— Morgunblaðið/Ómar
KYNNING verður á námsframboði sjö háskóla undir yfirskriftinni Stóri háskóladagurinn, á morgun, laugardag 5. mars, kl. 11-17 í Borgarleikhúsinu. Þá verður einnig ráðgjöf um ýmislegt s.s. nám erlendis, stúdentaíbúðir, námslán og fleira.

KYNNING verður á námsframboði sjö háskóla undir yfirskriftinni Stóri háskóladagurinn, á morgun, laugardag 5. mars, kl. 11-17 í Borgarleikhúsinu.

Þá verður einnig ráðgjöf um ýmislegt s.s. nám erlendis, stúdentaíbúðir, námslán og fleira. Í gangi verður svokallað starfatorg, umfjöllun um ýmsar starfsgreinar og ýmsar listrænar uppákomur.

Eftirfarandi háskólar verða með fulltrúa sína á svæðinu: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík / Tækniháskóli Íslands, Hólaskóli - Háskólinn á Hólum, Kennaraháskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Viðskiptaháskólinn Bifröst.