Greinar fimmtudaginn 27. mars 2025

Fréttir

27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Afrekið við Látrabjarg

Björgunarafrekið við Látrabjarg er yfirskrift dagskrár í tengslum við sýningu Sjóminjasafnsins á heimildamynd Óskars Gíslasonar um eitt fræknasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar 12 af 15 skipverjum af togaranum Dhoon var bjargað þann 12 Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Áburðarverksmiðja föl fyrir 190 milljónir

Borgarráð hefur samþykkt að hefja söluferli á fasteign Reykjavíkurborgar að Gufunesvegi 40. Þetta hús tilheyrði áður áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Það er illa farið og þarfnast verulegra endurbóta Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 651 orð | 4 myndir

Áformin samræmast stefnu Viðreisnar

„Þessi áform eru í fullkomnu samræmi við stefnu Viðreisnar sem er sú að það sem greitt er fyrir afnot af sjávarauðlindinni, veiðigjaldið, ráðist af markaðsverði,“ segir Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, í samtali við Morgunblaðið Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 222 orð | 2 myndir

Átak hafið til að sporna við félagslegri einangrun

„Átakið Tölum saman hefst formlega í dag, en með því viljum við stuðla að vitundarvakningu um félagslega einangrun í samfélaginu,“ segir Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri verkefnisins Meira
27. mars 2025 | Erlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

Birtu nær allt samtalið úr Signal-spjallhópnum

Tímaritið The Atlantic birti í gær nær allan textann úr samtali helstu ráðgjafa Trumps Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum í spjallhópi sínum á samskiptaforritinu Signal, en þar hafði ritstjóra tímaritsins, Jeffrey Goldberg, verið bætt í spjallhópinn af misgáningi Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 525 orð | 2 myndir

Bretar gera sögunni hátt undir höfði

Rúmlega fjörutíu manna hópur frá Akureyri er nú staddur í Hull en ferðalangarnir eiga sameiginlegt að hafa stundað sjómennsku. Til stendur að kynna sér sögu borga eins og Hull og Grimsby sem byggðust meðal annars upp vegna sjósóknar á sínum tíma Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Börn eru beitt óþarfa hörku

Börn sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af upplifa mörg hver óþarfa hörku af hálfu lögreglunnar og að beiting þvingunar eigi ekki alltaf rétt á sér, að þeirra mati. Dæmi eru um að börn hafi slasast við handtöku, meðal annars fengið brunasár og mar undan handjárnum Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 145 orð

Dómur þyngdur í kynferðisbrotamáli

Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir karlmanni sem var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni í fyrra. Hæstiréttur staðfestir dóminn en dæmdi manninn í fimm ára fangelsi Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Ferðamenn skelltu sér í sjómann

Ferðamenn brugðu á leik í miðborginni í vikunni og skelltu sér í sjómann. Vegfarendur létu eftir sér að fylgjast með átökunum, en ekki fylgir sögunni hvorum veitti betur. Þó virðist sem kappinn til hægri sé heldur líklegri en hinn, en hvort það hafi … Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Fjör og fegurð fyrir selló og píanó á tónleikum í Hannesarholti

Kitty Kovács píanóleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari snúa aftur í Hannesarholt með efnisskrá fyrir selló og píanó frá fyrri hluta 20. aldar á tónleikum í kvöld, fimmtudaginn 27. mars, kl Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Geggjaðir tónleikar fyrir betra samfélag

„Já, við erum sannarlega í breyttum heimi með tröllaukið áreiti sem börn verða fyrir. Við þurfum einfaldlega að mæta því með samhentum aðgerðum. Breiðholt er mikið í umræðunni núna en sömu áskoranir eru víðar,“ segir Skúli Þór Helgason borgarfulltrúi Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Greinargerðir verði gagnorðar

Stjórn dómstólasýslunnar hefur samþykkt nýjar leiðbeinandi reglur um hámarkslengd stefnu og greinargerða í einkamálum o.fl. Reglurnar öðlast gildi 1. maí næstkomandi. Markmiðið með setningu reglnanna er að stuðla að því að stefnur og greinargerðir í … Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Hagræða vegna hærri launa

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að fara í markvissa yfirferð á rekstri og hagræða eftir föngum eins og nú þarf vegna aukinna útgjalda sem fylgja nýjum kjarasamningi sveitarfélaganna við Kennarasamband Íslands Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 80 orð

Hæstiréttur sýknar Rúv. og MAST

Hæstirétt­ur hef­ur sýknað Mat­væla­stofn­un og Rík­is­út­varpið af kröf­um Bala ehf. og Geys­is-Fjár­fest­ing­ar­fé­lags ehf. í svo­kölluðu Brúneggja­máli. Staðfesti hann þar niðurstöðu Landsréttar Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 91 orð

Íslenskar bækur í gervigreind Meta

„Þarna er mjög einbeittur brotavilji hjá þessu stórfyrirtæki, sem hlýtur að hafa einhverjar afleiðingar,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambandsins. Nú standa yfir málaferli rithöfunda gegn Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram… Meira
27. mars 2025 | Fréttaskýringar | 819 orð | 2 myndir

Íþróttamannvirkjum forgangsraðað

Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja vinnu við uppfærslu forgangsröðunar í uppbyggingu íþróttamannvirkja í samræmi við gildandi stefnu í íþróttamálum höfuðborgarinnar til ársins 2030 Meira
27. mars 2025 | Fréttaskýringar | 1004 orð | 3 myndir

Láta róbótana sjá um garðsláttinn

Hefðbundinn garðsláttur gæti fyrr en síðar heyrt sögunni til, þökk sé nýjung á markaðnum. Skólafélagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann hafa stofnað fyrirtækið Garðfix sem býður upp á leigu á sjálfvirkum sláttuvélum, svonefndum slátturóbótum Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir stórir hluthafar

Við kynningu tillagna ríkisstjórnar um tvöföldun veiðigjalda var sagt að miðað væri við að sækja aukninguna til stærstu og fjársterkustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Þrjú stærstu félögin eru skráð á markað og er fjórðungur hlutabréfanna í eigu íslenskra lífeyrissjóða Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Lög Jóns Múla og Jónasar í Salnum

Tónleikar verða haldnir í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld, 29. mars. Þar verða flutt lög og textar bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona, sem mörg hver náðu miklum vinsældum meðal þjóðarinnar á sínum tíma Meira
27. mars 2025 | Fréttaskýringar | 776 orð | 2 myndir

Mannlaus bíll sem rann var „í notkun“

Deilur um tryggingamál vegna árekstra ökutækja, sem koma til kasta úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, geta verið flóknar. Í nýlegum úrskurði þurfti nefndin m.a. að taka afstöðu til þess hvort tryggingafélagi bæri að greiða tjón á bíl sem varð… Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Margrét Dóróthea jarðsungin

Útför Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Hún lést 28. febrúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. Margrét var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2012 fyrir framlag sitt til íslenskra heimilisfræða Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 152 orð | 8 myndir

Mogginn – nýtt frétta-app kemur út í dag

Mogginn, nýtt app Morgunblaðsins og mbl.is, er komið í loftið. Í Mogganum er að finna allt efni Morgunblaðsins, mbl.is og K100 og gott betur, því þar má einnig finna sjónvarpsefni, hlaðvörp og leiki Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 275 orð

Norskir ríkisstyrkir hafa áhrif

Fjórðungur af hlutafé í stærstu útgerðarfélögum landsins er í eigu lífeyrissjóða og er samanlagt markaðsvirði þessara bréfa um 97 milljarðar króna. Stærsti hlutur lífeyrissjóða er í Brimi hf. þar sem átta lífeyrissjóðir fara samanlagt með 37,43% af hlutafé félagsins Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Nýr formaður fullur tilhlökkunar

Kristinn Albertsson var kjörinn formaður Körfuknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 15. mars en þingið fór fram á Grand hóteli í Reykjavík. „Ég er fullur tilhlökkunar, ég er búinn að vera fjarri hreyfingunni í dálítinn tíma og hef… Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Ódysseifskviða tekin upp á Íslandi

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Christopher Nolan er væntanlegur til landsins í júní. Þá fara fram tökur á stórmynd hans The Odyssey, sem byggð er á Ódysseifskviðu, og í aðalhlutverkum verða margir af vinsælustu leikurum í Hollywood í dag Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Ógn við netöryggi fer vaxandi

„Við sjáum mikinn vöxt netöryggisógnar enn eitt árið í okkar umdæmi og áherslur árásaraðila eru einkum á hið opinbera; stjórnvöld og stofnanir eru skotmörk þeirra, sérstaklega í Norður- og Vestur-Evrópu Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 296 orð | 2 myndir

Óska eftir gömlum eintökum

Til stendur að gefa út bók með teikningum eftir Halldór Pétursson sem birtust í Morgunblaðinu á síðustu öld en Halldór er almennt talinn einn fremsti teiknari þjóðarinnar. Þeir sem vinna að útgáfu óska eftir eintökum af Morgunblaðinu frá 1959-1961 ef þau skyldu leynast einhvers staðar Meira
27. mars 2025 | Erlendar fréttir | 591 orð | 1 mynd

Óvissa um vopnahlé á Svartahafi

Talsmenn Evrópusambandsins sögðu í gær að ekki kæmi til greina að aflétta eða breyta refsiaðgerðum sambandsins gegn Rússlandi nema Rússar drægju til baka allt herlið sitt frá Úkraínu án nokkurra skilyrða Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 330 orð

Ráðherra fellur frá meðalgöngu

Íslenska ríkið er ekki meðal þeirra sem láta á meðalgöngu reyna í undanþágumálinu svokallaða. Meðalgöngustefna Búsældar, Kaupfélags Skagfirðinga og Neytendasamtakanna verður tekin fyrir í Hæstarétti í dag, en með henni láta viðkomandi aðilar reyna á … Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Ríkið styrkir útveg í Noregi

Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytt auðlindagjöld að lögum mun gjaldtaka af uppsjávartegundum miða við verð á uppboðsmarkaði í Noregi. Norskar útgerðir og fiskvinnslur búa þó við allt annan veruleika en þær íslensku Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 134 orð | 2 myndir

Ræða við rekstraraðila vegna áforma um 10 hæða hótelturn

Jónas Þór Jónasson, framkvæmdastjóri 105 Miðborgar, segir félagið í viðræðum við áhugasaman aðila um rekstur hótels vestast á Kirkjusandi í Reykjavík. „Við erum í samtali við öflugan rekstraraðila um verkefnið en ég get því miður ekki sagt meira á þessu stigi,“ sagði Jónas Þór Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 263 orð | 3 myndir

Siglt í hermi og útsýni í turni

Bryddað verður upp á ýmsu skemmtilegu á Skrúfudeginum, árlegri kynningardagskrá nemenda í vélstjórn og skipstjórn við Tækniskólann. Þetta verður næstkomandi laugardag 29. mars milli kl. 13-16 í Sjómannaskólahúsinu við Háteigsveg í Reykjavík Meira
27. mars 2025 | Fréttaskýringar | 849 orð | 3 myndir

Stálu bókum fyrir gervigreindina

Viðskiptahættir stórfyrirtækja í tengslum við höfundarréttarvarið efni hafa verið talsvert til umfjöllunar að undanförnu. Nú standa yfir málaferli rithöfunda á borð við Söruh Silverman gegn Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 375 orð | 4 myndir

Stórmynd Nolans tekin hér í sumar

Tökur á stórmynd Christophers Nolans, The Odyssey, munu fara fram hér á landi í júní. Myndin er byggð á Ódysseifskviðu og í aðalhlutverkum verða margir af vinsælustu leikurunum í Hollywood í dag Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 635 orð | 2 myndir

Landsliðskokkurinn býður upp á lúðu í freyðandi hvítvínssósu

Þessa dagana er Jafet kominn á fullt með íslenska kokkalandsliðinu að undirbúa heimsmeistarakeppnina sem fram undan er í nóvember á næsta ári. Svo er hann líka byrjaður að búa sig undir keppnina Kokkur ársins 2025 sem fram fer næstu helgi í versluninni Ikea í Garðabæ Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 470 orð | 2 myndir

Stuðningur efli framleiðslu og nýsköpun

Afkomumál á breiðum grunni voru ofarlega á baugi í umræðum og ályktunum Búnaðarþings sem haldið var í síðustu viku. Tryggja þarf frekara fjármagn til landbúnaðar svo unnt sé að efla innlenda landbúnaðarframleiðslu til samræmis við landbúnaðarstefnu… Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 155 orð | 2 myndir

Ullarverslun þarf annað húsnæði

„Húsið, sem hefur að mörgu leyti hentað okkur vel, er illa farið og ljóst að Flóahreppur hefur ekki svigrúm til endurbóta. Því er sala á byggingunni í svo mörgu tilliti eðlileg,“ segir Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli í Flóa Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 336 orð | 3 myndir

Upphitun fyrir Hönnunarmars

„Við vildum búa til vettvang þar sem hönnuðir geta komið með prótótýpurnar sínar, rýmt til á lagernum og komið allri þeirri hönnun til neytenda á góðu verði,“ segir Baldur Björnsson, myndlistarmaður og raftónlistarmaður, en hann ásamt… Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Verðfyrirspurn um trén en ekki útboð

Vegna fréttar Morgunblaðsins í gær um mismunandi tilboð í skógarhögg í Öskjuhlíð vill Reykjavíkurborg koma á framfæri að ekki var um útboð að ræða, eins og fram kom í fréttinni, heldur verðfyrirspurn Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 1497 orð | 3 myndir

Vofan í norskum glæpasagnaheimi

„Í sannleika sagt var það stúlka sem starfaði hér í forlaginu sem spurði mig hvort ég gæti ekki skrifað bók,“ segir Jo Nesbø, að öllum öðrum ólöstuðum sá glæpasagnahöfundur sem borið hefur höfuð og herðar yfir skrifara… Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Ytri mörk landgrunns ná allt að 570 mílum

Landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur lagt fram tillögur um fullveldisrétt Íslands yfir landgrunninu á Reykjaneshrygg. Íslenska ríkið þarf að innleiða þessar tillögur í löggjöf landsins og þar með eru gríðarmiklir hagsmunir tryggðir um aldur og ævi Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 545 orð | 4 myndir

Þjálfun á dýnum og vopnuð í hermi

Teknir verða inn 95 lögreglunemar í haust, að sögn Leifs Gauta Sigurðssonar, lögreglufulltrúa hjá mennta- og starfsþróunarsetri ríkislögreglustjóra. Tæplega áratugur er síðan lögreglunám var fært á háskólastig en Háskólinn á Akureyri sér um bóknámshlutann og þangað greiða lögreglunemar skólagjöld Meira
27. mars 2025 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Önnur þáttaröð Íslenskra sakamála

Önnur þáttaröðin af Íslenskum sakamálum hefur hafið göngu sína í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsti þáttur var sýndur á fimmtudag fyrir viku og í honum var fjallað um óhugnanlegt sjóslys sem átti sér stað árið 2005 Meira

Ritstjórnargreinar

27. mars 2025 | Leiðarar | 99 orð

Nú mætir varaforsetinn

Grænlandi ekki gleymt Meira
27. mars 2025 | Staksteinar | 178 orð | 2 myndir

Skattahækkanir og skilyrði Viðreisnar

Forystugrein Viðskiptablaðsins í gær snýr að undirbúningi almennra skattahækkana hjá ríkisstjórninni: „Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er augljóslega farin að undirbúa jarðveginn fyrir skattahækkanir Meira
27. mars 2025 | Leiðarar | 497 orð

Tvöföldun skattheimtu hefur afleiðingar

Ábyrgðarleysi er orð sem lýsir nýjustu áformum ríkisstjórnarinnar ágætlega Meira

Menning

27. mars 2025 | Menningarlíf | 382 orð | 2 myndir

„Okkur sárvantar nýtt frásagnarform“

Alþjóðlegur dagur leiklistar er haldinn 27. mars ár hvert og eru af því tilefni samin ávörp sem hefð er fyrir að flutt séu á undan leiksýningum dagsins. Sviðshöfundurinn Birnir Jón Sigurðsson samdi íslenska ávarpið í ár og það erlenda samdi… Meira
27. mars 2025 | Menningarlíf | 1175 orð | 4 myndir

Baráttan fyrir því að fá að elska

„Það gerðist eiginlega óvart að hinseginleikinn varð að ákveðnu þema á leikárinu,“ segir Valur Freyr Einarsson, leikstjóri Fjallabaks, inntur eftir því hvers vegna þessi sýning hafi orðið fyrir valinu Meira
27. mars 2025 | Menningarlíf | 1532 orð | 3 myndir

Einhvers konar skynfæraveisla

„Verkið sem við frumsýnum núna með ÍD á sér nokkuð langan aðdraganda. Ferlið hófst með því að mér var boðið að vinna í Borgarleikhúsinu í Freiburg fyrir nokkrum árum. Ég mátti velja mér viðfangsefni en eina skilyrðið var að það hefði eitthvað… Meira
27. mars 2025 | Fólk í fréttum | 988 orð | 3 myndir

Frá ísheimi til jarðarfara

Í upphafi ársins 2025 hefur tónlistin fengið að njóta sín með fjölbreyttum og áhrifaríkum nýjum lögum og plötum. K100 hefur lagt áherslu á að gefa íslenskum tónlistarmönnum rými með fjölbreyttum hætti, meðal annars í öllum útvarpsþáttum stöðvarinnar Meira
27. mars 2025 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Gillian opnar sýninguna Það birtir aftur

Gillian Pokalo opnar einkasýningu sína Það birtir aftur/ The Light Comes Back í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins á Akureyri, á morgun, föstudaginn 28. mars, frá klukkan 17-20 Meira
27. mars 2025 | Menningarlíf | 1228 orð | 5 myndir

Hljómsveitakeppnin mikla

Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst í Norðurljósasal Hörpu í kvöld, en þá keppa fyrstu tíu hljómsveitirnar af 42 sem keppa að þessu sinni. Undankeppninni verður svo haldið áfram næstu kvöld, en úrslitin verða sunnudaginn 6 Meira
27. mars 2025 | Tónlist | 549 orð | 4 myndir

Hún er eins og hún er

Það voru dragdrottningar sem opnuðu vortónleikaferðalag Roan árið 2024 og listakonan hefur haldið merki þeirrar menningar hátt á lofti á sínum ferli. Meira
27. mars 2025 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Íslenskt konfekt í Fríkirkjunni við Tjörnina

Þær Magnea Tómasdóttir söngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari flytja íslensk sönglög á hádegistónleikum í dag, fimmtudaginn 27. mars, klukkan 12 í Fríkirkjunni við Tjörnina. Eru tónleikarnir, sem bera yfirskriftina „Íslenskt… Meira
27. mars 2025 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Málstofa um listir í Norræna húsinu

Málstofan Listir og lýðræði: list sem mótspyrna gegn kúgun og loftslagskreppu, sú fyrsta í röð sem kallast Art & Democracy, fer fram í Norræna húsinu í dag, fimmtudaginn 27. mars, klukkan 17-19.30 Meira
27. mars 2025 | Fjölmiðlar | 174 orð | 1 mynd

Morð í frægasta húsi heims

Morðgátur eru sívinsælt sjónvarpsefni og hefur streymisveitan Netflix nú bætt einni slíkri til við fjölbreytta flóru þeirra með þáttaröðinni The Residence. Nafnið vísar þar til morðstaðarins, sem er vissulega af óvenjulegri endanum; sjálft Hvíta… Meira
27. mars 2025 | Menningarlíf | 339 orð | 1 mynd

Sameinaðir stöndum vér

Einn af hápunktum hátíðarhaldanna í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands árið 2018 var sýningin Lífsblómið, sem var haldin í Listasafni Íslands í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðskjalasafn Íslands undir sýningarstjórn Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur Meira
27. mars 2025 | Fólk í fréttum | 200 orð | 15 myndir

Töfraðu fram svindlbrúnku á svipstundu

Við sem búsett erum á norðurhjara veraldar glímum „því miður“ ekki við gnægð sólarljóss heldur sjáum við grámann oftar. Það eru aðeins einn til tveir stuttir mánuðir á ári sem við getum nýtt til að virðast aðeins líflegri Meira

Umræðan

27. mars 2025 | Aðsent efni | 626 orð | 2 myndir

Borgarlínan er enn sem fyrr þjóðhagslega afar óhagkvæm

Þótt fjöldi samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu sé hagkvæmur réttlætir það ekki að sólunda hátt í 200 mö. kr. í þjóðhagslega óhagkvæma borgarlínu. Meira
27. mars 2025 | Aðsent efni | 604 orð | 1 mynd

Ljósin í bænum

Bæta þarf fyrirkomulag götulýsingar í Reykjavík, sem hefur verið ábótavant í mörgum hverfum. Meira
27. mars 2025 | Pistlar | 332 orð | 1 mynd

Lækkar erfitt aðgengi að húsnæði fæðingartíðni?

Ein helsta frétt síðustu viku á Íslandi var sú að frjósemi hefur aldrei verið lægri frá upphafi mælinga árið 1853. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið Meira

Minningargreinar

27. mars 2025 | Minningargreinar | 3616 orð | 1 mynd

Anna Kristín Arngrímsdóttir

Anna Kristín Arngrímsdóttir fæddist 16. júlí 1948 á Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Hún lést á Háskólasjúkrahúsinu í Las Palmas á Spáni 7. febrúar 2025. Foreldrar hennar voru Arngrímur Sigurjón Stefánsson rennismiður, f Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2025 | Minningargreinar | 792 orð | 1 mynd

Elvar Jón Friðbertsson

Elvar Jón Friðbertsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 24. júní 1947. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. mars 2025. Foreldrar Elvars voru Friðbert Guðmundsson, f. 30.11. 1900, d. 27.1. 1973, og Jóna Reynhildur Magnúsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2025 | Minningargreinar | 698 orð | 1 mynd

Guðrún Ágústa Ólafsdóttir

Guðrún Ágústa Ólafsdóttir fæddist 9. nóvember 1940 í Tungu í Bakkagerði á Borgarfirði eystra. Hún lést 19. mars 2025 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hennar voru Ólafur Ágústsson, f. 1912, og Helga Sesselja Jóhannsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2025 | Minningargreinar | 686 orð | 1 mynd

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ingibjörg mamma mín fæddist í Reykjavík 28. mars 1925. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson, bifreiðarstjóri næturlækna, og Ragnheiður Bogadóttir frá Búðardal. Foreldrar Gunnars voru Ólafur Ásbjarnarson frá Innri-Njarðvík og Vigdís Ketilsdóttir frá Kotvogi í Höfnum Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

27. mars 2025 | Sjávarútvegur | 552 orð | 1 mynd

Efast ekki um 48 daga til strandveiðibáta

Það styttist óðum í að strandveiðar hefjist, en upphafsdagur verður líklega 5. maí. Ríkisstjórnin hefur heitið því að tryggja öllum strandveiðibátum 48 veiðidaga, það er að segja 12 veiðidaga í hverjum mánuði maí til og með ágúst Meira
27. mars 2025 | Sjávarútvegur | 249 orð | 1 mynd

Vilja rannsókn lögreglunnar

Matvælastofnun hefur farið fram á að lögregla taki til rannsóknar meint brot Kaldvíkur hf. í tengslum við útsetningu seiða í of kaldan sjó. Matvælastofnun telur brotin varða ákvæði laga um dýravelferð, að því er fram kemur í tilkynningu stofnunarinnar Meira

Viðskipti

27. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 79 orð | 1 mynd

Kínverski BYD tekur fram úr Tesla í sölu

BYD, kínverski risinn í framleiðslu bifreiða, skilaði 107 milljörðum dollara í tekjur á árinu 2024. Samkvæmt frétt CNN nam aukning í sölu hjá BYD um 29% frá fyrra ári og tókst félaginu að afhenda um 4,27 milljónir bifreiða Meira
27. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 426 orð | 1 mynd

Stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslands

Ísland sem lítið hagkerfi er háð aðgangi að erlendum mörkuðum. Vöruútflutningur landsins er að mestu leyti bundinn við iðnað og sjávarútveg. Árið 2024 nam útflutningur iðnaðar 750 milljörðum króna eða 39% af heildarútflutningi vöru og þjónustu Meira
27. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 183 orð | 2 myndir

Þungt högg fyrir landsbyggðina

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi ekki átt sér stað nægilega mikil greiningarvinna um afleiðingar af hækkun veiðigjalda. Ríkisstjórnin kynnti á þriðjudag hugmyndir um tvöföldun auðlindagjalds í sjávarútvegi Meira

Daglegt líf

27. mars 2025 | Daglegt líf | 1045 orð | 2 myndir

Sigurdís tengir saman fortíð og nútíð

Ég flutti til Danmerkur árið 2017 og ætlaði að vera hér í þrjú ár, en það er svo gott að búa í Danmörku að ég ílengdist og er hér enn, átta árum síðar,“ segir tónlistarkonan Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, en hún samdi og útsetti tvö ný kórverk … Meira

Fastir þættir

27. mars 2025 | Í dag | 57 orð

3987

Betrun er það að verða betri, ekki síst betri maður. Í Bandaríkjunum er m.a. talað um redemption en það getur þýtt björgun, frelsun – eða endurlausn (beyond redemption: ekki viðbjargandi) Meira
27. mars 2025 | Í dag | 258 orð

Af vori, messu og veðri

Úr því Pétur Stefánsson er farinn að yrkja um vorið, þá er eins gott að hafa það dróttkveðið: Kvikir fuglar kvaka, kátir fjöri státa Meira
27. mars 2025 | Í dag | 179 orð

Allt í misgripum A-Enginn

Norður ♠ D973 ♥ G764 ♦ 975 ♣ K6 Vestur ♠ 105 ♥ Á52 ♦ G1052 ♣ D1074 Austur ♠ G874 ♥ D1093 ♦ 86 ♣ ÁG2 Suður ♠ ÁK2 ♥ K8 ♦ ÁKD4 ♣ 9853 Suður spilar 3G Meira
27. mars 2025 | Í dag | 779 orð | 4 myndir

Lét ekki slys stoppa sig

Jón Gunnar Benjamínsson fæddist 27. mars 1975 á Akureyri og ólst upp á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit. Hann lauk grunnskólagöngu sinni í Hrafnagilsskóla, var einn vetur í MA og síðan í VMA, hóf síðar nám í Leiðsöguskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist sem leiðsögumaður vorið 2003 Meira
27. mars 2025 | Í dag | 214 orð | 1 mynd

Ólafur Rafn Gíslason

30 ára Ólafur er Hafnfirðingur, en hann bjó í stutta stund sem krakki í Svíþjóð og Seattle. „Ég er nýfluttur í Grafarvoginn þaðan sem konan er, en við keyptum okkur hús þar um miðjan desember.“ Ólafur er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem forritari hjá Rapyd Meira
27. mars 2025 | Í dag | 154 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 Bf5 4. d3 e6 5. Rbd2 h6 6. e3 Be7 7. De2 0-0 8. 0-0 Bh7 9. b3 a5 10. a3 c6 11. Bb2 He8 12. Re5 Rbd7 13. f4 Rxe5 14. fxe5 Rd7 15. e4 Bc5+ 16. d4 Bf8 17. c4 dxc4 18. Rxc4 c5 19 Meira
27. mars 2025 | Dagbók | 100 orð | 1 mynd

Steiney Skúla fær litla samúð

Steiney Skúladóttir fær lítinn skilning frá sínu fólki á því að hún þurfi að sofa út þar sem hún vinnur mest á kvöldin. Hún viðurkennir að hún öfundi stundum fólk með hefðbundinn vinnutíma og sakni þess að geta mætt í matarboð á kvöldin Meira

Íþróttir

27. mars 2025 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Íslendingur aldrei verið ofar

Kylfingurinn efnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson fer upp um 20 sæti á nýjasta heimslista áhugamanna og upp í 38. sæti. Er það langbesti árangur Íslendings á listanum. Gunnlaugur hefur farið hratt upp listann en hann var í 99 Meira
27. mars 2025 | Íþróttir | 333 orð | 2 myndir

Kanadíski knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies verður frá næstu 9-10…

Kanadíski knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies verður frá næstu 9-10 mánuðina eftir að hann sleit krossband í hné í landsliðsverkefni. Davies fór af velli á 12. mínútu í 2:1-heimasigri Kanada á Bandaríkjunum síðasta sunnudagskvöld og var strax ljóst að meiðslin gætu verið alvarleg Meira
27. mars 2025 | Íþróttir | 680 orð | 2 myndir

Mjög hissa og ótrúlega glöð

Eygló Fanndal Sturludóttir, fremsta lyftingakona landsins, var tilnefnd sem lyftingakona ársins 2024 af Evrópska lyftingasambandinu í vikunni. Eygló, sem er 23 ára, átti ekki von á tilnefningunni. „Það er mjög stór og mikill heiður að vera tilnefnd Meira
27. mars 2025 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Nýkjörinn formaður Körfuknattleikssambands Íslands setti allt á hliðina á…

Nýkjörinn formaður Körfuknattleikssambands Íslands setti allt á hliðina á dögunum, innan handboltasamfélagsins í það minnsta, í jómfrúræðu sinni á ársþingi KKÍ sem fram fór á Grand hóteli í Reykjavík 15 Meira
27. mars 2025 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Síðasti leikurinn á Egilsstöðum

Körfuknattleiksmaðurinn Sigmar Hákonarson leikur sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélagið Hött þegar liðið leikur heimaleik við Álftanes í lokaumferð úrvalsdeildarinnar í kvöld. Höttur er falinn úr úrvalsdeildinni og þetta er því einnig síðasti leikur Hattar í efstu deild í bili Meira
27. mars 2025 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

SR fer fram á ógildingu

Stjórn íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur, SR, hefur farið fram á það við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að dómur í máli, sem snýr að notkun ólöglegs leikmanns liðsins í leik gegn SA fyrr í vetur, verði ógiltur Meira
27. mars 2025 | Íþróttir | 1738 orð | 3 myndir

Yfirvöld eiga að fjárfesta í íþróttum

Kristinn Albertsson var kjörinn formaður Körfuknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 15. mars en þingið fór fram á Grand hóteli í Reykjavík. Kristinn, sem verður sextugur í sumar, hefur víðtæka reynslu innan körfuboltasamfélagsins Meira
27. mars 2025 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Þjálfari ÍBV úrskurðaður í bann

Handknattleiksþjálfarinn Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna framkomu sinnar þegar liðið mætti Selfossi í úrvalsdeildinni, þann 22. mars. Bannið fær Sigurður fyrir mjög ódrengilega hegðun í leiknum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.