Michael Schumacher íbygginn á svip.
Michael Schumacher íbygginn á svip. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
MICHAEL Schumacher segist þjakaður af "sjálfsefa". Vakni vantrú á eigin getu í hvert sinn sem hann sest í stjórnklefa Ferraribílsins.
MICHAEL Schumacher segist þjakaður af "sjálfsefa". Vakni vantrú á eigin getu í hvert sinn sem hann sest í stjórnklefa Ferraribílsins. "Og á öðrum stundum líka," segir maðurinn sem sjö sinnum hefur hampað heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu-1. Schumacher segir þó í samtali við þýska blaðið Die Zeit að hann telji slíka efagirni gagnlega. "Ég er svona að upplagi og það gengur ekki út í öfgar. Efasemdirnar rífa mig ekki á hol, ég veit hvenær ber að hætta þeim og einbeita sér að öðru," segir aldursforseti ökuþóranna en hann er 36 ára. Ein efasemdin sem birtist í samtalinu þykir endurspegla raunsæi Schumachers, og það er sú játning hans að drottnun Ferrari í formúlunni kunni að enda þá og þegar - jafnvel í ár. "En það eru 19 mót á keppnistímabilinu, við verðum að líta á það í heild og því er ég tiltölulega bjartsýnn," segir hann.