Greinar föstudaginn 8. mars 2024

Fréttir

8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 659 orð | 2 myndir

80 milljarðar í stuðningsaðgerðir

Stjórnvöld munu verja 80 milljörðum króna í stuðningsaðgerðir á samningstíma stöðugleikasamningsins sem Samtök atvinnulífsins og breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði, Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn, undirrituðu í Karphúsinu í gær Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 162 orð

80 milljónir til fornleifa- rannsókna

Minjastofnun hefur úthlutað tæplega 80 milljónum króna úr fornminjasjóði til fornleifarannsókna. Alls bárust 63 umsóknir til sjóðsins og var sótt um rúmlega 252 milljónir króna. 23 verkefni fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni Meira
8. mars 2024 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Bandaríkjaher mun útbúa höfn á Gasa

Bandarískir embættismenn sögðu í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi skýra frá því í stefnuræðu sinni á Bandaríkjaþingi í nótt að hann hefði fyrirskipað bandaríska hernum að útbúa höfn á Gasasvæðinu svo hægt yrði að koma meiri hjálpargögnum inn á svæðið frá sjó Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Bátastrætó tengi höfuðborgarsvæðið

Með því að byggja upp leiðakerfi fyrir bátastrætó á höfuðborgarsvæðinu mætti stytta ferðatíma verulega og bjóða um leið upp á nýja afþreyingu fyrir heimamenn og ferðamenn. Pálmar Harðarson, eigandi Þingvangs, bendir á þetta, en hann hefur falið… Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Björgvin Gíslason

Björgvin Gíslason tónlistarmaður varð bráðkvaddur 5. mars sl. 72 ára að aldri. Björgvin fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og ólst upp í Meðalholtinu. Foreldrar hans voru Gísli Gestur Guðmundsson og Hallfríður Jóna Jónsdóttir Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 512 orð | 2 myndir

Börn utan hjónabands með ræningjablóði eru útilokuð

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Rannsókn á erfðamengi Íslendinga í því skyni að finna ummerki Tyrkjaránsins er með öllu tilgangslaus,“ segir Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Tilefni orða hans er tillaga til þingsályktunar sem snýr að Tyrkjaráninu árið 1627. Fyrsti flutningsmaður er Birgir Þórarinsson og fjórir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru með honum í liði. Meira
8. mars 2024 | Fréttaskýringar | 756 orð | 1 mynd

Efnaðasti hópurinn afskiptur

Markaðsstjórar eru að missa af stóru tækifæri með því að láta aldurshópinn 55 ára og eldri afskiptan þegar kemur að markaðssetningu. Þetta segir markaðsráðgjafinn Kevin Chesters í samtali við ViðskiptaMoggann Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 256 orð | 2 myndir

Fjölbreytt starfsemi í 75 ár

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins fagnar 75 ára afmæli sínu í dag, en Krabbameinsfélag Reykjavíkur var stofnað þann 8. mars 1949. Meðal stofnenda má nefna Alfreð Gíslason lækni, Gísla Sigurbjörnsson forstjóra og Niels Dungal prófessor, sem varð fyrsti formaður félagsins Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Fyrstu farfuglar koma til landsins

Nærri 300 álftir sáust við Hvalnes í Lóni á Suðausturlandi í vikunni. Fyrstu álftirnar komu 25. febrúar og hefur þeim fjölgað síðan. „Þetta gerist mjög hratt núna,“ segir Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands á Höfn í Hornafirði í samtali við Morgunblaðið Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Gert að taka auglýsingaskiltið niður

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum Ormsson vegna auglýsingaskiltis á húsi fyrirtækisins við Lágmúla. Skiltið blasir við vegfarendum á horni Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Grindvísk börn sakna frelsisins

Tæplega 300 grindvísk börn komu saman í Laugardalshöll í gær til að ræða stöðu sína og framtíð. Margt liggur þeim á hjarta en áberandi voru áhyggjur þeirra af safnskólum, íþróttastarfi og tækifæri til að halda sambandi við bekkjarfélaga Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 206 orð | 2 myndir

Guantanamo-fangi í Safnahúsinu

Mohamedou Ould Slahi er verkfræðingur frá Máritaníu, sem var í haldi í bandaríska herfangelsinu í Guantanamo á Kúbu án ákæru frá 2002 þar til hann var látinn laus 17. október 2016. Opinn fundur verður á morgun kl Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Hreinn Friðfinnsson

Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður lést í Amsterdam miðvikudaginn 6. mars, 81 árs að aldri. Hreinn fæddist að Bæ í Miðdölum í Dalasýslu 19. febrúar árið 1943. Foreldrar hans voru Friðfinnur Sigurðsson, bóndi í Bæ, og Elín Guðmundsdóttir húsfreyja Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 139 orð

Leigubílstjórar slást um farþega við Leifsstöð

Þess eru dæmi að ferðamenn sem koma til landsins og taka leigubíl frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur séu krafðir um háar fjárhæðir fyrir aksturinn. Dæmi er um að gjaldmælir hafi verið settur í gang þegar leigubíll kom að Leifsstöð og þegar… Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 435 orð | 2 myndir

Leikþættir byggðir á sögu Eyrarbakka

Nýstofnað Leikfélag Eyrarbakka frumsýnir verkið Einu sinni á Eyrarbakka í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka klukkan 16 á morgun, laugardag, en síðan verða sýningar 16., 17., 21., 23. og 24. mars. „Við stofnuðum félagið í ágúst, sömdum… Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Loftleiðir fagna 80 árum

Á sunnudaginn verða 80 ár frá stofnun flugfélagsins Loftleiða, 10. mars 1944. Af því tilefni verður sýning á vegum Flugsafns Íslands og Sögufélags Loftleiða á Berjaya Reykjavík Natura Hotel, áður Hótel Loftleiðum Meira
8. mars 2024 | Erlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

NATO-fáninn saumaður í Svíþjóð

Sænski fáninn verður dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel á mánudag, en Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, afhenti Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær formlega aðildarskjöl um inngöngu Svía Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 325 orð | 2 myndir

Ósátt við 172 milljóna „bakreikning“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Reksturinn er þungur og þessi viðbót er skellur. Þetta eru þó bara hlutir sem við ráðum ekki við og það gefst enginn upp,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Óskar og Mariika sýna í Listvali

Þau Mariika Lobyntseva og Óskar Hallgrímsson, eða Comfortable Universe, opna sýninguna Hjartanlega þægilegt í Listval Gallery í dag, 8. mars, kl. 17. Í tilkynningu segir að nafn sýningarinnar Hjartanlega þægilegt vísi í nándina Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 301 orð

Óveruleg áhrif af efnistöku sands

Skipulagsstofnun telur að umhverfismatsskýrsla fyrirtækisins LavaConcept um efnistöku og forvinnslu á sandi í Höfðafjöru í Mýrdal uppfylli skilyrði laga um umhverfismat og er fyrirhuguð efnistaka og efnisflutningur ekki talinn hafa veruleg umhverfisáhrif í för með sér Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 46 orð

Sigurður á haus Surtlu

Ranghermt var í blaðinu í gær að uppstoppaður haus hinnar fótfráu og úrræðagóðu kindar Surtlu prýddi vegg Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Hið rétta er að Sigurður Sigurðarson dýralæknir, sem lengi starfaði á Keldum, keypti hausinn sjálfur á sínum tíma og varðveitir hann Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 308 orð | 2 myndir

Taka þarf á lögbrotunum

„Við höfum ekki áhyggjur af því. Við erum þeirrar skoðunar að þegar upp komist um lögbrot í ferðaþjónustu, að ekki sé talað um af þeirri stærðargráðu eins og virðist vera í þessu máli skv. fjölmiðlum, eigi að taka á því með viðeigandi… Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 338 orð

Telja forsendur Analytica hæpnar

Ólíklegt er að þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar í skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Analytica vann fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR um meint samráð Eimskips og Samskipa á árunum 2009-2013 eigi við um rekstur Eimskips á tímabilinu sem um ræðir Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Tímamótasamningar í höfn

Létt var yfir fólki í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúninu í gær þegar langri samningalotu breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk með undirritun nýrra kjarasamninga. Viðræðurnar höfðu staðið yfir síðan 28 Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Tónleikar til heiðurs Gunnari

„Ég var um tíma að spá í að hætta við allt saman en var hvött til að halda áfram því þetta væru svo ólíkir tónleikar, sem er alveg rétt. Núna erum við komin með nánast fullan sal,“ segir Hulda Jónasar tónleikahaldari, sem stendur fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi annað kvöld, 9 Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

True Detective er í sérflokki

Endurgreiðsla kostnaðar vegna framleiðslu fjórðu þáttaraðar sjónvarpsþáttanna True Detective hér á landi nam alls rúmum fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýju yfirliti á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 595 orð | 1 mynd

Uppgötvaði að það var líf utan Bónuss

Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar Bónuss, sagði í gær á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins, að margir kvörtuðu í dag undan skorti á fyrirsjáanleika í rekstri, vegna mikillar verðbólgu,… Meira
8. mars 2024 | Erlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Þúsundir vitja grafar Navalnís

Tugir þúsunda Rússa hafa undanfarna daga vitjað grafar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís. Þá hafa um 500 minnismerki um Navalní verið reist í um 200 borgum í Rússlandi og æ fleiri Rússar segja að spurningar um hvernig andlát Navalnís bar að höndum að hafi vaknað hjá þeim Meira
8. mars 2024 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Ævintýri líkast hjá Guðmundi

„Þetta hefur verið ævintýri líkast,“ sagði handknattleiksþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið en lið hans Fredericia hefur komið mörgum á óvart á tímabilinu og situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið af deildarkeppninni Meira
8. mars 2024 | Fréttaskýringar | 754 orð | 3 myndir

Öryggisventlar um eftirlit ekki til staðar

Sviðsljós Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Þetta er lögleysa, þeir öryggisventlar sem voru í eldri lögum og sérstaklega hvað varðar eftirlit eru ekki lengur til staðar. Þetta er bara byrjunin og það sama gerðist í hinum Norðurlandaríkjunum þar sem fjöldatakmarkanir voru afnumdar.“ Þannig lýsir Daníel O. Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, ástandinu á leigubílamarkaðinum í samtali vð Morgunblaðið, en með nýjum lögum sem gildi tóku 1. apríl 2023 voru heimildir til aksturs leigubíla rýmkaðar að miklum mun. Meira

Ritstjórnargreinar

8. mars 2024 | Leiðarar | 590 orð

Stöðugleikasamningur og klækjastjórnmál

Ábyrg afstaða á vinnumarkaði en ekki í ríkisstjórn Meira
8. mars 2024 | Staksteinar | 204 orð | 2 myndir

Vinstri grænir hóta stjórnarslitum

Þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir hafi sagst hafa sammælst um nýja heildarsýn í útlendingamálum er ekki allt útkljáð, eins og m.a. kom fram í máli Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns Vinstri grænna, í Dagmálum Morgunblaðsins í vikunni. Meira

Menning

8. mars 2024 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Bisgaard og Ólafur í Hafnarborg

Kvartett danska trommuleikarans Ulriks Bisgaards og íslenska saxófónleikarans Ólafs Jónssonar kemur fram á næstu Síðdegistónum í Hafnarborg, í dag, 8. mars, kl. 18. Ásamt þeim koma fram þeir Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Þorgrímur Jónsson bassaleikari Meira
8. mars 2024 | Menningarlíf | 379 orð | 2 myndir

Hæfileikaríkur hópur

Fimmtán listamenn sýna verk á sýningunni D-vítamín í Hafnarhúsinu. Sýningin er afsprengi svonefndar D-sýningaraðar sem hóf göngu sína í D-sal Hafnarhússins árið 2007. Þar hefur upprennandi listamönnum verið boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni Meira
8. mars 2024 | Menningarlíf | 1421 orð | 1 mynd

Mikill heiður að fá Fjöruverðlaunin

Kristín Ómarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Lilja Árnadóttir hlutu Fjöruverðlaunin 2024, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára á Íslandi sem voru afhent í 18. sinn við hátíðlega athöfn í gær í Höfða. Kristín fékk verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir … Meira
8. mars 2024 | Menningarlíf | 47 orð | 1 mynd

Myndlistarkonur í Grafíksalnum

Myndlistarsýningin Brugg verður opnuð í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem er í dag, föstudaginn 8. mars, kl. 16. Sýnendur eru: Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir,… Meira
8. mars 2024 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Sutherland er sprelllifandi

Þáttaröðin The Undoing hjá Sjónvarpi Símans varð fyrir valinu hjá mér sem afþreyingarefni á dögunum. Virtist vera ágætur söguþráður þar sem virtur barnalæknir er grunaður um hryllilegt morð Meira

Umræðan

8. mars 2024 | Aðsent efni | 941 orð | 1 mynd

Að vera aðallega skattborgari

Vert er að koma í veg fyrir að lífeyrisþegar séu eingöngu skattborgarar og fórnarlömb örlætis. Meira
8. mars 2024 | Aðsent efni | 556 orð | 2 myndir

Efnahagslegt jafnrétti

Við útrýmum hvorki kynbundnum launamun né náum fram jafnrétti á vinnumarkaði með því að sitja og bíða eftir því að það gerist af sjálfu sér. Meira
8. mars 2024 | Pistlar | 436 orð | 1 mynd

Hugvitið er efnahagsmál

Hugvit Íslendinga vekur aðdáun langt út fyrir landsteinana og er orðið að mikilvægri útflutningsgrein. Útflutningstekjur af tækni- og hugverkaiðnaði hafa farið stigvaxandi síðustu ár og nema nú rúmlega 20 prósentum af útflutningi þjóðarinnar Meira
8. mars 2024 | Aðsent efni | 239 orð | 1 mynd

Hvar kreppir skórinn?

Um alþjóðlegan baráttudag kvenna 8. mars og verkefni Soroptimistasambands Íslands. Meira

Minningargreinar

8. mars 2024 | Minningargreinar | 1489 orð | 1 mynd

Baldur Þorsteinsson

Baldur Þorsteinsson fæddist í Sauðlauksdal við Patreksfjörð 5. ágúst 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 23. febrúar 2024. Foreldrar Baldurs voru hjónin Guðrún Petrea Jónsdóttir, húsfreyja og prestsfrú, f Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 899 orð | 1 mynd

Charlotta Olsen Þórðardóttir

Charlotta Olsen Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 8. mars 1936. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. febrúar 2024. Foreldrar hennar voru Þórður Ágúst Jónsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu í Reykjavík, f Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 1677 orð | 1 mynd

Friðbjört Gunnarsdóttir

Friðbjört fæddist 15. júlí 1969 á Flateyri við Önundarfjörð. Hún lést á Spáni 19. febrúar 2024. Foreldrar Friðbjartar eru Gunnar Kr. Guðmundsson, f. 25. janúar 1946, d. 3. nóvember 2008, og Elín H. Jónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 1714 orð | 1 mynd

Guðbjörg Þorbjarnardóttir

Guðbjörg Þorbjarnardóttir fæddist á Grenivík 30. júní 1944. Hún lést á Landspítalanum 28. febrúar 2024. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Guðmundsdóttir, f. 1907, d. 1983, frá Nýjabæ í Kelduhverfi, ljósmóðir á Grenivík, og Þorbjörn Áskelsson, f Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 1742 orð | 1 mynd

Hersteinn Valtýr Tryggvason

Hersteinn Valtýr Tryggvason fæddist á Akureyri 8. júlí 1943. Hann lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar 27. febrúar 2024 eftir erfið veikindi. Foreldrar hans voru hjónin Tryggvi Haraldsson, fæddur 7 Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 1304 orð | 1 mynd

Hrafn Margeir Heimisson

Hrafn Margeir Heimisson fæddist á Höfn í Hornafirði 22. október 1954. Hann lést á Landspítalanum 24. febrúar 2024 eftir stutta baráttu við krabbamein. Foreldrar hans voru Heimir Þór Gíslason, f. 15. mars 1931, d Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 839 orð | 1 mynd

Jóhann Einarsson

Jóhann Einarsson fæddist 30. júlí 1937 á Geithellum í Suður-Múlasýslu. Hann lést hinn 27. febrúar 2024. Foreldrar hans voru hjónin Laufey Karlsdóttir og Einar Jóhannsson, bændur á Geithellum í Álftafirði, Suður-Múlasýslu Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 1368 orð | 1 mynd

Jón Jóhannsson

Jón Jóhannsson fæddist í Þurranesi í Saurbæ í Dalasýslu 18. apríl 1941. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 24. febrúar 2024. Foreldrar Jóns voru María Guðmunda Guðbjörg Ólafsdóttir, húsmóðir, f. 15 Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 2303 orð | 1 mynd

Kristín Rósa Skarphéðinsdóttir

Kristín Rósa Skarphéðinsdóttir fæddist í Kópavogi 11. febrúar 1942. Hún lést á Hrafnistu Skógarbæ 3. mars 2024. Foreldrar hennar voru Guðrún Kristjánsdóttir, f. 13.10. 1910, d. 30.9. 1973, og Skarphéðinn Guðmundsson, f Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 946 orð | 1 mynd

Lilja Jónasdóttir

Lilja Jónasdóttir fæddist á Varmavatnshólum í Öxnadal 21. október 1928. Hún lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 26. febrúar 2024. Hún var dóttir hjónanna Jónasar Rósants Jónssonar og Elínborgar Aðalsteinsdóttur, bænda á Varmavatnshólum og síðar á Hrauni í Öxnadal Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 1372 orð | 1 mynd

Sigríður Bjarnason

Sigríður Hjálmarsdóttir Bjarnason fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1926. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hömrum 21. febrúar 2024. Foreldrar Sigríðar voru Hjálmar Bjarnason bankamaður, f. 17.1. 1900, d. 7.11 Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 1269 orð | 1 mynd

Sigurvin Gunnar Sigurjónsson

Sigurvin Gunnar Sigurjónsson fæddist á Ísafirði 12. nóvember 1946. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða 29. febrúar 2024. Foreldrar hans voru Kristín Guðbjörg Kolbeinsdóttir og Sigurjón Veturliðason frá Ísafirði Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2024 | Minningargreinar | 1778 orð | 1 mynd

Soffía Sæmundsdóttir

Soffía Sæmundsdóttir var fædd 28. ágúst 1940 að Bessastöðum í Sæmundarhlíð, Skagafirði. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki þann 2. mars 2024. Foreldrar hennar voru Mínerva Gísladóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 88 orð | 1 mynd

Síldarvinnslan hagnaðist um 73 m. dala

Hagnaður Síldarvinnslunnar nam í fyrra 73,4 milljónum bandaríkjadala og dróst saman um 2,2 milljónir dala á milli ára. Þrátt fyrir lítils háttar samdrátt í hagnaði segir Gunnþór Ingvarsson forstjóri að um sé að ræða eitt besta rekstrarár Síldarvinnslunnar til þessa Meira

Fastir þættir

8. mars 2024 | Í dag | 79 orð | 1 mynd

Bryndís Þórsdóttir

30 ára Bryndís er Reykvíkingur og ólst upp í Grafarvogi. Hún er fagottleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og nam fagottleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn Meira
8. mars 2024 | Dagbók | 32 orð | 1 mynd

Ég er ennþá að átta mig á þessu

Íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir varð Íslandsmeistari með Fjölni í fyrsta sinn í sögu félagsins um síðustu helgi. Sigrún ræddi um Íslandsmótið, leikmanna- og landsliðsferilinn og framtíð íshokkís hér á landi. Meira
8. mars 2024 | Í dag | 746 orð | 3 myndir

Fjölbreytilegt líf Jóns Jónssonar

Jón Jónsson fæddist 8. mars 1924 í Álasundi í Noregi. Fimm ára gamall fluttist hann ásamt foreldrum sínum og systkinum til Íslands og bjuggu þau í Reykjavík, fyrst á Kaplaskjólsvegi og síðan á Bræðraborgarstíg og Leifsgötu Meira
8. mars 2024 | Í dag | 361 orð

Litrófið löngum er blátt

Höskuldur Þráinsson sendi mér póst og spurði hvort ég kannaðist við manninn: „Þú birtir oft vísnagátur í Mogganum. Þær eru yfirleitt með sama sniði. Hér kemur aftur á móti ein sem er öðruvísi. Í þessu tilviki á að geta upp á því hvaða maður er … Meira
8. mars 2024 | Í dag | 185 orð

Misheppnuð aukaspyrna. A-NS

Norður ♠ ÁG3 ♥ 63 ♦ D1065 ♣ D1073 Vestur ♠ -- ♥ K972 ♦ ÁKG9843 ♣ G8 Austur ♠ 9874 ♥ D5 ♦ 7 ♣ K96542 Suður ♠ KD10652 ♥ ÁG1084 ♦ 2 ♣ Á Suður spilar 5♠ Meira
8. mars 2024 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Indriði Jónsson fæddist 6. maí 2023 kl. 02.40 á Landspítalanum.…

Reykjavík Indriði Jónsson fæddist 6. maí 2023 kl. 02.40 á Landspítalanum. Hann vó 3.570 g og var 52,5 cm langur. Foreldrar hans eru Bryndís Þórsdóttir og Jón Kristinn Einarsson. Meira
8. mars 2024 | Í dag | 173 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. Rxf6+ exf6 6. Be3 Bd6 7. Bd3 Ra6 8. a3 0-0 9. Re2 He8 10. 0-0 Bg4 11. h3 Bxe2 12. Dxe2 Rc7 13. Df3 g6 14. Hfe1 f5 15. Bc4 Dh4 16. g4 Re6 17. d5 cxd5 18. Bxd5 fxg4 19 Meira
8. mars 2024 | Í dag | 61 orð

Um daginn skildum við orðasambandið komast af með e-ð eftir óskýrt. Það…

Um daginn skildum við orðasambandið komast af með e-ð eftir óskýrt. Það þýðir að manni nægi e-ð, oft notað um framfærslu – afkomu: „Ég kemst af með 300 þúsund á mánuði ef ég borða einu sinni í viku.“ Maður getur komist vel eða illa … Meira
8. mars 2024 | Dagbók | 100 orð | 1 mynd

Það þarf að vinna vinnuna

Birgitta Haukdal var stolt af íslenska Idol-hópnum í ár. „Þetta var flottur hópur. En ef þau vilja þetta nógu heitt þá verða þau að vinna vinnuna og það er ekki nóg að mæta í Idolið. Frá fyrsta degi þarftu að byrja að vinna,“ segir Birgitta Meira

Íþróttir

8. mars 2024 | Íþróttir | 435 orð | 1 mynd

Ellefti sigur Vals í röð

Valsmenn eru komnir með aðra hönd á deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir öruggan sigur gegn Álftanesi í 19. umferð deildarinnar á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með 18 stiga sigri Vals, 89:71, en Kristófer Acox var… Meira
8. mars 2024 | Íþróttir | 337 orð | 2 myndir

Knattspyrnudeild Víkings og hin bandaríska Shaina Ashouri hafa komist að…

Knattspyrnudeild Víkings og hin bandaríska Shaina Ashouri hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn spili með liðinu á komandi leiktíð. Undanfarin tvö ár hefur hún verið í stóru hlutverki hjá FH og verið fyrirliði Meira
8. mars 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Magdeburg vann úrslitaleikinn

Evrópumeistararnir í þýska liðinu Magdeburg tryggðu sér í gærkvöldi sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með 30:28-útisigri á Veszprém frá Ungverjalandi í Íslendingaslag. Var leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort liðið færi beint í átta liða úrslit Meira
8. mars 2024 | Íþróttir | 520 orð | 3 myndir

Mætast í fjórða skipti

Stjarnan og Valur mætast í bikarúrslitum kvenna í handbolta í fjórða skipti á morgun eftir ólíka sigra í undanúrslitunum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Stjarnan hafði betur gegn Selfossi, 26:25, eftir æsispennandi og framlengdan leik Meira
8. mars 2024 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Stórsigur Liverpool í Tékklandi

Liverpool bauð upp á sýningu er liðið heimsótti Spörtu frá Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi. Urðu lokatölur 5:1. Alexis Mac Allister kom Liverpool á bragðið með marki úr víti á 6 Meira
8. mars 2024 | Íþróttir | 1206 orð | 2 myndir

Verið ævintýri líkast

Handbolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í danska handknattleiksfélaginu Frederica hafa komið mörgum á óvart á yfirstandandi keppnistímabili. Meira

Ýmis aukablöð

8. mars 2024 | Blaðaukar | 69 orð | 11 myndir

10 góð sparnaðarráð í fermingarveisluna

Fermingarveislur geta í augum sumra verið heilmikið mál enda þarf að huga að mörgu eins og veitingum, skreytingum, fötum og húsnæði svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki ódýrt í dag að ferma, sér í lagi þegar kaupa þarf allar veitingar tilbúnar og leigja sal Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 636 orð | 7 myndir

Afinn myndaði og lét prenta bók

„Ljósmyndunin hefur verið svona aukabúgrein hjá mér en ég hef til dæmis selt myndir á póstkort ásamt talsverðu af landslagsmyndum. Að frumkvæði dætra minna tók ég þátt í ljósmyndasamkeppni Landverndar árið 2014 „Hjarta landsins“ þar sem ég lenti í fyrsta sæti. Verðlaunin voru að fá að fljúga með Ómari Ragnarssyni yfir hálendi Íslands, það var virkilega skemmtilegt.“ Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 860 orð | 4 myndir

Áhugamál sem vatt upp á sig

Ég á tvö börn sem eru fædd 2005 og 2008, auðvitað gerði ég gogg fyrir veislurnar þeirra. Þetta urðu í raun fjórar fermingarveislur, þar sem við fjölskyldan bjuggum úti í Danmörku á þessum tíma og vorum með eina fermingarveislu í Danmörku og aðra fyrir fjölskylduna á Íslandi fyrir bæði börnin mín Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 772 orð | 2 myndir

Ákvað að fermast í uppáhaldskirkjunni

Ég fékk boð í Háteigskirkju líka og allar vinkonur mínar eru að fermast þar, þannig að ég tók fermingarfræðsluna fram að áramótum með þeim en ákvað að mæta eftir áramót með krökkunum í Hallgrímskirkju til að kynnast bæði þeim og prestunum þar betur Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 11 orð

„Auðvitað var þetta stór pakki, bæði fyrir okkur foreldrana sem og fermingargestina“

Margrét Þóra H. Baldursdóttir á fjórbura sem fermdust fyrir 22 árum Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 132 orð | 8 myndir

„Eru fermingarveislur leiðinlegustu veislur í heimi?“

Til að koma í veg fyrir súra stemningu má sleppa því að bjóða fúla frændanum og jafnvel bjóða bara frændfólki sem barnið þekkir. Það má líka sleppa því að baka mini-pavlovurnar sem tekur „enga stund“ að baka Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 489 orð | 13 myndir

„Ég er spennt en líka svolítið stressuð“

Helena Sif var ekki á leiðinni að kaupa sér fermingarkjól þegar hún rakst á draumakjólinn þegar hún var á ferð með ömmu sinni í verslunarmiðstöð. „Ég var að skoða eitthvað með ömmu og þá voru fermingarkjólarnir komnir og þá fann ég þennan og bara keypti hann Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 770 orð | 3 myndir

„Ég var mjög heppin að hafa ekki elt tískustrauma í fermingartískunni 1986“

„Ég var mjög heppin að hafa ekki elt tískustrauma í fermingartískunni 1986 þar sem hún var mjög litrík og með mikla herðapúða. Flestir fermdust í neonlitum. Það var í tísku að vera með stóra eyrnalokka og miklar og þungar keðjur. Ég valdi sem betur fer einfaldan kross sem ég fékk í skírnargjöf frá ömmu og afa,“ segir hún. Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 393 orð | 10 myndir

„Fylgdust með athöfninni utan kirkjudyranna“

Mar­grét Þóra, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri hjá Gagna­veitu Reykja­vík­ur, rifjaði upp ferm­ingu dætra sinna, sem eru nú orðnar fjöl­skyldu­kon­ur. Mar­grét Þóra er þrett­án barna amma og á því eft­ir að fara í marg­ar skemmti­leg­ar ferm­ing­ar­veisl­ur á kom­andi árum Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 31 orð

Bíður með eftirvæntingu

Saga Sigríður E. Flókadóttir fermist í Fríkirkjunni í Reykjavík eftir skemmtilegan vetur. Hún er tilbúin með allt, þar á meðal fötin og salinn, en hárgreiðsluna ætlar hún að sjá um sjálf. Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 1323 orð | 10 myndir

Bjó til kransaköku með ömmu og afi sá um pönnukökurnar

Fermingardagurinn var mjög góður. Ég vaknaði klukkan 7 til að fara í greiðslu. Það var Kristín Sólborg á Skemmunni á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði sem sá um að greiða mér. Eftir greiðsluna fór ég heim að klæða mig og setja á mig smá farða Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 875 orð | 6 myndir

Brauðterturnar slá alltaf í gegn – Góð vegan brauðterta! „Ég var beðin um að aðstoða við veganbrauðtertu og renndi é

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 447 orð | 4 myndir

Dökkhærð kona teygði sig í neðstu hilluna og fann fjársjóð

Í fyrra fékk dökkhærð breiðleit kona þá flugu í höfuðið að nú væri tíminn kominn. Hún yrði að læra að baka kransaköku. Það er náttúrlega enginn fullnuma í heimilisfræðum nema kunna það. Ferming sonarins var fram undan og sá konan fyrir sér að það… Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 491 orð | 7 myndir

Fermingarmyndir eru tímahylki

Sig­ríður Ella Frí­manns­dótt­ir, jafn­an kölluð Sigga Ella, er með fremstu ljós­mynd­ur­um lands­ins. Hún hef­ur átt mik­illi vel­gengni að fagna frá því að hún út­skrifaðist frá Ljós­mynda­skól­an­um árið 2012 Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 1234 orð | 2 myndir

Fermir börn og er sjálf fermingarmamma

Það er alltaf hátíðleg stund að sjá spennt og prúðbúin fermingarbörn koma til kirkju og stolta fjölskyldu með á fermingardaginn. Það ríkir mikil gleði í kirkjunni og þessir dagar eru yfirleitt fullir af birtu og kærleika Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 1122 orð | 3 myndir

Fermist ein hjá frænda sínum

„Ég er að gera þetta í annað skiptið. Ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er ánægjulegt. Það er alveg dásamlegt að fylgjast með barninu fermast og halda veislu. Ég hlakka svo til að gera þetta aftur.“ Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 597 orð | 3 myndir

Fermist í brúðarkjól móður sinnar

„Mér þykir vænt um Fríkirkjuna, þar sem mamma og pabbi giftu sig og bræður mínir fermdust. Fríkirkjupresturinn skírði mig heima hjá okkur og Fríkirkjan hefur alltaf verið kirkjan mín.“ Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 473 orð | 3 myndir

Fékk allt of mikið í fermingargjöf

„Ég hélt ræðu í veislunni og samkvæmt foreldrum mínum þá hafði sú ræða ekki fengið mikla yfirlegu heldur verið samin á staðnum með tilheyrandi braki og brestum enda að byrja í mútum.“ Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 1440 orð | 5 myndir

Halda í íslenskar hefðir í Lúxemborg

„Ég er fæddur í Lúxemborg, afi minn og amma komu hingað fyrir mjög löngu, vegna þess að afi minn fékk starf hér sem flugmaður.“ Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 956 orð | 3 myndir

Hélt ræðu og spilaði á píanó í veislunni

Embla segist hafa verið svolítið með fiðrildi í maganum á fermingardaginn sjálfan og það hafi líka verið mikið að gera dagana á undan. „Ég fermdist þann 10. apríl síðastliðinn og mamma hjálpaði mikið til við skipulagninguna Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 402 orð | 4 myndir

Hlakkar til að hitta ættingja og vini

Það er nóg að gera hjá Bjarka um þessar mundir. Hann er að undirbúa fermingardaginn en er líka að æfa fimleika og stundar skíði. Leiklistin og Eurovision eiga einnig stóran sess í hjarta hans. „Fermingarfræðslan hefur verið skemmtileg, við… Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 576 orð | 3 myndir

Langar í skátaskyrtu í fermingargjöf

Ragnar segir að fjölskyldan sín hafi fermst kristilega og þess vegna langaði hann að gera það líka. Hann tók sjálfstæða ákvörðun um að fermast í Fríkirkjunni. „Ég valdi að vera í Fríkirkjunni og það er rosalega skemmtilegt Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 846 orð | 3 myndir

Leit út eins og rokkstjarna á búningaskemmtun

„Ég fékk eiturgulan stól og lampa úr Ikea í fermingargjöf frá mömmu og pabba, hvílíkir eðalgripir. Maður var svo mikið „inn“ að það var ógnvekjandi hvað ég var töff sko,“ segir Hera Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 1075 orð | 13 myndir

Mamma gerði drauminn um gula veislu að veruleika

Mér fannst dagurinn ótrúlega skemmtilegur. Þetta var dagur sem ég mun aldrei gleyma. Það var skemmtilegt allan daginn,“ segir Birgitta um fermingardaginn sinn í fyrra. „Ég fór í hárgreiðslu, ég var máluð og hárið á mér greitt Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 394 orð | 1 mynd

Óvænt uppákoma við undirbúning

„Það kom fljótt í ljós að mikil matarveisla hafði verið haldin fyrir íbúa í hádeginu og var boðið upp á tindabikkju, hákarl og annað íslenskt góðgæti sem fær tárin til að renna. Lyktin fannst alls staðar, salurinn angaði. Það var ekki líft þarna inni.“ Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 162 orð | 4 myndir

Sérhannaðar hárgreiðslur njóta vinsælda

Magnús Andri, Slakur Barber, rekur hárgreiðslustofuna Studio 220 í Hafnarfirði ásamt Gunnari Jónasi Haukssyni, sem kallar sig GuzCut. Þegar Magnús Andri er spurður út í fermingarhártískuna hjá karlpeningnum segir hann að allt gangi út á „skinfade“ Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 438 orð | 1 mynd

Sérsveitin kemur til bjargar

Það er stór stund í lífi hverrar fjölskyldu þegar komið er að þeim tímamótum að ferma barn. Ferming barnanna er fram undan. Hvernig á veislan að vera? Hverju vill barnið klæðast? Hverjum á að bjóða og svo þarf að gera kostnaðaráætlun svo að mamma og … Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 782 orð | 3 myndir

Spennt fyrir fyrstu fermingarvertíðinni

„Það er miklu minna um greiðslur í dag en var hér áður fyrr. Þá voru meiri greiðslur og hárið oft sett upp. Í dag eru greiðslurnar hjá stelpum ofsalega náttúrulegar.“ Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 160 orð | 19 myndir

Tímalausar og einfaldar skreytingar á fermingarborðið

Þú getur alltaf treyst á að finna fallegar skreytingar í náttúrunni, en blóm, bæði lifandi og þurrkuð, greinar og strá bjóða upp á ótal möguleika í skreytingum. Hægt er að leika sér með mismunandi liti, áferð og samsetningu Meira
8. mars 2024 | Blaðaukar | 471 orð | 3 myndir

Valdi matseðilinn, salinn og fötin

Dans, söngur og tónlist eru mín helstu áhugamál. Ég er í Dansskóla Birnu Björns og einnig í söngleikjadeildinni þar. Ég er einnig í hljómsveitinni Espólin á vegum Miðstöðvarinnar í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem ég spila á hljómborð og syng Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.