Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fiskistofa hefur, með tilliti til fiskgengdar í Þjórsá, fyrir sitt leyti samþykkt byggingu Hvammsvirkjunar. Stofnunin, sem hefur stjórnsýslu lax- og silungsveiði með höndum, setur framkvæmdinni þó ýmis skilyrði. Í erindi þar sem jáyrði er rökstutt segir að bygging fiskgengs stiga í Þjórsá, upp fyrir stíflumannvirki við bæinn Minni-Núp, sé nauðsynleg mótvægisaðgerð. Mikilvæg búsvæði laxfiska séu ofan við fyrirhugaða stíflu og haga þurfi framkvæmdum samkvæmt því.
Meira