Mánuður er liðinn frá þingkosningunum í Danmörku og er enn rætt um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forustu Mette Frederiksen, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins. Svonefnd vinstri blokk undir forystu jafnaðarmanna hélt velli með minnsta mögulega meirihluta í kosningunum 1
Meira
„Á þriggja ára tímabili náum við 15 milljarða hagræðingu í rekstri borgarinnar. Eru þetta mestu hagræðingaraðgerðir í sögu borgarinnar frá hruni og löngu tímabær tiltekt inni í kerfinu,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Meira
Gert er ráð fyrir því að indónesíska þingið samþykki innan tíðar lög, sem banna kynlíf utan hjónabands. Brot við því banni varði allt að eins árs fangelsi. Verði lögin sett munu þau ná til bæði indónesískra ríkisborgara og erlendra borgara í landinu
Meira
Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins funduðu fram eftir kvöldi í gær og stóðu fundahöld enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld. Samflot iðn- og tæknimanna lauk fundi sínum með Samtökum atvinnulífsins síðdegis
Meira
„Árangur í lífinu byggist meðal annars á því að vera jafnan trúr sínu, sinna öllum verkum af áhuga og gleði. Ekki sakar heldur að vera ánægður með sitt þótt mikilvægast af þessu öllu sé að eiga góða fjölskyldu,“ segir Gunnsteinn Gíslason
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er með grófustu glæpum íslenska ríkisins gegn eigin þegnum sem við vitum um,“ segir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur um aðgerðir yfirvalda til að sporna við samskiptum íslenskra kvenna við hermenn í kjölfar hernámsins hér árið 1940. Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að rannsaka starfsemi vinnuhælisins á Kleppjárnsreykjum á árunum 1942-1943. Fjöldi þingmanna úr nokkrum flokkum flytur tillöguna en sambærileg tillaga hefur áður verið lögð fram án þess að hljóta brautargengi.
Meira
Þjóðskrá Íslands vinnur ekki að gerð manntals og getur eftir atvikum því ekki orðið til svara um endurskoðun á íbúafjölda landsins í kjölfar nýs manntals. „Tölur manntalsins eru byggðar á vinnu Hagstofunnar og getur Þjóðskrá því ekki gert grein…
Meira
Það hefur komið flatt upp á marga vegfarendur í miðbænum síðustu daga er fallegir tónar frá Hammond-orgeli hafa borist frá Tryggvagötunni um hádegisbil. Í ljós kemur að tónarnir koma frá i8 galleríi
Meira
„Við höfum áður fengið viðurkenningar fyrir okkar bjór en þessi verðlaun eru sérlega kærkomin og góð staðfesting á því að við bruggum góðan bjór. Það má segja að þetta sé jólagjöfin okkar í ár hér í brugghúsinu,“ segir Baldur Kárason, bruggmeistari…
Meira
Hringurinn heldur jólakaffi á morgun, sunnudag, á 1. hæð Hörpu og hefst það klukkan 13.30. Jólakaffið er einn af stærstu fjáröflunarliðum Hringsins sem gerir kleift að styðja vel við Barnaspítala Hringsins, vökudeildina, BUGL og aðrar deildir…
Meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti í gær. Var Jón fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á Carmen Jóhannsdóttur, þegar hún var gestkomandi á heimili…
Meira
Kylfingar hafa verið duglegir að bregða sér á Jaðarsvöll á Akureyri í einstakri veðurblíðu undanfarnar vikur. Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, segir að völlurinn hafi verið vel sóttur eftir að hann var opnaður að nýju eftir þriggja til fjögurra vikna hlé í haust
Meira
Vel hefur viðrað fyrir framkvæmdir utan húss í haust og það sem af er vetri. Víða hefur verið unnið við byggingar og jafnvel garða. Guðmundur Salómonsson, húsasmíðameistari á Húsavík, og Fanney Óskarsdóttir kona hans nýttu blíðuna til að þökuleggja…
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eugenía Nielsen var kjarnorkukona og lét mikið til sín taka á ýmsum sviðum mannlífs og menningar á Eyrarbakka, en lítið sem ekkert hefur verið um hana fjallað til þessa. Kristín Bragadóttir hefur heldur betur bætt úr því eins og viðamikil bók hennar, Bakkadrottningin Eugenía Nielsen, sem Ugla gefur út, er til vitnis um.
Meira
„Mér fannst nú frekar lítið af nýjum upplýsingum koma fram,“ segir Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær þar sem fulltrúar Bankasýslu ríkisins komu fyrir nefndina
Meira
Meðalhiti nóvembermánaðarins var sá hæsti sem mælst hefur í nóvember á landsvísu eða um 4,4 stig. Var hitinn um þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega hitamet nóvembermánaðar frá 1945. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar yfir tíðarfar í nóvember
Meira
Listaverk Ólafs Elíassonar í al-Zubarah-eyðimörkinni í Katar er vinsæll áfangastaður margra sem staddir eru í furstadæminu til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Listaverkið, sem nefnist Skuggar á ferð um haf dagsins og var sett upp…
Meira
Opinberar stofnanir sem hafa eftirlit með atvinnustarfsemi eða veita leyfi til hennar hafa gjarnan þann sið að taka sér þann tíma sem þeim hentar til afgreiðslu mála, jafnvel alveg óháð lögbundnum frestum. Þessar sömu stofnanir gefa fyrirtækjum svo iðulega mjög stuttan frest til svara, sem getur einnig komið sér mjög illa fyrir atvinnulífið.
Meira
„Við teljum þetta mjög óeðlilegan málsmeðferðartíma. Það tók þrjá og hálfan mánuð að afgreiða virkjanaleyfi fyrir tvær síðustu stórvirkjanir Landsvirkjunar. Við erum sammála því að vanda vinnubrögð en teljum að það hafi einnig verið gert við…
Meira
Sendiráð og ræðismannaskrifstofur Úkraínu víða í Evrópu fengu í gær senda „blóðuga pakka“ sem innihéldu augu dýra og sem vöktu almennan óhug. Pakkarnir voru gegnsósa af rauðum vökva sem minnti á blóð og voru sendir til Ungverjalands, Hollands, Póllands, Króatíu, Ítalíu og Austurríkis. Tveimur dögum áður hafði bréfasprengja verið send til úkraínska sendiráðsins í Madríd á Spáni.
Meira
Allur er varinn góður segja Rangæingar á faraldsfæti. Hjónin Anna Birna Þráinsdóttir og Sigurður Jakob Jónsson, sem búa í Varmahlíð undir Eyjafjöllum, fóru til tveggja vikna dvalar á Tenerife sl. fimmtudag og fengu Guðmund Viðarsson og Jóhönnu…
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hin nýja skrifstofubygging Alþingis, sem nú er að rísa við Tjarnargötu/Vonarstræti í Reykjavík, verður 155 fermetrum stærri en upphaflega var ákveðið. Húsið verður því alls 6.518 fermetrar að stærð. Upphafleg kostnaðaráætlun var 4,4 milljarðar króna en sú tala hefur eflaust hækkað talsvert.
Meira
Starfsleyfi fyrir skotíþróttavöll Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi er komið í auglýsingu. Lagt er til að það gildi til 31. október 2026. Jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa barst 19. október og jákvæð umsögn byggingarfulltrúa 24
Meira
Tafir á útgáfu virkjanaleyfis fyrir Hvammsvirkjun fresta öllu leyfisveitingaferlinu um ár. Landsvirkjun getur ekki sótt um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna fyrr en virkjanaleyfið er komið. Hörður Arnarson forstjóri segir að mögulegt hefði verið…
Meira
Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Farsímaáskriftum hefur fjölgað umtalsvert á þessu ári og var fjöldi þeirra meðal landsmanna kominn yfir hálfa milljón um mitt þetta ár eða rúmlega 510 þúsund áskriftir, sem er 4,9% fjölgun frá árinu á undan að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiskýrslu Fjarskiptastofu um íslenska fjarskiptamarkaðinn.
Meira
Skautasvellið við Ingólfstorg er orðið ómissandi viðkomustaður margra á aðventunni, ekki síst barnafjölskyldna. Svellið hefur nú staðið á torginu í viku og margur lagt leið sína að því. Ekki þarf að hafa áhyggjur þó að börnin kunni ekki að skauta…
Meira
„Þetta svo sem þokaðist ekki mikið hjá okkur. Það var enginn árangur af þessum viðræðum í dag,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Alþýðusambands Íslands og Rafiðnaðarsambandsins. Samflot iðn- og tæknimanna og Samtök atvinnulífsins luku…
Meira
„Það er yfirgengilegt að í sumum sveitarfélögum skuli ekki vera gerðar neinar breytingar á skattprósentu fasteignaskatta, þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á fasteignamati. Það þýðir tilsvarandi skattahækkanir fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Ólafur…
Meira
Þrjú tilboð bárust í rekstur Hríseyjarferjunnar fyrir árin 2023-2025, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni á fimmtudag. Lægsta tilboðið átti Eysteinn Þórir Yngvason, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags, 296,6 milljónir króna
Meira
En þeir hafa verið að safna sjóðum í hundrað og fimmtíu ár. Kínverjar byrjuðu ekki að safna fyrr en 15 árum eftir að Richard M. Nixon stakk lyklum í rammlæsta kínverska útidyrahurð og sneri þeim.
Meira
Opið hús verður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag, laugardag, frá kl. 14 til 18. Í ár hefur Aðalheiður Eysteinsdóttir, eigandi hússins, fagnað 10 ára menningarstarfi í húsinu og gaf hún út bók af því tilefni
Meira
Kammersveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Norðurljósum í Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Þema tónleikanna er barokk í norðri og á efnisskrá verða verk sem öll tengjast norðurhluta Evrópu og eru eftir tónskáld sem áttu ættir að…
Meira
Slétt vika er nú í að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EFA) verði afhent í Hörpu en afhendingin er árlegur stórviðburður í evrópsku menningarlífi. Afhenda átti verðlaunin hér á landi fyrir tveimur árum en vegna heimsfaraldurs var viðburðurinn blásinn…
Meira
Selkórinn heldur jólatónleika á morgun, sunnudaginn 4. desember, kl. 16 í Seltjarnarneskirkju. Ensk áhrif svífa yfir vötnum og flutt verður enska miðaldakvæðið „A Ceremony of Carols“ eftir Benjamin Britten, segir í tilkynningu og nokkur jólalög…
Meira
Gálgaganga er yfirskrift tónleika tríósins KIMI sem haldnir verða í dag kl. 15.15 í Breiðholtskirkju og eru hluti af tónleikaröðinni 15:15. Á efnisskránni eru verkin Andante (2006) eftir Þuríði Jónsdóttur og Galgenlieder (1996) eftir Sophiu Gubaidulinu
Meira
Haraldur Jónsson myndlistarmaður verður á morgun, sunnudag, klukkan 14 með leiðsögn um sýningu sína Bráðsem stendur nú yfir í nýju sýningarrými, Glerhúsinu, á Vesturgötu 33b
Meira
Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Silfurbergi í Hörpu á morgun, 4. desember, kl. 14. Tónleikarnir eru ætlaðir fólki á öllum aldri og verða leikin mörg skemmtileg jólalög sem allir ættu að þekkja, í nýjum og „spriklandi…
Meira
Á jólatónleikum í Dómkirkjunni annað kvöld, sunnudagskvöld, klukkan 20.30 verður haldið upp á útgáfu plötunnar Bráðum koma blessuð jólin, í flutningi Hörpu Þorvaldsdóttur píanóleikara og Kristins Svavarssonar saxófónleikara
Meira
Kór Fella- og Hólakirkju heldur tónleika í dag, laugardag, og eru það árlegir jólatónleikar kórsins. Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur organista og Matthíasi Stefánssyni fiðluleikara
Meira
Sýningaverkefnið Avant-garður tekur sér rými í Höggmyndagarðinum, Nýlendugötu 17a, nú í desember. Að þessu sinni er það sýningin Kynngiveður sem opnuð verður í dag kl. 16. Á henni sýna Margrét Helga Sesseljudóttir og Solveig Thoroddsen og segir um…
Meira
Sýning á verkum listamannsins Þóris Guðmundssonar sem kallar sig Listapúkann verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 15. Sýninguna kallar hann „Kynjaverur, móðir mín og ég“. Heiðarleiki, heilnæmi og einlægni eru lykiláherslur í verkum Þóris, að því er fram kemur í tilkynningu
Meira
Á meðan heimsmeistaramótið í fótbolta er í gangi er afskaplega lítill tími aflögu til að fylgjast með öðru sjónvarpsefni. Þannig er það líka núna í miðri keppni í Katar þar sem riðlakeppninni lauk í gærkvöld og spennandi útsláttarkeppni hefst í dag
Meira
Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 15. Stofn er heiti sýningar með verkum eftir Kristínu Jónsdóttir frá Munkaþverá, þá nefnist sýning með úrvali verka úr Listasafni Háskóla Íslands Vatnið og landið, og…
Meira
Myndlistarmaðurinn Hjörtur Hjartarson hefur opnað sýningu í Gallerí 16 á Vitastíg 16. Sýninguna kallar hann Sumarið 2022. Hjörtur nam við LHÍ og í Listaháskóla Granada á Spáni
Meira
Einkasýning ljósmyndarans Önnu Maggýar, Avoiding Death and Birth, verður opnuð í galleríinu Þulu í Hjartagarðinum við Laugaveg í dag, laugardag, kl. 14. Á sýningunni eru ný ljósmyndaverk sem Anna hefur verið að vinna að og „er fókusinn að þessu…
Meira
Bíótekið lýkur haustsýningarröð sinni á morgun, sunnudag, með sýningu á þremur kvikmyndum í Bíó Paradís en þær eru Nútíminn eftir Charlie Chaplin frá 1936, Punktur punktur komma strik frá 1981 eftir Þorstein Jónsson og Videodrome frá 1983 eftir…
Meira
Orgelmaraþon verður haldið í dag í Hallgrímskirkju frá kl. 12 til 15, í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Klais-orgelsins í kirkjunni og 200 ára fæðingarafmæli Césars Francks. 12 organistar heiðra minningu Francks sem var eitt áhrifamesta tónskáld orgeltónbókmenntanna, eins og segir í tilkynningu
Meira
Árið 2022 hef ég sótt fundi í São Paulo, Reykholti, Ljubljana, Zagreb, Sarajevo, Belgrad, Kaupmannahöfn, Osló (tvisvar), Stokkhólmi, Las Vegas (tvisvar), Tbílísi, Tallinn, Split, Wroclaw, Búkarest, Vínarborg, Prag og Barcelona
Meira
Nú á dögunum var fimm ára afmæli núverandi stjórnarsamstarfs. Stjórnartíð ríkisstjórna Katrínar Jakobsdóttur hefur markast af stórum atburðum, örlagastundum. Fyrst og fremst er þar auðvitað heimsfaraldur kórónaveiru, atburður sem setti líf allrar heimsbyggðarinnar í uppnám
Meira
Það var hressandi hjá málfræðingnum Nils Langer að benda okkur á um daginn að fólki sé stundum mismunað á grundvelli tungutaks. Þetta þekkist m.a. í fjöltyngdum samfélögum og þau eru ekki ný af nálinni, sjá allt frá Egyptalandi til Austurrísk-ungverska keisaradæmisins
Meira
Ole Anton Bieltvedt: "600 hreinkálfar fórust veturinn 2018-2019 vegna þess að búið var að drepa mæður þeirra. Á því er byrjað 1. ágúst, þegar yngstu kálfar eru 7-8 vikna."
Meira
Það eru erfiðir tímar. Við sem trúðum á endalausar tækniframfarir og að allt yrði betra og auðveldara í dag en það var í gær höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum.
Meira
Willum Þór Þórsson: "Með rúmlega 12 milljarða viðbótarframlagi til heilbrigðismála fyrir aðra umræðu um fjárlög er ljóst að ríkisstjórnin stendur með heilbrigðiskerfinu og er að efna stjórnarsáttmála um að styrkja það."
Meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir: "Markmið laga þessara er að efla umgjörð fyrir sköpun og flutning tónlistar á Íslandi með því að marka heildarramma fyrir málefni tónlistar og búa henni hagstæð skilyrði."
Meira
Fögnum frelsaranum. Þökkum og gleðjumst og segjum börnunum okkar og barnabörnum frá þeirri lífsfyllingu sem frelsarinn Jesús er og vill okkur gefa.
Meira
Elín Magnúsdóttir fæddist á Hverfisgötu 67 í Reykjavík 23. maí 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Kristinn Magnús Halldórsson bifreiðarstjóri, f. í Reykjavík 26. október 1905, d. í Reykjavík 16.
MeiraKaupa minningabók
3. desember 2022
| Minningargrein á mbl.is
| 996 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Elín Magnúsdóttir fæddist á Hverfisgötu 67 í Reykjavík 23. maí 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Kristinn Magnús Halldórsson bifreiðarstjóri, f. í Reykjavík 26. október 1905, d. í Reykjavík 16.
MeiraKaupa minningabók
Friðrik Pétur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 21. desember 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans 22. nóvember 2022. Þriggja vikna kom Friðrik til Bolungarvíkur til kjörforeldra sinna, Hólmfríðar Vilhelmínu Hafliðadóttur, f. 29. ágúst 1923, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Guðný Kristín Guðnadóttir (Níní), Suðureyri, Súgandafirði fæddist 22. júlí 1930 í Vatnadal í Súgandafirði. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 26. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Kristín Jósefsdóttir, f. 20.9. 1898, d. 23.3.
MeiraKaupa minningabók
Gylfi Þorkelsson fæddist á Óspakseyri í Bitrufirði 4. júní 1946. Hann lést 13. nóvember 2022 á krabbameinsdeild 11G á Landspítalanum.
MeiraKaupa minningabók
Signý Guðmundsdóttir fæddist á bænum Efra-Firði í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu 15. maí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði 24. nóvember 2022. Foreldrar Signýjar voru Guðmundur Halldórsson, f. 19.12. 1889, d. 14.12.
MeiraKaupa minningabók
Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 85,8 milljörðum króna í nóvember og jukust um 12% á milli mánaða. Viðskipti með hlutabréf drógust þó saman um 17% á milli ára. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Kauphallarinnar fyrir nóvembermánuð
Meira
Það skortir í umræðuna um hóteláform á Íslandi hversu erfitt er að fá fjármagn til slíkrar uppbyggingar. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, FHG, en tilefnið er meðal annars umfjöllun í…
Meira
Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar segir efnahagsumhverfið – og efnahagshorfur – hafa haft „heilmikil áhrif“ á þá ákvörðun stjórnenda félagsins að segja upp starfsfólki um mánaðamótin
Meira
Svokölluð Haustpeysa í ár er flíspeysa, hönnuð af tónlistarmanninum og hönnuðinum Svavari Pétri Eysteinssyni, Prins Póló, sem lést nýlega. Hönnunin var gerð í samstarfi við 66°Norður og Havarí. Auk peysunnar er hægt að fá kórónu sem lýsir sannarlega upp skammdegið
Meira
Hekla Malín, Jana Kristín, Eyrún Erla, Ísabella Árný, Þórkatla Ída, Steinunn Erla og Hrafnhildur Freyja héldu tombólu við Nettó á Akureyri og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 9.060…
Meira
Það var sannarlega hart barist á Íslandsmóti ungmenna skipuðu keppendum innan átta aldurs og til þeirra sem náð höfðu 16 ára aldri. Keppt var um 10 Íslandsmeistaratitla í flokkum pilta og stúlkna. Hvergi var baráttan harðari en í flokki keppenda 12…
Meira
Ingólfur Geir Gissurarson er fæddur 4. desember 1962 á Suðureyri við Súgandafjörð og verður sextugur á morgun. „Ég fæddist í húsi við sjávarsíðuna sem nefndist Steinbúð sem móðurafi minn og amma byggðu en fluttist til Akranes með móður minni…
Meira
Jens Eyjólfsson fæddist 3. desember 1879 á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólfur Eyjólfsson, f. 1851, d. 1922, og Helga Einarsdóttir, f. 1853, d. 1882. Hann hóf ungur nám í trésmíði og dvaldi síðan tvö ár í Kaupmannahöfn og vann við húsasmíðar og stundaði nám í húsagerðarlist
Meira
30 ára Nemanja er frá Banja Luka, Serbneska lýðveldinu í Bosníu og Hersegóvínu, en fluttist til Íslands 2000 og býr í Reykjavík. Hann er tæknimaður á aðgangsneti hjá Vodafone og fótboltaþjálfari hjá Leikni
Meira
Rakel Hlín Bergsdóttir, fagurkeri og eigandi Snúrunnar, stendur fyrir bingói á sunnudag í Smáralind til styrktar Jólum í skókassa í Úkraínu. Sjálf ferðaðist hún til Úkraínu árið 2019 og fylgdi gjöfunum eftir og segir það hafa haft mikil áhrif á sig
Meira
Staðan kom upp í undanrásum heimsmeistaramóts landsliða í opnum flokki sem lauk fyrir skömmu í Jerúsalem í Ísrael. Franski stórmeistarinn Laurent Fressinet (2.684) hafði hvítt gegn úkraínskum kollega sínum Andrei Volokitin (2.659)Meira
Skilji maður eitthvað eftir sig þegar maður pakkar saman og flýgur yfir í blómabrekkuna getur maður arfleitte-n að því, t.d. Félagið um flata jörð. Félagið fær þetta þá í arf og getur haldið áfram að boða jarðfræði sína
Meira
Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Til klæðagerðar hentar hann. Í húsi megum finna þann. Eins og selur synda kann. Á sál og geði hressir mann. Þessi er lausn Helga R. Einarssonar: Af bjórnum kemur bifurskinn
Meira
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór vel af stað á öðrum hring á Investec South African-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í gær. Vegna veðurs tókst Guðmundi hins vegar ekki að klára hringinn, en hann hafði aðeins leikið sex holur þegar keppni var frestað um einn dag
Meira
Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. Elfar er 33 ára miðvörður. Arnar Grétarsson, sem tók við Val á dögunum, þekkir Elfar vel
Meira
Noregur Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, stýrði liðinu til fimmta Evrópumeistaratitilsins undir sinni stjórn í síðasta mánuði. Þá hafði Noregur betur gegn Danmörku, 27:25, í frábærum leik á EM 2022 sem fór fram í Slóveníu og Norður-Makedóníu. Undir stjórn Þóris hefur norska liðið unnið til níu gullverðlauna á stórmótum frá því hann tók við starfinu árið 2009.
Meira
Enn halda ævintýrin áfram að gerast á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Suður-Kórea bættist í gær í hóp „litlu þjóðanna“ sem eru komnar í sextán liða úrslit keppninnar eftir hádramatískar lokamínútur í H-riðlinum
Meira
Wahbi Khazri, sóknartengiliður karlaliðs Túnis í knattspyrnu, hefur tilkynnt að landsliðsskórnir séu komnir á hilluna. Í síðasta leik hins 31 árs gamla Khazri skoraði hann sigurmark Túnis í 1:0-sigri á ríkjandi heimsmeisturm Frakklands á miðvikudag á HM í Katar
Meira
Sviss og Suður-Kórea urðu í gær tvö síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppni karla í fótbolta í Katar. Fimm þjóðir sem teljast til þeirra minni á mótinu hafa skákað þekktari mótherjum og eru enn með í…
Meira
Keflavík vann afar sannfærandi 100:75-útisigur á Íslandsmeisturum Vals er liðin mættust í toppslag í 8. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Keflavík náði forystunni snemma leiks og voru gestirnir mun sterkari allan leikinn
Meira
Örugg Amy Lee, söngkona bandaríska rokkbandsins Evanescence, er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum þegar þjóðfélagsmál eru annars vegar og hefur stundum fengið á sig gagnrýni fyrir vikið. Í samtali við miðilinn NME kveðst hún kippa sér…
Meira
Miðbær Reykjavíkur var troðfullur af lögregluþjónum, gráum fyrir járnum, vegna orðasveims um að óknyttagengi ætluðu að láta sverfa til stáls vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti Club í fyrri viku
Meira
Goðsagnir George Jones og Tammy Wynette eru risar í bandarískri sveitatónlist. Nú hefur verið gerður myndaflokkur, George and Tammy, um stormasamt samband þeirra og samvinnu sem stóð í sjö ár og gat af sér sumar af helstu perlum greinarinnar
Meira
Bann kemur ávallt fram sem hluti af kerfi og bannorðalistar eru ekki samhengislausir, en það liggur í hlutarins eðli að ekki er auðvelt að semja listann án þess að nefna orðin.
Meira
Ég borða ekki eftir klukkunni og er á því að maður eigi að borða þegar maður er svangur. Ef maður er ekki svangur í hádeginu, af hverju ekki að bíða aðeins?
Meira
Það var mjög frelsandi að geta loksins verið hreinskilinn um það hver ég í raun og veru er. Það er galið að þurfa að fela svo stóran hluta af sjálfum sér.
Meira
Bókaklúbbur þar sem áskrifendur fá senda heim í hverjum mánuði nýja myndskreytta ævintýrabók. Eins hafa þeir aðgang að upplestri á sögunni og lesskilningshefti sem unnið er upp úr bókinni. Sjá www.edda.is/disneyklubbur en þar er að finna…
Meira
Maður hringir í slökkviliðið: „Eldur! Eldur!“ „Hvar er eldur?“ „Í íbúðinni minni!“ „Ég meina hvar brennur?“ „Í eldhúsinu mínu!“ „Vissulega en hvernig komumst við í íbúðina þína?“ „Nú á slökkviliðsbílnum auðvitað!?“ Sigga: „Kennari, ég get ekki…
Meira
„Ég er ekki dansari og ég var eiginlega rekin úr dansi þegar ég var lítil,“ sagði Solla Eiríks í Helgarútgáfunni þar sem hún ræddi um Húðbókina og rifjaði upp danstaktana með Regínu, en þær tóku þátt í Allir geta dansað fyrir um þremur árum
Meira
„Á því leikur enginn efi, að áfengismálin eru einhver mestu vandamál þjóðfélags okkar á þessum tímum. Það torveldar ekki lítið lausn þeirra mála, að þar þykjast allir vera sérfræðingar og því hver höndin upp á móti annarri,“ sagði í…
Meira
Tölvan segir nei-starfsmaðurinn hjá Þjóðskrá Íslands var á sama tíma að ljósrita einhver skjöl á bak við skilrúm en heyrði á tal þeirra tveggja, sveigjanlega starfsmannsins og Karls, og leið líkamlegar þjáningar og kvalir.
Meira
Bogi Bjarnason hefur víða komið á umliðnum árum til að kynna frisbígolf, svo sem til Níkaragva og Brasilíu, en segir Saó Tóme og Prinsípe, tveggja eyja eyríki í Gíneuflóa undan strönd Vestur-Afríku, frumstæðasta samfélagið sem hann hafi kynnst
Meira
Jonestown, Gvæjana. AFP. | Lengst inni í frumskógum Gvæjana stendur er aðeins að finna skilti og skjöld, sem lætur lítið yfir sér, til að minna á bækistöðvar sértrúarsafnaðar sem voru vettvangur einhvers hryllilegasta fjöldamorðs seinni tíma
Meira
Hvað geturðu sagt mér um Jól & næs í Salnum? Það losnuðu nokkrar dagsetningar fyrir jólin í Salnum og ég tók þær frá strax í sumar og hugsaði með mér að við Hildur Vala gætum kannski verið með huggulega jólatónleika; látlausa og afslappaða til…
Meira
Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa stærðfræðidæmi og var rétt svar 17, 9, 12, 16, 12, 15. Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bókina 5 mínútna kósísögur í verðlaun
Meira
⅔ bollar glútenlausir hafrar eða venjulegt haframjöl 2 bollar vatn eða hnetumjólk að eigin vali klípa af salti, himalaja- eða sjávarsalti 1 tsk vanilla 1 tsk kókosolía 2 tsk kanill 1-2 tsk hreint hlynsíróp, eftir smekk 1 epli, kjarnhreinsað og…
Meira
2 bollar steinlausar döðlur ⅓ bolli hnetusmjör 100 g brætt súkkulaði ½ tsk gott sjávarsalt Setjið döðlurnar í matvinnsluvélina og maukið. Gerið kúlur úr „döðlu“-deiginu. Takið krukku af hnetusmjöri og velgið í sjóðandi heitu vatni …
Meira
Danskir þættir sem gerast á árunum eftir 1960. Frumkvöðlahjónin Axel og Birthe byrja með hugmynd að hárrúllum sem verður fljótlega að stórfyrirtæki sem malar gull. Um leið ryðja þau brautina fyrir atvinnuþátttöku kvenna og valdefla þær um leið og…
Meira
Taívanski leikstjórinn Ang Lee hefur valið 32 ára gamlan son sinn, Mason Lee, í hlutverk bardagalistamannsins, kvikmyndastjörnunnar og goðsagnarinnar Bruce Lees í fyrirhugaðri kvikmynd sinni um líf hans sem einfaldlega mun heita Bruce Lee
Meira
Forhald Það er í tísku að nefna sjónvarpsþætti eftir ártölum. Sá nýjasti er 1923 sem skartar engum öðrum en Helen Mirren og Harrison Ford í aðalhlutverkum. Um er að ræða forhald af hinum vinsælu bandarísku þáttum Yellowstone en Mirren og Ford leika…
Meira
Ég hóf að undirbúa ritun bókarinnar fyrir allmörgum árum og mér fannst heitið Lifað með öldinni lýsa vel hvers konar bók mig langaði að skrifa,“ segir Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, um endurminningar sínar sem komnar eru út hjá Vöku-Helgafelli
Meira
Ég las mikið sem barn og enn meira á unglingsárum. Sem barn heillaðist ég af sterkum kvenpersónum Astrid Lindgren, leit upp til hugrökku Ronju ræningjadóttur og orðheppnu Línu langsokks. Bróðir minn Ljónshjarta hitti mig í hjartastað, dauðinn varð…
Meira
Hlessa Lars Ulrich, trymbill Metallica, lýsti undrun sinni á því í útvarpsþætti Howards Sterns í Bandaríkjunum í vikunni að fregnir um nýtt lag, Lux Æterna, og nýja plötu, 72 Seasons, hafi ekki kvisast út á netinu en málmskrímslið hefur unnið að þessu á laun undanfarin misseri
Meira
Við gefum þau ráð að fólk fari hreinlega á peningastefnumót. Þá gefur fólk sér tíma til að setjast niður og ræða fjármálin án þess að vera með ásakanir hvort á annað.
Meira
Æsa vaknar upp fyrir allar aldir einn morguninn og nær ekki að sofna aftur. Þegar líður á daginn tekur við hvert óhappið á fætur öðru. Þrátt fyrir að hvolpabræðurnir Bingó og Rolli geri allt sem þeir geta til að hressa hana við og gera daginn…
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.