Greinar laugardaginn 22. febrúar 2025

Fréttir

22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 371 orð | 4 myndir

„Það er einhver maðkur í mysunni“

„Ég kann engar skýringar á þessu. Þetta eru nákvæmlega sömu kort. Það þarf ekki að segja mér annað en að þetta kosti milljónir króna af almannafé. Sem er alger óþarfi,“ segir Ernst Backman hönnuður með meiru Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Aðeins 86 tonn til Noregs

Loðnusamningur milli Íslands og Grænlands frá árinu 2023 gerir ráð fyrir að Íslendingar fá 6.957 tonna loðnukvóta eða 81% af 8.589 hámarksafla vetursins. Þá fá Grænlendingar 1.546 tonn eða 18% og eru sett til hliðar 86 tonn eða 1% fyrir Norðmenn Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Auglýsir eftir nýju bæjarblaði

„Okkur vantar svona miðil og ég hef fengið miklar undirtektir eftir að ég birti þessa færslu,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Þór birti í vikunni ákall á Facebook-síðu sinni um að einhver tæki sig til og endurvekti bæjarblaðið Nesfréttir Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 54 orð

Auglýst eftir lögreglustjóra í Eyjum

Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og er frestur til að sækja um embættið til og með 28. febrúar næstkomandi. Vestmannaeyjar hafa verið lögreglustjóralausar um hríð, en Karl Gauti Hjaltason, … Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 805 orð | 2 myndir

Á hálum ís með kvikmyndastjörnu

Búi Baldvinsson, eigandi og kvikmyndaframleiðandi hjá Hero Productions á Íslandi, segir samstarf við kínversk kvikmyndafyrirtæki bjóða upp á mikil tækifæri. Hann vinni markvisst að því að efla þau tengsl Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

„Við þorum, getum og viljum“

Samstarfsyfirlýsing hins nýja vinstrimeirihluta í Reykjavíkurborg helgast af áherslu á grunnþjónustu, lífsgæði, velferð og „það sem fólkinu er næst“, eins og það er orðað. Þrátt fyrir að þar sé tæpt á ýmsum málum eru eiginleg markmið oft óljós og alls óvíst hvað þau eiga eða mega kosta Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Ber ekki að greiða styrki til baka

Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokknum beri að endurgreiða nokkuð af þeim styrkjum sem flokkurinn hefur fengið á undanförnum árum. Guðrún Hafsteinsdóttir, sem er formannsframbjóðandi á landsfundi… Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Borgarstjóri hefði samþykkt

Kennarar gengu í gær fyrirvaralaust út úr skólum víða í kjölfar þess að ríki og sveitarfélög höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara. Í fyrrakvöld samþykktu kennarar innanhústillögu Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Búrfellslundur verður Vaðölduver

Vindorkuverið sem Landsvirkjun áformar að byggja við Vaðöldu á Þjórsár- Tungnaársvæðinu og hefur hingað til gengið undir nafninu Búrfellslundur hefur nú fengið nýtt nafn og kallast nú Vaðölduver. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 276 orð | 2 myndir

Byggja sjötíu íbúðir fyrir námsmenn

Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna (BN), segir áformað að hefja jarðvinnu við ný fjölbýlishús félagsins í Arnarbakka í Breiðholti í vor. Niðurrif eldri mannvirkja sé þegar hafið Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Daði hættir við umdeild áform

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá umdeildum áformum um að breyta tollflokkun erlendra mjólkurvara, nánar tiltekið pitsaosts með viðbættri jurtaolíu. Frá þessu greindi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra á samfélagsmiðlum í gær Meira
22. febrúar 2025 | Fréttaskýringar | 696 orð | 2 myndir

Danir hyggjast bæta í bardagagetu sína

Danir tilkynntu í vikunni að framlög til varnarmála yrðu stóraukin. Um leið var greint frá því að þeir hygðust láta Úkraínumenn fá helming þungavopna danska hersins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að vanræktar landvarnir verði… Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Dóra G. Jónsdóttir

Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 11. febrúar sl., 94 ára að aldri. Dóra fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Dalmannsson gullsmiður og Jóhanna Margrét Samúelsdóttir húsmóðir Meira
22. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 580 orð

Dýrar sóknaraðgerðir Rússa í Donetsk-héraði

Rússar hófu sóknaraðgerðir í Donetsk-héraði um miðjan júlí á síðasta ári með það markmið að hertaka borgina Pokrovsk. Borgin þykir skipta miklu máli fyrir varnir Úkraínuhers í Donetsk-héraði, þar sem mikilvægar birgðalínur liggja um borgina, auk… Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Endurgreiðslur yfir sex milljarðar

Ríflega 850 milljónir króna voru greiddar úr ríkissjóði í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar í lok síðasta árs. Þessi upphæð var fengin af fjáraukalögum og bættist við 5,3 milljarða króna sem þegar höfðu verið greiddir út Meira
22. febrúar 2025 | Fréttaskýringar | 692 orð | 3 myndir

Er verið að okra á tónleikagestum?

„Það var barist um miðana. Sætin fóru fyrst og svo miðar í stæði. Það er greinilegt að fólk hefur þyrst í stórtónleika á Íslandi og þetta gefur okkur byr undir báða vængi varðandi frekara tónleikahald,“ segir Ísleifur B Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Fimmtán fá styrki úr afrekssjóði í skák

Fimmtán skákmenn fá styrki úr nýjum afrekssjóði í skák sem nú hefur verið úthlutað úr í fyrsta skipti. Stórmeistararnir Guðmundur Kjartansson, Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steinn Steingrímsson, Lenka Ptácníková og Vignir Vatnar Stefánsson fá… Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 836 orð | 3 myndir

Heimaspítali til móts við sjúklinga

„Hér er leitast við að koma til móts við sjúklinga sem geta verið heima og fengið sína meðferð heima. Þetta er mörgum þægilegra en sjúkrahúsvist og mun ódýrara en að dveljast inniliggjandi á deild,“ segir Halldóra Hálfdánardóttir,… Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Hilmar Lúthersson

Hilmar Fjeldsted Lúthersson, pípulagningameistari og mótorhjólamaður, lést að heimili sínu 20. febrúar síðastliðinn, 86 ára að aldri. Hilmar var fæddur 26. ágúst 1938 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Lúther Salómonsson og Sveinsína Oddsdóttir Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 728 orð | 2 myndir

Hjartað í Hólminum styrkist

Agustson-reitur í gamla hluta Stykkishólms tekur miklum breytingum ef tillögur að nýrri uppbyggingu á svæðinu verða samþykktar. Tillögurnar gera ráð fyrir mikilli og glæsilegri uppbyggingu en verkefnið er á forræði lóðarhafa Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 632 orð | 1 mynd

Hægt er að kenna gömlum hundi að sitja

Undanfarna daga hefur Garðar Örn Hinriksson, tónlistarmaður með meiru frá Stokkseyri, dreift bók sinni Spurningahandbókinni til kaupenda í forsölu. Hann sendi frá sér plötu í lok janúar, hefur haldið úti vefsíðunni grafarholtid.is undanfarin misseri … Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Kennarar létu sig ekki vanta á fyrsta borgarstjórnarfundi nýs meirihluta

Kennarar fjölmenntu á fyrsta borgarstjórnarfund nýs borgarstjórnarmeirihluta í gær í kjölfar þess að þeir gengu fyrirvaralaust út úr mörgum skólum á hádegi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið… Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Meistaramótið í frjálsíþróttum

Meistaramótið í frjálsíþróttum innanhúss fer fram í Laugardalshöllinni um helgina. Keppni hefst um klukkan 13 báða dagana og lýkur milli 15 og 16. Flest besta frjálsíþróttafólk landsins mætir til leiks, þar á meðal Daníel Ingi Egilsson, sem er til… Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 1074 orð | 1 mynd

Miklar breytingar eru fram undan

Nýskipuð Íslandsdeild NATO-þingsins sótti febrúarfundi þingsins í Brussel í vikunni, en þar áttu þingmenn kost á því að kynna sér starf þingsins og fara yfir stöðu alþjóðamála með embættismönnum og herforingjum Atlantshafsbandalagsins Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 174 orð

Nýr meirihluti tekur við

Nýr meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalista, Pírata og Vinstri grænna tók við stjórnartaumunum í Reykjavíkurborg í gær. „Ég myndi segja að þetta sé félagshyggjusamstarf. Félagshyggjustjórn sem er með félagshyggjuáherslur og það er … Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 279 orð

Nær allir nýir íbúar af erlendum uppruna

Nú búa rúmlega 29 þúsund erlendir ríkisborgarar í Reykjavík, sem samsvarar um 68% af heildarfjölda erlendra ríkisborgara á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall þeirra er líka hæst í Reykjavík eða tæplega 21% Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Raðað upp í ráð og nefndir á vegum Reykjavíkurborgar

Hin eiginlegu meirihlutaskipti átti sér stað á aukafundi borgarstjórnar í gær, en þar var kosið í helstu ráð og stöður. Þar horfðu flestir ugglaust til borgarstjórastólsins, en það má einnig nokkuð lesa í það hvernig önnur sæti skipuðust Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Rafhleðslustæðum fjölgað í borginni

Samfara fjölgun rafbíla á götum Reykjavíkur hefur rafhleðslustæðum verið fjölgað. Á afgreiðslufundi samgöngustjóra nýlega var samþykkt að merkja 40 bílastæði sem eingöngu eru ætluð bifreiðum til rafhleðslu Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Raftónlistarmenn heiðra minningu Árna Grétars með tónleikum

Minningartónleikar um tónlistarmanninn Árna Grétar, betur þekktan sem Futuregrapher, verða haldnir í Gamla Bíói á þriðjudaginn, 25. febrúar, kl. 19 en Árni lést 4. janúar. Segir í tilkynningu að Árni hafi verið ómissandi hluti af íslenskri… Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

RARIK ætlar að styrkja Borgarfjörð

Í Borgarfirði eru nú margvíslegar framkvæmdir boðaðar hjá RARIK, en þær eru meðal annars viðbragð við tíðum rafmagnsbilunum á svæðinu á síðustu misserum. Þetta kom fram á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í vikunni þar sem fulltrúar orkufyrirtækisins voru til svara Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 381 orð | 2 myndir

Ráðherra einnig með sýslumannsfrumvarp

„Málið sem ég mun leggja fram og var kynnt á blaðamannafundi forystumanna ríkisstjórnarinnar fyrir nokkru, og ég kynnti fyrir allsherjarnefnd á miðvikudag, lýtur að því að sameina sýslumannsembættin í eitt,“ segir Þorbjörg Sigríður… Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 145 orð

Ríkið standi við fyrirheit um jarðgöng

Hamrað er á mikilvægi jarðganga á Austfjörðum í bókun sem stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) gerði nýlega. Þar er vikið að því ástandi sem skapaðist á Seyðisfirði 19. og 20. janúar síðastliðinn þegar Fjarðarheiði var lokuð vegna… Meira
22. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Ræða enn um nýtingu auðlinda

Keith Kellogg, sérstakur erindreki Trumps Bandaríkjaforseta í Úkraínu, sagði í gær að hann hefði átt „umfangsmiklar og jákvæðar viðræður“ við Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í fyrradag Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 469 orð | 2 myndir

Skákmenn fylla Hörpuna í vor

Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, verður haldið í Hörpu dagana 9. til 15. apríl næstkomandi. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem fagnaði 90 ára afmæli sínu 26 Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Skrifborð með sögu til sölu

Hafi einhver hug á að eignast gamalt, stórt og virðulegt breskt skrifborð með leðurplötu og sögu er eitt slíkt auglýst í smáauglýsingum Bændablaðsins, sem kom út í vikunni. Fram kemur í auglýsingunni að borðið sé 186x106 sentimetrar að stærð og hafi verið notað áratugum saman í forsætisráðuneytinu Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 132 orð

Trump vildi ekki kalla Pútín einræðisherra

Donald Trump Bandaríkjaforseti vildi ekki svara í því í gærkvöldi, spurður á blaðamannafundi í Hvíta húsinu, hvort hann teldi að Vladimír Pútín forseti Rússlands væri einræðisherra. Degi áður hafði Trump fullyrt að Volodimír Selenskí, sem kjörinn var forseti Úkraínu árið 2019, væri einræðisherra Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 934 orð | 3 myndir

Tæknin er móðurmál unga fólksins

Gervigreind er orðin mál málanna í framhaldsskólum. Góð reynsla þykir hafa fengist í þessu með starfi þverfaglegs hóps í Tækniskólanum sem kennir á K2 Tækni- og vísindaleið, stúdentsbraut í bekkjakerfi Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 518 orð | 1 mynd

Varað við steinkasti á löngum köflum

Í gær varaði Vegagerðin við steinkasti frá Borgarnesi að Holtavörðuheiði og ósléttum vegi og steinkasti á heiðinni. Við blæðingarnar safnast upp lausir steinar á veginum sem geta skapað hættu. Vegakerfið virðist vera að gefa sig á stórum landsvæðum Meira
22. febrúar 2025 | Fréttaskýringar | 1287 orð | 7 myndir

Viðbrögð starfsmanna RÚV

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur á RÚV hefur gert sig mjög gildandi þegar kemur að því að upplýsa um hneykslismál af ýmsum toga. Eru málin úr ýmsum áttum en ríkismiðillinn hefur hvatt fólk til þess að senda ábendingar Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Viðhaldi veganna vestra verði sinnt

Þungatakmarkanir á vegum á vestanverðu landinu hamla flutningum og núverandi ástand í samgöngumálum þar gæti orðið viðvarandi. Þetta segir í ályktun bæjarstjórnar Vesturbyggðar, þar sem lýst er miklum áhyggjum af ástandi og viðhaldsleysi vega þar um slóðir Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Vilja skýrslu ráðherra um Reykjavíkurflugvöll

Fram er komin á Alþingi beiðni til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um skýrslu um framkvæmd Samgöngustofu við lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar og um viðbrögð Reykjavíkurborgar við erindum stofnunarinnar, m.a Meira
22. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 407 orð | 1 mynd

Vinsælum bar lokað eftir vonlausa baráttu

Session Craft Bar, vinsælum bar við Bankastræti í miðborg Reykjavíkur, verður lokað eftir kvöldið í kvöld. Ástæðan er sú að forsendur rekstrarins eru brostnar eftir að opnunartími hans var styttur frá klukkan 1 á nóttu niður í 23 á kvöldin Meira
22. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 808 orð

Þrír dagar urðu að þremur árum

Þrjú ár verða liðin á mánudaginn frá því að Rússar hófu hina ólöglegu allsherjarinnrás sína í Úkraínu. Þegar innrásin hófst aðfaranótt 24. febrúar 2022 bárust fregnir um að Rússar gerðu ráð fyrir skjótum sigri í því sem þeir kölluðu hina… Meira
22. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Ætla að auka eftirlit á Eystrasalti

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hét því í gær að sambandið myndi auka eftirlit með sæstrengjum á Eystrasalti eftir að sænsk stjórnvöld greindu frá því að þau væru að rannsaka grunuð skemmdarverk á sæstreng í nágrenni Gotlands Meira

Ritstjórnargreinar

22. febrúar 2025 | Leiðarar | 835 orð

Kosið á ólgutímum

Niðurstaða þýsku þingkosninganna virðist liggja fyrir en þar með er ekki öll sagan sögð Meira
22. febrúar 2025 | Reykjavíkurbréf | 1584 orð | 1 mynd

Sagan öll þolir illa ljós

En Trump hafði lengi haft þá skoðun, í aðdraganda bandarísku kosninganna, að ynni hann þær myndi hann ekki lengi sitja kjurr og hann myndi stöðva stríðið við Hamas og aðra leppa klerkanna í Íran. Meira
22. febrúar 2025 | Staksteinar | 202 orð | 1 mynd

Útilokuð afskipti kennararáðherra

Mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kannaðist á dögunum ekkert við það að hafa haft afskipti af kjaradeilu kennara. Það hittist bara þannig á að í ráðuneyti hennar starfar einstaklega lipur og lausnamiðaður maður sem ríkissáttasemjari kallaði til svo að leysa mætti deiluna Meira

Menning

22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

„Hann gerði mig að skotspæni sínum“

Breski leikarinn Guy Pearce komst við í nýlegu viðtali við The Hollywood Reporter þegar hann rifjaði upp óþægileg samskipti sín við bandaríska leikarinn Kevin Spacey við gerð myndarinnar L.A Meira
22. febrúar 2025 | Tónlist | 575 orð | 6 myndir

Að breyta mannganginum

Ég hafði aldrei heyrt þessarar konu getið en platan rúllar eins og Katla sé búin að vera heillengi í bransanum. Meira
22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 879 orð | 2 myndir

Árstíðirnar halda okkur á tánum

„Ég ætla að fara mjög djúpt inn í ástina og ég valdi konudaginn til að flytja þessa tónlist, þó svo að hann sé ekki sérstakur ástardagur, en ég hugsaði þetta út frá hinu kvenlega, hinni mjúku og gefandi orku,“ segir tónlistarkonan Ólöf… Meira
22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Bronsstytta Claudel seld á 436 milljónir

Bronsstyttan „L'Age mur" eða „Þroskaaldurinn" eftir franska myndhöggvarann Camille Claudel (1864-1943) var boðin upp í Frakklandi á dögunum og seldist fyrir þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 436 milljónum íslenskra króna Meira
22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 150 orð | 1 mynd

Cynthia Erivo fer með hlutverk frelsarans

Breska leikkonan Cynthia Erivo mun túlka Jesú Krist í uppfærslu á söngleiknum Jesus Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber and Tim Rice sem sett verður upp í Hollywood Bowl í Kaliforníu í ágúst Meira
22. febrúar 2025 | Kvikmyndir | 1061 orð | 2 myndir

Eins manns mynd

Bíó Paradís Allra augu á mér / All Eyes on Me ★★··· Leikstjórn: Pascal Payant. Handrit: Pascal Payant. Aðalleikarar: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Oliwia Drozdzyk, Svandís Dóra Einarsdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir. Ísland, 2025. 88 mín. Meira
22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Fortíð og nútíð í ­nýjum kórverkum

Tónlistarkonan Sigurdís hefur samið og útsett tvö ný kórverk fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í tilefni af 100 ára afmæli kórsins, að því er segir í tilkynningu en verkin eru við ljóð Jónasar Tryggvasonar sem var afabróðir Sigurdísar Meira
22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um fornar lögbækur og dóma

Dr. jur. Davíð Þór Björg­vins­son, lagaprófessor og fyrrverandi dómari, mun fjalla um fornar lögbækur og gildandi lög í hádegisfyrirlestri í Eddu á þriðjudaginn, þann 25. febrúar, kl. 12. Er erindið liður í fyrirlestra­röð sem tengd er… Meira
22. febrúar 2025 | Myndlist | 671 orð | 4 myndir

Hvernig verður listamaður til?

Gallery Port Fortíðin sem núið ber ★★★★· Verk eftir Georg Óskar Giannakoudakis. Sýningin stendur til 1. mars 2025. Opið miðvikudaga til föstudaga kl. 13-17 og laugardaga kl. 12-16. Meira
22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

Laufey á lista Time yfir konur ársins

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir er á lista tímaritsins Time yfir konur ársins. Í grein tímaritsins segir að Laufey sé eini söngvari í heiminum sem eigi aðdáendur sem syngi djassskattsólóin hennar orð fyrir orð í fullum tónleikahöllum Meira
22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 64 orð | 1 mynd

Ný þáttaröð um lögreglukonuna Hildi

Cinef­l­ex Rights hef­ur tryggt sér alþjóð­­legan dreif­ing­ar­rétt á nýrri spennuþáttaröð í sex hlutum sem ber heitið Hild­ur, en hún byggir á samnefndri met­sölu­bók finnska rit­höf­und­ar­ins Satu Rämö Meira
22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 106 orð | 2 myndir

Samsýning tvíburabræðra opnuð í dag

Tvíburabræðurnir Jóhannes og Ásvaldur Kristjánssynir opna fyrstu samsýningu sína, sem ber yfirskriftina Tvísýn, í dag, laugardaginn 22. febrúar, klukkan 14 í Gallerí Göngum í Háteigskirkju Meira
22. febrúar 2025 | Fjölmiðlar | 208 orð | 1 mynd

Spennuþrungið líf eftir dómsdag

Á Disney+ má nú finna vísindaspennutryllinn Paradise. Segir þar af samfélagi manna sem býr í tilbúnum heimi, djúpt inni í fjöllum Colorado. Sagan gerist einhvern tímann í nánustu framtíð þegar heimurinn stendur frammi fyrir tortímingu og þá eru góð ráð dýr Meira
22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

Styrkir veittir úr minningarsjóði Guðfreðs

Minningarsjóður Guðfreðs Hjörvars Jóhannessonar, í varðveislu Söngskólans í Reykjavík, veitti á dögunum sjö nemendum skólans styrki upp á 300.000 kr. hver. Segir í tilkynningu að alls hafi 2,1 milljón verið úthlutað úr sjóðnum og á þeim sjö árum sem … Meira
22. febrúar 2025 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Tvær samsýningar í Listasafninu á Akureyri

Samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og ­Margskonar I eru opnaðar í dag, laugardaginn 22. febrúar, klukkan 15 í Listasafninu á Akureyri. Segir í tilkynningu að myndhöggvarinn Sólveig Baldursdóttir opni sýningarnar formlega og eldri barnakór… Meira

Umræðan

22. febrúar 2025 | Aðsent efni | 325 orð

72 ára

Hátíðir eiga að lyfta okkur upp úr hversdagslífinu, rifja upp, að við erum ekki maurar í þúfu, heldur einstaklingar í sálufélagi við ástvini, vini, fjölskyldu, samherja og samlanda. Þótt árin færist yfir, er afmæli ætíð tilefni til hátíðarhalda Meira
22. febrúar 2025 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Blásum til sóknar

Verði ég formaður Sjálfstæðisflokksins verður blásið til sóknar, dregið úr skrifræði og stutt við lítil og meðalstór fyrirtæki. Meira
22. febrúar 2025 | Pistlar | 581 orð | 4 myndir

Finnar sigursælir á NM ungmenna

Alexander Domalchuk-Jónasson vann öruggan og glæsilegan sigur í efsta flokki Norðurlandamóts ungmenna 20 ára og yngri sem fram fór í Borgarnesi um síðustu helgi. Íslendingar hafa yfirleitt náð gullverðlaunum í a.m.k Meira
22. febrúar 2025 | Pistlar | 400 orð | 1 mynd

Fyrsta skrefið í átt að nýju kerfi fyrir fjölmiðla

RÚV og staða fjölmiðla voru til umræðu á Alþingi í vikunni. Það er ljóst að RÚV hefur mikilvægt menningarlegt gildi fyrir íslenskt samfélag. RÚV er ekki bara fjölmiðill heldur mikilvæg menningarstofnun sem stuðlar að sterkri íslenskri sjálfsmynd,… Meira
22. febrúar 2025 | Pistlar | 463 orð | 2 myndir

Hávær holsár og talandi höfuð

Eins og frægt er úr Fóstbræðrasögu og fleiri heimildum barðist Þormóður Kolbrúnarskáld með Ólafi digra (síðar helga) Haraldssyni, Noregskonungi, í orrustunni á Stiklastöðum árið 1030. Þar féllu þeir báðir, konungurinn og skáldið Meira
22. febrúar 2025 | Aðsent efni | 399 orð | 1 mynd

Íslenskukunnátta í framlínustörfum

Íslensk fyrirtæki þurfa að finna jafnvægi á milli þess að mæta þörfum alþjóðlegra viðskiptavina og starfsmanna og þess að tryggja að íslenskir viðskiptavinir fái þjónustu á sínu eigin tungumáli. Meira
22. febrúar 2025 | Aðsent efni | 195 orð | 1 mynd

Lífsins faðmlag

Guð gefi okkur þá náð að vera föðmuð af hinu eilífa lífsins faðmlagi. Fá að hvíla í því og njóta þess að faðma lífsins tré til baka. Meira
22. febrúar 2025 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Sjö ástæður fyrir því að ég styð Áslaugu Örnu

Það er enginn líklegri til að gera sjálfstæðisstefnuna töff og sameina og virkja fólk til stjórnmálaþátttöku með hlutverk og tilgang en Áslaug Arna. Meira
22. febrúar 2025 | Aðsent efni | 789 orð | 1 mynd

Stéttarfélög eru forsenda lýðræðisins

Fólk sem býr við bág kjör og lélegt starfsumhverfi tapar trúnni á lýðræðinu. Öflug verkalýðshreyfing er aftur á móti forsenda raunverulegs lýðræðis. Meira
22. febrúar 2025 | Aðsent efni | 887 orð | 1 mynd

Tollflokkun pitsuosts staðfest enn á ný

Af þessu verður að draga þá ályktun að ESB hafi á einhverjum tímapunkti talið mjólkurost ost í skilningi 4. kafla tollskrár en svo breytt afstöðu sinni. Meira
22. febrúar 2025 | Pistlar | 812 orð

Örlagatímar fyrir Úkraínu

Meira að segja Boris Johnson setti ofaní við Donald Trump vegna rangfærslna hans um Selenskí. Í Moskvu fögnuðu hins vegar undirsátar Pútins. Meira

Minningargreinar

22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 540 orð | 1 mynd

Arnar Sigurðsson

Arnar Sigurðsson, Addi Sandari, fæddist 15. nóvember 1931. Hann lést 28. janúar 2025. Útför Arnars fór fram 21. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1810 orð | 1 mynd

Ástríður Helgadóttir

Ástríður Helgadóttir fæddist 14. júlí 1933 á Hrappsstöðum í Vopnafirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði 9. febrúar 2025. Foreldrar hennar voru Helgi Gíslason, bóndi á Hrappsstöðum, f Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1750 orð | 1 mynd

Erlingur Óskarsson

Erlingur Óskarsson var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 16. júní 1948. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 5. febrúar 2025. Foreldrar hans voru Óskar Kristjánsson, f. 30.7. 1921, d. 29.10. 2005 og Stefanía Aðalheiður Friðbertsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 638 orð | 1 mynd

Guðmundur Sveinsson

Guðmundur Sveinsson, Gummi, eins og hann var alltaf kallaður, var fæddur 25. ágúst 1943 á Vopnafirði. Hann lést 16. febrúar 2025. Hann var sonur hjónanna Sveins Guðmundssonar frá Borgarfirði, f. 18. maí 1899, d Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 964 orð | 1 mynd

Guðrún Angantýsdóttir

Guðrún Angantýsdóttir fæddist þann 3. febrúar 1940 á Mallandi í Skagafirði. Hún lést á HSN Blönduósi 28. janúar 2025. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Jónasdóttur, f. 15.10. 1917, d. 7.8. 2020, og Angantýs Jónssonar, f Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1002 orð | 1 mynd

Helgi Björn Einarsson

Helgi Björn Einarsson fæddist 22. júlí 1937. Helgi lést 5. febrúar 2025. Útför hans fór fram 19. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1277 orð | 1 mynd

Hrólfur Hreiðarsson

Hrólfur Hreiðarsson fæddist 17. janúar 1979. Hann lést 7. febrúar 2025. Útför Hrólfs fór fram 21. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 675 orð | 1 mynd

Jófríður Guðjónsdóttir

Jófríður Guðjónsdóttir (Fríða) fæddist 25. apríl 1950. Hún lést 7. febrúar 2025. Útför hennar fór fram 19. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 984 orð | 1 mynd

Jón Sigurður Snæbjörnsson

Jón Sigurður Snæbjörnsson fæddist 6. október 1939. Hann lést 10. febrúar 2025. Útför hans fór fram 19. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1505 orð | 1 mynd

Júlíus S. Fjeldsted

Júlíus S. Fjeldsted fæddist í Reykjavík 9. janúar 1978. Hann lést 30. janúar 2025. Foreldrar hans eru Lilja Hrönn Júlíusdóttir, f. 31. janúar 1960, og Sverrir Kristjánsson, f. 10. ágúst 1959. Júlíus var elstur þriggja systkina en systur hans eru… Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1055 orð | 1 mynd

Ríkarður Jóhannsson

Ríkarður Jóhannsson, Rikki, fæddist á Akranesi 14. september 1926. Hann lést í Búðardal 9. febrúar 2025. Ríkarður var sonur hjónanna Sigríðar Kristínar Sigurðardóttur húsmóður, f. 8. ágúst 1903, d. 27 Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 314 orð | 1 mynd

Þorbjörn Einar Jónsson

Þorbjörn Einar Jónsson fæddist 10. nóvember 1939. Hann lést 8. febrúar 2025. Útför hans fór fram 19. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargrein á mbl.is | 1209 orð | 1 mynd | ókeypis

Þórður Ársælsson

Þórður Ársælsson, fæddist á Önundarstöðum í A- Landeyjum 22. ferbr. 1905. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 29. mars 1975.Foreldrar Þórðar voru, Ársæll Ísleifsson f. 1. jan. 1865, d. 12. apríl 1938 og Anna Þórðardóttir f. 13. (6). Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2025 | Minningargreinar | 688 orð | 1 mynd

Þórður Ársælsson

Þórður Ársælsson fæddist á Önundarstöðum í A- Landeyjum 22. febrúar 1905. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 29. mars 1975. Foreldrar Þórðar voru Ársæll Ísleifsson, f. 1.1. 1865, d. 12.4. 1938, og Anna Þórðardóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. febrúar 2025 | Viðskiptafréttir | 508 orð | 1 mynd

„Afkoma ársins 2024 var undir væntingum okkar“

Sýn birti ársreikning sinn fyrir árið 2024 síðastiðið fimmtudagskvöld. Ársreikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir árið 2024 var samþykktur á stjórnarfundi þann 20. febrúar 2025. Rekstrartekjur samstæðunnar árið 2024 námu 21.647 milljónum króna… Meira
22. febrúar 2025 | Viðskiptafréttir | 451 orð | 3 myndir

Útvega öllum þeim sem þurfa að fljúga

Einar Hermannsson og Ásgeir Örn Þorsteinsson, eigendur fyrstu leigumiðlunar með flugvélar hér landi, segja reksturinn hafa gengið vonum framar frá því að Leiguflug ehf., eða Air Broker Iceland, hóf störf í byrjun síðasta árs Meira

Daglegt líf

22. febrúar 2025 | Daglegt líf | 984 orð | 2 myndir

Rými fyrir allt fólk innan listanna

Menningar- og listaveislan í Hörpu annað kvöld er einn af stóru viðburðum hátíðarinnar, þetta verður mikil upplifunarveisla,“ segir Margrét M. Norðdahl, listrænn stjórnandi menningarhátíðarinnar Uppskeru, sem fór af stað 8 Meira

Fastir þættir

22. febrúar 2025 | Í dag | 67 orð

3959

Þunnur þýðir margt og það er ekki fyrr en í 9. sæti sem með timburmenn eftir drykkju birtist. Í 1. sæti er lítill að þvermáli, sem tiltölulega stutt er í gegnum: þunnur veggur, þunnur ís, þunnur pappír Meira
22. febrúar 2025 | Í dag | 255 orð

Af elfum, trú og varðskipum

Ingólfur Ómar Ármannsson sendir þættinum góða kveðju, en í fyrradag gekk hann upp með Elliðaánum og flaug í hug þessi oddhenda: Ofan gjáar kraumar kná klappir lágar stikar. Straumabláum elfum iðan gráa kvikar Meira
22. febrúar 2025 | Í dag | 93 orð | 2 myndir

Demantsbrúðkaup

Hjónin Auður Egilsdóttir og Einar Elías Guðlaugsson fagna 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau kynntust ung í Austurbæjarskóla og hófu búskap um miðjan sjöunda áratuginn Meira
22. febrúar 2025 | Í dag | 172 orð

Góður makker S-AV

Norður ♠ D9654 ♥ ÁKD ♦ G9 ♣ G32 Vestur ♠ ÁKG102 ♥ 63 ♦ Á54 ♣ 765 Austur ♠ 87 ♥ 92 ♦ KD108763 ♣ Á9 Suður ♠ 3 ♥ G108754 ♦ 2 ♣ KD1083 Suður spilar 4♥ Meira
22. febrúar 2025 | Í dag | 39 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Þormóður Vilberg Hafsteinsson fæddist 20.7. 2024 á…

Hafnarfjörður Þormóður Vilberg Hafsteinsson fæddist 20.7. 2024 á Landspítalanum klukkan 03:27. Hann vó 3.490 g og 51 cm. Foreldrar hans eru Hera Björk Þormóðsdóttir og Hafsteinn Ormar Hannesson. Hann á eina 3 ára systur, Stellu Kristínu… Meira
22. febrúar 2025 | Í dag | 1418 orð | 1 mynd

Messur

AKRANESKIRKJA | Konudagsmessa kl. 20. Konur úr Kór Akraneskirkju leiða söng undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar organista. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Kaffisopi í Safnaðarheimili eftir messu Meira
22. febrúar 2025 | Árnað heilla | 162 orð | 1 mynd

Ragnar E. Kvaran

Ragnar Einarsson Kvaran fæddist 22. febrúar 1894 í Winnipeg í Kanada. Hann var sonur Einars Hjörleifssonar Kvaran og Gíslínu Gísladóttur en fjölskyldan flutti til Íslands þegar Ragnar var eins árs. Hann lauk guðfræðiprófi árið 1917 og vann sem… Meira
22. febrúar 2025 | Í dag | 985 orð | 3 myndir

Reyni að láta draumana rætast

Jónína Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík og ólst upp á Bakkastíg í Vesturbænum fyrstu tvö árin. Þá flutti fjölskyldan á Framnesveg 20b. „Húsið er raðhúsalengja, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og þau voru kölluð bankahúsin Meira
22. febrúar 2025 | Í dag | 167 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. e3 Bb4 5. d4 e4 6. Re5 0-0 7. Rxc6 dxc6 8. Bd2 Be7 9. Dc2 Bf5 10. f4 c5 11. d5 He8 12. Be2 a6 13. O-O-O Bd6 14. h3 Bg6 15. g4 h6 16. Be1 De7 17. Bh4 Bh7 18. Dd2 Heb8 19 Meira
22. febrúar 2025 | Dagbók | 92 orð | 1 mynd

Var leiðréttur af fyrrverandi

Markaðsmaðurinn Einar Ægisson rifjaði á dögunum upp, í Skemmtilegri leiðinni heim á K100, hvernig unnusta hans, tónlistarkonan Isabel, hafði beðið hans í tengslum við frumflutning K100 á lagi hennar á Valentínusardag Meira

Íþróttir

22. febrúar 2025 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Aldís Ylfa valdi tuttugu leikmenn

Aldís Ylfa Heimisdóttir, þjálfari íslenska U17-ára stúlknalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 20 leikmenn sem taka þátt í milliriðli fyrir EM 2025 á Spáni, dagana 7.-15. mars. Í milliriðlinum leika einnig Belgía, Úkraína og Spánn en efstu lið… Meira
22. febrúar 2025 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

FH-ingurinn frá í nokkra mánuði

Knattspyrnumaðurinn Ísak Óli Ólafsson, leikmaður FH í Bestu deildinni, missir af fyrri hluta tímabilsins í sumar vegna meiðsla. Þetta tilkynnti Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við fótbolta.net en Ísak gekkst undir aðgerð vegna vöðvameiðsla í byrjun mánaðarins Meira
22. febrúar 2025 | Íþróttir | 385 orð | 2 myndir

Góð vörn en bitlaus sókn

Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeild kvenna í Zürich í gærkvöldi, í fyrstu umferð A-deildar keppninnar. Ísland og Sviss eru í riðli 2 í A-deildinni en þar eru að auki Noregur og Frakkland Meira
22. febrúar 2025 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

HK-ingar ætla sér í úrslitakeppnina

HK er í góðri stöðu í baráttunni um áttunda sætið, síðasta sætið í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í handbolta, eftir heimasigur á KA, 33:29, í gærkvöldi. Kópavogsliðið er nú með 16 stig, fjórum stigum meira en KA sem er í níunda sæti Meira
22. febrúar 2025 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Íslendingaliðið mætir Manchester United

Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í spænska knattspyrnufélaginu Real Sociedad mæta Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær en Real Sociedad hafði betur gegn Midtjylland … Meira
22. febrúar 2025 | Íþróttir | 277 orð | 2 myndir

Liverpool til Frakklands

Ensku liðin voru misheppin með drátt þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar karla í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Liverpool, sem hafnaði í efsta sæti deildarkeppninnar og trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, mætir … Meira
22. febrúar 2025 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Ótrúlegt tap í frumrauninni

Elísabet Gunnarsdóttir stýrði belgíska kvennaliðinu í fótbolta í fyrsta skipti í gærkvöldi er liðið mætti heimsmeisturum Spánar á útivelli í A-deild Þjóðadeildarinnar. Urðu lokatölur eftir lygilegan lokakafla 3:2 fyrir Spáni Meira
22. febrúar 2025 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Tveir nýliðar í æfingahópnum

Haukakonurnar Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir eru nýliðar í æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem kemur saman til æfinga hér á landi 3. mars. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo leiki gegn… Meira
22. febrúar 2025 | Íþróttir | 489 orð | 2 myndir

Þetta er enn í okkar höndum

Um níuleytið annað kvöld verður ljóst hvort EM-draumur karlalandsliðsins í körfubolta verður að veruleika. Þá lýkur tveimur síðustu leikjunum í undankeppni EM 2025 þegar Ísland tekur á móti Tyrkjum í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 og á sama tíma mætast Ítalir og Ungverjar í Reggio Calabria Meira

Sunnudagsblað

22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 1296 orð | 1 mynd

Að eiga tónlist sem förunaut

Ég er á því að umgengni við listir og menningu geti hjálpað til við mannrækt kynslóðanna. Manneskja sem nýtur listar er heilsteyptari manneskja. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 105 orð | 1 mynd

Bergerac snýr aftur

Endurkoma Hver man ekki eftir Bergerac, löggunni sem rannsakaði snúin sakamál í náttúruparadísinni Jersey í áttunni? Nú snýr hann aftur í nýjum þáttum sem BlackLight TV framleiðir. Nýr leikari, Damian Moloney, fer með hlutverk Bergeracs en eins og við munum þá lék John Nettles hann í gamla daga Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 426 orð | 1 mynd

Dagur bænar

Bjóstu við að stríðið yrði svona langt? Nei, satt að segja hélt ég að það yrði í tvö ár í mesta lagi. Vonir okkar fara dvínandi og þegar við horfum á fréttir þessa dagana verðum við skelfingu lostin Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 12 orð

Finndu leikföngin sem krakkarnir eru að hugsa um og tíu faldar…

Finndu leikföngin sem krakkarnir eru að hugsa um og tíu faldar kisur. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 179 orð | 1 mynd

Fóru aldrei í bað

„Lai Tho Meng og kona hans, Chou Sau Lain, eru 85 ára og ákaflega heilsuhraust. Lai dregur enga dul á hvers vegna þau hjónin verði varla vör við háan aldur sinn, „við höldum svona góðri heilsu af því við böðum okkur ekki,“ segir… Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 19 orð

Friðrik eftir stafsetningarpróf: „Kennari, hvernig gekk mér í prófinu?“…

Friðrik eftir stafsetningarpróf: „Kennari, hvernig gekk mér í prófinu?“ Kennarinn svarar: „Það er spurning, getur þú stafað orðið „FALLINN“?“ Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 2516 orð | 6 myndir

Full bók af fyrirmyndum

Mesti fjársjóðurinn var að kynnast þessum konum. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 131 orð

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa stærðfræðidæmi og var rétt svar 18,…

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa stærðfræðidæmi og var rétt svar 18, 14, 16, 20, 22, og 24. Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bókina syrpu – Eilífðarskildingurinn í verðlaun. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Goðsagnir saman á túr

Pönk Tvö lífseig pönkbönd, Dropkick Murphys og Bad Religion, ætla saman í tónleika­ferð um Bandaríkin í sumar undir yfirskriftinni „Summer of Discontent“. Lagt verður í'ann 22. júlí og lokagiggið verður 17 Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 658 orð | 1 mynd

Heilagur andi í rólunni

Sjálfstæðismaðurinn í blokkinni var áberandi stoltur af að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í öllum kosningum. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 348 orð | 5 myndir

Hrifin af samtímaskáldsögum eftir ungt fólk

Bókin sem ég er að lesa núna heitir Blómadalur eftir Niviaq Korneliussen. Ég hef áður lesið bók eftir sama höfund – Hómó Sapína sem ég fílaði vel en bækurnar eru eftir þrítuga grænlenska konu sem lýsir samtímanum þar í landi og snertir á… Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 787 orð

Hver vill ekki frið?

Það að Bandaríkin virðast ætla að velja sér nýtt hlutverk til að gegna í heiminum er ekki gamanmál, ekki breytt vindátt og alls ekki eitthvað sem hægri menn eiga að klappa upp. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 140 orð | 1 mynd

Í vandræðum með nýjasta fjölskyldumeðliminn

Friðrik Dór mætti í viðtal í morgunþáttinn Ísland vaknar á föstudag, sama dag og nýtt lag hans og Bubba Morthens, Til hvers þá að segja satt?, kom út. Hann fór um víðan völl í viðtalinu við Bolla og Þór, ræddi um tilurð lagsins og um samband sitt við Bubba Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 2453 orð | 4 myndir

Jafnaldra vinnufélagar fengu heilablóðfall á sama tíma

Þeir félagarnir leituðu auðvitað allra leiða til að ná bata eins og allir í þeirra stöðu myndu gera. Þeir fengu alla fyrstu aðstoð úr íslensku heilbrigðiskerfi sem völ var á en vildu ekki láta staðar numið. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 60 orð | 1 mynd

Kemur sér upp ungum elskhuga

Stétt Í sinni nýjustu kvikmynd, Dreams, fer Jessica Chastain með hlutverk auðugrar bandarískrar konu sem kemur sér upp viðhaldi, ungum ólöglegum innflytjanda frá Mexíkó – með öllum þeim vandræðum sem því geta fylgt Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 688 orð | 2 myndir

Konan sem laug til um heilakrabba

Hin ástralska Gibson tilkynnti á spjallsíðum og síðar samfélagsmiðlum að hún hefði greinst með ólæknandi heilakrabba og að læknarnir gæfu henni „sex vikur; fjóra mánuði í mesta lagi“. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 17 orð

Ljúf og falleg saga um Dúmbó og Tímóteus sem með hjálp góðra vina finna…

Ljúf og falleg saga um Dúmbó og Tímóteus sem með hjálp góðra vina finna sirkuslestina á ný. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 926 orð | 6 myndir

Mublur sem ætla bara ekki að slitna

Mín afstaða frá upphafi hefur verið að virða algjörlega það sem foreldrar mínir gerðu og halda í þeirra stíl. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 622 orð | 4 myndir

Myndir sem minna á æskudrauma

Þetta verkefni er dálítið eins og mínímalísk tónlist. Þar vinn ég með fá viðfangsefni og endurtek þau. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 192 orð | 1 mynd

Pólitíkin eins og sprengjusvæði

Enginn er lengur maður með mönnum nema að hann sé byrjaður með hlaðvarp. Ann Wilson, söngkona rokkbandsins ólseiga Heart, lætur ekki sitt eftir liggja og á dögunum hrinti hún af stokkunum hlaðvarpsþætti sínum After Dinner Thinks With Ann Wilson Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 12 orð

Steinn 7…

Steinn 7 ára Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 644 orð | 4 myndir

Tískan sýnd í daufri skímu kertaljósa

Hætt er við að ýmislegt hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 961 orð | 2 myndir

Vilja bera klæði á vopnin

Guðrún Hafsteinsdóttir segir mikilvægt að breyta ásýnd Sjálfstæðisflokksins og ná til stórra hópa fólks sem snúið hafi baki við flokknum á síðustu árum. Hún sé rétta manneskjan til þess. Hún telur að flokkurinn hafi í of miklum mæli talað máli öflugra aðila sem geti sjálfir haft orð fyrir sér Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 90 orð | 1 mynd

Zeta-Jones aftur í gamla heimabænum

Heimkoma Catherine Zeta-Jones snýr aftur í sinn gamla heimabæ, Swansea í Wales, í væntanlegum spennumyndaflokki, Kill Jackie. Tökur eiga að hefjast í næsta mánuði á vegum Amazon Prime. Zetan leikur þar konu sem fer huldu höfði enda á hún að baki vafasama fortíð í heimi eiturlyfja og glæpa Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 427 orð

Þjóðin vill lesa um kjóla og skó

Það er kannski ágætis tilbreyting að fá að hvíla hugann frá fréttum af Trump og frá stríðum sem virðast engan endi taka. Meira
22. febrúar 2025 | Sunnudagsblað | 1018 orð | 3 myndir

Þó líði hár og öld

Nicholas Hoult er ógleymanlegur sem hinn sérlundaði og félagslega einangraði skólapiltur Marcus í kvikmyndinni About a Boy frá árinu 2002, en hún byggðist á samnefndri skáldsögu eftir Nick Hornby. Fullorðinn maður, Will, sem Hugh Grant leikur, tekur … Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.