Greinar fimmtudaginn 3. apríl 2025

Fréttir

3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 656 orð | 2 myndir

100% dekkun á vegum seinkar

Ekki er útlit fyrir að slitlaus háhraðafarnetsþjónusta muni standa til boða á öllum stofnvegum landsins fyrr en í árslok 2028, tveimur árum síðar en stefnt hefur verið að. Fjarskiptastofa (FST) hefur boðað til samráðs við fjarskiptafyrirtækin um… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Auðlindagjald á Þingvelli óheimilt

„Þetta er sett fram sem auðlindagjald sem ferðaþjónustan eigi að borga, en það er enginn annar en almenningur sem á að greiða auðlindagjöld fyrir heimsóknir í náttúruperlur hér á landi. Þetta er gjald á fólkið sjálft sem er ekkert annað en… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 84 orð

Aukið samstarf við risaríkin tvö í Asíu

Sveinn K. Einarsson, deildarstjóri viðskiptasamninga hjá utanríkisráðuneytinu, segir nýjan fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Indland sæta miklum tíðindum. Samningurinn muni skapa mikil tækifæri í íslensku atvinnulífi og greiða götu íslenskra fjárfesta á Indlandi Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 203 orð | 2 myndir

Áhrif á lýðheilsu séu jafnan metin

Tryggja skal að ákvarðanir stjórnvalda byggist á vandaðri og heildstæðri greiningu á heilsufarslegum áhrifum þeirra. Því ætti að skoða stjórnarfrumvörp sem lögð eru fyrir Alþingi með tilliti til þess hvaða áhrif efni þeirra og inntak hefur á lýðheilsu Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 348 orð | 3 myndir

Biðlisti eftir íbúðum á Frakkastíg

Margir hafa sett sig í samband við félagið sem er að byggja íbúðir á Frakkastíg 1 en gert er ráð fyrir að íbúar verði fluttir inn í febrúar nk. Framkvæmdafélag Arnarhvols byggir húsið fyrir Iðu sem hafði sigur í samkeppni um grænt húsnæði framtíðarinnar á lóðinni Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Bækur treysti undirstöðurnar

Kröftug, metnaðarfull og skapandi ritmenning og fjölbreytt útgáfustarfsemi sem treystir stöðu íslenskrar tungu og lýðræðis. Þetta er megininntak bókmenntastefnu stjórnvalda fyrir árin 2025-2030 sem liggur fyrir Alþingi sem tillaga til þingályktunar frá menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

ChatGPT innleitt í skólastarf

Eistar vinna að innleiðingu gervigreindar í menntakerfi sitt. Kristina Kallas menntamálaráðherra segir að störf framtíðarinnar verði ekki unnin af gervigreindinni heldur fólkinu sem hefur mesta þekkingu á henni og kann best að nýta sér hana Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 71 orð

Ekki allt í línuna

Í greininni „5,5 milljónir á mann árlega“ sem birtist í ViðskiptaMogganum í gær, miðvikudaginn 2. apríl, var því ranglega haldið fram að kostnaður við borgarlínuna gæti orðið 300 milljarðar króna. Hið rétta er að kostnaður við allan samgöngusáttmála … Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Fagna hækkun veiðigjalds

Alls höfðu borist 65 umsagnir um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar undir kvöld í gær þegar Morgunblaðið fór í prentun. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stórfellda hækkun veiðigjalds hafa mætt mikilli gagnrýni en töluverður fjöldi umsagna felur í … Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Fagnar breyttri stefnu meirihluta

Sú stefnubreyting Samfylkingarinnar og samstarfsflokka hennar í borgarstjórn Reykjavíkur, að ljá loks máls á uppbyggingu nýrra hverfa austast í borginni eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ítrekað lagt til, er ánægjuleg, að mati… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Ferjuleiðir gera út Baldur

Vegagerðin hefur samið við fyrirtækið Ferjuleiðir ehf. um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs til næstu þriggja ára. Ferjuleiðir taka við rekstrinum frá og með 1. júní. Ferjuleiðir áttu lægsta tilboðið í rekstur Breiðafjarðarferjunnar til næstu þriggja ára Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Flaggað alla daga ársins

Flaggað er nú á Stjórnarráðinu við Lækjargötu alla daga ársins. Að sögn Sighvats Arnmundssonar upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins óskaði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra eftir því í byrjun mars að þetta yrði gert Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 991 orð | 3 myndir

Guðdómleg humarsúpa á allra vörum

Stöllurnar þrjár eru markaðskonur og hafa verið vinkonur í áratugi og kalla sig oftast systurnar. Þær eru iðnar við að láta gott af sér leiða og hafa staðið fyrir fjölmörgum átaksverkefnum sem bera heitið Á allra vörum til að styðja við verðug… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Gætum átt von á óvæntum atburðum

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir en þetta leggst þannig í mig að eitthvað sé að breytast þarna og við getum þess vegna búist við einhverjum óvæntum atburðum á næstunni út af þessu. Þetta er öðruvísi mynstur sem við erum að horfa á og… Meira
3. apríl 2025 | Fréttaskýringar | 1482 orð | 2 myndir

Harpa var arðbær fjárfesting

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var síðasta rekstrarár það besta í sögu hússins síðan það var tekið í notkun árið 2011. Eins og sagt var frá á mbl.is fyrr í vikunni var EBITDA-framlegð 300 milljónir króna og… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Heimir í söngferð suður yfir heiðar

Karlakórinn Heimir í Skagafirði leggur land undir fót suður yfir heiðar um helgina. Tónleikar verða í Tónbergi á Akranesi á föstudagskvöldið kl. 20 og daginn eftir í Langholtskirkju í Reykjavík kl. 16 Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Hægt er að sækja um matjurtagarða

Opnað hefur verið fyrir umsóknir Reykvíkinga um matjurtagarða. Um 600 matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar, þar af eru tæplega 200 í Skammadal. Matjurtagarðarnir eru í boði í Vesturbæ, Fossvogi, Laugardal, Árbæ, Grafarvogi og Kjalarnesi Meira
3. apríl 2025 | Fréttaskýringar | 650 orð | 3 myndir

Íbúðarbyggð rísi við lystigarðinn – Hjónin umbyltu hrjóstugu landi

Reykjavíkurborg tók þá stefnumarkandi ákvörðun fyrir rúmum áratug að atvinnustarfsemi skyldi víkja af Ártúnshöfða og við Elliðaárvog og íbúðir yrðu byggðar í staðinn. Nokkrir byggingarreitir hafa verið skipulagðir Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Í Njarðvík og Garðabænum í kvöld

Úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik hófst í gærkvöld þegar Tindastóll mætti Keflavík og Valur mætti Grindavík en fjallað er um þá leiki á körfuboltavefnum á mbl.is. Í kvöld hefjast síðan hin tvö einvígi átta liða úrslitanna … Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 843 orð | 3 myndir

Kína opnar dyrnar fyrir Íslandi

Hugur var í mönnum á viðskiptaþingi sem kínverska sendiráðið efndi til í fyrradag. Meðal annars eru gerðar miklar væntingar til beins flugs milli Íslands og Kína. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, stýrði hringborðsumræðum, en hann hefur í… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Kom í leitirnar sjö árum eftir hvarfið

Helga Ólafs og hennar fólk endurheimtu köttinn sinn Emil á dögunum. Ein og sér væri slík staðreynd líklega ekki efni í fjölmiðlaumfjöllun en heimkoma Emils er allsérstök því hann var á bak og burt í sjö ár Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 430 orð | 1 mynd

Konukoti í Ármúla fremur fálega tekið

Umsókn Reykjavíkurborgar um byggingarleyfi til að innrétta svokallað „Konukot“ í Ármúla 34 í Reykjavík er nú til umsagnar í skipulagsgátt og er umsókninni vægast sagt fálega tekið af væntanlegum nágrönnum, svo ekki sé fastar að orði kveðið Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Landsnet viðbúið því að hraun slíti Suðurnesjalínu 1

Landsnet hefur gert margvíslegar ráðstafanir til að verja Suðurnesjalínu 1 ef hraunrennsli verður á svæðinu þar sem línan liggur. Halldór Halldórsson öryggisstjóri Landsnets segir að fyrstu viðbrögð séu að leiða hraunið frá möstrunum með leiðivarnargörðum og rósettum Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 962 orð | 1 mynd

Leiðin áfram er alltaf málamiðlun

„Staðan á Íslandi er góð,“ segir Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur. „Fólk í flestum ríkjum heims myndi án nokkurs vafa vilja skipta á sínum vandamálum og okkar, svo vel hefur tekist til hér Meira
3. apríl 2025 | Fréttaskýringar | 508 orð | 2 myndir

Líf í sviðsljósi

Það hlýtur að þurfa umtalsverða djörfung til að bregða sér í gervi Marlene Dietrich. Konan er jú í dag nánast eingöngu þekkt fyrir ómótstæðilegan kynþokka og útgeislun – eiginleikar sem engin leið er að „þykjast hafa“, svo við… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Meistaravellir munu gjörbreytast

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á svæði KR við Meistaravelli í Vesturbænum, einhverjar þær mestu í sögu þessa gamalgróna stórveldis í íþróttum. Í desember síðastliðnum var tekin fyrsta skóflustungan að nýjum gervigrasvelli Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

OV sækir um virkjunarleyfi í Steingrímsfirði

Orkubú Vestfjarða hefur ákveðið að sækja um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði. Fari svo að ráðist verði í virkjunina verður það stærsta einstaka verkefni sem Orkubúið hefur ráðist í samkvæmt tilkynningu frá OV Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Óperuveisla með Ólafi Kjartani og gestum í kvöld og annað kvöld

Boðið verður upp á óperuveislu með Ólafi Kjartani Sigurðarsyni og gestum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, fimmtudaginn 3. apríl, og annað kvöld, föstudaginn 4. apríl, kl. 19.30. Segir í tilkynningu að um sé að ræða óperugala af bestu gerð þar sem… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 599 orð

Óttast að gímald rísi á golfvellinum

„Það eina sem ég hef fundið um þessa bleiku klessu er að þar sé gert ráð fyrir 100 íbúðum,“ segir Þóra Þórsdóttir, íbúi í Grafarvogi, um afmarkað byggingarland á Thorsvelli, við Korpúlfsstaði, sem merkt var með bleikum lit í… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Reikna með fullri keyrslu á höfninni

Þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesskaganum undanfarna daga var líf í höfninni í Grindavík í gær. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins voru á vettvangi þegar Sighvatur GK, sem útgerðin Vísir hf Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 370 orð

Rigningar auka hættu

„Það hafa nokkrum sinnum fallið steinar út á veginn undir Steinahlíð, en ég veit ekki til þess að það hafi áður fallið á bíla,“ segir Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, og vísar þar til banaslyssins sem varð á þjóðveginum undir Steinahlíð sl Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 261 orð

Sakar ríkisstjórn um rangfærslur

Í bréfi sem Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar hf. sendi hluthöfum félagsins segir hann fullyrðingar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um fjárfestingar sjávarútvegsins í óskyldum rekstri ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum … Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Sameina heilbrigðisstofnanir nyrðra

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur ákveðið að sameina heilsugæslustöð sína á Dalvík og starfsstöðvar í Fjallabyggð frá og með 1. september næstkomandi. Markmiðið er að styrkja mönnun heilbrigðisfagfólks á svæðinu og þjónustu við íbúa Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 97 orð

Samþætt heimaþjónusta

Samningar hafa verið undirritaðir um samþætta heimaþjónustu við íbúa Mosfellsbæjar, aukna dagdvalarþjónustu með fleiri rýmum og stofnun heimaendurhæfingarteymis fyrir fólk í heimahúsum. Með samningunum verður rekstur allrar heimaþjónustu á hendi… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 293 orð

Segir samráðsleysi lögbrot

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja og stjórnarmaður í Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, gagnrýnir harðlega að ríkisstjórnin ákveði að taka þetta „risastóra skref um landsbyggðarskatt“ án undirbúnings eða samráðs Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 279 orð

Skiptistöðin í Mjódd lagfærð

Svo virðist sem hreyfing sé að komast málefni skiptistöðvar Strætó í Mjódd. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur nýlega voru fluttar tvær tillögur um málið. Meirihlutaflokkarnir fluttu tillögu þess efnis að umhverfis- og skipulagssviði yrði falið að koma með tillögur að útfærslu umbóta Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 82 orð | 2 myndir

Skipt um banaslysaskilti í Svínahrauni með dags millibili

Banaslys í umferðinni í ár eru orðin sex talsins, eftir að karlmaður lést á Reykjanesbraut sl. þriðjudag. Ekið var á manninn, sem var fótgangandi, skammt frá gatnamótunum við Breiðholtsbraut í Mjódd Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Skorti allt samráð, gögn og greiningu

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að við gerð stjórnarfrumvarps um tvöföldun veiðigjalda hafi ríkisstjórnin vanrækt samráð við aðra hagsmunaaðila en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem þó hafi verið endasleppt Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 245 orð

Skortir fjármagn til að ljúka uppbyggingu eldis

Ekki hefur gengið jafn vel að tryggja fjármögnun uppbyggingar eldisstöðvar GeoSalmo vestur af Þorlákshöfn eins og vonir voru bundnar við og hefur því hægst á framkvæmdum. Þetta upplýsir Jens Þórðarson framkvæmdastjóri félagsins í samtali við Morgunblaðið Meira
3. apríl 2025 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Tala látinna nálgast þrjú þúsund

Vonin fjarar út um að fleiri finnist á lífi í húsarústum í Mjanmar eftir að jarðskjálfti, 7,7 að stærð, reið þar yfir í síðustu viku. Karlmaður fannst á lífi í rústum hótels í gærmorgun en yfir 2.700 hafa fundist látin Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 936 orð | 1 mynd

Tímamótasamningur við Indland

Sveinn K. Einarsson, deildarstjóri viðskiptasamninga hjá utanríkisráðuneytinu, segir fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Indland sæta miklum tíðindum. Indland og EFTA-ríkin – Sviss, Ísland, Noregur og Liechtenstein – undirrituðu fríverslunarsamning (TEPA) 10 Meira
3. apríl 2025 | Erlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Treystir böndin við Grænland

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er komin til Grænlands til fundar við nýja landsstjórn. Heimsókn forsætisráðherrans danska hefur þó strax klofið landsstjórnina áður en hún hefur formlega tekið til starfa Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 316 orð | 2 myndir

Tryggja áfram stöðu á Reykjavíkurflugvelli

„Við munum leita allra lögmætra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi okkar á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur. Tilefni ummæla hans er sú tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Tveir voru handteknir hér á landi

Tveir karlmenn voru handteknir hér á landi vegna tengsla við vefsvæði sem notað var fyrir myndefni af kynferðislegri misnotkun barna. Um er að ræða íslenska ríkisborgara. Að sögn Bylgju Hrannar Baldursdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns á… Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 655 orð | 4 myndir

Vakta vatnið og safna upplýsingum

„Íslendingar eru ríkir að grunnvatni. Samt sem áður er þekking okkar á þessari ómetanlegu auðlind víða mjög gloppótt og því ætlum við að auka vöktun og bæta söfnun upplýsinga,“ segir Sæmundur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Umhverfis- og orkustofnun (UOS) Meira
3. apríl 2025 | Erlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Vann ekki kosningarnar þrátt fyrir fjárútlát Musks

Susan Crawford hafði betur gegn Brad Schimel í kosningum um sæti í hæstarétti Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kosningarnar hafa vakið óvenjumikla athygli en venjulega fá kosningar um dómarasæti í einstaka ríkjum Bandaríkjanna litla athygli í fjölmiðlum á landsvísu, hvað þá heimsvísu Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 312 orð

Vegur mun þyngra á landsbyggðinni

Í þremur sveitarfélögum voru greidd veiðigjöld sem námu yfir þrjú hundruð þúsund krónum á hvern íbúa árið 2023. Voru það Vestmannaeyjar með 392.753 krónur, Snæfellsbær með 343 þúsund krónur og svo Fjarðabyggð með 335.325 krónur Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Vikivaki verður ekki íbúð

Söluturnum hefur farið fækkandi í Reykjavík á undanförnum árum. Einn af þeim sem enn starfa er Vikivaki á horni Barónsstígs og Grettisgötu. Er hann til húsa á jarðhæð Barónsstígs 27. Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur fyrir skömmu var tekin til… Meira
3. apríl 2025 | Fréttaskýringar | 638 orð | 2 myndir

Vilja reisa vindorkugarð á Mosfellsheiði

Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt fram matsáætlun til kynningar á þeim áformum fyrirtækisins að byggja vindorkugarð við Dyrveg á Mosfellsheiði, en í áætluninni er kynnt hvernig fyrirtækið ætlar að standa að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Þekking bænda verði viðurkennd

Leggja þarf sérstaka áherslu á forgangsröðun orku til landbúnaðar sem hluta af fæðuöryggi og þjóðaröryggi. Þetta segir í ályktun Búnaðarþings sem haldið var á dögunum. Að mati þingsins þarf að styrkja flutningskerfi raforku á landinu og tryggja framboðið Meira
3. apríl 2025 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Öryggi ferðafólks sett á dagskrá

Hagsmuna- og viðbragðsaðilar á Vestfjörðum vilja funda tvisvar á ári í þeim tilgangi að tryggja öryggi ferðafólks á Hornströndum eins vel og hægt er. BB.is á Ísafirði greinir frá þessu og mun þetta hafa verið niðurstaða fundar sem haldinn var á… Meira

Ritstjórnargreinar

3. apríl 2025 | Leiðarar | 734 orð

Ábyrg ríkisfjármál

Vanda þarf vinnubrögðin; viðhafa festu, fyrirhyggju og fyrirsjáanleika Meira
3. apríl 2025 | Staksteinar | 187 orð | 1 mynd

Verði ljós

Nyrsti kafli Hringbrautar er sennilega sá vegarspotti á landinu þar sem finna má flestar ljósastýrðar gangbrautir. Alls eru þær sex. Nú stendur til að fjölga þeim í sjö. Í Morgunblaðinu kom fram í liðinni viku að umhverfis- og skipulagsráð… Meira

Menning

3. apríl 2025 | Dans | 812 orð | 2 myndir

Að skynja fremur en skilja

Borgarleikhúsinu Hringir Orfeusar og annað slúður ★★★★· Höfundur: Erna Ómarsdóttir. Dramatúrg: Bjarni Jónsson. Dramatúrgísk ráðgjöf og aðstoðardanshöfundur: Aðalheiður Halldórsdóttir. Tónlist: Skúli Sverrisson og Valdimar Jóhannsson. Hljóð: Valdimar Jóhannsson, Skúli Sverrisson og Jón Örn Eiríksson. Myndbandsvörpun og tæknistjórn: Valdimar Jóhannsson. Sviðsmynd og leikmunir: Gabríela Friðriksdóttir. Búningar: Karen Briem. Lýsing: Pálmi Jónsson. Lúðrasveit: Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar (SVoM). Útsetning fyrir lúðrasveit: Ingi Garðar Erlendsson. Stjórnendur lúðrasveitar: Ingi Garðar Erlendsson og Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir. Dansarar: Andrean Sigurgeirsson, Bjartey Elín Hauksdóttir, Diljá Sveinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Inga Maren Rúnarsdóttir, Saga Kjerulf Sigurðardóttir og Shota Inoue. Verkið er byggt á Orpheus + Eurydike – The Orphic Cycles, samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Theater Freiburg (NORDWIND Festival / Kampnagel Hamurg) eftir upprunalegri hugmynd frá Ernu Ómarsdóttur, Gabríelu Friðriksdóttur og Bjarna Jónssyni. Íslenski dansflokkurinn frumsýndi á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 28. mars 2025. Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Af jörðu stendur nú yfir í Grafíksalnum

Hjörleifur Halldórsson opnaði á dögunum sýningu sína Af jörðu í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, sem er hugleiðing um hverfulleika, minningar og hið óhjákvæmilega ferðalag aftur til náttúrunnar, að því er segir í tilkynningu Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 854 orð | 3 myndir

„Fólk skilur kúlið eftir heima“

Írafár, FM Belfast, Apparat Organ Quartet, Una Torfa, Reykjavík!, JóiPé og Króli, Salóme Katrín, Múr, Gosi og Amor Vincit Omnia koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskana, 18 Meira
3. apríl 2025 | Fólk í fréttum | 921 orð | 7 myndir

„Hún hefur líka á sér dökkar hliðar og siðferðiskenndin er á gráu svæði“

Sjónvarpsserían Reykjavík Fusion, í leikstjórn Samúels Bjarka Péturssonar og Gunnars Páls Ólafssonar, fer í loftið í haust en þar fer leikkonan Hera Hilmar með eitt af aðalhlutverkunum sem kaldrifjaða glæpakvendið Marý Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 959 orð | 3 myndir

„Viljum sinna grasrótinni vel“

Alþjóðlega kvikmynda- og bransahátíðin Stockfish 2025 verður haldin 3.-13. apríl í Bíó Paradís og að venju verður boðið upp á vandaða dagskrá og fjölbreytta. Verða yfir 30 kvikmyndir sýndar sem fæstar hafa verið sýndar áður hér á landi og… Meira
3. apríl 2025 | Leiklist | 1246 orð | 2 myndir

Frelsið í fjallasal

Borgarleikhúsið Fjallabak ★★★★★ Eftir Ashley Robinson, byggt á smásögu Annie Proulx. Tónlist og söngtextar: Dan Gillespie Sells. Þýðing leikverks: Maríanna Clara Lúthersdóttir. Þýðing söngtexta: Sigurbjörg Þrastardóttir. Leikstjórn: Valur Freyr Einarsson. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson. Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir. Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson. Hljómsveit: Guðmundur Pétursson og Þorsteinn Einarsson. Nándarþjálfun og ráðgjöf: Agnar Jón Egilsson. Leikarar: Björn Stefánsson, Esther Talía Casey, Hilmir Snær Guðnason, Hjörtur Jóhann Jónsson og Íris Tanja Flygenring. Raddir utansviðs: Bríet Ebba Vignisdóttir, Kría Valgerður Vignisdóttir og Mía Snæfríður Ólafsdóttir. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudagurinn 28. mars 2025. Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 150 orð | 1 mynd

Hollywoodleikarinn Val Kilmer látinn

Bandaríski Hollywoodleikarinn Val Kilmer er látinn, 65 ára að aldri. AFP greinir frá og segir Mercedes dóttur leikarans hafa greint frá því í samtali við The New York Times að dánarorsök föður hennar hafi verið lungnabólga Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 1177 orð | 4 myndir

Kámugir fingur stjórnmálamanna

Trump segist vilja sjá til þess að stofnunin verði almennilega rekin og að nú sé komið gott af dragsýningum og almennum „woke“-isma. Sýningarnar séu bæði hræðilegar og til skammar. Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Lifandi samtal milli textíls og keramíks

Lilý Erla Adamsdóttir og Thora Finnsdóttir opna sýninguna Að lesa í hraun á morgun kl. 17 í Listvali Galleríi á Hólmaslóð 6. Í tilkynningu segir að kröftug einkenni íslensks landslags myndi sameiginlegan snertiflöt í samstarfi Lilýjar Erlu og Thoru… Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Ljóðatónleikar í Hannesarholti í kvöld

Sópransöngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir flytja ljóðatónlist eftir Clöru Schumann (1819-1896) og Franz Schubert (1797-1828) á tónleikum í Hannesarholti í kvöld, fimmtudaginn 3 Meira
3. apríl 2025 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

Meghan Markle og söxuðu blómin

Það má komast langt á viljastyrknum einum. Með hann að vopni er til dæmis mögulegt að horfa á alla átta þættina í Netflix-­þáttaröðinni With Love, Meghan. Manni drepleiðist allan tímann og einmitt þess vegna finnst manni að maður hafi unnið þrekvirki þegar áhorfinu er loks lokið Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Nýtt lag og afmælistónleikar Skítamórals

Hljómsveitin Skítamórall sendi frá sér lagið „Sælan“ á dögunum en um er að ræða nýtt lag byggt á gömlum grunni. Lagið og textinn eru eftir forsöngvarann og gítar­leikarann Gunnar Ólason sem samdi lagið aðeins 19 ára gamall þegar hljómsveitin var að slíta barnsskónum á Selfossi Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Nýtt skáldverk eftir Rushdie væntanlegt

Rithöfundurinn Salman Rushdie mun gefa út sitt fyrsta skáldverk í næstum þrjú ár í nóvember á þessu ári þegar bókin The Eleventh Hour eða Á elleftu stundu kemur út en það er forlagið Vintage, sem er hluti af Penguin Random House, sem sér um útgáfu… Meira
3. apríl 2025 | Fólk í fréttum | 1888 orð | 14 myndir

Sigraðist á krabbameini, sleit hásin og hleypti Stjána í loftið

„Það þarf ekki að vera hár í loftinu til að vera stærsti maðurinn í herberginu.“ Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Stólar, ljós og kertastjakar í Hakk Gallery

Skosk-sænski hönnuðurinn og silfursmiðurinn David Taylor verður með sýningu í Hakk Gallery við Óðinsgötu 1 í tilefni af HönnunarMars. Í tilkynningu segir að Taylor hafi hlotið alþjóðlega athygli fyrir verk sín sem hann vinnur úr óhefðbundnum hráefnum, einkum áli Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 335 orð | 1 mynd

Venslalist

Ráðhildur Ingadóttir nam myndlist í Englandi, við Emerson College í Sussex frá 1981 til 1986 og við St. Albans College of Art and Design. Hún hefur verið virk í sýningarhaldi um árabil. Ráðhildur vinnur með ólíka miðla; teiknar, málar, gerir skúlptúra og myndbönd og notfærir sér margvísleg efni Meira
3. apríl 2025 | Bókmenntir | 844 orð | 3 myndir

Viska hljómar alltaf eins og heimska

Skáldsaga Siddharta ★★★½· Eftir Hermann Hesse. Haraldur Ólafsson íslenskaði og ritar eftirmála. Ormstunga, 2024. Kilja, 134 bls. Meira
3. apríl 2025 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Þáttaröðin Adolescence sýnd í skól­um

Til stendur að sýna sjónvarpsþáttaröðina Adolescence í öllum grunnskólum Bretlands. Frá þessu er greint í sameiginlegri yfirlýsingu skrifstofu forsætisráðherrans, Keiths Starmer, og streymisveitunnar Netflix, sem framleiddi þættina, og á vef fréttastofunnar AP Meira

Umræðan

3. apríl 2025 | Aðsent efni | 586 orð | 1 mynd

Afnám samræmdra prófa var afglöp

Taka verður samræmd próf upp að nýju í því skyni að auðvelda úrbætur og veita nemendum, foreldrum, skólum og yfirvöldum dýrmæta endurgjöf. Meira
3. apríl 2025 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Aukið veiðigjald – minni verðmætasköpun?

Þetta mál snýst ekki bara um prósentur, heldur fólk. Um störf, byggðir, samfélög og framtíð. Og þess vegna segjum við nei. Meira
3. apríl 2025 | Aðsent efni | 300 orð | 1 mynd

Framtíð menntunar

Skólastarf krefst trausts og ábyrgðar – ekki tortryggni og niðurskurðar. Meira
3. apríl 2025 | Aðsent efni | 455 orð | 1 mynd

Hringtenging Austurlands

Íbúar Múlaþings hafa ítrekað óskað eftir að staðið verði við gefin fyrirheit um jarðgangagerð og nýjan Axarveg. Meira
3. apríl 2025 | Aðsent efni | 1140 orð | 1 mynd

Hættum að hindra lækningar

Opinber biðraðaþjónusta er ekki siðferðilega fremri einkarekinni. Núna þarf fólk að þekkja lækni sem þekkir lækni, svo að það verði ekki sniðgengið. Meira
3. apríl 2025 | Aðsent efni | 144 orð | 1 mynd

Höfnum ESB!

Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið og kunngjört að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu skuli fara fram ekki síðar en árið 2027. Þetta er óheillaskref, því til Evrópusambandsins höfum við fátt að sækja Meira
3. apríl 2025 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Njósnir og ekki njósnir

Ofsinn í viðbrögðum talsmanns kínverska sendiráðsins vekur furðu. Dettur manni í hug orðtakið sannleikanum verður hver sárreiðastur. Meira
3. apríl 2025 | Pistlar | 408 orð | 1 mynd

Verðmætasköpun þjóða ákvarðar lífskjör og hagvöxt

Það sem ræður mestu um lífskjör þjóða og getu þeirra til að byggja upp velferðarsamfélög og fjárfesta til framtíðar, er getan til að skapa verðmæti. Þessi verðmætasköpun er kjarni hagvaxtar, atvinnu og aukinna lífsgæða Meira

Minningargreinar

3. apríl 2025 | Minningargreinar | 1435 orð | 1 mynd

Guðmundur Björgvin Gíslason

Guðmundur Björgvin Gíslason fæddist 10. júlí 1959 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. mars 2025. Foreldrar hans voru Gísli Sveinbjörn Magnússon, f. 17.4. 1936 á Akranesi, d. 22.10 Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2025 | Minningargreinar | 1502 orð | 1 mynd

Guðrún Bjarkadóttir

Guðrún Bjarkadóttir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1974. Hún lést á líknardeild Landspítalans 20. mars 2025. Foreldrar hennar eru Bjarki Jóhannesson skipulagsfræðingur, f. 10. júlí 1949, og eiginkona hans Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur f Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2025 | Minningargreinar | 1983 orð | 1 mynd

Hafsteinn Oddsson

Hafsteinn Oddsson fæddist 7. ágúst 1947 á gamla sjúkrahúsinu á Siglufirði. Hann lést á Hrafnistu Hlévangi 13. mars 2025. Foreldrar Hafsteins voru Oddur Vagn Hjálmarsson, f. 11.7. 1912, d. 10.6. 1979 og Gunnfríður Friðriksdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2025 | Minningargreinar | 1746 orð | 1 mynd

Helga Sjöfn Helgadóttir

Helga Sjöfn Helgadóttir fæddist á Sauðárkróki 25. júní 1975. Hún lést 17. mars 2025. Helga ólst upp á Laugarbökkum í Skagafirði. Foreldrar hennar eru Edda Stefáns Þórarinsdóttir, f. 28. maí 1939 og Helgi Þormar Svavarsson, f Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2025 | Minningargreinar | 3168 orð | 1 mynd

Ólöf Dóra Hermannsdóttir

Ólöf Dóra Hermannsdóttir fæddist í Reykjavík 23. maí 1951. Hún lést á Droplaugarstöðum 19. mars 2025. Foreldrar hennar voru Elsa P. Níelsdóttir, f. 2.4. 1930 í Þingeyrarseli A-Hún., d. 18.4. 2020, og Hermann Ólafur Guðnason, f Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2025 | Minningargreinar | 3114 orð | 1 mynd

Sævar Hannesson

Sævar Hannesson fæddist í Reykjavík 21. september 1937. Hann lést á Landspítalanum 11. mars 2025. Foreldrar hans voru Hannes Lárus Guðjónsson frá Ísafirði, f. 6. ágúst 1905, d. 5. mars 2003, og Sigurjóna Guðrún Jóhannsdóttir frá Reykjavík, f Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2025 | Minningargreinar | 3128 orð | 1 mynd

Tinna Hrund Birgisdóttir

Tinna Hrund Birgisdóttir fæddist á fæðingarheimilinu í Reykjavík 5. desember 1982. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. mars 2025. Foreldrar hennar eru hjónin Linda Hannesdóttir, f. 2 Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2025 | Minningargreinar | 687 orð | 1 mynd

Veronika Ruby Sheila Kumari Palaniandy

Veronika Ruby Sheila Kumari Palaniandy fæddist í Singapúr 3. maí 1958. Hún lést 24. mars 2025. Foreldrar Ruby voru Lily Sarojini Annamalay lögreglukona og Cpt. Smna Michael Palaniandy. Ruby var næstelst fimm barna og voru systkini hennar Charles, Michael, Daisy og Annie Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2025 | Minningargreinar | 1827 orð | 1 mynd

Ævar Guðmundsson

Ævar Guðmundsson fæddist 17. júlí 1953 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum 20. mars 2025. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, f. 28.4. 1918, d. 21.11. 1990, og Jóhanna Júlía Sigurðardóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

3. apríl 2025 | Sjávarútvegur | 817 orð | 1 mynd

Hækkun sögð gera Ísland fátækara

„Í stuttu máli sagt eru hugmyndirnar í hinum framlögðu frumvarpsdrögum skilvirk leið til að gera Ísland fátækara og fábreyttara. Vandséð er hvernig það getur talist réttlætismál. Það mun að minnsta kosti ekki bæta hag almennings í… Meira

Daglegt líf

3. apríl 2025 | Daglegt líf | 1219 orð | 4 myndir

Þær báru karlmannshug í konubrjósti

Ég ætla að fjalla um birtingarmyndir kvenna í íslenskum þjóðsögum, sem ég byggi á doktorsverkefni mínu, en þar skoðaði ég líka kvenleika og kynjuð valdatengsl. Ég ætla að segja frá konum í þjóðsögum sem eru í uppreisn gegn því sem þótti kvenlegt á… Meira

Fastir þættir

3. apríl 2025 | Í dag | 57 orð

3993

„Krabbinn […] á til að velta sér upp úr tilfinningasemi og gömlum sárum“ segir í Mogganum í ágúst 1989. Gildir sjálfsagt enn, varla lýgur stjörnuspekin. Orðasambandið að eiga e-ð til merkir að gera e-ð stundum, við og við Meira
3. apríl 2025 | Dagbók | 98 orð | 1 mynd

„Þeir leyfðu mér samt að vinna“

Birkir Blær, sem margir muna eftir úr Söngkeppni framhaldsskólanna og Sænsku Idol-keppninni, var í beinni frá Svíþjóð í Ísland vaknar í gær þar sem hann fór um víðan völl í spjalli við Bolla Má og Þór Bæring Meira
3. apríl 2025 | Í dag | 262 orð

Af þrifum, borvél og atómi

Pétur Stefánsson saknaði konu sinnar í gær þegar hann stóð í þrifum á íbúðinni. Á meðan hann stóð í stórræðum orti hann þessa kersknisvísu: Er á Mörk mín eiginfrú, það ergir hugann súra. Gera þetta þarf ég nú; þrífa, elda, skúra Meira
3. apríl 2025 | Í dag | 308 orð | 1 mynd

Birgitta Rán Friðfinnsdóttir

40 ára Birgitta er fædd og uppalin á Þingeyri við Dýrafjörð. „Rúmlega tvítug tók ég mig til og elti bróður minn suður með sjó til Grindavíkur og hef búið þar síðan eða þar til við þurftum að rýma bæinn okkar Meira
3. apríl 2025 | Í dag | 173 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. Bf4 d5 3. Rf3 e6 4. e3 Bd6 5. Re5 0-0 6. Rd2 c5 7. c3 Dc7 8. Bd3 Rbd7 9. Rdf3 Re4 10. Dc2 Rdf6 11. g4 cxd4 12. exd4 Rxg4 13. Bxe4 dxe4 14. Dxe4 f6 15. Bg3 fxe5 16. dxe5 Staðan kom upp í flokki alþjóðlegra meistara á hraðmóti sem nefnt… Meira
3. apríl 2025 | Í dag | 190 orð

Tapslagur í tapslag V-Enginn

Norður ♠ 105 ♥ G105 ♦ Á73 ♣ ÁD1076 Vestur ♠ KG7643 ♥ 5 ♦ D8 ♣ G954 Austur ♠ Á9 ♥ K74 ♦ G1052 ♣ K832 Suður ♠ D82 ♥ ÁD9832 ♦ K964 ♣ – Suður spilar 4♥ Meira
3. apríl 2025 | Dagbók | 26 orð | 1 mynd

Tvöföldun á landsbyggðarskatti

Tvöföldun veiðigjalda kemur við kvikuna á sveitarfélögum og samfélögum við sjávarsíðuna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar fara yfir þessa óvæntu stöðu. Meira
3. apríl 2025 | Í dag | 604 orð | 5 myndir

Var gift í rúmlega 76 ár

Sesselja Elísabet Þorvaldsdóttir er fædd 3. apríl 1925 í Grunnavík en flutti fljótlega í Hnífsdal. Hún var elst í stórum systkinahópi og lífið var svolítið basl á þessum tíma. Sum barnanna voru send í fóstur í mislangan tíma Meira

Íþróttir

3. apríl 2025 | Íþróttir | 721 orð | 2 myndir

Enga hugmynd um hvað tekur við

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, hefur leikið vel með ítalska stórliðinu Inter Mílanó í efstu deild Ítalíu á tímabilinu en hún er að láni hjá félaginu frá öðru stórliði, Bayern München í Þýskalandi Meira
3. apríl 2025 | Íþróttir | 1564 orð | 2 myndir

Erfiðara að verja titil en að vinna hann

Þegar 114. Íslandsmót karla í fótbolta hefst um komandi helgi beinast flestra augu að meisturum undanfarinna fjögurra ára, Breiðabliki og Víkingi, sem þykja afar líkleg að halda áfram baráttu sinni um Íslandsmeistaratitilinn Meira
3. apríl 2025 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Missir af öllu tímabilinu

Knattspyrnumaðurinn Stefán Árni Geirsson leikur væntanlega ekkert með KR á komandi tímabili eftir að hafa ökklabrotnað og farið úr lið í leik gegn Víkingi á dögunum. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær en… Meira
3. apríl 2025 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

Nikola Jokic, serbneski miðherjinn hjá Denver Nuggets, setti met í…

Nikola Jokic, serbneski miðherjinn hjá Denver Nuggets, setti met í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt þegar lið hans tapaði fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik á heimavelli, 140:139 Meira
3. apríl 2025 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Pólverji í mark Eyjamanna

ÍBV, sem er nýliði í í Bestu deild karla í knattspyrnu í ár, hefur fengið til liðs við sig pólska markvörðinn Marcel Zapytowski. Hann er 24 ára og kemur frá Korona Kielce í heimalandi sínu en þar hefur hann verið varamarkvörður í vetur Meira
3. apríl 2025 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Viggó opinn fyrir B-deildinni

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er tilbúinn að vera áfram hjá þýska liðinu Erlangen þótt liðið falli niður í B-deildina. Þetta sagði hann í samtali við Bild en Viggó gekk í raðir félagsins frá Leipzig í lok síðasta árs Meira
3. apríl 2025 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Víkingum spáð meistaratitlinum

Víkingum var spáð Íslandsmeistaratitli karla í knattspyrnu á kynningarfundi Bestu deildarinnar í hádeginu í gær, í árlegu kjöri fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Breiðablik varð í öðru sæti, Valur í þriðja, KR í fjórða,… Meira
3. apríl 2025 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Það er óhætt að segja að nú sé gósentíð í íþróttunum. Hvar sem fæti er…

Það er óhætt að segja að nú sé gósentíð í íþróttunum. Hvar sem fæti er drepi niður er eitthvað spennandi í gangi. Bakvörður fer ekki í felur með að þessi árstími er í miklu eftirlæti. Hvað má bjóða þér á hlaðborði íþróttanna? Bestu deildir karla og… Meira

Veldu dagsetningu

PrevNext
April 2025
SuMoTuWeThFrSa
  12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930   
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.