Greinar fimmtudaginn 12. júní 2025

Fréttir

12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Anna Sóley flytur frumsamin lög í bland við samtímadjass á Holtinu

Söngkonan, lagasmiðurinn og fiðluleikarinn Anna Sóley, gítarleikarinn Daníel Helgason og kontrabassaleikarinn Nicolas Moreaux koma fram á Hótel Holti í kvöld, fimmtudaginn 12. júní. Segir í tilkynningu að þar flytji þau blöndu af nýjum og gömlum… Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 1498 orð | 4 myndir

Birria taco-ið hennar Ingunnar nýtur mikilla vinsælda

Uppskriftina fann hún á YouTube og fyrsta skiptið tókst svo vel að hún ákvað að gera þetta aftur. Hún er meira að segja búin að taka aðferðina upp og birta á TikTok sem hefur farið sigurför um miðilinn Meira
12. júní 2025 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Brian Wilson úr The Beach Boys látinn

Bandaríski tónlistamaðurinn Brian Wilson er látinn, 82 ára að aldri. Tilkynnt var um andlátið í gær. Wilson var söngvari í hljómsveitinni vinsælu The Beach Boys sem sló í gegn á sjöunda áratugnum. Var hann einn af stofnendum hljómsveitarinnar og helsti lagasmiður hennar Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Eðlilegt veiðigjald talið 35,7%

Aðeins tæpur fjórðungur landsmanna telur sig vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fiskveiða sé greitt í veiðigjöld, en þegar spurt var um það hversu hátt hlutfallið væri reyndust svörin nokkuð á reiki Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Eignaupptaka frá ellilífeyrisþegum

Benedikt Jóhannesson, fv. fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, leggst eindregið gegn frumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, um svokallaða víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Ekki vandamál framtíðarinnar

„Mannkynið hefur of lengi tekist á við loftslagsmál eins og þau séu vandamál framtíðarkynslóða. Loftslagshamfarir hafa hins vegar þegar gengið í garð. Því verður að bregðast við strax.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi… Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Fegursti salernisgámur landsins

Listakonan Ellý Reykjalín hefur vakið athygli með litríkri hönnun á klósettgámi við fjörupottana á Hauganesi í Eyjafirði. Gámurinn hefur hlotið viðurnefnið „fallegasti klósettgámur landsins“ og ekki að ástæðulausu Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Fjögurra ára bið eftir HBO á enda

Opnað verður fyrir streymisveituna HBO Max hér á landi í næsta mánuði. Áskrifendur fá aðgang að fjölmörgum þáttaröðum og kvikmyndum úr smiðju HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals og Discovery auk íþróttaefnis frá Eurosport Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 415 orð | 2 myndir

Fræðsla hvetji til ábyrgra ferða

„Áhyggjuefni okkar jeppafólks er að leiðum inni á hálendinu verði lokað og óþörf takmörk sett undir merkjum náttúruverndar. Mótleikurinn við því er fræðsla og hvatning til ábyrgrar ferðamennsku eins og ég tel okkar fólk almennt stunda,“… Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 79 orð

Fræðsluganga í Þrastaskógi

Alviðrunefnd Landverndar stendur fyrir fræðslugöngu um Þrastaskóg við Sogið næstkomandi laugardag kl. 14–16. Fræðst verður um plöntur, fugla og lífið í Soginu. Náttúrufræðingarnir Einar Þorleifsson, Rannveig Thoroddsen og Skúli Skúlason leiða gönguna, sem hefst á hlaði bæjarins Alviðru Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Gagnrýna misnotkun á aðgengi að Hljóðbókasafninu

Rithöfundasamband Íslands hvetur Hljóðbókasafnið til að huga vandlega að réttindum höfunda í starfsemi safnsins. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Rithöfundasambandsins í lok apríl en kynnt var nú í vikunni Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 134 orð

Gagnrýnir áróður gegn stóðhryssum

Hallgerður Hauksdóttir, fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands, gagnrýnir það sem hún kallar áróður gegn íslenskum stóðhryssum og segir hann byggðan á fordómum og vanþekkingu. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir hún að hryssurnar búi við… Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Halla flytur ávarpið í stað Kristrúnar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarp á Austurvelli á 17. júní, í sinn stað. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Hefði þetta verið fyrsta hátíðarávarp Kristrúnar sem forsætisráðherra Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Inga fyrst að Kvoslæk

Gleðistund verður á Kvoslæk í Fljótshlíð laugardaginn 14. júní kl. 15, þegar Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, listmálari frá Vestur-Sámsstöðum, nú búsett á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð, kynnir listsköpun sína undir fyrirsögninni Frá hagahliðinu Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 796 orð | 6 myndir

Hvað ætla þau að gera í sumar? – Með hjólhýsið í ferð um landið – Vil gott sumar í Grindavík – Gengið með skyt

„Eftir margar góðar utanlandsferðir, meðal annars til Tenerife, ætlar fjölskyldan að ferðast innanlands í sumar. Maðurinn minn sem er að hálfu Íslendingur ólst upp á Nýja-Sjálandi og vill kynnast Íslandi betur Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Höllu forseta var vel tekið í Japan

Ragnar Þorvarðarson, sem skipulagt hefur þátttöku Íslands á heimssýningunni í Osaka í Japan, segir boðskap Höllu Tómasdóttur forseta Íslands hafa hitt í mark á heimssýningunni. „Við erum með mjög öflugan forseta sem leitar eftir því að hitta fólk Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Jón Ingi með sýningu á Selfossi

Jón Ingi Sigurmundsson heldur þessa dagana sýningu á vatnslitamyndum sem er í Gallery Listaseli, Brúarstræti 1 í nýja miðbænum á Selfossi. Myndefnið er að mestu náttúra og byggingar á Suðurlandi eins og áður í verkum Jóns Inga Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 288 orð

Kafað í fjármál flokksins

Nýkjörin stjórn Sósíalistaflokksins kannar um þessar mundir fjármál flokksins frá tíð fyrri stjórnar og þá ekki síst fjárveitingar félagsins til óskyldra félaga á undanförnum árum, sem nema tugum milljóna Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 136 orð

Klúbburinn Geysir heldur hátíð

Geysisdagurinn svonefndi verður haldinn hátíðlegur í 12. sinn næstkomandi laugardag, 14. júní, milli kl. 11 og 15 í bækistöð klúbbsins sem er að Skipholti 29 í Reykjavík. Geysir er fyrir fólk sem á eða átt hefur við geðrænar áskoranir að stríða og dagskráin fram undan er skemmti- og fjölskyldudagur Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Kópavogsslagur í bikarkeppninni

Átta liða úrslitunum í bikarkeppni kvenna lýkur í kvöld og þá verður ljóst hvaða fjögur lið leika í undan­úrslitum. Þór/KA tekur á móti FH í Boganum á Akureyri klukkan 17.30 en þar eigast við liðin í fjórða og þriðja sæti Bestu deildarinnar Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Kærleiksherferðin er hafin

Í gær hófst kærleiksherferð Riddara kærleikans þar sem safnað er fyrir húsnæði sem myndi hýsa geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis, sem mun heita Bryndísarhlíð. Kærleiksherferðin hófst með viðburði í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Leikirnir sýndir á Netflix íþróttanna

Flautað verður til leiks á nýju Heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum á laugardag. Þar munu mörg af stærstu knattspyrnu­félögum heims etja kappi. Þar á meðal eru Real Madrid, Inter Mílanó, Bayern München og Juv­entus Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 1453 orð | 2 myndir

Maðurinn á bak við heimssýninguna

Á bak við þátttöku Íslendinga á heimssýningunni í Japan er ungur maður úr Kópavogi sem hefur óvenjumikla skipulagsgáfu. Því kynntist blaðamaður á heimssýningunni í Japan á dögunum. Maðurinn, Ragnar Þorvarðarson, varamaður sendiherra í Japan, leiddi… Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 21 orð

Nafn Halldóru misritaðist

Í andlátsfrétt um Viðar Símonarson í blaðinu í gær misritaðist nafn eiginkonu hans, Halldóru Sigurðardóttur. Beðist er innilegrar velvirðingar á mistökunum. Meira
12. júní 2025 | Fréttaskýringar | 653 orð | 3 myndir

Rennir aftur í hlað á Gljúfrasteini

Hin þekkta Jagúarbifreið nóbelsskáldsins, Halldórs Kiljans Laxness, hefur farið í gegnum mikla yfirhalningu og verður aftur til sýnis næstkomandi laugardag á „heimavelli sínum“ á Gljúfrasteini í Mosfellsdal Meira
12. júní 2025 | Fréttaskýringar | 632 orð | 3 myndir

Ríkisstyrkjum ráðstafað í óskyld félög

Styrkir ætlaðir starfsemi stjórnmálasamtaka sem runnið hafa til Sósíalistaflokksins frá hinu opinbera hafa verið veittir áfram í starfsemi sjálfstæðra, óskyldra félaga. Sósíalistaflokkurinn hefur fengið ríflega 100 milljónir króna í styrki frá ríkinu frá árinu 2022 Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Samdráttur í sjónmáli siglinga

Mikill samdráttur í komum skemmtiferðaskipa til Íslands er fyrirséður á næstu árum samkvæmt því sem fram kom á fundi Cruise Iceland sem haldinn var á Parliament hótelinu í Reykjavík á dögunum. Á fundinum komu saman fulltrúar skipafélaga, þingmenn,… Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 218 orð

Sauðfé drapst í slæmu júníhreti

Eitthvað var um að sauðfé dræpist vegna veðurs á Norður- og Austurlandi í júníhretinu sem gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Þetta segir Eyjólfur Ingi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands Meira
12. júní 2025 | Fréttaskýringar | 375 orð | 4 myndir

Sjö árum síðar blasir sárið enn við

Mikil skriða féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal fyrir rétt tæpum sjö árum í sumar. Skriðan hafði mikil áhrif og breytti farvegi Hítarár. Mikið lón myndaðist norðan við skriðuna um tíma áður en áin fann sér nýjan farveg Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Skordýrin skoðuð í rigningunni

Þó að blautt væri úti og ekkert sérstaklega hlýtt í veðri lagði fjöldi forvitinna barna leið sína í Elliðaárdalinn í gær til að skoða skordýr, sem voru þó mörg hver í felum vegna rigningarinnar. Pollagalli og stígvél komu að góðum notum fyrir börnin og fróðleiksfýsnin skein í hverju andliti Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 202 orð | 2 myndir

Skundað verður á Þingvöll 15. júní

„Ætlunin er að skapa þarna skemmtilega stund og tilefni til að heimsækja Þingvelli, stað sem margir eiga góðar minningar um en hafa ekki heimsótt lengi,“ segir Einar Á.E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum Meira
12. júní 2025 | Erlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Skylda að klæðast sundbúrkum

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa nú leitt í lög ákvæði sem skyldar konur til að hylja líkama sinn enn frekar í almenningi. Þær konur sem t.a.m. vilja njóta sólarinnar á baðströndum verða nú að klæðast svokölluðum sundbúrkum eða öðrum „íhaldssömum“ klæðnaði Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Strætó ætlar að fjölga ferðum

Tíðni ferða Strætó mun aukast frá og með 17. ágúst á fjórum leiðum á annatíma þannig að vagnar ganga á 10 mínútna fresti í stað þess að vera á 15 mínútna fresti. Þar að auki ganga vagnar á þremur leiðum á 15 mínútna fresti í stað 30 mínútna Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 515 orð | 1 mynd

Sumir ramba, aðrir vippa, flestir vega salt

Í Hafnarfirði er talað um að ramba eða rambelta, á Ísafirði og í Bolungarvík vippa menn en annars staðar er talað um að vega salt. Svona er eitt af mýmörgum dæmum um það hvernig orðaforði getur verið mismunandi eftir því hvaðan á landinu málhafinn er Meira
12. júní 2025 | Erlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Útgöngubann í miðborg Los Angeles

Lögreglan í Los Angeles-borg handtók í fyrrinótt að minnsta kosti 25 manns fyrir að brjóta gegn útgöngubanni sem borgarstjórinn Karen Bass setti á í fyrradag. Útgöngubannið verður í gildi milli kl. 20 á kvöldin og 6 um morguninn að staðartíma næstu daga að sögn Bass Meira
12. júní 2025 | Fréttaskýringar | 525 orð | 2 myndir

Verktakinn varaði borgina við

Verktakinn við byggingu leikskólans Brákarborgar varaði ítrekað við því að burðarþol þaksins væri ófullnægjandi og fór fram á skriflega yfirlýsingu burðarþolshönnuðar áður en 13 cm steypuílögn var lögð ójárnbundin á steypta þakplötu Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Vilja að Laugarnesið verði friðlýst

„Við viljum að ráðherra höggvi á hnútinn, hann hefur valdið og lokaorð í þessu máli og vonumst við til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og einn Laugarnesvina, sem afhentu Jóhanni Páli… Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 53 orð

Vilja klára að friðlýsa Laugarnesið

Samtökin Laugarnesvinir afhentu Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra um 3.300 undirskriftir í gær þar sem hann er hvattur til að friðlýsa allt Laugarnesið. Ráðherra tók vel í erindið og hét því að ýta á eftir að Reykjavíkurborg og Minjastofnun lykju friðlýsingarferlinu Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Virtu ekki viðvaranir um burðarþol

Verktakinn við byggingu leikskólans Brákarborgar varaði ítrekað við að burðarþol þaksins væri ófullnægjandi og fór fram á skriflega yfirlýsingu hönnuðar áður en 13 cm steypuílögn var lögð ójárnbundin á steypta þakplötu Meira
12. júní 2025 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Vopnakerfi streyma til Washington

Hinn 14. júní næstkomandi verða 250 ár liðin frá stofnun Bandaríkjahers og af því tilefni eru tekin að streyma til Washington vopnakerfi af hinum ýmsu gerðum. Til sýnis verða m.a. orrustuskriðdrekar, brynvagnar af ýmsum gerðum, árásardrónar, loftför og taktfastar hersveitir Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 560 orð

Yfir þúsund mál til Landsréttar í fyrra

Málum sem koma til Landsréttar hefur fjölgað stöðugt allt frá árinu 2020 og á seinasta ári urðu þau tíðindi að heildarfjöldi innkominna mála fór í fyrsta sinn í sögu réttarins yfir eitt þúsund. Þetta kemur fram í ársskýrslu Dómstólasýslunnar 2024… Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Þinglok hvergi í augsýn enn

Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Snorri Másson tekur undir að það sé mikil spenna í þinginu þessa dagana, en segir merkilegt að spennan sé nær öll hjá stjórnarliðinu, sem sé með „hrúgu af stórum málum“ í fanginu sem lítið gangi að þoka í gegnum hina þinglegu meðferð Alþingis Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Þorsteinn heiðursfélagi arkitekta

Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og leikari, verður gerður að heiðursfélaga Arkitektafélags Íslands við formlega athöfn í Elliðaárstöð síðdegis í dag. Samþykkt var á aðalfundi félagsins í mars sl. að heiðra Þorstein með þessum hætti Meira
12. júní 2025 | Innlendar fréttir | 320 orð | 2 myndir

Þriggja mánaða bið hjá Starbucks

„Þetta er ekki frábær staða,“ segir Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi. Til stóð að opna tvö kaffihús Starbucks í miðborg Reykjavíkur í maí en opnunin hefur nú frestast fram í sumarlok Meira

Ritstjórnargreinar

12. júní 2025 | Staksteinar | 195 orð | 1 mynd

Án framtíðarhugsunar og skynsemi

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og fyrrverandi frambjóðandi Viðreisnar, fjallar á Facebook um störf ríkisstjórnarinnar. Þar segist hann eiginlega „orðinn kjaftstopp, að vera 68 ára… Meira
12. júní 2025 | Leiðarar | 630 orð

Flækjur og tafir

Reykjavíkurborg drepur niður athafnasemi íbúanna Meira

Menning

12. júní 2025 | Menningarlíf | 167 orð | 1 mynd

Boðið upp eftir að hafa verið týnt í 150 ár

Málverk eftir Turner hefur komið í leitirnar eftir að hafa verið týnt í 150 ár. Um er að ræða fyrsta verkið sem hann sýndi á ferlinum, en það verður á uppboði 28. júní til 1. júlí hjá Sotheby’s í London Meira
12. júní 2025 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Dularfull bók eftir dularfullan höfund

Dularfullur böggull barst Skáldu bókabúð á dögunum. Skálda greinir frá því á Instagram-reikningi sínum að böggullinn hafi að geyma „dularfulla bók eftir afar dularfullan höfund“. Bókin heitir Páfagaukagarður­inn og er eftir höfund sem kallar sig… Meira
12. júní 2025 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Fagna tveimur nýjum verkum í Pastel ritröð

Tveimur splunkunýjum verkum eftir tvo ólíka listamenn í Pastel ritröð verður fagnað í dag, fimmtudaginn 12. júní, klukkan 17 í Sigurhæðum á Akureyri en þar flytur Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir nokkur lög Meira
12. júní 2025 | Fólk í fréttum | 934 orð | 8 myndir

Ferskir íslenskir sumarsmellir – TikTok, Tímavél og fertugsafmæli JJ – Bríet með blóð á vörunum – Una Torfa og

Jón Jónsson mætti nýverið bæði í morgunþáttinn Ísland vaknar og síðdegisþáttinn Skemmtilegri leiðin heim á K100, þar sem hann fór um víðan völl og ræddi meðal annars nýja lagið sitt, Tímavél, og væntanlegt fertugsafmæli 30 Meira
12. júní 2025 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Fletur út sjónræn svið með einlita rannsókn

Myndlistarkonan Karen Ösp Pálsdóttir opnaði nýverið sýninguna Blá bergmál / Blue Echo í Þulu, Hafnartorgi, en hún stendur til 12. júlí. Karen Ösp er fædd 1992 og býr og starfar í Reykjavík og New York Meira
12. júní 2025 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Hundar velkomnir á Listasafnið á Akureyri

Listasafnið á Akureyri býður hunda og eigendur þeirra velkomna á sérstakt hundakvöld í kvöld, fimmtudaginn 12. júní. Opið verður klukkan 19-22 og ókeypis inn fyrir eigendur í fylgd hunda. Léttar veitingar í boði fyrir fjórfætlinga og fyrstu gestir fá óvæntan glaðning Meira
12. júní 2025 | Bókmenntir | 909 orð | 3 myndir

Í öllu falli ósakhæf

Ljóð Fimm ljóð ★★★★· Eftir Eirík Örn Norðdahl. Mál & menning, 2025. Mjúkspjalda, 80 bls. Meira
12. júní 2025 | Fjölmiðlar | 196 orð | 1 mynd

Konur gera kvikmyndir á RÚV

Á vef RÚV má finna afar vandaða þætti sem nefnast Women Make Film, eða Konur í kvikmyndagerð, og fjalla þeir, eins og titillinn ber með sér, um konur í kvikmyndagerð. Umfjöllunarefnið er þarft, því sagan sýnir að karlar hafa fengið, og fá enn, mun meiri athygli sem leikstjórar en konur Meira
12. júní 2025 | Menningarlíf | 960 orð | 2 myndir

Lygi að segja að þetta hefði verið létt

„Ég held að það sé óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið framar vonum. Við tókum á móti um 6.000 gestum allt í allt og frumsýndum tíu íslensk leikverk, þannig að fyrsta árið okkar gekk alveg frábærlega,“ segir leikarinn Kristinn Óli… Meira
12. júní 2025 | Leiklist | 1510 orð | 8 myndir

Rými til að setja sig í spor annarra

Óhætt er að segja að nýliðið leikár hafi hafist af miklum krafti frá grasrótinni, því í byrjun síðasta sumars var nýtt íslenskt sviðslistahús, Afturámóti, kynnt til sögunnar með aðsetur í Háskólabíói Meira
12. júní 2025 | Menningarlíf | 324 orð | 1 mynd

Sjálfmenntaður listamaður og heimspekingur

Sölvi Helgason fæddist í Skagafirði árið 1820. Hann missti foreldra sína ungur að aldri, ólst upp við harðneskju og tók snemma upp flakk um landið sem hann ástundaði alla ævi. Allt frá þrettándu öld voru við lýði vistarbönd hér á landi en þau fólu í … Meira
12. júní 2025 | Tónlist | 1073 orð | 2 myndir

Verkefni að vinna

Ég hef fylgst náið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í að verða þrjátíu ár og séð bæði ótal tónleika, æfingar og að minnsta kosti tugi ólíkra hljómsveitarstjóra að störfum. Á þessum tíma hafa orðið gríðarlegar breytingar á hljómsveitinni til hins betra. Meira
12. júní 2025 | Fólk í fréttum | 261 orð | 9 myndir

Vinsælustu stuttbuxur sumarsins

Það er eitt stuttbuxnasnið sem kemur til með að vera mjög áberandi yfir sumarmánuðina. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þetta snið skýtur upp kollinum heldur hefur það verið vinsælt síðustu ár. Nú er hins vegar tíminn til að stökkva á vagninn ef… Meira
12. júní 2025 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

Þrennir tónleikar í Hannesarholti

Þrennir tónleikar fara fram í Hannesarholti á næstu dögum en í kvöld, fimmtudaginn 12. júní kl. 20, verður Kári Egilsson með einleikstónleika þar sem hann mun spila ný og gömul lög í bland, eftir sjálfan sig og önnur tónskáld, að því er segir í tilkynningu Meira

Umræðan

12. júní 2025 | Aðsent efni | 994 orð | 1 mynd

Á ríkið að bæta borginni gíslatöku byggingarlands?

Enda þótt krafan vísi einkum til hagsmuna Reykjavíkurborgar og beinna og óbeinna hagsmuna borgarbúa þá varðar hún einnig íbúa alls landsins. Meira
12. júní 2025 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Borgarkerfið bregst vegna Brákarborgar

Þrátt fyrir að hafa hlotið sjálfbærniverðlaun var húsið ekki sjálfbærara en svo að það hélt ekki uppi eigin þaki. Meira
12. júní 2025 | Aðsent efni | 279 orð | 3 myndir

Íslenski fáninn 110 ára

Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir: notum fánann eða veifuna reglulega. Meira
12. júní 2025 | Aðsent efni | 625 orð | 1 mynd

Lífsgæði stóðhryssunnar

Við þurfum að sjá við ósannindum í umræðum um dýravelferð. Látum okkur varða velferð dýra en gerum það á grundvelli gagnreyndrar þekkingar. Meira
12. júní 2025 | Aðsent efni | 343 orð | 1 mynd

Nú reynir á ríkisstjórnina

Málið er eins pólitískt og hugsast getur, ekki bara landsbyggðarpólitískt heldur einnig pólitískt fyrir Ísland allt og heim alþjóðaviðskipta. Meira
12. júní 2025 | Pistlar | 448 orð | 1 mynd

Það er ljótt að plata strandveiðimenn

Eftir dúk og disk lagði atvinnuvegaráðherra fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem fjallar um strandveiðar og regluverk er þær varða. Frumvarpið var ekki birt í samráðsgátt og fékk svo vikulangan umsagnarfrest í þinginu, sem innifól langa helgi Meira

Minningargreinar

12. júní 2025 | Minningargreinar | 353 orð | 1 mynd

Bryndís Kolbrún Sigursteinsdóttir

Bryndís Kolbrún fæddist 12. desember 1952 á Brimnesi Ólafsfirði. Hún lést 2. júní 2025 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hennar voru Sigursteinn Magnússon, f. 17.8. 1902, d. 21.11. 1960, skólastjóri og Ásta J Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 1047 orð | 1 mynd

Friðleifur Ingvar Friðriksson

Friðleifur Ingvar Friðriksson fæddist 10. september 1950 í Reykjavík. Hann lést á líknardeildinni í Kópavogi 26. maí 2025. Foreldrar hans voru Friðrik Magnús Friðleifsson myndskeri, f. 1922, d. 1989, og Guðrún Ólafsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 1245 orð | 1 mynd

Gréta Ólafía Ágústsdóttir

Gréta Ólafía Ágústsdóttir fæddist 14. febrúar 1936 í Lækjarhvammi í Austur-Landeyjum. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 21. maí 2025. Foreldrar hennar voru Ágúst Guðlaugsson, f. 14.8. 1903, d. 26.8 Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 1665 orð | 1 mynd

Guðrún Nanna Þorsteinsdóttir

Nanna Þorsteinsdóttir fæddist á Hvammstanga, 14. júlí 1931. Hún lést á Landspítalanum 31. maí 2025. Foreldrar Nönnu voru Þorsteinn Ásgeirsson, f. 27. júlí 1902, d. 13. ágúst 1980, og Gyða Daníelsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 1684 orð | 1 mynd

Halldóra Málfríður Gunnarsdóttir

Halldóra Málfríður Gunnarsdóttir fæddist í Konráðsbæ í Stykkishólmi 9. september 1927. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 13. maí 2025. Fjölskyldan fluttist í Fögruhlíð 1929. Foreldrar hennar voru Kristensa Valdís Jónsdóttir og Gunnar Bachmann Guðmundsson Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 1864 orð | 1 mynd

Kristín Björk Jóhannsdóttir

Kristín Björk Jóhannsdóttir fæddist á Ísafirði 20. ágúst 1959. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík 26. maí 2025. Foreldrar hennar voru Jóhann Bjarnason, stýrimaður, verkstjóri og síðar fiskverkandi á Suðureyri, f Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 2373 orð | 1 mynd

Kristín Jóhanna Holm

Kristín Jóhanna Holm fæddist á Siglufirði 17. júlí 1934. Hún lést 7. maí 2025. Kjörforeldrar Kristínar voru Jörgen Sofus Holm, f. 11. mars 1899, d. 7. júlí 1998, og Sigurbjörg Gunnarsdóttir, f. 17. júní 1907, d Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 481 orð | 1 mynd

Pétur Einar Pétursson

Pétur Einar Pétursson fæddist á Gili Fáskrúðsfirði 29. maí 1962. Hann lést á heimili sínu 25. maí 2025. Foreldrar hans voru Hjördís Ágústsdóttir, f. 29. maí 1933, og Pétur Herlúf Jóhannesson, f. 13. júní 1929 Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 1044 orð | 1 mynd

Sigrún Aspelund

Sigrún Aspelund fæddist 11. apríl 1946. Hún lést 3. maí 2025. Útför Sigrúnar fór fram 10. júní 2025. Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 517 orð | 1 mynd

Vera Tómasdóttir

Vera Tómasdóttir, fv. upplýsingafulltrúi hjá Bæjarskrifstofu Garðabæjar, fæddist í Southampton á Englandi 2. nóvember 1935. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 23. maí 2025. Foreldrar hennar voru Ethel og Thomas Dundee Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 187 orð | 1 mynd

Þórhallur Margeir Einarsson

Þórhallur Margeir Einarsson fæddist á Sæborg við Hjalteyri 14. febrúar 1931. Hann lést 25. maí 2025. Foreldrar hans voru Einar Jónasson, f. 2.12. 1888, d. 23.2. 1969, og Kristín Margrét Kristjánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
12. júní 2025 | Minningargreinar | 1557 orð | 1 mynd

Þórólfur Kristján Beck

Þórólfur Kristján Beck fæddist 1. september 1944 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. maí 2025. Faðir hans var Konráð Þórólfsson Beck, stjórnarráðsfulltrúi, og móðir hans Sigríður Kristjánsdóttir Beck, húsfreyja í Reykjavík Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

12. júní 2025 | Sjávarútvegur | 870 orð | 1 mynd

Efasemdir um ráðgjöf Hafró

Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækja eru margir óánægðir með ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir komandi fiskveiðiár sem kynnt var í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði á föstudaginn. Það sem slær menn hvað mest er að stofnunin skuli leggja til 4%… Meira

Viðskipti

12. júní 2025 | Viðskiptafréttir | 169 orð | 1 mynd

Bandaríkin og Kína nær sáttum

Tveggja daga fundi Bandaríkjamanna og Kínverja lauk í London í gær með það að markmiði að styrkja brothættan frið í viðskiptadeilu ríkjanna. Fundurinn byggðist á símtali Trumps og Xis í síðustu viku og leiddi til þess að samkomulag náðist um… Meira
12. júní 2025 | Viðskiptafréttir | 225 orð | 1 mynd

Hægt að skipta landinu í verðsvæði

Landsnet telur að skipting raforkumarkaðarins í verðsvæði, að norskri fyrirmynd, gæti leitt til lægri flutningsgjalda hér á landi. Þetta kom fram á raforkumarkaðsfundi Landsvirkjunar í síðustu viku. Í dag eru flutningsgjöld raforku á Íslandi óháð raforkuverði og byggð á reglum um tekjumörk Landsnets Meira
12. júní 2025 | Viðskiptafréttir | 521 orð | 1 mynd

Meginstarfsemi Play til Möltu og Litáen

Veruleg stefnubreyting blasir við í rekstri flugfélagsins Play verði yfirtökutilboð BBL 212 hf. samþykkt. Yfirtökuaðilarnir, undir forystu Einars Ernis Ólafssonar og Elíasar Skúla Skúlasonar, sem stefna að því að leggja fram tilboð í allt hlutafé… Meira

Daglegt líf

12. júní 2025 | Daglegt líf | 1334 orð | 2 myndir

Ein allra besta ákvörðun mín

Þetta er hús með mikla sögu, danski bakarinn Jörgen E. Jensen byggði það árið 1876 og var með bakarí í kjallaranum, sem kallað var Norska bakaríið af því að húsið var flutt inn í einingum frá Noregi Meira

Fastir þættir

12. júní 2025 | Í dag | 67 orð

[4052]

Að hafa eitthvað upp á sig er að gagna, bera árangur, hafa þýðingu; einkum í setningum á borð við Heldurðu að þetta hafi eitthvað upp á sig? Enda kemur lítið eða ekkert oft í stað eitthvað; sjaldan búist við miklum árangri og mikill kemur varla… Meira
12. júní 2025 | Í dag | 738 orð | 4 myndir

„Það er best að búa á Íslandi“

Anna Margrét Hauksdóttir fæddist á Akureyri 12. júní 1965. „Ég ólst upp á Brekkunni á Akureyri og átti dásamlega æsku.“ Hún gekk í Lundarskóla, síðan Gagnfræðaskóla Akureyrar og svo Menntaskólann á Akureyri, en hún fagnar 40 ára stúdentsafmæli í ár Meira
12. júní 2025 | Í dag | 264 orð

Af Teslu, fjárhúsi og tóbaki

Friðrik Steingrímsson rýnir í stöðu heimsmála: Forsetans er falur skrjóður fyrir lítið segja þeir, Trump er alveg trítilóður Teslu notar aldrei meir. Jón Jens Kristjánsson yrkir að gefnu tilefni: Suður í Leifsstöð sverfur að í sífelldu vöruhraki… Meira
12. júní 2025 | Í dag | 177 orð

Falleg alslemma A-Allir

Norður ♠ Á87652 ♥ 9 ♦ 108 ♣ 10976 Vestur ♠ 943 ♥ DG864 ♦ 943 ♣ G3 Austur ♠ KDG10 ♥ 1073 ♦ G76 ♣ 842 Suður ♠ – ♥ ÁK52 ♦ ÁKD52 ♣ ÁKD5 Suður spilar 7♣ Meira
12. júní 2025 | Í dag | 97 orð | 1 mynd

Heiðrún Dóra Jónasdóttir

30 ára Heiðrún Dóra ólst upp í Reykjavík og bjó í Árbænum fram eftir aldri og gekk þar í skóla. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og hefur unnið á Landspítalanum. Í dag vinnur hún á leikskóla í Mosfellsbæ Meira
12. júní 2025 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Rögnvaldur Á. Ragnarsson Long

30 ára Rögnvaldur ólst upp í Garðabæ frá sex ára aldri. Hann var mikið í fótbolta sem strákur og lék með Stjörnunni upp í 2. flokk. Hann flutti til Suður-Jótlands í Danmörku og var í heimavistarskóla í tvö ár Meira
12. júní 2025 | Í dag | 166 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 d4 5. 0-0 c5 6. e3 Rc6 7. d3 Be7 8. exd4 cxd4 9. He1 Rd7 10. Ra3 e5 11. Rc2 a5 12. Hb1 0-0 13. a3 a4 14. Bd2 f6 15. Rh4 Rc5 16. Bd5+ Kh8 17. Rb4 g5 18. Rg2 Dd6 19 Meira
12. júní 2025 | Dagbók | 32 orð | 1 mynd

Stóru málin og spennan í þinginu

Þingstörfin eru einhvern veginn á lokametrunum en þó ekki, en lítið virðist þokast í samkomulagsátt og spennan í þinginu nánast áþreifanleg. Andrés Magnússon ræðir það og fleira við Snorra Másson þingmann Miðflokksins. Meira
12. júní 2025 | Dagbók | 95 orð | 1 mynd

Tom Cruise setti heimsmet

Tom Cruise hefur bætt enn einu stórvirki í ferilinn og nælt sér í nýtt heimsmet hjá Heimsmetabók Guinness. Hann tryggði sér metið eftir að hafa stokkið 16 sinnum úr þyrlu með logandi fallhlíf. Í hverju stökki var fallhlífin vætt með eldfimu efni og… Meira

Íþróttir

12. júní 2025 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Brasilía verður með í 23. skipti

Brasilía verður með á HM karla í knattspyrnu 2026 í Norður-Ameríku og er því áfram eina þjóðin sem hefur verið með á öllum lokamótum HM frá 1930. Þetta varð endanlega ljóst í fyrrinótt þegar Brasilía vann Paragvæ 1:0 í Sao Paulo, í 16 Meira
12. júní 2025 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Damir mætir í 15. umferðinni

Knattspyrnumaðurinn Damir Muminovic er á leið í Breiðablik á ný eftir hálft ár hjá DPMM í Asíuríkinu Brúnei. Hann er kominn með skráðan samning hjá KSÍ frá og með 1. júlí og ætti að geta spilað fyrsta leikinn gegn Vestra í 15 Meira
12. júní 2025 | Íþróttir | 345 orð | 2 myndir

Íslendingarnir þrír sem hófu keppni á Opna breska áhugamannamóti kvenna í…

Íslendingarnir þrír sem hófu keppni á Opna breska áhugamannamóti kvenna í golfi í Nairn í Skotlandi í gær eru úr leik eftir fyrsta keppnisdaginn. Leiknar voru 36 holur og fyrstu 64 komust áfram. Perla Sól Sigurbrandsdóttir hafnaði í 96 Meira
12. júní 2025 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Kayla kemur í stað Caroline

Þróttur úr Reykjavík hefur samið við bandarísku knattspyrnukonuna Kaylu Rollins um að leika með liðinu frá og með 17. júlí þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður að nýju hér á landi. Rollins kemur í stað Caroline Murray sem er á leið til… Meira
12. júní 2025 | Íþróttir | 821 orð | 1 mynd

Með gæsahúð allan tímann

Knattspyrnukonan Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir hefur verið í stóru hlutverki hjá FC Köbenhavn á yfirstandandi keppnistímabili en liðið tryggði sér sæti í dönsku B-deildinni á dögunum. Sunneva, sem er 28 ára gömul, gekk til liðs við danska félagið í… Meira
12. júní 2025 | Íþróttir | 1308 orð | 11 myndir

Níu leikmenn hafa helst úr lestinni

Ljóst er að stór skörð eru höggvin í íslenska kvennalandsliðið í handknattleik eftir að alls fimm leikmenn tilkynntu að skórnir væru komnir á hilluna í kjölfar þess að síðasta tímabili lauk. Tveir leikmenn eru þá hættir að spila með landsliðinu Meira
12. júní 2025 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Rúnari sagt upp hjá Leipzig

Þýska handknattleiksfélagið Leipzig hefur sagt þjálfaranum Rúnari Sigtryggssyni upp störfum en hann stýrði því í tæp þrjú ár í efstu deild. Eftir að hafa hafnað í 11. og 8. sæti tvö fyrstu árin, með 31 og 33 stig, endaði Leipzig í 13 Meira
12. júní 2025 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Það var pirrandi að horfa á vináttulandsleik íslenska karlalandsliðsins í…

Það var pirrandi að horfa á vináttulandsleik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir sögulegan sigur gegn Skotlandi á föstudaginn gerði maður sér vonir um það að íslenska liðið myndi láta kné fylgja kviði með… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.