átaksins. Vélarbilun í fylgdarbátnum varð til þess að afrekið tók mun lengri tíma en ætlað var eða tæplega níu klukkustundir.
Meira
Fréttaskýring Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Beðið er eftir niðurstöðum úr samráði í samráðsgátt stjórnvalda í fjölda mála og eru dæmi um að niðurstöður samráðsferlis hafi verið í vinnslu frá árinu 2018. Jafnframt eru dæmi um að reglugerðir sem hafa verið settar í samráð hafi verið samþykktar af ráðherra og tekið gildi án þess að niðurstöður hafi verið birtar í gáttinni. Það er því í að minnsta kosti sumum tilfellum engin leið fyrir umsagnaraðila að ganga úr skugga um að tekið hafi verið tillit til umsagna þeirra eða tillögum hafnað á málefnalegum grunni.
Meira
Útivera Fátt er yndislegra og hollara en göngutúr úti í guðsgrænni náttúrunni, líkt og þessar vinkonur fóru í um hraunið í grennd við Kirkjubæjarklaustur í...
Meira
Andlát Daníels Eiríkssonar, sem lést á Landspítalanum í apríl á þessu ári eftir að honum voru veittir áverkar í Vindakór í Kópavogi degi áður, er ekki komið á borð héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í svari embættis héraðssaksóknara við fyrirspurn mbl.
Meira
Borgarráð hefur heimilað umhverf- is- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar götutrjáa. Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir nú í september og að þeim ljúki í nóvember. Kostnaður er áætlaður 20 milljónir króna.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég fer sáttur frá borði,“ segir Jón Arilíus Ingólfsson, sem senn lætur af störfum sem rannsóknastjóri á sjóslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, 67 ára gamall.
Meira
Lax-Inn, ný fræðslumiðstöð fiskeldis, var opnuð formlega á Mýrargötu 26 í gær. Þar er nú hægt að kynna sér starfsemi fiskeldis með beintengingu myndavéla bæði í land- og sjóeldi, ásamt ýmsu öðru fræðsluefni um atvinnugreinina.
Meira
Nemendur úr Kársnesskóla og leikskólabörn komu saman í hádeginu í gær ásamt bæjarstjóra, bæjarstjórn Kópavogs og fulltrúum Kársnesskóla í tilefni þess að framkvæmdir eru hafnar við nýjan Kársnesskóla við Skólagerði.
Meira
Lundinn er nú að mestu farinn frá Vestmannaeyjum til vetrarstöðva sinna á úthafinu. Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari og fuglaáhugamaður, hefur farið í úteyjar Vestmannaeyja í minnst 75 ár.
Meira
Í gær hófst hlaup í Vestari-Jökulsá í Skagafirði. Að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, náði rafleiðni hlaupsins líklega hámarki um sexleytið seinnipartinn í gær.
Meira
„Prestar eru uggandi yfir stöðu mála og þróun,“ segir sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, formaður Prestafélags Íslands. Ráðningarstopp gildir innan þjóðkirkjunnar að minnsta kosti fram í nóvember. Þetta er skv.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Brýn þörf er á að endurnýja Blóðbankabílinn, að mati Sveins Guðmundssonar, yfirlæknis Blóðbankans. Rauði krossinn gaf bílinn árið 2002 og hófst rekstur hans árið eftir.
Meira
Úr bæjarlífinu Sigurður Ægisson Siglufirði Makríll hefur vaðið í torfum um Siglufjörð af og til í sumar og verið þar á eftir marsíli, að því er sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar telja; það var sömuleiðis í torfum, allt inn í smábátahöfnina.
Meira
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stytting vinnutíma vaktavinnufólks er mikil áskorun fyrir stofnanir ríkisins og sveitarfélaga. Samkomulag um betri vinnutíma og styttingu vinnuviku vaktavinnufólks tók gildi 1. maí sl. og var þá talið að mönnunargat gæti myndast sem fylla þyrfti og gæti orðið allt að 780 stöðugildi en á móti var reiknað með að starfsfólk í hlutastarfi tæki á sig hærra starfshlutfall.
Meira
Viðtal Atli Vigfússon Laxamýri „Ég vil gefa eitthvað af mér og gera það sem kemur öðru fólki til góða. Það skiptir máli að nýta hlutina og mér finnst svo gaman þegar eitthvað notað fer á góðan stað og fær nýtt hlutverk.“
Meira
Nýtt aðstöðuhús Siglingaklúbbsins Nökkva á Akureyri var formlega vígt í fyrradag. Framkvæmdum á vegum bæjarins er að mestu leyti lokið við húsið og útisvæðið en aðstaðan er þegar komin í notkun.
Meira
Fimm félögum var lokað og önnur fimm hafa fengið viðvörun í þá veru það sem af er árinu eftir vettvangseftirlit skattsins. Samkvæmt upplýsingum frá skattinum hefur 1.
Meira
Verð á áli fór yfir 2.900 dali tonnið í gær og hefur ekki verið jafn hátt frá ársbyrjun 2008. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þetta munu skila fyrirtækinu auknum tekjum. „Þessi þróun hefur mjög jákvæð áhrif.
Meira
Óli Björn Pétursson varð fyrir grófu kynferðisofbeldi, auk andlegs og líkamlegs ofbeldis, af hálfu kynferðisglæpamannsins sem oftast gengur undir nafninu Siggi hakkari. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins segir Óli Björn sögu sína, sem er miður falleg.
Meira
Samverustund var haldin í Dómkirkjunni í gær vegna alþjóðlegs forvarnadags sjálfsvíga. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Meira
Rafvirkinn Jared Nadler hugar að ljósum í minnismerki New Jersey-ríkis um þá íbúa ríkisins sem féllu þegar hryðjuverkin voru framin í New York og Washington 11. september 2001, en þess er minnst í dag að tuttugu ár eru liðin frá þeim voveiflegu...
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mikil fjölgun hefur orðið í sumar á hringferðum svokallaðra leiðangursskipa við Ísland og á næsta ári stefnir í enn meiri fjölgun. Þessi skip hafa langflest bækistöð í Reykjavík. Farþegarnir koma hingað með flugi og skipin sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á nokkrum stöðum. Fjölgun leiðangursskipa kallar á bætta aðstöðu til móttöku og innritunar farþega í Reykjavík.
Meira
Verulega dró úr atvinnuleysi á landinu í ágúst þegar skráð atvinnuleysi minnkaði í 5,5% úr 6,1% í júlí. Heildaratvinnuleysi hefur ekki mælst minna frá því í febrúar í fyrra.
Meira
Réttar tvær vikur eru nú til kjördags. Það fer ekki á milli mála að kosningar leggjast dálítið öðruvísi í landann nú en oftast endranær. Þar kemur margt til.
Meira
Kosningaþættir Dagmála Morgunblaðsins hafa fengið feikilega góðar viðtökur, en ekkert viðtal hefur þó verið jafnupplýsandi og það sem birtist við Halldóru Mogensen, þingflokksformann Pírata, síðastliðinn fimmtudag. Hún er forystukona í flokknum og hefur verið á þingi síðan 2014. Því hlýtur það að vekja spurningar þegar í ljós kemur að þingflokksformaðurinn veit ekki hvað kaupmáttur er.
Meira
Í þessum pistli verður rýnt af alefli í nýjustu plötu Tuma Árnasonar, Hlýnun, auk þess sem ljósi er varpað á feril þessa mikilhæfa saxófónleikara og tónskálds.
Meira
Iðnó iðar þessa dagana af lífi enda fara fjölmargir viðburðir Bókmenntahátíðar í Reykjavík þar fram. Þar er rætt um skáldskapinn út frá margvíslegum sjónarhornum gestum og gangandi til...
Meira
Samsýning listamannatvíeykisins Snæbjörnsdóttir/Wilson, Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum , verður opnuð í dag kl. 15 í Gerðarsafni í Kópavogi.
Meira
Gilfélagið fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni af því þáðu liðsmenn Populus Tremula að gera endurkomu hinum megin í Listagilinu á Akureyri, í Deiglunni, og halda skemmtun í anda Populus-áranna frá 2004-2014, eins og segir í tilkynningu.
Meira
Nýjasta plata Víkings Heiðars Ólafssonar, þar sem hann leikur verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og samtímamenn hans, fær fimm stjörnur hjá rýni The Times .
Meira
Forseti Íslands afhenti heiðursverðlaunin Orðstír í fjórða sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík.
Meira
Boðið verður upp á níu viðburði á lokadegi Bókmenntahátíðar Reykjavíkur í dag. Ókeypis er inn á viðburði, en einnig er hægt að horfa á streymisupptökur á facebooksíðu hátíðarinnar. Samtöl fara fram á ensku en upplestrar á móðurmáli höfunda.
Meira
Á Netflix má finna hina bráðskemmtilegu norsku seríu Post Mortem: ingen dør i Skarnes. Þar segir af ungri konu, Live Hallangen, sem virðist látin en lifnar við á krufningarborðinu hjá útfararþjónustu fjölskyldunnar.
Meira
Eftir William Shakespeare. Íslensk þýðing: Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Magnús Arnarsson. Leikstjórn og leikgerð: Þorleifur Örn Arnarsson. Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir.
Meira
Eftir Guðmund Þórð Ragnarsson: "Aldraðir eru sennilega sá hópur sem hefur fengið að kynnast fleiri sviknum kosningaloforðum en flestir aðrir hópar samfélagsins."
Meira
Dídó var full af ást – og hatri. Nafn hennar hefur verið alþekkt á Íslandi á 13. öld. Í Tristrams sögu (sjá Tungutakspistil 11.7. '20), einni af okkar áhrifamestu ástarsögum, er hennar getið (í þágufalli!
Meira
Eftir Kristínu Theódóru Þórarinsdóttur: "Mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman svo hægt verði að sinna öllum þeim fjölmörgu börnum sem bíða á biðlistum eftir talþjálfun."
Meira
Sumar fréttir eru svo óvæntar og stórar, að allir muna, hvar þeir voru, þegar þeim bárust þær. Árið 1963 var ég tíu ára lestrarhestur á Laugarnesvegi 100.
Meira
Eftir Guðm. Jónas Kristjánsson: "Já við sem teljum okkur íhaldssamt þjóðhyggjufólk spyrjum okkur eðlilega hvað við eigum að kjósa. Hvað með Evrópumálin, Schengen, EES og orkupakka ESB?"
Meira
Kolbrún Jónsdóttir myndhöggvari fæddist 12. september 1923 á Hólum í Hornafirði og var dóttir Jóns Þorleifssonar listmálara og Rakelar Ólafar Pétursdóttur ljósmóður. Fjölskyldan flutti til Kaupmannahafnar þegar hún var ársgömul og dvaldi þar til 1929.
Meira
Eftir Birgi Þórarinsson: "Landsbankinn neitar að afhenda Alþingi gögn sem gætu varpað ljósi á lyktir málsins sem kostað hefur skattgreiðendur verulegar fjárhæðir."
Meira
Eftir Njál Trausta Friðbertsson: "Báknið dregur fjármagn suður og þróttinn úr landsbyggðinni. Þar vilja stjórnlyndir leyfa atvinnulífinu fátt, banna margt og skipulagsbinda sem flest."
Meira
Eftir Gísla Pálsson: "Á tímum hamfara er kallað eftir lausnum sem dugi til framtíðar. Aldrei hefur verið brýnni þörf fyrir hreyfingu sem kennir sig við sósíalisma."
Meira
Stjórnmálaflokkarnir keppast nú við að kynna hugmyndir sínar um framtíðina. Sumir vilja gera allt fyrir alla, sem er vel meint en óraunhæft til lengri tíma.
Meira
Auður Kristín Matthíasdóttir fæddist 18. október 1959 á Ísafirði. Hún lést 29. ágúst 2021 á Heilbriðisstofnun Vestfjarða. Foreldrar Auðar voru hjónin Matthías S. Vilhjálmsson, fæddur 9. desember 1933, d. 18. maí 1999, og Guðrún S.
MeiraKaupa minningabók
Ásgeir G. Sigurðsson fæddist 30. ágúst 1942 í Bolungarvík. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík 27. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Sigurður Skagfjörð Kristjánsson, f. 30. janúar 1920, d. 23. júlí 1986, og Guðrún Magnúsdóttir, f. 5.
MeiraKaupa minningabók
Birna Rut Guðjónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 7. október 1932. Hún lést á heimili sínu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 1. september 2021. Foreldrar Birnu Rutar voru Guðjón Tómasson, f. 30.7. 1897, d. 10.12. 1979 og Aðalheiður Svanhvít Jónsdóttir, f .3.1.
MeiraKaupa minningabók
Dómhildur Eiríksdóttir fæddist á Bíldudal 15. júní 1934 en flutti ung að aldri á Patreksfjörð. Hún lést á Patreksfirði 29. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Sigurey Indriðadóttir, fædd 24. desember 1909, dáin 17.
MeiraKaupa minningabók
Hallsteinn Sverrisson fæddist á Ísafirði 7. desember 1941. Hann lést 19. ágúst 2021. Foreldrar hans voru hjónin Unnur S. Gísladóttir, fædd 23.3. 1911 á Skárastöðum í Miðfirði, Vestur-Húnavatnssýslu, dáin 10.12. 2003, og Sverrir S. Guðmundsson, fæddur...
MeiraKaupa minningabók
Ragnheiður Linda Kristjánsdóttir fæddist 22. júní 1954 í Lækjarhvammi á Skagaströnd. Hún varð bráðkvödd 26. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru Kristján Arinbjörn Hjartarson frá Vík, f. 1928, d. 2003, og Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 1930, d.
MeiraKaupa minningabók
Sæmundur Knútsson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1954. Hann lést á Landspítalanum 29. ágúst 2021. Foreldrar Sæmundar voru Anna Þóra Þorláksdóttir bókasafnsfræðingur, f. 5. júní 1931, d. 22. janúar 2017 og Knútur Björnsson lýtalæknir, f. 1. maí 1930, d....
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Kvikmyndatökum sænska ferðavörufyrirtækisins Thule á Íslandi lauk fyrr í vikunni en fyrirtækið, sem selur vörur í 136 löndum á alþjóðavísu, var hér við tökur frá 27. júlí.
Meira
Nú þegar haustar fer fólk í flokkum að safna að sér gjöfum jarðar, berjum, sveppum, blóðbergi og fleiru. Kúmen er aldin sem vert er að tína í poka og nýta yfir vetur í seyði eða sem krydd.
Meira
Rússinn Anton Demchenko og Þjóðverjinn Vincent Keymer urðu jafnir og efstir á vel heppnuðu Reykjavíkurskákmóti/Evrópumóti einstaklinga sem lauk á Hotel Natura um síðustu helgi.
Meira
30 ára Díana fæddist í Stykkishólmi og ólst upp í Grundarfirði þar til hún var tíu ára og flutti þá á Akranes þar sem hún býr enn. Eftir grunnskólann fór hún í Fjölbrautaskólann á Akranesi en færði sig síðan yfir til MH og lauk þar stúdentsprófi.
Meira
Hilmar Pétursson fæddist 13. september 1926 í gamla torfbænum á Ingveldarstöðum í Skarðshreppi í Skagafirði, sonur hjónanna Péturs Lárussonar bónda og Sigríðar Bjargar Sveinsdóttur.
Meira
Árið 2001 tók hópur tónlistarfólks sig saman og tók upp lag í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana 11. september sama ár, lagið What More Can I Give.
Meira
„Kraftaverk að enginn hafi verið undir“ sagði í fyrirsögn – en í fréttinni (um skriðu) brá strax til hins betra: orðið undir. Að verða undir e-u þýðir að fá það ofan á sig , lenda undir því .
Meira
AKUREYRARKIRKJA | Upphaf vetrarstarfsins. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.
Meira
Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Léttur blær sér lyftir hér. Löðrungur er veittur þér. Heyskapur þá hafinn er. Hraður nú í brjósti mér. Þá er það lausnin frá Hörpu á Hjarðarfelli: Sláttur er vægur vindur. Á vanga slátt fékk hann.
Meira
Dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða dómarar á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar á næsta ári.
Meira
Selfoss mætir tékkneska liðinu Koprivnice í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik en báðir leikirnir munu fara fram í Tékklandi. Leikirnir fara fram dagana 18.-19. september en Selfyssingar halda utan til Tékklands í næstu viku.
Meira
Meistaradeildin Kristján Jónsson Gunnar Egill Daníelsson Árangri kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu fylgir fjárhagslegur ávinningur. Liðið er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa farið í gegnum tvær umferðir í keppninni.
Meira
Ég fylgdist með Daníel Þór Ingasyni í hluta leiksins gegn Kiel í fyrstu umferð þýsku bundesligunnar í handknattleik í vikunni. Daníel lék þá fyrsta leik sinn í efstu deild í Þýskalandi en hann fór til Balingen í sumar.
Meira
FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valskonur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum með látum þegar liðið fékk Selfoss í heimsókn í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Origo-völlinn á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar í gær.
Meira
Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi skoraði þrennu og varð um leið markahæsti landsliðsmaðurinn í sögu Suður-Ameríku þegar Argentína vann Bólivíu 3-0 í undankeppni HM í Buenos Aires í Argentínu í gærnótt. Í leiknum skoraði Messi 77., 78. og 79.
Meira
Valur mætir FH í Origo-höllinni á Hlíðarenda í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, á mánudaginn kemur en Valsmenn unnu öruggan sjö marka sigur gegn Víkingi í sextán liða úrslitum keppninnar í Víkinni í gær.
Meira
Valur mætir FH í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, á Hlíðarenda en Valsmenn unnu öruggan sjö marka sigur gegn Víkingi í sextán liða úrslitum keppninnar í Víkinni í gær.
Meira
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Akureyrar eða KA, hefur ekki leitt hugann að því að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun.
Meira
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Stuttgart í Þýskalandi, verður frá í tvo mánuði hið minnsta eftir að hafa fingurbrotnað. „Ég meiddist á æfingu fyrir tveimur dögum.
Meira
Hvað er á döfinni hjá leikhópnum Kanarí? Við frumsýnum sýninguna Kanarí í Kjallaranum 18. september. Þetta er „live“ sketsasýning, 31 skets með 64 karakterum, leiknir af fjórum leikurum. Hvaða mál takið þið fyrir?
Meira
Líkamsræktarstöðvarnar fara yfirleitt á fullt á haustin en sennilega aldrei eins og nú eftir tíðar lokanir síðasta eina og hálfa árið. Linda Hilmarsdóttir hjá Hress Heilsurækt er himinlifandi yfir því að sjá aftur fólk streyma í ræktina. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
„Realpólitíkin gengur út frá því að óhætt sé að brjóta nokkur egg til að búa til eggjaköku. En hvers vegna eru brotnu eggin alltaf konur eða minnihlutahópar?
Meira
Tuttugu ár eru um helgina liðin frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á Bandaríkin og heimsbyggðin fylgdist agndofa með í beinni útsendingu í sjónvarpi.
Meira
Það var fyrir einhverja slembilukku, ekki alls fyrir löngu, að ég hnaut um bandaríska rithöfundinn William Gay (1941-2012) og fór í framhaldinu að lesa verk hans, fyrst af forvitni en fljótlega af áhuga, ef ekki áfergju.
Meira
Einelti Sænska málmsöngkonan Anette Olzon, sem í eina tíð var í finnska bandinu Nightwish, viðurkennir í samtali við finnska tímaritið Tuonela að sér líði stundum eins og hún sé aftur komin í barnaskóla þegar hún fer inn á samfélagsmiðla.
Meira
Óli Björn Pétursson varð fyrir grófu kynferðisofbeldi, auk andlegs og líkamlegs ofbeldis, af hálfu kynferðisglæpamannsins sem oftast gengur undir nafninu Siggi hakkari.
Meira
Láttu þá sjá, ný íslensk heimildarmynd um lífshlaup Jónasar Kristjánssonar, læknis og stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands og Heilsuhælisins í Hveragerði, verður sýnd á RÚV í kvöld. Jónas þótti langt á undan sinni samtíð þegar kom að heilsurækt og heilsuvernd. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Meira
Ný könnun MMR sýndi að fylgi flokka haggaðist lítið þótt hiti færi að færast í kosningabaráttuna. Samkvæmt henni fengju stjórnarflokkarnir 33 þingsæti og meirihluta. Kosið er 25. september .
Meira
Ólán Amy Lee, söngkona rokkbandsins Evanescence, varð fyrir því óláni á dögunum að snúa sig illa á ökkla meðan hún var á heilsubótargöngu úti í náttúrunni nærri heimili sínu í Nashville. Í samtali við bandarísku útvarpsstöðina 102.
Meira
Minnismerki þetta á Egilsstöðum, Silfurstökkið , er um afrek Vilhjálms Einarssonar (1934-2019). Hann var fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956 og náði þar silfurverðlaununum fyrir árangur sinn í þrístökki.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 12.
Meira
Velmegun Bandaríska leikkonan Angela Bassett, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í dramaþáttunum 9-1-1 sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans, játar því hvorki né neitar að hún sé hæstlaunaða hörundsdökka leikkonan í sjónvarpssögunni en sjónvarpsþátturinn...
Meira
Er þá komið að máli málanna. Hvernig skyldu framboðin til Alþingis ætla að svara spurningu Samtaka áhugafólks um spilafíkn? Styðja þau lokun spilakassa eða gera þau það ekki? Já eða nei.
Meira
Glæpir Þeir hjá Showtime í Bandaríkjunum eru duglegir að framleiða frumlega þætti, þar á meðal glæpaþætti. American Rust nefnist sá nýjasti, sem frumsýndur verður vestra um helgina.
Meira
Slayer henti atómsprengju inn í málmheima með þriðju breiðskífu sinni, Reign In Blood, árið 1986 en hún er af mörgum talin ein allra besta málmplata sögunnar.
Meira
Heilbrigðisstarfsmaður að nafni Teva Martinson starfar á spítala í Grantsville í Bandaríkjunum og segja má að hann nýti pásurnar sínar í vinnunni vel.
Meira
11. september 2001, daginn sem hryðjuverkamenn réðust á Bandaríkin, sendi málmbandið Slayer frá sér plötuna God Hates Us All, þar sem m.a. var ort um trú, morð, hefnd og sjálfsaga. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.