Greinar miðvikudaginn 3. nóvember 2021

Fréttir

3. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

20 létust í árás á hersjúkrahús

Tuttugu létu lífið og minnst 50 eru í sárum eftir skot- og sprengjuárás á Sardar Daud Khan-hersjúkrahúsið í afgönsku höfuðborginni Kabúl í gær. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

6 til 10 Ísland vaknar Kristín Sif, Jón Axel og Yngvi Eysteins vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Kristín Sif, Jón Axel og Yngvi Eysteins vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 10 til 14 Þór Bæring Skemmtileg tónlist og létt spjall yfir daginn með Þór. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 604 orð | 2 myndir

Alltaf nýjar upplýsingar um dýpið

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Innsiglingin til Landeyjahafnar er mæld mörgum sinnum á dag með fjölgeisla dýptarmæli sem er um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Þegar siglt er hafa skipstjórarnir ávallt nýjar upplýsingar um dýpi og sömuleiðis starfsmenn Vegagerðarinnar sem geta brugðist við sandburði með því að ræsa út dýpkunarskip. Meira
3. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

„Þurfum meira – miklu meira“

„Við þurfum að láta orkuskiptin ná til skipa og flugvéla,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún ávarpaði samkomuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í gær, „við þurfum að gera betur í náttúrulegum... Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 552 orð | 4 myndir

Borgin gerir ráð fyrir hallarekstri til 2023

Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Reykjavíkurborg lagði í gær fram fjárhagsáætlun auk fimm ára áætlunar til ársins 2026. Í henni er gert ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri A-hluta borgarsjóðs til ársins 2022. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir rekstrarkostnaðinn vera óeðlilega háan og spáir því að skuldir borgarinnar fari upp í hálfa billjón króna. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 1252 orð | 3 myndir

Eflingarmál hafa áhrif á alla launþegahreyfinguna

Guðni Einarsson Freyr Bjarnason Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) var haldinn í Reykjavík í gær. Hann samþykkti ályktun sem snerist að mestu um kjaramál. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Eva Þyri og Helgi Heiðar flytja sónötur eftir Beethoven í Salnum

Tvær píanósónötur Beethovens verða fluttar í Salnum í Kópavogi í kvöld á tónleikum sem hefjast kl. 19.30. Viðburðurinn er í tónleikaröðinni „Beethoven í 250 ár“ en þar flytur hópur píanóleikara ólíkar sónötur tónskáldsins. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Geislar sólar með stefnu á steinskipið

Geislar sólar sem var að hníga til viðar á bak við Reynisdranga í Mýrdal náðu upp á Fagradalsheiði og að bátslaga steininum sem þar fannst fyrr á þessu ári. Steinninn er úr blágrýti og hefur skál verið höggvin í hann. Steinhöggið er talið gamalt. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Hveitið notað í svínafóður og matvæli

Kornbændur landsins eru að ljúka þreskingu um þessar mundir. Bændurnir í Laxárdal hófu að þreskja hveiti um helgina, til að nýta þurrkinn, og eru að ljúka uppskerustörfum í dag með því að þreskja nepju. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Hvetja til sunds og dáða

Landsátak í sundi, Syndum, fór af stað 1. nóvember og stendur til 28. nóvember. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), í samstarfi við Sundsamband Íslands, stendur fyrir átakinu. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Kirkjan hyggst miðla sögum um misrétti á nýju ári

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Áætlað er að tólf frásögnum um misrétti gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar verði miðlað á næsta ári. Þetta sagði Agnes M. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 491 orð | 2 myndir

Laða að sér fræga menn

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lífið gengur sinn vanagang hjá Senjórítunum, kór eldri kvenna í Reykjavík. Á nýliðnum vikum hafa þær æft stíft undir stjórn Ágotu Jóo frá Ungverjalandi fyrir hausttónleikana, sem verða í Langholtskirkju næstkomandi laugardag, 6. nóvember. „Bubbi Mortens ætlar að syngja með okkur og lögin hans þarf að æfa vel, því þau eru erfið,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, formaður kórsins. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Lítill áhugi prófasta á „Skírnarskógi“

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Næsta lítið hefur orðið úr áformum þjóðkirkjunnar um að planta trjám fyrir öll börn skírð hér á landi vegna dræmra undirtekta prófasta. Þetta kemur fram í svari Agnesar M. Sigurðardóttur biskups við fyrirspurn frá... Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Mál og menning aftur á Laugaveg

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég get ekki neitað því að fyrir mig sem stjórnarformann í bæði Máli og menningu og Forlaginu er mikið gleðiefni að byrja aftur bóksölu á þessum stað,“ segir Halldór Guðmundsson bókaútgefandi. Meira
3. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 439 orð | 3 myndir

Meiri áhersla á varnar- og öryggismál

Kaupmannahöfn Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þing Norðurlandaráðs var sett í gær í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn, en þetta er í 73. sinn sem þingið er haldið. Þingið er nú haldið með hefðbundnum hætti í fyrsta sinn í eitt og hálft ár, þar sem heimsfaraldurinn kom í veg fyrir að þingið í fyrra gæti farið fram heima á Íslandi, en þess í stað voru haldnir fjarfundir. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 246 orð | 2 myndir

Mikið verðmæti loðnuafurða í ár

Á fyrstu níu mánuðum ársins var útflutningsverðmæti loðnuafurða tæplega 21 milljarður króna. Þar af nemur útflutningsverðmæti hrogna 12,3 milljörðum og hefur aldrei verið meira. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Ómar Óskarsson

Laugardalur Skógarþröstur tyllir sér á grindverk í Laugardalnum og virðir fyrir sér umhverfið vökulum augum. Litadýrðin í dalnum er mikil á þessum... Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 77 orð

Prófastar áhugalitlir um Skírnarskóg

Lítið hefur orðið úr áformum þjóðkirkjunnar um að planta trjám fyrir öll börn skírð hér á landi, vegna dræmra undirtekta prófasta. Þetta kemur fram í svari Agnesar M. Sigurðardóttur biskups við fyrirspurn um málið á kirkjuþingi. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 250 orð

Sex ábendingar varðandi stigamat

„Stigamat getur almennt ekki eitt og sér falið í sér endanlega niðurstöðu eða tæmandi forsendur fyrir því hver teljist hæfastur til að gegna tilteknu starfi,“ segir í nýju áliti umboðsmanns Alþingis í kjölfar frumkvæðisathugunar hans á... Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Stór verkefni fyrir höndum

Hluti verkalýðshreyfingarinnar fundaði í gær á vettvangi Starfsgreinasambandsins í skugga mikilla væringa innan Eflingar, næststærsta verkalýðsfélags landsins. Meira
3. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Strýkur viðskiptavinum andhæris

Ekki eru allir viðskiptavinir norska fjarskiptafyrirtækisins Telia á eitt sáttir eftir að þeim barst bréf í vikunni þar sem tilkynnt var um 30 króna (462 ISK) hækkun allra netáskriftarleiða án þess að þar kæmi aukinn nethraði eða önnur gæði á móti. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Verðlaunin mikill heiður og klapp á herðarnar

Söngkonan Eivör Pálsdóttir varð í gær fyrsti Færeyingurinn til að vinna tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 439 orð | 2 myndir

Þjóðernishyggja rík í íslensku flokkunum

Dagmál Andrés Magnússon andres@mbl.is Popúlísk þjóðernishyggja er undirliggjandi þráður í stjórnmálasögu Vesturlanda, sem iðulega hefur mikil áhrif á hefðbundna stjórnmálaflokka. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Þrjú skip í áætlun til Þorlákshafnar

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Smyril Line er að bæta við þriðja flutningaskipinu til vikulegra áætlunarsiglinga milli Þorlákshafnar og hafna á meginlandi Evrópu. Vöruflutningaferjan M/V Akranes bætist í hópinn með Mykinesi og Mistral. Meira
3. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Þúsundir farið til Búdapest

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tannlæknastofur í Búdapest eru farnar að keppast um viðskiptavini frá Íslandi en þær hafa frá árinu 2016 þjónustað á sjötta þúsund Íslendinga hið minnsta. Meira

Ritstjórnargreinar

3. nóvember 2021 | Staksteinar | 173 orð | 1 mynd

Bragð er þegar barnið finnur

Þegar Greta litla var um fermingu töldu leiðtogar heims sig slá sér upp með löngum fundum með henni um ógnir ofhitunar. En nú segir svo í nýjustu fréttum: Meira
3. nóvember 2021 | Leiðarar | 425 orð

Grátleg uppákoma

Þrjátíu þúsund ráðstefnuljón höfð að fíflum Meira
3. nóvember 2021 | Leiðarar | 257 orð

Lokað vegna framkvæmda

Það er makalaust hvernig lokanir vegna framkvæmda í höfuðborginni dragast ítrekað úr hömlu Meira

Menning

3. nóvember 2021 | Fjölmiðlar | 215 orð | 1 mynd

Ert þú herra Darcy?

Á ferðum mínum um stefnumótamarkaðinn hef ég komist að því að ég virðist oftar en ekki heillast af mönnum sem eru fullir sjálfstrausts en þykja kannski heldur góðir með sig, hrokafullir jafnvel. Meira
3. nóvember 2021 | Kvikmyndir | 717 orð | 3 myndir

Falleg kvikmynd með jólaboðskap

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Birta , nýjasta kvikmynd leikstjórans Braga Þórs Hinrikssonar, verður frumsýnd hér á landi á morgun og verður hún jafnframt lokamynd Barnakvikmyndahátíðar Bíós Paradísar í ár. Meira
3. nóvember 2021 | Bókmenntir | 372 orð | 3 myndir

Forboðinn ávöxtur

Eftir Kristínu Ómarsdóttur. Benedikt, 2021. Innbundin, 198 bls. Meira
3. nóvember 2021 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Hallveig syngur á hádegistónleikum

Sópransöngkonan kunna Hallveig Rúnarsdóttir kemur fram á hádegistónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag, miðvikudag, og hefjast þeir kl. 12.15. Með Hallveigu leikur Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Meira
3. nóvember 2021 | Bókmenntir | 412 orð | 3 myndir

Sál eða „kámugt óefni“

Eftir Tómas Ævar Ólafsson. Una útgáfuhús, 2021. Kilja, 75 bls. Meira
3. nóvember 2021 | Tónlist | 122 orð | 1 mynd

Wo! Tríó leikur tónlist Stevies Wonder

Wo! Tríó treður upp í Jazzklúbbnum Múlanum á Björtuloftum Hörpu í kvöld, miðvikudag, og hefjast leikar klukkan 20. Meira

Umræðan

3. nóvember 2021 | Aðsent efni | 362 orð | 1 mynd

Eru aukaverk presta tímaskekkja?

Eftir Steindór Haraldsson: "Með þessari tillögu vonuðust flutningsmenn eftir að umræða gæti hafist við presta, með hvaða hætti mætti komast frá þessu fyrirkomulagi." Meira
3. nóvember 2021 | Pistlar | 435 orð | 1 mynd

Fótfestulaus loftmenni

Áhugamönnum um manngert loftslag er nú stefnt til Glasgow á ráðstefnu (COP26), þar sem skrásetja skal markmið heimsleiðtoga og klappa fyrir þeim. Meira
3. nóvember 2021 | Aðsent efni | 869 orð | 2 myndir

Grunnskólinn er hornsteinn samkeppnishæfni þjóða

Eftir Óla Björn Kárason: "Okkur Íslendingum gengur yfirleitt illa að innleiða með skipulegum hætti samkeppni um þjónustu sem við stöndum sameiginlega undir." Meira
3. nóvember 2021 | Velvakandi | 158 orð | 1 mynd

Hrekkjavaka á ekki erindi við börn

Ég veit að í lok október var gefið frí í skólum á höfuðborgarsvæðinu svo foreldrar gætu farið með börnin til einhverra þeirra landa þar sem Covid er algengara en hér. Meira
3. nóvember 2021 | Aðsent efni | 423 orð | 1 mynd

Í kjölfar kirkjuþings

Eftir Ninnu Sif Svavarsdóttur: "Prestar vinna miklu fleiri tíma að jafnaði á viku. Það gera þeir á öllum tímum sólarhrings, alla daga vikunnar árið um kring." Meira
3. nóvember 2021 | Aðsent efni | 390 orð | 2 myndir

Rafmagn, bílar og umhverfið

Eftir Friðrik Pálsson: "...það er ekki eftir neinu að bíða." Meira

Minningargreinar

3. nóvember 2021 | Minningargreinar | 348 orð | 1 mynd

Anna Þórdís Olgeirsdóttir

Anna Þórdís Olgeirsdóttir fæddist 19. september 1956 á Skógarströnd. Hún lést þann 19. október 2021 á dvalarheimilinu Höfða. Foreldrar hennar eru Arndís Daðadóttir, fædd 1925, og Olgeir Þorsteinsson, fæddur 1917. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2021 | Minningargreinar | 3161 orð | 2 myndir

Birna Sesselja Frímannsdóttir

Birna Sesselja Frímannsdóttir fæddist 4. janúar 1931 á Akranesi. Hún lést 23. október 2021 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Málfríður Björnsdóttir kennari, f. 29. sept. 1893, d. 29. ágúst 1977, og Frímann Jónasson skólastjóri, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1532 orð | 1 mynd

Gunnlaugur Stefán Gíslason

Gunnlaugur Stefán Gíslason fæddist í Hafnarfirði 28. júlí 1944. Hann lést á Landspítalanum 19. október 2021. Foreldrar hans voru Vigdís Klara Stefánsdóttir frá Fitjum í Skorradal, f. 1909, d. 1999, og Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði, f. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2021 | Minningargreinar | 247 orð | 1 mynd

Hafsteinn Heiðar Kristinsson

Hafsteinn Heiðar Kristinsson fæddist 20. desember 1957. Hann varð bráðkvaddur 15. október 2021. Jarðsungið var 23. október 2021. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2021 | Minningargreinar | 246 orð | 1 mynd

Heiða Jóhannsdóttir

Heiða Jóhannsdóttir fæddist 9. apríl 1972. Hún lést 18. október 2021. Útför Heiðu fór fram 1. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1271 orð | 1 mynd

Hulda Guðný Finnbogadóttir

Hulda Guðný Finnbogadóttir fæddist 14. október 1970 á fæðingarheimili Reykjavíkur. Hún lést 25. ágúst 2021 í Asker í Noregi. Foreldrar Huldu Guðnýjar eru Kolbrún Sigfúsdóttir skrifstofumaður, f. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1228 orð | 1 mynd

Lilly Alvilda Samúelsdóttir

Lilly Alvilda Samúelsdóttir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1932. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum 10. október 2021. Foreldrar Lillyar voru Aletta Sofia Jóhannsson húsmóðir og Samúel Jóhannsson prentari. Systkini Lillyar voru Karl Jóhann,... Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

3. nóvember 2021 | Fastir þættir | 175 orð | 1 mynd

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. f4 dxe5 5. fxe5 c5 6. Rf3 cxd4 7. Dxd4...

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. f4 dxe5 5. fxe5 c5 6. Rf3 cxd4 7. Dxd4 Rc6 8. De4 g6 9. Bc4 Rb6 10. Bb5 Bg7 11. Rd4 0-0 12. Rxc6 bxc6 13. Bxc6 Bf5 14. De2 Hc8 15. Be4 Bxe4 16. Dxe4 Hc4 17. De2 Dc7 18. c3 Bxe5 19. Bh6 Hd8 20. Rd2 Hh4 21. Be3 Rd5 22. Meira
3. nóvember 2021 | Í dag | 90 orð | 1 mynd

ADHD er ofurkraftur

„Ég fann alltaf fyrir því að það var eitthvað öðruvísi við mig. Ég var svolítið sein að fatta hluti. Ég átti erfitt með að einbeita mér. Meira
3. nóvember 2021 | Í dag | 238 orð

Af limrum, elli og raunum Hassans

Sigurlín Hermannsdóttir kastar fram sannkallaðri heimsfaraldurslimru: Sigfinnur hrósaði happi er hann týndi frúnni á vappi; upp rifjaði í skyndi að Ráðhildi fyndi með rakningar- frábæru appi. Meira
3. nóvember 2021 | Fastir þættir | 169 orð

Afrugl. S-Allir Norður &spade;KG9 &heart;KD106 ⋄D103 &klubs;952...

Afrugl. S-Allir Norður &spade;KG9 &heart;KD106 ⋄D103 &klubs;952 Vestur Austur &spade;762 &spade;54 &heart;G94 &heart;Á853 ⋄G754 ⋄9862 &klubs;Á103 &klubs;KG7 Suður &spade;ÁDG103 &heart;72 ⋄ÁK &klubs;D864 Suður spilar 4&spade;. Meira
3. nóvember 2021 | Árnað heilla | 141 orð | 1 mynd

Halldóra Anna Hagalín

40 ára Halldóra Anna Hagalín er fædd á Akureyri, uppalin í Kópavogi en býr í Vogahverfi í Reykjavík. Hún er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og er markaðsstjóri hjá Heklu hf. Meira
3. nóvember 2021 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Kópavogur Matthías Darri Stefánsson fæddist 10. febrúar 2021 kl. 23.57...

Kópavogur Matthías Darri Stefánsson fæddist 10. febrúar 2021 kl. 23.57. Hann vó 2.252 g og var 45 cm langur. Foreldrar hans eru Stefán Ernir Valmundarson og Ragnheiður Emilía... Meira
3. nóvember 2021 | Árnað heilla | 733 orð | 4 myndir

Lifir og hrærist innan um dýr

Margrét Dögg Halldórsdóttir er fædd 3. nóvember 1971 á Landspítalanum, ólst upp til tíu ára aldurs í Hafnarfirði en flutti svo í Espigerði í Reykjavík. Margrét var í sveit á sumrin hjá frændfólki í Kvíarholti í Holtum. Meira
3. nóvember 2021 | Í dag | 64 orð

Málið

Að heykjast er að kikna , hörfa , guggna og sést oft í sambandinu að heykjast á e-u : missa móðinn , láta bugast, gefast upp . „Ég heyktist á því að reyna við jójó-lágmarkið fyrir ólympíuleikana. Meira
3. nóvember 2021 | Í dag | 36 orð | 3 myndir

Popúlísk þjóðernishyggja í hálfa öld

Popúlisma af öllu tagi hefur vaxið fiskur um hrygg, ekki síst af þeirri gerð, þar sem þjóðernishyggja kemur við sögu. Eiríkur Bergmann hefur ritað bókina Þjóðarávarpið um þá þróun og hana ræðir Andrés Magnússon við... Meira

Íþróttir

3. nóvember 2021 | Íþróttir | 428 orð | 3 myndir

* Antonio Conte hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska...

* Antonio Conte hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham. Ítalski stjórinn skrifaði undir átján mánaða samning við félagið sem gildir út tímabilið 2023 með möguleika á framlengingu. Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Besti tími ársins í Kazan

Steingerður Hauksdóttir synti á tímanum 25,94 sekúndum í 50 m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hófst í Kazan í Rússlandi í gærmorgun. Þetta var besti tími Steingerðar í greininni á árinu en hún hafnaði í 40. sæti. Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 15 orð | 1 mynd

Danmörk Ajax – Ringköbing 30:21 • Elín Jóna Þorsteinsdóttir...

Danmörk Ajax – Ringköbing 30:21 • Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 5 skot í marki... Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

Emil vakandi og líðan góð

Emil Pálsson, leikmaður norska knattspyrnufélagsins Sogndal, er vakandi og er líðan hans góð eftir atvikum. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í gær. „Emil er vakandi og líður vel miðað við aðstæður. Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Fór mikinn í Finnlandi

Íslendingar voru atkvæðamiklir á opna finnska mótinu í júdó sem fram fór í Turku í Finnlandi um nýliðna helgi. Alls unnu Íslendingarnir til ferna silfurverðlauna og tólf bronsverðlauna. Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Origo-höllin: Valur...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Origo-höllin: Valur – Fjölnir 18.30 Grindavík: Grindavík – Skallagrímur 19.15 Ljónagryfjan: Njarðvík – Keflavík 20. Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Líklega með slitið krossband

Knattspyrnumaðurinn Pétur Theódór Árnason er að öllum líkindum með slitið krossband. Þetta staðfesti hann í samtali við fótbolta.net í gær. Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Bayern München – Benfica 5:2 Dynamo...

Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Bayern München – Benfica 5:2 Dynamo Kiev – Barcelona 0:1 Staðan: Bayern München 440017:212 Barcelona 42022:66 Benfica 41125:94 Dynamo Kiev 40130:71 F-RIÐILL: Atalanta – Manchester United 2:2 Villarreal... Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

NBA-deildin Charlotte – Cleveland 110:113 Indiana – San...

NBA-deildin Charlotte – Cleveland 110:113 Indiana – San Antonio 131:118 Philadelphia – Portland 113:103 Atlanta – Washington 118:111 Boston – Chicago 114:128 New York – Toronto 104:113 Memphis – Denver 106:97... Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Risarnir mætast í fjórðungsúrslitum

Bikarmeistarar Njarðvíkur í karlaflokki fá Val í heimsókn í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, en dregið var í fjórðungsúrslitin á Grand Hótel í hádeginu í gær. Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 504 orð | 2 myndir

Ronaldo bjargvættur Man. United enn á ný

Meistaradeildin Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Enska knattspyrnufélagið Manchester United þurfti enn á ný að treysta á snilli portúgölsku stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo þegar liðið heimsótti ítalska liðið Atalanta í 4. Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Ronaldo hetja Man United í jafntefli – Bayern og Juventus í 16-liða úrslit

Cristiano Ronaldo var hetja Manchester United þegar hann jafnaði metin í tvígang í 2:2 jafntefli gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 646 orð | 2 myndir

Telur væntingar annarra ekki meiri en hans eigin

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Magdeburg gengur allt í haginn á þessu keppnistímabili í þýska handknattleiknum eins og af og til hefur komið fram hér í blaðinu. Liðið hefur unnið fyrstu leikina í þýsku bundesligunni og hefur eins stigs forskot á Füchse Berlín. Magdeburg undirstrikaði styrk sinn á dögunum með því að vinna Kiel á útivelli en með liðinu leika landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Meira
3. nóvember 2021 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Þarf tíma til að jafna sig

Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson, leikmaður pólska liðsins Kielce og íslenska landsliðsins, er meiddur á ökkla og getur því ekki æft með landsliðinu sem er við æfingar hér á landi um þessar mundir. Meira

Viðskiptablað

3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 244 orð | 1 mynd

400 milljarða innlánaaukning

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Innlán hafa aukist gríðarlega í bankakerfinu í faraldrinum, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 245 orð | 1 mynd

Álverð lækkar með lækkandi orkuverði

Áliðnaður Álverð hefur lækkað um tæplega 500 bandaríkjadali á tonnið eftir að það fór í tæplega 3.200 dali í kauphöllinni með málma í London (LME) fyrir hálfum mánuði. Verðið er nú um 2.700 dalir og er eftir sem áður hátt í sögulegu samhengi. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 682 orð | 1 mynd

Gagnagíslataka og ábyrgð stjórnenda

Störf stjórnenda og viðeigandi ábyrgð þeirra verða hverju sinni að taka tillit til þess síbreytilega umhverfis sem félög starfa í. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 570 orð | 3 myndir

Léttir skuldabyrði ríkissjóðs

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Björgvin Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála ríkisins, segir óverðtryggðar skuldir hagkvæmari fyrir ríkissjóð ef verðbólga hækkar óvænt, líkt og nú. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 1563 orð | 1 mynd

Makindalíf við hafnarbakkann

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Playa del Carmen ai@mbl.is Sú teppa sem myndast hefur í mikilvægustu gámahöfnum Bandaríkjanna skýrist ekki síst af því að voldug stéttarfélög hafa komið í veg fyrir tæknivæðingu hafnanna. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 818 orð | 1 mynd

Með ströngustu kröfum í Evrópu

Eydís Rós er með marga bolta á lofti. Nýlega settist hún í stjórn FKA og sinnir félagsstörfunum samhliða því að reka Vélsmiðju Ingvars Guðna og Kjúklingabúið Vor með manni sínum Ingvari Guðna Ingimundarsyni. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 676 orð | 2 myndir

Mikið púsluspil fram undan í Keflavík

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Miklar framkvæmdir standa yfir á Keflavíkurflugvelli þessi misserin. Afar flókið uppbyggingarverkefni er í farvatninu sem tengist móttöku og afhendingu farangurs þeirra sem um völlinn fara. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 190 orð | 2 myndir

Munu bjóða Íslendingum liðskiptaaðgerðir

Tannlæknastofan Kreativ Dental í Búdapest mun bjóða Íslendingum upp á skurðaðgerðir á nýrri og fullbúinni skurðstofu. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 369 orð | 3 myndir

Mögnuð kirkja þar sem vínið er allt um lykjandi

Höfuðborg Champagne-héraðs í Frakklandi er Reims. Í hjarta hennar stendur gríðarmikil dómkirkja, Notre-Dame de Reims sem stundum er sögð smættuð útgáfa af nöfnu sinni í París. Sú lýsing er þó villandi enda mannvirkið annað en smátt eða lítilmótlegt. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

Norðurál Helguvík gjaldþrota

Bú Norðuráls Helguvíkur ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úr-skurði Héraðsdóms Reykjaness síðastliðinn fimmtudag, en félagið var í eigu Norðuráls. Fyrirtækið átti að sjá um rekstur álvers í Helguvík en ekkert hefur orðið af honum. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 257 orð

Orkulega ánægjulegt

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrir sex árum tók ég að fjalla um rafbílavæðinguna og fannst hlutirnir gerast heldur hægt. Ég hafði „kristnast“ við kaup á fyrstu kynslóð af Nissan Leaf og nú hef ég ekið fáknum ríflega 80 þúsund kílómetra. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 287 orð

Óheppilegur tvískinnungur

Fyrir skemmstu var tilkynnt að samkvæmt Mercer-lífeyrisvísitölunni væri íslenska lífeyrissjóðakerfið það sterkasta í heiminum. Er vísitalan reiknuð út frá nægjanleika, sjálfbærni og trausti. Meira
3. nóvember 2021 | Viðskiptablað | 305 orð | 2 myndir

Sotheby's selur glæsihús á Íslandi

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Öldugata 16 er nú boðin til sölu fyrir ríflega hálfan milljarð íslenskra króna. Vonast er eftir alþjóðlegum kaupendum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.