Undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni Undirbúningur fyrir undankeppni Íslandsmótsins er nú á lokastigi. Spilað verður í fjórum 10 sveita riðlum og er spilað í húsnæði Bridssambandsins í Síðumúla 35 og húsinu við hliðina þ.e. nr. 37.

Undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni

Undirbúningur fyrir undankeppni Íslandsmótsins er nú á lokastigi. Spilað verður í fjórum 10 sveita riðlum og er spilað í húsnæði Bridssambandsins í Síðumúla 35 og húsinu við hliðina þ.e. nr. 37.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Fyrirliðafundur verður föstudaginn 11. mars klukkan 13

1. umferð: 11. mars kl. 14-16.30

2. umferð: 11. mars kl. 16.50-19.20

3. umferð: 11. mars kl. 20.30-23

4. umferð: 12. mars kl. 11-13.30

5. umferð: 12. mars kl. 13.50-16.20

6. umferð: 12. mars kl. 16.40-19.10

7. umferð: 12. mars kl. 20.30-23

8. umferð: 13. mars kl. 11-13.30

9. umferð: 13. mars kl. 13.50-16.20

Keppnisstjóri verður Björgvin Már Kristinsson.

Bridsfélag Reykjavíkur

Föstudagskvöldið 25. febrúar var að venju spilaður eins kvölds tvímenningur hjá Bridgefélagi Reykjavíkur og í lokin munaði aðeins tveimur stigum á efstu pörum.

Lokastaða efstu para varð þannig:

Gunnar R. Pálsson - Stefán Benediktss. 32

Þröstur Ingimarss. - Páll Þórsson 30

Sigurður Björgvinss. - Örlygur Örlygss. 19

Kristján B. Snorras. - Björgv. Kristinss. 18

Guðm. Baldursson - Steinberg Ríkarðss. 17

Gullsmárabrids

Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á 12 borðum mánudaginn 28. febrúar. Miðlungur 220.

Efst í N/S vóru:

Róbert Sigmundss. - Guðm. Guðveigss. 272

Elís Kristjánsson - Jónína Pálsdóttir 256

Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufd. 253

Jón Bjarnar - Ólafur Oddsson 226

AV

Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbjss. 297

Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 274

Guðm. Pálsson - Kristinn Guðmundss. 265

Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónsson 248

Spilað alla mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45 á hádegi.

Sveit Rúnars Einarssonar efst hjá Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélagi kvenna

Aðalsveitakeppni félagsins lauk mánudaginn 28. febrúar og var mikil spenna fyrir lokaumferðina. Sveitir Guðrúnar Jörgensen og Rúnars Einarssonar voru efstar og jafnar með 128 stig, en sveit Magnúsar Orra Haraldssonar var með 121 stig. Rúnar gerði upp á undan sinn leik 15-15 jafntefli og var því ekki vongóður um efsta sætið, en fékk tilefni til bjartsýni þegar hann frétti að sveit Guðrúnar Jörgensen hefði tapað 12-18 fyrir Stelpunum. Magnús Orri hefði því getað stolið sigrinum með því að landa 24 stigum í sínum síðasta leik. En hann vann sinn leik 19-11 og því hafði sveit Rúnars sigur.

Sveitir Guðrúnar og Magnúsar enduðu jafnar á stigum en þar sem sveit Guðrúnar vann 16-14 í innbyrðis viðureign, nær hún öðru sætinu.

Lokastaða efstu sveita varð þannig:

Rúnar Einarsson 143

Guðrún Jörgensen 140

Magnús Orri Haraldsson 140

Eðvarð Hallgrímsson 130

Gleðisveit Ingólfs 129

Stelpurnar 126

Spilarar í sveit Rúnars voru auk hans sjálfs Gunnar Birgisson, Stefán Stefánsson, Guðjón Sigurjónsson og Helgi Bogason. Næsta keppni félagsins er þriggja kvölda barómeter tvímenningur sem spilaður verður dagana 7., 14. og 21. mars.

Nægilegt er að mæta tímanlega til skráningar og eru félagar hvattir til að mæta í þessa skemmtilegu keppni.

Bridsfélag Hreyfils

Keppni er hafin á ný eftir nokkurt hlé og verður byrjað á fullum krafti nk. mánudagskvöld 7. marz á þriggja til fimm kvölda tvímenningi.

Síðasta mánudagskvöld var eins kvölds tvímenningur og urðu þessi pör efst:

Jón Sigtryggss. - Skafti Björnsson 77

Dagur Halldórss. - Björn Stefánsson 74

Daníel Halldórss. - Árni Kristjánss. 59

Spilað er í Hreyfilshúsinu á mánudagskvöldum kl. 19.30.