Greinar laugardaginn 1. mars 2025

Fréttir

1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

„Þið eruð ekki ein“

Spennuþrunginn fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í gær varð til þess að fjöldi vestrænna leiðtoga sá sig knúinn til að lýsa yfir áframhaldandi stuðningi við Úkraínu, þar á meðal Kristrún… Meira
1. mars 2025 | Fréttaskýringar | 782 orð | 3 myndir

Afdrifaríkt flugbann yfir Rússlandi

Með beinu flugi frá Íslandi til Asíu opnast margir af stærstu neytendamörkuðum heims fyrir Íslandi. Það gæti haft veruleg efnahagsleg og menningarleg áhrif næstu áratugi. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að fulltrúar Isavia munu í næsta mánuði fara… Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

„Maður vex í kringum áfallið“

„Þetta er í annað skipti sem við höldum upp á Græna daginn í minningu Jökuls Frosta sonar míns,“ segir Daníel Sæberg Hrólfsson. Hugmyndin með deginum er að safna fjármunum fyrir börn og unglinga í sorg, en allur ágóði rennur til Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs, sem stendur m.a Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Bjarni Benediktsson yfirgefur hið pólitíska svið

Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti sína síðustu opnunarræðu á landsfundi í gær. Bjarni fór yfir ferilinn í ræðu sinni fyrir fullri Laugardalshöll þegar hann setti fundinn Meira
1. mars 2025 | Fréttaskýringar | 718 orð | 2 myndir

Boris Spasskí kom Íslandi á landakortið

Þótt Boris Spasskí, sem lést sl. miðvikudag, 88 ára að aldri, hafi beðið sinn mesta ósigur við skákborðið hér á landi í Laugardalshöll árið 1972, þegar hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Bobby Fischer, hélt hann góðum tengslum við Ísland og þá sem hann kynntist hér á þessum tíma Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 244 orð | 2 myndir

Braggablús í grunnskólanum á Þórshöfn

Það er háttur góðra kennara að „grípa boltann“ þegar nemendur sýna námsefni sérstakan áhuga og gefa þeim færi á dýpri umfjöllun með skapandi starfi og samþættingu við fleiri námsgreinar. Í Grunnskólanum á Þórshöfn var unglingastigið á… Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

CERT-IS í utan- ríkisráðuneytið

Fulltrúar utanríkisráðuneytis og Fjarskiptastofu undirrituðu í gær samkomulag um flutning á starfsemi netöryggissveitarinnar CERT-IS í skrifstofu ráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks… Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Dagur bollunnar nálgast

Bolludagurinn kemur senn og munu þá landsmenn eflaust gera sér ferð í næsta bakarí eða búðir til þess að bragða á nýbökuðum og ferskum bollum eins og hefðin góða gerir ráð fyrir. Vert er þó að benda þeim á sem hugsa sér gott til glóðarinnar, og… Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Drottningarbrautin tekin í gegn

Nokkur veðurblíða hefur verið norðan heiða að undanförnu, svo mikil að snjómokstur hefur verið gott sem enginn á Akureyri. Hins vegar hafa menn í nægu að snúast við að þrífa upp bæði salt og sand af götum bæjarins Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Einhver frestun á skiptum ráðuneyta

Uppskipting menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðuneytisins verður ekki 1. mars eins og ráðgert var. Nú er miðað við að breytingarnar taki gildi 15. mars að því gefnu að forsetaúrskurður hafi verið undirritaður Meira
1. mars 2025 | Fréttaskýringar | 712 orð | 3 myndir

Fann skeytið 1980 en sendandann 2025

„Það var kannski einhvern tímann í janúar 1980, hugsa ég,“ segir Jim Erdmann hugsi. Hann rifjar upp augnablikið fyrir blaðamann Morgunblaðsins þegar hann rakst á flöskuskeyti í fjörunni við Ægisíðuna í Vesturbæ Reykjavíkur Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Fjarskiptainnviðina þarf að bæta

Nauðsynlegt er að gera úrbætur á innviðum fjarskipta á Austurlandi. Takmarkað farsíma- og netsamband dregur úr öryggi og takmarkar möguleika til atvinnuuppbyggingar, t.d. með fjarvinnu. Þetta kemur fram í úttekt Gagna ehf Meira
1. mars 2025 | Fréttaskýringar | 979 orð | 5 myndir

Fjórtán klukkustundir í Kænugarði

Frosinn þvottur hangir úti á snúru við lítinn bæ í niðurníðslu. Svo langt sem augað eygir eru snævi þakin tún. Það er mánudagsmorgunn og íbúar í útjaðri Malyn í Úkraínu eru ekki komnir á stjá við dagrenningu Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 146 orð

Framkvæmdin brot á stjórnarskrá lýðveldisins

Helgi I. Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að sú ákvörðun Alþingis að fela Fangelsismálastofnun ákvörðun um hvort dæmdir menn geti afplánað refsidóma í formi samfélagsþjónustu sé skýrt brot á 2 Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Framlengdur frestur um stöðu prests í Noregi

Þjóðkirkjan hefur framlengt umsóknarfrest um starf sóknarprents hjá íslenska söfnuðinum í Noregi og rennur fresturinn nú út þann 10. mars nk. að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Miðað er við að sá sem ráðinn verður geti hafið störf 1 Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Geislar vinna að gerð nýrrar plötu og halda tónleika í Mengi 6. mars

Hljómsveitin Geislar heldur tónleika í Mengi á fimmtudaginn, 6. mars, klukkan 20. Segir í tilkynningu að Geislar séu með fangið fullt af nýrri tónlist og að önnur plata þeirra, Supernature, komi út á næstunni en nú þegar séu komin út þrjú lög Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Gengið frá kaupunum á TM

Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í gær og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans. Umsamið og upphaflegt kaupverð var 28,6 milljarðar króna … Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Háskóladagurinn fer fram í dag

Háskóladagurinn er haldinn hátíðlegur í Reykjavík í dag, 1. mars, þar sem háskólarnir kynna námsframboð og starfsemi fyrir verðandi nemendum. Í kjölfarið munu svo háskólar landsins ferðast á þrjá staði á landsbyggðinni að kynna námsframboð og námsleiðir Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Kennarar teknir út fyrir sviga

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir vinnumarkaðinn þurfa að sýna af sér aga, í kjölfar niðurstöðu í kjarasamningum kennara. Ríkið hafi almenna aðkomu að menntamálum í landinu og menntamálaráðherra muni berjast fyrir úrræðum sem gagnist leik- og grunnskólastiginu með almennum hætti Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Kyrrstaða orkumála verði rofin

Þótt allar ár landsins verði stíflaðar og vindmyllur settar upp á sérhverju fjalli er ekkert sem bendir til að slíkt „seðji þorsta orkukapítalistanna“. Þetta segir í bókun sem Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í byggðastjórn Múlaþings, lagði fram á fundi þess í vikunni Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 723 orð | 3 myndir

Leyndarhyggja kringum úrræðið

Ekkert gagnsæi ríkir um það hverjir fái að afplána óskilorðsbundna refsidóma í formi samfélagsþjónustu. Í dag geta einstaklingar sem dæmdir eru í allt að tveggja ára fangelsi sótt um að sæta því úrræði, sem telst vægara en að enda í fangaklefa Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Loðnu leitað grunnt út af Norðurlandi

„Það er ekki mikið að frétta af loðnuleit. Skipin eru búin að leita við landgrunnskantinn sem við ætluðum að fara yfir, en það var ekki mikið að sjá þar,“ segir Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, spurður um árangur af yfirstandandandi loðnuleit Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 622 orð | 2 myndir

Læknaskortur í Rangárþingi

Á-listinn, sem skipar meirihluta sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra, hefur á stefnuskrá sinni að koma upp svokölluðum lífsgæðakjarna við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Lund á Hellu. Á stjórnarfundi Lundar í desember var farið yfir nýjustu hugmyndir… Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Ógnaryfirburðir gegn ofureflinu

Jón Karl Helgason prófessor velti fyrir sér í fyrirlestri í vikunni hvers vegna rithöfundurinn Guðmundur Kamban hefði boðið dönskum frelsisliðum, sem komu til að handtaka hann í Kaupmannahöfn á friðardaginn 5 Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 444 orð | 2 myndir

Sameinast á skíðum

Á skíðum skemmti ég mér, söng Helena Eyjólfsdóttir með hljómsveit Ingimars Eydals og útivistarfjölskylda með rætur í Kópavogi tekur undir það. „Í mörg ár höfum við hist á tilteknum stað og farið saman á svigskíði en undanfarin ár hefur… Meira
1. mars 2025 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Segja GUR hafa skipulagt morð

Rússneska leyniþjónustan (FSB) segist hafa komið í veg fyrir morðtilræði á Tikhon Shevkunov, biskupi rétttrúnaðarkirkjunnar og andlegum ráðgjafa Rússlandsforseta. Er leyniþjónusta Úkraínu (GUR) sögð hafa lagt á ráðin um fyrirhugað morð Meira
1. mars 2025 | Fréttaskýringar | 520 orð | 2 myndir

Skógarhlíðin ekki skipulögð strax

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur telur ekki tímabært að svo stöddu að heimila uppbyggingu á lóðinni Skógarhlíð 8. Svæðið þurfi að skipuleggja í heild m.a. vegna nálægðar við fyrirhugaðan Miklubrautarstokk Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Stofnun náttúruverndar opnuð

Höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar, sem staðsettar eru á Hvolsvelli, voru opnaðar formlega í fyrradag. Við opnunina var ásýnd og merki stofnunarinnar kynnt, en þeim er ætlað að skapa ímynd og sjónrænt einkenni fyrir stofnunina þar sem… Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Sveitahótel til sölu

Talsverður áhugi er meðal fjárfesta um kaup á hótelbyggingum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem nú eru á söluskrá. Þetta er á Brjánsstöðum á Skeiðum, þar sem eru hús að stærstum hluta byggð nærri aldamótum Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 590 orð | 1 mynd

Tillaga vegna kjarasamninga lögð fram

„Við leggjum til sparnaðartillögu upp á 3,3 milljarða á fimm árum sem mun hjálpa okkur að taka á kostnaði vegna kennarasamninganna. Nýi meirihlutinn hefur sagst ekki vita hvernig þeir verði fjármagnaðir og þetta er okkar innlegg til þess að… Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Tóku kost og skiptu út áhöfn

Áhafnir varðskipsins Freyju og bandaríska kafbátsins USS Delaware vinna saman að því að ferja birgðir um borð í kafbátinn fyrr í vikunni. Landhelgisgæslan hefur þjónustað kjarnorkuknúna kafbáta bandaríska sjóhersins frá 2023 og var þessi heimsókn USS Delaware sú sjöunda síðan þá Meira
1. mars 2025 | Erlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Uppnám eftir fund forsetanna

Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Volodimír Selenskí Úkraínuforseta um að hætta á að heimsstyrjöld brjótist út á fordæmalausum fundi leiðtoganna fram fór á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í gær Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Vilja samstarf við íslensk stjórnvöld

„Tilgangur heimsóknar okkar hingað er að fá íslensk stjórnvöld til að leggjast á árarnar með okkur og að Ísland verði fyrsta Evrópuríkið til að ganga verkefninu á hönd en 16 ríki, öll utan Evrópu, eru þegar komin um borð,“ segir Kumi… Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Vilja vindorkugarð á Hallkelsstaðaheiði

Fyrirtækið Zephyr Iceland, sem er dótturfyrirtæki samnefnds norsks fyrirtækis, hefur hug á að reisa vindorkugarð á Hallkelsstaðaheiði sem er í landi Þorvaldsstaða í Borgarbyggð. Ef af þessum áformum verður yrði heildarafl vindorkugarðsins, sem mögulega yrði reistur í áföngum, 50-70 megavött Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 450 orð | 2 myndir

Vill takmarka eða banna búnaðinn

„Ég tel einboðið að íslensk stjórnvöld setji verulegar takmanir á notkun þessa búnaðar eða banni hann með öllu,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort hann hyggist… Meira
1. mars 2025 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Vonandi óvæntar stjörnur

„Fyrst og fremst held ég að þetta verði rosa jafnt,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari kvennaliðs ÍR, í samtali við Morgunblaðið, beðin að rýna í bikarúrslitaleik kvenna á milli Hauka og Fram í dag Meira
1. mars 2025 | Erlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Öcalan vill að PKK slíðri sverð sín

Abdullah Öcalan, stofnandi kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), sem leitt hefur vopnaða baráttu milli Kúrda og stjórnvalda í Tyrklandi, hefur gefið út ákall um að samtökin slíðri sverð sín og verði í kjölfarið leyst upp Meira

Ritstjórnargreinar

1. mars 2025 | Leiðarar | 675 orð

Boris Spasskí

„Hvílíkur heiðursmaður“ Meira
1. mars 2025 | Reykjavíkurbréf | 1645 orð | 1 mynd

Sanngirni á að einkenna vinaþjóðir

En eitt verður þó ekki af Trump tekið, að fáir eða engir forsetar hafa lagt meira á sig en hann til að standa út í æsar við loforð sín við kjósendur, enda þykir það víðast ekki tiltökumál, þó að stærstu kosningamálin frá síðustu kosningum eða kosningum þar á undan séu eftir kjördag sett upp í efstu hillu í geymslunni eða bílskúrnum og aldrei hugsað um þau meir. Meira
1. mars 2025 | Staksteinar | 223 orð

Verðmætasköpun verður að vaxa

Margt umhugsunarvert er að finna í nýrri skýrslu Samtaka atvinnulífsins um íslenska vinnumarkaðinn. Þar má til dæmis sjá að hér á landi starfar mjög hátt hlutfall fólks hjá hinu opinbera, eða 25%. Hlutfallið hjá OECD er að meðaltali 18% og aðeins… Meira

Menning

1. mars 2025 | Menningarlíf | 1463 orð | 2 myndir

„Ég er bara að vega salt“

„Ástríða mín er í einhvers konar sögusögn, ég elska að segja sögur sem hreyfa við fólki, hvort sem ég nýti tónlistina til þess eða leiklistina.“ Meira
1. mars 2025 | Fjölmiðlar | 238 orð | 1 mynd

Aftur, aftur, aftur og aftur

Mér leiðist margt en að horfa aftur og aftur á ákveðið sjónvarpsefni eða hlusta aftur og aftur á sama lagið, er ekki eitt af því. Ég get alveg fengið eitthvert ákveðið lag á heilann og hlustað endalaust á það í dágóðan tíma Meira
1. mars 2025 | Tónlist | 521 orð | 3 myndir

Andar sem unnast

Slíkt veit eðlilega á gott, því þó að höfundarnir séu tveir er stemningin ein. Meira
1. mars 2025 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Ásta Guðrún opnar sýningu sína í dag

Ásta Guðrún Óskarsdóttir opnar listasýningu sína í versluninni LaBoutiqueDesign, Mýrargötu 18, í dag, laugardaginn 1. mars, klukkan 14-16. Segir í tilkynningu að sýningin, sem beri yfirskriftina Nafnlaus, kona, standi til og með 26 Meira
1. mars 2025 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

DuEls valin besta dansmyndin í Cannes

Dansmyndin DuEls bar sigur úr býtum í mánaðarlegri keppni World Film Festivals í Cannes í flokknum besta dansmyndin sem og í flokknum besta kóreógrafían, sem eru verðlaun sem koma í hlut þeirra Damiens Jalets og Ernu Ómarsdóttur danshöfunda myndarinnar Meira
1. mars 2025 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Fyrstu 35 atriðin á Airwaves afhjúpuð

Iceland Airwaves opinberaði á dögunum fyrstu listamennina sem munu koma fram á hátíðinni í Reykjavík dagana 6. til 8. nóvember 2025. Segir í tilkynningu að hátíðin hafi greint frá því að fram komi 19 íslenskir listamenn og 16 erlendir, þar á meðal rappstjarnan ian og TikTok-stjarnan Kenya Grace Meira
1. mars 2025 | Menningarlíf | 149 orð | 2 myndir

Hátíðartónleikar Tónlistarsjóðs Rótarý

Árlegir hátíðartónleikar Tónlistarsjóðs Rótarý verða haldnir í Salnum í dag kl. 17. Á tónleikunum verður úthlutað styrkjum til tveggja ungra tónlistarmanna, sem í ár eru Hjörtur Páll Eggertsson sellóleikari og hljómsveitarstjóri og Kristín Ýr Jónsdóttir flautuleikari Meira
1. mars 2025 | Kvikmyndir | 924 orð | 2 myndir

Maðkur í mysunni í Páfagarði

Sambíóin Kringlunni, Álfabakka og Egilshöll Conclave ★★★★· Leikstjórn: Edward Berger. Handrit: Peter Straughan, byggt á bókinni Conclave eftir Robert Harris. Aðalleikarar: Ralph Fiennes, Stanley Tucci, John Lithgow og Isabella Rossellini. Bretland og Bandaríkin, 2024. 120 mín. Meira
1. mars 2025 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Opnað fyrir umsóknir í sjóðinn í annað sinn

Opnað var fyrir umsóknir í Minningarsjóð Svavars Péturs Eysteinssonar í vikunni. Segir í tilkynningu að þetta sé í annað sinn sem veittur verði styrkur úr sjóðnum og tekið verði við umsóknum til 31. mars Meira
1. mars 2025 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Solvej Balle á langlista Booker 2025

Þrettán bækur komast á hinn svokallaða langlista alþjóðlegu Booker-verðlaunanna sem kynntur var í vikunni. Meðal höfunda má nefna hina dönsku Solvej Balle sem hlýtur tilnefningu fyrir bók sína On the Calculation of Volume I, í þýðingu Barböru J Meira
1. mars 2025 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

The Icelandic Pop Orchestra með tónleika

The Icelandic Pop Orchestra verður á fjölum Salarins í Kópavogi á morgun, sunnudaginn 2. mars, klukkan 16. Þar flytur hljómsveitin sína eigin tónlist sem sprottin er úr sameiginlegum reynslubrunni, allt frá sjötta tug síðustu aldar, að því er segir í viðburðarkynningu á vefsíðu Salarins Meira
1. mars 2025 | Menningarlíf | 363 orð | 4 myndir

Verðlaun teiknara

FÍT-verðlaunin 2025 voru afhent í Grósku í gærkvöldi, föstudaginn 28. febrúar. Hlutverk FÍT-verðlaunanna er að viðurkenna þau verk sem skara fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum, segir í tilkynningu Meira
1. mars 2025 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Verkin gefa innsýn í ólík tímabil sögunnar

Strengjahljómsveitin Spiccato mun flytja verk eftir ensk tónskáld á tónleikum sveitarinnar, sem bera yfirskriftina English Summer, í dag, laugardaginn 1. mars, klukkan 17-18 í Vídalínskirkju. Segir í viðburðarkynningu að verkin gefi innsýn í ólík… Meira
1. mars 2025 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Þekkt Hollywood-leikkona látin 39 ára

Michelle Trachten­berg, sem einna þekktust er fyr­ir hlut­verk sín í þátt­unum Buf­fy the Vampire Slayer og Gossip Girl, er látin en leikkonan var einungis 39 ára Meira

Umræðan

1. mars 2025 | Aðsent efni | 657 orð | 1 mynd

3,3 milljarða kr. hagræðing kallar á kjark og þor

Það hlýtur að vera skýlaus krafa að öllum steinum sé velt við en ekki litið fram hjá augljósum verkefnum sem eru sannarlega ekki partur af grunnþjónustu. Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 363 orð | 1 mynd

Aftur til forystu – endurreisn Sjálfstæðisflokksins

Ég hef óbilandi trú á framtíð og endurreisn Sjálfstæðisflokksins og bið um stuðning Sjálfstæðismanna til þess að leiða okkur þangað. Meira
1. mars 2025 | Pistlar | 466 orð | 2 myndir

„þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist“

Ari fróði Þorgilsson (1068-1148) segist fyrst hafa gert Íslendingabók fyrir biskupana Þorlák (Runólfsson) og Ketil (Þorsteinsson), og sýnt bæði þeim og Sæmundi presti (fróða) áður en hann gekk frá bókinni Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 620 orð | 1 mynd

Er lýðræðið í Suðurnesjabæ í frjálsu falli?

Annað umdeilt skref sem meirihlutinn hefur tekið er að fækka bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ úr níu í sjö. Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 275 orð

Frelsishetjur Svía

Eitt af því, sem ég hef komist að í grúski mínu síðustu ár, er, að Svíar búa að sterkri frjálshyggjuarfleifð, sem gerði þeim kleift að standast á sautjándu öld áhlaup konunga, sem vildu ótakmarkað vald í nafni Guðs, og á tuttugustu öld áhlaup… Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 253 orð | 1 mynd

Gjöf Lionsklúbbs Ísafjarðar til Eyrar, hjúkrunarheimilis

Við þökkum íbúum Ísafjarðarbæjar og annars staðar fyrir að taka „lionsskötunni“ sem og öðrum fjáröflunum okkar sérlega vel. Meira
1. mars 2025 | Pistlar | 510 orð | 3 myndir

Heiðursmaðurinn Boris Spasskí er fallinn frá

Boris Spasskí, sem lést sl. fimmudag 88 ára gamall, er án efa einn af stóru persónuleikum skáksögunnar. Við Íslendingar minnumst hans sem prúðmennis og heiðursmanns sem margoft kom hingað og var ávallt aufúsugestur Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 371 orð | 1 mynd

Heyrnartæki – mannréttindi eða forréttindi?

Allar Norðurlandaþjóðirnar, fyrir utan Ísland, úthluta einstaklingum með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, sama á hvaða aldri þeir eru, heyrnartæki án kostnaðar. Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Íbúar alheimsins

Auðvitað veit kaþólska kirkjan af þessum himinbúum. Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 442 orð | 1 mynd

Kröftug og breið forysta

Okkar verk hafa jafnan mótast af því að vilja lágmarka skriffinnsku og regluverk sem hamlar fólki í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 600 orð | 1 mynd

Landsfundur varðar leiðina

Við eigum ekki bara að tala um framtíðina, við eigum að skapa hana – í borginni, á landsvísu og í flokknum okkar. Meira
1. mars 2025 | Pistlar | 404 orð | 1 mynd

Óhagnaðardrifin húsnæðisuppbygging

Stórar áskoranir blasa við í húsnæðismálum. Nýr stjórnarmeirihluti ætlar að takast á við þær af stefnufestu, metnaði og stórhug. Lykilverkefnin eru að hleypa krafti i íbúðauppbyggingu. Í öðru lagi þarf huga að hagsmunum ungs fólks og fyrstu kaupenda Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Samræmt námsmat við lok skyldunáms

Matsferli er ætlað að virka eins og svissneskur vasahnífur, gæddur óteljandi notkunarmöguleikum og ævinlega með rétta tólið þegar á þarf að halda. Meira
1. mars 2025 | Pistlar | 806 orð

Spennandi formannskosningar

Nú verða ekki aðeins kynslóðaskipti á formannsstóli heldur verður kona í fyrsta skipti kjörin til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 397 orð | 1 mynd

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn, stétt með stétt

Ég veit hvað þarf til að byggja upp, styrkja og sameina. Nú er kominn tími til að nýta þá reynslu til að styrkja Sjálfstæðisflokkinn. Meira
1. mars 2025 | Aðsent efni | 310 orð | 1 mynd

Tækifæri í tímamótum

Nú skiptir öllu máli að við grípum þau tækifæri báðum höndum og kjósum með framtíðinni. Meira

Minningargreinar

1. mars 2025 | Minningargreinar | 513 orð | 1 mynd

Geirlaug María Brynjólfsdóttir

Geirlaug María Brynjólfsdóttir var fædd á Akureyri 29. nóvember 1955. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 31. janúar 2025. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sigurbjörnsdóttir, f. 8.6. 1927 á Björgum í Kinn, d Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2025 | Minningargreinar | 1528 orð | 1 mynd

Helga Eiríksdóttir

Helga Eiríksdóttir, bóndi og húsfreyja í Vorsabæ á Skeiðum, fæddist 17. október 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi 16. febrúar 2025. Foreldrar Helgu voru hjónin Eiríkur Jónsson, bóndi og oddviti í Vorsabæ, f Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2025 | Minningargreinar | 873 orð | 1 mynd

Inga Jóna Guðlaugsdóttir

Inga Jóna Guðlaugsdóttir fæddist á Akranesi 26. nóvember 1966. Hún lést á líknardeild Landspítalans 21. febrúar 2025. Foreldrar hennar voru hjónin Lilja Lárusdóttir, f. 1940, d. 1994, og Guðlaugur Valdimar Helgason, f Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2025 | Minningargreinar | 1155 orð | 1 mynd

Ingibjörg Unnur Sigmundsdóttir

Ingibjörg Unnur Sigmundsdóttir fæddist 20. maí 1933 í Hælavík á Hornströndum. Hún lést 7. febrúar 2025 á Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í faðmi fjölskyldu sinnar. Foreldrar Ingibjargar voru Sigmundur Ragúel Guðnason, f Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2025 | Minningargreinar | 1015 orð | 1 mynd

Lilja Gísladóttir

Lilja Gísladóttir fæddist á Ölkeldu í Staðarsveit 6. nóvember 1934. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 9. febrúar 2025. Fyrra heimili hennar var á Lindargötu 61 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Gísli Þórðarson, f Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2025 | Minningargreinar | 1200 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Gunnólfsdóttir

Sigurbjörg Gunnólfsdóttir fæddist í Ólafsfirði 26. nóvember 1967. Hún lést eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði 14. febrúar 2025. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnólfur Árnason, f Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2025 | Minningargrein á mbl.is | 1252 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurður V. Sigurjónsson

Sigurður V. Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 12. október 1944. Hann lést á Landspítalanum 4. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2025 | Minningargreinar | 3019 orð | 1 mynd

Sigurður V. Sigurjónsson

Sigurður V. Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 12. október 1944. Hann lést á Landspítalanum 4. febrúar 2025. Foreldrar hans voru Sigurjón Sigurðsson kaupmaður, f. 18. nóvember 1916, d. 20. febrúar 1998, og Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Hagvöxtur 0,6% 2024

Samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar nam hagvöxtur 0,6% á árinu 2024 og er áætlað að nafnvirði vergrar landsframleiðslu hafi verið 4.616 milljarðar króna. Á fjórða ársfjórðungi jókst vöxtur hagkerfisins og mældist aukning landsframleiðslunnar 2,3%… Meira
1. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 214 orð | 1 mynd

Munu uppfæra auðlindamat

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals tilkynnti í vikunni rannsóknarniðurstöður síðasta árs úr Nalunaq-námunni á Grænlandi en þar leitar félagið meðal annars að gulli. Samkvæmt tilkynningu var rannsóknunum beint að því að stækka svokallað Mountain Block-svæði sem og svæðið í framhaldi af Target Block Meira
1. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 440 orð | 1 mynd

Upplifðu raunverulegan áhuga Arion

Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir í samtali við Morgunblaðið að upplifun stjórnenda bankans hafi verið sú að raunverlegur áhugi hafi verið af hálfu Arion á samrunaviðræðum við Íslandsbanka Meira

Daglegt líf

1. mars 2025 | Daglegt líf | 837 orð | 3 myndir

Dýrmætur félagsskapur og vinátta

Ég er einn eftir í kórnum af okkur stofnfélögunum,“ segir Sigurdór Karlsson, meðlimur í Karlakór Selfoss en í dag fagnar kórinn 60 ára afmæli með hátíðartónleikum og veislu. „Kórinn á upphaf sitt í því að veturinn 1964 til 1965 komu… Meira

Fastir þættir

1. mars 2025 | Í dag | 59 orð

3965

Ögurstund kemur fyrir í fornmáli en þar er merkingin ekki fullljós. Seinna fer orðið að merkja: sú stutta stund sem sjór er kyrr milli flóðs og fjöru. En auk þess: (stutt) mikilvæg stund, örlagarík stund, úrslitastund og er nú talsvert… Meira
1. mars 2025 | Í dag | 249 orð

Af frelsi, gátu og slætti

Frelsisþráin var sterk hjá Sveini Hannessyni frá Elivogum: Mín er þrá að fljúga frjáls fremur á mér sér það. Enga fá vil hespu um háls hver sem láir mér það. Frelsið er vandmeðfarið. Ekki fór vel fyrir Þormóði Pálssyni: Áður var ég ungur frjáls Eigin brautir ruddi Meira
1. mars 2025 | Í dag | 76 orð | 1 mynd

Arnar Steinn Þorsteinsson

30 ára Arnar ólst up á Seltjarnarnesi en býr í Kópavogi. Hann er með meistarapróf í reikningsskilum og endurskoðun frá HR og vinnur í innheimtunni á Landspítalanum. Áhugamálin eru klifur, borðspil og frisbígolf Meira
1. mars 2025 | Í dag | 190 orð

Blankheit N-NS

Norður ♠ 764 ♥ 65 ♦ 96 ♣ ÁG9543 Vestur ♠ D92 ♥ G108 ♦ KD85 ♣ 1076 Austur ♠ 108 ♥ 97432 ♦ G10732 ♣ K Suður ♠ ÁKG53 ♥ ÁKD ♦ Á4 ♣ D82 Suður spilar 6♣ Meira
1. mars 2025 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Elstur í heimi og gegnir mikilvægu starfi

Heimsmetabók Guinness hefur staðfest að Whitetop, 27 ára lamadýr í Norður-Karólínu, sé það elsta í heimi. Það býr í sumarbúðum fyrir börn með alvarlega sjúkdóma og hefur verið hluti af daglegu lífi þeirra í áraraðir Meira
1. mars 2025 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Kópavogur Hafdís Bjargey Arnarsdóttir fæddist 17. september 2024 kl. 11.50…

Kópavogur Hafdís Bjargey Arnarsdóttir fæddist 17. september 2024 kl. 11.50 á Landspítalanum. Hún vó 3.645 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Arnar Steinn Þorsteinsson og Magnea Herborg Magnúsardóttir. Meira
1. mars 2025 | Í dag | 1172 orð | 1 mynd

Messur

ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Séra Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Hressing í Ási að lokinni messu. BESSASTAÐASÓKN | Íþrótta- og sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl Meira
1. mars 2025 | Í dag | 178 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 Rf6 2. Rc3 d6 3. d4 g6 4. e4 Bg7 5. Be2 e5 6. d5 Rbd7 7. g4 Rc5 8. f3 a5 9. Be3 h5 10. g5 Rfd7 11. h4 a4 12. Rh3 Rb6 13. Dc2 0-0 14. 0-0-0 De7 15. Kb1 Bd7 16. Rf2 c6 17. dxc6 bxc6 18. Dd2 Hfb8 19 Meira
1. mars 2025 | Í dag | 966 orð | 2 myndir

Skák er skemmtileg

Kristján Stefánsson fæddist 1. mars 1945 á Landspítalanum og var þaðan færður í hús afa síns Valhöll við Suðurgötu. Þar bjó fjölskyldan til 1951 þegar hún flutti um skamman veg á Ásvallagötu 17, en frá 1956 bjó fjölskyldan á Lynghaga Meira
1. mars 2025 | Árnað heilla | 165 orð | 1 mynd

Sólon R. Sigurðsson

Sólon Rúnar Sigurðsson fæddist 1. mars 1942 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Laufey Einarsdóttir, f. 1920, d. 2003, og Sigurður M. Sólonsson, f. 1907, d. 1958. Sólon ólst upp í Þingholtunum Meira

Íþróttir

1. mars 2025 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Albert með í landsleikjunum?

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var óvænt með Fiorentina í sigri liðsins á Lecce, sem Þórir Jóhann Helgason spilar fyrir, 1:0, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Albert hafði farið af velli með brot í baki í tapi Fiorentina-liðsins… Meira
1. mars 2025 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Bikarkeppnin fer fram í Kaplakrika

Margt fremsta frjálsíþróttafólk landsins mætir til leiks á Bikarmóti FRÍ í Kaplakrika í dag, laugardag. FH er ríkjandi bikarmeistari. Á meðal keppenda er ÍR-ingurinn Eir Chang Hlésdóttir, sem sló 21 árs gamalt Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi á meistaramótinu um síðustu helgi Meira
1. mars 2025 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Daði fyrir vestan út tímabilið

Knattspyrnumaðurinn Daði Berg Jónsson er kominn að láni til Vestra frá Víkingi úr Reykjavík. Daði, sem er 18 ára gamall, kom til Víkings frá Fram árið 2022. Leikmaðurinn ungi hefur leikið tíu leiki í efstu deild fyrir Víkinga og skorað í þeim tvö mörk Meira
1. mars 2025 | Íþróttir | 456 orð | 3 myndir

Haukamenn niður um deild

Haukar eru fallnir niður í 1. deild karla í körfubolta eftir tap gegn heitu liði Njarðvíkur, 103:81, í 19. og þriðju síðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi. Eftir leikinn eiga Haukar ei lengur möguleika á að komast… Meira
1. mars 2025 | Íþróttir | 1091 orð | 2 myndir

Hver verður óvænt hetja?

Sannkölluð bikarveisla í handknattleik er fram undan á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag þegar bikarúrslitaleikir bæði kvenna og karla fara fram. Fram og Haukar etja kappi í úrslitum kvenna klukkan 13.30 og Stjarnan mætir svo Fram í úrslitum karla klukkan 16 Meira
1. mars 2025 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Mikið tap hjá Liverpool

Enska knattspyrnufélagið Liverpool tapaði 57 milljónum punda fyrir skatt á tímabilinu 2023-24. Tapið er 48 milljónum meira en tímabilið á undan. Þrátt fyrir það hækkuðu heildartekjur félagsins umtalsvert, eða um 20 milljónir punda Meira
1. mars 2025 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Sigurmark gegn Ronaldo

Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði sigurmark með glæsibrag í sigri Al Orobah á Al Nassr, þar sem portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo leikur, í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi Meira
1. mars 2025 | Íþróttir | 105 orð

Víðir spilar með Eyjamönnum

Knattspyrnumaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt ÍBV sem gildir út komandi tímabil. Víðir er 32 ára gamall og lék með ÍBV á síðasta tímabili þegar liðið fór upp úr 1 Meira

Sunnudagsblað

1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 632 orð | 1 mynd

Andúð á gróða annarra

Það sem gerir málið svo erfitt og neikvætt fyrir Ragnar Þór er hörð fordæming hans fyrir einhverjum árum á því sama og hann hefur nú gert. Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 780 orð | 5 myndir

Ákaft hvísl í Gerðarsafni

Þarna eru verk átta einstaklinga sem fjalla um sjálfið og sjálfsmyndina á mjög hráan og afhjúpandi hátt. Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 2195 orð | 5 myndir

„Ég er opin fyrir tækifærum“

Við mættum og vorum allt í einu komin í röð fólks sem var að gifta sig. Við vissum það ekki, en þegar við áttuðum okkur á því horfðum við hvort á annað og spurðum: „Eigum við kannski bara að gifta okkur?“ Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 117 orð | 1 mynd

Ég er engin Britney!

Frægð Kanadísku poppprinsessunni (hvað eru mörg pé í því?) Tate McRae, sem nýtur mikillar lýðhylli, er reglulega líkt við unga Britney Spears. Spurð út í þennan samanburð í breska blaðinu Independent fer hin 21 árs gamla McRae hjá sér Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 2744 orð | 3 myndir

Fann sterkt að þetta væri minn staður í lífinu

Ég fann að kvíðinn varð bara meiri í þynnkunni og ég skynjaði að áfengi hefur ekki góð áhrif á mína andlegu heilsu. Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 315 orð | 6 myndir

Forréttindi að fá að lesa með nemendum

Mér hefur alltaf þótt vænt um bækur og þær hafa fylgt mér síðan ég man eftir mér. Sem barn lék ég mér í bókasafnsleik og setti bókasafnskort aftast í hverja bók, stimplaði og merkti svo samviskulega við í hvert sinn sem bókin fór í útleigu … oftast til sjálfrar mín Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 861 orð | 2 myndir

Haldi frið við Eflingu

Hátt í hlemingur af útgjöldum ríkisins er annars vegar launakostnaður og hins vegar framlög til almannatrygginga. Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 116 orð | 1 mynd

Hlutir gerast, fjölskyldur deila

Sáttur Ekki er að heyra að trymbillinn Dave Lombardo beri kala til sinna gömlu vopnabræðra í Slayer en hann hraktist úr þrassbandinu fræga árið 2013. „Þetta var dásamlegt og frábært, hvernig gat það verið annað,“ svaraði hann spurður af miðlinum The … Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 198 orð | 1 mynd

Hollræði frá Mae West

Morgunblaðið birti heilræði hinnar „holdugu“ Hollywoodleikkonu Mae West til kynsystra sinna í byrjun mars 1935. Kenndi þar margra grasa. 1. Sjáðu svo um, að þú getir oft hitt og talað við manninn sem þjer líst á Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 136 orð | 2 myndir

Hvað er í svörtu töskunni?

Þegar njósnarinn Katrín Timburhús er grunuð um föðurlandssvik þarf bóndi hennar, Georg Timburhús, sem einnig er njósnari í hæsta gæðaflokki, að gera upp við sig hvort hann á að halda tryggð við hjónabandið eða fósturmoldina Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 811 orð | 2 myndir

Í beinu sambandi við náttúruna

Ég hef enga þörf fyrir að herma eftir náttúrunni heldur vil frekar miðla tilfinningu, takti og stemningu. Ég á auðvelt með að koma auga á fegurðina. Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 2135 orð | 1 mynd

Ísland taki frumkvæði

Þannig geta smærri ríki tekið frumkvæðið og ýtt við þeim stærri, eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína, og hvatt þau til aðgerða. Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 149 orð | 1 mynd

Íslenska McDonalds- ævintýrið slær í gegn

Það vakti mikla athygli þegar McDonald's var opnað á Íslandi í einn dag – og nú hefur YouTube-framleiðandinn Sindri Leví Ingason birt myndband af viðburðinum. Þar má sjá hundruð manna flykkjast á staðinn í von um að næla sér í McDonald's-hamborgara, á Íslandi, í fyrsta sinn í 15 ár Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 44 orð

Króki finnst fátt skemmtilegra en að leika sér á nýja Ryðdollu-leikvangnum…

Króki finnst fátt skemmtilegra en að leika sér á nýja Ryðdollu-leikvangnum sínum með Leiftri og hinum vinum sínum. En þá birtist dráttartrukkurinn Bubbi og vill keppa við Krók – og sigurvegarinn á að eignast leikvanginn! Krókur tekur áskoruninni og þá hefst hin æsispennandi Ryðdollu-keppni! Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 355 orð

Líffræðikennarinn: „Ef ég hoppaði upp á þetta borð núna, hvaða…

Líffræðikennarinn: „Ef ég hoppaði upp á þetta borð núna, hvaða partur af líkamanum myndi bregðast við?“ Nemendur: „Hláturtaugarnar okkar, kennari!“ Í skólanum spyr kennarinn hvers vegna gíraffar séu með svona langan háls Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 405 orð | 1 mynd

Lítill töffari

Við hvað starfar þú dagsdaglega? Aðallega við kvikmyndagerð. Ég hef verið að leikstýra þáttum eins og Kanarí og Sveitarómantík, en auk þess hef ég verið að skjóta og klippa alls kyns myndbönd, bæði fyrir sjónvarp og samfélagsmiðla Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 855 orð

Má læra af Tsjernobyl-bæninni?

Og í framhaldinu spyr ég: getur verið að við stöndum nú á tímamótum, að einhverju leyti sambærilegum; að öll þurfum við að taka heiminn til endurskoðunar … Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 816 orð | 1 mynd

Múhameð, hvað ertu að spá, maður?

Hann hefur sum sé 10 leiki núna til að koma að sex mörkum í viðbót, eða meira, og slá þetta lífseiga met. Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 66 orð | 1 mynd

Nýir þættir um Hlébarðann

Hlébarði Netflix hefur látið vinna sex þátta seríu upp úr hinni frægu skáldsögu Giuseppes di Lampedusas; Hlébarðanum, sem fjallar um ástir og örlög hefðarfólks á Sikiley um miðja 19. öld. Með helstu hlutverk fara Kim Rossi Stuart, Saul Nanni og Deva Cassel og fóru tökur fram á Sikiley Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 1687 orð | 3 myndir

Ólgusjór af orku

Ég náði strax að búa til þá stemningu sem mig langaði til að hafa. Ég þekki allar konurnar mínar með nafni og þær eru búnar að kynnast. Það er ótrúlega skemmtilegt. Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 1006 orð | 3 myndir

Straumur fór um allan líkamann

Ég var stödd úti í búð með körfuna mína að sækja flöskuvatn og mjólk. Og brynnti músum fyrir framan gríska konu. Þá stóð hann allt í einu í dyragættinni með sólina á bak við sig. Maður sá ekki framan í hann, bara útlínurnar, og ég heyri hann segja: „Viltu slást í hópinn? Komdu út í sólina Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 83 orð | 1 mynd

Tengjast morðin hvarfi systurinnar?

Löggæsla Amanda Seyfried leikur lúna löggu í myndaflokknum Long Bright River sem falið er að sinna löggæslu í gamla hverfinu sínu í Fíladelfíu en þar geisar ópíóíðafaraldur, eins og víðar. Þegar nokkrar konur finnast síðan myrtar óttast aðalpersónan … Meira
1. mars 2025 | Sunnudagsblað | 440 orð

Þú átt ekki að syngja þetta lag!

Vont var að lesa úr augum snáðans hvor systirin hafði yfirhöndina, undrun eða vorkunn. Meira

Veldu dagsetningu

PrevNext
March 2025
SuMoTuWeThFrSa
      1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031     
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.