Greinar þriðjudaginn 25. mars 2025

Fréttir

25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

90 milljónir króna fara í ljósastauraskipti

Talsvert er um að skipta þurfi um ljósastaura í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er skipt um u.þ.b. 250 ljósastaura á ári, ýmist vegna þess að þeir eru orðnir gamlir og úr sér gengnir eða hafa orðið fyrir skemmdum Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Árni Grétar aðstoðar Guðrúnu

Árni Grétar Finnsson lögfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar þegar hún gegndi embætti dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Boða verkföll í sjúkraflutningum

Sjúkraflutningamenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu boðun verkfalls við sjúkraflutninga hjá fjórum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 261 orð

Brot gegn kennurum verða skráð fyrst

Reykjavíkurborg hyggst leggja áherslu á að skrásetja fyrst ofbeldi af hálfu barna í garð kennara áður en ofbeldi gegn börnum verður skrásett er borgin innleiðir nýtt atvikaskráningarkerfi vegna ofbeldis í skólum Meira
25. mars 2025 | Fréttaskýringar | 696 orð | 2 myndir

Comcast NBCUniversal fjárfestir í OZ Sports

Bandaríski fjölmiðla- og tæknirisinn Comcast NBCUniversal, sem á og rekur meðal annars Universal, Sky Sports, NBC og Xfinity, hefur bæst í fjárfestahóp íslenska tæknifyrirtækisins OZ Sports. OZ Sports hefur sérhæft sig í gervigreind og tölvusjón… Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Eðlilegt að virknin færist til vesturs

„Virknin er að færast út á miðjan sprungusveiminn, sem þýðir að það gýs líklegast næst í Eldvörpum eða Reykjanestá eða þar í kring. Það er ekki að fara gerast á morgun eða hinn, þetta tekur tíma,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga Meira
25. mars 2025 | Erlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Er fyrst kvenna í embætti forseta

Fyrsta konan til að gegna embætti forseta Afríkuríkisins Namibíu er tekin til starfa. Er um að ræða hina 72 ára gömlu Net­umbo Nandi-Ndaitwah, en hún hlaut í kosningu 58% greiddra atkvæða. Nandi-Ndaitwah er í stjórnmálaflokknum SWAPO sem hefur verið … Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Finnst vera smá belgingur í Golla

„Ég vil bara óska Kjartani til hamingju með verðlaunin og verðlaunamyndina sem tekin var á Austurvelli og er fyrir margra hluta sakir athyglisverð,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum í samtali við Morgunblaðið, þegar… Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Funda um framtíð skólans í dag

Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Fundað var um framhald skólans í mennta- og barnamálaráðuneytinu og háskóla-, menningar- og nýsköpunarráðuneytinu í gær. Enn er beðið frekari upplýsinga um framtíð skólans Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 238 orð | 2 myndir

Geirfinnsmálið ókomið „heim“

„Ég las það í fréttum að lögreglan á Suðurlandi hefði tekið skýrslu af konu og þar kom jafnframt fram að lögreglan þar ætti von á að hún myndi framsenda gögn málsins til lögreglustjórans á Suðurnesjum, en ég veit ekki til þess að þau séu komin … Meira
25. mars 2025 | Erlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Halda hefði mátt vellinum opnum

Orkumálastjóri Bretlands, John Pettigrew, segir Heathrow-flugvöll ekki hafa skort neitt rafmagn þegar ákveðið var síðastliðinn föstudag að fella þar niður allt flug í kjölfar eldsvoða í nálægri spennistöð Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 392 orð | 2 myndir

Í „opinberri“ heimsókn til Prins Póló

„Mér þótti tilhlýðilegt að heimsækja verksmiðju Prins Póló vegna langrar sögu tengsla fyrirtækisins við Ísland,“ segir Friðrik Jónsson sendiherra í Póllandi. Friðrik, sem tók við sendiherrastöðu við íslenska sendiráðið í Varsjá 1 Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Kornax tryggir hveitiinnflutning

„Þetta er komið svo langt að það er erfitt að snúa við og ég held að stjórnvöld þurfi að koma að þessu ef það er raunverulegur vilji til þess,“ segir Arnar Þórisson forstjóri Líflands um ummæli Hönnu Katrínar Friðriksson… Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 332 orð | 2 myndir

Kristrún rengir tengdamóður á þingi

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra rengdi í gær orð Ólafar Björnsdóttur um að hún hefði óskað fyllsta trúnaðar varðandi beiðni sína um fund með forsætisráðherra vegna Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Létt vorsnjókoma og lægð skammt undan

Gangandi vegfarendur tóku upp húfur og hettur þegar snjóa tók á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eflaust hafa einhverjir gert sér vonir um að eftir vorjafndægur gætu landsmenn kvatt snjóinn og það vesen sem honum oft fylgir Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 146 orð

Manni kastað fram af stigagangi

Karlmaður sem kastaði öðrum manni fram af svölum fyrir þremur vikum var handtekinn af lögreglu í kjölfarið. Brotaþolinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar með áverka. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra Meira
25. mars 2025 | Erlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Miklu magni af sprengjum grandað

Allt bendir nú til að drónaárás Úkraínuhers á Engels-herflugvöll, sem finna má í suðurhluta Rússlands, u.þ.b. 500 kílómetra frá landamærunum, hafi grandað miklu magni af skotfærum og stýriflaugum. Árásin var gerð 20 Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Rannsakar byggingu sjálfsmyndar

Angelika Haak, gestalistamaður Gilfélagsins í marsmánuði, opnar sýningu sína í Deiglunni á Akureyri á fimmtudag, 27. mars, klukkan 16. Haak er vídeólistamaður frá Köln í Þýskalandi og eru vídeóportrett sögð lykilþáttur í listrænu starfi hennar Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

Ráðherra telur borg eiga að borga

„Ég tel rétt að borgin borgi þennan kostnað. Öskjuhlíðin og trén eru eign Reykjavíkurborgar og því ber borginni að sjá um trjáfellingarnar þar sem málið varðar þjóðaröryggi, þar sem er starfsemi flugvallarins Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Tan vill byggja þrjú hótel í Skálafelli

Berjaya Hotels Iceland hf. hefur sent umsókn til Reykjavíkurborgar um mikla uppbyggingu hótelstarfsemi við rætur Skálafells. Er hótelkeðjan með áform um þrjú lúxushótel þar. Berjaya Hotels er í eigu malasískrar hótelsamsteypu og rekur sjö hótel í Reykjavík og sex á landsbyggðinni Meira
25. mars 2025 | Fréttaskýringar | 691 orð | 2 myndir

Telja breytingarnar fela í sér mismunun

Ekki verður séð að meðalhófs sé gætt við fyrirhugaðar breytingar á lögum um heimagistingu. Vandséð er að breytingarnar stuðli í raun að yfirlýstum markmiðum um jafnvægi á húsnæðismarkaði og fjölgun íbúða í langtímaleigu auk sanngjarnari samkeppni í ferðaþjónustu Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 321 orð | 2 myndir

Um 20 tilkynningar um flóðatjón

Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist alls um 20 tilkynningar um tjón sem varð í flóðum þegar óveður gekk yfir Suðvesturland í byrjun þessa mánaðar, en ekki liggur fyrir enn hvert fjártjónið varð Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Ungir Selfyssingar söfnuðu fyrir jafnaldra sinn í HK

Selfoss | Leikmenn 4. flokks karla á Selfossi afhentu um helgina leikmanni 4. flokks HK fjármuni sem þeir fyrrnefndu höfðu safnað að eigin frumkvæði með sölu á harðfiski fyrr í vetur. HK-ingurinn ungi Tómas Freyr Guðjónsson greindist með alvarlegt krabbamein í október sl Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Vara við styrkjum í dagskrárgerð RÚV

Stjórnendur Ríkisútvarpsins eru varaðir við því að taka við styrkjum frá hagsmunaaðilum í tengslum við dagskrárgerð. Þetta kemur fram í bókun sem fimm stjórnarmenn lögðu fram á síðasta fundi stjórnar RÚV Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Verða í fyrsta styrkleikaflokki

Ísland verður í fyrsta styrkleikaflokki C-deildar í næstu Þjóðadeild karla í fótbolta en getur hæglega mætt erfiðum andstæðingum. Næst á dagskrá er hins vegar undankeppni heimsmeistaramótsins þar sem Ísland mætir Frakklandi, Úkraínu og Aserbaísjan í haust Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 105 orð | 2 myndir

Verður frá þingi

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, mun ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í gær sem hófst klukkan 15. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerði grein frá fjarveru Ásthildar Lóu við upphaf fundar Meira
25. mars 2025 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Yfir 50.000 manns eru sagðir fallnir

Yfir 50 þúsund manns eru fallnir í árásum Ísraelsmanna í Palestínu, að sögn talsmanns heilbrigðisráðuneytis Hamas. Þá eru yfir 113 þúsund manns særðir. Erfitt er að sannreyna upplýsingar um fallna og særða í átökunum Meira
25. mars 2025 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Þrjú glæsihótel rísi í Skálafelli

Berjaya Hotels Iceland hf. hefur sent umsókn til Reykjavíkurborgar um mikla uppbyggingu hótelstarfsemi við rætur Skálafells. Heildarfermetrafjöldi er áætlaður 70 þúsund. Verkefnastjóri skipulagsfulltrúa hefur fengið umsóknina til meðferðar Meira

Ritstjórnargreinar

25. mars 2025 | Staksteinar | 188 orð | 2 myndir

Engin áhrif af afsögn ráðherra

Það var mikið um að vera í stjórnmálunum í lok liðinnar viku þegar fyrsti ráðherra þriggja mánaða gamallar ríkisstjórnar sagði af sér. Samt var svo skrýtið að á laugardag virtist Ríkisútvarpið uppiskroppa með fréttir af málinu Meira
25. mars 2025 | Leiðarar | 668 orð

Fár og falsfréttir

Rússar beita útsmognum aðferðum til að ýta undir sundrungu og tortryggni hjá andstæðingum sínum Meira

Menning

25. mars 2025 | Menningarlíf | 249 orð | 1 mynd

Ástin á fimmtudeginum langa

Nýjasta kvikmynd Mika Kaurismäki um Grump, sem nefnist Fimmtudagurinn langi, verður frumsýnd í Smárabíói fimmtudaginn 27. mars kl. 19 að leikstjóranum viðstöddum. „Myndirnar um hinn aldna skógarbónda Grump hafa notið mikilla vinsælda hér á landi og… Meira
25. mars 2025 | Menningarlíf | 444 orð | 2 myndir

Einu sinni var …

Þannig að Laxdæla er rétta valið, fyrir utan hvað hún liggur nálægt sérsviði Vilborgar. Meira
25. mars 2025 | Menningarlíf | 1358 orð | 3 myndir

Lærdómsríkt og átakanlegt ferli

Kvikmyndin No Other Land, sem hlaut Óskarsverðlaunin í ár sem besta heimildarmynd, verður sýnd í Bíó Paradís 30. og 31. mars og 2. apríl nk. en tónlist við hana samdi Julius Pollux Rothlaender sem búsettur hefur verið hér á landi í um tíu ár Meira
25. mars 2025 | Fjölmiðlar | 195 orð | 1 mynd

Mál sem aldrei verður skýrt

Andlát Sofiu Kolesnikovu var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 í síðustu og næstsíðustu viku. Fréttamaðurinn Þóra Tómasdóttir setur andlát hennar, sem aldrei verður skýrt að fullu fyrir íslenskum dómstólum, í öðruvísi samhengi en áður hefur komið fram í fréttum Meira
25. mars 2025 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Þorvaldur hlaut fyrstu verðlaun Júlíönu

Júlíana, hátíð sögu og bóka, var haldin í 12. sinn í Stykkishólmi dagana 20.-22. mars en þar komu rithöfundar, ljóðskáld og aðrir listamenn fram. Skáldið Þorvaldur Sigurbjörn Helgason hlaut fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni hátíðarinnar fyrir ljóðið „Úrið hans Magnúsar“ Meira

Umræðan

25. mars 2025 | Aðsent efni | 688 orð | 1 mynd

Hvalir og fiskveiðar – sögulegt samspil

Fjölgun hvala við Ísland hefur aukið afrán á nytjafiskum og torveldað endurreisn bolfiskstofna. Útgerðin þarf að taka af skarið. Meira
25. mars 2025 | Pistlar | 365 orð | 1 mynd

Verndum dýrin

Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur Meira

Minningargreinar

25. mars 2025 | Minningargreinar | 9440 orð | 5 myndir

Brynjólfur Bjarnason

Brynjólfur Bjarnason fæddist í Reykjavík 18. júlí 1946. Hann lést 16. mars 2025. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1923, d. 2000, og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík, f Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2025 | Minningargreinar | 1872 orð | 1 mynd

Eyrún Ingadóttir

Eyrún Ingadóttir fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1968. Hún lést á sjúkrahúsi á Mallorca 23. janúar 2025. Foreldrar Eyrúnar eru Ragna M. Þorsteins, f. 5.12. 1938, og Ingi R. Helgason hæstaréttarlögmaður og forstjóri, f Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2025 | Minningargreinar | 487 orð | 1 mynd

Trausti Pétursson

Trausti Pétursson gullsmiður fæddist í Reykjavík 28. apríl 1937. Hann lést á Brákarhlíð í Borgarnesi 8. mars 2025 eftir stutt veikindi. Foreldrar Trausta voru hjónin Pétur Pétursson frá Miðdal í Kjós, f Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2025 | Minningargreinar | 2624 orð | 1 mynd

Þórarinn Víkingur Sveinsson

Þórarinn Víkingur Sveinsson húsasmíðameistari fæddist á Akranesi 28. september 1959. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. mars 2025. Foreldrar Þórarins voru Guðrún Elsa Þorsteinsdóttir kennari, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 125 orð | 1 mynd

Meðaltal leigu 263 þúsund krónur

Meðaltal markaðsleigu í nýskráðum samningum í febrúar var 263 þúsund krónur og er óbreytt frá fyrri mánuði. Kemur þetta fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Í skýrslu HMS kemur fram að á höfuðborgarsvæðinu hafi verið… Meira
25. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 208 orð | 1 mynd

Uppbygging varnariðnaðar á Íslandi

Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, gerði uppbyggingu á íslenskum varnariðnaði að umfjöllunarefni í aðsendri grein sem bar yfirskriftina „Öflugur varnariðnaður á Íslandi“ og birtist í Morgunblaðinu á dögunum Meira

Fastir þættir

25. mars 2025 | Í dag | 56 orð

3985

Uppburður hefur merkt ýmislegt gegnum tíðina en sést nú orðið aðeins í fleirtölu (nema í samsetningum): uppburðir, og þýðir þá þor, framfærni. Um þann sem er uppburða– eða uppburðar-laus segir Íslensk orðabók vægðarlaust: sem kemur sér ekki að … Meira
25. mars 2025 | Í dag | 187 orð

Að fría ásinn S-Enginn

Norður ♠ 10954 ♥ D73 ♦ 1062 ♣ K104 Vestur ♠ ÁG63 ♥ 9654 ♦ G53 ♣ 96 Austur ♠ 82 ♥ 102 ♦ D874 ♣ ÁD852 Suður ♠ KD7 ♥ ÁKG8 ♦ ÁK9 ♣ G73 Suður spilar 3G Meira
25. mars 2025 | Í dag | 245 orð

Af hlýju, Eglu og forseta

Einmánuður hefst í dag og svo kemur harpa sumardaginn fyrsta. Af því tilefni yrkir Ingólfur Ómar Ármannsson: Einmánuður oft er napur og ýrinn stundum ís og krap er yfir grundum. Harpa okkur hlýju færir hjartans barnið andar blítt á ískalt hjarnið Meira
25. mars 2025 | Í dag | 282 orð | 1 mynd

Andri Valgeirsson

40 ára Andri er uppalinn í Grafarvogi en býr með konu sinni í Fossvogi. Hann er tæknistjóri hjá NPA miðstöðinni. „NPA stendur fyrir notendastýrð persónuleg aðstoð. NPA er þjónusta sem gerir okkur, fötluðu fólki, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð Meira
25. mars 2025 | Dagbók | 99 orð | 1 mynd

„Hélt að þetta væri „scam““

Sólkatla Ólafsdóttir söng- og leikkona hefur gefið út sitt fyrsta sólólag „Love No More“ sem þegar hefur vakið athygli erlendis en lagið hefur þegar náð til hlustenda í Póllandi. Í viðtali á K100 sagðist Sólkatla hafa fengið óvænt… Meira
25. mars 2025 | Í dag | 142 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í opnum flokki EM einstaklinga sem lýkur á morgun í Rúmeníu. Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.551) hafði hvítt gegn pólska alþjóðlega meistaranum Aleksöndru Maltsevskayu (2.376) Meira
25. mars 2025 | Í dag | 744 orð | 4 myndir

Syndir frá Alcatraz á 50 ára afmælinu

Arnheiður Hjörleifsdóttir fæddist 25. mars 1975 í Reykjavík og bjó þar og á Hvolsvelli fyrsta árið. „Fjölskyldan flutti til Hafnar í Hornafirði og var þar í nokkur ár, þar sem mamma vann á heilsugæslunni og pabbi við smíðar Meira

Íþróttir

25. mars 2025 | Íþróttir | 375 orð | 2 myndir

Arnar Birkir Hálfdánsson var drjúgur í gærkvöldi þegar Amo vann Vinslov,…

Arnar Birkir Hálfdánsson var drjúgur í gærkvöldi þegar Amo vann Vinslov, 37:34, á útivelli í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta tímabili. Amo endaði í þriðja neðsta sæti deildarinnar og er í umspili við Vinslov sem lék í B-deildinni á síðustu leiktíð Meira
25. mars 2025 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Auðvelt hjá lærisveinum Tuchels

Englendingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Lettland í öðrum leik liðsins í undankeppni HM karla í knattspyrnu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í gærkvöldi. Leiknum lauk með 3:0-sigri Englands en nýr þjálfari liðsins, Thomas Tuchel, fer vel af stað Meira
25. mars 2025 | Íþróttir | 681 orð | 1 mynd

Fallnir úr hópi 32 bestu liða

Ísland verður í fyrsta skipti í C-deild Þjóðadeildar UEFA í karlaflokki þegar næsta keppni fer af stað haustið 2026. Ósigurinn í einvíginu við Kósovó á dögunum, 5:2 samanlagt, þýðir að Kósovó, sem endaði í öðru sæti í sínum riðli C-deildar, tekur sæti Íslands í B-deildinni Meira
25. mars 2025 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Farinn frá Njarðvíkurliðinu

Körfuknattleiksmaðurinn Evans Ganapamo, landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins, er farinn frá Njarðvík en þetta staðfesti Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðsins í gær. Rúnar sagði frá þessu í hlaðvarpinu… Meira
25. mars 2025 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Fór á kostum í Íslendingaslag

Aldís Ásta Heimisdóttir var frábær í sigri deildarmeistara Skara á Kristianstad, 30:29, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni sænska handboltans í Skara í kvöld. Aldís Ásta skoraði níu mörk og var markahæst allra í leiknum en hjá… Meira
25. mars 2025 | Íþróttir | 1075 orð | 2 myndir

Lyftingar í sjöunda sæti

Lucie Stefaniková náði frábærum árangri á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór á Málaga á Spáni um nýliðna helgi. Lucie, sem verður þrítug á árinu, keppti í -76 kg flokki og fékk gullverðlaun í hnébeygju þegar hún lyfti 211 kg sem er jafnframt Evrópumet Meira
25. mars 2025 | Íþróttir | 272 orð | 1 mynd

Skömmu eftir að leik Íslands og Kósovó lauk í Murcia á sunnudaginn varð…

Skömmu eftir að leik Íslands og Kósovó lauk í Murcia á sunnudaginn varð ljóst að karlalandsliðið í fótbolta myndi mæta Frökkum tvisvar í haust. Frakkar lögðu Króata að velli í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar og þar með lá fyrir að þeir en ekki… Meira
25. mars 2025 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Úrslitakeppninni frestað um viku

Íshokkísamband Íslands hefur frestað úrslitakeppni karla í kjölfarið á kærumáli. Dómstóll ÍSÍ úrskurðaði SA sigur í leik gegn SR, 10:0, vegna ólöglegs leikmanns og fyrir vikið nær Fjölnir öðru sæti mótsins og á að leika gegn SA í úrslitaeinvíginu í stað SR Meira
25. mars 2025 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Þór/KA í úrslitaleikinn

Þór/KA vann Stjörnuna í vítakeppni í undanúrslitum deildabikars kvenna í knattspyrnu á Akureyri í gærkvöldi. Venjulegum leiktíma lauk með jafntefli, 1:1, og þurfti vítakeppni til að útkljá málin. Þar hafði Þór/KA betur, 4:3 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.