Greinar laugardaginn 11. mars 2023

Fréttir

11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

331 eyðibýli er skráð á landinu

Mikinn fjölda eyðibýla er að finna víða í byggðum landsins og á eyðijörðum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var 331 eyðibýli á landinu samkvæmt lögbýlaskrá um seinustu áramót Meira
11. mars 2023 | Fréttaskýringar | 449 orð | 2 myndir

Atvinnuleysi stendur í stað frá áramótum

Atvinnuleysi á landinu var 3,7% í seinasta mánuði og hefur verið óbreytt frá því um seinustu áramót. Hlutfall atvinnulausra í janúar og febrúar sl. hefur ekki verið hærra frá því í maí á seinasta ári þegar skráð atvinnuleysi var 3,9% Meira
11. mars 2023 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Áréttuðu bandalag þjóðanna

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hittust á fundi í París í gær. Fundurinn er sá fyrsti meðal þjóðanna í fimm ár og áréttuðu leiðtogarnir sterk tengsl þjóðanna á milli þrátt fyrir að útganga Breta úr Evrópusambandinu hafi valdið núningi milli þjóðanna Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 898 orð | 2 myndir

Blásið í gamlar glæður í Borgarfirði

Sögufélag Borgarfjarðar hélt endurreisnar- og aðalfund síðasta haust og er skemmst frá því að segja að miklu lífi hefur verið blásið í þessar gömlu glæður þótt starfsemin hafi aldrei lagst alveg af Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Boðar verðhækkun á grillkjötinu

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur tilkynnt verslunum, að verð á grillkjöti frá fyrirtækinu hækki á næstunni. Um er að ræða 23 vörur sem hækka á bilinu 4-8% en einnig hækkar verð á folaldahakki um 10% Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Breyting á stöðu í ráðningarferli rakin til mistaka

Andrés Magnússon andres@mbl.is Forsætisráðuneytið gerði mistök við gerð auglýsingar á starfi tímabundins verkefnisstjóra í alþjóðamálum í nóvember síðastliðnum, sem varð þess valdandi að auglýsingin var afturkölluð og starfið auglýst að nýju nokkrum dögum síðar. Þá hafði verið slakað talsvert á hæfniskröfum og óveruleg breyting gerð á starfslýsingu, en á hinn bóginn var þar ekki lengur gefinn kostur á framlengingu í starfi eftir þá sex mánuði, sem verkefnisstjórinn skal starfa. Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Bæta sjóvörn á friðlýstu svæði í sumar

Ráðist verður í endurbætur og viðhald sjóvarnar við bryggjuna við Hellna á Snæfellsnesi í sumar. Vegagerðin hefur fengið leyfi frá Umhverfisstofnun til þessarar framkvæmdir sem er innan friðlýsts svæðis strandarinnar við Stapa og Hellna Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd

Dómara bætt við í Landsrétti

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla. Felur það í sér að að dómurum við Landsrétt verði fjölgað varanlega um einn, úr 15 í 16. Fram kemur í greinargerð að frumvarpið… Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Dómsmálaráðuneytið hafnar athugasemdum

Dómsmálaráðuneytið hafnar ýmsum athugasemdum sem gerðar hafa verið við lagafrumvarp til breytinga á lögreglulögum, afbrotavarnir, vopnaburð og eftirlit með lögreglu. Þetta kemur fram á minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, þar sem brugðist er með ítarlegum rökstuðningi við umsögnum sem borist hafa Alþingi. Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Dr. Jean Balfour

Dr. Jean Balfour, bóndi, grasafræðingur og mikill Íslandsvinur, lést á heimili sínu í Skotlandi 27. febrúar sl., 95 ára að aldri. Jean fæddist í Skotlandi 4. nóvember 1927, dóttir James Syme Drew hershöfðingja og Victoríu Drew Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Dönsuðu af fullum krafti við æfingar

Þeir Sigurjón Ernir Sturluson, Halldór Ragnar Guðjónsson og Bergur Vilhjálmsson láta sig ekki muna um það að skila 350 km af erfiði í húsnæði Ultraform í Grafarholti. Þannig hófu þeir um kvöldmatarleytið í gær æfingar til styrktar Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Fengu fjandsamlegar móttökur

Eftirlitsfulltrúum vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna er ekki alls staðar jafn vel tekið. Fram kemur í dagbók eftirlitsins sem ASÍ hefur birt á Facebook að eftirlitsfulltrúarnir heimsóttu í vikunni veitingastað á Suðurlandi „en fengu… Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Hryðjuverkamáli vísað frá

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að vísa hryðjuverkamálinu svokallaða frá. Er það gert í ljósi þess að miklir ágallar eru á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi þeirra Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Ísland aftur komið á kort Kínverja

Kínverjar opna á ný fyrir ferðalög til landsins frá og með 15. mars nk. Ísland er þar með eitt 40 ríkja í heiminum sem Kínverjum verður heimilt að ferðast til eftir að Covid-19 skall á og þar sem landamærunum var lokað Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 481 orð | 2 myndir

Íslendingar enn með frjósömustu þjóðum

„Þetta hefur verið þróun á Norðurlöndunum í lengri tíma en Ísland hefur alltaf skorið sig úr. Lægri fæðingartíðni hér síðustu tíu ár virðist sýna að Ísland er að ná nágrannalöndunum. Við förum kannski að komast á sama stað og hin norrænu… Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 204 orð | 2 myndir

Leita leiða til framkvæmda

Ætla má að kostnaður við að fullgera menningarsal við Hótel Selfoss geti orðið allt að 1.200 millj. kr. og nú er leitað leiða til þess að hefja framkvæmdir. Salurinn er í turnbyggingu hótelsins sem var reist fyrir um 50 árum Meira
11. mars 2023 | Erlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Maðkur í mysunni hjá FC Barcelona?

Spillingarmálið sem FC Barcelona virðist flækt í tók á sig nýja og alvarlegri mynd í gær þegar saksóknari í Barcelona gaf út ákærur á hendur tveimur fyrrverandi forsetum íþróttafélagsins, Josep Maria Bartomeu og Sandro Rosell Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 792 orð | 2 myndir

Með marga bolta og þjónustulund

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á Akranesi er nú efst á baugi að nýir eigendur taka á næstu dögum við einu elsta fyrirtæki bæjarins; Bifreiðastöð ÞÞÞ. Snókur eignarhaldsfélag ehf., sem bræðurnir Hrafn og Kristmundur Einarsson eiga, kaupir bifreiðastöðina, þar sem fráfarandi eigendur starfa áfram og hafa daglegan rekstur með höndum. Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Nýtt hverfi á miðju höfuðborgarsvæðinu tekur á sig mynd

Stutt er í að jarðvegsverktakinn Snókur skili af sér fyrstu götum í nýju hverfi sem Garðabær skipuleggur á Hnoðraholti, en um er að ræða fyrstu svæðin í hverfi þar sem að lokum verða byggðar á bilinu 1.700 til 2.000 íbúðir Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 30 orð

Rangt farið með nafn

Rangt var farið með nafn manns í frétt um veiðar undir ís, á forsíðu blaðsins í fyrradag. Hann heitir Gunnar Páll Jóakimsson, ekki Sigurður. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Ránfugl í Hádegismóum

Ungur smyrill tyllti sér í vikunni á þak Morgunblaðshússins í Hádegismóum og fylgdist vel með öllu sem fram fór á planinu við húsið. Hann lét sér fátt um finnast þótt ljósmyndarinn smellti af mynd. Smyrill er algengasti ránfuglinn hér á landi Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

Síbreytilegt Akrafjall

Línurnar eru skarpar og litirnir skærir. Á vinnustofunni eru myndir á veggjum af umhverfi í Húsafelli, Vestmannaeyjum, Skorradal og á Þingvöllum. Andspænis útidyrum er Jimi Hendrix á þilinu, í mikilli sveiflu með gítarinn góða Meira
11. mars 2023 | Erlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Sjö látnir eftir skotárás í Hamborg

Óánægður fyrrverandi félagi Votta Jehóva skaut sex manns til bana úr söfnuðinum í þýsku borginni Hamborg áður en hann framdi sjálfsmorð á fimmtudagskvöldið. Átta aðrir særðust alvarlega í árásinni að sögn innanríkisráðherra borgarinnar, Andy Grote,… Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Skerða orku á háannatíma

Skerðingar voru á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja frá sunnudegi til hádegis í gær vegna viðhalds í Búðarhálsstöð. Háannatími er í loðnuvinnslu en skerðingar á raforkuafhendingu leiða til þess að olía er brennd til vinnslunnar Meira
11. mars 2023 | Fréttaskýringar | 576 orð | 2 myndir

Skerða raforku vegna viðhalds

Skerðingar voru á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja frá sunnudegi til hádegis í gær, föstudag, vegna viðhalds í Búðarhálsstöð. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun munu skerðingarnar hefjast á ný frá og með mánudagsmorgni Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Skjálftavirkni við Grímsey í gær

Jarðskjálfta­hrina hófst skammt frá Grímsey í fyrri­nótt. Ríf­lega 60 skjálft­ar höfðu mælst á svæðinu um miðjan dag í gær, að sögn nátt­úru­vár­sér­fræðings Veður­stofu Íslands. Sá stærsti varð klukk­an 15.59 í gær og var hann 3,8 að stærð Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Skoða stjórnun á rjúpu og lunda

Kristján Jónsson kris@mbl.is Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu komi út í haust en Umhverfisstofnun stýrir þróunarverkefni sem hófst árið 2021 um gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir tegundir villtra fugla og spendýra á Íslandi. Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Skógrækt skorti skipulagsheimild

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála gaf út nú í vikunni að ákvörðun hreppsnefndar Skorradals, um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á Stóru-Drageyri og Bakkakoti þar í sveit, skyldi standa óhögguð Meira
11. mars 2023 | Fréttaskýringar | 916 orð | 3 myndir

Spáir 50% fjölgun íbúa til 2030

Atvinnulíf á Suðurnesjum verður fjölbreyttara og byggðin mun vaxa saman ef fyrirhuguð uppbygging á vegum Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, verður að veruleika. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir þessa uppbyggingu munu skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf á svæðinu Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Tímamótasamningur sjómanna felldur

Öll sextán aðildarfélög Sjómannasambandsins felldu kjarasamning með 67% atkvæða. Samningsboðið var til tíu ára. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Umferð í ársbyrjun slær met

Umferð í nýliðnum febrúar jókst um 12% á höfuðborgarsvæðinu miðað við sama mánuð á síðasta ári. Þessi aukning varð til þess að gamla umferðarmetið frá árinu 2019 var slegið um 0,1%, segir á vef Vegagerðarinnar Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Upplýsa ekki um varnir Íslands

Ekki verða veittar upplýsingar um einstakar útfærslur á varnarviðbúnaði á Íslandi, enda varðar slíkt öryggi ríkisins. Kemur þetta fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Kallað hefur verið eftir umræðu um viðbragð herverndar Bandaríkjanna og NATO Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Vegur á áætlun

Góður gangur er í framkvæmdum við tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi sem Ístak hf. hefur með höndum. Alls eru 20-25 manns frá fyrirtækinu við störf á vettvangi. Tvöföldun vegarins, það er 4 km frá Kollafirði að Grundarhverfi, er langt komin Meira
11. mars 2023 | Fréttaskýringar | 373 orð | 1 mynd

Viðbúnaður varðar þjóðaröryggi

Mjög náið og reglulegt samráð er við bandarísk hermálayfirvöld um eftirlit og varnarviðbúnað á Íslandi. Er þetta unnið á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands. Til að mæta aukinni viðveru og viðbúnaði hér á landi hafa… Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Vilja brottnám hringtorgs í Vesturbænum

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt áframhaldandi undirbúning, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna breytinga á gönguþverun yfir Ánanaust og nýrra gönguljósa yfir Eiðsgranda. Fulltrúar meirihlutaflokkanna í ráðinu bókuðu að til… Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Vilja fá upphituð strætóskýli

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Borgarstjórn samþykkir að ráðist verði í uppsetningu skjólgóðra og upphitaðra biðskýla fyrir strætisvagnafarþega í Reykjavík. Slíkum skýlum verði komið fyrir á fjölförnum biðstöðvum í öllum hverfum borgarinnar í því skyni að bæta aðstæður farþega og fjölga viðskiptavinum Strætó.“ Meira
11. mars 2023 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Vilja setja lög um lagningu rafskúta

Frumvarp um breytingu á umferðarlögum nær ekki utan um þann alvarlega vanda sem tengist lagningu á deilirafskútum í þéttbýli. Þetta kemur fram í umsögn Landssambands hjólreiðamanna sem sent hefur verið Alþingi en þar er umrætt frumvarp nú í meðförum Meira

Ritstjórnargreinar

11. mars 2023 | Staksteinar | 213 orð | 1 mynd

Best að fá að sækja póstinn

Óðinn Viðskiptablaðsins er ánægður með arðsemi Landsvirkjunar en segir „hins vegar óskaplega dapurlegt að sjá hvernig farið er með arðinn í Landsvirkjun. Hann er ekki aðeins að fara í mikilvæg útgjöld heldur einnig í tóma vitleysu. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu er ríkið að niðurgreiða póstburð til fólks og fyrirtækja. Í fyrra eyddu alþingismenn 665 milljónum króna í þessa niðurgreiðslu. Árið 2021 námu niðurgreiðslurnar á þjónustunni 563 milljónum króna.“ Meira
11. mars 2023 | Reykjavíkurbréf | 1658 orð | 1 mynd

Enn um Jóhannes

Áratugum síðar vafrar hugur nóbelsskáldsins til þess hvernig best væri og öruggast að gæta þessa alls. Og verður skáldinu þá hugsað til „kerlingarinnar í Torfastaðakoti“. Hún hefur nú forframast og situr í forsæti öflugasta húss á Íslandi og eru þó nýjustu fangelsi talin með. Bað Halldór nú Nordal, húsráðanda þar, að geyma þessar gersemar þar næstu aldir. Meira
11. mars 2023 | Leiðarar | 219 orð

Undarleg orkumál

Er sanngjarnt að refsa Íslendingum fyrir að nota hreina orku? Meira
11. mars 2023 | Leiðarar | 380 orð

Öruggari borgarar með öflugri lögreglu

Gott skref hefur verið stigið í þá átt að styrkja löggæsluna til framtíðar Meira

Menning

11. mars 2023 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Allskonar fjölskyldur í Gerðubergi

Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir fer fram í dag í Borgarbókasafninu Gerðubergi kl. 10.30-13.40. Er þemað að þessu sinni „allskonar fjölskyldur“ og sjónum beint að mikilvægi þess að fjölbreyttar fjölskyldusamsetningar birtist í barna- og unglingabókum Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Barnastund SÍ með fuglum og ævintýrum í Flóa í Hörpu

Sínfóníuhljómsveit Íslands verður með Barnastund í Flóa í Hörpu í dag kl. 11.30. Flutt verður létt tónlist fyrir barnunga hlustendur undir stjórn Nathanaëls Iselin og verður einsöngvari Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og kynnir Níels Thibaud Girerd í gervi trúðsins Páka Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Djöfullinn leikur á vanstillta fiðlu

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins flytur 4. sinfóníu Mahlers á tónleikum í Langholtskirkju í dag, 11. mars, kl. 17. Einsöngvari verður Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 182 orð | 1 mynd

Eilífðin, ljós og leikur

Tvær sýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 14, annars vegar sýning á ljósmyndum Rúnars Gunnarssonar og hins vegar sýning á ljósmyndum úr sex albúmum úr eigu Ragnheiðar Bjarnadóttur Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Fæst við litakerfi á nýstárlegan hátt

Sýning Heklu Daggar Jónsdóttur, Kerfi eða Schemes á ensku, verður opnuð í galleríinu BERG Contemporary í dag kl. 17. Má á henni sjá umfangsmikla innsetningu þar sem Hekla fæst við ákveðin litakerfi, cmyk og rgb, á nýstárlegan hátt, eins og því er… Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 228 orð | 1 mynd

Glerþakið enn á sínum stað

Ný rannsókn leiðir í ljós að konur voru aðeins í aðalhlutverki 33% hundrað tekjuhæstu bandarísku kvikmyndanna sem frumsýndar voru 2022. Er þetta aðeins tveimur prósentustigum meira en var í sambærilegri rannsókn frá 2021 Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Hallgrímur sýnir hjá Listamönnum galleríi

Hópmyndir af sjálfi nefnist sýning sem myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason opnar í Listamönnum galleríi á Skúlagötu 32 í dag, laugardag, kl. 16. „Sýningin samanstendur af málverkum og teikningum unnum á árunum 2021 til 2022 Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Íhugulir og ofursterkir tónhöfundar

Tónleikar í röðinni Sígildir sunnudagar verða haldnir á morgun kl. 16 í Norðurljósum í Hörpu. Segir á vef hússins að íhugulir og ofursterkir tónhöfundar prýði daginn, höfundar á borð við Jóhannes Brahms, Sigur­svein D Meira
11. mars 2023 | Bókmenntir | 860 orð | 3 myndir

Kristni í ríki klikkaðra keisara

Skáldsaga Veldi hinna illu ★★★★· Eftir Anthony Burgess. Helgi Ingólfsson íslenskaði. Ugla, 2022. Kilja, 604 bls. Meira
11. mars 2023 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Landsliðið þarf að sigga sig upp

Ríkissjónvarpinu hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að rýma til í dagskránni á aðalrás sinni á besta útsendingartíma fyrir kappleikjum með landsliðum Íslands í öllum greinum og engum og jafnvel sópa sjálfum fréttatímanum út af borðinu Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Nafn Óðins finnst á gullmynt frá 400

Fræðingar á danska þjóðminjasafninu hafa greint áletrun með nafni Óðins úr norrænni ásatrú á gullmynt sem fannst nærri Jelling í Danmörku fyrir tveimur árum. Á myntinni stendur: „Hann er maður Óðins“ auk þess sem þar sést mynd af óþekktum valdhafa Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Northern Wave leggst í dvala

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave, sem síðast var haldin í nóvember í fyrra, hættir í ár, eins og segir í tilkynningu. Hún hóf göngu sína fyrir 15 árum og hefur verið haldin árlega á Snæfellsnesi að undanskildu árinu 2020 vegna Covid-19 Meira
11. mars 2023 | Tónlist | 552 orð | 3 myndir

Róið fram í spunann

Fyrst og síðast finnur maður fyrir vináttunni og samskynjuninni, að það er leitast við að finna einhverju fallegu farveg í miðjum og ógnandi heimsfaraldri. Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 920 orð | 1 mynd

Röddin í samspili við gítarinn

Áralangt samstarf söngkonunnar Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og gítarleikarans Francisco Javier Jáuregui við spænska tónskáldið David del Puerto hefur leitt af sér útgáfu plötunnar Með þér – David del Puerto Vocal Works Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Seinasta umferð fyrir Óskar

Óskarsverðlaunin, þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, verða afhent annað kvöld í Los Angeles og ríkir að venju mikil eftirvænting fyrir hátíðinni. Hér má sjá starfsmann Óskarsakademíunnar, sem veitir verðlaunin, úða gullmálningu á stytturnar sem prýða munu hátíðarsvæðið á ólíkum stöðum Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 151 orð | 1 mynd

Ugluspegill í Úthverfu á Ísafirði

Sýning á verkum Önnu Hrundar Másdóttur, Daníels Björnssonar og Jóhannesar Atla Hinrikssonar verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í galleríinu Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið Ugluspegill (EulenSpiegel) og stendur yfir til 2 Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 166 orð | 1 mynd

Undirljómi á Reykjanesi

Sýningin Undirljómi / Infra-glow verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í dag kl. 14 og lýkur 16. apríl. Sýningarstjórar eru þær Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander sem stunda meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild… Meira
11. mars 2023 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Verk eftir Steingrím frumflutt

Kór Breiðholtskirkju heldur tónleika á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju í dag, laugardag, kl. 15.15 í tilefni af 35 ára vígsluafmæli Breiðholtskirkju. Frumfluttar verða mótetturnar Sancta Maria, Succurre Miseris og Ave Santissima virgo Maria eftir Steingrím Þórhallsson Meira

Umræðan

11. mars 2023 | Pistlar | 432 orð | 1 mynd

Almenningur veit sínu viti

Evrópuumræðan er á fleygiferð eins og alla jafna þegar harðnar í ári. Þegar verðbólgudraugurinn stígur dans, vextir hækka upp úr öllu valdi og krónan hrynur þá finnum við, sem lifum í íslenska efnahagsumrótinu, það verulega á eigin skinni Meira
11. mars 2023 | Pistlar | 819 orð

Arnór ræðir íslenskan her

Arnór segir í bókinni að skortur á íslenskum herafla leiði af sér að við ráðum hvorki yfir sérfræðikunnáttu né viðbragðsliði til að mæta óvæntum ógnum. Meira
11. mars 2023 | Pistlar | 456 orð | 2 myndir

Diljá

Um síðustu helgi var mikið um dýrðir í úrslitum Söngvakeppninnar. Í lokaeinvíginu hafði framlag Diljár betur. Nafnið Diljá verður því væntanlega áfram á allra vörum næstu vikur og mánuði. Diljárnafnið hefur þekkst í íslensku í nokkrar aldir og er… Meira
11. mars 2023 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

Efling verknáms

Um er að ræða talsverða uppbyggingu, sem mun skila sér margfalt til baka að lokum. Meira
11. mars 2023 | Pistlar | 557 orð | 4 myndir

Gengur á ýmsu hjá Vigni Vatnari á EM

Vignir Vatnar Stefánsson á enn allgóða möguleika á að ná lokaáfanganum að stórmeistaratitli þrátt fyrir töp í sjöttu og sjöundu umferð Evrópumóts einstaklinga, sem lýkur á mánudaginn í Vrnjacka Banja í Serbíu Meira
11. mars 2023 | Aðsent efni | 1327 orð | 1 mynd

Ráðuneyti sannleikans og endurmenntun þjóðarinnar

Innrætingarnámskeiðunum sem ríkið á að standa fyrir á meira og minna öllum sviðum samfélagsins. Hverjir munu skrifa námsefnið og kenna námskeiðin? Líklega er óhætt að veðja á að það verði ekki grandvarir sérfræðingar með vernd einstaklingsfrelsis og réttarríkisins að leiðarljósi. Meira
11. mars 2023 | Aðsent efni | 583 orð | 1 mynd

Slysahætta vestan Strákaganga

Óþolandi er að mörg brýnustu verkefnin víða um land skuli um ókomin ár sitja á hakanum. Meira
11. mars 2023 | Aðsent efni | 506 orð | 1 mynd

Sterkt og skynsamlegt samkeppniseftirlit

Samkeppniseftirlitið á ekki að koma í veg fyrir að íslenskt atvinnulíf geti nýtt nútímatækni í framleiðslu og dreifingu og lækkað þannig framleiðslukostnað. Slík framganga mun ekki lækka vöruverð til neytenda eða þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Meira
11. mars 2023 | Aðsent efni | 275 orð

Sögulegar deilur

Tveir kunnustu menntamenn Ítala á tuttugustu öld voru heimspekingurinn Benedetto Croce og hagfræðingurinn Luigi Einaudi. Báðir voru þeir frjálshyggjumenn, en þeir deildu um, hvað í því fælist. Croce var lærisveinn Hegels og taldi sögu mannkyns sögu… Meira
11. mars 2023 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Varnir Íslands í höndum Íslendinga í ýmsum sviðsmyndum

Íslendingar hafa sýnt með rekstri lögreglu, björgunarsveita og LHG að þeir geti tekist á við erfið verkefni. Rekstur hers væri þar ekki undantekning. Meira
11. mars 2023 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Viljum við alheimsstjórn?

Við virðumst sem þjóð ekki hafa dug til að stjórna okkur sjálf. Eigum við að leyfa alheimsauðvaldinu að taka það að sér? Meira

Minningargreinar

11. mars 2023 | Minningargreinar | 1583 orð | 1 mynd

Beinta Maria Didriksen

Beinta Maria Didriksen fæddist í Reykjavík 23. júlí 2000. Hún lést á Landspítalanum 26. febrúar 2023. Foreldrar hennar eru Heidi Didriksen, fædd 9.8. 1968 á Ströndum í Færeyjum og Schumann Didriksen, fæddur 30.1 Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 1364 orð | 1 mynd

Björn Magnússon

Björn Magnússon fæddist 18. september 1966 í Óðinsvéum i Danmörku. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Ålesund i Noregi 27. janúar 2023. Foreldrar Björns eru Magnús Gústafsson, f. 1941, og Margrét S Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 1438 orð | 1 mynd

Borghildur Kristín Magnúsdóttir

Borghildur Kristín Magnúsdóttir fæddist 1. febrúar 1974. Hún lést 20. febrúar 2023. Útför hennar fór fram 7. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 747 orð | 1 mynd

Einar Guðni Ólafsson

Einar Guðni Ólafsson fæddist í Reykjavík 11. maí árið 1945. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum 4. febrúar 2023. Foreldrar Einars voru Sigríður Marín Einarsdóttir húsfreyja, frá Bakka í Dýrafirði, f Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 599 orð | 1 mynd

Grétar Bæring Ingvarsson

Grétar Bæring Ingvarsson fæddist 11. ágúst 1933. Hann lést á heimili sínu 17. desember 2022. Foreldrar hans voru Sveinsína Þuríður Bæringsdóttir, f. 21. apríl 1890 og Ingvar Kristjánsson, f. 11. október 1894, lengst af bændur á Hafursstöðum á Fellsströnd Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 2104 orð | 1 mynd

Guðrún Halldóra Oddsdóttir

Guðrún Halldóra Oddsdóttir, Dóra, fæddist 25. september 1951 í Miðfirði á Langanesströnd. Hún lést 8. febrúar 2023 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hennar voru Oddur Vilhelm Bjarnason, f. 4.11. 1918, d Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 1129 orð | 1 mynd

Hólmfríður Jónsdóttir

Hólmfríður Jónsdóttir fæddist á Merkigili í Eyjafirði 23. nóvember 1926. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 22. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Rósinberg Sigurðsson, f Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 697 orð | 1 mynd

Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir

Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir fæddist á Jaðri við Vestmannabraut í Vestmannaeyjum 30. nóvember 1937. Hún lést 20. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Samúel Ingvarsson, bóndi frá Neðridal í Vestur-Eyjafjallahreppi, f Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 3225 orð | 1 mynd

Ingibjörg Zophoníasdóttir

Ingibjörg Zophoníasdóttir, f. á Hóli í Svarfaðardal 22.8. 1923. Hún lést á dvalarheimilinu Skjólgarði á Höfn 27.2. 2023. Foreldrar: Súsanna Guðmundsdóttir, f. 6.2. 1884 á Óslandi í Óslandshlíð í Skagafirði, d Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 143 orð | 1 mynd

Jóhann Frímann Stefánsson

Jóhann Frímann Stefánsson fæddist 9. maí 1952. Jóhann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 23. janúar 2023. Útförin fór fram í kyrrþey 1. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 705 orð | 1 mynd

Jón Hjartarson

Jón Hjartarson fæddist 4. apríl 1944. Hann lést 12. febrúar 2023. Útför hans fór fram 4. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 724 orð | 1 mynd

Júlíus Oddsson

Júlíus Oddsson fæddist 5. janúar 1939 í Mörtungu á Síðu. Hann lést á heimili sínu 2. mars 2023. Hann var sonur hjónanna Odds Skúlasonar og Ástu Þórunnar Helgu Ólafsdóttur. Systkini Júlíusar eru Ólafur Oddsson, f Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2023 | Minningargreinar | 797 orð | 1 mynd

Sveinbjörn Birgisson

Sveinbjörn Birgisson fæddist 17. september 1968. Hann lést 2. febrúar 2023. Útför hans fór fram 16. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 245 orð | 1 mynd

Eimskip hyggur á nýsmíði í skipaflota

Formlegrar ákvörðunar um nýsmíði Eimskips er að vænta innan skamms. Þetta sagði Óskar Magnússon, stjórnarformaður Eimskips, í ræðu sinni á aðalfundi félagsins sem fram fór á fimmtudag. Þar sagði hann að ráðist hefði verið í hagræðingar á flestum… Meira
11. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Ekki hefur slegið á ferðavilja til landsins

Ferðaþjónustan er að endurheimta sinn fyrri sess sem stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins. Þetta kemur fram í greiningu Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Hann spáir 2,1 milljón ferðamanna hingað til lands á þessu ári Meira
11. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 459 orð | 1 mynd

Kurr milli eigenda í Kringlunni

Björn Leví Óskarsson blo@mbl.is Hópur eigenda skrifstofuhúsnæðis í Kringlunni hefur stefnt Rekstrarfélagi Kringlunnar. Telja þeir að þeim sé óskylt að taka þátt í sameiginlegum markaðskostnaði, en samþykktir félagsins gera ráð fyrir því að allir eigendur taki þátt í þeim kostnaði. Málið verður tekið til meðferðar í héraðsdómi í maí. Meira

Daglegt líf

11. mars 2023 | Daglegt líf | 802 orð | 4 myndir

Sigga Vigga er með stöðugt múður

Sigga Vigga á enn erindi og það er margt sem kemur saman í henni. Mér finnst athyglisvert að það hittist svona á að bækurnar um þessa fiskverkakonu komi út núna á þeim tíma sem verkalýðsdeilur um kvennastörf standa sem hæst Meira

Fastir þættir

11. mars 2023 | Í dag | 56 orð

„[A]llir sem [...] áttu grasbít [...] voru sektaðir um kartöflu…

„[A]llir sem [...] áttu grasbít [...] voru sektaðir um kartöflu fyrir að hafa átt ágángspening í kirkjugarðinum“ segir í smásögu eftir Laxness. Ágangsfé, -fénaður eða -peningur er búfé sem sækir í landareign annarra Meira
11. mars 2023 | Í dag | 852 orð | 3 myndir

Brennur fyrir hag landsbyggðarinnar

Hugrún Harpa fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akranesi 11. mars 1983, en strax eftir fæðinguna var keyrt með hana beint austur á Hornafjörð. „Ég er alin upp á Hlíðarbergi á Mýrum yngst og eina stelpan með þrjá eldri bræður Meira
11. mars 2023 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Draumur Kötlu rættist

Það er ýmislegt á döfinni hjá tvítugu söng- og leikkonunni Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur en hún var tilnefnd til Edduverðlauna á dögunum, eitthvað sem hún á enn erfitt með að trúa, og undirbýr sig nú fyrir að fylgja framlagi Íslands í Eurovision alla … Meira
11. mars 2023 | Í dag | 251 orð | 1 mynd

Drífa Huld Guðjónsdóttir

30 ára Drífa Huld fæddist á Akranesi 11. mars 1993 og bjó fyrstu árin í Búðardal. „Svo fluttum við í Hrútafjörðinn í sveitina þegar ég var í 4. bekk, en þegar ég var í 8. bekk fluttum við á Hvammstanga.“ Drífa Huld segir að það hafi… Meira
11. mars 2023 | Í dag | 172 orð

Heppni og óheppni. N-Allir

Norður ♠ ÁKD106 ♥ 5 ♦ ÁK862 ♣ 95 Vestur ♠ 93 ♥ 98763 ♦ DG74 ♣ 76 Austur ♠ G752 ♥ ÁKG1043 ♦ 9 ♣ Á3 Suður ♠ 84 ♥ D ♦ 1053 ♣ KDG10842 Suður spilar 5♣ dobluð Meira
11. mars 2023 | Í dag | 253 orð

Hver á sinn djöful að draga

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Dvelur hann í djúpum sæ. Dragnast allir með hann. Hjónabands er böðull æ. Býr jörð fyrir neðan. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Djöflafiskur í djúpum sæ Meira
11. mars 2023 | Í dag | 1532 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Æskulýðsmótsmessa kl. 11. Einsöngur María Björk Jónsdóttir og Lára Ósk Hlynsdóttir. Eyþór Ingi Jónsson leiðir söng. Prestar eru Erla Björk Jónsdóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Sunnudagaskólakrakkar eru velkomnir Meira
11. mars 2023 | Í dag | 163 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 Rd7 6. 0-0 a5 7. a4 f6 8. c4 fxe5 9. dxe5 Bc5 10. Rbd2 Re7 11. Rb3 0-0 12. Rxc5 Rxc5 13. Rd4 dxc4 14. Bxc4 Rd5 15. f4 Be4 16. Rb3 Rxb3 17. Dxb3 b5 18. axb5 Db6+ 19 Meira
11. mars 2023 | Árnað heilla | 192 orð | 1 mynd

Sveinn Jónsson

Sveinn Jónsson, kallaður framtíðarskáld, fæddist 11. mars 1892 á Blöndubakka í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var sonur hjónanna Jóns Stefánssonar bónda og Helgu Bjarnadóttur. Þekktastur er Sveinn fyrir skáldaár sín í MR frá 1911 en mörg kvæða hans birtust í Óðni og ljóðabók Framtíðarinnar Meira

Íþróttir

11. mars 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Aftur í Fram eftir 14 ára fjarveru

Handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason gengur í raðir uppeldisfélags síns, Fram, fyrir næsta tímabil en handbolti.is greindi frá þessu í gær. Hann hefur leikið með ÍBV frá árinu 2021. Rúnar, sem er 34 ára gamall og hefur leikið 88 landsleiki, fór frá… Meira
11. mars 2023 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Eyjakonur unnu sinn fjórtánda leik í röð

ÍBV vann sinn fjórtánda leik í röð í úrvalsdeild kvenna í handbolta, Olís-deildinni, með sjö marka sigri á Haukum, 30:23, á Ásvöllum í gær. ÍBV var sterkara liðið fyrstu tíu mínúturnar sem og síðustu tíu en utan þess var mikið jafnræði á milli liðanna Meira
11. mars 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Frá Orlando til Breiðabliks

Bandaríska knattspyrnukonan Toni Pressley er gengin til liðs við Breiðablik en hún hefur leikið í bandarísku atvinnudeildinni undanfarin tíu ár. Þar af síðustu sex árin með Orlando Pride þar sem hún var samherji Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur Meira
11. mars 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Hákon með langan samning

Hákon Rafn Valdimarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í knattspyrnu, hefur gert nýjan fimm ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Elfsborg, til ársloka 2027. Hákon, sem er 21 árs, kom til Elfsborg frá Gróttu sumarið 2021 og hafði þá verið aðalmarkvörður Gróttu í þrjú ár Meira
11. mars 2023 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

HK og KA mætast í úrslitaleiknum

HK og KA mætast í úrslitaleiknum í bikarkeppni kvenna í blaki í Digranesi í Kópavogi í dag en liðin unnu nokkuð örugga sigra á Völsungi og Þrótti úr Fjarðabyggð í undanúrslitunum í gær. Úrslitaleikur liðanna hefst klukkan 15.30 en á undan, eða… Meira
11. mars 2023 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

HK og KA mætast í úrslitaleiknum

HK og KA tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í blaki, Kjörísbikarnum, í Digranesi í gær. Fyrri leikur dagsins var á milli HK og Völsungs þar sem HK hafði betur, 3:1. Kópavogsliðið vann fyrstu hrinu 25:17 en Völsungur svaraði í næstu hrinu og vann 25:21 Meira
11. mars 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Krefst fjórtán milljóna frá FH

Danski knattspyrnumaðurinn Morten Beck Guldsmed ætlar að draga FH fyrir dómstóla en hann telur félagið skulda sér 14 milljónir króna í laun eftir að hann lék með því 2019 til 2021. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr Meira
11. mars 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Rashford bestur

Marcus Rashford var í gær útnefndur besti leikmaður febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fimm mörk í fjórum leikjum Man­chester United í deildinni í febrúar og var valinn bestur í mánuði í þriðja sinn á tímabilinu Meira
11. mars 2023 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

Staðráðnir í að snúa þessu við á morgun

„Þetta var frekar þungt eftir leikinn en við erum búnir að fara vel yfir hann og vorum að klára fund þar sem við fórum aðeins yfir sóknarleikinn. Þar sáum við fullt af litlum hlutum sem ætti að vera auðvelt að laga,“ sagði Ágúst… Meira
11. mars 2023 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Valsmenn upp að hlið Njarðvíkur

Valsmenn jöfnuðu Njarðvík að stigum á toppnum í úrvalsdeild karla í körfubolta með afar þægilegum útisigri á Keflavík, 111:80, í gærkvöld. Valsmenn voru með frumkvæðið allan leikinn en leiddu með aðeins fjórum stigum í hálfleik, 49:45 Meira
11. mars 2023 | Íþróttir | 844 orð | 2 myndir

Við skuldum okkur og þjóðinni alvöruleik

„Það var lítið sofið nóttina eftir Tékkaleikinn og svo tók við langt ferðalag heim til Íslands þannig að maður hefur hugsað um lítið annað síðan á miðvikudaginn en þetta tap í Brno,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska… Meira

Sunnudagsblað

11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 105 orð | 1 mynd

„Merkilegasti maður sem ég hef hitt á ævinni“

Jakob Frí­mann Magnús­son hef­ur ým­is­legt á prjón­un­um en hann mætti í Ísland vakn­ar og fór um víðan völl í viðtali við þau Krist­ínu Sif og Þór Bær­ing. Þar ræddi hann meðal ann­ars um frumflutning á 40 ára gömlu hljóm­plöt­unni Jack Magnet, í Bæj­ar­bíói 25 Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 887 orð | 2 myndir

Að kveikja áhuga barna á lestri

Okkar rannsóknir sýna sterkt samband milli ástríðu og flæðis og milli þrautseigju og flæðis. Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 656 orð | 1 mynd

Amman með vöndinn

Fletjum ekki út mergjaðan texta til að gera hann meinlausan og hversdagslegan. Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 348 orð | 1 mynd

Ástríðan í nútímatónlist

Segðu mér frá tónleikunum Morricone og Rota í nýju ljósi. Morricone og Rota störfuðu báðir á gullaldartíma ítalskrar kvikmyndaframleiðslu og þeir urðu fljótt órjúfanlegur hluti þess heims. Þeir urðu strax þekktir fyrir kvikmyndatónlist en voru minna þekktir fyrir að skrifa verk fyrir kammersveitir Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 48 orð

Besta leikkona í aðalhlutverki

Cate Blanchett (Tár) Ana de Armas (Blonde) Andrea Riseborough (To Leslie) Michelle Williams (The Fabelmans) Michelle Yeoh (Everything Everywhere All at Once) Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 66 orð

Besta leikkona í aukahlutverki

Angela Bassett (Black Panther: Wakanda Forever) Hong Chau (The Whale) Kerry Condon (The Banshees of Inisherin) Jamie Lee Curtis (Everything Everywhere All at Once) Stephanie Hsu (Everything Everywhere All at Once) Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 66 orð | 1 mynd

Besta mynd

All Quiet on the Western Front Avatar: The Way of Water The Banshees of Inisherin Elvis Everything Everywhere All at Once The Fabelmans Tár Top Gun: Maverick Triangle of Sadness Women Talking Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 42 orð | 1 mynd

Besti leikari í aðalhlutverki

Austin Butler (Elvis) Colin Farrell (The Banshees of Inisherin) Brendan Fraser (The Whale) Paul Mescal (Aftersun) Bill Nighy (Living) Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 60 orð | 1 mynd

Besti leikari í aukahlutverki

Brendan Gleeson (The Banshees of Inisherin) Brian Tyree Henry (Causeway) Judd Hirsch (The Fabelmans) Barry Keoghan (The Banshees of Inisherin) Ke Huy Quan (Everything Everywhere All at Once) Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 56 orð | 1 mynd

Besti leikstjóri

Martin McDonagh (The Banshees of Inisherin) Daniel Kwan, Daniel Scheinert (Everything Everywhere All at Once) Steven Spielberg (The Fabelmans) Todd Field (Tár) Ruben Östlund (Triangle of Sadness) Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 844 orð | 2 myndir

Eina vonin að hjálpin komi fljótt!

Sjerfróðir menn, sem í gær skoðuðu stykki þau úr „Þormóði“, sem „Sæbjörg“ kom með telja greinileg merki þess, að skipið hafi tekið niðri. Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

Fólk stuðað til ólífis

Máttur Ástralska leikkonan Toni Collette hefur farið mikinn í sjónvarpi undanfarin ár og misseri og enn er hún á ferð í flunkunýjum þáttum, The Power eða Mættinum. Þar hafa unglingsstúlkur þá sérstöðu meðal manna að þær geta stuðað fólk á förnum vegi til ólífis með fingrunum einum saman Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 687 orð | 4 myndir

Hver fær Óskarinn?

Tíu myndir eru tilnefnar sem besta mynd ársins. Ásgrímur hefur ekki séð þær alveg allar en flestar. „The Banshees of Inisherin, Everything Everywhere All at Once og The Fabelmans eru frábærar kvikmyndir,“ segir hann Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 129 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Lausnina skrifið þið niður á…

Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 19. mars. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina Prinsessur – Lesum og skreytum Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 20 orð

Kanntu að telja? – Hvað kemur næst? – Finndu réttan skugga

Getur þú fundið út hvaða form kemur næst í röðinni? Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 420 orð

Keppnisferð í Múspellsheim

Surtur er sagður sitja til landvarnar í Múspellsheimi með logandi sverð í hendi. Hann mölvaði líka Bifröst og banaði Frey. Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 68 orð | 1 mynd

Kominn með svarta beltið

Áfangi Matt Heafy, forsprakki bandaríska málmbandsins Trivium, hlaut á dögunum svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Hann greindi sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum en að baki liggja ófáir lítrar af blóði, svita og tárum en Heafy, sem er 37 ára, hóf að stunda íþróttina fyrir réttum áratug Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 281 orð | 1 mynd

Líf í skugga morðs

Leikarinn Robert Blake er látinn, 89 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Með köldu blóði og sjónvarpsþáttunum Baretta en fyrir þá fékk hann Emmy-verðlaunin. Hann hóf leikferil sinn strax á barnsaldri Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 82 orð | 1 mynd

Löggur elta löggu sem eltir bófa

Svalur Haldiði að svalasti maður sjónvarpssögunnar, breski rannsóknarlögreglumaðurinn John Luther, sé ekki snúinn aftur í kvikmynd á efnisveitunni Netflix. Luther: The Fallen Sun kallast ræman og Luther, sem fallið hefur af stalli sínum, er… Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 342 orð | 6 myndir

Nýjar slóðir og framandi menningarheimar

Lestur er mitt aðaláhugamál. Ég hef lesið mikið allt frá barnæsku. Þær bækur sem ég met mest eiga það flestar sameiginlegt að kynna fyrir mér nýjar slóðir og framandi menningarheima eða tengjast því sem er að gerist í heiminum, bæði áður fyrr og á okkar tímum Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 1007 orð | 3 myndir

Orgað gegnum sorgina

Lífið leikur við hina ungu Allison. Hún er nýtrúlofuð, vinmörg og vegnar vel í leik og starfi. Þá kemur skellurinn. Hún verður völd að umferðarslysi þar sem tilvonandi mágkona hennar bíður bana. Örvænting grípur um sig, sambandið liðast í sundur og brúðkaupinu er aflýst Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 151 orð | 2 myndir

Ópið var í veðurkortunum

Allra veðra er von á Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, en Lengjustuðullinn á því að sjálft Ópið eftir norska listmálarann Edvard Munch myndi birtast í veðurkortunum í vikunni hlýtur að hafa verið býsna hár Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 181 orð

Rósa segir við pabba sinn: „Pabbi veistu hvað 0 sagði við 8?“…

Rósa segir við pabba sinn: „Pabbi veistu hvað 0 sagði við 8?“ Pabbi: „Nei“. Rósa: „Flott belti!“ Kennarinn: „Hvort er lengra í burtu, tunglið eða Ástralía?“ Lísa: „Ástralía, ég sé til tunglsins á … Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 863 orð

Samstaða í breyttum heimi

Ég legg áherslu á að Ísland standi vel og myndarlega að þeim verkefnum þar sem við getum orðið að liði í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 156 orð | 1 mynd

Snjólaust Ísland

„Meðan öll Norður-Evrópa er á kafi í snjó og ísinn teppir siglingaleiðir er Ísland að heita má snjólaust og okkur finnst komið vorveður,“ sagði í frétt Morgunblaðsins 12. mars 1963. Fram kom að stillan, sem byrjaði um jólin, hefði verið óvanalega langvinn Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 958 orð | 1 mynd

Stundarfriður og skjalasöfn

Vikan hófst á hressilegri umræðu um varnarmál og hvort ráð væri að lýðveldið byði út her til þess að annast einhvern hluta eigin landvarna, líkt og Arnór Sigurjónsson, fráfarandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, stakk upp á Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 36 orð

Sögur, límmiðar og myndarammar! Skemmtilegar sögur um prinsessurnar…

Sögur, límmiðar og myndarammar! Skemmtilegar sögur um prinsessurnar vinsælu og 4 litríkar myndir úr pappa fylgja með ásamt límmiðum. Skreyttu myndarammana með límmiðunum og herbergið með myndunum sem geta staðið á hillu eða hangið á vegg. Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 1070 orð | 1 mynd

Vinir saman á sviði

Það sem við Bjarni höfum lagt áherslu á í samvinnu okkar er að öllu máli skiptir að það sé kjöt á beinunum. Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 3237 orð | 3 myndir

Vissi að þetta yrði stór saga

Að segja bless við barnið mitt er það hræðilegasta sem ég hef gengið í gegnum, en hann hefði aldrei getað átt gott líf og því fékk hann að fara. Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Wino lætur ­allt flakka

Loksins Menn hafa lengi beðið eftir heimildarmynd um dómsdagsmálmlistamanninn Scott Weinrich, eða Wino eins og hann er gjarnan nefndur af kunningjum sínum og vinum. Sú bið er senn á enda en Wino: The Documentary verður frumsýnd fljótlega eftir páska Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 805 orð | 2 myndir

Þessi mun bráðlega lenda í slysi!

Böggull fylgir þó skammrifi. Ef marka má Ödju þá þýðir þessi næmni hennar fyrir andaheimum að þeir sem eru afbrýðisamir út í hana dunda sér við það á nóttunni að leggja á hana álög. Meira
11. mars 2023 | Sunnudagsblað | 2607 orð | 3 myndir

Þungarokkari að atvinnu

Frá mínum bæjardyrum séð er allt sem viðkemur músík skemmtilegt, líka það sem öðrum finnst leiðinlegt, svo sem að edita eða fínessa eitthvað. Mér þykja allir hlekkirnir í keðjunni áhugaverðir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.