Greinar miðvikudaginn 19. júní 2024

Fréttir

19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

57 brotamenn farnir brott

Alls hafa fimmtíu og sjö þeirra sjötíu og tveggja hælisleitenda sem vísað hefur verið af landi brott vegna refsilagabrota yfirgefið landið en þrír bíða brottflutnings. Hefur Útlendingastofnun óskað eftir því við stoðdeild ríkislögreglustjóra að… Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Aðsókn eykst í alla stærstu háskólana

Ríflega 9.200 umsóknir bárust Háskóla Íslands og fjölgaði þeim um tæp tíu prósent á milli ára. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir fjölgun umsókna nú bætast ofan á rúmlega 6 prósenta fjölgun á síðasta ári Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Afkastagetan gæti orðið mikil

Aukinnar bjartsýni gætir hjá Orkubúi Vestfjarða varðandi nýtingu jarðhita til upphitunar húsa á Ísafirði en jarðheitaleit og rannsóknir halda áfram í Tungudal í Skutulsfirði. Eins og fram hefur komið í blaðinu urðu mikil tíðindi í jarðhitaleit fyrir vestan hinn 26 Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Bakgrunnur íbúa áfram að breytast

Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hefur erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað um 57% síðan í byrjun desember 2019. Það er að segja úr 49.347 í 77.321. Samsvarar fjölgunin, 27.974 manns, nærri íbúafjölda Hafnarfjarðar Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Baráttudagur kvenna í dag

Sigríður Helga Sverrisdóttir sigridurh@mbl.is Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 42 orð

Bill Hansson

Í viðtali Sunnudagsblaðsins við vísindamennina Bill Hansson og Peter Mombaerts um helgina var rangt farið með nafn Bills. Bill Hansson er einn skipuleggjenda ráðstefnu um bragð- og lyktarskyn sem haldin verður í Hörpu í næstu viku Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Börn komin í sjónmál netþrjóta

Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að netþrjótar séu nú farnir að beina spjótum sínum að börnum. „Ein aðferðin, sem þrjótarnir eru farnir að nota, er að ráðast gegn börnum sem sýnir hversu mikið miskunnarleysi og harka er komin í þennan heim Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Feðginin Una Stef og Stefán S. Stefáns koma fram á Múlanum

Sumardagskrá Jazzklúbbsins Múlans hefst með tónleikum feðginanna Unu Stef söngkonu og Stefáns S. Stefánssonar saxófónleikara í kvöld, 19. júní, kl. 20, á Björtuloftum Hörpu. Munu þau kynna efni af nýrri hljómplötu með tónlist og textum Stefáns, sem Una syngur, en platan ber titilinn Hús númer eitt Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Fjölnir til Noregs

Vísir hf. í Grindavík hefur selt Fjölni GK 157 sem nú fer til Noregs, þar sem nýir eigendur hyggjast nota skipið til þjónustu við olíuiðnaðinn. „Einhver minniháttar pappírsvinna er eftir og formsatriði en svo afhendum við skipið nýjum… Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 320 orð

Fylgjast vel með vantrauststillögu

„Nú reynir á þingmenn Norðvesturkjördæmis hvort þeir standi með kjördæminu, standi með lögunum, standi með stjórnarskrárvörðum rétti fyrirtækja og einstaklinga og greiði atkvæði með þessari tillögu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður… Meira
19. júní 2024 | Fréttaskýringar | 547 orð | 4 myndir

Gullhúðun beitt án eðlilegs rökstuðnings

Það er gífurlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga að það sé ekki verið að gullhúða EES-gerðir nema til þess beri brýn nauðsyn,“ segir Brynjar Níelsson, lögmaður og formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðum EES-gerða, en skýrsla á vegum hópsins var birt í gær á vef utanríkisráðuneytisins Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 285 orð | 2 myndir

Hefur haft samband við þolendur

Quang Le, sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi, hefur heimsótt meint fórnarlömb í málinu. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í mansalsmálum hjá ASÍ, segir það… Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Íbúasamsetningin áfram að breytast

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hefur erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað um 57% síðan í byrjun desember 2019. Það er að segja úr 49.347 í 77.321. Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Kyrrstaðan er rofin

Hópur húsasmiða er væntanlegur í Grímsey nú um miðja vikuna og hefjast þá að nýju framkvæmdir við byggingu Miðgarðakirkju. Þær hafa legið niðri síðustu mánuði vegna fjárskorts, en nú hafa framlög fengist og þar með er kyrrstaðan rofin Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Kældu hraun í fyrsta sinn frá Vestmannaeyjagosinu

Slökkvilið Grindavíkur greip til þess ráðs í gærkvöldi að kæla hraun með vatnsflaumi, eftir að minniháttar hrauntaumur náði að teygja sig yfir varnargarð við Sýlingarfell í nágrenni Svartsengis. Voru jarðýtur notaðar til þess að styrkja… Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 218 orð

Kærðu 48 leigubílstjóra

Tæp­lega fimm­tíu leigu­bílstjór­ar eiga yfir höfði sér kær­ur eft­ir viðamikið eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með leigubílum í miðborginni um helgina. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki hafa átt von á að atvikin yrðu svona mörg Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Mikil dramatík í F-riðlinum á EM

Portúgal og Tyrkland eru með forystuna í F-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu eftir sigra í tveimur hörkuleikjum í gær gegn Tékklandi og Georgíu. Dramatíkin var sérstaklega mikil í leik Portúgala og Tékka þar sem sigurmarkið frá Francisco Conceicao kom í uppbótartíma leiksins Meira
19. júní 2024 | Erlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Mótmæltu stjórnvöldum af krafti

Þessi kona var í hópi þeirra fjölmörgu sem í gær mótmæltu stjórnvöldum í Keníu, en almenningur þar í landi finnur nú mjög fyrir miklum skattahækkunum að undanförnu. Öryggissveitir áttu fullt í fangi með að ráða við mótmælendur sem sumir létu ansi ófriðlega Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Munu rífa byggingar í Grindavík

Bæj­ar­stjórn Grinda­vík­ur­bæj­ar hef­ur heim­ilað að hefja undirbúning að niðurrifi fjöl­nota íþrótta­húss­ins Hóps­ins. Íþrótta­húsið, sem var byggt árið 2008, fór illa út úr jarðhrær­ing­un­um í Grinda­vík og myndaðist stór sprunga und­ir gervi­grasvelli þess Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Piltur ákærður fyrir morðtilraun

Sextán ára gamall unglingspiltur hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Veittist hann að þrítugum karlmanni af erlendum uppruna með hnífi á Austurvelli í júní 2023. Stakk hann manninn m.a. í andlit og kvið Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 470 orð | 2 myndir

Sérþarfir eru ekki hindrun í íþróttum

Lið frá Stjörnunni/Ösp skipað leikmönnum með sérþarfir varð í 4. sæti á Norðurlandamóti Special Olympics í knattspyrnu, sem fram fór í Frederikshavn í Danmörku í maí. Fimm stúlkur og þrír piltar voru í íslenska hópnum og var þetta fyrsta keppnisferð … Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Skagfirðingar allra hamingjusamastir

Guðrún Sigríður Sæmundsen gss@mbl.is Niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna fyrir árið 2023 hafa verið birtar. Samkvæmt könnuninni, sem framkvæmd er á fjögurra ára fresti, eru íbúar í Skagafirði hamingjusamastir landsmanna. Þegar fleiri þættir voru skoðaðir kom Eyjafjörður einna best út og Skagafjörður þar fast á eftir í öðru sæti. Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Skapandi hugsun undir meðaltali

Hæfni 15 ára nemenda á Íslandi í skapandi hugsun er undir meðaltali OECD og standa drengir sig verr en stúlkur. Markmið PISA-könnunarinnar, sem 64 ríki tóku þátt í, var að meta skapandi hugsun sem allir einstaklingar hafa í sér og nota dagsdaglega Meira
19. júní 2024 | Erlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Styðja innrásarstríð Moskvuvaldsins

Vladimír Pútín Rússlandsforseti þakkaði í gær leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fyrir þann mikla stuðning sem Pjongjang hefur sýnt Moskvuvaldinu í innrásarstríði sínu í Úkraínu. Munu Rússar og Norður-Kóreumenn stórefla samstarf sitt á sviði varnarmála á komandi misserum Meira
19. júní 2024 | Innlendar fréttir | 327 orð | 2 myndir

Vantrauststillaga á þingi

Vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra var lögð fram við upphaf þingfundar á Alþingi í gær. Tilefni hennar er framganga ráðherrans í hvalveiðimálinu. Gert er ráð fyrir að tillagan verði tekin til umræðu … Meira

Ritstjórnargreinar

19. júní 2024 | Leiðarar | 317 orð

Síðbúin hjálparbeiðni

Sjá eftir bolabrögðum við Boris Meira
19. júní 2024 | Staksteinar | 200 orð | 2 myndir

Skiptar skoðanir í Samfylkingu

Fyrir áhugamenn um stjórnmál var gaman að sjá Helgu Völu Helgadóttur brýna sínar pólitísku klær á ný, en ekki er liðið ár síðan hún hrökklaðist af þingi undan nýja formanninum og sagði skilið við stjórnmálin Meira
19. júní 2024 | Leiðarar | 240 orð

Vantraust

Ráðherra þarf að virða lög og rétt Meira

Menning

19. júní 2024 | Tónlist | 617 orð | 2 myndir

Að „sveima um bláan geim“

Breiðholtskirkja – Listahátíð í Reykjavík Raddir úr blámanum ★★★★· Tónlist: Þuríður Jónsdóttir (og Matthias Engler í einu verki). Textar: Bernart de Ventadorn (í þýðingu Atla Ingólfssonar), Ólafur frá Söndum, Vilhjálmur Ólafsson, Bólu-Hjálmar, Gamalíel Halldórsson, Illugi Einarsson og Hallgrímur Pétursson. Einsöngvari: Benedikt Kristjánsson tenór. Ensemble Adapter (Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðla, Alexandra Kjeld kontrabassi, Ella Vala Ármannsdóttir horn, Gunnhildur Einarsdóttir harpa, Matthias Engler slagverk, Finnur Hákonarson hljóð). Tónleikar í Breiðholtskirkju á Listatahátíð í Reykjavík miðvikudaginn 12. júní 2024. Meira
19. júní 2024 | Menningarlíf | 652 orð | 2 myndir

Egóið lagt til hliðar

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, Biggi Maus, gaf í byrjun mánaðar út breiðskífuna Litli dauði / Stóri hvellur. Birgir er höfundur allra laga og texta, að undanskildu tökulaginu „I don't remember your name“ sem er úr smiðju Friðriks Dórs Meira
19. júní 2024 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Fyrstu Tony-verðlaun Jolie og Radcliffes

Enski leikarinn Daniel Radcliffe og bandaríska leikkonan og framleiðandinn Angelina Jolie uppskáru vel á Tony-verðlaunaafhendingunni bandarísku um nýliðna helgi. Hlutu bæði Tony-verðlaun, Radcliffe sín fyrstu fyrir bestan leik karls í söngleik,… Meira
19. júní 2024 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Kattaþema í Þjóðleikhúskjallaranum

Sýning með yfirskriftinni Purrlesque verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, miðvikudagskvöldið 19. júní, kl. 21. Þar mun fjölbreytt listafólk sýna atriði af ýmsu tagi sem tengjast köttum á einn eða annan hátt Meira
19. júní 2024 | Fjölmiðlar | 224 orð | 1 mynd

Kærastinn, litla bikiníið og ruslið

Önnur þáttasería af Perfect Match er komin á Netflix og ég er strax farin að afklæða mig. Í þáttaröðinni koma saman keppendur úr öðrum raunveruleikaþáttum á Netflix í von um að finna hina einu sönnu ást Meira
19. júní 2024 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Leikkonan Anouk Aimee er látin

Franska leikkonan Anouk Aimee lést í gærmorgun, 92 ára. Í frétt AFP er Aimee sögð hafa hneppt heila kynslóð kvikmyndaunnenda í álög með myndinni A Man and A Woman (1966) eftir leikstjórann Claude Lelouch Meira
19. júní 2024 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Ólafur Kjartan staðarlistamaður

Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari verður staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2024-2025 og mun syngja á þrennum tónleikum með hljómsveitinni. Ólafur kemur fram á fyrstu áskriftartónleikum starfsársins hinn 5 Meira
19. júní 2024 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Snerting hlýtur lof innanlands sem utan

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Snerting, hefur verið vel sótt hér á landi frá því hún var frumsýnd í loks síðasta mánaðar. Hafa nú yfir 20 þúsund manns séð hana og gagnrýni verið jákvæð, innlend sem erlend Meira
19. júní 2024 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Víða komið við í vorhefti Skírnis

Nýtt tölblað af Skírni, tímariti hins Íslenska bókmenntafélags, er komið út og efni fjölbreytt að vanda. Má m.a. finna greinar eftir Veru Knútsdóttur og Láru Magnúsardóttur og lögð áhersla á að efla tengsl hugvísinda við raun- og lífvísindi Meira

Umræðan

19. júní 2024 | Aðsent efni | 844 orð | 1 mynd

Kjarkur til að verja frjáls skoðanaskipti

Ábyrgð þeirra sem hindra breytingar á lögreglulögunum er mikil – prófsteinn á hvort hægt sé að eiga við þá samstarf í baráttu gegn erlendum glæpahópum. Meira
19. júní 2024 | Pistlar | 458 orð | 1 mynd

Sjálfsmynd þjóðarinnar endurspeglast í tungumálinu

Nýafstaðið 80 ára lýðveldisafmæli markar ákveðin tímamót í sögu þjóðarinnar sem veitir tilefni til að líta yfir farinn veg og horfa fram á við. Íslensk tunga er samofin þjóðarsálinni og lék lykilhlutverk í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar Meira
19. júní 2024 | Aðsent efni | 277 orð | 1 mynd

Sólstöðuganga í Viðey – meðmælaganga

Nú eru 40 ár frá fyrstu árlegu sólstöðugöngu í Reykjavík og nágrenni og 14 ár síðan hún byrjaði í Viðey. Komum saman og fögnum lífinu og menningunni! Meira
19. júní 2024 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Vinstri-grænir virðast flokkur svikara og pólitískra afglapa

Svik VG eru ekki fólgin í því að vera með „íhaldinu“ í ríkisstjórn, heldur er lubbaskapurinn fólginn í því hvernig unnið hefur verið að vissum málum. Meira

Minningargreinar

19. júní 2024 | Minningargreinar | 2522 orð | 1 mynd

Guðmundur Ingi Guðmundsson

Guðmundur Ingi Guðmundsson fæddist á Akureyri 15. júní 2004. Hann lést af slysförum 30. maí 2024. Foreldrar hans eru Hafdís Elva Ingimarsdóttir, f. 8. febrúar 1970, og Guðmundur Rúnar Guðmundsson, f Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2024 | Minningargreinar | 276 orð | 1 mynd

Guðrún Birna Blöndal

Guðrún Birna Blöndal fæddist 1. júní 2009. Hún lést 4. júní 2024. Jarðsett var 18. júní 2024. Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2024 | Minningargreinar | 2805 orð | 1 mynd

Jörgen Nåbye

Jörgen Nåbye fæddist í Reykjavík 10. apríl 1940. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 11. júní 2024. Foreldrar Jörgens voru Laufey Jörgensdóttir, húsfreyja frá Reykjavík, f. 1915, d Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2024 | Minningargreinar | 806 orð | 1 mynd

Karl Þorbergsson

Karl Þorbergsson fæddist 14. júlí 1929 á Völlum í Ölfusi. Hann lést 11. júní 2024 á Dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík. Foreldrar Karls voru Kristbjörg Jónsdóttir frá Hvoli í Ölfusi og Þorbergur Sigurjónsson frá Leiru Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2024 | Minningargreinar | 1534 orð | 1 mynd

Lilja Pálsdóttir

Lilja Pálsdóttir fæddist 28. október 1955 á Skúfslæk í Villingaholtshreppi. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 4. júní 2024 eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Foreldrar hennar voru þau Páll Axel Halldórsson og Halla Magnúsdóttir, bændur í Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2024 | Minningargreinar | 2148 orð | 1 mynd

Stefanía Björnsdóttir

Stefanía Björnsdóttir sjúkraliði fæddist á Kópaskeri við Öxarfjörð 25. júní 1961. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 8. júní 2024. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Stefánsson, f. 28. maí 1910, d. 14 Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

19. júní 2024 | Dagbók | 88 orð | 1 mynd

Allt á uppleið hjá Herberti

Herbert Guðmundsson kynnti nýja lagið sitt, Allt á uppleið, í þætti Heiðars Austmann, Íslenskri tónlist. Í þættinum gerir Heiðar íslenskri tónlist hátt undir höfði og má heyra nýja íslenska tóna hljóma virk kvöld á milli 18 og 22 Meira
19. júní 2024 | Í dag | 810 orð | 3 myndir

Auðgað kvikmyndamenninguna

Ásgrímur Kristján Sverrisson fæddist 19. júní 1964 á Sólvangi í Hafnarfirði. „Ég ólst upp í Firðinum, mestanpart á Arnarhrauninu.“ Ásgrímur gekk í Lækjarskóla og fór síðan í Flensborg. „Ég byrjaði að gera kvikmyndir á fjórtánda… Meira
19. júní 2024 | Í dag | 128 orð | 1 mynd

Einar Pampichler Pálsson

50 ára Einar ólst upp í Reykjavík en býr á Akureyri. Hann er löggiltur fasteignasali og vinnur á fasteignasölunni Borg. Hann situr í stjórn Fimleikadeildar KA, er í skólaráði Giljaskóla og er í félagasamtökunum Musterisriddurum Meira
19. júní 2024 | Í dag | 302 orð

Kalt mun á Garðskaga

Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Í Krossanesborgum eftir júníhretið 2024: Lofsverður er lífsins kraftur. Lifnar rós í urð og for og lóan hefur orpið aftur; eggin fjögur missti í vor. Gunnar J. Straumland um aldýrt brim við Langasand: Köldu trafsins… Meira
19. júní 2024 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Nali Twana Ahmed fæddist 19. október 2023 kl. 19.58. Hann vó…

Reykjavík Nali Twana Ahmed fæddist 19. október 2023 kl. 19.58. Hann vó 3.155 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Twana Ahmed Ramadhan og Rozhan Fuad Ghafoor. Meira
19. júní 2024 | Í dag | 173 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c6 2. Rf3 d5 3. Rc3 Bg4 4. d4 e6 5. h3 Bxf3 6. Dxf3 Rf6 7. Bg5 h6 8. Bxf6 Dxf6 9. Dxf6 gxf6 10. 0-0-0 Be7 11. Be2 Rd7 12. a3 Hg8 13. g3 Hd8 14. Hhe1 a6 15. Bf3 Kf8 16. He2 Bd6 17. Kb1 b5 18. Hd3 Rb6 19 Meira
19. júní 2024 | Í dag | 179 orð

Tímafrekt spil. S-Allir

Norður ♠ K103 ♥ Á976 ♦ 8753 ♣ G3 Vestur ♠ ÁG75 ♥ D ♦ KD64 ♣ Á986 Austur ♠ D92 ♥ 32 ♦ Á1092 ♣ 10542 Suður ♠ 864 ♥ KG10854 ♦ G ♣ KD7 Suður spilar 4♥ Meira
19. júní 2024 | Í dag | 66 orð

Þónokkur orð eru svo að segja föst í fleirtölu – í föstum…

Þónokkur orð eru svo að segja föst í fleirtölu – í föstum orðasamböndum, og sjást nær ekki í eintölu þótt hún sé til. Þeirra á meðal er vænd, sem þýðir von. Öllum er því óhætt að segja „Nú er mikil hátíð í vænd“ og sleppa -um;… Meira

Íþróttir

19. júní 2024 | Íþróttir | 639 orð | 2 myndir

Boston sigldi fram úr með 18. titlinum

Boston Celtics vann átjánda meistaratitil sinn í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir sigur, 106:88, á Dallas Mavericks í Boston Garden á mánudagskvöld hér vestra. Celtics vann því lokarimmuna 4:1 og var eina tapið í fjórða leiknum sjálfsagt vegna… Meira
19. júní 2024 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Dramatískur sigur Portúgals

Portúgal vann dramatískan sigur á Tékklandi, 2:1, í síðasta leik fyrstu umferðar Evrópumóts karla í knattspyrnu í Leipzig í gærkvöldi. Francisco Conceicao skoraði sigurmark Portúgals í uppbótartíma en hin tvö liðin í F-riðli, Tyrkland og Georgía, mættust fyrr um daginn í leik sem Tyrkir unnu 3:1 Meira
19. júní 2024 | Íþróttir | 436 orð | 3 myndir

Gylfi jafnaði í blálokin

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr tveimur vítaspyrnum fyrir Val og jafnaði úr þeirri síðari í uppbótartíma þegar Valur og Víkingur skildu jöfn, 2:2, í sannkölluðum spennutrylli frammi fyrir tæplega tvö þúsund áhorfendum á Hlíðarenda í gærkvöld Meira
19. júní 2024 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Jóhanna í 25. sæti á EM og Símon með sinn besta tíma

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir náði bestum árangri af Íslendingunum þremur sem kepptu í undanrásum á Evrópumótinu í sundi í 50 metra laug í Belgrad í gærmorgun. Jóhanna varð í 25. sæti af 32 keppendum í 50 metra flugsundi kvenna en hún synti á 27,99 sekúndum Meira
19. júní 2024 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Kylian Mbappé, fyrirliði og stjörnuleikmaður Frakka á EM í fótbolta, þarf…

Kylian Mbappé, fyrirliði og stjörnuleikmaður Frakka á EM í fótbolta, þarf ekki að gangast undir aðgerð vegna nefbrotsins sem hann varð fyrir í leiknum gegn Austurríki í fyrrakvöld. Franska sambandið skýrði frá því að Mbappé myndi spila með… Meira
19. júní 2024 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Ólafur með Þór næstu tvö ár

Körfuboltamaðurinn Ólafur Björn Gunnlaugsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þór í Þorlákshöfn. Hann kemur þangað frá bandaríska háskólaliðinu Potter's House Christian Academy þar sem hann hefur leikið í fjögur ár Meira
19. júní 2024 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Viktor til pólsku meistaranna

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er genginn til liðs við pólska stórliðið Wisla Plock og hefur samið við félagið til eins árs. Hann kveður þar með franska félagið Nantes sem hann hefur leikið með undanfarin tvö ár Meira
19. júní 2024 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Víkingar mæta írsku meisturunum Shamrock Rovers í fyrstu umferð…

Víkingar mæta írsku meisturunum Shamrock Rovers í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar karla í fótbolta en dregið var til hennar í gær. Breiðablik vann Shamrock 1:0 og 2:1 í fyrstu umferð keppninnar í fyrra en liðið er nú í þriðja sæti á Írlandi þegar deildin þar er meira en hálfnuð Meira

Viðskiptablað

19. júní 2024 | Viðskiptablað | 1394 orð | 1 mynd

Akio Toyoda þarf ekki að skammast sín

Þegar hér um bil allir virðast stefna í sömu átt og vera á sömu skoðun er góð regla að hlusta vandlega á þá sem synda á móti straumnum. Akio Toyoda, núverandi stjórnarformaður og fyrrverandi forstjóri japanska bílarisans Toyota, er maður sem þorir… Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 221 orð | 1 mynd

Árshækkun vísitölu íbúðaverðs 8,4%

Íbúðaverð tók kipp milli mánaða í maí, en á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 8,4%, sem er rúmum tveimur prósentustigum yfir verðbólgu. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 798 orð | 1 mynd

Góð teymi ná góðum árangri

Linda á að baki farsælan feril í upplýsingatæknimálum og stýrði meðal annars vel heppnaðri snjallþróun Krónunnar. Þá hefur hún starfað fyrir sum af stærri fyrirtækjum landsins á sínu sviði. Hverjar eru helstu áskoranir í rekstrinum þessi misserin?… Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 94 orð | 1 mynd

Hagnaður í fyrsta sinn í fjögur ár

Rekstur Brauðs og co ehf. skilaði hagnaði í fyrra, í fyrsta skipti frá árinu 2018. Hagnaðurinn nam 14,2 milljónum króna en til samanburðar nam tapið árið áður 7,3 milljónum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2023 Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 274 orð | 1 mynd

Heildartjón Kringlunnar ómetið

Óvíst er hvenær heildartjón vegna brunans í Kringlunni liggur fyrir að sögn framkvæmdastjóra og stjórnarformanns Kringlunnar. Flestir fyrirtækjaeigendur sem sluppu við brunann en verða að hafa lokað fram á fimmtudag séu með rekstrarstöðvunartryggingu sem mögulega er hægt að grípa til Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 194 orð | 1 mynd

Hökkuðu Dropbox og nutu góðs af því

Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að orðspor félagsins sé gott á alþjóðamarkaði. „Við höfum unnið fyrir mjög stóra aðila og aðstoðum reglulega Fortune 500-fyrirtæki [listi 500 tekjuhæstu fyrirtækja Bandaríkjanna ár hvert Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 234 orð | 2 myndir

Ný og nútímaleg verslun opnuð fyrir norðan

Verslanirnar Johan Rönning, Vatn & veitur og Ísleifur héldu vel heppnaða opnunarhátíð á Akureyri í síðustu viku, þar sem fagfólk á Norðurlandi fagnaði nýrri og glæsilegri 2.300 fermetra verslun sem er á Óseyri 1a Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 543 orð | 1 mynd

Óraunhæfur markaður?

Frá 2020 hafa tíu ný félög bæst við Aðalmarkað Kauphallarinnar. Sex þeirra hafa komið ný inn á markað en fjögur hafa flutt sig yfir af First North-markaðnum. Þá hafa tvö félög vikið af markaði. Það var mikið líf á markaði á árunum 2020-2022 Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 878 orð | 5 myndir

Samtaka um græna verðmætasköpun

Við erum samtaka um græna verðmætasköpun, samfélag hagsældar og tækifæra. Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 900 orð | 2 myndir

Selja sex milljóna króna sófa af ástæðu

Vegfarandur á leið um Reykjanesbrautina hafa margir tekið eftir versluninni Vest á Dalvegi 30 í Kópavogi en skilti verslunarinnar blasir við þegar gatan er ekin í báðar áttir. Elísabet Helgadóttir eigandi og framkvæmdastjóri segist hafa viljað koma með eitthvað nýtt á húsgagnamarkaðinn Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 593 orð | 1 mynd

Snúum vörn í sókn

Markaðssetning er langhlaup sem lýkur aldrei. Það lifir enginn í vitund neytenda á fornri frægð einni saman. Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 1780 orð | 1 mynd

Stefna á fimm milljarða króna tekjur

Við vorum fengin til að hakka Dropbox-gagnageymslufyrirtækið. Þeir sögðu síðan frá verkefninu opinberlega og við nutum góðs af þeirri umfjöllun.“ Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 679 orð | 1 mynd

Tækifæri liggi í nýmarkaðsríkjum

Nýmarkaðsríki hafa á undanförnum árum skapað sér stærri sess í hugum fjárfesta sem álitleg ríki til að fjárfesta í. Um 60 prósent af íbúafjölda heimsins búa á svæðum sem flokka má sem nýmarkaðsríki og lönd á borð við Kína, Indland, Brasilíu og… Meira
19. júní 2024 | Viðskiptablað | 578 orð | 1 mynd

Um endurfjármögnun lána

Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra. Því er mikilvægt að fólk sé meðvitað um þau kjör sem bjóðast á markaði, með tilliti til þess að kjör fasteignalána séu sem best eða til að stilla greiðslubyrði af. Meira

Ýmis aukablöð

19. júní 2024 | Blaðaukar | 1261 orð | 9 myndir

„Leyndu perlurnar eru út um allt“

Sigurður veit fátt skemmtilegra en að ferðast um fáfarnar slóðir og segir útivistarferðalög vera í mestu uppáhaldi. „Mér finnst lúmskt gaman af því að blanda saman „aktívum“ og þægilegum ferðalögum Meira
19. júní 2024 | Blaðaukar | 1014 orð | 7 myndir

Byrjaði að taka steinefni og eignaðist fulldempað fjallahjól

Dagný Pétursdóttir fjallahjólari segir hjólreiðar ekki bara vera heilsueflandi fyrir líkamann þar sem útiveran gefur henni líka mikið. Hún hefur hjólað víða um Vesturland og er um þessar mundir, ásamt Einkunnanefnd og HjólaVest, að byggja upp útivistarsvæðið Einkunnir í Borgarfirðinum Meira
19. júní 2024 | Blaðaukar | 934 orð | 2 myndir

Ekki með öll eggin í sömu körfunni

Ég skellti mér í Menntaskólann í Kópavogi og kláraði leiðsögumannsnámið á einu ári í staðinn fyrir tveimur og tók meiraprófið líka. Það var bara vegna þess að það kom gat í leikhúsið hjá mér. Mér var bent á það að það væri ekki skynsamlegt að vera með öll eggin í sömu körfunni Meira
19. júní 2024 | Blaðaukar | 65 orð | 4 myndir

Er ekki tími fyrir sparinesti?

Það er fátt meira spennandi en að útbúa gott nesti til þess að taka með sér í ferðalag. Svo nestið geti ferðast með stæl þarf að setja það í viðeigandi ílát. Ekki er verra að eiga sérstaka kælitösku, fallegan dúk og gott jógúrtgerðarsett til þess að auka gleði og stemningu á ferðalagi Meira
19. júní 2024 | Blaðaukar | 24 orð

Fann sig á fjallahjóli eftir erfið veikindi

Dagný Pétursdóttir fjallahjólari fékk heilsuna aftur og fór beint upp á gott hjól. Nú hjólar hún upp um fjöll og dali og elskar það. Meira
19. júní 2024 | Blaðaukar | 895 orð | 5 myndir

Stórkostlegt að upplifa stillurnar fyrir vestan

Kristín segir ljósmyndun og leiðsögn fara vel saman. „Ég er búin að fara víða um landið í gegnum árin og mynda og hef auga fyrir því hvað er fallegt og hvað er skemmtilegt að skoða. Svo hef ég hef kennt mikið og leiðsögn og kennsla eru tvær hliðar á sama peningi Meira
19. júní 2024 | Blaðaukar | 28 orð

Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Irja…

Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Irja Gröndal irja@mbl.is, Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Auglýsingar Hilmar Henning Heimisson hilmar@mbl.is Prentun… Meira
19. júní 2024 | Blaðaukar | 1252 orð | 5 myndir

Valdi Patreksfjörð fram yfir Kanarí

Ég kom fyrst til Patreksfjarðar haustið 2008 en þá var ég alls ekki á þeim buxunum að setjast hér að. Ég hafði varið síðasta áratugnum í að ferðast um heiminn, fyrst á Spáni og Englandi og síðar sem fararstjóri sem flakkaði á milli staða Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.