Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Kaupin ganga gegn skýrri stefnu ríkisstjórnar um að draga úr þátttöku ríkisins á fjármálamarkaði. Það er umhugsunarvert fyrir alla, bæði þá sem eru á fjármálamarkaði og þá sem sitja á Alþingi, hvernig stjórnir einstakra ríkisfyrirtækja, úrskurðarnefndir og embættismenn eru í raun búin að taka sér svo mikil völd að kjörnir fulltrúar eiga litla sem enga möguleika á að framfylgja pólitískri stefnu, eins og í þessu tifelli,“ segir Óli Björn Kárason alþingismaður í samtali við Morgunblaðið.
Meira