DOKTORSVÖRN fer fram við tannlæknadeild Háskóla Íslands laugardaginn 5. mars. Þá ver Berglind Jóhannsdóttir tannlæknir doktorsritgerð sína "Tíðni bitskekkju, form og stærðir andlitsbeina og erfðastuðull barna við foreldra sína á Íslandi".

DOKTORSVÖRN fer fram við tannlæknadeild Háskóla Íslands laugardaginn 5. mars. Þá ver Berglind Jóhannsdóttir tannlæknir doktorsritgerð sína "Tíðni bitskekkju, form og stærðir andlitsbeina og erfðastuðull barna við foreldra sína á Íslandi".

Andmælendur eru dr. Peter A. Mossey, University of Dundee, og dr. Rolf Berg, professor emeritus. Sigfús Þór Elíasson prófessor, varadeildarforseti tannlæknadeildar, stjórnar athöfninni, sem fer fram í hátíðarsal í aðalbyggingu, og hefst athöfnin klukkan 13. Leiðbeinandi var dr. Þórður Eydal Magnússon, professor emeritus. Í doktorsnefnd sátu, auk Þórðar, dr. W. Peter Holbrook, prófessor við tannlæknadeild HÍ, og dr. Sigurður Rúnar Sæmundsson.

Rannsóknin fór fram á tannlæknadeild HÍ. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni bitskekkju hjá sex ára gömlum íslenskum börnum á afsteypum af tönnum þeirra og kjálkasneiðmyndum. Ennfremur að kanna form og stærðir andlitsbeina og höfuðkúpubotns á hliðarröntgenmyndum og var markmiðið jafnframt að skoða þær breytingar sem urðu á þessum þáttum frá sex til sextán ára aldurs. Að auki voru form og stærðir andlitsbeina og höfuðkúpubotns rannsökuð hjá foreldrum barnanna.