Greinar föstudaginn 3. maí 2024

Fréttir

3. maí 2024 | Fréttaskýringar | 695 orð | 2 myndir

229 slösuðust alvarlega í umferðinni

Heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem slösuðust eða létu lífið í umferðinni á seinasta ári var 1.373 í alls 977 slysum. Voru þeir 243 fleiri en á árinu á undan. Átta einstaklingar, sex karlar og tvær konur, létust í jafnmörgum slysum í umferðinni í fyrra, einum færri en á árinu á undan Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 351 orð | 2 myndir

28 í beinan karllegg til Kveldúlfs

Samkvæmt Íslendingabók er unnt að rekja fjóra beina karlleggi aftur á landnámsöld. Þannig geta 28 manns hér á landi rakið ætt sína í beinan karllegg til Kveldúlfs, afa Egils Skallagrímssonar. Frá þessu greinir Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur og… Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

691 útkall vegna þjófnaðar í fyrra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer í 700-800 útköll ári vegna þjófnaðar í verslunum ef skoðaðar eru skráningar í kerfi lögreglunnar frá 2018. Á síðasta ári voru tilfellin heldur færri en árin á undan en þá voru 691 skipti þar sem óskað var eftir afskiptum lögreglu vegna þjófnaðar í verslunum Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 97 orð

Átta létust og 229 slösuðust alvarlega

„Árið 2023 kom illa út að flestu leyti en þó eru ljósir punktar inn á milli,“ segir í nýútkominni ársskýrslu slysaskráningar umferðarslysa sem Samgöngustofa gefur út. Átta létust í umferðarslysum í fyrra, einum færri en á árinu á undan… Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Bílastæðamálin alveg „út úr kortinu“

„Við erum í þvílíkum vandræðum hérna,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Fram. Athygli hefur vakið að mikið öngþveiti skapast jafnan þegar leikir eru á velli félagsins í Úlfársárdal Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Borgin tapaði 3,4 milljörðum í fyrra

Tap Reykjavíkurborgar nam 3,4 milljörðum króna í fyrra, en hagnaður ársins 2022 var sex milljarðar. Fjárhagsáætlun borgarinnar gerði ráð fyrir um 9,6 milljarða hagnaði af A- og B-hluta á síðasta ári, og er afkoman því um 13 milljörðum lakari en áætlunin gerði ráð fyrir Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Byggt á lítilli lóð í Vesturbænum

Hafin er bygging íbúðarhúss á lóðinni Seljavegur 1, gegnt nýja hótelinu í Héðinshúsinu. Íbúar við Vesturgötu mótmæltu byggingunni þegar áformin voru kynnt en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lóðin Seljavegur 1 er þríhyrningslaga og án efa með allra minnstu lóðum í höfuðborginni Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 207 orð

Engir þingmenn sitji í ríkisstjórn

Landskjörstjórn tilkynnti í gær að Viktor Traustason hefði náð að skila inn gildu framboði eftir að hann fékk framlengdan frest til að laga undirskriftir sínar. Kom mikill kippur í rafræna undirskriftasöfnun hans eftir að fresturinn var veittur, og endaði Viktor með 1.982 gildar undirskriftir Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Eyjatónleikar fyrir Grindvíkinga

Eyjamenn halda styrktartónleika fyrir Grindvíkinga í Höllinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Tónleikarnir, Heim á ný, og hefjast klukkan 20. Blákaldur veruleikinn sló Vestmannaeyinga á fallegu en köldu vetrarkvöldi 1973 þegar Eyjarnar byrjuðu að hristast … Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Íslenskur maður grunaður um rán

Íslenskur karlmaður hefur verið handtekinn og úrskurðaður i gæsluvarðhald til 7. maí nk. grunaður um aðild að ráni á tveimur til þremur tugum milljóna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar við Hamraborg í Kópavogi í mars sl Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 401 orð

Kíghósti dreifist um landið

Greindum tilfellum kíghósta fjölgar enn hér á landi. Nú hefur kíghósti greinst hjá 17 einstaklingum samkvæmt upplýsingum frá embætti sóttvarnalæknis. Flest tilfelli hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu en einhver tilfelli hafa einnig greinst á landsbyggðinni Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 262 orð | 3 myndir

Kynna tillögur við Ægisíðuna

Fasteignafélagið Yrkir, dótturfélag Festi, hefur kynnt tillögur þriggja arkitektastofa að uppbyggingu á Ægisíðu 102 í Reykjavík. Á reitnum er nú bensínstöð N1 í eigu Festi. Stofurnar eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar og eru hugmyndir þeirra sýndar á myndum hér fyrir ofan Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 162 orð | 2 myndir

Lóðir á nýju svæði við Torfunef boðnar út í vor

Framkvæmdir við stækkun Torfunefsbryggju ganga ágætlega um þessar mundir. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands, segir að verkinu hafi seinkað frá því sem áætlað var en sig var meira á svæðinu en búist var við Meira
3. maí 2024 | Erlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Lög og regla verða að ríkja

Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu gær um víðtæk mótmæli sem hafa verið gegn stríðinu á Gasasvæðinu í háskólum landsins undanfarið. Sagði hann að Bandaríkin væru ekki valdboðsríki sem þaggaði niður í fólki og bældi niður andóf… Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Olíufélögum boðin óeðlileg kjör

Reykjavíkurborg veitti olíufélögum undanþágur frá gjöldum sem nema milljörðum króna að sögn Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu um að innri endurskoðun rýndi aðdraganda samninganna var frestað á fundi borgarráðs í gær Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 294 orð

Opnað fyrir umsóknir fyrirtækja

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29, en hún verður haldin í Bakú í Aserbaísjan dagana 11.-22. nóvember. Grænvangur, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og… Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 132 orð | 2 myndir

Reru á miðin á nýju strandveiðitímabili

Strandveiðitímabilið hófst í gær og smábátasjómenn víða um land tóku til óspilltra málanna enda viðraði víða vel til sjósóknar. Í gær höfðu um 550 bátar fengið leyfi til strandveiða hjá Fiskistofu en á undanförnum árum hafa um 700 bátar verið á strandveiðum Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 312 orð

Ríkisstjórnin „ófær um aðhald“

„Þessi ríkisstjórn virðist vera algjörlega ófær um að spara og sýna aðhald,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins um álitsgerð fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem skilað var um síðustu mánaðamót Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Sigfús R. Sigfússon

Sigfús Ragnar Sigfússon, fv. forstjóri Heklu, lést á líknardeild Landakotsspítala 29. apríl síðastliðinn, 79 ára að aldri. Sigfús fæddist 7. október 1944 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. Foreldrar hans voru Sigfús Bergmann Bjarnason, stofnandi … Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Syngja inn sumarið á mörgum tungumálum

„Við erum með margbreytilega dagskrá á vortónleikunum okkar í Fella- og Hólakirkju á morgun,“ segir Ragnheiður Dagsdóttir, formaður Kvennakórs Reykjavíkur. „Við erum alveg nokkrar sem höfum verið í kórnum sleitulaust í 30 ár af því … Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Sýningu á refilsaumsklæðum lýkur í Þjóðminjasafninu um helgina

Tímamótasýningunni Með verkum handanna lýkur nú á sunnudaginn, 5. maí, á Þjóðminjasafni Íslands. Segir í tilkynningu að nú fari því hver að verða síðastur að skoða refilsaumsklæðin sem í fyrsta sinn séu öll sýnd saman Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 435 orð | 2 myndir

Tveir milljarðar tapast vegna vatnsskorts

Landsvirkjun hefur orðið af tekjum sem nema tveimur milljörðum króna eftir sögulega versta vetur í vatnsbúskap. Í svari Landsvirkjunar vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins kemur fram að undir lok síðastliðins árs var gripið til skerðinga á afhendingu… Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Valur skoraði sjö og Sandra María hefur skorað öll mörk Þórs/KA

Valur er með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur á nýliðum Víkings úr Reykjavík, 7:2, í 3. umferð deildarinnar á Hlíðarenda í gærkvöldi. Sandra María Jessen skoraði tvívegis í 2:1-sigri Þórs/KA á Þrótti úr Reykjavík í Boganum á Akureyri Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 333 orð | 2 myndir

Vatnspósturinn verið laskaður síðustu 25 ár

„Þetta hefur verið hugðarefni mitt mjög lengi og ég er bjartsýnn á framgang málsins,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Verk­fallsaðgerðir á Kefla­vík­ur­flug­velli

Verkfallsaðgerðir félagsfólks í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu og Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) sem starfa hjá Isavia voru samþykktar af 89,87% þeirra sem greiddu atkvæði. 3,8% sögðu nei og 6,33% tóku ekki afstöðu, en atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 13 í gær Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Versti veturinn í vatnsbúskapnum

Landsvirkjun hefur orðið af tekjum sem nema u.þ.b. tveimur milljörðum króna, þar sem vatnsbúskapurinn hefur aldrei verið verri en í vetur. Hefur Landsvirkjun þurft að grípa til skerðinga á afhendingu orku til ýmissa fyrirtækja í vetur og vor vegna þessa Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Viktor Traustason

Aldur 35 ára. Starf Hagfræðingur. Fjölskylduhagir Ókvæntur og barnlaus. Áherslur Enga þingmenn sem ráðherra, efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu ef 10% þjóðar mótmæla frumvarpi, „týndu þingsætin“ sitji tóm. Meira
3. maí 2024 | Erlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Þúsunda milljarða uppbygging

Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna áætlar að uppbygging á Gasavæðinu muni kosta 30-40 milljarða dala, jafnvirði 4.200-5.600 milljarða króna. Abdallah al-Dardari, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að eyðileggingin á svæðinu væri gríðarleg og án fordæma Meira
3. maí 2024 | Innlendar fréttir | 246 orð | 2 myndir

Þögn verði sama og samþykki

Komið er fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagslögum til þess að koma í veg fyrir óhóflegar tafir á framkvæmdum vegna seinagangs í kerfinu. Þar er sú nýlunda helst að umsagnaraðilar verði að… Meira

Ritstjórnargreinar

3. maí 2024 | Staksteinar | 197 orð | 1 mynd

Fyrirmyndar­ímyndarstjórnmál

Huginn og Muninn Viðskiptablaðsins segjast „búnir að skemmta sér við að lesa skýrslu um áherslur Samfylkingarinnar í orkumálum. Eins og áður snúast tillögurnar um það að hækka skatta. En það var ekki það sem hröfnunum þótti skemmtilegt við skýrsluna Meira
3. maí 2024 | Leiðarar | 669 orð

Meðmælendur forsetaframbjóðenda

Þröskulda þarf í forsetaframboð Meira

Menning

3. maí 2024 | Fjölmiðlar | 222 orð | 1 mynd

Celtics áfram en þulurinn hættur

Úrslitakeppnin er hafin í NBA og liðin byrjuð að detta út eitt af öðru og önnur að mjakast yfir í næstu umferð. Í fyrrinótt lauk einnig ferli þular, sem lýst hefur leikjum Boston Celtics í 43 ár við það að liðið sló út Miami Heat Meira
3. maí 2024 | Menningarlíf | 952 orð | 1 mynd

Endurskapa áður týnt tónverk

„Við vorum að undirbúa verkefni í kringum verk Toru Takemitsu og að skoða verkefnalistann hans þegar við rákum augun í „Vis-à-Vis“ en þar stóð að verkið hefði verið samið með John Cage Meira
3. maí 2024 | Menningarlíf | 895 orð | 2 myndir

Leti er ögrun við okkar samfélag

„Þetta er samtímaópera unnin út frá Grimmsævintýrinu um spunakonurnar, en það tók á sig alveg nýja mynd þegar Kristín fór að skrifa textann. Hún skrifaði sögu þriggja nútímakvenna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, leikstýra nýrrar… Meira
3. maí 2024 | Menningarlíf | 129 orð | 1 mynd

Málverkasýningin Fantatök opnuð í gær

Ragnar Hólm Ragnarsson opnaði í gær málverkasýningu sína Fantatök í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi en hún mun standa til laugardagsins 25. maí. Segir í tilkynningu að í rúman áratug hafi Ragnar, sem fæddur er árið 1962, sinnt myndlist af mikilli… Meira
3. maí 2024 | Menningarlíf | 154 orð | 1 mynd

Rithöfundurinn Paul Auster lést í vikunni

Banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Paul Auster lést á heimili sínu í Brooklyn í New York á þriðjudaginn, 77 ára gam­all, umkringdur fjölskyldu sinni. The Guardian greinir frá því að vinkona hans Jacki Lyden rithöfundur hafi staðfest við miðilinn að… Meira

Umræðan

3. maí 2024 | Pistlar | 425 orð | 1 mynd

71 þúsund aukalega á mánuði fyrir ellilífeyrisþega

Nýlega fékk velferðarnefnd Alþingis lögfræðiálit frá skrifstofu Alþingis um skerðingar á ellilífeyri almannatrygginga vegna lífeyrisgreiðslna. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að núverandi löggjöf er óskýr um að það megi skerða greiðslur úr… Meira
3. maí 2024 | Aðsent efni | 740 orð | 1 mynd

Árásir á tölvukerfi orkuinnviða Íslands gætu leitt til milljónataps

Líklegt er að svokölluðum gíslatökuárásum eigi eftir að fjölga mikið. Meira
3. maí 2024 | Aðsent efni | 896 orð | 2 myndir

Ferðaþjónusta og gerjun

Víðsýni, umburðarlyndi og frjálslyndi vex með ferðalögum ef ekki leggjast á menn drykkjumannsórar flækings. Meira
3. maí 2024 | Aðsent efni | 401 orð | 1 mynd

Framtíðin er núna

Kjörfólk í biskupskosningum má ganga að þessu vísu: Atkvæði greitt mér er atkvæði með öflugri sókn fyrir börnin okkar og unga fólkið. Meira
3. maí 2024 | Aðsent efni | 168 orð | 1 mynd

Gras, gras, gras

Það gæti verið smekksatriði hvort flokka hefði átt löggildingu kannabis í Þýskalandi akkúrat þann 1. apríl sem húmor eða húmorsleysi, a.m.k. eru mjög deildar meiningar um þetta skyndilega útspil ríkisstjórnarinnar Meira
3. maí 2024 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Kemur fram sem jafningi

Katrín er öllum kostum búin sem prýða mega næsta forseta Íslands. Meira

Minningargreinar

3. maí 2024 | Minningargreinar | 1807 orð | 1 mynd

Bergþór Einarsson

Bergþór Einarsson fæddist 27. mars 1946 í Reykjavík. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 19. apríl 2024. Foreldrar hans voru Einar Sigursteinn Bergþórsson og Inga Guðrún Árnadóttir. Bræður hans eru Árni, Ólafur Hafsteinn, Sigursteinn Sævar og Þórir Már Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2024 | Minningargreinar | 1466 orð | 1 mynd

Guðmann Reynir Hilmarsson

Guðmann Reynir Hilmarsson fæddist 7. janúar 1961. Hann lést á líknardeild Landspítalans að morgni síðasta vetrardags, 24. apríl 2024, umvafinn sínu fólki, eftir erfið veikindi. Foreldrar hans voru Hilmar Guðmannsson, f Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2024 | Minningargreinar | 1321 orð | 1 mynd

Guðmundur H. Garðarsson

Guðmundur H. Garðarsson fv. alþingismaður fæddist í Hafnarfirði 17. október 1928. Hann lést á Hjúkunarheimilinu Sóltúni aðfaranótt 18. apríl 2024. Foreldrar hans voru Garðar Svavar Gíslason kaupmaður og Matthildur Guðmundsdóttir húsmóðir Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2024 | Minningargreinar | 1248 orð | 1 mynd

Hlíf Einarsdóttir

Hlíf Einarsdóttir fæddist 19. nóvember 1930 í Holtakotum í Biskupstungum. Hún varð bráðkvödd 7. apríl 2024. Foreldrar hennar voru Einar Jörundur Helgason, f. 10. júní 1896, d. 20. febrúar 1985, og Jónasína Sveinsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2024 | Minningargreinar | 1181 orð | 1 mynd

Níels Viðar Hjaltason

Níels Viðar Hjaltason fæddist á Akureyri 25. janúar 1952. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 20. apríl 2024. Foreldrar Níelsar voru Dagmar Straumberg Karlsdóttir, f. 17.7. 1914 á Ljósavatni í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, d Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2024 | Minningargreinar | 2307 orð | 1 mynd

Pétur Guðfinnsson

Pétur Guðfinnsson fæddist á Eskifirði 14. ágúst 1929. Hann lést á Grund 22. apríl 2024. Foreldrar Péturs voru Marta Pétursdóttir húsmóðir, f. 12. ágúst 1901 í Reykjavík, d. 2. apríl 1992, og Guðfinnur Þorbjörnsson vélstjóri, f Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2024 | Minningargreinar | 1593 orð | 1 mynd

Þorbjörg Jónsdóttir

Þorbjörg Jónsdóttir fæddist á Smyrlabjörgum í Suðursveit 20. febrúar 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 19. apríl 2024. Hún var dóttir hjónanna Lúcíu Guðnýjar Þórarinsdóttur, f. 11.1. 1899, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 441 orð | 1 mynd

Afkoma langt undir áætlun

Tap Reykjavíkurborgar (A- og B-hluta) nam í fyrra 3,4 milljörðum króna, samanborið við sex milljarða króna hagnað á árið 2022. Fjárhagsáætlun borgarinnar gerði þó ráð fyrir 9,6 milljarða króna hagnaði, þannig að afkoman er um 13 milljörðum króna verri en gert hafði verið ráð fyrir Meira
3. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 152 orð | 1 mynd

Gætu lokið yfirtöku fyrir áramót

Áreiðanleikakönnun vegna yfirtöku bandaríska matvælaframleiðandans John Bean Technologies Corporation (JBT) á Marel er lokið og viðeigandi gögn hafa verið send til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME) til yfirferðar Meira
3. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 163 orð | 1 mynd

Lítilsháttar aukning á hlutabréfarmarkaði

Heildarviðskipti með hlutabréf námu í apríl um 71 milljarði króna, sem er um 4,3% aukning á milli ára. Mestu viðskiptin voru með hlutabréf í Marel, eða um 14,4 milljarðar króna, en þá námu viðskipti með bréf Alvotech um 12,5 milljörðum króna og bréf Arion banka um 11 milljörðum króna Meira

Fastir þættir

3. maí 2024 | Í dag | 251 orð

Af roggnum hönum

Gunnar J. Straumland skrifar á Boðnarmjöð: Hluta af Rímum úr náttúrunnar nafnafræðum, sem fjallar um það sem enskir kalla „tail“ en íslenskan hefur fjölda nafna yfir, frumflutti ég á landsmóti kvæðamanna um helgina Meira
3. maí 2024 | Í dag | 106 orð | 1 mynd

Bergþóra Ólöf Björnsdóttir

40 ára Bergþóra er úr Garði á Suðurnesjum en býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í þjóðfræði frá HÍ og nemur nú ritlist á meistarastigi við HÍ. Hún hefur starfað við kvikmyndagerð og vann Edduverðlaun í ár fyrir bestu heimildarstuttmyndina Uppskrift: lífið eftir dauðann Meira
3. maí 2024 | Í dag | 678 orð | 3 myndir

Enginn skortur á hugmyndum

Sigrún Eldjárn fæddist 3. maí 1954 í Reykjavík. Hún bjó ásamt fjölskyldu sinni í Þjóðminjasafninu frá fæðingu og fram til 14 ára aldurs en þá fluttust þau til Bessastaða. Sigrún gekk í Melaskóla, Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hún tók stúdentspróf 1974 frá fornmáladeild Meira
3. maí 2024 | Í dag | 48 orð

Femínisminn, auðhyggjan, ríkið, svínaríið, Astrid Lindgren – allt…

Femínisminn, auðhyggjan, ríkið, svínaríið, Astrid Lindgren – allt hefur þetta verið sagt alltumlykjandi (allt umlykjandi eða allt um lykjandi). Ef e-ð lykst um allt kemst ekkert undan því, það er alls staðar Meira
3. maí 2024 | Í dag | 179 orð

Háleit hugsun. N-Allir

Norður ♠ D8 ♥ 85 ♦ ÁDG8 ♣ KDG65 Vestur ♠ 632 ♥ 1093 ♦ K9743 ♣ 98 Austur ♠ G754 ♥ D76 ♦ 1062 ♣ 432 Suður ♠ ÁK109 ♥ ÁKG42 ♦ 5 ♣ Á107 Suður spilar 7♣ Meira
3. maí 2024 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Eyþór Eldur Hafþórsson fæddist 5. nóvember 2023 kl. 11.05. Hann…

Reykjavík Eyþór Eldur Hafþórsson fæddist 5. nóvember 2023 kl. 11.05. Hann vó 3.843 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Hafþór Sindri og Berta María. Meira
3. maí 2024 | Í dag | 174 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. Rg5 d5 5. exd5 Ra5 6. Bb5+ c6 7. dxc6 bxc6 8. Bd3 Rd5 9. Rf3 Bd6 10. 0-0 Rf4 11. Rc3 Rxd3 12. cxd3 0-0 13. He1 He8 14. Re4 c5 15. b3 Rc6 16. Ba3 Bg4 17. Rxd6 Dxd6 18 Meira
3. maí 2024 | Dagbók | 94 orð | 1 mynd

Umhverfi samfélagsmiðla vont

„Ég væri ekki til í forsetaframboð en ég hef þó alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum,“ sagði Unnsteinn Manúel Stefánsson í Ísland vaknar. „Ég var einu sinni að vinna í þáttunum The Voice og þegar kommentakerfið fór í gang, þá… Meira

Íþróttir

3. maí 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Albert bestur í deildinni í apríl?

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er einn af sex leikmönnum sem eru tilnefndir í kjörinu á besta leikmanni ítölsku A-deildarinnar í apríl. Kosið er á milli þeirra á heimasíðu deildarinnar Meira
3. maí 2024 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Boston komið í undanúrslitin

Boston Celtics er komið í undanúrslit Austurdeildar NBA í körfubolta eftir stórsigur á Miami Heat, 118:84, á heimavelli í fyrri­nótt. Boston vann einvígið 4:1. Derrick White og Jaylen Brown skoruðu 25 stig hvor fyrir Boston Meira
3. maí 2024 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Chelsea blandar sér í baráttuna

Chelsea vann sterkan heimasigur á Tottenham Hotspur, 2:0, í frestuðum Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöld. Með sigrinum fór Chelsea upp í 8. sæti og blandar sér í baráttuna um Evrópusæti á meðan vonir Tottenham um að… Meira
3. maí 2024 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

Fjölnir tryggði sér sæti í úrvalsdeild

Fjölnir tryggði sér í gærkvöld sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik með því að vinna Þór frá Akureyri með minnsta mun, 24:23, í oddaleik í Fjölnishöllinni í Egilshöll. Fjölnir vann einvígið 3:2 og leikur því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili Meira
3. maí 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Ísland í 22. sæti á EM á Ítalíu

Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum lauk í gær keppni á Evrópumótinu í Rimini á Ítalíu og hafnaði þar í 22. sæti. Heildarstig liðsins voru 143.527. Flest stig íslensku keppendanna fékk Thelma Aðalsteinsdóttir, 49.064 stig Meira
3. maí 2024 | Íþróttir | 287 orð | 4 myndir

Meistararnir skoruðu sjö

Íslandsmeistarar Vals fóru illa með nýliða og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík þegar liðin áttust við í 3. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Hlíðarenda í gærkvöldi. Lauk leiknum með stórsigri Vals, 7:2 Meira
3. maí 2024 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Njarðvík í kjörstöðu í undanúrslitunum

Njarðvík komst í 2:0 í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta kvenna þegar Grindavík kom í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík í gærkvöldi. Lauk leiknum með 66:58-sigri Njarðvíkur. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Meira
3. maí 2024 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Orri Steinn Óskarsson, landsliðsframherjinn ungi í knattspyrnu, er einn…

Orri Steinn Óskarsson, landsliðsframherjinn ungi í knattspyrnu, er einn þeirra sem tilnefndir eru í kjörinu á besta unga leikmanni dönsku úrvalsdeildarinnar í apríl. Orri lauk mánuðinum á glæsilegan hátt með því að skora öll þrjú mörk FC Köbenhavn í sigri á AGF, 3:2, á Parken á sunnudaginn Meira
3. maí 2024 | Íþróttir | 276 orð | 2 myndir

Valur kjöldró Aftureldingu og jafnaði

Valur jafnaði metin gegn Aftureldingu í 1:1 með stórsigri, 39:25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik á Hlíðarenda í gærkvöldi. Afturelding vann fyrsta leikinn í Mosfellsbæ og var morgunljóst að bikarmeistarar Vals hygðust selja sig dýrt í öðrum leiknum Meira

Ýmis aukablöð

3. maí 2024 | Blaðaukar | 1296 orð | 3 myndir

Draumurinn er ekki svo fjarlægur

Þegar sólin tekur að hækka á lofti færist aukið líf í sýningarsalinn hjá Italis, umboðsaðila Ducati og Aprilia á Íslandi. Þar birtast forvitnir karlar og konur á öllum aldri, með fiðring í maga, blik í auga og draum um að spana inn í sumarið á fallegu mótorhjóli Meira
3. maí 2024 | Blaðaukar | 1364 orð | 2 myndir

Mikilvægt að hafa rétt hitastig á víninu

Á undanförnum árum hefur mátt greina jákvæða breytingu á íslenskri vínmenningu: úrvalið af hágæðavínum hefur farið batnandi á sama tíma og æ fleiri sækjast eftir að kíkja undir yfirborðið og öðlast meiri þekkingu á heillandi heimi víngerðar Meira
3. maí 2024 | Blaðaukar | 596 orð | 6 myndir

Mögulega notalegasti staður sem finna má

Þegar ég var yngri tókst mér að móta með mér þá skoðun að Sviss hlyti að vera leiðinlegasta land í heimi. Víða í Evrópu má finna mun betra úrval af verslunum, veitingastöðum og skemmtun af öllum toga, og svo er það alkunna hvað Svisslendingar eru ferhyrndir í hugsun og fasi Meira
3. maí 2024 | Blaðaukar | 1555 orð | 2 myndir

Nefið getur verið viðkvæmt skynfæri – Kennir fólki að blanda sinn eigin ilm Þeir sem vilja kafa dýpra ofan í ilmvatnsfræði

Nicholas Brittain Shaber segir að fullyrða megi að lyktarskynið sé langsamlega sterkasta skilningarvitið. „Ef við berum það saman við bragðskynið, heyrn okkar og sjón þá er nánast með ólíkindum hvað við getum verið næm á angan og hvað lykt hefur sterk áhrif á okkur Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.