Greinar laugardaginn 11. maí 2024

Fréttir

11. maí 2024 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

30 hreiður í hverju mastri

Storkar í Portúgal hafa breytt lifnaðarháttum sínum á undanförnum árum. Í stað þess að fljúga til Afríku á haustin og snúa síðan til baka þegar vorar til að verpa og unga út hafa þeir nú vetrarsetu í Portúgal Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

3,6% atvinnuleysi á landinu í apríl

Atvinnuleysi er heldur á niðurleið en skráð atvinnuleysi í apríl var 3,6% og minnkaði úr 3,8% frá mars. Í apríl í fyrra var atvinnuleysið þó heldur minna eða 3,3%. Vinnumálastofnun birtir yfirlit yfir ástandið á vinnumarkaðinum í gær og spáir… Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Að flytja á Álftanes var skrifað í skýin

Talsverður hópur fólks úr Grindavík hefur sett sig niður á Álftanesi. Þar hafa verktakar í talsverðum mæli byggt íbúðir sem voru komnar á söluskrá – og voru fljótar að seljast. „Álftanes, þetta úthverfi Garðabæjar, er kannski ekki svo ýkja ólíkt Grindavík þegar allt kemur til alls. Að minnsta kosti virðist það henta okkur vel, svona við allra fyrstu kynni,“ segir Grindvíkingurinn Hermann Þ. Waldorff. Í gær voru þau Dóra Birna Jónsdóttir kona hans að koma sér fyrir í íbúð í fjölbýlishúsi við Lambamýri. Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 980 orð | 5 myndir

Baráttan eins og á skíðastökkpalli

Jón Gnarr grátbiður fólk að kjósa sig. Hann segir raunar að það sé skemmtileg leið til að ná til fólks. Þetta sé aðferð sem hann hefur áður beitt í útvarpi. „Ég hef verið að grátbiðja fólk að hlusta á þáttinn Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Dæling aukin í Landeyjahöfn

Stefnt er að því að auka afköst dýpkunarskipsins Álfsness í Landeyjahöfn um 50%. Nýliðinn vetur var erfiður í Landeyjahöfn og Herjólfur þurft að sigla margar ferðir til Þorlákshafnar. Fenginn var sérfræðingur frá Hollandi til ráðgjafar Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Ein öld liðin frá fæðingu Jóhannesar Nordals

Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar Nordals fyrrverandi seðlabankastjóra í dag, laugardag. Af því tilefni verður dagskrá í Eddu, Arngrímsgötu 5, og hefst málþingið kl. 15.00. Haldin verða sex stutt erindi sem bregða upp mynd af Jóhannesi og viðfangsefnum hans á viðburðaríkri ævi Meira
11. maí 2024 | Fréttaskýringar | 687 orð | 2 myndir

Ekki lakari árangur við styttingu náms

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Stytting náms til stúdentsprófs á sínum tíma var ekki óumdeild, eins og vænta mátti af svo veigamikilli breytingu. Síðla vetrar vakti tölfræðirannsókn hagfræðiprófessoranna Gylfa Zoëga og Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur mikla athygli, sérstaklega sú niðurstaða að einkunnir nemenda, sem höfðu útskrifast úr hinu nýja fyrirkomulagi, reyndust 0,5 lægri en hinna. Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 357 orð | 2 myndir

Endurskoði afstöðu

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Þegar sambærilegt mál kom upp fyrir tveimur árum beittum við okkur fyrir því að háskólinn gæfi út svokallaða snemmstaðfestingu undir lok maí svo útskriftarnemar gætu byrjað fyrr að vinna,“ segir í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Morgunblaðsins. Tilefnið er yfirvofandi skerðing á þjónustu eða lokanir apóteka í sumar, einkum á landsbyggðinni. Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Erum komin í öruggt skjól í Sunnusmára

Grindvíkingar eru áberandi í Smárahverfinu í Kópavogi. Í fjölbýlishúsinu Sunnusmára 11 eru alls 27 íbúðir og í um helmingi þeirra er fólk úr Grindavík. Fleiri þaðan úr bæ sem yfirgefa þurftu heimahaga sína í nóvember síðastliðnum eru í húsum á… Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 348 orð | 2 myndir

Fékk 890 þúsund frá borginni

Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, fékk samtals 890 þúsund krónur í greiðslur fyrir kynningarstörf fyrir borgina á árunum 2020 til 2022 en hún starfaði þá jafnframt fyrir RÚV Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Félagsskapurinn það sem stendur upp úr

Verkefnið Virkni og vellíðan stendur fyrir keppni í götugöngu í Kópavogi nk. þriðjudag, 14 maí. Gengið verður frá Fífunni kl. 13 og niður í Kópavogsdalinn. Keppnin er hugsuð fyrir alla sem eru 60 ára og eldri Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Fjöldi herskipa kom við í Sundahöfn eftir NATO-æfingu

Fimm herskip og einn kafbátur komu til hafnar í Reykjavík í gær. Skipin voru að ljúka þátttöku í kafbátaleitaræfingu Atlantshafsbandalagsins sem ber heitið Dynamic Mongoose. Þetta er árleg æfing sem fer yfirleitt fram á hafsvæðinu á milli Íslands og … Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Flestir til Bandaríkja og Bretlands

Brottfarir erlendra flugfarþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum apríl, samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Þetta er svipað og var í sama mánuði metárið 2018. Um þriðjungur brottfara var vegna ferða Bandaríkjamanna og Breta Meira
11. maí 2024 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Frekari skorður settar við áfengisneyslu

Stjórnvöld á spænsku Baleareyjunum hafa sett frekari skorður við áfengisneyslu á almannafæri og starfsemi svonefndra samkvæmisskipa Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 741 orð | 2 myndir

Friðlýst kirkja stolt bæjarbúa

„Það er akkúrat svona sem kirkjan á að vera, hlátur og skvaldur í þeim sem hafa ekki sést um skeið,“ sagði séra Heiðrún Helga Bjarnadóttir sóknarprestur hressilega er hún ávarpaði fólk og bauð gesti hjartanlega velkomna til hátíðar í… Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 216 orð | 3 myndir

Hátíðarfundur á 75 ára afmæli

Utanríkisráðuneytið, í samstarfi við Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, stendur fyrir hátíðarfundi nk. mánudag, 13. maí. Tilefnið er 75 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins (NATO) Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 172 orð

Hefði vísað Icesave í þjóðaratkvæði

Jón Gnarr, leikari og forsetaframbjóðandi, viðurkennir að hann hafi haft rangt fyrir sér í Icesave-málinu á sínum tíma, en hann kaus með samningunum þegar þeim var vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Jón er nýjasti gestur Spursmála og ræðir þar sína… Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Íslendingar eiga fulltrúa á stóra sviðinu í Malmö

Íslendingar eiga fulltrúa á úrslitakvöldi Eurovision-söngvakeppninnar í Malmö í Svíþjóð í kvöld þótt framlag Íslands hafi ekki hlotið brautargengi í undankeppninni. Isaak Guderian, sem keppir fyrir hönd Þýskalands, er af íslensku bergi brotinn Meira
11. maí 2024 | Erlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Ísraelsher umkringir austurhluta Rafah

Ísraelsher hefur náð á sitt vald aðalgötunni sem skilur á milli vestur- og austurhluta borgarinnar Rafah syðst á Gasasvæðinu og hafa skriðdrekar nánast umkringt austurhlutann. Íbúar í borginni sögði í gær að í austurhlutanum kvæðu við stanslausar… Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Jafntefli og hvorugt á toppinn

Stjarnan og Fram skildu jöfn í fjörugum leik í Bestu deild karla í Garðabæ í gærkvöld, 1:1, en þetta var fyrsti leikurinn í sjöttu umferð deildarinnar. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti en bæði áttu þau möguleika á að komast í toppsætið með sigri Meira
11. maí 2024 | Fréttaskýringar | 713 orð | 2 myndir

Kom öllum í opna skjöldu

Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs Haugesund í knattspyrnu, aðeins tæplega sjö mánuðum eftir að hann var ráðinn til félagsins og gerði samning til þriggja ára, eða til loka keppnistímabilsins 2026 Meira
11. maí 2024 | Fréttaskýringar | 1128 orð | 2 myndir

Landleiðin, sjóleiðin og loftleiðin

2010 Þægilegra hefði til dæmis verið fyrir sundlandsliðið að þvælast þetta með sundskýlur og sundboli. Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 48 orð | 2 myndir

Létust á Eyjafjarðarbraut

Fólkið sem lést í umferðarslysinu á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland þann 24. apríl hét Einar Viggó Viggósson, fæddur 1995, og Eva Björg Halldórsdóttir, fædd 2001. Þau voru búsett á Akureyri Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Líf í farveg en mál Grindvíkinga mega ekki gleymast

„Lífið er að komast í eðlilegan farveg,“ segir Guðrún Bentína Frímannsdóttir úr Grindavík. Algengt er að fólk þaðan úr bæ, sem flýja þurfti heimahagana í nóvember sl., búi nú margt á sömu svæðum, svo tala má um Grindvíkingahverfi Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Lokað í sumar ef að líkum lætur

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Allt stefnir í að líkhúsinu á Akureyri verði lokað í sumarbyrjun. Þetta staðfestir Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar í samtali við Morgunblaðið. Fari svo verður einungis eitt líkhús starfandi í landinu, þ.e. Kirkjugarða Reykjavíkur. Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

MAST íhugar hvort áfrýja eigi málinu

Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá árinu 2022 um sýknu Ríkisútvarpsins af dómkröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingarfélags ehf. (Geysir hér eftir) í svokölluðu Brúneggjamáli. Landsréttur hnekkti hins vegar dómi héraðsdóms um sýknu… Meira
11. maí 2024 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Rússar réðust á ný inn í Kharkív-hérað

Úkraínuher segist hafa hrundið tilraun Rússa til að ráðast frá Rússlandi inn í norðurhluta Kharkív-héraðs í Úkraínu í gær. Úkraínuher hrakti Rússa frá svæðinu fyrir tæpum tveimur árum. Óbreyttum borgurum var sagt að flýja frá svæðinu þar sem harðir… Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 609 orð | 2 myndir

Stórtæk áform um stækkun lúxushótels

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 143 orð

Sundagöng betri en Sundabraut

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Sundagöng um margt fýsilegri en Sundabraut. Þá meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Með því að leggja Sundabraut yfir fyrirhugað svæði sé verið að skerða byggingarland og rýra lífsgæði Reykvíkinga og Mosfellinga Meira
11. maí 2024 | Fréttaskýringar | 850 orð | 3 myndir

Sundagöng séu fýsilegri kostur

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Sundagöng um margt fýsilegri en Sundabraut. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Hugmyndir um gangagerð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til umræðu að undanförnu Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Sýning ársins opnuð í Sigurhæðum

Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri verður opnuð á morgun, sunnudaginn 12. maí, klukkan 13. Myndlistarmennirnir og hjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson vinna verk sérstaklega fyrir Sigurhæðir í ár Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 592 orð | 1 mynd

Trébátum fargað á sjóminjasafninu

Óskar Bergsson oskar@mbl.is Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Þó nokkuð langt á milli í viðræðum

Ekki hefur enn náðst samkomulag milli BSRB og viðsemjenda þess hjá hinu opinbera um jöfnun launa á milli markaða. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að viðræður séu ennþá í gangi og þó nokkuð langt á milli viðsemjenda Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 324 orð | 2 myndir

Þrír bræður verða í sömu blokkinni

„Við bræðurnir höfum alltaf verið samrýndir. Sú lýsing þarf kannski ekki að koma á óvart miðað við hvernig málin hafa þróast,“ segir Leifur Guðjónsson úr Grindavík. Þau Leifur og Guðrún María Brynjólfsdóttir kona hans festu á dögunum… Meira
11. maí 2024 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Æðruleysi og einn dagur tekinn í einu

Stór hópur Grindvíkinga á samastað sinn í tilverunni í Vogabyggð í Reykjavík. Í stórum klasa nýrra fjölbýlishúsa við Stefnisvog eru alls 75 íbúðir og telst kunnugum svo til að um 50 þeirra séu í útleigu til fólks úr Grindavík Meira

Ritstjórnargreinar

11. maí 2024 | Staksteinar | 200 orð | 1 mynd

Framboðsvandinn er stóra málið

Í nýframkominni álitsgerð fjármálaráðs segir: „Framboðsskortur á húsnæði undanfarin ár hefur leitt til töluverðs ójafnvægis á húsnæðismarkaði, sem veldur m.a. misvægi á kjörum ungs fólks og þeirra sem eldri eru og eiga húsnæði. Ójafnvægi á húsnæðismarkaði orsakast fyrst og fremst af því að ekki hefur verið tekið nægilega á framboðsvandanum sjálfum og of mikið hefur verið byggt á skammtímalausnum sem auka kaupgetu þeirra sem keppa um íbúðir.“ Meira
11. maí 2024 | Leiðarar | 560 orð

Hatur og hótanir

Það verður að vera hægt að ræða hlutina án öfga og yfirgangs Meira
11. maí 2024 | Reykjavíkurbréf | 1609 orð | 1 mynd

Ráðhúsinu breytt í spillingarbæli?

Það höfðu ýmsir bent á undarlega viðskiptahætti þáverandi borgarstjóra varðandi það að afhenda olíufélögum, sem höfðu ákveðið að láta þau af hendi, stór svæði, sem þau höfðu haft undir bensínstöðvar, þar sem sú starfsemi hefði gjörbreyst. Meira

Menning

11. maí 2024 | Tónlist | 761 orð | 2 myndir

Á tónlistarferðalagi um Evrópu

Harpa Á reisu um Evrópu ★★★★½ Tónlist: Luigi Boccherini, Robert Schumann, Claude Debussy, Witold Lutosławski, Sergej Prokofíev og Frédéric Chopin. Flytjendur: Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (selló), Steiney Sigurðardóttir (selló í Boccherini) og Antoine Préat (píanó). Tónleikar á Sígildum sunnudögum í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 28. apríl 2024. Meira
11. maí 2024 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

bayou-borne, for Pauline flutt í Mengi

Nordic Affect heldur tónleika í Mengi annað kvöld kl. 20. „Á tónleikunum Íslandsfrumflytur hópurinn verk Anneu Lockwood, bayou-borne, for Pauline. Lock­wood er eitt af stærri nöfnum bandarísku tilraunatónlistarsenunnar og þekkt fyrir athuganir á… Meira
11. maí 2024 | Tónlist | 975 orð | 4 myndir

„Frímann þeir mig kalla …“

Erfitt er að giska á hvað er handan við hornið í smíðunum, jú, þetta er frjáls rafdjass og það allt en spunamáttur þeirra sem að koma er ekkert minna en óviðjafnanlegur. Meira
11. maí 2024 | Fjölmiðlar | 235 orð | 1 mynd

Bestu dagar sem ég hef upplifað

Eins og ég hef áður greint frá hér á dagskrársíðum Morgunblaðsins þá á ég í eins konar ástar-/haturssambandi við snjallsímann minn. Ég gekkst undir laser-aðgerð á augum um daginn. Linsurnar, sem ég hef stuðst við undanfarin ár og hafa án gríns… Meira
11. maí 2024 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Dúó Stemma og Kvintettinn ­Kalais

Boðið verður upp á tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi um helgina. „Dúó Stemma, skipað Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara, kemur fram á yndislegum fjölskyldutónleikum í Salnum Meira
11. maí 2024 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Heima og heiman

Þura Sigurðardóttir hefur í vetur sýnt ný og nýleg olíumálverk sín í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á sýningu sem hún nefnir Heima og heiman. Sýningunni lýkur um helgina og verður Þura með leiðsögn á morgun, sunnudag, kl Meira
11. maí 2024 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Í tíma og ótíma

Í tíma og ótíma nefnist sýning sem opnuð verður í Hafnarborg í dag kl. 14. Þar er sjónum beint að margvíslegum birtingarmyndum tímans í verkum þriggja alþjóðlegra samtímalistakvenna, þeirra Örnu Óttarsdóttur, Leslie Roberts og Amy Brener Meira
11. maí 2024 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Karnival dýranna í Hörpu á morgun

Kammersveit Reykjavíkur leikur Karnival dýranna eftir franska tónskáldið Saint-Saëns á fjölskyldutónleikum í Norðurljósum í Hörpu á morgun kl. 16. „Karnival dýranna, hið ástsæla verk allrar fjölskyldunnar, samanstendur af 14 stuttum köflum sem allir lýsa mismunandi dýrum í tónum Meira
11. maí 2024 | Menningarlíf | 1033 orð | 2 myndir

Mikilvægt að fólki líði vel í kórnum

„Við ætlum að flytja þó nokkuð af nýju efni, en sérstaða kórsins er sú að við syngjum einvörðungu lög eftir fólk sem er í kórnum,“ segir Snorri Hallgrímsson stjórnandi Kliðs, blandaðs kórs sem blæs til rafmagnaðrar upplifunar með tónleikum í Gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal 16 Meira
11. maí 2024 | Kvikmyndir | 840 orð | 2 myndir

Stefnulausir sterar

Bíó Paradís Love Lies Bleeding / Ást liggur í blóðinu ★★★★· Leikstjórn: Rose Glass. Handrit: Rose Glass og Weronika Tofilska. Aðalleikarar: Kristen Stewart, Katy O'Brian, Anna Baryshnikov, Jena Malone, Dave Franco og Ed Harris. 2024. Bretland og Bandaríkin. 104 mín. Meira
11. maí 2024 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Sýningin Ættgarður opnuð í Elliðaárstöð

Ættgarður / Kindred nefnist sýning sem opnuð verður í Elliðaárstöð á morgun og stendur til 26. maí. „Á sýningunni eru könnuð margslungin saga Elliðaársvæðisins og tengsl mannfólks og annars lífríkis sem þar dafnar Meira

Umræðan

11. maí 2024 | Aðsent efni | 201 orð | 1 mynd

Að kvöldi 3. maí

Við hjónin viljum sjá mann eins og Arnar Þór á Bessastöðum og hans trúuðu fjölskyldu. Meira
11. maí 2024 | Aðsent efni | 585 orð | 1 mynd

Akureyrarklíníkin

Undirbúningur Akureyrarklíníkurinnar hefur gengið vel, en nú þarf að stíga skrefið til fulls. Meira
11. maí 2024 | Pistlar | 502 orð | 2 myndir

Beygurinn og galdurinn

Ég hef komið oft til Króatíu, á króatíska vini, en kann ekki króatísku. Því finnst mér upplagt að nota sjálfvirkan þýðingahnapp fésbókar þegar vinirnir rita á móðurmáli sínu og það gerir furðumikið gagn Meira
11. maí 2024 | Aðsent efni | 111 orð | 1 mynd

Kjósum fullveldi

Því er afar brýnt að til embættis forseta Íslands veljist sannur og staðfastur fullveldissinni. Meira
11. maí 2024 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Lagaleg barbabrella

Meðan lífeyrissjóðstekjur, sem eru lögskipuð laun, fylgja almennu frítekjumarki ellilauna verða aðrar tekjur en frá lífeyrissjóðum í raun marklausar. Meira
11. maí 2024 | Aðsent efni | 281 orð

Ljubljana, apríl 2024

Mér var falið að ræða um frið í Ljubljana í Slóveníu 23. apríl 2024. Á meðal áheyrenda var Lojze Peterle, fyrsti forsætisráðherra Slóvena eftir fall kommúnismans. Ég benti á, að til eru þrjú ráð til að fá það frá öðrum, sem maður girnist, að biðja um það, greiða fyrir það og taka það Meira
11. maí 2024 | Pistlar | 802 orð

Nýsköpun í heilbrigðiskerfum

Þegar viðtalið við Einar Stefánsson er lesið vakna spurningar um hvort annað gildi um nýsköpunarsamvinnu um heilbrigðismál milli einkaaðila og hins opinbera en um önnur verkefni. Meira
11. maí 2024 | Aðsent efni | 576 orð | 1 mynd

Styrkjum landamæri Íslands

Það er mikilvægt að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæra- og löggæslueftirlits enda er þessi málaflokkur síkvikur og þarf stöðugt að vera í endurskoðun. Meira
11. maí 2024 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Taka fleiri lán – nú erlent

Það segir sína sögu um stöðu viðhaldsframkvæmda hjá borginni að það skuli þurfa að fara í svo mikla lántöku til að fjármagna almennt viðhald. Meira
11. maí 2024 | Pistlar | 499 orð | 1 mynd

Tæknin sem breytir heiminum

Tæknibreytingarnar sem eru að eiga sér stað í gegnum gervigreind og máltækni eru þær mestu í áratugi. Tækni mun breyta því hvernig fólk vinnur, lærir, ferðast, nálgast heilbrigðisþjónustu og hefur samskipti sín á milli Meira
11. maí 2024 | Pistlar | 584 orð | 4 myndir

Þótti strax harður í horn að taka

Jónas Þorvaldsson, sem lést þann 3. maí sl., 82 ára að aldri, var einn kunnasti skákmeistari Íslendinga á sjöunda og áttunda tug síðustu aldar, tefldi á þremur ólympíumótum, fyrst í Varna 1962, aftur í Tel Aviv tveimur árum síðar og loks í Skopje haustið 1972 Meira
11. maí 2024 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Ögurstund

Undirritaður tekur undir áhyggjur Arnars Þórs Jónssonar … Ögurstund er runnin upp. Meira

Minningargreinar

11. maí 2024 | Minningargreinar | 2242 orð | 1 mynd

Anna Sigríður Grímsdóttir

Anna Sigríður Grímsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 14. júlí 1928. Hún lést á bráðadeild Landspítalans 27. apríl 2024. Foreldrar hennar voru Grímur Gíslason, f. 20. apríl 1898, d. 31. mars 1980, og Guðbjörg Magnúsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2024 | Minningargreinar | 4151 orð | 1 mynd

Bjarney S. Erlendsdóttir

Bjarney Sigurlín Erlendsdóttir fæddist í Ólafshúsum í Vestmannaeyjum 20. febrúar 1932. Hún lést á Hraunbúðum í Eyjum 24. apríl 2024. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafía Bjarnadóttir frá Túni, f. 3. desember 1909, d Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2024 | Minningargreinar | 1530 orð | 1 mynd

Sigfús R. Sigfússon

Sigfús R. Sigfússon fæddist 7. október 1944. Hann lést 29. apríl 2024. Útför fór fram 10. maí 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 96 orð | 1 mynd

Aukinn hagnaður

Hagnaður heildverslunarinnar Innness nam í fyrra 285 m.kr., samanborið við 33 m.kr. hagnað árið áður. Tekjur félagsins námu rúmum 17,8 mö. kr. og jukust um 4,7 ma. kr. á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 853 m.kr., samanborið við 532 m.kr Meira
11. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 590 orð | 1 mynd

Loðin svör frá Póstinum

Andrea Sigurðardóttir andrea@mbl.is Íslandspóstur (ÍSP) er ekki tilbúinn til þess að svara því hvaða lagaheimild liggur að baki því að fyrirtækið sóttist eftir og fékk bætur frá hinu opinbera vegna pakkaþjónustu í trássi við lög, enda voru viðskiptalegar forsendur að baki þjónustuveitingunni og fjöldi samkeppnisaðila. Meira
11. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 165 orð | 1 mynd

Spá hækkandi íbúðaverði áfram

Hagfræðideild Landsbankans spáir áframhaldandi eftirspurnarþrýstingi á fasteignamarkaði á næstu árum. Þetta kemur fram í Hagsjá bankans. Íbúðaverð er á uppleið þrátt fyrir hátt vaxtastig en eftir kröftugar verðhækkanir á faraldursárunum kólnaði… Meira

Daglegt líf

11. maí 2024 | Daglegt líf | 1181 orð | 2 myndir

Ég þekki hverja kind mjög vel

Ég læt mínar ær bera frekar seint, en sæðingalömbin eru komin í heiminn hjá mér og hinar ærnar nýfarnar af stað,“ segir Karólína Elísabetardóttir þegar hún er spurð að því hvort sauðburður sé kominn á fullt hjá henni Meira

Fastir þættir

11. maí 2024 | Árnað heilla | 180 orð | 1 mynd

Einar Jónsson

Einar Jónsson fæddist 11. maí 1874 á Galtafelli í Hrunamannahreppi, Árnessýslu og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Jón Bjarnason, f. 1836, d. 1908, og Gróa Einarsdóttir, f. 1837, d. 1921. Einar hélt til Kaupmannahafnar 1893 að læra höggmyndalist Meira
11. maí 2024 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Hissa á velgengni myndarinnar

Kvikmyndin Heimaleikurinn hefur farið sigurför um heiminn og segist annar leikstjóri myndarinnar ekki alveg skilja hvað sé að gerast. Leikstjórar eru Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson en sagan segir frá tilraun Kára Viðarssonar til að uppfylla … Meira
11. maí 2024 | Í dag | 68 orð

Maður liggur milli þúfna með kíki, kemur auga á sjaldgæfan fugl, færir sig…

Maður liggur milli þúfna með kíki, kemur auga á sjaldgæfan fugl, færir sig aðeins til – en þá er hann floginn. Þá hefur maður misst sjónar á honum . En til þess þarf maður að hafa fest sjónir á honum : komið auga á… Meira
11. maí 2024 | Í dag | 1087 orð | 3 myndir

Málverkið heillaði alltaf mest

Daði Guðbjörnsson er fæddur 12. maí 1954 og verður því sjötugur á morgun. Hann fæddist í Skerjafirði en ólst upp í Kópavogi, sem var þá að byggjast upp. „Þar var mikið af hressu fólki, sem var að koma sér upp húsnæði með mismikil efni Meira
11. maí 2024 | Í dag | 833 orð | 1 mynd

Messur

ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Hressing í Ási eftir messu Meira
11. maí 2024 | Í dag | 388 orð

Mörg er skelin

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð: Í fæti mínum ónýt er efsta frosið lag í snjó. Lítið svona bátur ber, barnagull hún var úr sjó. Axel Knútsson leysir gátuna: Mín veika hnéskel ónýt er alls staðar á fönnum skel afla lítinn bátsskel ber barnagull er öðuskel Meira
11. maí 2024 | Í dag | 279 orð

Mörg er skelin

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð: Í fæti mínum ónýt er efsta frosið lag í snjó. Lítið svona bátur ber, barnagull hún var úr sjó. Axel Knútsson leysir gátuna: Mín veika hnéskel ónýt er allsstaðar á fönnum skel afla lítinn bátsskel ber barnagull er öðuskel Meira
11. maí 2024 | Í dag | 315 orð | 1 mynd

Sigurjón Bergþór Daðason

40 ára Sigurjón ólst upp í Skerjafirði og Vesturbænum í Reykjavík en býr í Kópavogi. Hann lærði klarínettuleik í Konunglega tónlistarskólanum í Stokkhólmi og Ecole Normale de Musique í París, en í vor lýkur hann meistaranámi í heimspeki frá HÍ Meira
11. maí 2024 | Í dag | 179 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Be7 5. cxd5 exd5 6. h3 Rbd7 7. Bf4 Rf8 8. e3 Rg6 9. Bh2 Bd6 10. Re5 c6 11. Bd3 Bxe5 12. dxe5 Rd7 13. f4 Dh4+ 14. Kd2 Rc5 15. Bc2 0-0 16. Kc1 Hd8 17. Df3 f5 18. exf6 Dxf6 19 Meira
11. maí 2024 | Í dag | 177 orð

Stórir skór. S-NS

Norður ♠ 63 ♥ 864 ♦ ÁK42 ♣ ÁD53 Vestur ♠ K1085 ♥ KDG ♦ G983 ♣ 108 Austur ♠ D974 ♥ 109 ♦ D105 ♣ G976 Suður ♠ ÁG2 ♥ Á7532 ♦ 76 ♣ K42 Suður spilar 4♥ Meira

Íþróttir

11. maí 2024 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd

Bryndís besti leikmaður 4. umferðar

Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði og varnarmaður Tindastóls, var besti leikmaðurinn í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Bryndís var í lykilhlutverki í liði Tindastóls þegar það vann góðan sigur á Fylki, 3:0, á… Meira
11. maí 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Eysteinn ráðinn til starfa hjá KSÍ

Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ frá og með 1. september í stað Klöru Bjartmarz sem hætti störfum í lok febrúar. Eysteinn, sem er 45 ára, hefur verið framkvæmdastjóri hjá Breiðabliki undanfarin tíu ár, fyrst hjá knattspyrnudeild og síðan félaginu í heild Meira
11. maí 2024 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Fer frá FH til Kristianstad

Handknattleiksmaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson yfirgefur FH og gengur til liðs við sænska félagið Kristianstad að yfirstandandi tímabili loknu. Einar er 21 árs gamall og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Eistlandi á miðvikudaginn Meira
11. maí 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Frá Þýskalandi til Keflavíkur

Hilmar Pétursson, landsliðsmaður í körfuknattleik, mun ganga til liðs við Keflavík í sumar. Hilmar kemur frá Münster í Þýskalandi þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár en hann skrifaði undir tveggja ára samning Meira
11. maí 2024 | Íþróttir | 257 orð | 2 myndir

Hvorugt náði að komast á toppinn

Stjarnan og Fram áttu bæði möguleika á að komast í efsta sæti Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöld með sigri í viðureign liðanna í Garðabæ. Stjarnan hefði reyndar þurft stórsigur sem var aldrei í kortunum en Framarar hefðu komist í efsta sætið í fyrsta skipti í fjórtán ár með sigri Meira
11. maí 2024 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Knattspyrnumaðurinn Sveinn Margeir Hauksson mun ekki klára tímabilið með…

Knattspyrnumaðurinn Sveinn Margeir Hauksson mun ekki klára tímabilið með KA í Bestu deildinni þar sem hann er á leiðinni í UCLA-háskólann í Bandaríkjunum í ágúst. Sveinn er 22 ára miðjumaður sem gekk til liðs við KA um mitt sumar árið 2019 Meira
11. maí 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Lykilmaður áfram í Víkinni

Færeyski knattspyrnumaðurinn Gunnar Vatnhamar hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Víking úr Reykjavík. Gunnar, sem er færeyskur landsliðsmaður, gekk til liðs við Víking fyrir tímabilið 2023 frá Víkingi í Götu og hefur verið lykilmaður hjá Íslands- og bikarmeisturunum síðan Meira
11. maí 2024 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Nýliðar ÍR komu aftur á óvart í Safamýri

Nýliðar ÍR eru ósigraðir eftir tvær fyrstu umferðirnar í 1. deild karla í fótbolta en þeir jöfnuðu í uppbótartíma gegn Grindvíkingum í gærkvöld, 1:1, þegar liðin mættust á heimavelli Grindvíkinga í Safamýri Meira

Sunnudagsblað

11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 1014 orð | 2 myndir

Árangur og samstaða

Við erum í miklum ólgusjó varðandi streymisveitur, minnkandi lestur og fleira, auk þess sem stór hluti íbúa landsins hefur ekki íslensku að móðurmáli. Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 124 orð

Eftir enn eitt tapið gengur þjálfarinn með liðið um leikvanginn: „Jæja,…

Eftir enn eitt tapið gengur þjálfarinn með liðið um leikvanginn: „Jæja, krakkar,“ segir hann, „þið vitið að þarna eru ljósmyndararnir, og þið hafið séð upptökuvélarnar þarna, en hér sjáið þið nokkuð sem þið hafið ekki séð áður – mark… Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 99 orð | 1 mynd

Fleiri Parísarævintýri

Gaman Netflix tilkynnti á dögunum að vinsælu sjónvarpsþættirnir Emily in Paris myndu snúa aftur, nú í fjórðu seríu. Fyrstu þættina verður hægt að horfa á 15. ágúst 2024. Þessar fréttir eru mikið fagnaðarefni fyrir marga áhorfendur Netflix, þar sem… Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 972 orð | 1 mynd

Goslok og varað við því næsta

Söngkonan Laufey Lín vakti athygli á söfnunarviðburði Metropolitan-safnsins í New York, Met Gala, í kjól eftir Prabal Gurung og var mynduð ásamt nepalsk-bandaríska hönnuðinum Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 144 orð | 1 mynd

Hjálpa konum með svefn með nýju forriti

„Síðustu þrjú árin hafa farið í að þróa forrit, fyrsta svefnforritið í heiminum sem er eingöngu fyrir konur,“ segir dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns, í Ísland vaknar Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 335 orð | 6 myndir

Hlakka til að sjá Snert- ingu lifna við á tjaldinu

Móðir mín hélt að mér bókum þegar ég var yngri og rétti að mér alls konar meistaraverk sem hún dró fram úr bókahillunum. Meistarinn og Margaríta, Veröld sem var, Ástin á tímum kólerunnar og Grónar götur Knuts Hamsuns sem stjúpafi minn þýddi opnuðu nýja heima Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 768 orð | 1 mynd

Hraðbraut í stað malarvega

Áframhaldandi lífskjarasókn okkar mun hér eftir sem hingað til byggjast á utanríkisviðskiptum og öflugu samstarfi við okkar helstu markaði. Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 437 orð

Í lopapeysu með lamb í fanginu

Ég hélt aldrei á lambi en lærði þó að súrheysturn heitir ekki súrefnisturn og að beljur geta ekki sjálfar stýrt spenum sínum. Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 136 orð | 1 mynd

Íslendingur með litlum staf

„Nú skal íslendingur vera með litlum staf“ var yfirskrift fréttar í Morgunblaðinu í júní 1964 og mátti lesa úr henni að þetta þætti langt gengið, þótt ekki væri það sagt berum orðum. Fréttin fjallar um nýja auglýsingu… Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 59 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Lausnina skrifið þið niður á…

Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 19. maí. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina syrpa – Kristalskonungsríkið. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, aldur og heimilisfang Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 472 orð | 2 myndir

Íþróttamenn samtímans linir

Af hverju er langstökk ekki vinsælt? Vegna þess að það stekkur enginn langt.“ Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 685 orð | 1 mynd

Kann að standa með sjálfri sér

Hera Björk lét ekki haggast heldur stóð með sjálfri sér í aðstæðum sem hljóta að hafa reynt mjög á hana. Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 85 orð | 1 mynd

Macklemore styður Palestínu

Stuðningur Söngvarinn Macklemore gaf nýverið út lagið „Hind's Hall“ þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Palestínu sem og þá háskólanemendur sem voru handteknir á dögunum. Nemendur víðsvegar um Bandaríkin hafa mótmælt hernaðaraðgerðum Ísraela á Gasa með ýmsum leiðum Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 646 orð | 2 myndir

Mældu líf þitt í ást og örlæti

Ég þekki ekki vísindin um þetta mál en trúi því sjálfur auðveldlega að 15 mínútna langt „alvöru“ samtal rækti geðheilsu okkar miklu betur en heill dagur af kommentakerfum og svartholsskrolli á félagsmiðlum. Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 2663 orð | 2 myndir

Og aldrei kvartaði Egill!

Egill var svolítill hani í gamla daga, og ég sjálfsagt líka. Svolítill sperringur. En það var allt farið og eftir stóð sálin og hreinleikinn. Það er það sem er svo fallegt og þess vegna sá ég Egil fyrir mér í hlutverkið. Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 65 orð | 1 mynd

Paris Hilton snýr aftur

Drama Paris Hilton tilkynnti nýverið að hún muni, ásamt Nicole Richie, snúa aftur í nýjum raunveruleikaþætti. Þær urðu vel þekktar árið 2003 þegar fyrsti þáttur af „The Simple Life“ kom út Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 1044 orð | 3 myndir

Persónulegasta bókin til þessa

Þetta er alls ekki nein ævisaga heldur freka endurminningar og myndbrot úr æsku minni. Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 212 orð | 1 mynd

Taylor tryllir lýðinn í Evrópu

Megastjarnan Taylor Swift hóf tónleikaferðalag sitt um Evrópu í París á fimmtudaginn þar sem 45 þúsund manns fengu að berja hana augum. Hún spilaði eldri lög í bland við lög af nýjustu plötu sinni „The Tortured Poets Department“ Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 840 orð | 4 myndir

Tískan endurvakin á Met Gala

Haldið var upp á hinn árlega viðburð Met Gala mánudaginn 6. maí. Veislan er hluti af opnun vorsýningar í Metropolitan-listasafninu í New York-borg, þar sem einstakar og óviðjafnanlegar flíkur verða til sýnis fyrir almenning þetta árið Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 726 orð | 3 myndir

Tóku heilan spítala í fangið

Við höfum stundum gert grín að því að við þurftum að fara alla leið til Reykjavíkur til þess að hittast því samgöngurnar hérna á milli eru svo lélegar. Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 341 orð | 7 myndir

Útlendingar alls staðar

Og útlendinga alls staðar að mátti sjá ganga eða sigla á milli, arka út og inn af sýningarstöðum, og stundum troða sér á milli dagsferðalanganna sem einnig þyrpast til Feneyja … Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 929 orð | 1 mynd

Valdefling hinna jaðarsettu

Hinsegin börn eru alltaf leynt og ljóst jaðarsett; það er bara þannig. Alveg sama hvað við höfum náð langt. Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 285 orð | 1 mynd

Vangadans í kjallaranum

Hver ert þú? Ég er sviðslistamaður, grínisti og spunaleikari, menntaður af sviðshöfundabraut LHÍ. Ég hef verið að setja upp sjálfstæðar sýningar eftir útskrift og hef verið að skrifa, leikstýra, koma fram og halda utan um sýningar Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 88 orð | 1 mynd

Þriðja sería af konungsfólkinu á 19. öld

Spenna Nýverið var tilkynnt að ný sería væri væntanleg af Netflix-þáttunum Bridgerton. Þættirnir hafa hlotið ótrúlegar vinsældir síðustu ár. Þeir segja frá konungsfólki, sem og hátt settum vinum þeirra, og lífi þeirra á Englandi á fyrri hluta 19 Meira
11. maí 2024 | Sunnudagsblað | 60 orð

Ævintýri Nemós skipstjóra og félaga hans halda áfram. Sagan hefst á…

Ævintýri Nemós skipstjóra og félaga hans halda áfram. Sagan hefst á heimssýningunni í París en færist svo neðansjávar, innan um kristalla, og endar á óvæntan og skemmtilegan hátt. Stálöndin kemur Andrési til bjargar þegar Andrésína hrífst af frækna leikaranum Ljónshjarta Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.