Greinar laugardaginn 14. júní 2025

Fréttir

14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

„Frábært malbikunarveður“

Mal­bikunar­fram­kvæmd­ir á höfuðborg­ar­svæðinu hafa gengið von­um fram­ar í vor og sum­ar og eru á und­an áætl­un hjá fyr­ir­tækj­un­um Colas og Mal­bik­un­ar­stöðinni Höfða. „Það hef­ur gengið merki­lega vel Meira
14. júní 2025 | Fréttaskýringar | 624 orð | 3 myndir

Augu flughers Rússa eru tekin að lokast

Deilt er um fjölda þeirra flugvéla sem skemmdust og/eða eyðilögðust með öllu í drónaárás Úkraínuhers á fjóra herflugvelli djúpt inni í rússnesku landi hinn 1. júní síðastliðinn. Strax í kjölfar árásarinnar sagði varnarmálaráðuneyti Úkraínu… Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Baðlón við Holtsós í skipulagsferli

Áform um hótel og baðlón við Holtsós undir Eyjafjöllum hafa mætt andstöðu meðal íbúa í nærsveitum. Safnað hefur verið undirskriftum og skilað inn formlegum mótmælum, auk þess sem virkur undirskriftalisti er inni á Ísland.is Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Besta deild karla fer aftur af stað

Keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefst á ný í kvöld eftir tveggja vikna hlé þegar Stjarnan tekur á móti Val í Garðabæ klukkan 19.15. Síðan eru fjórir leikir á dagskránni á morgun þar sem meðal annars er á dagskrá leikur Vestra og KA á Akureyri Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Byggt við fimm verknámsskóla

Hefja á undirbúning framkvæmda í sumar við hönnun og áætlunargerð vegna viðbygginga við fjóra verknámsskóla. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist næsta vetur að loknum útboðum, segir í tilkynningu mennta- og barnamálaráðuneytisins Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 320 orð | 2 myndir

Bækur persónulegar útskriftargjafir

„Mér finnst bókin vera persónuleg gjöf, því þú leggur svolítið af vinnu í að velja bókina. Það getur hver sem er farið í Ríkið, keypt rauðvínsflösku og skellt henni á borðið. Það verður bara að passa að hafa hana eitthvað yfir… Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Einfalda reglur fyrir veitingahús

„Með þessu er afgerandi skref stigið í þágu einfaldara og sveigjanlegra regluverks fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Ráðuneyti hans hyggst einfalda reglur er snúa að starfsleyfum fyrirtækja Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Engin merki um þinglok í nánd

Enn var rætt um bókun 35 á Alþingi þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi, en þar voru það þingmenn Miðflokksins einir, sem ræddu málið. Framan af degi fóru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn einnig í ræðustólinn til að ræða fundarstörf forseta … Meira
14. júní 2025 | Erlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Flugriti vélarinnar fundinn

Rannsóknarmenn fundu í gær flugrita farþegavélar indverska flugfélagsins Air India, sem hrapaði í Ahmedabad í fyrradag. Vitað er að flugmenn vélarinnar sendu út neyðarkall skömmu eftir flugtak, en ekki var ljóst hvers vegna í gær Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Húnabyggð hituð upp

Blönduós | Rarik tók í notkun í gær nýja heitavatnsvinnsluholu við Reyki í Húnabyggð, skammt frá Húnavöllum. Markar holan tímamót í uppbyggingu hitaveitu Rarik í Húnabyggð og Skagaströnd. Með áfanganum í gær lýkur umfangsmiklu verkefni sem hófst… Meira
14. júní 2025 | Erlendar fréttir | 292 orð

Hvetja báða til að sýna stillingu

Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær bæði Ísraela og Írani til þess að sýna stillingu og forðast stríð með öllum ráðum. Sagði Guterres að Mið-Austurlönd hefðu ekki efni á hörðum átökum í heimshlutanum Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Hyggjast bæta varnir enn frekar

Marín Guðrún Hrafnsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands, segir að starfsfólk safnsins muni skoða ábendingar Rithöfundasambands Íslands um starfsemi þess og reyna að gera bragarbót á. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni var samþykkt… Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 81 orð

Innri endurskoðandi hættur

Hallur Símonarson hefur látið af störfum sem innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar (IER). Þorsteinn Gunnarsson borgarritari segir skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á starfinu í mars sl. og þetta sé gert í góðri sátt Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Íranir skjóta eldflaugum á ísraelskar borgir

Íran hóf gagnárás á Ísrael í gærkvöldi og ómuðu loftvarnarflautur víða um borgir og bæi í Ísrael inn í nóttina. Ísrael gerði umfangsmikla árás á Íran í fyrrinótt og skaut á yfir 100 skotmörk. Náðu Ísraelar m.a Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

KR spilar í Frostaskjóli í júlí

„Það verður ólýsanlegt, algjörlega geggjað. Við söknum þess að liðin okkar fái að spila heima og hafi sómasamlega æfingaaðstöðu. Það verður virkilega gott að fá hana aftur,“ segir Pálmi Rafn Pálmason framkvæmdastjóri KR í samtali við Morgunblaðið Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Leggja til rannsókn á rekstri

Skoðunarmenn reikninga Skáksambands Íslands telja tilefni til rannsóknar á rekstri og bókhaldi Skáksambandsins og leggja til að ársreikningur verði ekki samþykktur á aðalfundi sambandsins sem fram fer í dag Meira
14. júní 2025 | Erlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Lengi langað til að halda hersýningu

Um sjö þúsund hermenn taka þátt í sýningu bandaríska hersins í Washington í Bandaríkjunum í dag. Til sýnis verða öll þau vopn og tæki sem herinn býr yfir, skriðdrekar, trukkar, flugvélar og þyrlur. Þetta verður fyrsta sýning Bandaríkjahers síðan árið 1991 þegar Persaflóastríðinu lauk Meira
14. júní 2025 | Erlendar fréttir | 674 orð | 1 mynd

Líta á árásina sem stríðsyfirlýsingu

Stjórnvöld í Íran vöruðu við því í gær að þau litu á loftárásir Ísraelshers í fyrrinótt sem stríðsyfirlýsingu á hendur sér. Ísraelsher gerði þá rúmlega 100 loftárásir á skotmörk í Íran, bæði í höfuðborginni Teheran og á nokkrum svæðum sem tengjast kjarnorkuáætlun klerkastjórnarinnar Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 649 orð | 2 myndir

Löng og erfið glíma við embættismenn

Aðstandendur veitingastaðarins Kastrup, sem opnaður var aftur á fimmtudag eftir langa baráttu fyrir leyfisveitingu, segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu var… Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 477 orð | 2 myndir

Menning og kaffihús í Stúkuhúsinu á Skaganum

Um nýliðin mánaðamót tók Unnur Guðmundsdóttir við rekstri Stúkuhússins, kaffihússins í gamla stúkuhúsinu í Byggðasafninu að Görðum á Akranesi. „Móttökurnar hafa verið frábærar og reksturinn gengið vonum framar,“ segir hún um viðbrögð gesta Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 524 orð | 1 mynd

Mótmæla blokkinni á Birkimel

Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna harðlega auglýsta tillögu um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Birkimels 1, þar sem áformað er að reisa 42 íbúða 4-5 hæða fjölbýlishús. Á lóðinni stendur bensínstöð Orkunnar en rekstri hennar verður hætt Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Nefúðinn naloxone í öll fangelsi landsins

Nefúðinn naloxone verður brátt aðgengilegur á öllum göngum í fangelsum Íslands. Ísland er fyrsta landið sem dreifir nefúðanum í öll fangelsi. Um er að ræða samstarfsverkefni Fangelsismálastofnunar, Matthildarsamtakanna og Afstöðu, félags fanga Meira
14. júní 2025 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Samþykkja vopnaburð lögreglunnar

Lögreglumönnum í Noregi hefur hingað til ekki verið heimilað að bera skotvopn á almannafæri. Það kemur til með að breytast en lagabreyting þess efnis var samþykkt á norska þinginu í fyrradag. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna studdi frumvarpið sem minnihlutastjórn Verkamannaflokksins lagði fram Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Skammsýni að draga úr aðgangi

Stór tíðindi bárust úr heimi sjónvarps og afþreyingar í vikunni. Fyrst var tilkynnt að streymisveitan HBO Max yrði Íslendingum aðgengileg í næsta mánuði og í kjölfarið var greint frá því að Stöð 2 og Vodafone hefðu auk fleiri miðla verið sameinuð undir heitinu Sýn Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 219 orð | 2 myndir

Skima fyrir ofbeldi í skólum

Heilbrigðisráðuneytið undirbýr nú skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins og móttöku barna sem beitt hafa verið ofbeldi á Landspítala. Verkefnið er hluti af stærra átaki stjórnvalda gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 490 orð | 1 mynd

Skipt um stjóra hjá innri endurskoðun

Hallur Símonarson hefur látið af störfum sem innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar (IER). Þorsteinn Gunnarsson borgarritari segir að gerðar hafi verið ákveðnar skipulagsbreytingar á starfi innri endurskoðanda í byrjun mars og þetta sé gert í góðri sátt Meira
14. júní 2025 | Fréttaskýringar | 1559 orð | 3 myndir

Smávirkjunin sem varð að stórmáli

Þegar Axel Helgason og eiginkona hans keyptu jörðina Þórisstaði í Svínadal í Hvalfirði árið 2020 sáu þau fyrir sér að reisa litla vatnsaflsvirkjun til heimabrúks í á sem rennur um landið. Það að fá leyfi fyrir framkvæmdinni hefur verið um þriggja ára barátta sem ekki sér enn fyrir endann á Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Sólin skín skært um helgina

Gott veður er í kortunum ef marka má veðurspána fyrir helgina. Í dag gerir spáin ráð fyrir að heiðskírt verði að heita megi allan liðlangan daginn. Veðurfræðingar gera að vísu ráð fyrir að veðurblíðan muni ekki endast daginn á Egilsstöðum, því þar er von á úrkomu síðdegis Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Stofutónleikar með Guðrúnu Gunnars á Gljúfrasteini á morgun

Guðrún Gunnarsdóttir heldur stofutónleika á Gljúfrasteini á morgun, sunnudaginn 15. júní, klukkan 16. Segir í tilkynningu að tónleikarnir séu hluti af árlegri sumardagskrá þar sem tónlist ómi í stofunni eins og á dögum Laxnesshjónanna Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Sveitarfélagið gæti ekki jafnræðis

Axel Helgason, íbúi í Hvalfjarðarsveit, er mjög ósáttur við framgöngu sveitarfélagsins í máli er varðar umsókn hans um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í á sem rennur um land hans að Þórisstöðum. Baráttan fyrir leyfinu hefur þegar tekið um þrjú ár og ekki sér enn fyrir endann á henni Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Sverrir ráðinn skrifstofustjóri Alþingis

Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Sverrir tekur við embættinu 1. ágúst en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Ragna Árnadóttir, af embætti. Sverrir var valinn úr hópi 20 umsækjenda en tveir drógu umsókn sína til baka í ráðningarferlinu Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 462 orð

Tvær útfærslur á Fljótagöngum

Fjallabyggð hefur birt áform um Fljótagöng í skipulagsgátt. Það er breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar og deiliskipulagi útivistarsvæðisins í Hólsdal. Þar má sjá tvær mismunandi útfærslur veglína og gangamunna Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Varnarsamstarf við Frakkland aukið

Íslensk og frönsk stjórnvöld hafa undirritað viljayfirlýsingu um að efla enn frekar tvíhliða varnarsamstarf ríkjanna. Var yfirlýsingin undirrituð í utanríkisráðuneytinu við Austurhöfn í vikunni. Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu… Meira
14. júní 2025 | Innlendar fréttir | 546 orð | 1 mynd

Wintris-málið var í raun hefndaraðgerð

Í liðinni viku voru tíu ár liðin frá því að ríkisstjórn Íslands tilkynnti að samningar hefðu náðst við kröfuhafa föllnu viðskiptabankanna þriggja. Þeir höfðu leitað útgöngu með eignir sínar allt frá því að fjármálalegt ofviðri skall á landinu í… Meira

Ritstjórnargreinar

14. júní 2025 | Leiðarar | 767 orð

Varhugur við Rússum

„Við vissum að engin velmegun næðist undir sovéskri eða rússneskri stjórn“ Meira
14. júní 2025 | Staksteinar | 174 orð | 2 myndir

Virðing ráðherra fyrir stjórnarskrá

Ríkisstjórnin er að komast í eindaga með sín hjartfólgnustu mál, sem veldur sýnilegum taugatritringi á stjórnarheimilinu, bæði í ræðustól og á göngum þingsins. Jafnvel á Útvarpi Sögu, þar sem Sigurjón Þórðarson gjörði kunnugt að Alþingi kæmi aftur… Meira
14. júní 2025 | Reykjavíkurbréf | 1293 orð | 1 mynd

Víða komið við, sumt gleymist aldrei

Hið ömurlega flugslys á Indlandi mun seint gleymast öllum, en þó síst þeim sem misstu sína á örskotsstund. Meira

Menning

14. júní 2025 | Menningarlíf | 902 orð | 2 myndir

„Þetta var hálfgert öskubuskuævintýri“

„Píanóið er ákveðin hugleiðsla fyrir mér. Þannig hefur það alltaf verið. Ég man að þegar ég var stressaður þegar ég var lítill, til dæmis vegna þess að ég var að fara að spila fótboltaleik eða fara í próf, þá átti ég það til að setjast við píanóið heima til þess að slaka á Meira
14. júní 2025 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Fjölskyldan Flosason kemur fram á djasstónleikum á Jómfrúnni í dag

Flosasonfjölskyldan kemur fram á öðrum tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingastaðarins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag, laugardaginn 14. júní. Hljómsveitina skipa feðginin Sigurður Flosason á saxófón og Anna Gréta Sigurðardóttir sem spilar á píanó og syngur Meira
14. júní 2025 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Halldór flytur gjörning í Ásmundarsafni

Listasafn Reykjavíkur býður gestum að verða vitni að gjörningi listamannsins Halldórs Ásgeirssonar í Ásmundarsafni í dag, 14. júní, kl. 15. Þar vinnur hann með einkennisefni sitt, bráðið hraun. „Í þessum gjörningi, sem markar upphaf… Meira
14. júní 2025 | Kvikmyndir | 791 orð | 2 myndir

Hvert er uppáhaldsteið hans LaRussos?

Smárabíó og Sambíóin Karate Kid: Legends / Karatekrakki: Goðsagnir ★★··· Leikstjórn: Jonathan Entwistle. Handrit: Rob Lieber og Robert Mark Kamen. Aðalleikarar: Jackie Chan, Ben Wang, Joshua Jackson, Sadie Stanley, Ming-Na Wen, Wyatt Oleff, Aramis Knight og Ralph Macchio. 2025. Bandaríkin og Kanada. 94 mín. Meira
14. júní 2025 | Fjölmiðlar | 228 orð | 1 mynd

Listaverk úr smiðju Gilligans

Ég horfði nýlega á þættina Better Call Saul á streymisveitunni Netflix. Þættirnir eru forleikur að hinum vinsælu þáttum Breaking Bad sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Better Call Saul fjallar um baksögu lögfræðingsins Saul Goodman sem við kynntumst … Meira
14. júní 2025 | Tónlist | 543 orð | 5 myndir

Sátt og sæla á Sátunni

Sátan er samfélag hvar bönd eru treyst. Það er skrafað, hlegið og knúsast og samvera með skyldum sálum (og óskyldum) er mikil, góð og nærandi. Meira
14. júní 2025 | Bókmenntir | 619 orð | 3 myndir

Sóknarbörn í vanda

Spennusaga Morð og messufall ★★★½· Eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Kilja. 304 bls. Mál og menning 2025. Meira
14. júní 2025 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Sölusýningu Elínborgar lýkur í dag

Sölusýningu Elínborgar Jóhannesdóttur Ostermann, Ferðaminningar – Norðurstrandir – Vestfirðir: Vatnslitamyndir, lýkur í dag, laugardaginn 14 Meira
14. júní 2025 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Ungur bandarískur píanisti í Fríkirkjunni

Bandaríski píanóleikarinn Sebastian Picht (f. 2005) mun halda tónleika í Fríkirkjunni á morgun, sunnudaginn 15. júní, kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Brahms, Chopin, Liszt, Prokofiev og Edward Kalendar Meira
14. júní 2025 | Kvikmyndir | 809 orð | 2 myndir

Þroskasaga ostagerðarmanns

Bíó Paradís Vingt Dieux ★★★★· Leikstjórn: Louise Courvoisier. Handrit: Louise Courvoisier, Théo Abadie. Aðalhlutverk: Clément Faveau, Luna Garret, Mathis Bernard, Dimitri Baudry, Maïwene Barthelemy, Armand Sancey Richard og Lucas Marillier. 92 mín. Frakkland, 2024. Meira

Umræðan

14. júní 2025 | Aðsent efni | 871 orð | 1 mynd

Afhelgun Jóns Sigurðssonar og þjóðfundarins

Þvingun ESB-sinna á Bókun 35 í gegnum þingið er forkastanleg, sem á þjóðfundinum forðum, frægum fyrir Jón Sigurðsson og lokaorðin: Vér mótmælum allir! Meira
14. júní 2025 | Pistlar | 401 orð | 1 mynd

Ástareyjan Alþingi

Nýr íslenskur raunveruleikaþáttur hefur hafið göngu sína á Íslandi. Hann má finna á rás númer sautján á öllum helstu myndlyklum, Alþingisrásinni. Þar geta landsmenn fylgst með hinum ýmsu tilþrifum þingmanna í ræðustól Alþingis Meira
14. júní 2025 | Aðsent efni | 159 orð

Ekki hlýða Víði!

Víðir Reynisson fór fram á við forstjóra Útlendingastofnunar að hún færi ekki að lögum, heldur vilja hans. Forstjóri Útlendingastofnunar fór að vilja Víðis. Hún er ekki ein um það; henni bar skylda til að framfylgja löglegum úrskurði þar til bærra yfirvalda um brottvísun úr landi Meira
14. júní 2025 | Aðsent efni | 546 orð | 1 mynd

Fúskið heldur áfram hjá verkstjórninni

Frumvarpið sem keyra á í gegnum þingið án mikillar umræðu og lítils undirbúnings er illa ígrunduð aðgerð og skemmir eina vönduðustu löggjöf sem gilt hefur hérlendis um fjármál hins opinbera. Meira
14. júní 2025 | Pistlar | 576 orð | 4 myndir

Kosið um forseta SÍ á 100 ára afmælisfundi

Á 100 ára afmælisfundi Skáksambands Íslands á Blönduósi í dag mun Gunnar Björnsson stíga til hliðar sem forseti SÍ eftir að hafa setið sem slíkur í 16 ár. Tveir fulltrúar aðalfundarins verða í framboði til embættis forseta SÍ, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Kristján Örn Elíasson Meira
14. júní 2025 | Pistlar | 779 orð

Kúvendingin í útlendingamálum

Umræður um útlendingamálin tóku nýja stefnu hér í janúar 2024 þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega niðurlægingu Austurvallar. Meira
14. júní 2025 | Aðsent efni | 258 orð

Mannerheim

Fáir Norðurlandabúar hafa átt ævintýralegri ævi en Carl Gustaf Mannerheim, en nýlega kom út á ensku ágæt ævisaga hans eftir Henrik Meinander. Hann fæddist árið 1867 og var sonur sænskumælandi greifa í Finnlandi, sem þá laut Rússakeisara Meira
14. júní 2025 | Aðsent efni | 668 orð | 1 mynd

Má bjóða þér lægri vexti?

Þrátt fyrir að hér sé um trausta, vel rökstudda greiningu að ræða hefur ráðherrann látið hjá líða að bregðast við. Meira
14. júní 2025 | Pistlar | 465 orð | 2 myndir

Póstmódernísk orðræða

Eitt af mörgu gagnlegu sem póstmódernisminn kom fram með er hugmyndin um orðræðuna: um hvað er talað og hvernig, og ekki síður hver fái að tala og hver staða þeirra sé. Tveir af mestu hugsuðum síðustu aldar, Michel Foucault og Jacques Derrida, urðu… Meira
14. júní 2025 | Aðsent efni | 557 orð | 4 myndir

Ráðherra guggnar á eigin áskorun

Verði frumvarpið að lögum mun veiðigjaldið taka ríflega 41% af rekstrarafkomu þessara stærstu fyrirtækja … og beinar álögur ríkisins munu vera ríflega 60% af afkomu þeirra. Meira
14. júní 2025 | Aðsent efni | 284 orð | 1 mynd

Siðaskipti

Væri ekki upplagt að gera eitt kvöld í viku að fjölskyldukvöldi? Meira
14. júní 2025 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Tólf þúsund tonn af kolum á hvert mannsbarn

Verksmiðjan á Bakka er knúin rafmagni, en sams konar verksmiðja í Kína fær orku sína frá brennslu á kolum í mjög miklu magni. Meira
14. júní 2025 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Viðreisn – bestu vinir Hamas?

Viðreisn – nýr pólitískur talsmaður Hamas-hryðjuverkasamtakanna. Meira

Minningargreinar

14. júní 2025 | Minningargreinar | 270 orð | 1 mynd

Ásta Sigríður Hannesdóttir

Ásta Sigríður Hannesdóttir fæddist 10.3. 1929. Hún lést 30.5. 2025. Útför Ástu fór fram 10. júní 2025. Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2025 | Minningargreinar | 1792 orð | 1 mynd

Guðný Óskarsdóttir

Guðný fæddist í Vestmannaeyjum 1. júní 1935. Hún lést á Ísafold í Garðabæ 25. maí 2025. Faðir Guðnýjar var Óskar Pétur Einarsson frá Búðarholti í Landeyjum, f. 11. janúar 1908, d. 13. maí 1978. Móðir Guðnýjar var Guðný Svava Gísladóttir frá Arnarhóli í Vestmannaeyjum, f Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2025 | Minningargreinar | 548 orð | 1 mynd

Klara Baldursdóttir

Klara Baldursdóttir var fædd í Reykjavík 22. janúar 1951. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu á Gran Canaria 4. júní 2025. Hún var dóttir hjónanna Hansínu Helgadóttur, f. 1914, og Baldurs Jónssonar, f Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2025 | Minningargreinar | 863 orð | 1 mynd

Pétur Sigurðsson

Pétur Sigurðsson fæddist 29. júlí 1942. Hann lést 23. maí 2025. Útför Péturs fór fram 11. júní 2025. Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2025 | Minningargreinar | 3691 orð | 1 mynd

Úlfar G. Brynjólfsson

Úlfar Gunnlaugur Brynjólfsson fæddist að Efri Þverá í Fljótshlíð 4. janúar 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 28. maí 2025. Foreldrar hans voru þau Brynjólfur Úlfarsson, bóndi frá Fljótsdal í Fljótshlíð, f Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2025 | Minningargrein á mbl.is | 1098 orð | 1 mynd | ókeypis

Úlfar Gunnlaugur Brynjólfsson

Úlfar Gunnlaugur Brynjólfsson fæddist að Efri Þverá í Fljótshlíð 4. janúar 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 28. maí 2025.Foreldrar hans voru þau Brynjólfur Úlfarsson, bóndi frá Fljótsdal í Fljótshlíð, f. 1895, d. Meira  Kaupa minningabók
14. júní 2025 | Minningargreinar | 1700 orð | 1 mynd

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þorsteinn Vilhjálmsson fæddist 27. september 1940. Hann lést 10. maí 2025. Útför Þorsteins fór fram 22. maí 2025. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. júní 2025 | Viðskiptafréttir | 232 orð | 1 mynd

First Water hafnar ásökunum

Fyrirtækið First Water hafnar því alfarið að bera ábyrgð á deilu eins og kynnt var í fréttum Sýnar fimmtudaginn 12. júní, þar sem fjallað var um átök milli byggingarfyrirtækisins Hraundranga og undirverktaka þess Meira
14. júní 2025 | Viðskiptafréttir | 295 orð | 1 mynd

Nova metið álitlegt til yfirtöku

Ný verðmats- og greiningarskýrsla frá ráðgjafarfyrirtækinu Akki metur verð á hlutabréfum fjarskiptafélagsins Nova á 7,32 krónur, en gengi bréfa félagsins á markaði í gær var undir 5 kr. á hlut. Mat Akks er því yfir 50% hærra en núverandi gengi bréfa félagsins Meira
14. júní 2025 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Seðlabankinn tvöfaldar vikuleg gjaldeyriskaup

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að tvöfalda reglubundin gjaldeyriskaup sín á millibankamarkaði úr 6 í 12 milljónir evra á viku. Kaup verða nú framkvæmd fjóra daga í viku – þriðjudaga til föstudaga – með 3 milljóna evra kaupum dag hvern Meira
14. júní 2025 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Varar við endurskoðun á reglum

Martin Lindvall, stefnumótunarstjóri samfélagsmála hjá Félag fasteignaeigenda í Svíþjóð, varar við því að fyrirhuguð endurskoðun Evrópusambandsins á reglum um ríkisaðstoð geti skaðað fjárfestingarskilyrði í húsnæðismálum Meira

Daglegt líf

14. júní 2025 | Daglegt líf | 1018 orð | 3 myndir

Hver meðganga er ólík annarri

Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var barnshafandi og gekk með fyrra barn mitt fyrir þremur árum, en þá var ég oft að velta fyrir mér hvernig meðgangan hefði verið hjá mömmu þegar hún gekk með mig. Ég gat ekki spurt hana því hún lést árið 2019 þegar ég … Meira

Fastir þættir

14. júní 2025 | Í dag | 53 orð

[4054]

Það varð smá landbúnaðarbylting þegar hingað barst bíll sem ók undir nafninu jeep á móðurmáli sínu ensku. Í auglýsingum var hann kallaður þetta eða „Jeep-bíll“ út úr vandræðum. Málhollir menn lögðu m.a Meira
14. júní 2025 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

„Verðum að gera eitthvað í þessu“

„Við borðum minnst í heimi af grænmeti. Við verðum að gera eitthvað í þessu,“ sagði Magnús Scheving, skapari Latabæjar, sem var gestur í Skemmtilegri leiðinni heim í vikunni. Hann fagnar 30 ára afmæli Latabæjar með nýju átaki þar sem… Meira
14. júní 2025 | Í dag | 278 orð

Af tóli, gátu og kvíða

Eiríkur Grímsson sendi þættinum góða kveðju. „Ég heyrði í morgun í fyrsta skipti orðið dugnaðarkvíði. Það er notað um þá sem finnst þeir alltaf þurfa að vera að gera eitthvað. Ég vil ekki láta verkin bíða, vinn því af krafti eins og sést Meira
14. júní 2025 | Í dag | 113 orð | 1 mynd

Friðrik Rúnar Hólm Ásgeirsson

30 ára Friðrik fæddist í Reykjavík en ólst upp á Ísafirði. Hann er Vestfirðingur í húð og hár og á ættir að rekja til Grunnavíkur á Jökulfjörðum og til Norðurfjarðar á Ströndum. Hann spilaði mikið fótbolta sem strákur og í dag er hann liðsstjóri meistaraflokks Vestra á Ísafirði Meira
14. júní 2025 | Árnað heilla | 155 orð | 1 mynd

Haraldur Sveinsson

Haraldur Sveinsson fæddist 15. júní 1925 og því eru 100 ár frá fæðingu hans á morgun, sunnudag. Haraldur var sonur Sveins M. Sveinssonar, forstjóra Völundar, og konu hans Soffíu Emelíu Haraldsdóttur og átti systkinin Svein Kjartan, Leif og Bergljótu, sem öll eru látin Meira
14. júní 2025 | Í dag | 123 orð | 1 mynd

Hildur Sólveig Elvarsdóttir

40 ára Hildur er Vestfirðingur en er alin upp í Virginíuríki í Bandaríkjunum, þar sem fjölskyldan býr enn. Hildi langaði alltaf að flytja til Íslands sem barn og hún ákvað að fara í MH árið 2001 og lauk þar stúdentsprófi af IB-braut Meira
14. júní 2025 | Í dag | 190 orð

Hrökkva eða stökkva S-NS

Norður ♠ D6 ♥ K985 ♦ D874 ♣ D72 Vestur ♠ G103 ♥ D10 ♦ 952 ♣ Á10985 Austur ♠ 872 ♥ Á732 ♦ Á1063 ♣ 63 Suður ♠ ÁK954 ♥ G64 ♦ KG ♣ KG4 Suður spilar 3G Meira
14. júní 2025 | Í dag | 1153 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Gönguguðsþjónusta. Gengið verður frá kirkjunni kl. 11, niður í Elliðaárdal og stoppað á nokkrum stöðum til íhugunar og bænar. Við tökum kaffið með okkur út og setjumst niður í grasið Meira
14. júní 2025 | Í dag | 742 orð | 4 myndir

Náttúrubarn með áhuga á tölum

Harpa Ólafsdóttir fæddist 14. júní 1965 á fallegum sólardegi á Fæðingarheimili Reykjavíkur, yngst fimm systkina. Hún gekk í Álftamýrarskóla og fór síðar í Verzlunarskóla Íslands. „Ég hafði áhuga á bókhaldi og var meira fyrir raungreinar í skóla Meira
14. júní 2025 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. He1 Rd6 6. a4 Be7 7. Rc3 0-0 8. d4 e4 9. Rxe4 Rxe4 10. Hxe4 a6 11. Bd3 d5 12. He3 Bg4 13. c3 Bg5 14. He1 Bxc1 15. Hxc1 Df6 16. He3 Hae8 17. Dc2 Hxe3 18. fxe3 He8 19 Meira

Íþróttir

14. júní 2025 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Aron fékk gin- og klaufaveiki

Aron Pálmarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, segir að 18 mánaða gamall sonur sinn hafi smitað hann af gin- og klaufaveiki. Þetta kom fram í viðtali við Aron í íþróttafréttum RÚV í gærkvöld Meira
14. júní 2025 | Íþróttir | 219 orð

EM-hópur Íslands 2025

MARKVERÐIR: Cecilía Rán Rúnarsdóttir – Inter Mílanó – 19 leikir Telma Ívarsdóttir – Breiðabliki – 12 leikir Fanney Inga Birkisdóttir – Häcken – 8 leikir VARNARMENN: Glódís Perla Viggósdóttir – Bayern München … Meira
14. júní 2025 | Íþróttir | 442 orð | 2 myndir

Ensku knattspyrnufélögin Manchester United og Tottenham slást nú um…

Ensku knattspyrnufélögin Manchester United og Tottenham slást nú um fransk/kamerúnska framherjann Bryan Mbeumo sem skoraði 20 mörk og átti sjö stoðsendingar fyrir Brentford í úrvalsdeildinni í vetur Meira
14. júní 2025 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

ÍR-ingar með fjög-urra stiga forystu

ÍR-ingar náðu í gærkvöld fjögurra stiga forystu í 1. deild karla í knattspyrnu með því að vinna Leikni í slag Breiðholtsliðanna í Mjóddinni, 1:0. Óðinn Bjarkason skoraði sigurmarkið eftir 15 mínútna leik og ÍR-ingar eru taplausir í fyrstu átta umferðunum Meira
14. júní 2025 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Koma saman í Serbíu 23. júní

Kvennalandsliðið í knattspyrnu kemur saman í lokaundirbúninginn fyrir EM í Sviss mánudaginn 23. júní, í Stara Pazova, miðstöð serbneska knattspyrnusambandsins skammt utan við Belgrad. Þar æfir liðið í þrjá daga, mætir Serbíu í vináttulandsleik 27 Meira
14. júní 2025 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Margir stóðu tæpt í Oakmont

Margir þekktir kylfingar voru í basli með að komast í gegnum niðurskurð á öðrum hring US Open í golfi á Oakmont-vellinum en nokkrir áttu eftir að ljúka leik þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Rory McIlroy og Bryson Dechambeu voru á meðal þeirra… Meira
14. júní 2025 | Íþróttir | 686 orð | 2 myndir

Meiðslin breyttu öllu

Kylfingurinn Andrea Bergsdóttir jafnaði á dögunum besta árangur Íslendings á LET-kvennamótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í Evrópu, þegar hún hafnaði í þriðja sæti á Montauban-mótinu í Frakklandi Meira
14. júní 2025 | Íþróttir | 52 orð

Silja aftur til Færeyja

Færeyski handknattleiksmarkvörðurinn Silja Arngrímsdóttir Müller er farin frá Val og er gengin til liðs við Neistin í Færeyjum á nýjan leik. Handbolti.is greinir frá þessu en Silja kom til liðs við Val síðasta sumar, hún lék 21 af 25 leikjum Vals á… Meira
14. júní 2025 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Spennuleikir hjá blaklandsliðunum

Íslensku landsliðin í blaki léku tvo sannkallaða spennuleiki í Evrópukeppni landsliða í gær þar sem úrslitin réðust í tvísýnum oddahrinum. Kvennalandsliðið sigraði Lúxemborg á útivelli, 3:2, þar sem hrinurnar enduðu 25:22, 21:25, 24:26, 25:15 og 16:14 Meira
14. júní 2025 | Íþróttir | 421 orð | 2 myndir

Tvær á leið á sitt fjórða Evrópumót

Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð, en það var endanlega staðfest í gær þegar Þorsteinn Halldórsson tilkynnti 23-manna landsliðshópinn fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem hefst í Sviss 2 Meira
14. júní 2025 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Wirtz verður dýr-astur á Englandi

Þjóðverjinn Florian Wirtz verður dýrasti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en í gær komust Liverpool og Bayer Leverkusen að samkomulegi um kaup ensku meistaranna á honum. Kaupverðið verður alls 116,5 milljónir punda en methafinn er Moises … Meira

Sunnudagsblað

14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 167 orð | 1 mynd

Allri þjóðinni til sæmdar

Úrvalsflokkar ÍR sýndu fimleika í Iðnó um miðjan júní 1925, fyrir réttri öld. Sýningin fór fram á gólfinu niðri í salnum, en áhorfendur sátu uppi á leiksviði og út við veggi hússins. Bjarni Bjarnason hermdi af sýningunni í Morgunblaðinu og var í… Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 647 orð | 1 mynd

Alveg réttu viðbrögðin

Pistlahöfundur, sem þekkir persónulega ekkert til Sigurjóns Þ. Árnasonar, ber mikla virðingu fyrir þessum viðbrögðum hans, einfaldlega vegna þess að þau eru svo rétt en um leið engan veginn sjálfsögð. Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 452 orð | 1 mynd

Andlát: Stöð 2

Já, já, galsinn í þessu liði á Stöð 2 var algjör – það sendi út á fimmtudögum, sem engin fordæmi voru fyrir. Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 67 orð | 1 mynd

Cavalera-bræður leika Chaos A.D.

Málmur Bræðurnir Max og Igor Cavalera, stofnendur Sepultura, munu leika fimmtu breiðskífu brasilíska málmbandsins, Chaos A.D., í heild sinni á Bandaríkjatúr í haust. Bræðurnir eru löngu hættir í bandinu eins og gestir á tónleikum þess í Valsheimilinu fyrir rúmri viku geta vottað um Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 299 orð | 1 mynd

Djassinn lifir

Hvað er Barnadjass í Mosó? Barnadjass í Mosó er barnadjasshátíð þar sem flytjendurnir eru börn á aldrinum sjö til fimmtán ára. Gestgjafarnir eru börn úr Mosfellsbæ, hópur sem heitir Djasskrakkar. Hverjir eru Djasskrakkar? Þau eru sex barna band frá Mosfellsbæ á aldrinum tíu til fimmtán ára Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 114 orð | 1 mynd

Eignaðist heilbrigða þríbura með syni sínum

Þrír hressir ljónahvolpar fæddust nýverið í Yorkshire-dýragarðinum á Englandi og hafa vakið bæði undrun og gleði. Hvolparnir eru afrakstur óvenjulegrar fjölskyldusamsetningar, því móðir þeirra, Aysa, eignaðist þá með syni sínum, Tedda, eftir langt og erfitt ferðalag frá stríðshrjáðri Úkraínu Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 613 orð | 2 myndir

Forsyth kveður

Fyrstu skáldsögu sína, Dag Sjakalans, skrifaði hann á rúmum mánuði á gamla ritvél en hann sagði að rannsóknarvinnan hefði tekið tólf ár Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Heimildarmynd um Matlin

Ævi Marlee Matlin: Not Alone Anymore kallast ný heimildarmynd um leikkonuna sem fyrst heyrnarlausra vann til Óskars­verðlauna fyrir frammistöðu sína í Children of a Lesser God, 1987. Ævi hennar er rakin í myndinni, allt frá bernsku, en Matlin er eina heyrnarlausa manneskjan í sinni fjölskyldu Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 933 orð | 2 myndir

Í fyrsta sinn í tíu ár

Við vorum að spila í þætti á Rás 2 og okkur vantaði hreinlega fleiri lög til að fylla upp í prógrammið. Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 339 orð | 6 myndir

Lestrarhestur sem les yfir 100 bækur á ári

Ég er mikill lestrarhestur og er að lesa yfir 100 bækur á ári. Margir spyrja mig hvernig ég nái að lesa svona mikið og ég spyr ég á móti, hversu mörgum klukkustundum eyðir fólk í að horfa á sjónvarpið, skrolla á samfélagsmiðlum eða sinna öðrum… Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 118 orð

Maður spyr eiginkonu sína: „Mér er svo kalt, hvað er hitastigið hérna…

Maður spyr eiginkonu sína: „Mér er svo kalt, hvað er hitastigið hérna inni?“ „20 gráður,“ svarar eiginkonan. „Og hvað er heitt úti?“ „5 gráður,“ svarar eiginkonan. Þá segir maðurinn: „Viltu þá ekki opna gluggann svo að 5 gráðurnar komi líka hingað… Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 778 orð

Meðvitaður glannaskapur

… bersýnilegt er að þarna er kosningaloforð Fólks flokksins framkvæmt án þess að hugur fylgi máli hjá Viðreisn og Samfylkingu. Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 79 orð

Núll-núll Önd og Ká K reyna að finna vélmenni sem var stolið og gæti…

Núll-núll Önd og Ká K reyna að finna vélmenni sem var stolið og gæti valdið miklum skaða í röngum höndum. Andrés kynnist ungu gáfnaljósi í viðskiptaskóla sem Jóakim sendir hann í. Hann kynnir hann fyrir Jóakim en sér fljótt eftir því Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 111 orð | 1 mynd

Óttast óvissuna

Kveðja „Það eina sem ég óttast er óvissan. Við höfum ekki hugmynd um hvað kemur til með að gerast,“ sagði Tony Iommi, gítarleikari Black Sabbath, í samtali við Music Week en nú eru ekki nema þrjár vikur í kveðjutónleika þessa goðsagnakennda málmbands á heimavelli þess, Villa Park í Birmingham Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 75 orð | 1 mynd

Rannsaka íkveikjur og draga sína djöfla

Reykur Þar sem er reykur, þar er eldur, sagði maðurinn. Þetta þurfa íkveikjurannsakandinn Dave Gudsen og félagi hans, rannsóknarlögreglumaðurinn Michelle Calderone, svo sannarlega að hafa í huga í flunkunýjum sjónvarpsmyndaflokki, Smoke, sem kemur inn á Apple TV+-veituna undir lok þessa mánaðar Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 1210 orð | 3 myndir

Raunamæddur snillingur

Ég átti góða barnæsku, fyrir utan að pabbi barði mig án afláts. Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 2140 orð | 9 myndir

Stærsta landið vill meira land

Andstætt frásögn Rússa trúum við því ekki að NATO eða Vesturlönd hafi reynt að innlima lönd eftir Sovéttímann eða gera fjandsamlega yfirtöku Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 1317 orð | 6 myndir

Sumar á Sýrlandi í hálfa öld

Í dag eru menn þakklátir ef eitt lag kemst í spilun af breiðskífu, þarna fóru átta lög í massífa spilun, og það á einu útvarpsstöð landsins. Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 2563 orð | 1 mynd

Svona er nú komið fyrir borgarbarninu

Ég hitti þarna hermenn sem skipuðu mér glottandi að setja líkið í poka en ég harðneitaði og sagði að þeir yrðu að sjá um það, sem þeir gerðu á endanum. Ég keyrði svo með líkið til höfuðborgarinnar og þegar þangað var komið var ástandið aftur í bílnum orðið þannig að ég þakkaði mínum sæla fyrir sérhæfðu starfsmennina sem tóku við. Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 151 orð | 2 myndir

Undirgefni eða hugrekki?

Bandaríska poppprinsessan Sabrina Carpenter gerði allt vitlaust í vikunni þegar hún kynnti umslagið á sjöundu breiðskífu sinni, Man’s Best Friend, sem koma á út í sumarlok. Viðbrögðin hafa verið sterk – fólk ýmist hneykslast á Carpenter eða hrósar henni fyrir hugrekki Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 907 orð | 3 myndir

Þarf áfram að borða morgunmat

Ég líkti þessum draumi mínum alltaf við himnaböku og átti með því við að þetta myndi auðvitað aldrei gerast,“ segir bandaríski leikarinn David Corenswet við AP-fréttastofuna og á við hlutverk sjálfs Súpermanns eða Ofurmennisins Meira
14. júní 2025 | Sunnudagsblað | 1720 orð | 3 myndir

Þúsund og þrjú skref!

Við hjónin erum það sem við köllum „matarperrar“ og það er okkar áhugamál, og á meðan önnur hjón fara í golfferðir förum við í matarferðir eða á matreiðslunámskeið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.