ÞÆR fréttir hafa borist frá Ítalíu að Ítalar hafi hætt við að taka þátt í vináttumóti í Dubai í lok mars - og valið frekar að fá landslið Íslendinga í heimsókn. Landslið Ítala átti að leika við Qatar í Dubai, en ekkert verður af þeim leik.
ÞÆR fréttir hafa borist frá Ítalíu að Ítalar hafi hætt við að taka þátt í vináttumóti í Dubai í lok mars - og valið frekar að fá landslið Íslendinga í heimsókn. Landslið Ítala átti að leika við Qatar í Dubai, en ekkert verður af þeim leik. Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu, og stjórnarmenn ítalska knattspyrnusambandsins, töldu það vænlegri kost að fá Íslendinga í heimsókn heldur en fara til Dubai. Leikurinn gegn Íslandi fer fram á Norður-Ítalíu 30. mars, en þar leika Ítalir gegn Skotum í undankeppni HM, í Mílanó, 26. mars.