Ólafur E. Jóhannsson Anna Rún Frímannsdóttir „Þetta er hugmynd sem kom fram í einu af fyrstu innskotunum, en þá fengum við upplyftingu sem fjaraði út,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og jarðefnafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hann var spurður álits á hugmynd sem Ólafur Flóvenz, sérfræðingur í jarðhita og jarðvísindum, viðraði á Facebook, þess efnis að landrisið í Svartsengi kynni að vera af völdum gass sem streymdi frá kviku djúpt niðri, en ekki endilega kviku sem væri að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Meira