Greinar föstudaginn 28. mars 2025

Fréttir

28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

„Ég fer með bæn kvölds og morgna“

„Það verður skemmtilegt hjá okkur, ekki spurning,“ segir Herbert Guðmundsson söngvari en hann kemur fram í Akraneskirkju nk. sunnudagskvöld ásamt tveimur kirkjukórum, kór Keflavíkurkirkju og kór Akraneskirkju Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 326 orð | 2 myndir

Eddi sprengja með brellur í mynd Nolans

Sjö Íslendingar hafa undanfarið starfað sem brellumeistarar við tökur á stórmynd Christophers Nolans, Ódysseifskviðu, í Grikklandi. Tökum er lokið þar í landi og von er á hópnum heim. Hefst þá undirbúningur fyrir tökur á hluta myndarinnar hér á landi í sumar Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 92 orð

Erlendir þjófar ræna gesti á Þingvöllum

Gengi vasaþjófa ef erlendum uppruna hefur undanfarið gerst aðsópsmikið á Þingvöllum og rænt erlenda ferðamenn sem þangað koma. Hefur slíkum tilvikum farið fjölgandi undanfarið og eru þjófarnir þrautþjálfaðir og skipulagðir í aðgerðum sínum Meira
28. mars 2025 | Erlendar fréttir | 407 orð | 1 mynd

Evrópa mun senda herlið til Úkraínu

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í gær að ríki Evrópu myndu senda hermenn til Úkraínu eftir að vopnahlé á milli Úkraínumanna og Rússa tekur gildi til þess að tryggja það að vopnahléið muni halda Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Fermt í Grindavík á pálmasunnudag

Stefnt er að því að ferma í Grindavíkurkirkju á pálmasunnudag. Séra Elínborg Gísladóttir prestur Grindavíkurkirkju segir 14-15 börn hafa sóst eftir að fermast í heimabæ sínum. „Við verðum líka með passíulestur á föstudaginn langa og messu á… Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Flugbrautin loks opin eftir umfangsmikið skógarhögg

Samgöngustofa hefur aflétt lokun austur/vestur-flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélum hefur ekki verið heimilt að lenda á brautinni síðan í byrjun febrúar vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa taldi ógna flugöryggi Meira
28. mars 2025 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Fordæmdu tollhækkun á bíla

Stjórnvöld í Þýskalandi, Frakklandi, Japan og fleiri ríkjum fordæmdu í gær ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta um að hækka tolla á innflutta bíla og íhluti um 25%, en tollarnir eiga að taka gildi í næstu viku Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Fyrstu fermingar ársins

Fyrstu fermingar ársins voru um liðna helgi en meðal annars var fermt í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Fermt verður í nokkrum kirkjum sunnudaginn 30. mars og svo hefst vertíðin með látum hinn 6. apríl næstkomandi Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Gamalt kónga-nafn frá Víetnam

„Nguyen er mjög algengt ættarnafn í Víetnam og kemur frá sjálfum kónginum sem var uppi á 11. eða 12. öld,“ segir Elísabet Nguyen um algengasta ættarnafn á Íslandi. Í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, vegna… Meira
28. mars 2025 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Leitað að bandarískum hermönnum

Varnarmálaráðherra Litáens, Dovile Sakaliene, sagði í gær að „allir möguleikar“ væru enn á borðinu varðandi örlög fjögurra bandarískra hermanna sem hurfu við heræfingar í landinu. Misvísandi fregnir hafa borist um hvort hermennirnir hafi … Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Lovísa skipuð listdansstjóri

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Lovísu Ósk Gunnarsdóttur í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins frá og með 1. ágúst næstkomandi. Lovísa Ósk stundaði undirbúningsnám í dansi við Balletakademian í… Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Lögin hafa snúist upp í andhverfu sína

„Mér finnst það ekki endilega vera hlutverk ríkisvaldsins að hlutast til um það sem fólk vill kalla sig og ég mun fljótlega leggja fram frumvarp um breytingar á mannanafnalögum sem opnar á að fólk geti tekið upp ættarnöfn Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Málþing í Eddu í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá Öskjugosi 1875

Í tilefni af því að í dag eru liðin 150 ár frá Öskjugosinu, sem hófst 28. mars 1875, efnir Félag íslenskra fræða, í samstarfi við Árnastofnun, til málþings um áhrif gossins á íslenskt þjóðfélag og menningu í fyrirlestrasal Eddu kl Meira
28. mars 2025 | Fréttaskýringar | 584 orð | 4 myndir

Mófuglum hefur fækkað um allt land

Árlegar fuglatalningar benda til þess að mófuglum á Íslandi fækki jafnt og þétt ef skógarþröstur er undanskilinn. Vísbendingar eru um að helsta orsökin sé samkeppni við manninn um svæðin sem eru helstu varpsvæði fuglanna Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 367 orð | 4 myndir

Rannsóknahús tekur á sig mynd

Uppsteypa rannsóknahúss við nýja Landspítalann er komin vel á veg og er áætlað að henni ljúki í árslok. Búið er að steypa kjallara og er nú verið að steypa fjórðu hæðina. Húsið verður 5 hæðir og kjallari Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Silja Bára tekur við af Jóni Atla

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild, er nýkjörinn rektor Háskóla Íslands en úrslitin voru kunngjörð í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands í gærkvöldi. Um var að ræða seinni umferð í rektorskjöri Háskólans Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 775 orð | 5 myndir

Smærri útgerðir óttast áformin

„Þetta mun koma mjög illa við okkur, það er bara þannig,“ segir Halldór Kristinsson, framkvæmdastjóri Kristins J. Friðþjófssonar ehf., um þau áform ríkisstjórnarinnar að hækka veiðigjöld til muna Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Tindastóll tryggði sér bikarinn

Tindastóll varð í gærkvöld deildarmeistari karla í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrsta skipti í sögu félagsins og tóku leikmenn liðsins við bikarnum eftir sannfærandi sigur á bikarmeisturum Vals, 88:74 Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Vanhugsað frumvarp um veiðigjöld

„Þetta er mjög bratt,“ segir Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar um þær ráðagerðir ríkisstjórnarinnar að tvöfalda veiðigjöld í einu vetfangi. „Samráðið var lítið við greinina og breytingin snýst ekki bara um að hækka veiðigjöld, heldur er… Meira
28. mars 2025 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Vilja að Hamas láti af völdum

Hundruð mótmælenda hafa komið saman í Gasaborg og Beit Lahia á norðurhluta Gasasvæðisins síðustu daga og mótmælt þar yfirráðum Hamas-samtakanna á svæðinu. Mótmælt var bæði á þriðjudag og miðvikudag, og voru mótmælin á miðvikudaginn leyst upp af vígamönnum samtakanna, sem báru bæði kylfur og skotvopn Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 230 orð | 2 myndir

Vill göng undir Hringbrautina

„Það er mikilvægt að tryggja öryggi bæði gangandi og hjólandi vegfarenda en jafnframt að umferðin gangi vel fyrir sig,“ segir Aðalsteinn Haukur Sverrisson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Villingavatn til skógræktar

Hollenska félagið Heartwood Afforested Land ehf. áformar stórfellda skógrækt á jörðinni Villingavatni í Grímsnes- og Grafningshreppi sem er við sunnanvert Þingvallavatn, skammt vestan Úlfljótsvatns. Jörðin er um 1.700 hektarar að stærð og er ætlunin … Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Vorsnjórinn þekur Norðurlandið

Norðurlandið er í vetrarklæðum um þessar mundir. Þykkt snjólag liggur yfir öllu og þurfa ökumenn að sýna aðgát í hálkunni sem víða er varað við. Snjórinn kann oft að vekja kátínu í aðdraganda jóla en hrifning landsmanna fer oft að dala þegar… Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 489 orð | 2 myndir

Þjófagengi herjar á gesti á Þingvöllum

Erlendir vasaþjófar hafa gert sig gildandi í auknum mæli á Þingvöllum í vetur og hefur vasaþjófnaður færst þar mjög í vöxt undanfarið. Asíubúar eru sagðir algeng fórnarlömb þjófanna og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þar aðallega þjófagengi frá Austur-Evrópu að verki Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 319 orð

Þyngir róður fjölskylduútgerða

„Það er alltaf verið að horfa á þessi sex stóru félög en við erum bara alls ekki í sömu aðstæðum og þau,“ segir Halldór Kristinsson, framkvæmdastjóri Kristins J. Friðþjófssonar ehf., um þau áform ríkisstjórnarinnar að hækka veiðigjöld til muna Meira
28. mars 2025 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Þættir Ragnars sýndir á Channel 4

„Þetta hefur alltaf verið draumurinn. Þetta er ein af stóru opnu sjónvarpsstöðvunum í Bretlandi og ég er virkilega ánægður með þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Jónasson rithöfundur. Tilkynnt var á alþjóðlegu hátíðinni Series Mania í vikunni að… Meira

Ritstjórnargreinar

28. mars 2025 | Leiðarar | 239 orð

Ekki láta app úr hendi sleppa

Mogginn er fyrsta íslenska fréttaappið og það er ókeypis Meira
28. mars 2025 | Staksteinar | 189 orð | 2 myndir

Er ekkert of vitlaust til umræðu?

Eins og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins benti á í umræðum á Alþingi í gær er hækkun landsbyggðarskattsins á sjávarútveginn ekkert annað en einmitt það, skattahækkun. En sumir stjórnarliðar vilja sem minnst um… Meira
28. mars 2025 | Leiðarar | 369 orð

Hagnaður – og þó ekki

Farþegum Strætó fækkar og seinkanir vagna færast í vöxt Meira

Menning

28. mars 2025 | Menningarlíf | 732 orð | 2 myndir

Bannað að drepa og Dótarímur tilnefndar

Skáldsagan Bannað að drepa eftir Gunnar Helgason sem Rán Flygenring myndlýsti og ljóðabókin Dótarímur eftir Þórarin Eldjárn sem Þórarinn Már Baldursson myndlýsti eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025 Meira
28. mars 2025 | Menningarlíf | 878 orð | 2 myndir

„Við eigum erindi við heiminn“

„Þetta kemur okkur skemmtilega á óvart, það verðum við að segja, og við eru innilega þakklát,“ segja Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir sem í fyrrakvöld hlutu heiðursverðlaun Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar Meira
28. mars 2025 | Menningarlíf | 540 orð | 4 myndir

Konur komu, sáu og sigruðu

Afhending íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2025, fór fram í gærkvöldi en þau voru veitt í fimm flokkum auk þess sem veitt voru sérstök heiðursverðlaun. Dómnefndir höfðu það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk þar sem… Meira
28. mars 2025 | Fjölmiðlar | 217 orð | 1 mynd

Leikrænir tilburðir nauðsyn í lestri

Að hlusta á einhvern lesa skáldsögu, nú eða fróðleik, er góð leið til að njóta næðisstundar. Ég hlusta gjarnan á kvöldin þegar ég er skriðin upp í ból til að nátta mig, en þá geri ég miklar kröfur um vandaðan lestur Meira
28. mars 2025 | Menningarlíf | 143 orð | 1 mynd

Praxis haldið í annað sinn á morgun

Sviðslistaþing Listaháskóla Íslands, Praxis, verður haldið í annað sinn á morgun, laugardaginn 29. mars, milli kl. 11.30 og 17.30 í húsnæði LHÍ að Laugarnesvegi 91. Segir í tilkynningu að þingið sé vettvangur fyrir listrænar tilraunir,… Meira

Umræðan

28. mars 2025 | Aðsent efni | 451 orð | 1 mynd

Gjörbreyttur veruleiki barna á Íslandi

Nú er staðan því orðin þannig í sumum hverfum borgarinnar að börn eru þar ekki frjáls eins og verið hefur frá því að hverfin byggðust. Meira
28. mars 2025 | Pistlar | 433 orð | 1 mynd

Óvissuferð Viðreisnar

Fyrir þremur mánuðum fullyrtu fulltrúar Viðreisnar með afgerandi hætti að ekki yrði ráðist í skattahækkanir. Núna, aðeins nokkrum vikum síðar, varð viðsnúningur þar á þegar tilkynnt var um tvöföldun veiðigjalda Meira
28. mars 2025 | Aðsent efni | 416 orð | 1 mynd

Samtal um framtíðina

Öll viljum við hugsa vel um aldraða ástvini okkar og flest okkar dreymir um að fá tækifæri til að njóta lífsins á efri árum. Meira
28. mars 2025 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Tilgangslausar hvalveiðar

Það sem er raunverulega ógn við fiskistofna er mannlegar aðgerðir eins og ofveiði, mengun og eyðing vistkerfa. Meira
28. mars 2025 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Tæknin er ekki óvinurinn

Við þurfum ekki að banna tæknina heldur kenna börnum að nota hana skynsamlega. Meira
28. mars 2025 | Aðsent efni | 525 orð | 1 mynd

Þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt – sjálfbærni til framtíðar

Með þjóðarátaki í landgræðslu og skógrækt mun Ísland geta sýnt mikilvægt frumkvæði í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsbreytingum. Meira

Minningargreinar

28. mars 2025 | Minningargreinar | 2893 orð | 1 mynd

Auður Ingvarsdóttir

Auður Ingvarsdóttir fæddist í Reykjavík 6. apríl 1953. Hún lést á Hjúkrunarheimili Hrafnistu, Nesvöllum í Reykjanesbæ 17. mars 2025. Foreldrar hennar voru Ingvar A. Jóhannsson, f. 26.5. 1931, d. 19.3 Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2025 | Minningargreinar | 306 orð | 1 mynd

Brynjólfur Bjarnason

Brynjólfur Bjarnason fæddist 18. júlí 1946. Hann lést 16. mars 2025. Útför Brynjólfs fór fram 25. mars 2025. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2025 | Minningargreinar | 344 orð | 1 mynd

Eiríkur Kristinn Kristófersson

Eiríkur Kristinn Kristófersson fæddist 21. desember 1943. Hann lést 8. mars 2025. Útför Eiríks fór fram 22. mars 2025. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2025 | Minningargreinar | 695 orð | 1 mynd

Ester Sigurjónsdóttir

Ester Sigurjónsdóttir fæddist á Siglufirði 30. júlí 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 7. mars 2025. Foreldrar hennar voru Sigurjón Björnsson skipstjóri á Siglufirði og Sigurlaug Jóhannsdóttir húsmóðir Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2025 | Minningargreinar | 1599 orð | 1 mynd

Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson

Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson fæddist á Þröm í Staðarhreppi í Skagafirði 17. september 1934 en ólst upp á Grófargili. Hann lést 17. mars 2025. Gunnar var sonur hjónanna Jónönnu Jónsdóttur, f. 23. janúar 1904, d Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2025 | Minningargreinar | 1769 orð | 1 mynd

Hjörleifur Haukur Guðmundsson

Hjörleifur Haukur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 22. janúar 1960. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 11. mars 2025. Foreldrar Hauks voru Hallbera Ásdís Guðmundsdóttir, f. 14.3. 1935, d. 5.6. 2002, og Óskar Steindórsson, f Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2025 | Minningargreinar | 1943 orð | 1 mynd

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Sigríður Bjarnadóttir hárgreiðslumeistari fæddist 19. maí 1928 í Reykjavík. Hún lést á Hrafnistu 1. mars 2025. Foreldrar Hólmfríðar voru hjónin Ragnhildur Einarsdóttir, f. 9. febrúar 1893, d Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2025 | Minningargreinar | 48 orð | 1 mynd

Jónatan Ágúst Ásvaldsson

Jónatan Ágúst Ásvaldsson fæddist 22. júní 1926. Hann lést 23. febrúar 2025. Útför var 14. mars 2025. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2025 | Minningargreinar | 639 orð | 1 mynd

Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir

Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir fæddist 10. desember 1947. Hún lést 28. febrúar 2025. Útför Margrétar fór fram 26. mars 2025. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2025 | Minningargreinar | 1217 orð | 1 mynd

Sigurrós Sigtryggsdóttir

Sigurrós Sigtryggsdóttir, sem alltaf var kölluð Rósa, fæddist á Sellandi í Fnjóskadal 5. september 1932. Hún lést 19. mars 2025. Foreldrar hennar voru Sigtryggur Friðriksson, f. 1901, d. 1934, og Sigurbjörg Benediktsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 324 orð | 1 mynd

Ekki má mikið út af bregða

Það má ekki mikið út af bregða í hagvaxtarþróuninni svo að markmiðið um lækkun skuldahlutfallsins náist með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur upp með í fjármálastefnu sinni. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka Meira
28. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 486 orð | 1 mynd

Mun lægra arðgreiðsluhlutfall

Arðgreiðsluhlutfall í sjávarútvegi, þ.e. arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði, er mun lægra í sjávarútvegi heldur en í öðrum atvinnugreinum, að sögn Birtu Karenar Tryggvadóttur, hagfræðings Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS Meira
28. mars 2025 | Viðskiptafréttir | 183 orð | 1 mynd

Verðbólga mældist 3,8% fyrir mars

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% frá fyrri mánuði en án húsnæðis um 0,31% frá febrúar 2025. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,7% og reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,5%. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs því hækkað um 3,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,5% Meira

Fastir þættir

28. mars 2025 | Í dag | 55 orð

3988

„… [N]ær öll 11 ára börn á Íslandi [hafa] einhverja þágufallssýki, eða 90%“ segir á Wikipediu um þá hneigð að láta sagnir sem „ættu“ að taka með sér þolfall (mig langar/vantar) taka með sér þágufall (mér langar o.s.frv.) Meira
28. mars 2025 | Í dag | 275 orð

Af hetjum, lífinu og Guðna

Magnús Halldórsson heyrði Guðna Ágústsson lýsa því að gamla Þingborg yrði að víkja til að tvöfalda veginn um flóann Meira
28. mars 2025 | Í dag | 131 orð | 1 mynd

Eva María Árnadóttir

40 ára Eva María ólst upp í Kópavogi en býr í Reykjavík. Hún er með BA-próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og meistaragráðu í stjórnun frá Stockholm School of Economics. Eva María er sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni við Listaháskóla Íslands Meira
28. mars 2025 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Reykjavík Markús Jaki Traustason fæddist 2. janúar 2025 kl. 01:28 í…

Reykjavík Markús Jaki Traustason fæddist 2. janúar 2025 kl. 01:28 í Reykjavík. Hann vó 3.594 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Eva María Árnadóttir og Trausti Stefánsson. Meira
28. mars 2025 | Dagbók | 101 orð | 1 mynd

Rifjaði upp túr með Blur

„Ég er að fara að ferma 61 árs,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, stundum kenndur við Botnleðju, í spjalli í morgunþættinum Ísland vaknar. Í dag starfar hann sem aðstoðarleikskólastjóri, en rifjaði upp túr með Blur um Bretland árið 1997 í þættinum á dögunum Meira
28. mars 2025 | Í dag | 186 orð

Sagnharka S-Enginn

Norður ♠ 84 ♥ D107643 ♦ 7 ♣ K953 Vestur ♠ ÁK73 ♥ G92 ♦ Á1094 ♣ 62 Austur ♠ 2 ♥ ÁK8 ♦ G832 ♣ ÁDG107 Suður ♠ DG10965 ♥ 5 ♦ KD65 ♣ 84 Suður spilar 3♠ doblaða Meira
28. mars 2025 | Í dag | 152 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 h6 7. h4 Rc6 8. Hg1 Db6 9. Rb3 h5 10. Be3 Dc7 11. gxh5 Rxh5 12. Be2 Rf6 13. Bg5 a6 14. Dd2 b5 15. a3 Bb7 16. 0-0-0 Re5 17. f4 Rc4 18. Dd3 Hc8 19 Meira
28. mars 2025 | Í dag | 767 orð | 4 myndir

Verðlaunaður glæpahöfundur

Óskar Guðmundsson fæddist 28. mars 1965 á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Hann bjó fyrstu árin í Reykjavík og fram til 10 ára aldurs í Kópavogi þar til foreldrar hans byggðu hús í Garðabæ. „Ég æfði og spilaði knattspyrnu með Stjörnunni en var þó… Meira

Íþróttir

28. mars 2025 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Deildartitillinn í höfn hjá Val

Valur tryggði sér í gærkvöldi deildarmeistaratitil kvenna í handbolta er liðið sigraði botnlið Gróttu á útivelli, 30:19. Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir getur Fram í öðru sæti ekki náð Val. Valur er með tveggja stiga forskot á Framara og með betri árangur innbyrðis í vetur Meira
28. mars 2025 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Engin íslensk í undanúrslitin

Þýsku Íslendingaliðin hafa lokið keppni í Meistaradeild kvenna í fótbolta. Bayern München, án Glódísar Perlu Viggósdóttur, féll út gegn Lyon frá Frakklandi í fyrrakvöld og í gærkvöld steinlá Wolfsburg fyrir Barcelona á Spáni, 6:1, og 10:2 samanlagt Meira
28. mars 2025 | Íþróttir | 628 orð | 2 myndir

Fagna fyrsta deildartitli Tindastóls

Tindastóll varð í gærkvöld deildarmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti með því að vinna nýkrýnda bikarmeistara Vals á sannfærandi hátt, 88:74, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar á Sauðárkróki í gærkvöld Meira
28. mars 2025 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

FH sigraði og mætir HK

FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitil karla í handknattleik í fyrrakvöld með því að sigra ÍR, 33:29, í lokaumferð úrvalsdeildar. FH mætir þar með HK í átta liða úrslitum í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst 4 Meira
28. mars 2025 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Haukar mæta Grindvíkingum

Haukar tóku við deildarmeistarabikarnum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Njarðvík, 94:68, í lokaumferðinni í fyrrakvöld. Haukar mæta Grindavík í átta liða úrslitunum sem hefjast á mánudaginn kemur, 31 Meira
28. mars 2025 | Íþróttir | 1043 orð | 4 myndir

Maður andar ekki léttar

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, sér fyrir sér fimm afar erfiða leiki í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Ísland leikur þar í D-riðli í Katowice í Póllandi og mætir Ísrael 28. ágúst, Belgíu 30 Meira
28. mars 2025 | Íþróttir | 289 orð | 2 myndir

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik og…

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik og leikmaður Wisla Plock í Póllandi, fagnaði sigri á fyrrverandi liðsfélögum sínum í Nantes frá Frakklandi þegar liðin léku fyrri leik sinn í umspili Meistaradeildar Evrópu í Póllandi í gærkvöld, 28:25 Meira
28. mars 2025 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Öll þau bestu í Oddsskarði

Skíðamót Íslands í alpagreinum hefst í Oddsskarði í Fjarðabyggð í dag og stendur til sunnudags. Í dag er keppt í stórsvigi karla og kvenna og á morgun í svigi karla og kvenna. Mótinu lýkur síðan á sunnudaginn með keppni í samhliðasvigi Meira

Ýmis aukablöð

28. mars 2025 | Blaðaukar | 102 orð | 4 myndir

349 milljóna smartheit í Arnarnesi

Aðalhæð hússins samanstendur af forstofu, rúmgóðri stofu, eldhúsi, þvottahúsi, borðstofu, þremur svefnherbergjum, gestasalerni, baðherbergi með sturtu/baðkari og bílskúr. Á neðri hæð, sem er með sérinngangi, er stofa, baðherbergi, svefnherbergi, herbergi sem er nýtt sem fataherbergi og geymsla Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 122 orð | 3 myndir

36 fm íbúð með baðkari í eldhúsinu

Húsið við Miðstræti 10 var teiknað og reist af Einari J. Pálssyni, sem hafði lært bæði húsateiknun og húsamálun í Kaupmannahöfn. Hann teiknaði gamla Iðnskólann við Lækjargötu. Hann bjó sjálfur í húsinu og var mikið lagt í alla hönnun þess Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 792 orð | 2 myndir

„Þrátt fyrir hátt vaxtastig og aukið framboð er eftirspurn nokkuð góð“

„Flestir eru með aleigu sína í fasteigninni sinni og geta ekki keypt aðra eign án þess að vera búnir að selja sjálfir.“ Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 111 orð | 5 myndir

Berlínarhúsið á Akureyri selt á 198,5 milljónir

Sigvaldi og Jóhannes Þorsteinssynir létu reisa Berlínarhúsið árið 1902. Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 170 orð | 3 myndir

Egill og Elva keyptu 285 milljóna hús

Einbýlishús við Kaldakur í Garðabæ hefur skipt tvisvar um eigendur á innan við ári. Það var auglýst til sölu í september 2024 og seldist fljótt og örugglega. Nú hefur það verið selt aftur. Kaupendur eru Egill Arnar Birgisson og Elva Rut… Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 186 orð | 3 myndir

Eiginkona rafrettukóngs keypti skrauthýsi á undirverði

Dýjagata 12 var auglýst til sölu í nóvember 2023. Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 676 orð | 3 myndir

Fundu draumaíbúðina í næstu götu

„Ég vildi eyju, þvottahús, þrjú svefnherbergi og pall og þessi íbúð hafði það allt. Hún var fullkomin fyrir okkur.“ Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 132 orð | 6 myndir

Funkishús með sál

Það hefur lengi þótt eftirsóknarvert að búa við Laufásveg í Reykjavík. Nú er funkishús sem reist var 1934 komið á sölu. Húsið er teiknað af Sigurði Guðmundssyni arkitekt og er 368 fm að stærð. Húsið er við Laufásveg 62 Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 148 orð | 3 myndir

Heimili Sveins og Óskar Norðfjörð komið á sölu

Hjónin Sveinn Elías Elíasson og Ósk Norðfjörð Þrastardóttir hafa verið áberandi eftir að þau hnutu hvort um annað. Hún er fyrirsæta og myndlistarmaður og hann hefur stundað ýmis viðskipti. Þau búa í einbýlishúsi við Fjóluás 30 í Hafnarfirði sem nú er komið á sölu Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 163 orð | 4 myndir

Jón Erling og Þórunn keyptu 245 milljóna einbýli

Jón Erling Ragnarsson, einn af eigendum Mekka Wines & Spirits, og Þórunn Dögg Johansen, einn af eigendum Athygli ráðstefna, festu kaup á einbýlishúsi við Fagraberg í Hafnarfirði á dögunum. Þau keyptu húsið af Evu Björgu Sigurðardóttur kaupsýslukonu Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 124 orð | 3 myndir

Jón og Runólfur duttu í lukkupottinn

Ríkissjóður Íslands auglýsti fasteign sína við Suðurgötu 26 til sölu á dögunum. Húsið er oft nefnt Skólabær og er 406,7 fm að stærð. Húsið var reist 1928 og þykir setja svip sinn á miðbæ Reykjavíkur Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 247 orð | 4 myndir

Markaðurinn er á uppleið

„Markaðurinn er á uppleið og þeir sem eru að hugsa um að kaupa ættu að hugsa til þess að verð mun hækka á næstu mánuðum.“ Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 121 orð | 3 myndir

Miðbæjarslot Óttars Guðnasonar á sölu

Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður hefur sett íbúð sína við Framnesveg á sölu. Íbúðin er eins og listaverk því húsmunum og öllu því sem Óttar hefur sankað að sér í gegnum tíðina er raðað upp á heillandi hátt Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 726 orð | 5 myndir

Slæm lýsing getur skemmt rýmið

„Lýsing er það sem hefur gríðarleg áhrif á þig án þess að þú fattir það endilega. Það er það sem mér finnst skemmtilegast við lýsinguna. Fólk er kannski komið með fínar innréttingar og lýsingin getur annaðhvort betrumbætt eða dregið úr.“ Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 285 orð | 2 myndir

Tók 110% lán fyrir fyrstu íbúðinni

Tinna Brá var 21 árið 2005 þegar hún keypti sína fyrstu íbúð. Hún segir að tímarnir hafi breyst frá þessum tíma. Spurð að því hvernig hún hafi safnað sér fyrir íbúð segist hún ekki hafa safnað neinu Meira
28. mars 2025 | Blaðaukar | 788 orð | 3 myndir

Yfirgaf fjármálaheiminn og gerðist fasteignasali

„Ég sjálf nota sérstakan sparnaðarreikning í öðrum banka þar sem ég læt millifæra sjálfkrafa um hver mánaðamót. Það gerir það að verkum að sparnaðurinn er „út af fyrir sig“ og verður síður freistandi og smám saman safnast upp fín upphæð.“ Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.