Jacques Villeneuve hefur ekki lagt í vana sinn að vingast við félaga sína en hann keppir í ár fyrir Sauber.
Jacques Villeneuve hefur ekki lagt í vana sinn að vingast við félaga sína en hann keppir í ár fyrir Sauber. — Reuters
PETER Sauber, liðsstjóri Sauberliðsins, játar að ökuþórarnir Felipe Massa og Jacques Villeneuve séu aldrei á sama máli eða líti eins á málin en segist engar áhyggjur af því hafa.

PETER Sauber, liðsstjóri Sauberliðsins, játar að ökuþórarnir Felipe Massa og Jacques Villeneuve séu aldrei á sama máli eða líti eins á málin en segist engar áhyggjur af því hafa.

Villeneuve hefur aldrei farið dult með fyrirlitningu sína á ungum og óreyndum ökuþórum og Massa hefur ekki beinlínis fundið náð hjá honum. En svo fremi sem þeir vinna sæmilega saman segist Sauber ekki búast við neinum vandræðum ökuþóranna í millum.

"Ég efast um að þeir verði nokkurn tíma vinir, en þess gerist ekki þörf. Það er lítið um vináttusambönd í Formúlu-1 og við erum ekki að reyna að stofna til slíkra sambanda. Miklu mikilvægara er faglegt samstarf í þágu hagsmuna liðsins," segir Sauberstjórinn.

Sauberbílarnir hafa ekki látið að sér kveða í vetrarprófunum og liðsstjórinn kveðst ósáttur við hraða bílanna. "Fyrir ári mættum við til keppni með góðan bíl en munurinn á okkur og Ferrari var um 1,8 sekúndur á hring sem er býsna mikið. Í vertíðarlok hafði munurinn minnkað í hálfa sekúndu. Með það í huga settum við okkur mjög hátt markmið fyrir árið í ár. Það verður bara að koma í ljós hvort við náum settu marki. Sem stendur virðist útlitið ekki gott," segir Sauber.