Árni Salómonsson er fæddur í Reykjavík árið 1969.Hann stundar nú nám á félagsliðabraut við Borgarholtsskóla. Árni hefur starfað við ýmis störf, m.a. við malbikun og á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

Árni Salómonsson er fæddur í Reykjavík árið 1969.Hann stundar nú nám á félagsliðabraut við Borgarholtsskóla. Árni hefur starfað við ýmis störf, m.a. við malbikun og á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Árni starfar nú í móttöku Sjálfsbjargarhússins í Hátúni 12. Árni er trúlofaður Arndísi Hrund Guðmarsdóttur og eiga þau einn kött sem ber nafnið Hundur.

Árni Salómonsson er fæddur í Reykjavík árið 1969.Hann stundar nú nám á félagsliðabraut við Borgarholtsskóla.

Árni hefur starfað við ýmis störf, m.a. við malbikun og á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Árni starfar nú í móttöku Sjálfsbjargarhússins í Hátúni 12. Árni er trúlofaður Arndísi Hrund Guðmarsdóttur og eiga þau einn kött sem ber nafnið Hundur.

Halaleikhópurinn frumsýnir í kvöld kl. 20 Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekov í litlu leikhúsi sem nefnist "Halinn," og er staðsett í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Leikstjóri sýningarinnar er Guðjón Sigvaldason. Guðjón hefur mikið starfað með áhugaleikfélögum og sjálfstæðum leikhópum auk þess að stjórna götuleikhópum víðsvegar um landið, en sýningar Guðjóns þykja oft bera keim af götuleikforminu.

Árni Salómonsson, sem fer með hlutverk Leonid Andrejeivitsj Gaév, segir sérstöðu leikhópsins ekki síst felast í því að þar leiki fatlaðir og ófatlaðir hlið við hlið. "Fyrir þrettán árum hittust nokkrir aðilar og ræddu sín á milli að ótækt væri að fatlaðir einstaklingar gætu ekki fengið útrás á leiksviðinu, fengið stór og góð hlutverk, eins og t.d. Hamlet, kerlinguna í Gullna hliðinu og Makka hníf í Túskildingsóperunni svo dæmi séu tekin," segir Árni, en upp úr þessum hugleiðingum var Halaleikhópurinn stofnaður árið 1992. "Strax í upphafi var ákveðið að kjörorð hópsins væri "leiklist fyrir alla" og hefur hann síðan starfað á þeim forsendum. Við bjóðum alla velkomna, fatlaða sem ófatlaða."

Hvernig spilar þessi fjölbreytni leikhópsins saman við Kirsuberjagarð Tsjékovs?

"Það er hægt að leika sér með eina hugmynd og hún er sú að Tsjekov lærði læknisfræði og skrifaði meðfram læknisstörfum sínum. Það gaf honum færi á að kynnast rússnesku þjóðinni og hafði mikil áhrif á hann sem höfund.

Persónusköpun hans tók mið af þessum reynsluheimi sem varð til þess að leikritin urðu gjörólík þeim ýkjukennda leikstíl sem tíðkaðist í leikhúsunum. Þar sem Halinn er samansettur af ólíkum einstaklingum verður fjölbreytnin meiri og þar af leiðandi túlkunin. Reynsluheimur fatlaðra er annar en þeirra sem eru ófatlaðir. Segja má að hópurinn í allri sinni breidd sé birtingarform þess samfélags sem við viljum sjá í "besta heimi allra heima"."

Hver er helsta gjöf leiklistarinnar?

"Sá sem er svo heppin að fá að taka þátt í leiklist og í því ferli sem það felur í sér, kemst ekki hjá því að líta í eigin barm og velta því fyrir sér hver hann er. Til þess að geta skapað og túlkað persónu þarf einstaklingurinn að geta sett sig í spor annarra, tjáð gleði, sorg o.s.frv. Leiklistin er ekki eingöngu leikari á sviði heldur einnig hópurinn sem vinnur að sameiginlegu markmiði þar sem allir leggjast á eitt. Samt þarf einstaklingurinn að njóta sín á eigin forsendum. Með því styrkist sjálfsmynd og framtakssemi hans gerir það að verkum að hann eða hún verður fær um að takast á við lífið og tilveruna. Ekki má þó gleyma gamla orðatiltækinu "Maður er manns gaman"."

Nánari upplýsingar um sýninguna og miðapantanir er hægt að fá í síma 552-9188.