Björn Jörundur veit hvað hann syngur þegar eitís-tónlist er annars vegar.
Björn Jörundur veit hvað hann syngur þegar eitís-tónlist er annars vegar.
SPENNAN nær brátt hámarki í Idol-Stjörnuleitinni. Einungis þrír keppendur eru eftir; Davíð Smári, Hildur Vala og Heiða, og í kvöld munu þau syngja um sæti í úrslitaþættunum sem fram fer næsta föstudag, 11. mars.

SPENNAN nær brátt hámarki í Idol-Stjörnuleitinni. Einungis þrír keppendur eru eftir; Davíð Smári, Hildur Vala og Heiða, og í kvöld munu þau syngja um sæti í úrslitaþættunum sem fram fer næsta föstudag, 11. mars.

Í þættinum í kvöld munu þau syngja svokölluð eitís-lög, vinsæl lög sem rætur eiga að rekja til níunda áratugar síðustu aldar; þegar Duran Duran og Wham! ómuðu úr kassettutækjum æskunnar sem var með hárið stífmótað af Elnette-hárúða, í alltof stórri taflpeysu, með neonlitar grifflur og legghlífar dansandi hliðar-saman-hliðar.

Gestadómari kvöldsins tók ugglaust virkan þátt í þessari líflegu tískubylgju, Björn Jörundur, söngvari Nýdanskrar, en hann er líka öllum töktum kunnugur þegar að eitíspoppinu kemur.