Greinar miðvikudaginn 12. mars 2025

Fréttir

12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

140 milljónir fara til 13 verkefna

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað 140 milljóna króna styrkjum til 13 verkefna sem ætlað er að efla byggðir landsins. Alls bárust 19 umsóknir fyrir um 437 m.kr Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 583 orð | 1 mynd

Aðrar aðstæður í Danmörku en hér

„Það eru aðrar aðstæður í Danmörku þar sem þéttleiki byggðar er mun meiri þar en hér á landi og þeir telja að samkeppnin þar muni grípa þetta,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Íslandspósts um þá ákvörðun danskra stjórnvalda að danski pósturinn hætti að bera út bréf Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 648 orð

Bjartari spá en margar áskoranir

Öldrun landsmanna hefur mikil áhrif á útgjöld til heilbrigðismála, sem mun að öllum líkindum leiða til verulegrar aukningar á heilbrigðisútgjöldum á næstu þremur áratugum. Fækkun barna á skólaaldri mun aftur á móti draga úr útgjaldaþrýstingi til… Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Byggð í flæðarmáli eykur tjón

„Þetta er svolítið glannalega skrifað, en það er nú þannig samt,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur, sem ritar á bloggsíðu sína að í sjávarflóðunum á dögunum sunnanlands hafi verið efni í mun meira flóð og tjón hefði getað orðið verra Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 308 orð

Dregið hefur ört úr frjósemi kvenna í löndum Evrópu

Dregið hefur ört úr fæðingartíðni og úr frjósemi kvenna í Evrópu á undanförnum árum og hefur þróunin verið svipuð hér á landi. Samkvæmt nýbirtum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, fæddust 3,67 milljónir barna í löndum Evrópusambandsins á… Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 83 orð

Eftirlit í forgrunni hjá íslenskum her

Ef Ísland þróaði sérhæfðan hátæknivæddan varnarher væri mikilvægt að hann sinnti fyrst og fremst eftirliti og gæslu íslenskra hafsvæða, segir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann á Bifröst, í grein í blaðinu í dag Meira
12. mars 2025 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Gengið til kosninga á Grænlandi

Það var margt um manninn þegar kjörstaðir voru opnaðir í grænlensku höfuðborginni Nuuk í gærmorgun. Ekki einasta varð ekki þverfótað fyrir kjósendum því þar var líka mikill fjöldi erlendra fjölmiðlamanna, ljósmyndara og tökumanna Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Ísland fái gervigreindarstofnun

Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Datalab, segir að Ísland þurfi að setja upp gervigreindarstofnun eins og búið er að gera í nágrannalöndunum. „Það yrði þá miðlægur aðili sem hægt yrði að leita… Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 679 orð | 3 myndir

Járngerður mun sækja að Þórkötlu

„Húsnæðið fyrst og svo allt hitt,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir. Hún var um síðustu helgi kjörin formaður Járngerðar, hollvinasamstaka uppbyggingar og framtíðar Grindavíkur. Nokkur aðdragandi var að stofnun samtakanna en það fólk sem… Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Landsmenn fái senda bæklinga

Stefnt er að því í haust að senda landsmönnum bæklinga og upplýsingar um neyðarbirgðir og annað slíkt til undirbúnings ef Ísland skyldi verða fyrir árás. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur heldur séu stjórnvöld aðeins að vinna vinnuna sína Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Lögreglan rannsakar manndráp

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í gærmorgun. Heimildir Morgunblaðsins herma að karlmaðurinn hafi fundist við göngustíg í Gufunesi í Grafarvogi og benda áverkar til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti Meira
12. mars 2025 | Erlendar fréttir | 527 orð | 1 mynd

Mesta árásin á Moskvu til þessa

Að minnsta kosti þrír féllu og sex til viðbótar særðust í drónaárás Úkraínuhers á Moskvuborg í fyrrinótt og gærmorgun að sögn rússneskra stjórnvalda. Sagði rússneska varnarmálaráðuneytið í gær að loftvarnir Rússa hefðu skotið niður 337 dróna í… Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 403 orð | 2 myndir

Næsti áfangi kostar nærri 30 milljarða

Innanhússfrágangur er hafinn á tveimur efstu hæðunum í nýjum meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut, á hæðum 5 og 6, en samið var við ÞG Verk um þann verkþátt. Þá var nýverið efnt til markaðskönnunar vegna frágangs í tveggja hæða kjallara og á … Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

París SG sló Liverpool úr leik í Meistaradeild Evrópu

París SG tryggði sér í gærkvöldi sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla með því að leggja Liverpool að velli í vítaspyrnukeppni, 4:1, eftir að staðan var 1:0 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu á Anfield í gærkvöldi Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Sigmundur Davíð fagnar hálfri öld

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fagnar fimmtugsafmæli í dag. Í tilefni tímamótanna settist hann niður með Andreu Sigurðardóttur og leit yfir farinn veg í Dagmálum. Honum var gerð fyrirsát í viðtalinu – og er það ekki í… Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Skipstjórinn handtekinn grunaður um manndráp

Skipstjóri Solong-fraktskipsins, sem skall á bandarísku olíuflutningaskipi úti fyrir austurströnd Englands á mánudag, hefur verið handtekinn grunaður um stórfellt gáleysi og manndráp. Mikill eldur braust út eftir ásiglinguna og meirihluti skipverja slasaðist Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Skjálftavirkni svipuð og fyrir gos

Jarðskjálftavirkni á Sundhnúkagígaröðinni á Reykjanesskaga hefur farið vaxandi og er nú svipuð og fyrir eldgosið í nóvember. Skjálftavirkni hefur mælst austan við gígaröðina og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands það líklegast vera gikkskjálfta af … Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Suðræn veisla í Eldborg Hörpu

Páll Palomares, leiðari 2. fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, verður í einleikshlutverkinu á tónleikum sveitarinnar annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19.30. „Hér leikur hann Symphonie espagnole eftir Lalo, verk sem leyfir einleikaranum að leika listir sínar Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 409 orð | 1 mynd

Suðurnesin suðupottur hugmynda

Ljóða- og listahátíðin Skáldasuð er í fullum gangi í Reykjanesbæ. Seinna upplestrarkvöldið hefst í bíósalnum í Duus-húsum kl. 17 á morgun og ljóðasmiðja fyrir börn og ungmenni verður á laugardag. Örljóðaupplestur verður í heitu pottunum í sundlauginni 21 Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Tjónið hleypur á milljörðum

Hættulegustu gatnamót landsins eru á mótum Miklubrautar og Grensásvegar. Flest slys verða þar og mikill kostnaður hlýst af. Alls eru 204 slys og óhöpp skráð á umrædd gatnamót á árunum 2019-2023 í tölum Samgöngustofu Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Tjón vegna sjávarflóða mun aukast

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að miðað við aukna byggð við strandlengjuna þurfi Íslendingar að vera viðbúnir meira tjóni af völdum sjávargangs. „Þótt strandvarnir hafi batnað mjög mikið, sérstaklega í kringum hafnir, hafa fjárfestingar í kringum strandsvæði aukist meira en sjóvarnir Meira
12. mars 2025 | Innlendar fréttir | 292 orð

Úkraína samþykkir 30 daga vopnahlé

Úkraínumenn hafa samþykkt tillögu um 30 daga vopnahlé eftir fund bandarískra og úkraínskra stjórnvalda í Sádi-Arabíu í gær. Rússar þurfa þó einnig að samþykkja tillöguna. „Við munum taka þetta tilboð til Rússa og vonumst til að þeir segi já, að þeir segi já við friði Meira
12. mars 2025 | Fréttaskýringar | 618 orð | 3 myndir

Vignir Vatnar er á hraðferð upp listann

Alþjóðaskáksambandið FIDE hefur birt ný alþjóðleg skákstig sem gilda frá og með 1. mars 2025. Það bar helst til tíðinda að Vignir Vatnar Stefánsson stórmeistari (2.551) fór yfir 2.550 stiga múrinn í mánuðinum og er langstigahæstur íslenskra skákmanna Meira

Ritstjórnargreinar

12. mars 2025 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Tækninörd varar við ofnotkun tækni

Frumkvöðullinn, fjárfestirinn og tækninördinn, eins og hann kallar sig sjálfur, Jón von Tetzchner, ræddi á dögunum við ViðskiptaMoggann um aðkomu hans að þróun Opera-vafrans og síðar vafrans Vivaldi, sem milljónir nota en er þó dvergur í samanburði við útbreiddustu vafrana Meira
12. mars 2025 | Leiðarar | 535 orð

Varnir hér eflast mjög

Varnarviðbúnaður verulega aukinn umræðulaust Meira

Menning

12. mars 2025 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Myndir Skarphéðins til sýnis í Spönginni

Opnuð hefur verið í Borgarbókasafninu Spönginni ljósmyndasýning náttúrufræðingsins Skarphéðins G. Þórissonar (1954-2023). Í viðburðarkynningu kemur fram að Skarphéðinn hafi verið „eftirminnilegur maður sem hafði mikil áhrif á samferðafólk sitt Meira
12. mars 2025 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Ristelhueber hlýtur Hasselblad-verðlaunin

Franski ljósmyndarinn Sophie Ristelhueber hlýtur hin virtu Hasselblad-verðlaun í ár. Þau eru árlega veitt ljósmyndara sem hefur haft víðtæk áhrif og nemur verðlaunaféð tveimur milljónum sænskra króna, jafnvirði tæplega 26,9 milljóna íslenska króna Meira
12. mars 2025 | Menningarlíf | 997 orð | 2 myndir

Rýnt í Taílandsþríleik Megasar

Í nýjasta hefti tímaritsins Fléttur sem Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands gefur út er grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem hann nefnir „ Að lenda í þögninni: Hinseginleiki og óríentalismi í Taílandsþríleik… Meira
12. mars 2025 | Leiklist | 793 orð | 2 myndir

Úr pokahorninu

Borgarleikhúsið Innkaupapokinn ★★★½· Eftir Elísabetu Jökulsdóttur og leikhópinn. Leikstjóri: Bjarni Jónsson og leikhópurinn. Tónlist: Benni Hemm Hemm. Leikmynd og búningar: Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Sigrún Hlín Sigurðarsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikendur: Árni Vilhjálmsson, Benni Hemm Hemm, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Saga Garðarsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir. Leikhópurin Kriðpleir frumsýndi á Litla sviði Borgarleikhússins föstudaginn 28. febrúar 2025. Meira
12. mars 2025 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Það er betra en bænagjörð …

Það hefur orðið talsverð viðhorfsbreyting til áfengis á Íslandi á umliðnum árum og að mestu til batnaðar, án þess að lítið skuli gert úr skaðsemi óhófs. En auðnist mönnum að umgangast það sem lystisemd fremur en löst getur það verið góður bragðbætir í lífið og það er hluti menningar okkar Meira

Umræðan

12. mars 2025 | Aðsent efni | 861 orð | 3 myndir

Er öldruðum viðbjargandi?

Hvers virði er endurhæfing öldruðum? Það hefur sannað sig að hún er mjög mikilvæg og þarf að vera reglubundin. Meira
12. mars 2025 | Aðsent efni | 279 orð | 1 mynd

Fatlaðir leiddir fyrir fallbyssu

Það er hart að þurfa að standa í stappi við sveitarfélagið í fjögur ár út af samningi sem það hefði átt að samþykkja fyrir löngu. Meira
12. mars 2025 | Aðsent efni | 675 orð | 1 mynd

Hlutverk íslenska hersins

Hernaðarlegur viðbúnaður í nútímanum snýst ekki eingöngu um að hafa sterkan landher eða flota. Meira
12. mars 2025 | Aðsent efni | 808 orð | 1 mynd

Meirihlutinn sem segir nei

Hvort er betra að foreldrar séu heima án tekna eða fái greiðslur sem hjálpa til við að halda heimilisbókhaldinu réttum megin við núllið? Meira
12. mars 2025 | Pistlar | 381 orð | 1 mynd

Nýtt hafrannsóknaskip til hafnar

Í dag nýt ég þeirra forréttinda sem ráðherra sjávarútvegsins að afhenda Hafrannsóknastofnun nýtt og vel búið hafrannsóknaskip, Þórunni Þórðardóttur HF 300. Heimahöfn skipsins verður í Hafnarfirði, rótgrónum útgerðarstað og heimabæ… Meira
12. mars 2025 | Aðsent efni | 522 orð | 1 mynd

Skóli án aðgreiningar

Stefnan var innleidd án þess að henni fylgdi fjármagn og stuðningur af hálfu ríkisins, sem nauðsynlegur var. Meira
12. mars 2025 | Aðsent efni | 295 orð | 2 myndir

Trúlofun og litla flugan

Segir hér af æskuminningum frá sveitavist að Króksfjarðarnesi. Meira

Minningargreinar

12. mars 2025 | Minningargreinar | 1310 orð | 1 mynd

Erla Dagný Stefánsdóttir

Erla Dagný Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 17. maí 1959. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. febrúar 2025. Foreldrar hennar voru Kristín S. Haraldsdóttir, f. 29.10. 1938, d. 19.6. 2018, og Stefán Lárus Árnason, f Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2025 | Minningargreinar | 1858 orð | 1 mynd

Guðmundur Steinarr Gunnarsson

Guðmundur Steinarr Gunnarsson frá Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal fæddist 14. maí 1933 á Ytri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi, V-Hún. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, 14. febrúar 2025. Foreldrar hans voru Gunnar Júlían Jón Daníelsson, f Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2025 | Minningargreinar | 566 orð | 1 mynd

Guðný Björg Bjarnadóttir

Guðný Björg Bjarnadóttir fæddist 22. október 1972. Hún lést 12. febrúar 2025. Útför hennar fór fram 28. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2025 | Minningargreinar | 1719 orð | 1 mynd

Jóna Katrín Guðnadóttir

Jóna Katrín Guðnadóttir fæddist í Háa-Rima í Þykkvabæ 23. desember 1929. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu 3. mars 2025. Foreldrar hennar voru Guðni Sigurðsson frá Þúfu í Landeyjum og Pálína Kristín Jónsdóttir frá Unhól í Þykkvabæ Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2025 | Minningargreinar | 349 orð | 1 mynd

Lilja Guðrún Eiríksdóttir

Lilja Guðrún Eiríksdóttir fæddist 29. ágúst 1926. Hún lést 17. febrúar 2025. Útför Lilju Guðrúnar fór fram 28. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2025 | Minningargreinar | 671 orð | 1 mynd

Óskar Örn Guðmundsson

Óskar Örn Guðmundsson fæddist 13. mars 1984 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum 24. febrúar 2025. Foreldrar hans eru Jóna Vigdís Evudóttir, f. 1. júní 1965, og Guðmundur Óskar Sigurðsson, f. 2. apríl 1960 Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

12. mars 2025 | Í dag | 63 orð

3974

Þau freistandi fyrirbæri sem hafa tekið land (lent) hér eru legíó þótt ekki hafi öll skotið rótum, eða fest rætur. En orð dagsins er fótfesta. Það þýðir bókstaflega að finna e-ð (nibbu, stall) til að tylla fæti á Meira
12. mars 2025 | Í dag | 309 orð

Af kaupum, sölu og gróða

Valur Steinn Þorvaldsson sendir góða kveðju í tilefni af vísu til Böðvars Tómassonar sem birtist í Vísnahorninu í gær, en þegar henni var gaukað að umsjónarmanni var hún sögð eftir séra Helga Sveinsson Meira
12. mars 2025 | Í dag | 947 orð | 4 myndir

Framsýn og lífsglöð

Þorbjörg Kristinsdóttir fæddist 12. mars 1925 í Tjarnargötu í húsi Þorleifs H. Bjarnasonar rektors. Hún fluttist á þriðja ári á Sólvallagötu 29 í Reykjavík og ólst þar upp. Þorbjörg gekk í Landakotsskóla til 10 ára aldurs en fór þá í Miðbæjarskólann í Reykjavík Meira
12. mars 2025 | Í dag | 368 orð | 1 mynd

Gunnar Atli Fríðuson

50 ára Gunnar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. 10 ára gamall gerðist Gunnar vinnumaður í sveit. Sveitadvöl hans endaði í samtals átta sumrum og einum vetri víðsvegar um landið en Gunnar kláraði sína sveitadvöl á Steinnesi í Austur-Húnavatnssýslu Meira
12. mars 2025 | Dagbók | 89 orð | 1 mynd

Hraðstefnumót í Reykjavík

Hraðstefnumót Bíós Paradísar hafa slegið í gegn, og á morgun, fimmtudag, er komið að 30 ára og eldri. Sérstaklega er hvatt til þátttöku feiminna karlmanna sem vilja gefa ástinni séns. Lísa Attensperger, sem stendur fyrir viðburðinum, ræddi um hann í Ísland vaknar í gær Meira
12. mars 2025 | Í dag | 181 orð

Lymskulegt S-NS

Norður ♠ 987 ♥ Á74 ♦ 63 ♣ Á10953 Vestur ♠ G32 ♥ DG52 ♦ G8 ♣ KG64 Austur ♠ D1054 ♥ K10 ♦ 109542 ♣ 72 Suður ♠ ÁK6 ♥ 9863 ♦ ÁKD7 ♣ D8 Suður spilar 3G Meira
12. mars 2025 | Í dag | 153 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e5 4. 0-0 Bd6 5. c3 a6 6. Bc4 b5 7. Bd5 Rge7 8. d4 exd4 9. cxd4 0-0 10. Bg5 cxd4 11. Rxd4 Dc7 12. Rf5 Rxf5 13. exf5 Bxh2+ 14. Kh1 Be5 15. Rc3 Bb7 16. He1 Kh8 17. Dh5 g6 18 Meira

Íþróttir

12. mars 2025 | Íþróttir | 1150 orð | 2 myndir

Allt erfiðið þess virði

Jónína Þórdís Karlsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Ármanns í körfubolta, er ein þeirra sem komu að því að endurvekja kvennalið félagsins árið 2020. Félagið tryggði sér sæti í efstu deild á dögunum með sigri gegn b-liði Stjörnunnar í 1 Meira
12. mars 2025 | Íþróttir | 341 orð | 2 myndir

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, getur…

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Grikklandi í undankeppni EM 2026 í Chalkida í dag vegna meiðsla. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við vefmiðilinn… Meira
12. mars 2025 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

Erum ekki hræddir við Íslendinga

Charalampos Mallios, fyrirliði gríska karlalandsliðsins í handknattleik, segir að Grikkir séu ekki smeykir við að mæta sterku liði Íslands í Chalkida í Grikklandi í dag en klukkan 17 hefst þar leikur liðanna í undankeppni EM 2026 Meira
12. mars 2025 | Íþróttir | 215 orð | 1 mynd

Fyrirliði Vestra á leið í bann

Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Vestra, á yfir höfði sér keppnisbann í kjölfar þess að hann steig fram í gær og skýrði frá því að hann hefði veðjað á leiki í Bestu deild karla á síðasta tímabili Meira
12. mars 2025 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Ísland í góðri stöðu fyrir EM

Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna 2026 í handknattleik í Cluj-Napoca í Rúmeníu fimmtudaginn 20. mars. Íslenska liðið fær því eina sterka þjóð úr fyrsta styrkleikaflokki í sinn… Meira
12. mars 2025 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

París SG vann Liverpool í vítakeppni

París SG hafði betur gegn Liverpool eftir vítaspyrnukeppni, 4:1, í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Anfield í gærkvöldi. Liverpool vann fyrri leikinn 1:0 en Ousmane Dembélé skoraði eftir tólf… Meira
12. mars 2025 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Stórsigur Fjölnis á SA í fyrsta úrslitaleik

Fjölnir vann öruggan sigur á SA, 5:0, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í íshokkí kvenna í Egilshöll í gærkvöldi. Fjölnir varð deildarmeistari fyrr á tímabilinu eftir að hafa unnið sér inn 34 stig, 11 stigum meira en SA sem hafnaði í öðru sæti Meira
12. mars 2025 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Tindastóll og Stjarnan í úrslitakeppnina

Tindastóll vann góðan sigur á Grindavík, 88:85, í framlengdum leik í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á Sauðárkróki í gærkvöldi. Tindastóll er í efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 18 stig og fer í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn Meira

Viðskiptablað

12. mars 2025 | Viðskiptablað | 503 orð | 1 mynd

Datt ferðaþjónustan af himnum ofan?

”  Styrkur íslenskrar ferðaþjónustu eins og við þekkjum hana í dag er fyrst og fremst afrakstur markvissrar stefnumótunar og skipulagðrar uppbyggingar ferðaþjónustufyrirtækja, sem hefur staðið yfir í áratug. Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 1520 orð | 1 mynd

Fá kjósendur það sem þeir eiga skilið?

Mikið væri gaman að dvelja um skeið í Rúmeníu og kynnast þessari merkilegu þjóð vel og vandlega. Ræturnar ná alla leið aftur til Rómaveldis og af þeim sökum virðast Rúmenar, enn þann dag í dag, ná betri tengingu við frændur sína á Ítalíu og Spáni en … Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 449 orð | 1 mynd

Fátt nýtt undir sólinni er varðar eðli markaða

Fréttir eru tíðar af tollastríði Trumps forseta við hinar ýmsu þjóðir sem ýmist er að skella á eða frestast. Á sama tíma tekur forsetinn, ásamt hinum glaðhlakkalega varaforseta JD Vance, forseta Úkraínu bindislausan á teppið Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 359 orð | 1 mynd

Fræða þurfi almenning um sjávarútveginn

Staða sjávarútvegsins, uppgjör Brims og loðnuveiðar voru til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins var Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. Þátturinn birtist á mbl.is á morgun, fimmtudag Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 371 orð | 1 mynd

Fullyrt að engin hætta væri á ferðum

Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar 18 lífeyrissjóða hafa mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs (áður Íbúðalánasjóðs). Ríkissjóður er ábyrgðaraðili sjóðsins Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 559 orð | 1 mynd

Hefnd Nixons

  Þrátt fyrir ólíkar kringumstæður eiga Nixon og Trump það sameiginlegt að hafa viljað veikari dollar. Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 1083 orð | 3 myndir

Hélt fyrst að boðið væri eitthvert plat

Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Datalab, hélt fyrst að boð á nýafstöðnu gervigreindarráðstefnuna Sommet pour l'action sur l'IA í Grand Palais í miðborg Parísar hefði verið ruslpóstur Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 619 orð | 1 mynd

Hvernig greinendur vanmeta viðbragðsflýti stjórnenda

”  Eitt stærsta vandamálið í markaðsgreiningum er að viðbrögð stjórnenda eru ekki tekin inn í myndina heldur treyst á kyrrstöðu og töfluútreikninga. Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 194 orð | 1 mynd

Miklar kvaðir á innlend fjármálafyrirtæki

Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, bendir á að stjórnvöld leggi miklar kvaðir á innlend fjármálafyrirtæki sem erlendir keppinautar þurfi ekki að standa undir. Þessar sértæku álögur, ásamt stærðarhagkvæmni erlendra … Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 2866 orð | 1 mynd

Sameiningar gætu reynst nauðsynlegar

  Seðlabankinn hefur verið einn á bremsunni á meðan skuldir ríkissjóðs hafa aukist töluvert. Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 588 orð | 3 myndir

Styttist í vígslu hótelturns á Skúlagötu

Það styttist í að hótelturn Radisson Red við Skúlagötu verði tekinn í notkun en endanleg tímasetning liggur ekki fyrir. Uppsteypu miðar vel og er nú verið að steypa fimmtu hæðina. Hótelturninn er með steyptum kjallara og steyptu lyftu- og stigahúsi Meira
12. mars 2025 | Viðskiptablað | 742 orð | 1 mynd

Vaxtaumhverfið er mjög krefjandi

Sigtryggur Magnason var þar til nýlega aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrst í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, síðan innviðaráðuneytinu og loks í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.