Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst gaman að grúska í listasögunni og hef löngum heillast af því tímabili í íslenski listasögu þegar abstraktlistin var að ryðja sér til rúms, enda var þetta mjög dramatískt tímabil með miklum átökum og deilum,“ segir Ragna Sigurðardóttir um nýjustu skáldsögu sína sem nefnist Þetta rauða, það er ástin.
Meira