Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Boris Johnson, hinn litríki forsætisráðherra Bretlands, er í meiri vanda nú en nokkru sinni. Hann hefur ekki skort erfið viðfangsefni, en Boris tók við embætti sumarið 2019 eftir að Theresa May hafði hrökklast frá völdum, gagngert til þess að koma Brexit, úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, í gegn. Það hefur raunar tekist stóráfallalaust, en hins vegar varð heimsfaraldurinn meginverkefnið, líkt og í flestum öðrum löndum. Þar hefur hins vegar gengið mjög upp og ofan.
Meira