ALÞINGI samþykkti í gær lagafrumvarp um Tækniháskóla Íslands. Samkvæmt því falla lög um háskólann úr gildi 1. júlí nk. vegna sameiningar skólans og Háskólans í Reykjavík.

ALÞINGI samþykkti í gær lagafrumvarp um Tækniháskóla Íslands. Samkvæmt því falla lög um háskólann úr gildi 1. júlí nk. vegna sameiningar skólans og Háskólans í Reykjavík. "Nemendur sem við gildistöku laga þessara eru í námi við Tækniháskóla Íslands eiga rétt á að ljúka því námi samkvæmt því námsskipulagi sem í gildi er við skólann miðað við gildandi reglur um námsframvindu," segir m.a. í lögunum.

Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. Þingmenn VG greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en þingmenn Samfylkingar og Frjálslynda flokksins sátu hjá. Einnig Kristinn H. Gunnarsson.