Greinar laugardaginn 15. febrúar 2025

Fréttir

15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 237 orð

„Afturför fyrir jafnréttismál“

„Niðurstaðan er auðvitað mikil vonbrigði fyrir Aldísi og afturför fyrir jafnréttismál og skyldu atvinnurekanda til að jafna stöðu kynjanna á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögmaður dr Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Bókun í skimanir verður auðveldari

Krabbameinsfélagið afhenti Landspítalanum 20 milljóna króna styrk í vikunni til kaupa á nýrri stafrænni bókunarlausn fyrir brjóstaskimanir. Styrkurinn er afrakstur samstarfs félagsins, Íslandsbanka og 42 fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 269 orð | 2 myndir

Brjálað að gera hjá prestum á Akureyri

Mikið var um að vera í Glerárkirkju á Akureyri í gær. Þá létu 16 pör gefa sig saman en boðið var upp á eins konar hraðgiftingar í tilefni Valentínusardagsins. Prestarnir í Glerárkirkju tóku vaktir til skiptis í gær og þurftu raunar að sækja liðsauka frá Akureyrarkirkju til að hafa undan Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Drengirnir valsa um í reiðileysi

Erfitt ástand er í Breiðholtsskóla nú um stundir og er ástæðan sú að fimm 12 ára gamlir drengir beita aðra nemendur ítrekað ofbeldi af ýmsum toga. Er hluti þeirra sagður vera frá Mið-Austurlöndum, en einn af íslensku bergi brotinn Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Efnilegasta frjálsíþróttafólkið

Meistaramót Íslands innanhúss í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára fer fram í Laugardalshöllinni um helgina, frá klukkan 10 báða dagana. Flest efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt og þar eru fremstar í flokki spretthlauparinn Eir Chang… Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 614 orð | 2 myndir

Eignaðist íslenska fjölskyldu 97 ára

Færeyingurinn Osmund Joensen kom fyrst til Íslands þegar hann var 18 ára sumarið 1945 og á góðar minningar frá þeim tíma. Hann vissi fyrst á nýliðnu hausti að hann hefði eignast dóttur með íslenskri konu fyrir 78 árum Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 415 orð | 2 myndir

Flokkur fólksins til Persónuverndar

Kjósandi í Suðurkjördæmi hefur sent Persónuvernd erindi þar sem beðist er rannsóknar á því hvort persónuvernd hafi verið brotin á kjósendum í kjördæminu í nýliðnum kosningum með afhendingu kjörskrár til annarra aðila en fullgildra stjórnmálaflokka Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Funda með forsætisráðherra

„Það er ábyrgðarhluti hjá stjórnvöldum og sveitarfélögum þegar þau ganga frá samningum við þessi fyrirtæki að tryggt sé að ekki sé verið að fara illa með og vanvirða starfsfólk,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins Meira
15. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Gagnrýndi Evrópu í ávarpi sínu

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á Öryggisráðstefnunni í München í Þýskalandi í gær, að ríki Evrópu yrðu að efla eigin varnir svo Bandaríkin gætu beint athygli sinni að öðrum heimshlutum, og að það væri mikilvægur þáttur í bandalagi… Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Gjörbyltir íþróttalífi Hauka

Glænýtt knatthús Hauka var vígt í gær á sjálfan Valentínusardaginn, en þá afhenti verktaki hússins, ÍAV, Hafnarfjarðarbæ mannvirkið formlega. Þá undirrituðu fulltrúar bæjarins og Hauka rekstrarsamning og Arnór Bjarki Blomsterberg prestur vígði húsið, sem er rúmir 11.000 fermetrar að stærð Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 964 orð | 2 myndir

Góðir gestir á afmælistónleikum

Karlakór Selfoss fagnar 60 ára afmæli sínu 2. mars næstkomandi með afmælistónleikum og útgáfu nýrrar plötu á netinu. Tónleikarnir verða haldnir í sal Sunnulækjarskóla, laugardaginn 1. mars, en með kórnum verða jafnframt Karlakór Reykjavíkur og Lúðrasveit Þorlákshafnar Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Hallgrímur Geirsson jarðsunginn

Útför Hallgríms B. Geirssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Árvakurs, fór fram frá Dómkirkjunni í gær. Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng. Organisti var Elísabet Þórðardóttir, Þórður Árnason lék á gítar og Örnólfur Kristjánsson á selló Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 753 orð | 1 mynd

Heilsugæslan prófar gervigreindina

„Ása er forgangsröðunarforrit sem við hugsuðum strax sem hjálpartæki til að minnka álag á heilsugæslunni og forgangsraða eftir alvarleika þeirra einkenna sem fólk lýsir,“ segir Gísli Garðar Bergsson, nemandi í tölvunarfræði í Háskólanum… Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Hollensk nýrómantík, íslensk ungtónskáld og Bach í Neskirkju

Þau Ásta Sigríður Arnardóttir sópran, Berglind Linda Ægisdóttir mezzósópran, Jón Sigurðsson píanóleikari, Katrin Heymann flautuleikari og Össur Ingi Jónsson óbóleikari munu meðal annars flytja fágæt verk frá miðbiki síðustu aldar eftir hollensk… Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 363 orð

Hreindýrakvóti minnkar enn

Stöðugt er dregið úr fjölda þeirra hreindýra sem leyft er að veiða haust hvert og er hreindýrakvótinn á komandi hausti um helmingur þess sem hann var árið 2020. Kvótinn í haust verður 665 dýr, en var 1.325 dýr haustið 2020 Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 186 orð

Játaði byrlun og aðkomu fjölmiðla

Þegar yfirheyrslur hófust í byrlunarmálinu haustið 2021 játaði konan, sem grunuð var um að hafa byrlað þáv. eiginmanni sínum ólyfjan, brot sitt skýlaust og bar við bræðiskasti vegna gruns um framhjáhald Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Kalla eftir tafarlausum úrbótum

Starfsfólk Breiðholtsskóla sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar úrræðaleysi stjórnvalda vegna ástandsins í skólanum. Kallar starfsfólkið eftir tafarlausum úrbótum á hvernig ráða eigi við aukið ofbeldi meðal nemenda Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Kaupverð í nær öllum tilfellum staðið óhaggað

„Fasteignafélagið Þórkatla hefur gengið frá kaupum á alls 937 eignum í Grindavík og í nær öllum tilfellum hefur kaupverðið staðið óhaggað.“ Þetta segir Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóri Þórkötlu í skriflegu svari til Morgunblaðsins í… Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 369 orð | 3 myndir

Kynna íslenskar listir í Rúmeníu

Georgiana Pogonaru, ræðismaður Íslands í Rúmeníu, segir norrænt listafólk njóta vaxandi hylli í Rúmeníu og sé Norræna hátíðin til vitnis um það. Með því sé verið að fylgja eftir vel heppnaðri kvikmyndahátíð með norrænum kvikmyndum í Búkarest haustið 2023 Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Landið er vaktað á fjórum hornum

Á flugi inn Ísafjarðardjúp blasti við ratsjár- og fjarskiptastöð Atlantshafsbandalagsins á Bolafjalli yst í Ísafjarðardjúpi. Stöðin er í 622 m hæð og er ein fjögurra slíkra sem eru á hornum landsins Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 539 orð | 2 myndir

Lúxushótel á besta stað í Fljótshlíð

„Þetta er vel ígrundað verkefni sem við getum notið góðs af. Hér er ekki um massatúrisma eða átroðning að ræða og við sjáum gríðarleg tækifæri í þessu,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 592 orð | 3 myndir

Með úthafið allt undir radarnum

Miðvikudagur í annarri viku febrúar. Ofar skýjum í 8.000 fetum í TF-SIF; eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, sem er af gerðinni Dash-8. Við erum miðja vegu milli Íslands og Grænlands Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Meirihlutaviðræður raska fundum borgarstjórnar

Flokkarnir fimm, sem nú eiga í viðræðum um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, hafa óskað eftir því að næsti reglulegi fundur borgarstjórnar á þriðjudag verði svokallaður bjöllufundur. Í því felst að hringt er inn til fundar, öllum málum á dagskrá frestað og fundurinn svo hringdur út Meira
15. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Minnast 300 ára afmælis Casanova

Tími kjötkveðjuhátíða í aðdraganda föstunnar er að hefjast og ein sú elsta og þekktasta hófst í gærkvöldi í ítölsku borginni Feneyjum. Þar er hefð fyrir því að þátttakendur klæðist skrautlegum búningum og beri stórar grímur og á myndinni sést… Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 267 orð | 2 myndir

Mýrin í kringum Miðgarð sígur

Land sígur við Miðgarð, fjölnota íþróttahús Garðabæjar í Vetrarmýri. Ástæðan fyrir siginu er að jarðvegur undir og á svæðinu í kringum húsið er mýri og þarna í kring hafa verið framkvæmdir. Dýpi á fastan botn er talsvert breytilegt eða allt að 12 metrar Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Rok í Reykjavík eða ómur draumvísna fornra?

„Varist þér ok varist þér,/vindr er í lofti,“ segir í einni af draumvísum Sturlungu, úr draumi Jóns Grettissonar, og ber keim af Völuspá. Snæbjörn í Sandvík dreymdi að til hans kæmi dapurleg kona í dökkbláum kyrtli og þótt engin sé depurðin á… Meira
15. febrúar 2025 | Fréttaskýringar | 383 orð | 3 myndir

Segir mikil tækifæri á Korputúni

Helgi S. Gunnarsson, byggingarverkfræðingur og fyrrverandi forstjóri Heima/Regins, telur að mikil eftirspurn verði eftir atvinnu- og verslunarhúsnæði á Korputúni. Meðal annars sé farið að þrengja að stærra atvinnuhúsnæði í eldri hverfum Meira
15. febrúar 2025 | Fréttaskýringar | 1460 orð | 5 myndir

Síminn fer á flakk meðan Páll sefur

Þegar Páll Steingrímsson skipstjóri raknaði úr rotinu á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þann 6. maí 2021 var hann eðli málsins samkvæmt illa áttaður. Sólarhringana á undan var tvísýnt um hvort hann myndi lifa af þau miklu veikindi sem herjað höfðu á hann aðfaranótt 3 Meira
15. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Sleppa á þremur gíslum á Gasa í dag

Skrifstofa Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sagðist í gær hafa fengið send nöfn þriggja gísla sem hafa verið í haldi á Gasasvæðinu og palestínsk samtök þar ætli að leysa úr haldi í dag. Alþjóðanefnd Rauða krossins, sem hefur komið að… Meira
15. febrúar 2025 | Fréttaskýringar | 641 orð | 3 myndir

Snertir líka öryggi borgaranna

Kringum 20 manns eru nú vistaðir á réttar- eða öryggisgeðdeild. Þörf er á rými til að vista fleiri sem eiga eftir að ljúka afplánun í fangelsi og geta ekki gengið lausir vegna þess að af þeim stafar ógn úti í samfélaginu Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Staðfestir móttöku erindisins

„Við getum ekki gefið það út. Það eina sem við getum gert er að staðfesta að erindið hafi borist og við munum taka það til athugunar,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Morgunblaðið Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Stöndum enn með Úkraínu

„Stefna Íslands er óbreytt. Framtíð Úkraínu er í NATO, samanber leiðtogayfirlýsingu Atlantshafsbandalagsins síðasta sumar sem var samþykkt af leiðtogum allra bandalagsríkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands í samtali við Morgunblaðið Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 427 orð | 3 myndir

Tjörustykki festast á flutningabílunum

Viðsjár eru nú á vegum á Vesturlandi vegna bikblæðinga. Síðustu daga hefur verið milt í veðri og hitastig nokkrar gráður í plús. Við þær aðstæður losnar um undirlag vega og klæðninguna sem á þeim er Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Veikindakostnaður 1,5 ma.kr.

Viðskiptaráð stóð fyrir Viðskiptaþingi í Borgarleikhúsinu síðastliðinn fimmtudag. Meðal fyrirlesara voru rithöfundurinn og fræðimaðurinn Johan Norberg, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Meira
15. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 265 orð

Vilja sameina bankana

Stjórnendur Arion banka tilkynntu Íslandsbanka formlega í gær um áhuga sinn á að efna til viðræðna um samruna bankanna og að hefja sameiginlega vinnu við að meta tækifæri til verðmætasköpunar sem í samruna felast, eins og það er orðað í bréfi þeirra til stjórnenda Íslandsbanka Meira
15. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Ökumaður aðhylltist öfgaskoðanir

Þýska lögreglan telur að ungur Afgani, sem ók bíl inn í hóp fólks í München á fimmtudag, hafi aðhyllst íslamskar öfgaskoðanir. Engar vísbendingar séu hins vegar um að hann tengist herskáum íslömskum samtökum með beinum hætti Meira

Ritstjórnargreinar

15. febrúar 2025 | Staksteinar | 176 orð | 2 myndir

Áhugaverðar spurningar

Diljá Mist Einarsdóttir lagði á dögunum fram fyrirspurn til Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um auglýsingasölu Ríkisútvarpsins. Diljá spyr meðal annars að því hvort ráðherra hyggist bregðast við aukinni auglýsingasölu Rúv Meira
15. febrúar 2025 | Leiðarar | 374 orð

Óviðunandi innviðir

Jafnvel þar sem vel er að verki staðið horfir illa með að halda í við framtíðina Meira
15. febrúar 2025 | Leiðarar | 370 orð

Vandrataður vegur til friðar

Pútín stjórnar í krafti ógnar og yfirgangs Meira
15. febrúar 2025 | Reykjavíkurbréf | 1921 orð | 1 mynd

Það er fátt sem sýnist

Það var rétt hjá Obama þegar hann sagði við valdatöku Bidens að nú væri það meginverkefni Bidens að passa nú að ofgera sér ekki í embætti forseta. Biden taldi að þetta hefði verið rétt hjá Obama og var þess vegna dálítið undrandi að gamli forsetinn, sem var þó mun yngri en Biden, klappaði um leið á bak Bidens og flissaði svo í framhaldinu, sem var töluvert, og ekki síst þar sem Kamala Harris ætti raunar enn metið í þeirri grein. Meira

Menning

15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Brynhildur hættir sem leikhússtjóri

Brynhildur Guðjónsdóttir tilkynnti á starfsmannafundi í Borgarleikhúsinu í gær og í framhaldinu á Facebook-síðu sinni að hún hefði sagt starfi sínu sem leikhússtjóri lausu frá 31. mars. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu kemur fram að stjórn… Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Dularfull kona falin í þekktu verki Picassos

Vel geymt leyndarmál var afhjúpað á dögunum af ­forvörðum Courtauld Institute of Art í London. ARTnews greinir frá og segir að dularfull kona hafi fundist á einu af þekktari verkum Pablos Picasso, „Portrait de Mateu Fernández de Soto“, sem var málað … Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Endurkomu sólar fagnað með listsýningu

Sýningin Sólargleypir var opnuð í Skaftfelli, myndlistarmiðstöð Austurlands, í gær samhliða 10 ára afmæli listahátíðarinnar List í ljósi á Seyðisfirði. Til sýnis eru verk eftir listamennina Frederikke Jul Vedelsby, Gunndísi Ýr Finnbogadóttur,… Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Framsækin Eyðing ­ í Grafíksalnum

Einkasýning Emiliu Telese, Framsækin Eyðing – Progressive Decay, stendur nú yfir í Grafíksalnum hjá Íslenskri Grafík í Reykjavík. Segir í tilkynningu að um sé að ræða seríu stórra mónótýpa og mónóprenta sem séu unnin á fjölþynnur (e Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 1130 orð | 1 mynd

Gestir er síðasta bók í kattafjórleik

„Ég skrifaði fyrsta uppkastið að þessari bók fyrir um tíu árum, en sú útgáfa var ekki svona blóðug eins og endanlega útgáfan varð. Það var eitthvað við þessa sögu sem mig langaði að vinna meira með og fyrir um tveimur árum ákvað ég að gera… Meira
15. febrúar 2025 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

Ljósi beint að myrkraverkum

Írar eru enn að gera upp við ljótan kafla í sögu sinni, Magðalenuþvottahúsin svonefndu sem voru um aldir rekin á vegum kaþólsku kirkjunnar og ríkisins. Þangað voru ungar ógiftar stúlkur, sem höfðu orðið þungaðar, sendar til að eiga börn sín, sem… Meira
15. febrúar 2025 | Kvikmyndir | 974 orð | 2 myndir

Nagandi samviskubit

Smárabíó og Bíó Paradís The Damned / Hin fordæmdu ★★★½· Leikstjórn: Þórður Pálsson. Handrit: Jamie Hannigan og Þórður Pálsson. Aðalleikarar: Odessa Young, Joe Cole, Siobhan Finneran, Rory MCCann, Turlough Convery, Lewis Gribben, Francis Magee, Mícheál Óg Lane og Andrean Sigurgeirsson. England, Belgía, Ísland og Írland, 2025. 90 mín. Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Pútín vill halda Intervision

Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði nýverið tilskipun um að halda alþjóðlega tónlistarkeppni, Intervision, í Rússlandi á þessu ári en Rússum var, eins og þekkt er, bannað að taka þátt í Eurovision eftir árás þeirra á Úkraínu í febrúar árið 2022 Meira
15. febrúar 2025 | Tónlist | 546 orð | 7 myndir

Rafskruðningar og reffilegheit

Dásamleg tónlist; voldug bæði og vönduð og gefin út af Touched, því eðalmerki rafrænna tóna, óma og hljóma! Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Sagan á bak við mynd RAX vekur athygli

Viðtal við Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndara rataði á lista yfir mest lesnu menningarfréttir á vef breska fjölmiðilsins The Guardian í vikunni undir titli sem þýða má sem „Öll íslenska þjóðin í einu andliti: Besta ljósmynd Ragnars Axelssonar“ Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Sainte-Marie svipt heiðursorðu sinni

Kanadíska ríkisstjórnin hefur nú svipt söngkonuna Buffy Sainte-­Marie einni af æðstu heiðursorðum landsins eftir að í ljós kom í fréttum árið 2023 að fyrri fullyrðingar hennar um uppruna sinn sem frumbyggi ættu ekki við rök að styðjast Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Salman Rushdie hélt að hann myndi deyja

Rithöfundurinn Salman Rushdie taldi sig vera að deyja þegar hann varð fyrir grófri hnífstunguárás fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram í vitnisburði Rushdie fyrir dómstólum en nú standa yfir réttarhöld yfir árásarmanni hans í New York Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Sony hefur þegar keypt heimsréttinn

Þórður Pálsson, leikstjóri kvikmyndarinnar The Damned, hefur selt heimsréttinn að myndinni til Sony. „Fyrir utan Bretland, Írland og Skandinavíu þar sem þegar var búið að selja þau svæði Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Tónleikar í Listasafni Einars Jónssonar

Grátur steinanna er yfirskrift hádegistónleika sem haldnir verða í Listasafni Einars Jónssonar á morgun, sunnudag. Söngvari er Ieva Sumeja sópran en Sólveig Thoroddsen leikur á barokkhörpu og Sergio Coto Blanco á teorbu og barokklútu Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 151 orð | 1 mynd

Trump gagnrýnir rekstur Kennedy Center

Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi á dögunum sýningar Kennedy Center sem hann viðurkennir þó að hafa aldrei séð. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum OperaWire þar sem einnig segir að hann hafi nú þegar skipað sjálfan sig í embætti stjórnarformanns miðstöðvarinnar Meira
15. febrúar 2025 | Leiklist | 688 orð | 2 myndir

Vináttan hin eina sanna ást

Tjarnarbíó Hver vill vera prinsessa? ★★★★· Eftir: Raddbandið og Söru Martí Guðmundsdóttur. Leikstjórn: Sara Martí Guðmundsdóttir Tónlist: Rakel Björk Björnsdóttir og Stefán Örn Gunnlaugsson. Útsetningar og hljóðfæraleikur: Stefán Örn Gunnlaugsson. Lagatextar: Viktoría Sigurðardóttir og Rakel Björk Björnsdóttir. Leikmynd: Auður Ösp Guðmundsdóttir. Búningar: Viktoría Sigurðardóttir. Teikningar og myndvinnsla: Usman Naveed. Lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson og Kjartan Darri Kristjánsson. Hljóðmynd: Rakel Björk Björnsdóttir. Hljóðhönnun og tæknikeyrsla: Kristín Hrönn Jónsdóttir. Sviðshreyfingar: Raddbandið. Leikarar: Auður Finnbogadóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir, sem skipa Raddbandið. Frumsýning í Tjarnarbíói 1. febrúar 2025. Meira
15. febrúar 2025 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Þúsundir listamanna mótmæla

Þúsundir listamanna krefjast þess að uppboðshúsið Christie’s hætti við væntanlegt uppboð, sem nefnist „Augmented Intelligence“, á listaverkum sem gerð hafa verið með aðstoð gervigreindar. ARTnews greinir frá því að þetta komi fram í bréfi til… Meira

Umræðan

15. febrúar 2025 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

2084

Ef við nýtum gervigreindina rétt getur hún orðið eitt mesta framfaraskref mannkynssögunnar. En við þurfum skýra sýn á hvernig við viljum stjórna þessari þróun. Meira
15. febrúar 2025 | Pistlar | 484 orð | 2 myndir

Blæja, Svampur, Sævar og Rán

Einu sinni vann ég með manni sem er kallaður Svenni. Sá eignaðist son. Þegar spurt var hvort hugmyndir væru uppi um nafn, svaraði Svenni: Við erum að spá í að skíra hann Svamp Sveinsson. Það er eitthvað sérlega vinalegt við nafn teiknimyndapersónunnar sem þarna var vísað til (ath Meira
15. febrúar 2025 | Pistlar | 836 orð

Fyrirboðar umskipta í vörnum

Vægi norðurslóða og N-Atlantshafs vex fyrir heimavarnir Bandaríkjanna dragi þau sig hernaðarlega í hlé í Evrópu til að auka fælingarmátt gegn Kína. Meira
15. febrúar 2025 | Pistlar | 568 orð | 4 myndir

Í lokaumferðinni getur allt gerst

Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að keppnismaðurinn „brenni af“ í góðu færi á ögurstundu. Á stórmótinu í Wijk aan Zee á dögunum gerðist það að tveir efstu menn, Indverjarnir Gukesh og Praggnanand, töpuðu báðir í lokaumferðinni en… Meira
15. febrúar 2025 | Aðsent efni | 562 orð | 1 mynd

Litla hjartað mitt

Að leggjast inn á sjúkrahús er ekki álitið „hið besta mál“. En getur stundum reynst gæfuspor. Meira
15. febrúar 2025 | Pistlar | 391 orð | 1 mynd

Með almannahagsmunum – gegn sérhagsmunum

Hinn mikli byr sem ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nýtur tengist ekki aðeins því að myndun hennar er í góðu samræmi við skilaboð nýafstaðinna kosninga. Jákvæðni almennings tengist ekki síður því að stjórnin er mynduð um almannahagsmuni, gegn sérhagsmunum Meira
15. febrúar 2025 | Aðsent efni | 220 orð | 1 mynd

Nýtt mjólkurkúakyn frá Noregi er ekki ráðlegt

Ég ætla hér og nú að vara alveg sérstaklega við innflutningi norsku fósturvísanna vegna tveggja hæggengra kúasjúkdóma. Meira
15. febrúar 2025 | Aðsent efni | 132 orð | 1 mynd

Óráðsía í skipulagsmálum

Á liðnu hausti tóku borgaryfirvöld upp á því að færa til biðstöðvar fyrir strætisvagna við Austurbrún. Þetta var gert án þess að nokkrar athugasemdir væru gerðar, vangaveltur ættu sér stað né nokkuð væri hugsað um möguleg áhrif á íbúa Meira
15. febrúar 2025 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Ríkisstjórn sem sameinar eða sundrar?

Það eru vissulega tækifæri til staðar í íslensku samfélagi. En til að nýta þau þarf ríkisstjórn sem sameinar þjóðina í stað þess að sundra henni. Meira
15. febrúar 2025 | Aðsent efni | 226 orð

Skírt silfur og bleikt

Íslendinga þættir eru miklu styttri en Íslendinga sögur. Einn hinn skemmtilegasti er um Halldór Snorrason. Hann var dóttursonur Einars Þveræings og langalangafi Snorra Sturlusonar og hafði ungur verið í liði Væringja í Miklagarði ásamt Haraldi Sigurðssyni, hálfbróður Ólafs digra Noregskonungs Meira
15. febrúar 2025 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Strandveiðar mál málanna

Strandveiðar í forgangi“ var fyrirsögn Morgunblaðsins á aðfangadag. Sannarlega góð tíðindi fyrir sjávarútveginn og góðan meirihluta þjóðarinnar. Meira

Minningargreinar

15. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1673 orð | 1 mynd

Anna Guðmundsdóttir

Anna Guðmundsdóttir fæddist á Siglufirði 12. ágúst 1938. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 25. janúar 2025. Foreldrar Önnu voru Una Símonardóttir, f. 1. júlí 1904 í Hofstaðaseli, Viðvíkurhreppi í Skagafirði, d Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1181 orð | 1 mynd

Guðrún Hulda Guðmundsdóttir

Guðrún Hulda Guðmundsdóttir (Dúna) fæddist 17. júní 1938 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. janúar 2025. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Ólafsdóttir, f. 24. júní 1914, d. 10. júlí 1989, og Guðmundur Brynjólfsson, f Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2025 | Minningargreinar | 399 orð | 1 mynd

Halla Dröfn Júlíusdóttir

Halla Dröfn Júlíusdóttir fæddist 26. mars 1946 í Sólvangi á Fáskrúðsfirði. Hún lést á heimili sínu, Sindrabæ á Fáskrúðsfirði, 2. febrúar 2025. Foreldrar hennar voru Margrét Þóra Jakobsdóttir, f. 13. janúar 1927 í Fögruhlíð, Geithellnahreppi, S-Múl., d Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2025 | Minningargreinar | 885 orð | 1 mynd

Jón Viðar Óskarsson

Jón Viðar fæddist á Dalvík 18. febrúar 1953. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. janúar 2025. Foreldrar hans voru Óskar Gunnþór Jónsson, f. 19.7. 1925, d. 19.1 Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1920 orð | 1 mynd

Ólafur Þór Jóhannsson

Ólafur Þór Jóhannsson fæddist 6. apríl 1954. Hann lést 2. febrúar 2025. Útför hans fór fram 13. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2025 | Minningargreinar | 470 orð | 1 mynd

Patricia Ann Heggie

Patricia Ann Heggie fæddist 5. nóvember 1951 í Skotlandi. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 31. janúar 2025. Hún var dóttir hjónanna Adams Mckinnon Heggie, f. 15. janúar 1918, d. 17. júlí 2002 og Jemima Fisher Heggie, f Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2025 | Minningargreinar | 592 orð | 1 mynd

Sigríður Anna Þorgrímsdóttir

Sigríður Anna Þorgrímsdóttir (Anna Sigga) fæddist 15. ágúst 1947. Hún lést 31. janúar 2025. Útför Önnu Siggu fór fram 12. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2025 | Minningargreinar | 249 orð | 1 mynd

Sigurður Ísaksson

Sigurður Ísaksson fæddist 16. ágúst 1934. Hann lést 8. janúar 2025. Hann var jarðsunginn 24. janúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1622 orð | 1 mynd

Stefán Már Jónsson

Stefán Már Jónsson fæddist 2. maí 1963. Hann lést 25. janúar 2025. Útför hans fór fram 14. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2025 | Minningargreinar | 214 orð | 1 mynd

Sverrir Hjaltason

Sverrir Hjaltason fæddist 5. maí 1941. Hann lést 26. janúar 2025. Útför hans fór fram 13. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. febrúar 2025 | Viðskiptafréttir | 110 orð | 1 mynd

500 milljón sogrör á hverjum einasta degi

Samkvæmt frétt CNN nota Bandaríkjamenn um 500 milljón sogrör á dag. Stærsti einstaki kaupandi er ríkið eða opinberar stofnanir þar í landi. Forseti Bandaríkjanna Donald Trump hefur nú afnumið bann sem var í gildi gegn notkun á sogrörum úr plasti Meira
15. febrúar 2025 | Viðskiptafréttir | 317 orð | 1 mynd

Bankarnir, Samkeppniseftirlitið og þjóðhagslegi sparnaðurinn

Arion banki hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Bréf þess efnis var sent í lok dagsins í gær til stjórnar Íslandsbanka sem svaraði um hæl að erindið væri móttekið Meira

Daglegt líf

15. febrúar 2025 | Daglegt líf | 1048 orð | 3 myndir

Barnalög fyrir alls konar fólk

Mikil tilhlökkun ríkir í hópnum að koma fram opinberlega eftir langt hlé, en við hittumst alltaf annað slagið og spilum saman og þó það líði stundum mörg ár á milli, þá höfum við engu gleymt. Ég er þakklátur þessum góðu vinum mínum að vera til í að… Meira

Fastir þættir

15. febrúar 2025 | Í dag | 54 orð

3953

Hlífiskjöldur er einfaldlega skjöldur sem hlífir. Sá sem ver e-n, verndar e-n, hefur e-n undir verndarvæng sínum heldur hlífiskildi yfir honum. Að skjóta hlífiskildi fyrir e-n merkir að skýla e-m en líka að taka málstað hans, bera blak af… Meira
15. febrúar 2025 | Í dag | 257 orð

Af hrygg, gátu og Tenerife

Hildur Sverrisdóttir sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra að ríkisstjórnin væri „óþægilega markalaus“ þegar kæmi að því að fara með sitt nýfengna vald. Jón Jens Kristjánsson sneri út úr því: Valkyrjustjórnin með völdin fer… Meira
15. febrúar 2025 | Árnað heilla | 148 orð | 1 mynd

Guðni Guðmundsson

Guðni Guðmundsson fæddist 14. febrúar 1925 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Helgi Guðnason, f. 1884, d. 1953, og Nikólína Hildur Sigurðardóttir, f. 1885, d. 1965. Guðni lauk MA-prófi í ensku og frönsku frá Edinborgarháskóla árið… Meira
15. febrúar 2025 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir

50 ára Alma ólst upp í Bolungarvík til ellefu ára aldurs en flutti síðan að Þorfinnsstöðum í Vesturhópi. Hún er leikskólakennari að mennt og starfar á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga að hluta til en rekur einnig söluskálann í bænum ásamt eiginmanni sínum Meira
15. febrúar 2025 | Í dag | 711 orð | 4 myndir

Listelskur aðstoðarlögreglustjóri

Margrét Kristín Pálsdóttir er fædd 15. febrúar árið 1985 í Reykjavík. Fyrstu árin ólst hún upp í Reykjavík en einnig í Kaupmannahöfn þar sem foreldrar hennar voru við nám. Á unglingsárunum gekk Margrét í Austurbæjarskóla þegar fjölskyldan flutti í… Meira
15. febrúar 2025 | Í dag | 1388 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Árbæjarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn og við undirleik Krisztinu K. Szklenár. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar Meira
15. febrúar 2025 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Kajus Vaicikauskas fæddist 11. júlí 2024 kl. 04.00 á…

Reykjavík Kajus Vaicikauskas fæddist 11. júlí 2024 kl. 04.00 á Landspítala. Hann vó 2.808 g og var 46 cm langur. Foreldrar hans eru Jurgita Vaicikauskiene og Vitalijus Vaicikauskas. Meira
15. febrúar 2025 | Í dag | 170 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. a4 Ra6 7. f3 h5 8. h4 Bf5 9. e4 Bh7 10. Bg5 Be7 11. Bxf6 Bxf6 12. Bb5+ Ke7 13. Bxa6 bxa6 14. Rc3 Hb8 15. Dc2 Db6 16. Hb1 c4 17. Rge2 De3 18. Hf1 Be5 19 Meira
15. febrúar 2025 | Dagbók | 88 orð | 1 mynd

Súkkulaðiterta bjargaði lífi

Pokarotta nokkur í Nebraska gat ekki staðist freistinguna þegar hún rakst á Costco-súkkulaðitertu sem var skilin eftir í garði nokkrum, úti í kuldanum. Hún hámaði í sig meira en helming kökunnar og fannst síðan útþanin og með örlítið samviskubit Meira
15. febrúar 2025 | Í dag | 178 orð

Þögn er gulls ígildi S-NS

Norður ♠ D10764 ♥ K107 ♦ 10965 ♣ Á Vestur ♠ G9853 ♥ 63 ♦ Á3 ♣ K1076 Austur ♠ 2 ♥ 942 ♦ KDG82 ♣ D954 Suður ♠ ÁK ♥ ÁDG85 ♦ 74 ♣ G832 Suður spilar 4♥ Meira

Íþróttir

15. febrúar 2025 | Íþróttir | 892 orð | 2 myndir

Á heima í byrjunarliði

Knattspyrnumaðurinn Alfons Sampsted er allur að koma til eftir að hafa slitið liðband í ökkla í leik með íslenska landsliðinu gegn Wales í lokaleik liðsins í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar í Cardiff 19 Meira
15. febrúar 2025 | Íþróttir | 897 orð | 2 myndir

„Þú þarft að hætta í dag“

Körfuboltamaðurinn Björn Kristjánsson tók skóna fram að nýju undir lok síðasta árs eftir tveggja ára hlé sem hafði ekki komið til af góðu. Nýrnasjúkdómur sem Björn greindist með árið 2017 leiddi að lokum til nýrnabilunar árið 2022 og þurfti hann að hætta nokkuð skyndilega í nóvember það ár Meira
15. febrúar 2025 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Brighton skellti Chelsea

Brighton skellti Chelsea, 3:0, í fyrsta leik 25. umferðar ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Brighton í gærkvöldi. Brighton-liðið er í áttunda sæti deildarinnar með 37 stig eftir sigurinn en Chelsea er í fjórða sæti með 43 Meira
15. febrúar 2025 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Draumabyrjun Emilíu Kiær

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir fer afskaplega vel af stað með nýja liði sínu RB Leipzig í Þýskalandi en hún skoraði í sigri liðsins á Turbine Potsdam, 4:1, í efstu deild þýska fótboltans í Leipzig í gær. Emilía jafnaði metin á 56 Meira
15. febrúar 2025 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

FH á toppinn eftir stórsigur

Íslandsmeistarar FH eru komnir í toppsæti úrvalsdeildar karla í handknattleik eftir sigur á Fjölni, 38:22, í 17. umferðinni í Grafarvogi í gærkvöldi. FH er í efsta sæti með 25 stig en Fjölnir er í því neðsta með 6 Meira
15. febrúar 2025 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Lið Söru í úrslitaleikinn

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðskonur hennar í Al Qadsiah eru komnar áfram í úrslitaleikinn í sádiarabísku bikarkeppninni í fótbolta eftir sigur á toppliði Al Nassr í gær. Venjulegum leiktíma lauk með markalausu jafntefli en Al Nassr komst snemma yfir í framlengingunni Meira
15. febrúar 2025 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Ljúka keppni á HM um helgina

Jón Erik Sigurðsson og Tobias Hansen náðu ekki að ljúka keppni í stórsvigi karla á heimsmeistaramótinu í Saalbach í Austurríki í gær. Þeir komust í gegnum undankeppnina í fyrradag en skíðuðu báðir út úr brautinni í aðalkeppninni í gær Meira
15. febrúar 2025 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Myndu fá 117 milljónir í viðbót

Víkingar hafa þegar tryggt sér um 838 milljónir íslenskra króna með árangri sínum í Sambandsdeild karla í fótbolta. Þeir geta bætt verulega við þá upphæð því að árangursgreiðsla frá UEFA fyrir að komast í 16 liða úrslit er um 117 milljónir króna Meira
15. febrúar 2025 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Valssigur í Vesturbænum

Íslandsmeistarar Vals unnu erkifjendur sína í KR, 96:89, eftir framlengdan leik á Meistaravöllum í 18. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Eftir leikinn er Valur í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig en KR í áttunda sæti með 16 Meira

Sunnudagsblað

15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 103 orð | 1 mynd

40 fílar leika lausum hala

Períóða Steven Knight, höfundur Peaky Blinders , heldur sig við períóðudramað í nýjum myndaflokki, A Thousand… Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 104 orð | 1 mynd

„Pabbi, bjargaði ég systur minni?“

Þegar sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu fyrir rúmum tveimur vikum sýndi Andre „Tre“ Howard III, 10 ára, ótrúlegt hugrekki. Hann hlífði fjögurra ára systur sinni með eigin líkama frá fljúgandi braki og hlaut lífshættulega höfuðáverka Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 1414 orð | 2 myndir

„Með írönsku þjóðina í gíslingu“

Þarna er ástand alræðis, einræði hefur fest rætur í landinu í nafni trúar.“ Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 200 orð

„Mig dreymdi ótrúlegan draum í nótt,“ sagði ungi maðurinn við…

„Mig dreymdi ótrúlegan draum í nótt,“ sagði ungi maðurinn við sálfræðinginn sinn. „Ég sá móður mína en þegar hún snéri sér að mér tók ég eftir því að hún var með þitt andlit. Mér fannst þetta mjög óþægilegt, eins og þú getur ímyndað þér Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 1156 orð | 3 myndir

„Þú hefur smíðað nýyrði, bítill!“

Ég gleymi aldrei þeim degi. Guðmundur Halldórsson birtist í gættinni á skrifstofunni og talaði um „attentat“ á Kennedy. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði það orð. Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 770 orð | 3 myndir

Beini sjónum til Grænlands

Meðan ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hversu mikill áhugi Kínverja var á Íslandi. En ég áttaði mig aldrei almennilega af hverju það var. Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 569 orð | 1 mynd

Borg án alvöru leiðtoga

Það hefði kannski verið ráð að bjóða Degi B. Eggertssyni gestasæti við borðið til að veita oddvitunum almennilega ráðgjöf. Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 364 orð | 6 myndir

Ekkert eins ólgandi og að synda um í sögum

Það var um sex ára aldurinn að amma mín, Dýrleif Jónsdóttir Melstað, amma Didda, sat með mér og kenndi mér að lesa upp úr Halldórs Laxness-safni hennar og Óla afa. Hún valdi það frekar en Morgan Kane-safnið Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 100 orð | 1 mynd

Eltingaleikur við hið illa

Spenna Jude Law setur upp mottu og leikur grjótharðan alríkislögreglumann í kvikmyndinni The Order eftir Justin Kurzel, sem nálgast má á Amazon Prime. Byggt er á sönnum atburðum, það er eltingaleik lögreglunnar við hóp herskárra nýnasista, sem kölluðu sig The Order, árið 1984 Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 88 orð | 1 mynd

Engar ófreskjur hér í gegn, takk fyrir!

Víti Í nýjustu kvikmynd leikstjórans Scotts Derricksons, The Gorge, fá tvær framúrskarandi leyniskyttur það hlutverk að vakta hlið vítis og koma í veg fyrir að ófreskjur skríði froðufellandi inn í mannheima Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 371 orð

Enn og aftur rís Hitcherinn upp

Vinnuheitið, Kryddpíurnar, er heldur ekki gott. Skipti ekki ein af hinum upprunalegum Kryddpíum um hest í miðri á? Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 541 orð | 2 myndir

Frekt, árásargjarnt og endalaust verk

Verkið er endalaust. Það vísar ekki út fyrir sig, hefur ekki skoðun á neinu, boðar ekkert, það hefur einungis eina löngun, sem er að lengjast.“ Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 419 orð | 1 mynd

Fullkomin ráðgáta

Hvernig kviknaði hugmyndin að gera hlaðvarpsþátt um þetta dularfulla mannshvarf? Fyrir tilviljun hitti ég hóp Íra hér á Íslandi, þar á meðal Liam O’Brien sem hafði alltaf munað eftir þessu mannshvarfi í Dublin árið 2019 Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 127 orð

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa dulmál og var rétt svar Á skíðum…

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa dulmál og var rétt svar Á skíðum skemmti ég mér. Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bókina Lilo og Stitch – Stitch fer með í skólann í verðlaun. Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 1276 orð | 9 myndir

Gaf páfanum listaverk

Ég er endalaust á antíkmarköðum og í gömlum landakortabúðum; alltaf að leita að einhverju nýju til að setja inn í myndirnar. Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 68 orð | 1 mynd

Hjónabandinu var lokið

Skilnaður Steve „Zetro“ Souza er enn og aftur hættur sem söngvari bandaríska þrassbandsins Exodus; entist í 11 ár í þessari lotu. Í svari til aðdáanda á Instagram staðfestir Gary Holt gítarleikari að kappanum hafi verið sagt upp Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 2714 orð | 2 myndir

Leggur metnað í að trúa á yfirnáttúruna

Ég er ekki með sterkmótaða trúarsýn að öðru leyti en því að ég er sannfærð um að til er annar heimur en okkar, vídd sem stundum fæst innsýn í þótt óskiljanleg sé. Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 177 orð | 1 mynd

Lést við að ryksuga

41 árs gömul kona beið bana í Kaupmannahöfn í febrúar 1955 þegar hún var að ryksuga heimili sitt. Frá þessu var greint á forsíðu Morgunblaðsins. „Skyndilega fékk hún rafmagnsstraum frá ryksugunni og féll meðvitundarlaus um koll Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 1058 orð | 3 myndir

Má ég ekki vera ég sjálf?

Fyrir fáeinum misserum, meðan Lola Young var að ganga gegnum erfið sambandsslit, settist hún niður í herberginu sínu og samdi lítið lagt. Hvernig er betra að gera þungar tilfinningar upp en einmitt með því að semja sig frá þeim? „Sambandið var … Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 80 orð

Mína og Betsý hanna kjól fyrir fræga leikkonu og ákveða í framhaldi að…

Mína og Betsý hanna kjól fyrir fræga leikkonu og ákveða í framhaldi að fara í samstarf. Jóakim lendir í óprúttnum aðila sem þvingar hann til að breyta sér en að lokum fer allt vel. Páfuglatíska ræður ríkjum í Andabæ, Fiðri tekur þátt en Andrés gerir sitt besta til að forðast hana Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 1390 orð | 9 myndir

Sama nafnið, önnur sýn, önnur gildi

Mikill harmur var að Kathleen kveðinn árið 2020 þegar ein fjögurra dætra hennar, Maeve, drukknaði í kanóslysi ásamt átta ára syni sínum. Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 135 orð | 2 myndir

Skjöldur fyrir Hepburn

Hollywood-leikkonan Audrey Hepburn og glysrokkarinn Marc Bolan úr T. Rex eru meðal þeirra listamanna sem fá bláan veggskjöld hengdan upp við viðeigandi heimilisfang í Lundúnum á næstunni, samkvæmt vali góðgerðarsamtakanna English Heritage Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 13 orð

Theodór Óskar 5…

Theodór Óskar 5 ára Meira
15. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 586 orð | 1 mynd

Vestræn gildi í nýju ljósi

En það minnir á mikilvægi þess að rifja upp söguna, í það minnsta annað veifið, þannig að Evrópumenn séu minntir á það hverjir þeir eru. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.