Umferðaróhapp Fólksbíllinn er mikið skemmdur eftir ósköpin.
Umferðaróhapp Fólksbíllinn er mikið skemmdur eftir ósköpin. — Morgunblaðið/Kristján
UNGUR ökumaður slapp með skrekkinn eftir nokkuð skrykkjótta ökuferð suður Glerárgötu í gærmorgun. Bifreiðin sem hann ók er gjörónýt og þá lágu þrjú umferðarskilti í valnum. Bar ökumaður, samkvæmt upplýsingum lögreglu, að sér hefði fipast aksturinn.

UNGUR ökumaður slapp með skrekkinn eftir nokkuð skrykkjótta ökuferð suður Glerárgötu í gærmorgun. Bifreiðin sem hann ók er gjörónýt og þá lágu þrjú umferðarskilti í valnum. Bar ökumaður, samkvæmt upplýsingum lögreglu, að sér hefði fipast aksturinn.

Fyrst lenti ökumaðurinn uppi á umferðareyju norðan við Grænugötu og á umferðarmerki sem þar er. Þá hélt hann áfram og á umferðareyju sunnan götunnar þar sem annað umferðarmerki og götuskilti urðu á vegi hans. Því næst fer bíllinn upp á akbraut austanmegin Glerárgötu og kastaðist svo til hægri og lenti að hluta til aftur uppi á umferðareyjunni. Alls er um að ræða 120 metra leið, frá því ökumanni fipast fyrst við gatnamótin hjá Grænugötu og þar til tekst að stöðva akstur hennar.