Greinar þriðjudaginn 13. desember 2022

Fréttir

13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

190.000.000 kr. í rannsókn á riðu

„Við vonumst til að vita eftir þrjú ár hvort hér er einn riðustofn eða hvort þeir eru fleiri. Einnig verður skoðaður skyldleiki við riðu í öðrum kindastofnum. Við tókum í fyrra sýni úr kindum af íslenskum uppruna í Grænlandi og erum búin að greina þau Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 772 orð

6,75% hækkun og 66 þús. kr. þak

Nýr kjarasamningur sem samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og samflots VR, iðn- og tæknifólks og Landssambands íslenskra verslunarmanna skrifuðu undir upp úr hádegi í gær, kveður á um hækkun mánaðarlauna um 6,75% afturvirkt frá og með 1 Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Allir flugeldar komnir til landsins

Allt gengur samkvæmt áætlun í undirbúningi hjá flugeldasölum björgunarsveitanna, segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en fyrstu sölustaðir verða opnaðir 28 Meira
13. desember 2022 | Fréttaskýringar | 490 orð | 1 mynd

Allir sitja við sama borð

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Með nýrri fasteignatæknilausn hugbúnaðarfyrirtækisins KOT geta áhugasamir kaupendur fasteigna skráð sig inn, „fylgt“ eignum og fengið tilkynningu um leið og tilboð berst í eign sem þeir hafa augastað á. Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 944 orð | 3 myndir

Alþjóðleg rannsókn á riðu í íslensku fé

Viðtal Guðni Einarsson gudni@mbl.is Evrópskt samstarfsverkefni um rannsóknir á riðu í sauðfé fékk nýlega 190 milljóna króna Evrópustyrk. Ísland tekur þátt í rannsókninni ásamt vísindamönnum frá Þýskalandi, Stóra-Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu. Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Barnaskarinn umkringdi Stekkjastaur

Stekkjastaur kom fyrstur til byggða í fyrri­nótt og kom við á Þjóðminjasafninu í gær. Þar hitti hann fyrir 2. og 3. bekk Urriðaholtsskóla og leikskólahópa frá Krikaskóla og Vesturborg. Jólasveinarnir sækja safnið heim, hver á fætur öðrum, dagana fram að jólum. Meira
13. desember 2022 | Erlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Drengir týndu lífi í ísilögðu vatni

Þrír drengir fundust látnir í ísilögðu vatni nærri Birmingham á Englandi. Þeir voru átta, 10 og 11 ára gamlir. Fjórði drengurinn, sex ára, var fluttur undir læknishendur og var í gær sagður í lífshættu Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Ernir aftur til Eyja

Áætlunarflug til og frá Vestmannaeyjum hefst að nýju næstkomandi föstudag, 16. desember, þegar Ernir fer þangað sína fyrstu ferð. Gerðir hafa verið samningar milli flugfélagsins og innviðaráðuneytisins um þrjár Eyjaferðir í viku, tvær á þriðjudögum og eina á föstudögum Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Fleiri íbúðir og styðja barnafólk

Ríkisstjórnin leggur áherslu á fjölgun íbúða og aukinn stuðning við barnafólk samhliða nýjum kjarasamningum. Þessum úrræðum verður aðallega beint að lág- og millitekjuhópum að því er fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær Meira
13. desember 2022 | Fréttaskýringar | 590 orð | 1 mynd

Framboðið á nýjum íbúðum orðið stöðugra

Með hliðsjón af því hve margar íbúðir eru í byggingu um þessar mundir, spá Samtök iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) því nú, að tæplega 3.200 þúsund íbúðir komi fullbúnar á íbúðamarkaðinn á næsta ári og að á árinu 2024 verði fjöldinn viðlíka Meira
13. desember 2022 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Fúegó rumskar

Eldgos er hafið í einu virkasta eldfjalli Mið-Ameríku, hinu svonefnda Fúegó í Gvatemala. Hófst hamagangurinn aðfaranótt sunnudags sl. Óhætt er að fullyrða að um mikið sjónarspil er að ræða. Á daginn er það hinn mikli og dökki öskustrókur sem fangar augað Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Hildur hlaut tilnefningu til Golden Globe

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. Hildur, sem hlaut verðlaunin árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker, er tilnefnd fyrir bestu upprunalegu kvikmyndatónlistina Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Hitaveita biluð og vatn er sparað

Áfram og næstu daga þarf að fara sparlega með heitt vatn í Árborg. Borhola í Laugardælum, skammt norðan og austan við Selfoss, hefur verið í ólagi síðan fyrir helgi þegar rafmagnsskápur fyrir dælubúnað brann Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Hlýjar kveðjur og níu tonn af varningi til Úkraínu

„Það sem við erum að gera hér er raunverulegt framlag og skiptir raunverulega máli fyrir kaldar vikur fram undan,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra um níu tonna sendingu af fötum sem fóru til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli í gær með kanadískri herflutningavél Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Hussein hafði betur fyrir dómi

Hussein Hussein, flóttamaður frá Írak, og fjölskylda hans höfðu betur gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Féllst dómurinn á að þau bæru ekki ábyrgð á þeim töfum sem höfðu orðið á málinu og var úrskurður kærunefndar útlendingamála um brottvísun þeirra felld úr gildi Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Kjalarleið uppfyllir ekki markmið

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Magnús V. Pétursson kaupmaður og dómari

Magnús Vignir Pétursson, kaupmaður og knattspyrnudómari, lést síðastliðinn föstudag. Hann hefði orðið níræður á gamlársdag. Magnús var fæddur í Reykjavík 31. desember 1932, sonur hjónanna Péturs J. Guðmundssonar, trillukarls í Skerjafirði, og konu hans, Sigurbjargar Jónu Magnúsdóttur, húsfreyju Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Mengun í frostinu í Reykjavík í gær

Styrk­ur köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs (NO2) mæl­dist hár í Reykjavík í gær sam­kvæmt mæl­ing­um í mælistöðinni við Grens­ás­veg. Klukk­an 12 var klukku­tíma­gildi köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs við Grens­ás­veg 173,6 míkró­grömm á rúm­metra og klukkan 18 var það 155,8 Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 214 orð | 2 myndir

Níu tonn af fatnaði og vörum send til Úkraínu

„Við höfum fengið að heyra það alloft innan úr höfuðstöðvum [Atlantshafsbandalagsins] að þessi hlýi fatnaður og það að geta klætt af sér kuldann, sé jafnmikilvægt og að fá send skotvopn eða önnur vopn Meira
13. desember 2022 | Erlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Sagðir tilbúnir í kjarnaeldflaugaskot

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Norður-Kórea er búin undir prófanir með kjarnasprengju og mun að öllum líkindum sprengja eina slíka innan skamms. Þetta segir Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu, í samtali við breska miðilinn Sky News. Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Skilar væntanlega af sér í janúar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun líklega ekki afgreiða frá sér skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr en í janúar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur formanns nefndarinnar Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 157 orð

Skjaldarmerki verði endurgerð

Þjóðminjasafnið fagnar þingsályktunartillögu um að gerðar verði nauðsynlegar ráðstafanir til að setja upp að nýju skjaldarmerki sem prýddu framhlið Alþingishússins á vígsludegi þess 1. júlí 1881. Verði tillagan samþykkt leggur safnið hins vegar til… Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 532 orð | 1 mynd

Textinn eins og listaverk á vegg

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson kynntust á Suðurlandi fyrir um aldarfjórðungi. Leiðir þeirra lágu síðan aftur saman þegar þeir urðu nágrannar í Reykjavík og Guðni kynntist bókum Guðjóns um sauðkindina. Undanfarin misseri hafa þeir tengst enn sterkari böndum eftir að hafa ekið saman um landið, borið saman bækur sínar og sent frá sér tvær bækur um það sem þeim fór á milli í ferðunum. „Hann sagði mér sögurnar á leiðinni og ég skrásetti,“ segir Guðjón. Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Yfir sjötíu listamenn tilnefndir

Á annað hundrað tilnefningar bárust allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna heiðurslauna listamanna. „Yfir 70 listamenn voru tilnefndir og sumir oftar en einu sinni og oftar en tíu sinnum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar Meira
13. desember 2022 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Þolinmæði og þrautseigja skiluðu kjarasamningi

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins, VR, samflots iðn- og tæknigreina og Landssambands verslunarmanna var undirritaður í Karphúsinu í hádeginu í gær. Samningarnir koma til með að ná til um 60.000 manns á vinnumarkaði Meira

Ritstjórnargreinar

13. desember 2022 | Leiðarar | 412 orð

Axarsköftum fjölgar ótt

Orð Ragnars benda til að við séum nú þegar komin út í skurð Meira
13. desember 2022 | Staksteinar | 198 orð | 1 mynd

Enn um Ljósleiðara

Sú var tíðin, segir Jón Magnússon lögmaður, „að vinstri stjórn í Reykjavík ákvað að stofna sérstakt fyrirtæki á samkeppnismarkaði undir hatti Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið selur ljósleiðaratengingar fyrir fyrirtæki og almenning. Meira
13. desember 2022 | Leiðarar | 245 orð

Mikilvægur áfangi

Nú hafa línur verið lagðar og eftirleikurinn ætti að verða auðveldari Meira

Menning

13. desember 2022 | Menningarlíf | 830 orð | 1 mynd

„Flugvélin brotlendir og allir deyja“

Gleðin var mikil hjá sænska leikstjóranum Ruben Östlund og hópi hans í Hörpu á laugardag þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, EFA, voru afhent. Hlaut kvikmynd Östlunds, Triangle of Sadness, fern verðlaun og þar af sem besta evrópska kvikmyndin Meira
13. desember 2022 | Menningarlíf | 945 orð | 1 mynd

Eitthvað óvænt og eitthvað satt

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Nýjasta skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur, Tól, hefur hlotið mikið lof undanfarnar vikur, meðal annars hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins sem gaf verkinu fimm stjörnur. Í bókinni segir af Villu Dúadóttur kvikmyndagerðarkonu sem situr fyrir svörum á kvikmyndahátið eftir sýningu á mynd hennar um hvalveiði- og ógæfumanninn Dimma. Smám saman verður lesandanum ljóst að margt leynist undir yfirborðinu, saga af áföllum og flóknum samböndum. Við sjónarhorn Villu fléttast sjónarhorn tveggja annarra persóna sem standa henni nærri og úr verður heildstæð en þó margslungin frásögn. Meira
13. desember 2022 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Jólatónleikar Kötlu, Esju, Olgu Vocal Ensemble og Drengjakórsins

Kvennakórinn Katla, Karlakórinn Esja, Olga Vocal Ensemble og Drengjakór Reykjavíkur stilla í kvöld, þriðjudag, saman strengi sína í fjórða sinn á stórtónleikum í Langholtskirkju og það tvennum, klukkan 18 og 20.30 Meira
13. desember 2022 | Fjölmiðlar | 186 orð | 1 mynd

Ofboðslega óríkissáttasemjaralegur

Ég hef mikið dálæti á mönnum sem ríma útlitslega mjög illa við störfin sem þeir gegna. Nærtækasta dæmið í þessari samningatörn allri er Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Ég meina, hann er alveg ofboðslega óríkissáttasemjaralegur Meira
13. desember 2022 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Rebel Rebel hlýtur hæsta styrkinn

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar hefur úthlutað fimmtán milljónum til 26 umsækjenda vegna lista- og menningarverkefna sem koma til framkvæmda í bæjarfélaginu á næsta ári. Alls bárust ráðinu 56 umsóknir Meira
13. desember 2022 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Ye sviptur heiðursdoktorsnafnbót sinni

Stjórnendur Listaháskóla Chicago (SAIC) hafa svipt rapparann Ye, sem einnig er þekktur sem Kanye West, heiðursdoktorsnafnbót sem honum var veitt 2015. Bree Witt, talskona skólans, segir stjórnendur skólans fordæma og mótmæla hatursfullri og… Meira

Umræðan

13. desember 2022 | Aðsent efni | 329 orð | 1 mynd

Bæjarstjórn sem ekkert veit

Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson: "Á Akranesi er bæjarstjórn sem þykist vita meira en aðrir og ákveður allt á lokuðum fundum." Meira
13. desember 2022 | Pistlar | 414 orð | 1 mynd

Græn skref í rétta átt

Fáar atvinnugreinar á Íslandi eru jafn útsettar fyrir loftslagsbreytingum og sjávarútvegur. Nytjastofnar okkar eru háðir tilteknum breytum í hafinu, þar á meðal hitastigi, seltu, lífríki, næringarástandi og sýrustigi Meira
13. desember 2022 | Aðsent efni | 627 orð | 1 mynd

Orka Íslands

Gestur Ólafsson: "Þegar á heildina er litið hefur jarðefnaeldsneyti fært okkur verulega meiri ávinning en sem nemur neikvæðum áhrifum þess." Meira
13. desember 2022 | Velvakandi | 209 orð

Papey

Það var í spjallþætti fyrir skömmu að talið barst að flóttamannavandamáli heimsins og á Íslandi. Einn þátttakandinn benti á að við Íslendingar værum sjálfir flóttamenn frá Noregi. Meira
13. desember 2022 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Sólbærni

Sveinbjörn Jónsson: "Sólbær kostnaður af lífverustofni er summan af öllu efnisbundnu sólarljósi sem hann hefur safnað og orkan sem fór í að safna því, nýta og viðhalda." Meira
13. desember 2022 | Aðsent efni | 2123 orð | 2 myndir

Stjórnmálamaðurinn Hannes Hafstein

Hannes Hólmsteinn Gissurarson: "Hannes stóð traustum fótum í íslenskri stjórnmálaarfleifð og hafði til að bera sterka sannfæringu." Meira
13. desember 2022 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu

Guðmundur Karl Jónsson: "Vinnubrögð af þessu tagi ganga aldrei upp án þess að menn semji fyrst um hvernig öllum þessum samgöngubótum verði forgangsraðað." Meira

Minningargreinar

13. desember 2022 | Minningargreinar | 504 orð | 1 mynd

Einar Gunnarsson

Einar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 6. desember 1952. Hann lést á líknardeild Landspítalans 27. nóvember 2022. Hann var sonur hjónanna Gíslínu Ernu Einarsdóttur og Gunnars Hauks Eiríkssonar. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2022 | Minningargreinar | 693 orð | 1 mynd

Guðný Lovísa Sigurðardóttir

Guðný Lovísa Sigurðardóttir fæddist 30. júní 1923 á Möðruvöllum í Kjós. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 21. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Kristín Ólafsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Systkini hennar voru Guðmundur, Guðlaug og (Ólafía) Petrún. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2022 | Minningargreinar | 719 orð | 1 mynd

Kristján Ingi Helgason

Kristján Ingi Helgason fæddist í Keflavík 14. maí 1948. Hann lést á heimili sínu 27. nóvember 2022. Foreldrar hans voru Ásgerður Runólfsdóttir frá Kornsá í Vatnsdal, f. 1924, d. 1993, og Helgi Kristinn Sveinsson frá Siglufirði, f. 1918, d. 1979. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2022 | Minningargreinar | 349 orð | 1 mynd

Ríkarður Ríkarðsson

Ríkarður Ríkarðsson fæddist 24. september 1961. Hann lést 20. nóvember 2022. Útför Ríkarðs fer fram 12. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2022 | Minningargreinar | 506 orð | 1 mynd

Sigríður Marteinsdóttir

Sigríður Marteinsdóttir, Sigga, fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1957. Hún lést á líknardeild Landspítalans 19. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Marteinn Stefánsson, sjálfstætt starfandi, og Guðrún Birna Jónsdóttir kjólameistari. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2022 | Minningargreinar | 1711 orð | 1 mynd

Sigurlaug Jónsdóttir

Sigurlaug Jónsdóttir röntgentæknir fæddist 17. janúar 1937 á Flateyri. Hún lést 21. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Jón Guðbjartsson húsasmíðameistari og Ólafía Guðrún Steingrímsdóttir húsfreyja. Systir Sigurlaugar er Guðrún. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2022 | Minningargreinar | 1715 orð | 1 mynd

Steinunn Jóhanna Ásgeirsdóttir

Steinunn Jóhanna Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1951. Hún lést á Hrafnistu við Sléttuveg 23. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Björg Einarsdóttir, saumakona og húsmóðir, f. 4. apríl 1924, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2022 | Minningargreinar | 678 orð | 1 mynd

Valdís Þorsteinsdóttir

Valdís Þorsteinsdóttir fæddist 7. febrúar 1932. Hún lést 23. nóvember 2022. Útför Valdísar var 6. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Amgen kaupir eftirsótt írskt lyfjafyrirtæki

Líftæknifyrirtækið Amgen, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í gærmorgun um yfirtöku félagsins á lyfjafyrirtækinu Horizon Therapeutics. Kaupvirði fyrirtækisins nemur tæpum 28 milljörðum Bandaríkjadala samkvæmt frétt AFP, sem gerir… Meira
13. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 219 orð | 1 mynd

Fá 1,4 ma. kr. í verkefni í Eþíópíu

Verkefni jarðvarmafyrirtækisins Reykjavík Geothermal, í Tulu Moye í Eþíópíu,hefur hlotið styrk upp á tíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 1,4 milljarða króna, frá The Sustainable Development Fund for Africa (SEFA) Meira

Fastir þættir

13. desember 2022 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Bjarni Ara hefur brallað ýmislegt

Tónlistin er eins og súrefni fyrir Bjarna Arason, þrátt fyrir að hann hafi tekið að sér ýmis störf í gegnum tíðina. Tónlistarferill hans byrjaði þegar hann var tæplega 16 ára gamall, árið 1987, og sigraði í Látúnsbarkakeppni Stuðmanna en hann… Meira
13. desember 2022 | Í dag | 278 orð

Glaðst við lestur kvæða

Ingólfur Ómar sendi mér póst og sagði: „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er búið að vera nokkuð kalt og hrím yfir öllu og ekki má nú gleyma myrkrinu og drunganum svo mér datt i hug að gauka að þér einni vísu sem tengist því“: Fellur hrím á feyskið blað frosin híma stráin Meira
13. desember 2022 | Í dag | 349 orð | 1 mynd

Gottfreð Árnason

Gottfreð Árnason fæddist í Vestmannaeyjum 13. desember 1932. Foreldrar hans voru María Vilhelmína Heilmann Eyvindardóttir húsmóðir og Árni Sigurður Böðvarsson rakari og útgerðarmaður. Þau eignuðust fjóra syni og tvær dætur og var Gottfreð yngsta barn þeirra hjóna Meira
13. desember 2022 | Í dag | 896 orð | 3 myndir

Hleður batteríin í náttúrunni

Lilja Kjalarsdóttir fæddist 13. desember 1982 í Reykjavík og ólst upp í Ásbúð í Garðabænum, Hún dvaldi nokkur sumur sem barn á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal hjá frændfólki. „Ég elskaði að vera í sveit, sérstaklega þegar það var brjálað að gera eins og í heyskap og réttum Meira
13. desember 2022 | Í dag | 182 orð

Næmur skilningur. S-Enginn

Norður ♠ G ♥ Á83 ♦ Á1065 ♣ ÁKD85 Vestur ♠ ÁD2 ♥ KG96 ♦ KG ♣ 10963 Austur ♠ K1087 ♥ D42 ♦ 973 ♣ G72 Suður ♠ 96543 ♥ 1075 ♦ D842 ♣ 4 Suður spilar 5♦ doblaða Meira
13. desember 2022 | Í dag | 160 orð

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. Rc3 a6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 b5 6. Bd3 Bb7 7. 0-0 Rc6 8. Rxc6 Bxc6 9. He1 Re7 10. Bf4 Rg6 11. Bg3 Bb4 12. Dd2 0-0 13. a3 Ba5 14. Bd6 He8 15. e5 Hc8 16. b4 Bb6 17. Re4 Dh4 18. g3 Dg4 19 Meira
13. desember 2022 | Í dag | 64 orð

Það ærir margan óstöðugan að ær og kýr beygjast ær, um á, frá á, til ær og …

Það ærir margan óstöðugan að ær og kýr beygjast ær, um á, frá á, til ær og kýr, um , frá , til kýr Meira

Íþróttir

13. desember 2022 | Íþróttir | 348 orð | 1 mynd

Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir eru komin til Melbourne …

Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir eru komin til Melbourne í Ástralíu þar sem þau taka þátt í heimsmeistaramótinu í 25 metra laug. Þau hefja bæði keppni laust eftir miðnættið í nótt, á miðvikudagsmorgni að staðartíma, en mótinu lýkur … Meira
13. desember 2022 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Báðar í stöðu til að fara áfram

Ragnhildur Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru í harðri baráttu um að komast áfram á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi en þær hafa lokið þremur hringjum af fjórum á La Manga á Spáni Meira
13. desember 2022 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Í formlegri spá fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar festi ég á…

Í formlegri spá fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar festi ég á blað, eða öllu heldur í bók, að Belgía yrði heimsmeistari árið 2022. Belgar entust ekki nema í þrjá leiki á HM. Voru sennilega orðnir of gamlir og þreyttir og fóru heim með skottið á milli lappanna Meira
13. desember 2022 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Jafnt hjá Stjörnunni og FH í Garðabænum

Stjarnan og FH gerðu jafntefli, 29:29, í stórskemmtilegum leik í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Garðabænum í gærkvöldi. FH leiddi með þremur mörkum, 13:10, í hálfleik en í síðari hálfleik var allt í járnum allt til enda Meira
13. desember 2022 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

Keflavík hlutskarpari í Suðurnesjaslagnum

Keflavík, Höttur og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, með sigrum í fjórðungsúrslitum keppninnar í gærkvöldi. Ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunnar höfðu þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum með 98:92-sigri á Skallagrími á sunnudag Meira
13. desember 2022 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Luis Díaz úr leik í 3-4 mánuði

Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Luis Díaz meiddist á hné á æfingu hjá enska liðinu Liverpool í Dubai um síðustu helgi og í gær var gefið út að hann yrði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Díaz var nýbúinn að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í byrjun október Meira
13. desember 2022 | Íþróttir | 488 orð | 1 mynd

Messi eða Modric í kvöld

Marokkó – heldur ævintýri Afríkuþjóðarinnar áfram í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta? Modric – fer hann aftur með Króatíu í úrslitaleik HM og jafnvel skrefinu lengra? Messi – rætist loksins draumur hans um… Meira
13. desember 2022 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Skoraði 29 stig fyrir Barcelona

Heimir Gamalíel Helgason, 15 ára körfuboltamaður úr Njarðvík og U15 ára landsliði Íslands, skoraði 29 stig í leik með jafnöldrum sínum hjá spænska stórliðinu Barcelona á dögunum. Heimir fór fyrir skömmu til æfinga með Zalgiris, öflugasta… Meira
13. desember 2022 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Sterkir Svíþjóðarmeistarar sækja Valsmenn heim

Valur fær Ystad í heimsókn í 6. umferð B-riðils Evrópudeildar karla í handknattleik í kvöld. Ystad er ríkjandi Svíþjóðarmeistari og hefur unnið síðustu þrjá leiki sína í riðlinum, þar á meðal þýska stórliðið Flensburg Meira
13. desember 2022 | Íþróttir | 803 orð | 2 myndir

Vel spilandi með stórar skyttur

Evrópudeildin Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslandsmeistarar Vals fá Svíþjóðarmeistara Ystad í heimsókn í 6. umferð B-riðils Evrópudeildar karla í handknattleik í kvöld. Eins og segja má um alla leiki Vals í keppninni er um gífurlega mikilvægan leik að ræða, þar sem hvert stig skiptir máli í afar jöfnum riðlinum. Meira
13. desember 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Vilja halda Deschamps

Frakkar vilja halda Didier Deschamps sem þjálfara karlalandsliðsins síns en forseti franska knattspyrnusambandsins, Noel Le Graët, staðfesti við L'Equipe í gær að honum hefði verið boðinn nýr samningur frá og með áramótum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.