Helgi Tómasson, prófessor í hagrannsóknum og tölfræði við Háskóla Íslands, skrifaði athyglisverða grein um tölfræði og skýrslur IPCC í Morgunblaðið í liðinni viku. IPCC er samstarfsvettvangur SÞ um loftslagsmál og skýrslum hópsins er gjarnan tekið sem stóra sannleik um þau mál, einkum samantektinni sem kynnt er almenningi. Skýrslurnar sjálfar eru svo miklar að umfangi að fáir lesa þær. Jafnvel vísindamennirnir fjölmörgu sem að skýrslunum koma lesa eflaust ekki nema lítinn hluta þeirra, þann litla hluta sem hver og einn kemur að.
Meira