Greinar fimmtudaginn 22. maí 2025

Fréttir

22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

1,5 milljarðar í endurgreiðslur í ár

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hérlendis eru rúmir 1,5 milljarðar króna það sem af er þessu ári. Hæsta endurgreiðslan er vegna Hollywood-myndarinnar Greenland: Migration, sem tekin var hér og skartar Gerard Butler í aðalhlutverki, rúmar 518 milljónir króna Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 865 orð | 4 myndir

„Að grilla er eitt það skemmtilegasta sem ég geri“

Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliði kokkalandsliðsins og lykilstarfsmaður hjá Múlakaffi. Hann er mikill grillari, að eigin sögn, og kemst í grillstuð þegar sólin skín. Hann gefur lesendum uppskrift að einum af uppáhaldsgrillréttum sínum, sem er nautalund borin fram með girnilegu meðlæti Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 556 orð | 3 myndir

„Ég kann ekki að meta þessi skrif þín“

Í skammabréfi Hauks Guðmundssonar, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sem hann sendi Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í janúar 2024 og frá var sagt í Morgunblaðinu í gær sakar ráðuneytisstjórinn lögreglustjórann um að hafa… Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

„Við erum ekki vondir grannar“

Samhjálp er um þessar mundir í leit að nýju húsnæði fyrir kaffistofu sína. Í dag er Kaffistofan til húsa í Borgartúni í Reykjavík, en rýma verður húsnæðið í september nk. vegna framkvæmda sem þar eiga að fara fram Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 1441 orð | 2 myndir

Betri leið til að stýra blóðþynningu

„Ég þigg allar afsakanir sem ég fæ til þess að heimsækja Ísland,“ segir Mark Crowther, prófessor í læknisfræði við McMaster-háskólann, en hann var staddur hér á landi á dögunum. Sló hann þar tvær flugur í einu höggi með Íslandsferðinni,… Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Bílastæðið breyttist í tjaldstæði

Tjaldurinn er í hópi stærstu vaðfugla sem verpa á Íslandi og hann er ekki kröfuharður þegar kemur að því að velja hreiðurstæði, því það er oft á bersvæði á grýttri jörð. Hann virðist sækja í nálægð við menn og hreiðurstæði hans þykja oft ansi… Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

Breytingin á búvörulögum dæmd lögmæt

Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms í búvörulagamálinu svokallaða, en málið hverfðist um lögmæti lagasetningar Alþingis um breytingu á búvörulögum sem heimilaði fyrirtækjum sem vinna kjötafurðir, svokölluðum framleiðendafélögum, aukið samstarf og sameiningu eftir atvikum Meira
22. maí 2025 | Erlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Dansa við landamærin á nýjan leik

Hersveitir á landamærum Indlands og Pakistan hafa tekið upp á ný þá áralöngu hefð að dansa sínum megin við Attari-Wagah-landamærin. Þessi athöfn hefur farið fram daglega í marga áratugi og hefur staðið af sér hinar ýmsu deilur og hernaðarleg átök á… Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Drengir undir 18 ára bólusettir gegn HPV

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita fjármagn til HPV-bólusetningar fyrir drengi upp í 18 ára aldur og hefjast bólusetningar strax næsta vetur. „Þetta er gríðarlega mikilvæg forvörn gegn krabbameinum og með þessu… Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Ekki stendur til að leggja niður ÁTVR

Engin áform eru uppi um að leggja niður Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR). Kemur þetta fram í skriflegu svari Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem birt er á heimasíðu Alþingis, við fyrirspurn Ingibjargar Isaksen þingmanns Framsóknarflokksins Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Fornbílaeigendur nýta góða veðrið

Sumarið er árstíð fornbílaeigenda en á góðviðrisdögum má gjarnan sjá bílana á götum úti. „Núna eru menn að taka bílana sína úr geymslu og gera þá klára fyrir sumarið,“ segir Rúnar Sigurjónsson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands, í samtali við Morgunblaðið Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Fortíðin var aldrei, hún aðeins er

Sýningin Fortíðin var aldrei, hún aðeins er verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á fimmtudag, 22. maí, kl. 18-20. Um er að ræða fyrstu sýningu palestínsk-danska myndlistarmannsins Larissu Sansour hér á landi Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Fossvogsbrú komin í útboð

Betri samgöngur hafa auglýst eftir tilboðum í byggingu Fossvogsbrúar, en um er að ræða síðari áfanga verkefnisins, þ.e. byggingu sjálfrar brúarinnar. Yfirstandandi eru framkvæmdir við landfyllingar og sjóvarnir og ganga þær samkvæmt áætlun, að sögn… Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Fram getur orðið meistari í kvöld

Valur og Fram mætast í þriðja úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik í kvöld og flautað verður til leiks á Hlíðarenda klukkan 19.30. Framarar eru í vænlegri stöðu, þeir hafa unnið tvo fyrstu leikina til þessa, fyrst 37:33 á Hlíðarenda og svo 27:26 í Úlfarsárdal Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 102 orð

Framkvæmdum lýkur í sumar

Bú­ist er við að fram­kvæmd­um Vega­gerðar­inn­ar við nýja tré­brú í Elliðaár­dal ljúki í sum­ar. Göngu- og hjóla­brú­in er yfir ána Dimmu og er 46 metra löng, sem ger­ir hana að lengstu tré­brú á landinu Meira
22. maí 2025 | Fréttaskýringar | 541 orð | 1 mynd

Frá gjafakvóta til kerfislegrar kvótaleigu

Í áratugi hafa útgerðarmenn getað nýtt sér veikleika í kvótakerfi smábáta til að hámarka eigin hag, oft án þess að stunda útgerð af neinu ráði. Þrátt fyrir að þessi nýting fari gegn anda laganna hafa stjórnvöld viðhaldið kerfinu, úthlutað kvóta ár… Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 1182 orð | 2 myndir

Grípa þurfi nánustu aðstandendur

Hjónin Óskar Ágúst Sigurðsson og Karin Agnes McQuillan misstu son sinn, Sigurð Kristófer, í nóvember sl. þegar hann lést af slysförum á björgunaræfingu við Tungufljót. Fjallað var um slysið í Morgunblaðinu og fleiri fjölmiðlum Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Haraldur Jóhannsson

Haraldur Jóhannsson lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. maí síðastliðinn, 71 árs að aldri. Haraldur fæddist 8. apríl 1954 og ólst upp í Nesstofu við Seltjörn. Foreldrar hans voru Ólöf Gunnsteinsdóttir og Jóhann Ólafsson en þau voru síðustu ábúendur í Nesi Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Hjalti Snær fannst látinn

Líkið sem fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar 13. maí síðastliðinn er af Hjalta Snæ Árnasyni, 23 ára, sem hafði verið saknað síðan seinni hluta marsmánaðar. Þetta staðfesti móðir Hjalta Snæs, Gerður Ósk, við mbl.is í gær Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Hnífsstunguárás í Úlfarsárdal

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann sem grunaður er um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík. Fyrstu tilkynningar um árásina bárust um þrjúleytið, en hún átti sér stað utandyra og var einn fluttur á sjúkrahús með stungusár eftir árásina Meira
22. maí 2025 | Erlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Höfðu afskipti af „skuggaskipi“

Forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sagði í gær að pólski flotinn hefði gripið í taumana eftir að Pólverjar urðu varir við grunsamlega hegðun frá rússnesku „skuggaskipi“ í grennd við neðansjávarkapal í Eystrasalti Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Kannar næst hvort háseta vantar á bát

Friðrik Hermann Friðriksson var flugmaður og flugstjóri hjá Mýflugi, lengst af í sjúkraflugi, frá 2006 þar til félagið hætti störfum nýlega. „Þetta er enginn heimsendir og margir eru í verri stöðu en ég,“ segir hann um þá stöðu að vera… Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Kortleggja vegakerfið í sumar

Merktir myndavélabílar á vegum alþjóðlega tæknifyrirtækisins Here Technologies verða hér á landi í sumar við söfnum vegagagna og víðmynda af íslenska vegakerfinu, þar sem ekið verður eftir þjóðvegum, stofnvegum og götum þéttbýlisstaðanna hringinn í kringum landið Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 106 orð

Kvótinn nýttur, ekki veiddur

Í áratugi hafa útgerðarmenn getað nýtt sér veikleika í kvótakerfi smábáta til að hámarka eigin hag, oft án þess að stunda útgerð að neinu ráði. Þrátt fyrir að þessi nýting fari gegn anda laganna hafa stjórnvöld viðhaldið kerfinu, úthlutað kvóta ár… Meira
22. maí 2025 | Erlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Kynnir nýjar eldflaugavarnir

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í fyrrakvöld um áform sín um að koma á fót eldflaugavarnakerfi fyrir Bandaríkin, sem hann kallaði „gullhvelfinguna“ (e. Golden Dome). Sagði Trump að Bandaríkjastjórn myndi verja um 25 milljörðum… Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Lúxusgisting á Gaddstaðaey

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í Gaddstaðaeyju, þar sem gert verði ráð fyrir breytingu á landnotkun. Núverandi óbyggt svæði breytist í verslunar- og þjónustusvæði Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Mikil traffík

„Við fáum fjórar til fimm þotur á dag,“ segir Jón Reykjalín Björnsson hjá Íslenska flugafgreiðslu­félaginu á Reykjavíkurflugvelli við Morgunblaðið. Jón segir allan gang á því hversu lengi einkaþotur stoppa við á Reykjavíkurflugvelli Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Músafaraldur á ­höfuð­borgarsvæðinu

Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa margir hverjir tekið eftir músum í nærumhverfi sínu í auknum mæli á síðustu misserum. Stefán Gaukur Rafnsson, meindýraeyðir hjá Ókindinni, segir í samtali við Morgunblaðið að útköllum vegna músagangs hafi fjölgað verulega á síðustu fimm árum eða svo Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 568 orð | 1 mynd

Óviðbúin sprengingu sem líktist helst gikkskjálfta

Íbúar í grennd við Sigtún hafa orðið fyrir miklum óþægindum af sprengingum sem staðið hafa yfir vegna stækkunar Grand hótels og byggingar bílakjallara fyrir íbúðabyggð sem á að rísa á Blómavalsreitnum Meira
22. maí 2025 | Fréttaskýringar | 474 orð | 2 myndir

Rannsóknir vegna Fljótaganga hefjast

Vegagerðin hefur boðið út rannsóknarboranir vegna Fljótaganga. Verkið felst í borun á kjarnaholum á mögulegri jarðgangaleið milli Fljóta og Siglufjarðar á Tröllaskaga. Áætlaður fjöldi er þrjár kjarnaholur í áætlaðri veglínu ganga til þess að safna 45-55 millimetra borsýnum Meira
22. maí 2025 | Erlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Skotið á hóp diplómata

Ísraelsher greindi frá því í gær að ísraelskir hermenn hefðu skotið viðvörunarskotum í borginni Jenín á Vesturbakkanum í gær, en þar var hópur diplómata í könnunarferð. Baðst herinn afsökunar á þeim óþægindum sem atvikið hefði valdið Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Snardró úr notkun á heitu vatni

Sólin og hlýindin undanfarna daga hafa hitað upp híbýli fólks svo um munar. Heitavatnsnotkun á veitusvæðum Veitna þessa dagana er í óvenjulegu lágmarki, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 583 orð | 1 mynd

Stórauka flutningsgetu á heitu vatni

Vegagerðin undirbýr tvöföldun Suðurlandsvegar, frá Bæjarhálsi í Árbæjarhverfi að Hólmsá. Lagnir Veitna ohf., dótturfyrirtækis Orkuveitunnar, munu lenda í uppnámi við þessar framkvæmdir og við því þarf að bregðast Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Syrgjendur kærðu til eftirlitsnefndar

Foreldrar Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra, kærðu lögreglumanninn sem tilkynnti þeim andlátið til nefndar um eftirlit með lögreglu. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og lést á æfingu þegar hann féll í Tungufljót Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 80 orð

Taldi ærumeiðingar felast í ákúrum

Úlfar Lúðvíksson, þá lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem sætti ákúrum Hauks Guðmundssonar ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, tók aðfinnslum ráðuneytisstjórans illa Meira
22. maí 2025 | Fréttaskýringar | 444 orð | 5 myndir

Undir vökulu auga sláttumannsins

Það var tilkomumikil sjón á varnarsvæðinu í Keflavík í fyrradag, en þá gafst fjölmiðlum tækifæri til að kynna sér í návígi „sláttumanninn slynga“, ómannað flugfar Bandaríkjahers af gerðinni MQ-9 Reaper, sem er nú staddur hér á landi í… Meira
22. maí 2025 | Fréttaskýringar | 407 orð | 2 myndir

Verð lækki og arðsemin minnki

Rekstrarhagnaðarhlutfall Icelandair nam -21,7% á fyrsta fjórðungi þessa árs og hlutfall Play nam -46,9%. Rekstrarhagnaðarhlutfall (e. operating profit margin) er hlutfall sem sýnir hversu mikill hagnaður er eftir að rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá tekjum fyrirtækis Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Verður líklega hlýjasti maímánuður víða um land

Veðrið í maímánuði hefur leikið við landann en fyrstu tuttugu dagarnir í maí hafa verið þeir hlýjustu á þessari öld. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá þessu á bloggsíðu sinni þar sem hann segir jafnframt að sólskinsstundir hafi mælst 179 í maí, sem eru 43 stundir umfram meðallag Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Vilja samtal við stjórnvöld

Jón Ólafur Halldórsson, nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins, kallar eftir víðtæku samtali atvinnulífs og stjórnvalda vegna þeirrar stöðu sem við blasir í efnahagslífinu. Sameiginlegt markmið allra hljóti að vera að eyða óvissu og auka… Meira
22. maí 2025 | Innlendar fréttir | 1032 orð | 1 mynd

Þurfum mildandi aðgerðir

Í gær tilkynnti Seðlabanki Íslands að haldið yrði áfram að lækka vexti í öruggum skrefum, en jafnframt sagt að verðbólga fengi ekki að hækka frekar. Þetta gerist á sama tíma og efnahagsástandið er ótryggt af ýmsum ástæðum, aðsteðjandi og heimatilbúnum Meira

Ritstjórnargreinar

22. maí 2025 | Leiðarar | 255 orð

Búvörulög staðfest

Hæstiréttur eyðir réttaróvissu Meira
22. maí 2025 | Staksteinar | 173 orð | 2 myndir

Ráðherra vanrækir utanríkismálanefnd

Yfirlýsing um aukið samstarf Íslands við Evrópusambandið (ESB) í utanríkis- og öryggismálum var í gær gefin á ráðherrafundi EES-ríkjanna af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands, kollegum frá Noregi og Liechtenstein og Kaju Kallas utanríkismálastjóra ESB Meira
22. maí 2025 | Leiðarar | 388 orð

Uppgjöf Starmers

Það er víðar en á Íslandi, sem sjávarútvegurinn og yfirráð yfir auðlindinni vekja mikil hughrif, það gerist jafnvel í löndum þar sem sjávarútvegur vegur ekki mjög þungt. Það skýrir að einhverju leyti viðbrögðin við „endurstillingu“ Keirs … Meira

Menning

22. maí 2025 | Fólk í fréttum | 276 orð | 4 myndir

„Nemendurnir ákváðu þetta alveg sjálfir“

Hvenær kom upp sú hugmynd að klæðast þjóðbúningum á útskriftinni? „Hugmyndin kom upp fyrir löngu í byrjun skólaársins og má því segja að þetta hafi verið búið að vera lengi í bígerð. Nemendurnir ákváðu þetta alveg sjálfir þannig að þetta var engan veginn hugmynd frá skólanum Meira
22. maí 2025 | Menningarlíf | 488 orð | 1 mynd

„Tilhlökkun að hefja nýja vegferð“

„Rætur mínar í leikhúsinu eru vissulega mjög sterkar og það er ákaflega spennandi að halda áfram samstarfi okkar Ólafs Jóhanns, nú í Þjóðleikhúsinu. Verkið er líka það gott að ég bara stenst ekki mátið Meira
22. maí 2025 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Ballettdansarinn Júrí Grigorovitsj er látinn

Rússneski ballettdansarinn og danshöfundurinn Júrí Grigorovitsj er látinn, 98 ára að aldri. Hann var aðaldanshöfundur Bolshoi-ballettsins í Moskvu í þrjá áratugi. Ferill hans í dansheiminum spannaði 80 ár, að því er segir í frétt AFP Meira
22. maí 2025 | Menningarlíf | 137 orð | 1 mynd

Fyrsta smásagnasafnið verðlaunað

Smásagnasafnið Heart Lamp eftir Banu Mushtaq hlaut alþjóðlegu Booker-verðlaunin 2025 sem afhent voru á þriðjudagskvöld síðastliðið. Deepa Bhasthi þýddi bókina úr tungumálinu kannada sem talað er á Indlandi og er þetta fyrsta bókin þýdd úr því máli sem hlýtur verðlaunin Meira
22. maí 2025 | Menningarlíf | 1427 orð | 3 myndir

Hvorki Íslendingur né ferðamaður

„Það er málið með Ísland, þú getur í raun aldrei nálgast það almennilega og í því liggur fegurðin. Það er alltaf óáþreifanlegt.“ Þetta segir bandaríska myndlistarkonan Roni Horn en í dag verður sýningin hennar Roni Horn: Mother, Wonder opnuð í i8 galleríi á Tryggvagötu Meira
22. maí 2025 | Fólk í fréttum | 333 orð | 13 myndir

Ísland löðrandi í fortíðarþrá

Það var góð stemning í Bráðavaktinni á K100 um helgina þegar Júlí Heiðar mætti í þáttinn til Evu Ruzu og Hjálmars Arnar. Þar ræddi hann fjölbreytt málefni – frá Söngvakeppnisævintýri með eiginkonu sinni Dísu, til samstarfs við Röggu Holm og… Meira
22. maí 2025 | Myndlist | 650 orð | 4 myndir

Kortabók minninga og tilfinninga

Kling & Bang Anna Guðjónsdóttir: Holur himinn hulið haf ★★★★· Sýning á verkum Önnu Guðjónsdóttur. Texti sem fylgir sýningu er eftir Jóhannes Dagsson. Sýningin, sem stendur til 25. maí, er opin frá miðvikudegi til sunnudags kl. 12-18, nema fimmtudaga en þá er opið kl. 12-21. Meira
22. maí 2025 | Menningarlíf | 283 orð | 1 mynd

Landakort svipt hefðbundnu notagildi

Í verkum sínum skoðar Haraldur mannlega hegðun og eðli út frá tilfinningum, skynjun, reynslu og tjáningu á táknrænan hátt. Mannslíkaminn, tengsl manns og rýmis, notkun tungumálsins og táknræn merking þess taka á sig mynd í fjölbreyttum verkum sem… Meira
22. maí 2025 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

Mozart og samferðamenn í Norðurljósasal

Tónleikar í tónleikaröðinni Sígildum sunnudögum verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20. Yfirskrift tónleikanna að þessu sinni er Mozart og samferðamenn hans, og koma Kammerkvartettinn og Chalumeaux-tríóið fram ásamt góðum gestum Meira
22. maí 2025 | Bókmenntir | 1041 orð | 3 myndir

Ofbeldi í erfðaefni þjóðar

Ljóð Mara kemur í heimsókn ★★★★½ Eftir Natöshu S. Benedikt bókaútgáfa, 2025. Mjúkspjalda, 49 bls. Meira
22. maí 2025 | Tónlist | 542 orð | 4 myndir

Sjá, hinar seiðandi sírenur …

Að vera díva í dag er margslungnara, það er hægt að hlaða ýmsu ofan á skapalónið sem ég nefndi og í raun er verið að hefla það til upp á nýtt. Meira
22. maí 2025 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Um hárham og holdrosa í skinnhandritum

Lea D. Pokorny, doktorsnemi í sagnfræði, heldur fyrirlestur um hárham og holdrosa í skinnhandritum á laugardaginn kl. 11. Fyrirlesturinn fer fram í Eddu og er haldinn í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum Meira
22. maí 2025 | Fjölmiðlar | 228 orð | 1 mynd

Veit meira um ástina en margir

Undirrituð var sjö ára þegar Baywatch-þættirnir komu fyrst á skjáinn þar sem Pamela Anderson hljóp um á sundbol og 13 ára þegar vídeóupptökum af ástarleikjum hennar og Tommy Lee var stolið og komust í dreifingu Meira
22. maí 2025 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Vorvox í Grafarvogskirkju á sunnudaginn

Vox Populi blæs til vortónleika sunnudaginn 25. maí klukkan 20 í Grafarvogskirkju. Í kynningu fyrir tónleikana segir að boðið verði upp á „eintóma gleði“ og meðal annars leikin fjölbreytt tónlist eftir Bítlana, The Carpenters, Händel, Báru Gríms, Gunnar Þórðarson og Laufeyju Meira
22. maí 2025 | Fólk í fréttum | 200 orð | 7 myndir

Ættu fleiri karlar að klæða sig eins og Jeremy Strong?

Leikarinn Jeremy Strong hefur vakið mikla athygli síðustu ár og þá sérstaklega vegna hlutverksins í hinum vinsælu þáttum Succession sem karakterinn Kendall Roy. Strong hlaut Tony-verðlaun, Primetime Emmy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverkið Meira

Umræðan

22. maí 2025 | Aðsent efni | 512 orð | 1 mynd

Að hengja útlendinga fyrir iðnmeistara

Þegar iðnmeistarar kvarta yfir erlendu óhæfu starfsfólki er ekki við aðra að sakast en þá sjálfa. Meira
22. maí 2025 | Aðsent efni | 365 orð | 1 mynd

Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða

Eitt mögulegt úrræði væri að skoða stofnun sérstaks sjávarflóðasjóðs að fyrirmynd ofanflóðasjóðs. Meira
22. maí 2025 | Aðsent efni | 643 orð | 1 mynd

Horfast verður í augu við heildarskuldir borgarinnar

Fjárhagur borgarsjóðs og borgarfyrirtækja er svo nátengdur að samstæðureikningur Reykjavíkurborgar er raunhæfasta yfirlitið um fjárhag hennar. Meira
22. maí 2025 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Hver gætir varðanna?

Það er ekki virðingarleysi gagnvart kerfinu að krefjast úttektar. Það er nauðsynlegt skref í átt að heilbrigðara réttarríki. Meira
22. maí 2025 | Aðsent efni | 438 orð | 1 mynd

Tónhöfundar á 21. öld

Það er kominn tími til að við fáum að njóta okkar svo lögin megi hljóma á ný, án málefna sem koma tónlist okkar ekkert við. Meira
22. maí 2025 | Pistlar | 389 orð | 1 mynd

Tryggjum öryggi farþega

Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirframsamið verð Meira

Minningargreinar

22. maí 2025 | Minningargreinar | 2556 orð | 1 mynd

Auður Aðalheiður Hafsteinsdóttir

Auður Aðalheiður Hafsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1962. Hún lést á heimili sínu 30. apríl 2025. Foreldrar hennar voru Hafsteinn Þór Stefánsson kennari og skólameistari, f. 26. janúar 1936, d Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2025 | Minningargreinar | 2279 orð | 1 mynd

Ómar Runólfsson

Ómar Runólfsson fæddist í Vestmannaeyjum 23. desember 1947. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi 9. maí 2025. Foreldrar hans voru Ingunn Svala Jónsdóttir frá Engey í Vestmannaeyjum, f. 1926, d Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2025 | Minningargreinar | 1167 orð | 1 mynd

Sigríður Guðbrandsdóttir

Sigríður Guðbrandsdóttir fæddist í Tröð í Kolbeinsstaðahreppi 14. júní 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. maí 2025. Foreldrar hennar voru hjónin Bjargey Guðmundsdóttir húsfreyja og Guðbrandur Magnússon bóndi Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2025 | Minningargrein á mbl.is | 988 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurður Trausti Þorgrímsson

Sigurður Trausti Þorgrímsson fæddist 6. ágúst 1952. Hann lést eftir langvarandi veikindi á A6, lungnadeild Landspítala í Fossvogi, 10. maí 2025. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2025 | Minningargreinar | 1908 orð | 1 mynd

Sigurður Trausti Þorgrímsson

Sigurður Trausti Þorgrímsson fæddist 6. ágúst 1952. Hann lést eftir langvarandi veikindi á A6, lungnadeild Landspítala í Fossvogi, 10. maí 2025. Foreldrar Sigurðar Trausta voru Þorgrímur Jónsson málmsteypumeistari, f Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2025 | Minningargrein á mbl.is | 847 orð | 1 mynd | ókeypis

Valdimar Anton Valdimarsson

Valdimar Anton Valdimarsson, húsasmíðameistari fæddist 15. mars 1943 á Bergþórugötu 41 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum 30. apríl 2025. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2025 | Minningargreinar | 7173 orð | 1 mynd

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þorsteinn Vilhjálmsson fæddist í Reykjavík 27. september 1940. Hann lést á líknardeild Landspítalans 10. maí 2025. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Þorsteinsson, f. 1902, d. 1984, og Kristín María Gísladóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

22. maí 2025 | Sjávarútvegur | 299 orð

Mikil afföll í ársbyrjun

Á fyrstu þremur mánuðum ársins fjölgaði dauðum löxum í sjókvíum austan lands og vestan miðað við sama árstíma síðustu tvö ár. Þetta staðfestir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá MAST Meira

Viðskipti

22. maí 2025 | Viðskiptafréttir | 146 orð | 1 mynd

Kína stýrir sínum útflutningi sjálft

Þrátt fyrir 90 daga hlé í tollastríði Bandaríkjanna og Kína heldur Kína áfram að beita ströngu eftirliti með útflutningi á sjaldgæfum jarðmálmum – hráefnum sem eru lykilatriði í meðal annars farsíma, rafbíla og ýmis vopnakerfi Meira
22. maí 2025 | Viðskiptafréttir | 212 orð | 1 mynd

Vaxtalækkun en harður tónn

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að 0,25 prósentustiga stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem tilkynnt var í gær geri það að verkum að aðhaldsstigið minnki lítillega. Fram kom á fundi peningastefnunefndar í gær að stjórnendur… Meira

Daglegt líf

22. maí 2025 | Daglegt líf | 1086 orð | 3 myndir

Glæpur og refsing heilla unglingana

Ég hef tekið á móti yfir þúsund nemendum, bæði framhaldsskólanemum og grunnskólanemendum, þó að ég hafi aðeins starfað hér frá því um áramót,“ segir Marta Guðrún Jóhannesdóttir, safnkennari hjá Árnastofnun, sem tekur á móti skólahópum í Eddu Meira

Fastir þættir

22. maí 2025 | Í dag | 59 orð

[4034]

Þaulseta er löng og stöðug seta eða dvöl á sama stað. „Þaulsetinn“ nýtur ekki viðurkenningar þótt fullsetinn sé það og merki þýðir að setið er í hverju sæti Meira
22. maí 2025 | Í dag | 249 orð

Af sumarsól, slætti og flugum

Bjarni Jónsson greip á lofti, að í fréttum var greint frá því að sláttur hefði hafist á bæ einum í Borgarfirði fyrr en dæmi voru um áður. Að vísu hefði slægjan verið rýr og bletturinn lítill en ilmurinn af nýslegnu grasinu var sagður mjög góður Meira
22. maí 2025 | Í dag | 198 orð

Freistingar V-AV

Norður ♠ Á5 ♥ 874 ♦ 107 ♣ K86532 Vestur ♠ 963 ♥ ÁDG2 ♦ ÁD65 ♣ 109 Austur ♠ 84 ♥ 1095 ♦ G9832 ♣ DG4 Suður ♠ KDG1072 ♥ K63 ♦ K4 ♣ Á7 Suður spilar 4♠ Meira
22. maí 2025 | Í dag | 269 orð | 1 mynd

Hekla Finnsdóttir

30 ára Hekla er fædd og uppalin í Kópavoginum en býr í dag í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún byrjaði snemma að læra á fiðlu. „Ég byrjaði í fiðlunámi hjá Lilju Hjaltadóttur í Allegro Suzukitónlistarskólanum þegar ég var fjögurra ára,“ segir hún … Meira
22. maí 2025 | Í dag | 156 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Hörpu en mótið var haldið í boði Kviku eignastýringar og Brims. Felix Borne (2.225) frá Frakklandi hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Hilmi Frey Heimissyni (2.376) Meira
22. maí 2025 | Í dag | 833 orð | 4 myndir

Tók alltaf slaginn fyrir konur

Bergþóra Sigmundsdóttir fæddist 22. maí 1950 í Reykjavík og bjó fyrst á Staðastað, Sóleyjargötu 1, síðar í vesturbænum og loks á Laugarásveginum. Hún gekk í Melaskóla, síðan í Kvennaskólann meðan hann var gagnfræðaskóli og lauk stúdentsprófi frá MR 1970 og tækniteiknaraprófi frá HÍ 1971 Meira
22. maí 2025 | Dagbók | 97 orð | 1 mynd

Varð sólarhræddur eftir Tenerife

„Ég brann bara fyrsta daginn,“ sagði Unnsteinn Manúel í Ísland vaknar í gær og rifjaði upp þegar hann sofnaði á ströndinni, með sagnfræðibók í fanginu, 16 ára gamall og þurfti að vera inni í tvær vikur í aloe vera-baði Meira
22. maí 2025 | Dagbók | 31 orð | 1 mynd

Vaxtaþróun og hagsæld

Vaxtalækkunarferlið hélt áfram í gær og eflaust margir sem vörpuðu öndinni léttar þótt meginvextir séu enn í 7,5%. Andrés Magnússon ræðir um það og þróunina fram undan við Þórð Gunnarsson hagfræðing. Meira

Íþróttir

22. maí 2025 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

„Hvað er þetta xG sem alltaf er verið að tala um í…

„Hvað er þetta xG sem alltaf er verið að tala um í fótboltanum?“ spurði gamalreyndur fótboltaáhugamaður á ritstjórninni okkur á íþróttadeildinni. Víkingarnir hans fengu víst svo mörg dauðafæri gegn Stjörnunni á mánudagskvöldið að xG… Meira
22. maí 2025 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Mikið fjör á Króknum

Úrslitaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik hófst eftir að Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld og ítarlega umfjöllun um hann er að finna á mbl.is/sport/korfubolti Meira
22. maí 2025 | Íþróttir | 687 orð | 2 myndir

Mjög mikil stemning í litlum bæ

„Tilfinningin er mjög góð. Það var ótrúlega skemmtilegt að fá að upplifa þetta. Þetta var bara geggjað,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir, sem varð í síðustu viku sænskur meistari með handboltaliði Skara, í samtali við Morgunblaðið Meira
22. maí 2025 | Íþróttir | 309 orð | 2 myndir

Norska handboltakonan Mia Kristin Syverud er gengin til liðs við…

Norska handboltakonan Mia Kristin Syverud er gengin til liðs við Selfyssinga og hefur samið við félagið til ársins 2027. Mia kemur frá Aker í norsku B-deildinni. Hún er hægri skytta og hefur leikið með bæði Aker og Sola í norsku úrvalsdeildinni, sem og í Evrópudeildinni Meira
22. maí 2025 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Oklahoma City fór vel af stað

Oklahoma City Thunder vann mjög öruggan sigur á Minnesota Timberwolves, 114:88, í fyrsta úrslitaleik Vesturdeildar NBA í körfuknattleik í fyrrinótt. Staðan í einvíginu er 1:0 en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar Meira
22. maí 2025 | Íþróttir | 968 orð | 2 myndir

Stóra markmiðinu náð

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, mun ganga til liðs við spænska stórliðið Barcelona í sumar en hann skrifaði undir tveggja ára samning á Spáni. Markvörðurinn, sem er 24 ára gamall, er samningsbundinn Wisla Plock í… Meira
22. maí 2025 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Sveindís Jane til Los Angeles

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við bandaríska félagið Angel City og hefur samið við það til hálfs þriðja árs. Angel City skýrði frá þessu í gær en samningurinn er til loka tímabilsins 2027 Meira
22. maí 2025 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Tíu ára Eyjapeyi fór holu í höggi

Kristó­fer Daði Vikt­ors­son fór holu í höggi á 14. holu golf­vall­arins í Vest­manna­eyjum síðasta mánudag. Kristó­fer Daði er aðeins tíu ára gam­all, fæddur árið 2015. Golf­klúbb­ur Vest­manna­eyja greindi frá þessu glæsi­lega af­reki Eyjapeyjans unga á face­booksíðu sinni Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.