Í FYRSTU var mótinu næstum slaufað en nú er nánast uppselt á það, hálfum fimmta mánuði áður en kappaksturinn fer fram. Jú, hér er átt við breska kappaksturinn 10. júlí í Silverstone.

Í FYRSTU var mótinu næstum slaufað en nú er nánast uppselt á það, hálfum fimmta mánuði áður en kappaksturinn fer fram. Jú, hér er átt við breska kappaksturinn 10. júlí í Silverstone.

Að sögn mótshaldara hefur áhugi unnenda formúlunnar á kappakstrinum reynst gríðarlegur þótt alráður íþróttarinnar, Bernie Ecclestone, hafi haft horn í síðu hans. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum virtist úti um mótið en á endanum náðust samningar með breska ökuþórafélaginu (BRDC) - sem á og rekur Silverstone-brautina - og Ecclestone um áframhaldandi keppni.